Langtímaáætlanagerð - 10 ár

Fundur á vegum faghóps um mótun og framkvæmd stefnu

Langtímaáætlanagerð - 10 ár

Fjallað verður um áætlunarferli Landsnets með sérstakri áherslu á gerð langtímaáætlunar og þeim verkfærum sem snúa að henni. Í langtímaáætlun Landsnets er horft til næstu tíu ára og þar er skoðað hvaða áhrif nýframkvæmdir hafa á fjárhagslega afkomu Landsnets sem og ýmsir aðrir innri og ytri þættir.

Framsögumaður
Ársæll Guðmundsson, hgfræðingur - fjármál.

Fundarstaður
Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík.
 

Nýsköpun og sjálfbærni

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun og Samtaka Iðnaðarins
Nýsköpun og sjálfbærni
Fundarefni
Nýsköpun og sjálfbærni
Aukin orkunotkun og loftslagsbreytingar hafa á síðustu misserum leitt til breyttra viðhorfa hjá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum um allan heim. Aukin áhersla á sjálfbæra þróun hefur leitt til nýrra þarfa hjá neytendum, hefur áhrif á náms- og starfsval hjá ungu fólki og stýrir fjármögnun til vísinda- og tæknirannsókna. Á sama tíma hefur samstarf um nýsköpun færst í aukana, t.d. með auknu samstarfi meðal fyrirtækja, aukinni þátttöku notenda, "open source" verkefnum og svokölluðu "crowdsourcing". Í fyrirlestrinum er ætlunin að velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga, m.a. á tækifæri og getu fyrirtækja til nýsköpunar hjá fámennri þjóð í Atlantshafinu.
Framsaga
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum
Fundarstaður
Samtök Iðnaðarins, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð.
 

Fjármál og stjórnunarstaðlar: ISO

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla 
Fundarefni
Fjármál og stjórnunarstaðlar
Hvernig tengjast stjórnunarstaðlar og viðurkenndar reglur úr fjármálaheiminum um innra eftirlit og stjórnarhætti 
Framsögumaður
Jón Óskar Hallgrímsson

Fundarstaður
PricewaterhouseCoopers Skógarhlíð 12 

 

Upplýsingaöryggi: Öryggi í "cloud computing"

Fundur á vegum faghóps um upplýsingaöryggi
Öryggi í "cloud computing"

Fundarefni
Öryggi í "cloud computing"
Kynning Sigurjóns Lýðssonar fjallar um Windows Azure sem er tölvuský (e. Cloud computing) Microsoft. Windows Azure er í raun nettengt gagnaver sem fyrirtæki geta nýtt til að keyra hugbúnaðarlausnir sínar í stað þess að byggja upp eigin tölvuver.

Framsögumaður
Sigurjón Lýðsson, Microsoft

Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík.
 

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fundur á vegum fagóps um hugbúnaðarprófanir

Hugbúnaðarprófanir í Arion banka

Fyrirlesarar:
Bjarghildur Finnsdóttir, hópstjóri prófana
Gunnar Örn Rafnsson, prófari
Torfi Páll Ómarsson, prófari
Fundarefni
• Kynning á uppbyggingu prófunarhóps og ferli prófana hjá Arion banka
• Kynning á sjálfvirkum prófunum í TFS hjá Arion banka
• Sjálfvirkar vefprófanir í TFS 2008
o Uppbygging og notkun
o Vandamál og lausnir
o TFS 2008 vs. TFS 2010
• Sjálfvirk samþættingarpróf í TFS
o Uppbygging og notkun
o Viðmótsvirkni í Windows forms
o Keyrsla á prófum í mismunandi umhverfum
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur hugpro hópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.
Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19.
 

Aðalfundur Stjórnvísi 2010

Aðalfundur STJÓRNVÍSI 2010 - „Hver eru fjöreggin“
Aðalfundur Stjórnvísi 2010 verður haldinn miðvikudaginn 19. maí kl. 16.00 til 18.00.
á Grand hóteli – Hvammi

Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fáum við tvo áhugaverða gesti til að tala út frá yfirskrift fundarins „Hvar eru fjöreggin?“

Gestir fundarins
Hjörleifur Pálsson fjármálastjóri Össurar
Friðrik Pálsson, ferðamálafrömuður
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf

  1. Kjör fundarstjóra og ritara
  2. Lýst eftir málum
  3. Skýrsla formanns
  4. Skýrsla framkvæmdastjóra
  5. Reikningar félagsins
  6. Breytingar á lögum félagsins
  7. Kjör stjórnar, fagráðs og skoðunarmanna reikninga
  8. Viðurkenningar Stjórnvísi
  9. Önnur mál
    Léttar veitingar í boði Stjórnvísi.

Stjórnin
 

Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf.

Fundur á vegum umhverfis- og öryggishóps

Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf.

Dagskrá:
8:00 – 8:15
Boðið verður upp á morgunkaffi og meðlæti.
8:15 – 8:30
Aðalfundarstörf faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun.
8:30 – 9:15
Leó Sigurðsson, sviðsstjóri öryggis-, heilsu- og umhverfissviðs Actavis flytur erindið: "Öryggis- og umhverfisstjórnun við enduruppbyggingu lyfjaverksmiðju Actavis hf".
Öryggis-, heilsu- og umhverfisstjórnunarkerfi Actavis á Íslandi

Lýsing á verkefninu - Enduruppbygging á hluta lyfjaverksmiðju Actavis – með áherslu á:

Breytingastjórnun öryggis- og umhverfismála
Innkaupaferli tækjabúnaðar vegna öryggis- og umhverfiskrafna Actavis
Öryggis-, heilsu- og umhverfisáætlun verkefnisins
Áhættumat og forvarnir
Innra eftirlit
Lærdóm sem draga má af frávikum frá forvörnum

9:15 – 10:00 Skoðun um framkvæmdarsvæðið
Boðið verður upp á skoðun um framkvæmdarsvæðið. Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig og er þeim bent á að taka með sér persónuhlífar eins og öryggisskó, öryggishjálm og öryggisgleraugu. Actavis getur útvegað þeim sem vilja öryggisgleraugu og öryggishjálm.
Fundarstaður
Mötuneyti Actavis, Reykjavíkurvegur 78 (Ath. Allir þurfa að skrá sig í móttöku Actavis hf, að Reykjavíkurvegi 76 og verður síðan vísað til mötuneytis að Reykjavíkurvegi 78).
 

Stefna Landspítala háskólasjúkrahúss til 2016 - BSC

Fundur á vegum faghóps um Stefnumiðað árangursmat
Stefna Landspítala háskólasjúkrahúss til 2016

Framsögumaður
Björn Zoega

Fundarstaður
Eiríksstaðir, Eiríksgötu 5, herbergi 4b.
 

Hvað þarf til að ná árangri - hugarfar sigurvegarans

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun

Hvað þarf til að ná árangri - hugarfar sigurvegarans

Hvernig geta stjórnendur haft jákvæð og uppbyggjandi áhrif á hugarfar starfsmanna og byggt upp hugarfar sigurvegarans innan síns fyrirtækis?
 Fyrirlesari
Sigurður Ragnar Eyjólfsson A-landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu fer yfir hvað hann telur að þurfi til að ná árangri og þá aðferðafræði sem hann notaði í að leiða kvennalandsliðið að sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða 2009 en það er eina skipti í sögunni sem íslenskt A-landslið í knattspyrnu hefur komist í úrslitakeppni stórmóts.
Sigurður mun í erindi sínu fjalla um hvernig hann vinnur með hugarfar leikmanna og þá liðsmenningu sem hann hefur reynt að byggja upp hjá landsliðinu. Inn í fyrirlesturinn fléttast hvernig hagað var markmiðasetningu landsliðsins, hvernig má læra af öðrum sem hafa náð árangri, hvað einkennir sigurvegara, hvernig hugsa þeir og hvað má læra af slíku hugarfari. Sigurður Ragnar mun einnig flétta áhugaverðum myndböndum inn í fyrirlesturinn sem tengjast efninu.
Fundarstaður
Ístak Engjateigi 7, 108 Reykjavík
ATH! Þetta er síðasti fundur mannauðshópsins í vetur og samkvæmt reglum hópsins ganga 2 úr stjórn hans. Við óskum því eftir framboðum í stjórnina fyrir næsta vetur, en stjórnarseta miðast við 2 ár.
Áhugasamir sendi tölvupóst á Gunnhildi Arnardóttur, formann hópsins gunnhilduras02@.is) eða til Mörthu á skrifstofu félagsins (martha@stjornvisi.is).

 

ISO: Umbætur í grunnstoðum samfélagsins - Hvernig getum við nýtt gæðastjórnun?

Ráðstefnan ver'ður haldinn í húsakynnum Endurmenntunar HÍ, í sal sem heitir Náman.
Takið daginn strax frá - nánari upplýsingar um dagskrá væntanlegar.
 

Gæðakröfur hjá Samkeppniseftirliti

Fundur á vegum gæðstjórnunarhóps

Gæðakröfur hjá Samkeppniseftirliti
Fundarefni - nánar:
Samkeppniseftirlitið er rúmlega 20 manna stofnun sem hefur yfirsýn yfir alla helstu samkeppnismarkaði í íslensku atvinnulífi og grípur til aðgerða gagnvart fyrirtækjum þegar grunur leikur á um samkeppnislagabrot. Á fundinum ræða Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, og Hilmar Þórðarson sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs um þær gæðakröfur sem hvíla á Samkeppniseftirlitinu í meðferð mála og þau gildi, markmið og kerfi sem byggt er á í starfinu.

Framsögumenn
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Hilmar Þórðarson, sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.

Fundarstaður
Samkeppniseftirlitið, Borgartúni 26, Reykjavík.
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?