Stjórnvísisviðburður
Hér er linkur á streymið. Kynning á niðurstöðum mælinga 2020 og afhending viðurkenninga.
Vegna 20 manna takmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru efst á sínum markaði boðið.
Streymt verður beint frá hátíðinni og verður hlekkur settur inn á viðburðinn með góðum fyrirvara.
Föstudaginn 29. janúar 2020, kl. 8:30 -09:15
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2020 veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is