Efnismarkaðssetning (e. content marketing)
Frummælendur: Þóranna K. Jónsdóttir, MBA - Markaðsmál á mannamáli og Ragnheiði Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Hugsmiðjunnar.
Hvað er efnismarkaðssetning (e. content marketing)?
Þóranna er markaðsnörd sem leggur áherslu á að aðstoða frumkvöðla við að byggja upp fyrirtæki sem skipta máli; sem eru öðruvísi og sem breyta heiminum - þó ekki sé nema smá hluta af honum. Fyrirtæki sem fólk elskar! Þóranna mun velta upp ýmsum hliðum efnismarkaðssetningar. Af hverju á þessi aðferð sérstaklega vel við frumkvöðla og... af hverju byggir hún á sterkari markaðslegri samböndum en hefðbundnari markaðsleiðir?
Öflug og skilvirk markaðssamskipti
Ragnheiður H. Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar og er menntaður vélaverkfræðingur með áherslu á vöruþróun og framleiðslu. Hún hefur óbilandi áhuga á nýsköpun og veit fátt skemmtilegra en að vinna með skapandi fólki. Ragnheiður mun fjalla um mikilvægi efnismarkaðssetningar, af hverju Hugsmiðjan fór af stað með hana, hvernig þetta byrjaði og hvað er framundan.
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit og Landsbankas eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.