Örnámskeið í PowerPivot

Notkun á PowerPivot er jafnt og þétt að aukast eftir því sem stjórnendur og greinendur eru að uppgötva þessa einföldu leið til að öðlast aukið innsæi í eigin rekstur.

Örnámskeiðið gengur út á það að kynnast því hvað PowerPivot er og hvað það getur. Farið verður yfir umhverfið, uppsetningu og uppbyggingu PowerPivot, hvernig unnið er með vensl í gögnum og hvernig stillt er upp einföldu mælaborði og skýrslu.

Um fyrirlesara: Ragnhildur Konráðsdóttir er sérfræðingur í viðskiptagreind hjá Advania og hefur kennt bæði tölvunarfræði og viðskiptagreind í Háskóla Reykjavíkur. Þar að auki hefur hún kennt fjölda PowerPivot námskeiða hjá Advania og aðstoðað notendur við að greina gögnin sín með PowerPivot.

Staðsetning: Örnámskeiðið er haldið í Advania búðinn að Guðrúnartúni 10.

Nýsköpunarhádegi: Skapandi greinar - hvað er svona skapandi við þær?

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit 26. nóvember - Skapandi greinar - hvað er svona skapandi við þær?
OMG þú ert kúl

Frummælendur: Daddi Guðbergsson, raðfrumkvöðull með meiru og Kristjana Rós Guðjohnsen, verkefnastjóri skapandi greina hjá Íslandsstofu

Daddi mun m.a. svara eftirfarandi spurningum: Guð skapaði heiminn segir í svörtu bókinni. Afrek sem klárlega gerir hana hipp og kúl, verðugan fulltrúa skapandi greina en hvaða verðmæti fólust í ætlaðri sköpun?
Daddi mun velta fyrir sér eftir farandi spurningum: Geta allir sem skapa eitthvað, með réttu kallað sig skapandi? Hvaða skilyrði uppfyllir árangursrík sköpun? Ef menningararfur, sviðslistir, tónlist, myndlist, bókmenntir, kvikmyndagerð og hönnun teljast til skapandi greina, teljast þá allar aðrar greinar vanskapandi?

Glettin hugleiðing um atvinnugreinar með tilliti til sköpunar starfa, tekna og verðmæta.

Kristjana mun fara aðeins yfir skilgreiningu á skapandi greinum, hlutverk Íslandsstofu og miðstöðva skapandi greina í bland við sífellt meiri eftirspurn og áhuga á öllu sem tengist skapandi greinum á Íslandi - erlendis frá. Þá eru skapandi einstaklingar og verkefni blæða inn í allar atvinnugreinar á einn eða annan hátt en það mikilvægasta er grasrótin og að við hlúum vel að henni.
Daddi stofnaði E4 sem m.a. selur notkunarrétt á tónlist til framleiðenda auglýsinga, kvikmynda, sjónvarpsþátta og tölvuleikja. Hann hefur starfað hjá PolyGram Music, EMI Records US, OZ, Íslenska
sjónvarpsfélaginu (Skjárinn, Sjónvarp Simans) og Eddu útgáfu. Ýmsum ráðgjafaverkefnum hefur Daddi sinnt fyrir Apple Computer Inc., bókaútgefandann Simon og Shuster, blaðaútgáfuna Hearst Media og hljómplötufyrirtækið Sony Music. Hann hefur á virkan hátt tekið þátt í íslensku frumkvöðlaumhverfi - jafnvel óumbeðinn.
Kristjana er verkefnastjóri skapandi greina hjá Íslandsstofu og framleiðandi You Are in Control, alþjóðlegrar ráðstefnu skapandi greina á Íslandi. Hún er með M.A. í Hagnýtri menningarmiðlun frá HÍ og B.A. í Myndlist frá LHÍ. Kristjana situr einnig í stjórn Sambands Íslenskra Myndlistarmanna.

Fullbókað: Staðla- og stjórnunarkerfi frá ISO

Fyrirlesari: Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdarstjóri hjá Staðlaráði.

Guðrún fjallar um staðla og stjórnunarkerfi sem ISO hefur gefið út eða er að vinna að og lýsir því hvernig þeir tengjast og hvernig reynt er að samhæfa þá þannig að þeir styðji hver annan, þótt þeir fjalli um mismunandi stjórnunarkerfi. Einnig mun Guðrún benda á ýmsa staðla sem geta komið að gagni við innleiðingu og rekstur ýmissa stjórnunarkerfa.

Staðsetning:
Staðlaráð Íslands
Þórunnartún 2 - 3.hæð.
105 Reykjavík.

Mannamót í nóvember! Hvað er það við Lean sem gerir það svona gríðarlega áhugavert?

Mannamót í nóvember!
Þórunn M. Óðinsdóttir eigandi Intra ráðgjafar hefur mikla reynslu af innleiðingu bæði hugmynda- og aðferðafræði Lean Management. Hún hefur starfað sem stjórnunarráðgjafi frá árinu 2007, hefur ekki ráðið til sín starfsfólk þrátt fyrir næg verkefni og markaðssetur sig einungis af góðu orðspori. Á kynningunni mun Þórunn segja frá störfum sínum, hvað það er við Lean sem er svona gríðarlega áhugavert og tekur nokkur dæmi um hvernig er hægt að nota þessar aðferðir til að ná árangri.

Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Siríus hefur nýtt sér aðferðir Lean frá árinu 2008. Á kynningunni segir hann frá hvernig hann er að nýta sé Lean innan síns sviðs og gefur nokkur skemmtileg dæmi um hvaða árangur hefur náðst m.a. í vöruþróun á þessum tíma.

Mannamót munu vera í allan vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17.15-18.30

Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!

Umhverfismál Toyota á Íslandi

Umhverfismál Toyota á Íslandi
Fyrirlesari: Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi.

Fyrirtækið Toyota á Íslandi fékk ISO14001 umhverfisvottun í júní 2007.
Farið verður yfir innleiðingu staðalsins og sagt einnig frá því hvernig stjórnendur fengu starfsfólk í lið með sér.
Einnig verður farið yfir hvernig vottun og umhverfismálum er haldið gangandi í fyrirtækinu.

Farið verður yfir skrif gæðahandbókar, störf umhverfis-og öryggistengiliða, hvernig innri úttektir eru framkvæmdar o.s.frv.

Í lok fundar verða opnar umræður.

FULLBÓKAÐ: Stjórnun breytinga - innleiðing tölvukerfa

FULLBÓKAÐ ER Á VIÐBURÐINN

Faghópur um breytingastjórnun býður þér á spennandi fyrirlestur um stjórnun breytinga við innleiðingu nýrra tölvukerfa. Fyrirtæki sem starfa í síbreytilegu umhverfi standa oft frammi fyrir því að þurfa að innleiða nýja tækni til að vera samkeppnishæf. Þörf fyrir innleiðingu á nýjum tölvukerfum er algeng og getur stafað af ýmsu eins og nýjum vörum eða þjónustu, auknum umsvifum, tækninýjungum og fleiru.

Hafsteinn Ingibjörnsson, upplýsingatæknistjóri hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni, mun fjalla um viðamikið breytingaferli sem Ölgerðin fór í gegnum og stjórnun breytinga við innleiðingu á nýju tölvukerfi fyrirtækisins. Þá mun Sigurður Helgi Sturlaugsson, ráðgjafi hjá Hux, fjalla meðal annars um algengar hindranir og hugsanleg vandamál tengd fyrirtækjamenningu, stjórnendum og starfsfólki sem upp geta komið í breytingaferlum við innleiðingu á tölvukerfi.

Ef þú ert að fara að taka þátt í innleiðingu nýs tölvukerfis þá er þetta viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Staðsetning: Ölgerðin Egill Skallagrímsson - aðalinngangur, Grjóthálsi 7-11.

Gæðastjórnun beitt á verkefni - mótsögn eða mögnuð samlegð?

Áhugaverður fundur þar sem dr. Helgi Þór Ingason mun velta upp þeirri spurningu hvort gæðastjórnun eigi samleið með verkefnastjórnun og hvort hugmyndafræði gæðastjórnunar geti hjálpað okkur í verkefnum?

Helgi Þór Ingason (f. 1965) hefur doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og SCPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður MPM náms, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helstu áhugasvið hans eru gæða- og verkefnastjórnun, kvik kerfislíkön og nýting endurnýjanlegrar orku. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum. Hann er meðhöfundur sex bóka um verkefnastjórnun og tengd svið og vinnur að ritun bókar um gæðastjórnun sem Forlagið mun gefa út á fyrri hluta ársins 2014. Helgi Þór er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði (Research Management Board) IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga.

Staðsetning: Orkuveita Reykjavíkur

Þjónustustefna - mótun og innleiðing: Eimskip

Fyrirlesari: Þórunn Marínósdóttir, forstöðumaður viðskiptaþjónustu

Þórunn segir okkur frá mótun og innleiðingu á þjónustustefnunni hjá Eimskip.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti.

Aðfangastýring og notkun tölvukerfa- Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania

Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania mun fjalla um hagnýtingu upplýsingatækni í innkaupum og hvernig hægt er að nýta sér upplýsingatækni við innkaup og fara m.a inn á notkun vörulista, rafræn innkaup osfrv.

Kristín Þórðardóttir er ráðgjafi í vörustýringarhluta Oracle sem snýst að mestu leyti um notendaaðstoð, endurbætur og innleiðingar á kerfinu. Íslenska ríkið er viðskiptavinurinn Advania og stærsti notandi innkaupakerfisins er LSH. Kristín útskrifaðist með B.Sc. í Vörustýringu frá Tækniháskólanum í janúar árið 2004 og vann svo á fjármálasviði Íslensk Ameríska ehf. þar til ársins 2009. Hún útskrifaðist með mastersgráðu í Supply Chain Management frá Copenhagen Business School haustið 2011.

CCP - EVE Online hagkerfið

Fjöldi notenda EVE online er svipaður íbúafjölda á Íslandi. Hvernig stendur CCP að utanumhaldi hagkerfisins?
Nánari upplýsingar verða birtar síðar.
ATH takmarkaður sætafjöldi - fólk er því beðið um að skrá sig sem allra fyrst!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?