Hvernig nýtist markþjálfun í starfi mannauðsstjóra?

Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála og samskipta hjá Reiknistofu bankanna mun taka á móti Stjórnvísifélögum í glæsilegum húsakynnum RB og segja frá því hvernig markþjálfun nýtist í starfi mannauðsstjóra. Jafnframt mun einn framkvæmdastjóra RB Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Tæknireksturs og þjónustu hjá RB segir frá reynslu sinni af að nýta sér þjónustu markþjálfa.

Markþjálfunarhópur Stjórnvísi hvetur alla sem áhuga hafa á markjálfun að láta ekki þennan áhugaverða fund fram hjá sér fara.

Herdís tekur á móti Stjórnvísi á 4. hæðinni í turninum á Höfðatorgi, í fundarherbergi sem heitir Ásinn. Morgunverður í boði.

Allir velkomnir,
stjórnin

Mannamót í mars: Valorka og Elás

Á Mannamóti í mars munum við heyra frá Valdimar Össurasyni, uppfinningamanns og framkvæmdastjóra Valorku ehf. og Elinóru Ingu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Elás ehf Royal Natural og stofnanda KVENN.

Valdimar segir frá sínum verkefnum og hinum gríðarmiklu tækifærum sem liggja á sviði sjávarorkunýtingar. Valorka er frumkvöðull í þróun sjávarorkutækni á Íslandi og hverfill Valdimars er nú í fararbroddi á heimsvísu varðandi nýtingu annesjarasta. Sjávarorka er umfangsmesta orkuauðlind Íslands; orkulind næstu kynslóða.

Elínóra kynnir komu Warren Tuttle sem ætlar að tala um Bandaríkjamarkað og það sem þarf að hafa í huga í tengslum við framleiðsluleyfi (licensing) Hann kemur á Hönnunamars í boði KVENN og SFH, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna. Einnig ætlar hún að kynna sýninguna INPEX í USA, sem er sölusýning nýjunga, sem gefur frumkvöðlum tækifæri á að koma vörum sínum í framleiðslu og á markað í USA. SFH og KVENN verða þar með bás í júní næstkomandi. Elínóra er með þátt um Frumkvöðla á ÍNN www.inntv.is.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9,101 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 26. mars
Tími: kl.17.15-18.30

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

http://imark.is/imark/vidburdir/vidburdur/2014/03/26/Mannamot-i-mars/

Fullbókað: Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf.

Fyrirlesari: Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri Umslags ehf.

Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí síðastliðnum. Farið er yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins í framhaldi. Farið verður yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist.

Í lok fundarins fá fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.

Gæðakerfi í byggingariðnaðinum - kröfur nýlegrar byggingarreglugerðar

Árið 2010 voru ný lög um mannvirki samþykkt á Alþingi þar sem meðal annars segir að aðilar sem koma að hönnun, framkvæmdum og eftirliti með mannvirkjagerð skuli hafa gæðastjórnunarkerfi. Þessi krafa á við um hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og þá sem sinna eftirliti. Nánar er kveðið á um kröfur til gæðastjórnunarkerfanna í byggingarreglugerð frá árinu 2012 og Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig gæðastjórnunarkefnin skuli vera.

Fyrirkomulagið byggir á reynslu við eftirlit með rafmagnsöryggi en nýjar aðferðir og notkun öryggisstjórnunarkerfa var komið á árið 1996 með nýjum lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Þetta og fleira er umræðuefni morgunfundarins.

Á þessum morgunfundi tekur Mannvirkjastofnun á móti okkur og verður dagskráin þessi:

Kröfur um gæðastjórnunarkerfi í byggingarreglugerð,

  • Bjargey Guðmundsdóttir gæðastjóri, Mannvirkjastofnun

Gæðastjórnunarkerfi SI fyrir iðnmeistara,

  • Ferdinand Hansen verkefnastjóri gæðastjórnunar, Samtök iðnaðarins

Reynslan af öryggisstjórnunarkerfum í rafmagnsöryggismálum,

  • Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggis, Mannvirkjastofnun

Hámarksfjöldi á fundinn eru 30 manns.

Hvað er að frétta úr Lean heimum? Allt það heitasta!

Hvað er að frétta úr Lean heimum?

Pétur Arason, Global Manufacturing Strategy Manager hjá Marel, mun segja frá öllu því heitasta er fram kom á árlegu Lean Transformation Summit ráðstefnunni sem haldin var í Bandaríkjunum, sjá: http://www.lean.org/Events/2014_lean_transformation_summit.cfm. Ráðstefnan er ein af þeim merkiegri sem í boði er í Lean málum svo það verður verulega spennandi að heyra hvað er að frétta. Allir sem hafa áhuga á Lean eru hvattir til að mæta.

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík stofa: V102 sem er Málstofa og er á ganginum á 1.hæð.

Notkun ISO staðla hjá Advania

Fyrirlesarar eru eftirfarandi:
Einar Þórarinsson forstöðumaður gæða- og öryggissviðs.
Harpa Arnardóttir gæðastjóri.
Kristján H. Hákonarson öryggisstjóri.

Farið verður yfir eftirfarandi:
• Fyrirkomulag gæða- og öryggismála hjá Advania.
• Hvernig ISO staðlarnir eru að gagnast í starfsemi Advania
• Samlegðaráhrif af notkun bæði ISO 9001 og 27001.
• Sýnt hvernig haldið er utan um þjálfun starfsfólks Advania í gæða- og öryggiskerfinu í kerfi sem nýbúið er að innleiða. Tilgangurinn er að hver og einn starfsmaður viti hvaða ferlum og skjölum hann á að vinna eftir og fái tilkynningar þegar uppfærslur eiga sér stað um að hann þurfi að kynna sér hverju hefur verið breytt. Hægt er að kalla fram yfirlit sem sýnir hvort starfsmenn hafi lokið að kynna sér ný og breytt skjöl.
• Það sem skilar mestum ávinningi í ISO 27001.

Staðsetning:
Advania
Guðrúnartúni 10
105 Reykjavík

Ástríðan fyrir vinnunni, 9.apríl, kl 8.30

ÁSTRÍÐAN FYRIR VINNUNNI!
- Fær viðskiptavinurinn bara afgreiðslu eða framúrskarandi þjónustu?

Sigríður Snævarr heldur fyrirlestra fyrir www.gerumbetur.is um hvernig Ástríðan fyrir vinnunni
endurspeglast í hvort viðskiptavinurinn fær bara afgreiðslu eða framúrskarandi þjónustu.

Sigríður Snævarr hefur áratuga reynslu af stjórnun á sviði þjónustu bæði hérlendis og erlendis.

Global Procurement hjá Marel - Jóhann Jón Ísleifsson hjá Marel

Jóhann Jón Ísleifsson er Corporate Procurement Director í Marel og ber ábyrgð á stefnumótun og samþættingu innkaupa milli allra eininga hjá Marel. Hann hefur starfað í átta ár hjá Marel og tekið virkan þátt í stækkun félagsins og samþættingar vinnunni. Hann mun fjalla um innkaupastefnu Marels og skipulag, framkvæmd og helstu áhersluatriði og hvernig árangur er mældur af starfinu.

Grunnatriði í stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) mun halda sinn fyrsta fund þann 11.apríl kl.08:30-09:50 í Ölgerðinni. Á stofnfundinum verður haldið erindi um grunnatriði í stjórnun viðskiptaferla (BPM), farið yfir dagskrána á næstunni auk þess sem óskað verður eftir 2 - 3 aðilum frá ólikum fyrirtækjum/stofnunum til viðbótar í stjórn faghópsins.

Skráning í faghópinn stjórnun viðskiptaferla (BPM) má finna á slóðinni: http://stjornvisi.is/hopur/stjornun-vidskiptaferla

Áhugasamir geta beint fyrirspurnum um hópinn til eftirfarandi aðila: Magnús Ívar Guðfinnsson, Össur hf. (mgudfinnsson@ossur.com), Benedikt Rúnarsson, Míla (benediktr@mila.is) og Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðinni (erla.jona.einarsdottir@olgerdin.is)

Allir hjartanlega velkomnir og vonumst til að sjá sem flesta.
Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Gæðastarf Háskóla Íslands

Á undanförnum árum hefur verið lögð síaukin áhersla á formlegt gæðastarf í háskólum um allan heim. Endurspeglast þessi þróun hér á landi m.a. í lögum og reglum um háskóla ásamt aukinni þátttöku í formlegu gæðastarfi. Mikilvægum áfanga á þessari vegferð var náð árið 2011 þegar sett var á laggirnar Gæðaráð íslenskra háskóla, skipað sex alþjóðlegum sérfræðingum. Gæðaráðið setti í kjölfarið fram Rammaáætlun um eflingu gæða í íslensku háskólastarfi sem gerir m.a. ráð fyrir kerfisbundnu innra og ytra mati á gæðum í starfsemi háskólanna. Með tilkomu Rammaáætlunar eru innri og ytri úttektir fyrirferðamikill þáttur í starfsemi háskólanna. Í erindinu verður gerð grein fyrir þessari þróun, helstu þáttum rammaáætlunarinnar og gæðastarfi Háskóla Íslands.

Fyrirlesari:
Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri Háskóla Íslands

Fundarstaður:
Háskólatorg; Stofa 101 (hringstofan á 1. hæð)
Sjá http://www.hi.is/haskolatorg

Stjórnun endurskipulagningar Sláturfélags Suðurlands - Takmarkaður fjöldi

Sláturfélag Suðurlands (SS) á sér áhugaverða sögu og hefur verið leiðandi matvælafyrirtæki sem framleiðir og selur matvörur og vörur tengdar matvörum á heildsölustigi frá árinu 1907. Þann 29. apríl mun Steinþór Skúlason forstjóri félagsins segja frá þeim umfangsmiklu breytingum sem SS hefur gengið í gegnum frá árinu 1988. Farið verður meðal annars í gegnum hvernig staðið var að flutningi framleiðslueininga, stækkun húsnæðis, sameiningu félagsins á einn stað á höfuðborgarsvæðinu og flutning vörudreifingar til Hvolsvallar.

Erindið byrjar kl. 8:30 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði SS. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.

Verið velkomin.

Alþjóðlegar umbætur lykilferla hjá Össuri (The Global Process Development Program)

Össur býður í heimsókn aðilum áhugasömum um ferlaumbætur, umbætur í upplýsingatækni og verkefnastjórnun. Í heimsókninni verður sagt frá vegferð verkefnastofns (Project Program) sem hefur það markmið að bæta lykil viðskiptaferla fyrirtækisins.

Nánari lýsing á verkefni:
‘‘The Global Process Development Project Program was established in 2011 as a strategic initiative to create value for customers, advance employees’ work and increase profitability. Management recognized the importance of improving services, architecture and streamlining processes in order to achieve this. The focus was on improving order fulfilment, service delivery and customer feedback processes to improve service and grow profits”

Gartner BPM Excellence Awards:
Í mars 2014 hlaut Össur verðlaun frá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Gartner fyrir árangur í ferlaumbótum þar sem aðferðafræði ‘‘Business Process Management“ (BPM) er nýtt til að auka árangur fyrirtækja. Nánari upplýsingar um þessi verðlaun má nálgast í eftirfarandi fréttatilkynningu frá Gartner: http://www.gartner.com/newsroom/id/2675915

Yngvi Halldórsson framkvæmdastjóri Upplýsingatækni og Viðskiptaferla mun í heimsókninni segja frá verkefnastofninum í heild sinni, aðferðafræði og þeim lærdómi sem draga má af vegferðinni. Aðrir
meðlimir BPM teymisins verða jafnframt á staðnum til að taka þátt í umræðum.

Kaffi og léttar veitingar í boði.
Staðsetning: Fundarsalurinn Esja á 4.hæð í Aðalbyggingu Össurar, Grjótháls 5.

Mannamót í apríl: Velkomin til Advania.

•Velkomin til Advania - Elísabet Sveinsdóttir, markaðsstjóri Advania •Upplýsingatækni gerir gæfumuninn - Gestur G. Gestsson forstjóri Advania •Hvaða upplýsingar eiga fyrirtæki um viðskiptavini - en nota ekki? Ragnar Már Magnússon, sérfræðingur viðskiptagreindar •Ný aðferðarfræði við markaðssetningu. Örlítið um efnismarkaðssetningu (content marketing). Jón Heiðar Þorsteinsson, sérfræðingur á markaðssviði.

Hvar: Advania, Guðrúnartúni 10, 108 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 30. apríl
Tími: kl. 17.15 - 18.30

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA

Aðalfundur faghóps um ISO staðla og vottanir

Boðað er til aðalfundar faghóps um ISO staðla og vottanir.

Dagskrá

• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2013-2014
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2014-2015
• Önnur mál

Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Staðsetning:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?