Fyrirmyndar fundarmenning

Nú í byrjun árs setjum við mörg hver einhver markmið og ætlum að hefja að gera eitthvað á nýjan hátt.
Fundarmenning er eitthvað sem við erum öll að glíma við og er þáttur sem hefur veruleg áhrif á vinnu okkar á hverjum degi.
Það á því vel við að byrja árið í faghóp um þjónustu- og markaðsmál á fundi um fundarmenningu.

Þann 9. janúar mun Þóra Valný Yngvadóttir verkefnisstjóri hjá Landsbankanum fara yfir innleiðingu á verkefnið Fyrirmyndarfundir í Landsbankanum. Verkefnið hófst á vormánuðum 2012 í framhaldi af hugmyndavinnu starfsmanna sem jafnframt styður við stefnu bankans.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Landsbankans, mötuneyti 4.hæð, Hafnarstræti 5, (undir brúnni),

Þóra Valný mun fara yfir hvað var gert, hver árangur varð og endurmat á verkefninu.

Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001

Fyrirlesarar: Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson.

Laufey Kristjánsdóttir mun fjalla um rekstur á samþættu stjórnunarkerfi Mannvits, en fyrirtækið er með vottun skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Einnig verður fjallað um mikilvægi mælinga og þá sérstaklega tekið fyrir fjöldi skráninga og úrvinnsla á endurgjöfum frá starfsmönnum.

Ari Hróbjartsson mun fjalla um ritgerð sem hann gerði í MPM námi sínu árið 2012. Í ritgerðinni var rannsakað hvort fyrirtæki með ISO 9001 vottun gengi betur fjárhagslega en fyrirtækjum án vottunar. Var horft til þriggja mælikvarða hagnaðarhlutfalls, framlegðarhlutfalls og eiginfjárhlutfalls. Til samanburðar voru borin saman fyrirtæki sem störfuðu í sama geira með svipaða veltu.

Staðsetning:
Mannvit
Grensásvegi 1
108 Reykjavík

Fullbókað: Óhefðbundin stefnumótun

Liv Bergþórsdóttir forstjóri Nova mun fjalla um stefnumótun fyrirtækisins en eins og flestir vita hefur Nova sjaldan farið hefðbundnar leiðir í stefnumörkun sinni.

Einnig mun Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við Viðskiptafræðideild HÍ fjalla um hefðbundna stefnumótun.

Takmarkaður fjöldi, 30 manns.

Ræstingaþjónustan: ISO 14001 á mörgum vinnustöðum

Fyrirlesari: Karl Óskar Þráinsson

Starfsemi Ræstingaþjónustunnar sf fer fram á mörgum tugum vinnustöðva á svæði sem spannar frá Borgarnesi í norðri, Keflavík í suðri og Selfossi í austri. Eðli starfseminnar og nánd við verkkaupa nutu því sérstakrar athygli við innleiðingu umhverfis- og gæðastjórnunarkerfis. Í erindinu verður m.a. farið yfir hvaða verkefni þurfti að leysa og hvernig þau voru leyst. Einnig verður innleiðingarferlið almennt reifað, árangur af rekstri kerfisins, svo og næstu skref.

Staðsetning:
Miðstöð listmeðferðar - Dugguvogur 10 - 2.hæð.
104 Reykjavík.

Fullbókað: Lykilárangursþættir í frammistöðu starfsmanna

Fyrirtæki setja sér gjarnan ákveðin viðmið varðandi frammistöðu með það að markmiði að ná fram því besta hjá hverjum starfsmanni til að stuðla að hámarksárangri.

Á fundinum 23.janúar nk. fjallar Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, um skilgreiningu á lykilárangursþáttum frammistöðu innan Sjóvár og hvernig þeir tengjast flestum sviðum mannauðsstjórnunar félagsins. Farið verður yfir ákvörðun lykilárangursþátta, framkvæmd, hvernig þeir styðja við endurgjöf á frammistöðu og hver sé ávinningurinn. Einnig verður stuttlega fjallað um nýlega vinnu við gerð stjórnendamats innan fyrirtækisins.

Tími: 23.janúar kl. 8:30-9:30 Staðsetning: Sjóvá, Kringlan 5

Vordagskrá Stjórnvísi kynnt í Nauthól 23.janúar kl.15:30-17:00

Gleðilegt nýtt ár!
Stjórnvísi þakkar stjórnum faghópa fyrir frábæra dagskrá það sem af er vetri og Stjórnvísifélögum fyrir þátttökuna sem hefur aldrei verið meiri. Í haust buðu faghóparnir upp á hvorki meira né minna en 50 viðburði.
Þann 23.janúar kl.15:30-17:00 fer fram kynning á vordagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vor. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá.
Dagskrá:
kl.15:30 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15.35 Þjónustu og markaðsstjórnun
kl.15:40 Viðskiptagreind
kl.15:45 Verkefnastjórnun
kl.15:50 Upplýsingaöryggi
kl.15:55 Umhverfi-og öryggi
kl.16:00 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:05 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:10 Opinber stjórnsýsla
kl.16:15 Nýsköpun
kaffihlé
kl.16:20 Markþjálfun
kl.16:25 Mannauðsstjórnun
kl.16:30 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:35 ISO-hópur
kl.16:40 Innkaup og innkaupastýring
kl.16:45 Heilbrigðissvið
kl.16:50 Gæðastjórnun
kl.16:55 Fjármál fyrirtækja
kl.17:00CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
kl.17:05 Breytingastjórn

Að eltast við drauminn ... og vita hvenær á að hætta

Að eltast við drauminn ... og vita hvenær á að hætta

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Auk þess koma háskólarnir og ýmis félagasamtök að samstarfinu.

Fyrsta Nýsköpunarhádegi á vormisseri verður þriðjudaginn 28. janúar í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi.

Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki eru sett á laggirnar og mörg mistök sem geta átt sér stað í ferlinu. Að baki hverrar sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum og óvæntum atvikum. Enginn verður stjarna á einni nóttu.

Frummælendur: Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Skema og Egill Másson, fjárfestingastjóri hjá NA

Þórunn Jónsdóttir: Að yfirstíga óttann við að gera mistök
Egill Másson: Haldið áfram í rauðan dauðann eða skipulagt undanhald?

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Aukin gæði og öryggi í opinberum rekstri

Faghópar Stjórnvísis um gæðastjórnun og um ISO staðla í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu blása til ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík !

Dagskrá:

08:30-08:35 Reynir Kristjánsson, formaður félags gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu

08:35-09:00 Páll Jensson, prófessor við HR

09:00-09:25 Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðastjóri Blóðbankans

09:25-09:40 Hlé

09:40-10:05 Jónas Sverrisson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Íbúðalánasjóðs

10:05-10:30 Garðar Vilhjálmsson, gæðastjóri Menntaskólans í Kópavogi

10:30-10:55 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands

10:55-11:30 Umræður

Nánari upplýsingar um erindin eru undir ítarefni.
Frír aðgangur - allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Mannamót í janúar : Fafu og Guitarparty.com

Á fyrsta Mannamóti ársins munum við heyra frá Huldu Hreiðarsdóttur, stofnanda og Imaginator hjá leikfangafyrirtækinu Fafu og Kjartani Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com.

Hulda stofnaði Fafu fyrir tæpum 5 árum síðan en félagið gekk nýlega í gegnum miklar breytingar. Hún mun fjalla tæpitungulaust um helstu áskoranir verkefnisins, sigra og áföll og ekkert draga undan.
Fyrir frekari upplýsingar um Fafu getið þið heimsótt vefsíðu þeirra fafutoys.com .

Kjartan er einn úr teyminu sem byggt hefur upp GuitarParty.com síðustu árin. Hann ætlar að segja frá uppbyggingunni, öllu því sem gengið hefur vel og ekki síður því sem gengið hefur illa og draga má lærdóm af.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl. 17.15-18.30

Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!

Sala og samskipti í ferðaþjónustu

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Auk þess koma háskólarnir og ýmis félagasamtök að samstarfinu.

Umræðuefni Nýsköpunarhádegisins þann 4. febrúar verður sala og samskipti í ferðaþjónustu.

Frummælendur: Gunnar Þór Jóhannesson, PhD, lektor í Land- og ferðamálafræði við HÍ og Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA

Valgeir Magnússon: Við getum öll selt meira
Gunnar Þór Jóhannesson: Áttu eldspýtu? Um skapandi tengsl í ferðaþjónustu og sölu góðra minninga.

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Linked-In fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi.

Linked-In fyrir stjórnendur faghópa: Námskeið fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugavert námskeið í byrjun febrúar. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf.

Námskeiðið skerpir á því hvernig nota megi aðferðir í markaðssamskiptum til að markaðsetja þig sjálfa(n) og fyrirtækið þitt með LinkedIn.com.

Á þessu stutta námskeiði verður kynnt hvernig byggja megi upp markviss verkferli í notkun Linked-in og verða ýmis greiningartæki og tól kynnt til sögunnar. Gerð verður úttekt á nokkrum Linked-in prófílum og skoðað hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Farið verður yfir markmiðatengda stefnumótun í notkun samfélagsmiðla og hvernig tengja má slíkt við heildarímynd og stefnu fyrirtækja.

Þorvarður Goði Valdimarsson, markaðsráðgjafi er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þorvarður er stofnandi fyrirtækisins Nýr Vinkill sem sérhæfir sig í markaðstengdri stefnumótun fyrirtækja í gegnum samskiptamiðla. Þorvarður er fyrrum markaðsstjóri VITA og starfaði lengi við viðskiptaþróun í gegnum samskiptamiðla hjá Iceland Travel.

Staður: Háskólinn í Reykjavík, 2hæð stofa M215
Stund: 4 febrúar kl 17-19

Notkun ISO staðla hjá Hópbílum

Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Guðfinnur Þór Pálsson, flotastjóri
Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og starfsmannastjóri

Farið verður yfir eftirfarandi:
• Reynslan af ISO 14001
• Aksturskerfi fyrirtækjanna lagði að baka 7,5 milljón km á síðastliðnu ári og notaði til þess 2,5 milljón lítra af diesel olíu auk fleiri umhverfisþátta.
• Ávinningur, sýnt fram á hvað hefur áunnist í framleiðslu fyrirtækisins með innleiðingu á ISO 14001 staðlinum. Sérstaklega verður litið til breytinga á umhverfisþáttum, rekstrarlegsábata í framleiðslu fyrirtækisins og vaxtar á arðbæran hátt.
• Fjallað um leiðina til árangurs: stöðuga vöktun umhverfis- og framleiðsluþátta, þjálfun starfsmanna og árleg markmið.

Hópbílar hf / Hagvagnar hf
Hagvagnar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofnað árið 1991 til að annast almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hagvagnar hf. keyra aðallega um sveitarfélögin Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ og Álftanes.
Hópbílar hf. er þjónustufyrirtæki sem var stofna árið 1995 til að sjá um allan almennan rútuakstur fyrir þá sem vilja ferðast. Helstu verkefni eru; ferðaþjónusta, skólaakstur, akstursþjónusta fyrir fatlaða, akstur starfsmanna Ríó Tintó Alcan og almenningssamgöngur á suðurlandi og vesturlandi.

Markmið fyritækjanna er að vera ávallt í fremstu röð rútufyrirtækja, efla almenningssamgöngur og veita viðskiptavinum sínum ávallt bestu þjónustu sem völ er á hverju sinni.

Staðsetning:
Íþróttahúsið við Kaplakrika í Hafnarfirði.

Íslenskar rannsóknir á samfélagsábyrgð

Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um rannsóknir og samfélagsábyrgð.

Á fundinum verða kynnt þrjú nýleg rannsóknarverkefni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Tvö þeirra voru unnin af íslenskum nemum, á meðan það þriðja var unnið af erlendum nema.

Dagný Kaldal Leifsdóttir rannsakaði hvort efndir fylgdu orðum þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð 50 stærstu fyrirtækja Íslands. Hún mun kynna fyrir okkur bæði hvort fyrirtæki segi frá stefnu sinni á þessu sviði og hvort þau séu í raun að vinna samkvæmt þeirri stefnu sem þau hafa sett sér. Dagný kláraði meistarapróf frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sumarið 2013 og var rannsóknin hluti af lokaverkefni hennar.

Gunnar Páll Ólafsson útskrifaðist frá Háskólanum í Gautaborg árið 2009 af alþjóðaviðskiptafræðibraut. Í rannsókn sinni leitaðist Gunnar Páll við að skoða hvernig alþjóðleg fyrirtæki geta innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti í aðfangakeðju sinni með sjálfbærum hætti. Starfsemi IKEA í Vietnam var notuð sem raundæmi.

Julia Vol útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands haustið 2012. Julia mun fjalla um rannsókn sína á innleiðingu stefnu um samfélagslega ábyrgð hjá Landsbanka Íslands á árunum eftir hrun. Julia mun flytja erindi sitt á ensku.

Fundarstjóri er Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi í samfélagsábygð hjá Capacent.

Faghópur um samfélagsábyrgð var stofnaður árið 2012 og eru meðlimir í honum nú 138.

Ertu fastur/föst í hvirfilvindinum? Innleiðing stefnu - 4DX: 4 Disciplines of Execution

RB sérhæfir sig í hugbúnaðar- og tækniþjónustu fyrir íslensk fjármálafyrirtæki.

Fyrirtækið hefur á undanförnum misserum farið í gegnum viðamiklar breytingar og má þar helst nefna að í janúar 2011 varð félagið hlutafélag auk þess sem það keypti meirihluta eigna Teris í janúar 2012. Samhliða þessu hefur starfssemin breyst heilmikið með nýjum áherslum, forstjóra og stjórnendum.

Friðrik Þór Snorrason forstjóri mun fara yfir stefnumótun RB, ferlið og áherslurnar. Sigurður Örn Gunnarsson þjónustustjóri RB mun síðan fjalla um innleiðingu stefnu og þá aðferðafræði sem RB hefur tileinkað sér, 4DX eða 4 Disciplines of Execution (frá Franklin Covey).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?