Stefnumiðað árangursmat hjá Össuri

Fundur á vegum faghóps um Stefnumiðað árangursmat

Hjá Össuri
Grjóthálsi 5, 110 Reykjavík
Fundurinn er frá kl. 8.30 til 9.15.
 

 

Hugbúnaðarprófanir - morgunverðarfundur hjá Teris

Fundur á vegum faghóps um hugbúnaðarprófanir

Morgunverðarfundur hjá Teris - nánar upplýsingar um fundarefni væntanlegar
Gestir fundarins verða:
Ebba Þóra Hvannberg professor í tölvunarfræði við HÍ
Marta Kristín Lárusdóttir lector við tölvunarfræðideild HR

Fundarstaður
Teris, Hlíðarsmára 19, 2. hæð, Kópavogi.

Fundurinn er gjaldfrjáls faghópafundur.
 

Stjórnendaupplýsingar úr mannauðskerfum - Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Kynning á mannauðskerfum
Stuttar kynningar á mismunandi mannauðskerfum með áherslu á skýrslur og úttektir sem auðvelda stjórnendum starfið.
Á fundinum verður skoðað hvernig hægt er að nýta kerfin sem einskonar mælaborð stjórnenda varðandi mannauðinn.
Eftirfarandi mannauðskerfi verða kynnt:
Microsoft Dynamics Ax / SAP / H-3 / Oracle
Fundurinn er haldinn hjá Skýrr, Ármúla 2, í ráðstefnusal á jarðhæð.
 

Afkomumódel Brimborgar - fjármálahópur

Fundur á vegum faghóps um fjármál fyrirtækja

Afkomumódel Brimborgar’
Hólmar Ástvaldsson mun kynna ‘afkomumódel’ sem Brimborg hefur byggt upp. Í módelinu er rekstrarárangur þeirra geymdur og greindur, þarna eru bæði sögulegar rauntölur og áætlanir ásamt greiningum á þeim. Þessar upplýsingar nota þeir fyrir stjórnendur, eigendur, erlenda birgja, banka ofl. Farið verður í gegnum hvernig módelið er byggt upp og hvernig það er notað sem hluti af gæðastjórnunarkerfinu.

Fundarstaður
Í húsakynnum Brimborgar Bíldshöfða 6, 2. hæð.
 

Stofnfundur: Faghópur um viðskiptagreind

Aðdragandi
Miðvikudaginn 15. apríl n.k. stendur til að stofna faghóp innan Stjórnvísi um viðskiptagreind. Þetta er í beinu framhaldi af fyrsta fundi skipulögðum af undirbúningsnefnd hópsins sem fram fór 5. mars s.l.
Fundarefni

  1. Formleg stofnun faghópsins innan Stjórnvísi og honum valið nafn og stjórn.
  2. Fyrirlestur og umræður. Að þessu sinni ætlar Óskar Jónsson, sem starfar við áhættugreiningu hjá StatOilHydro í Noregi, að fjalla um hvernig olíurisinn vinnur og nýtir upplýsingar fyrir áhættugreiningu.
    Fundarstaður
    Fundurinn mun fara fram í húsakynnum Símans að Ármúla 27 – bakhús (Fræðslusetur Símans) og hefst hann kl. 16:00.
    F.h. undirbúningshópsins vonum við að sem flestir sjái sér fært að mæta og eins væri gott að þeir sem fá þetta skeyti dreifi því áfram á aðila sem líklega hafa áhuga. Öllum er frjálst að mæta og aðgangur ókeypis.
     

Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum: Heilbrigðishópur

 
 

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

"Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum"

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir lektor og umsjónarmaður MS náms í
heilsuhagfræði við HÍ fjallar um málefnið.
Fundarstaður
Háskólatorg Háskóla Íslands, í stofu HT-101. (Háskólatorgið er í byggingunni fyrir aftan Lögberg).
 

Hlutverk áætlanagerðar í framkvæmd stefnu + aðalfundur stefnuhóps

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu
Hlutverk áætlanagerðar í framkvæmd stefnu + aðalfundur

Eggert Oddur Birgisson, ráðgjafi hjá Capacent, ræðir um ýmis hagnýt atriði varðandi áætlanagerð og hlutverk áætlana í markvissri framkvæmd stefnu. Hann fjallar um tegundir áætlana, kosti þess að útbúa ítarlegar áætlanir (margvíðar áætlanir byggðar á kostnaðarvöldum), og helstu annmarkar á hefðbundinni áætlanagerð fyrirtækja og stofnana. Farið yfir helstu úrræði með áherslu á hlutverk áætlunar í markvissri framkvæmd stefnu fyrirtækisins.
 
Um kl. 9:45 verður örstuttur aðalfundur þar sem kosin verður ný stjórn hópsins.
 
Fundarstaður
Háskóli Íslands, Gimli, stofa 102 (Gimli er á milli Háskólatorgs, Lögbergs og Odda).
 
 
 

Þjónustan er fjöreggið

Morgunverðarráðstefna
ÞJÓNUSTAN ER FJÖREGGIÐ

 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?