The Toyota Way - heimsókn til Toyota - gæðahópur

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun
Heimsókn til Toyota

Dagskrá:
The Toyota Way
Úlfar Steindórsson ræðir um The Toyota Way.
Formleg skráð ferli hjá Toyota
Baldur Eiríksson og/eða Jóhannes Egilsson ræða um formleg skráð ferli hjá fyrirtækinu.

Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstaður og tími
Nýbýlavegur 2 – gengið inn að framanverðu.
Fundurinn hefst kl. 08:30 og lýkur eigi síðar en kl. 10:00.
 
 

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?

Fundur hjá faghópi um mannauðsstjórnun

Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum?
Hvaða gagnasöfnun og úrvinnsla skiptir máli / ekki máli fyrir stjórnendur?
Hvernig framsetning hentar og hvaða samanburð/eftirfylgni kjósa þeir?
 
Erindi og framsögumenn

  1. Hinn fullkomni mannauðsstjóri
    Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis.

  2. Betrun í mannauðsstjórnun!
    Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá og formaður SA

Fundurinn er haldinn hjá Kaupási, (Norvík), Hús Húsgagnahallarinnar,
Bíldshöfða 20, 4. Hæð. Gengið inn í lyftuhús Vesturlandsvegsmegin.
 
 

Íslenska ánægjuvogin - Kynning á niðurstöðum mælinga 2008 og afhending viðurkenninga

Fundur á vegum Íslensku ánægjuvogarinnar

  • Stjórnvísi, Samtök iðnaðarins og Capacent Gallup -
    Kynning á niðurstöðum mælinga 2008 og afhending viðurkenninga
    Fundarsetning
    Fundarstjóri, Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins
    Kynning á ánægjuvoginni og helstu niðurstöðum ársins 2008
    Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Capacent
    Mælinga á ánægju viðskiptavina 2009
    Almennar umræður og spurningar
    Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árangur í mælingum á ánægju viðskiptavina árið 2008
    Einar Þór Bjarnason, Stjórnvísi
    Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35 - 6. hæð - kl. 9.00

„Business Continuity“ eða stjórnun rekstrarsamfellu

Fundur á vegum upplýsingaöryggishóps

„Business Continuity“ eða stjórnun rekstrarsamfellu eins og það hefur verið kallað á íslensku.

Fundurinn verður með örlítið öðru sniði en venjulega. Fjórir sérfræðingar munu hefja fundinn og fjalla um efnið í svona 10-15 mínútur hver. Því verður svo fylgt eftir með umræðum.
Upplýsingar um fundarstað væntanlegar.

1. fundur í fundaröð um um þemað "Atvinnustefna fyrir Ísland "

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu

Faghópur um mótun og framkvæmd stefnu heldur á vormisserinu nokkra fundi um þemað "Atvinnustefna fyrir Ísland " og er þetta fyrsti fundurinn í þeirri fundaröð. Leitað verður svara við spurningunum á borð við:
• Hvað gæti falist í atvinnustefnu fyrir Ísland?
• Um hvaða mikilvæga þætti atvinnustefnu má ná mjög víðtækri sátt um og um hvaða þætti eru skiptar skoðanir?
• Hverjir geta komið að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hvernig getur það gerst?
• Hver eru helstu verkefnin sem þarf að vinna til að koma stefnunni í framkvæmd og hverjir bera ábyrgð á þeim?

  1. fundurinn í fundaröðinni:
    Stefna Framsóknarflokksins í atvinnumálum
    Valgerður Sverrisdóttir og Magnús Stefánsson þingmenn Framsóknarflokksins ræða um stefnu Framsóknarflokksins í atvinnumálum.

Fundarstaður
Háskóli Íslands, Háskólatorg, stofa HT-101 (Háskólatorg er byggingin fyrir aftan Lögberg).
Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10.00
 

Matvælahópur - aukaefni í matvælum

Fundur á vegum matvælahóps - fundurinn er jafnframt er aðalfundur faghópsins.
Aukaefni í matvælum
Stiklað verður á helstu staðreyndum um aukefni,s.s. flokka og merkingar aukefna, íslenska aukefnareglugerð og nýja reglugerð Evrópusambandsins og áhættumat aukefna. Einnig verður rætt um gagnrýni, breytingar og strauma sem eru í gangi varðandi notkun aukefna.
Gestur fundarins
Jónína Þrúður Stefánsdóttir, matvælafræðingur
Fundarstaður
Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík
 
 

Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun

Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun
Fyrirlesarar
Jóhanna E. Hilmarsdóttir, forstöðumaður viðskiptaþróunarsviðs Ríkiskaupa
Helgi Bogason, deildarstjóri innkaupamála Reykjavíkurborgar
Fundarefni:
Undanfarin ár hefur vinnuhópur á vegum Umhverfisráðuneytis, Ríkiskaupa, Reykjavíkurborgar og Hafnarfjarðarbæjar unnið að mótun opinberrar stefnu fyrir vistvæn innkaup. Með hópnum starfaði Birna Helgadóttir hjá Alta.
Á fundinum verður rætt um niðurstöður vinnuhópsins varðandi vistvæn innkaup. Helgi Bogason mun segja sérstaklega frá reynslu, áformum og helstu áskorunum Reykjavíkurborgar varðandi vistvæn innkaup. Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir mun koma inn á hvað er framundan hjá Ríkiskaupum varðandi vistvæn innkaup. 

Fundartími
Frá kl. 8.30 til 09.45 

Fundarstaður
Ríkiskaup, Borgartúni 7c, 105 Rvk.
Athyglivert framundan
Við vekjum athygli á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um vistvæn innkaup sem fer fram dagana 25.–27. mars 2009. Reykjavíkurborg og ICLEI, alþjóðleg samtök sveitarfélaga um sjálfbærni, standa fyrir ráðstefnunni. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna á http://www.iclei-europe.org/index.php?id=ecoprocura2009 og http://www.rvk.is/desktopdefault.aspx/tabid-39/351_read-14233
 

2. fundur í fundaröð um um þemað Atvinnustefna fyrir Ísland: Þáttur nýsköpunar í atvinnustefnu fyrir

  1. fundur í fundaröð um um þemað "Atvinnustefna fyrir Ísland "

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu
 Fundarefni 2. fundar í fundaröðinni:
"Þáttur nýsköpunar í atvinnustefnu fyrir Ísland"
Þorsteinn Ingi Sigfússon (www.nmi.is) og Guðjón Már Guðjónsson (www.hugmyndaraduneytid.is) kynna sín sjónarmið og síðan verður umræða um efnið.

Faghópur um mótun og framkvæmd stefnu heldur á vormisserinu nokkra fundi um þemað "Atvinnustefna fyrir Ísland " og er þetta annar fundurinn í þeirri fundaröð. Leitað verður svara við spurningunum á borð við:
• Hvað gæti falist í atvinnustefnu fyrir Ísland?
• Um hvaða mikilvæga þætti atvinnustefnu má ná mjög víðtækri sátt um og um hvaða þætti eru skiptar skoðanir?
• Hverjir geta komið að því að móta atvinnustefnu fyrir Ísland og hvernig getur það gerst?
• Hver eru helstu verkefnin sem þarf að vinna til að koma stefnunni í framkvæmd og hverjir bera ábyrgð á þeim?
Fundurinn hefst kl. 8.30 og stendur til 10.00
Fundarstaður - breyting:
Fundurinn verður í stofu 201 í Odda (við Sturlugötu).
 

Identity Management

Fundur á vegum upplýsingaöryggishóps.
Nánari upplýsingar væntanlegar.
 

Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis

Fundur á vegum gæðastjórnunarhóps
Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis
Á fundinum mun Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri ræða gæðamat í grunnskólum Reykjavíkur og Ingibjörg Gísladóttir gæðastjóri segja frá innleiðingu á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfis sem nú stendur yfir á aðalskrifstofu Menntasviðs.

Fundartími
Frá kl. 8.30 til 10.00
Fundarstaður
Menntasvið Reykjavíkurborgar í gamla Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 101 R. Gengið er inn frá portinu.

Boðið verður uppá morgunkaffi frá kl. 8:15.
 

Þjónustustefna og gildi hjá vínbúðunum

Fundur hjá faghópi um þjónustustjórnun
Þjónustustefna og gildi hjá vínbúðunum
Fyrirlesari
Einar Snorri Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs.
Staðsetning
ÁTVR að Stuðlahálsi 2.
 
 

Stefnumiðað árangursmat hjá Össuri

Fundur á vegum faghóps um Stefnumiðað árangursmat

Hjá Össuri
Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Fundurinn er frá kl. 8.30 til 9.15.
 

 

Hugbúnaðarprófanir - morgunverðarfundur hjá Teris

Fundur á vegum faghóps um hugbúnaðarprófanir

Morgunverðarfundur hjá Teris - nánar upplýsingar um fundarefni væntanlegar
Gestir fundarins verða:
Ebba Þóra Hvannberg professor í tölvunarfræði við HÍ
Marta Kristín Lárusdóttir lector við tölvunarfræðideild HR

Fundarstaður
Teris, Hlíðarsmára 19, 2. hæð, Kópavogi.

Fundurinn er gjaldfrjáls faghópafundur.
 

Stjórnendaupplýsingar úr mannauðskerfum - Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Kynning á mannauðskerfum
Stuttar kynningar á mismunandi mannauðskerfum með áherslu á skýrslur og úttektir sem auðvelda stjórnendum starfið.
Á fundinum verður skoðað hvernig hægt er að nýta kerfin sem einskonar mælaborð stjórnenda varðandi mannauðinn.
Eftirfarandi mannauðskerfi verða kynnt:
Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle
Fundurinn er haldinn hjá Skýrr, Ármúla 2, í ráðstefnusal á jarðhæð.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?