Að eltast við drauminn ... og vita hvenær á að hætta
Að eltast við drauminn ... og vita hvenær á að hætta
Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Auk þess koma háskólarnir og ýmis félagasamtök að samstarfinu.
Fyrsta Nýsköpunarhádegi á vormisseri verður þriðjudaginn 28. janúar í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi.
Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar fyrirtæki eru sett á laggirnar og mörg mistök sem geta átt sér stað í ferlinu. Að baki hverrar sögu um velgengni liggur sjaldnast beinn og breiður vegur endalausra grænna ljósa og góðra ákvarðana. Leiðin er hlykkjótt og hlaðin háum veggjum og óvæntum atvikum. Enginn verður stjarna á einni nóttu.
Frummælendur: Þórunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Skema og Egill Másson, fjárfestingastjóri hjá NA
Þórunn Jónsdóttir: Að yfirstíga óttann við að gera mistök
Egill Másson: Haldið áfram í rauðan dauðann eða skipulagt undanhald?
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.