Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring: Liðnir viðburðir

Eimskip – virðisaukandi innkaup

Eimskip er leiðandi flutningafyrirtæki á Norður-Atlantshafi með tengingar við alþjóðlega markaði og sérhæfingu í flutningsmiðlun um allan heim. Félagið rekur 63 starfsstöðvar í 20 löndum í fjórum heimsálfum, er með 22 skip í resktri og hefur á að skipta um 1.850 starfsmönnum. 

Með auknum alþjóðlegum umsvifum hefur Eimskip sett á laggirnar nýja einingu í þeim tilgangi að auka virði innkaupa, samþætta vinnubrögð og leita samlegðaráhrifa innan samsteypunnar. 

-Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits Eimskips ætlar að segja okkur frá vegferðinni sem fyrirtækið er á, áskorunum, árangri og þeim tækjum og tólum sem hafa verið notuð.

-Jónína Guðný Magnúsdóttir, deildarstjóri flutningastýringar leiðir okkur inn í heim gámastýringar og fer yfir áskoranir sem fylgja því að tryggja réttar gámaeiningar á réttum stað til flutnings, m.t.t. birgðastýringar. 

Sundaklettur, 2. hæð, Korngörðum 2, 104 Reykjavík
Tímasetning: kl. 08:30 - 10:00
Hámarks fjöldi: 60

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun

Fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi

Því miður er fullbókað á viðburðinn

Innnes ehf hefur undanfarin misseri unnið að hönnun á nýju hátæknivöruhúsi sem mun vera það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi m.t.t. hönnunar, sjálfvirkni og tækni.

Vöruhúsið mun hýsa frysti, kæli og þurrvörur og er hver eining hönnuð með mismunandi tækni til að tryggja sem besta vörumeðhöndlun m.t.t gæða.

Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes ætlar að fara yfir hönnunina, segja frá undirbúningi verkefnisinsins of hvernig samsetning sjálfvirkra- og handvirkra lausna mun vinna saman að því að tryggja aukna skilvirkni, gæði, og afköst.  

Kynningin verður haldin í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

Þrír ráðgjafar í innkaupum deila reynslusögum og tækifærum í innkaupum fyrirtækja

Þrír ráðgjafar í innkaupum munu fjalla um innkaup frá ólíkum sjónarhornum og gefa þátttakendum hugmyndir að markmiðum fyrir þetta ár.   

 

  • Ben Cleugh hjá Treia ehf. mun deila reynslusögum um hvers vegna samningar virka ekki sem skyldi eða „ Contract Implementation Pitfalls“. Hann mun einnig segja frá því sem ber að varast eftir að samningur er undirritaður og hvernig aðilar geta skapað meira virði með breyttu verklagi.
  • Ellert Guðjónsson hjá Bergvit ehf, mun kynna „Best Value Procurement“ aðferðafræðina sem snýr ferlum og aðferðafræði aðfangaöflunar á haus með því markmiði að auka afköst, bæta nýtingu og lágmarkar áhættuna í verkefnum.
  • Jóhann Jón Ísleifsson hjá Aðfangastýringu ehf. fjalla um hvernig fagleg innkaup geta auka hagnað fyrirtækja, hvaða tækifæri er að finna með því að skoða m.a. Tail spend (eyðslu hala) og fleira.

Fullbókað: Heimkaup - innkaup og birgðastýring

Heimkaup ætlar að bjóða innkaupa og birgðastýringahóp Stjórnvísi í heimsókn fimmtudaginn 9. nóvember kl. 8:45.

Guðmundur Magnason framkvæmdastjóri Heimkaupa mun taka á móti okkur í fundarsal á 16. hæð í Smáratorgi 3, Kópavogi.

Hann mun meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Heimkaupa, samskiptum við birgja, birgðahaldinu og framtíðaráformum fyrirtækisins. Einnig gefst kostur á að sjá lager Heimkaupa sem er í sama húsi.

 Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 30 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

BREYTT STAÐSETNING: Lindex - innkaup og birgðastýring - Skeiðarás 8 Garðabæ.

BREYTT STAÐSETNING:  Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  

Lindex ætlar að bjóða Stjórnvísi í heimsókn miðvikudaginn 4. október kl. 8:45. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir reka Lindex á Íslandi og munu taka á móti okkur á Vöruhús Lindex, Skeiðarás 8, Garðabæ.  Þau munu meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig munu þau segja okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Áhugaverður fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á innkaupa og birgðastýringu!

Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 25 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

Aðfangastýring í Eve Online

Bergur Finnbogason, development manager hjá CCP mun kynna okkur fyrir samspili aðfangakeðja í EVE Online tölvuleiknum þar sem notendur keyra ótrúlega flóknar uppsetningar til að hámarka árangur sinn í öflun aðfanga fyrir viðskiptaveldi sín.

“Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Þann 3. febrúar næstkomandi mun Svanhildur Hauksdóttir, birgðastjóri hjá IKEA, flytja erindi á vegum Stjórnvísi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Erindið verður haldið í húsakynnum IKEA, Kauptúni 4, 210 Garðabæ.”

Heimsókn í kaffibrennslu Kaffitárs

Nú gefst okkur gefst einstakt tækifæri til að skoða kaffibrennslu Kaffitárs og hitta stofnanda og eiganda fyrirtækisins, Aðalheiði Héðinsdóttur. Hún ætlar að bjóða okkur í ilmandi morgunkaffi í Kaffibrennslunni í Reykjanesbæ, þar sem við munum skoða kaffibrennsluna sjálfa og fara svo á kaffihús Kaffitárs og fá þar smakk af kaffi og þar er heyrum við frá Aðalheiði um fyrirtækið og framleiðsluna, ræðum saman og skiptumst á skoðunum.

Aðalfundur faghóps um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu

Hefðbundin aðalfundarstörf.

Hýsing - starfsemin og fjölmenningarsamfélag

Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar kynnir fyrir okkur fyrirbærið vöruhótel þar sem vörumeðhöndlum (Value Added Sevices) er stærri þáttur en geymsla og afgreiðsla.
Komið inn á hugtökin fastakostnaður og breytilegur kostnaður.
Starfsmannamál eru stór þáttur í rekstri vöruhótels og fjallar Guðmundur einnig um starfsmannamál s.s.vinnuaðstöðu og hvað jafnlaunavottun hjálpar stjórnendum.
Síðast en ekki síst mun hann fjalla um fjölmenningarsamfélag vinnustaðarins og þær frábæru áskoranir sem því fylgir.

Hverjar eru helstu áskoranir þínar í innkaupum í þínu daglega starfi?

Stjórn vörustjórnunarhópsins hefur ákveðið að reyna nýtt fundarform fyrir stjórnvísifélaga.
Við ætlum að byrja á því að halda þemafund þann 25 nóvember kl 15:30 - 16:30.

Á þemafundum eru þátttakendur aðeins á bilinu 5-10 í einum tilteknum hóp og sér einn aðili um að leiða/stýra fundinum.
Tilgangurinn er að þátttakendur geti hist í smærri hópum til þess að ræða sértæk málefni, deila reynslu og aðstoða hvort annað, ásamt því að styrkja tengslamyndun.
Þema fundarins á þessum fyrsta fundi verður innkaup og ætlum við að taka fyrir spurninguna
„Hverjar eru helstu áskoranir þínar í daglegu starfi í innkaupastjórnun“.

Endilega skráið ykkur sem fyrst þar sem hámark 10 þátttakendur komast að.

Vörustýring á Landspítala - fundurinn hefst kl.09:00

Jakob Valgeir Finnbogason, deildarstjóri innkaupadeildar LSH ætlar að fjalla almennt um vörustýringu hjá spítalanum og þær breytingar sem þeir hafa gert á undanförnum árum.
Farið verður yfir það með hvaða hætti Landspítali stendur að innkaupum og hvernig spítalainn styðst við Oracle kerfi ríkisins við vörustýringu og verðeftirlit.

Vöruþróunarferillinn og þátttaka innkaupaaðila hjá Össuri - Gate ferillinn í virkni hjá Össur

Ylfa Thordarson hjá Össur mun kynna vöruþróunarferilinn hjá Össur og þátttöku innkaupaaðila hjá þeim- Gate ferillinn í virkni hjá Össur.

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“

„Hvað ber að hafa í huga við innleiðingu ERP kerfa“
Þröstur Þór Fanngeirsson, deildarstjóri Oracle vörustýringar og fjárhags hjá Advania ætlar að fjalla um hvað ber að hafa í huga við innleiðingu nýs upplýsingarkerfis til árangurs.

Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

Á fundinum verður fjallað um vörustjórnun hjá Vífilfelli.
kynntir veriða ferlar sem eru í notkun og þróun á árangursmælikvörðum í tengslum við vörustjórnun.
Vala Rún Gísladóttir, Sérfræðingur í framleiðslustjórnun og Rósa Dögg Gunnarsdóttir, Forstöðumaður aðfangastýringar og söluáætlana.
Takmarkaður sætafjöldi.

Birgjamat í innkaupum hjá Landsvirkjun

Sigurður Björnsson forstöðumaður innkaupa hjá Landsvirkjun, býður okkur til sín þann 7 maí n.k. og verður efni fundarins umfjöllun um birgjamat. Af hverju og hvernig sér Landsvirkjun fyrir sér að nýta slíkt mat í innkaupum. Einnig verður kynning frá Achilles sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á birgjum með sérstöku birgjamatskerfi. Að lokum verður svo stutt kynning á siðareglum birgja sem Landsvirkjun er að innleiða.

Sölu- og pantanastýring hjá Toyota á Íslandi

„Kristinn G. Bjarnason framkvæmdastjóri Sölu- og Markaðssviðs Toyota á Íslandi tekur á móti okkur og kynnir fyrir okkur hvernig unnið er með að sölu- og pantanastýringu hjá Toyota á Íslandi. Toyota hefur í gegnum tíðina verið í fararbroddi er kemur að ferla og gæðamálum og verður fróðlegt að heyra hvernig Toyota á Íslandi hefur nýtt sér það hér á Íslandi.

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda: Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

FUNDURINN FRESTAST v/veikinda - verður auglýstur aftur fljótlega:
Vörustjórnun hjá Vífilfelli, ferlar og mælikvarðar

Vala Rún Gísladóttir, sérfræðingur í framleiðslustjórnun og Rósa Dögg Gunnarsdóttir, forstöðumaður aðfangastýringar og söluáætlana halda erindi þar sem þær ætla að fjalla um vörustjórnun hjá Vífilfelli, þá ferla sem eru í notkun og þróun á árangursmælikvörðum í tengslum við vörustjórnun.

CATEGORY MANAGEMENT

Tómas Sigurbjörnsson, Procurement Manager, Marel leiðir okkur í allan sannleikann um vöruflokkastjórnun (Category management).

Samþætting innkaupa og söluáætlana

Haukur Hannesson, Framkvæmdastjóri AGR.
Staðsetning. Háskólinn í Reykjavík, Inngangur hjá Opna Háskólanum 2.hæð. Stofa M209.

Á fundinum verður fjallað um:
• Hvernig má tengja innkaupaferlið við áætlanagerðina?
• Hvernig má bæta áætlanagerðina og gera hana sýnilegri?
• Hvernig má bregðast við eftirspurnarbreytingum við áætlanagerð?
• Hvernig má samþætta verkferla við innkaup, áætlanagerð og söluherferðir?
• Fjallað um nýlega innleiðingu söluáætlanaferlis hjá alþjóðlegu lyfjafyrirtæki.

"Tækifæri í skilvirkari innkaupum" og "12 leiðir til að lækka birgðir"

Þetta fyrsta erindi vetrarins er í boði Innkaupahóps Stjórnvísi í samstarfi við Vörustjórnarfélag Íslands.
Kristján M. Ólafsson, Verkefnastjóri á ráðgjafasviði hjá KPMG og formaður Vörustjórnunarfélags Íslands og Thomas Möller, Framkvæmdastjóri Rýmis og stjórnarmaður Vörustjórnarfélagst Íslands, munu halda erindi um „Tækifæri til skilvirkari innkaupa“ og „12 leiðir til að lækka birgðir“.
Þeir félagar Kristján og Thomas eru meðal reynslumestu sérfræðinga á sviði innkaupa- og vörustjórnunar á Íslandi og má engin sem kemur að innkaupum á einn eða annan hátt, láta þetta framhjá sér fara.
Inngangur hjá Opna háskólanum, 2 Hæð, Stofa M209.

Birgðastýringaverkefni Veritas - Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir deildastjóri innkaupadeildar Distica og

Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent munu vera með síðustu fræðslu vorannarinnar sem snýr að birgðastýringaverkefni Veritas.

Vinna við birgðastýringaverkefni hjá Veritas hófst vorið 2013, en Veritas er móðurfyrirtæki Distica, Vistor, Artasan og Medor sem öll starfa á lyfja- og heilbrigðismarkaði.

Markmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það kæmi niður á afgreiðsluframmistöðu til viðskiptavina.

Væntur ávinningur af vinnslu verkefnisins var að lykil árangursmælikvarðar væru vel skilgreindir og að samræmd framkvæmd birgðastýringar milli fyrirtækja myndi nást. Einnig að hlutverk fyrirtækja og starfsfólks yrðu vel skilgreind, þjónustumarkmið yrðu endurbætt ásamt markvissri notkun söluáætlana ofl.

Lykilafurðir verkefnisins voru eftirfarandi:
• Ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas
• Ný birgðamarkmið og mælikvarðar
• Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf innkaupafulltrúa og markaðsfólks
• Endurbætur á ERP kerfi ásamt AGR og nákvæmari stilling vörunúmera vegna birgðastýringar

Lykilorð: Birgðastýring, birgðastefna, markmið og mælikvarðar, breytingastjórnun, þjálfun innkaupafulltrúa, aðlögun upplýsingakerfa og hugbúnaðar.

Erindið byrjar kl. 9:00 til 10:00 en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega á þetta áhugaverða erindi til að geta snætt léttan morgunverð í boði Distica. Athygli skal vakin á að fjöldatakmörkun er á fundinn svo það borgar sig að skrá sig strax.
Staðsetning: Hörgatúni 2, Garðabæ
Gengið inn Vistor inngang
Næg bílastæði eru á Garðatorgi

Global Procurement hjá Marel - Jóhann Jón Ísleifsson hjá Marel

Jóhann Jón Ísleifsson er Corporate Procurement Director í Marel og ber ábyrgð á stefnumótun og samþættingu innkaupa milli allra eininga hjá Marel. Hann hefur starfað í átta ár hjá Marel og tekið virkan þátt í stækkun félagsins og samþættingar vinnunni. Hann mun fjalla um innkaupastefnu Marels og skipulag, framkvæmd og helstu áhersluatriði og hvernig árangur er mældur af starfinu.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í innkaupum

Samskipti við birgja og innkaup eru talin vera eitt meginverkfæri við innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá fyrirtækjum. Í fyrirlestrinum mun Finnur tengja saman samfélagsábyrgð við virðiskeðjuna, hver séu helstu röksemdirnar og verkfærin við innleiðinguna. ÁTVR mun gera grein fyrir samstarfi þeirra við systurfyrirtæki á Norðurlöndum og hvernig þau eru að meta birgja út frá samfélagssjónarmiðum.

Finnur Sveinsson starfar sem sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í umhverfisfræðum. Hann rak ráðgjafafyrirtæki í Svíþjóð í um 14 ár og hefur meðal annars unnið með Alcoa Fjarðaál, Innkaupastofnun Gautaborgar og vann að því með Ríkiskaupum, Reykjavíkurborg og Umhverfisráðuneytinu að koma vistvænum innkaupum (www.vinn.is) á laggirnar á Íslandi.

FULLBÓKAÐ: ”Árangur miðlægrar innkaupastýringar hjá Vodafone“

Í erindi sínu mun Guðrún Gunnarsdóttir fjalla um hvernig Vodafone innleiddi miðlæga innkaupastýringu og hverju útboðsaðferðir í innkaupum hafa skilað fyrirtækinu. Hún mun einnig fjalla um hvernig miðlæg innkaupastýring getur náð fram fjárhagslegum sparnaði og um leið aukið gæði og öryggi innkaupa. Guðrún mun fjalla um hvernig ráðgjöf við stjórnendur vegna tilboða og samninga kemur að gagni, skjalastýringu samninga og hvernig er hægt að ná fram hámarks virði samninga. Hún mun einnig segja frá procurement deild Vodafone Global í Lúxemborg.

Guðrún hefur víðtæka reynslu af innkaupum. Hún starfaði um árabil hjá Ríkiskaupum áður en hún tók við stöðu Aðfangastjóra hjá Vodafone. Guðrún er með MSc gráðu í Alþjóðaviðskiptum og BSc gráðu í Viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Guðrún er auk þess með alþjóðlega IPMA C-vottun í verkefnastjórnun og BTS gráðu frá École Nationale de Commerce Bessières í París.

Frá kl. 8:30 mun Vodafone bjóða uppá kaffi ásamt léttum og hollum morgunverði.

Takmarkaður sætafjöldi!

Aðfangastýring og notkun tölvukerfa- Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania

Kristín Þórðardóttir ráðgjafi hjá Advania mun fjalla um hagnýtingu upplýsingatækni í innkaupum og hvernig hægt er að nýta sér upplýsingatækni við innkaup og fara m.a inn á notkun vörulista, rafræn innkaup osfrv.

Kristín Þórðardóttir er ráðgjafi í vörustýringarhluta Oracle sem snýst að mestu leyti um notendaaðstoð, endurbætur og innleiðingar á kerfinu. Íslenska ríkið er viðskiptavinurinn Advania og stærsti notandi innkaupakerfisins er LSH. Kristín útskrifaðist með B.Sc. í Vörustýringu frá Tækniháskólanum í janúar árið 2004 og vann svo á fjármálasviði Íslensk Ameríska ehf. þar til ársins 2009. Hún útskrifaðist með mastersgráðu í Supply Chain Management frá Copenhagen Business School haustið 2011.

Straumlínustýring aðfangakeðju - Lean supply management

Björgvin Víkingsson mun vera með kynninguna en hann er M.Sc. í supply chain management og starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.

Lean/Straumlínustjórnun er aðferðafræði sem leggur áherslu á að hámarka virði fyrir viðskipavini. Þetta gerist með því að nýta auðlindir fyrirtækisins, svo sem starfsmenn, fjármagn og framleiðslugetu sem allra best. Hér eru birgjasambönd einnig talin til auðlinda því í þeim getur verið fólgið verulegt samkeppnisforskot ef þau eru nýtt rétt. Til þess að nýta auðlindirnar rétt þá þarf að leggja áherslu á að útrýma sóun með stöðugum umbótum í öllum ferlum virðiskeðjunnar, allt frá innkaupum til dreifingar á markaði.

Í þessari kynningu ætlum við að fara í hvernig hægt er að nota aðferðafræði LEAN til þess að stýra flæði í allri aðfangakeðjunni. Helstu þættir sem komið verður inná verður:

· Virðisstreymi frá birgjanetinu

· Eyðing sóunnar

· Samræming flæðis

· Lágmörkun viðskipta- og framleiðslukostnaðar

· Tryggja sýnileika og gegnsæi

· Byggja upp „quick response“ hæfileika

· Stjórn óvissu og áhættu

Mælikvarðar- og markmiðasetning í innkaupadeildum

Anna María Guðmundsdóttir mun fjalla um markmið og mælikvarða innkaupa út frá reynslu sinni sem innkaupastjóri. Hún hefur reynslu á innkaupum hjá framleiðslufyrirtæki, ásamt umfangsmikilli stýringu á innkaupum á stóru framkvæmdaverkefni hér á landi en starfar nú sem innkaupastjóri hjá sölu og dreifingarfyrirtækinu Brammer. Anna María er með MPM gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk alþjóðlegrar vottunar í verkefnastjórnun og Græna Beltið í Lean Six Sigma.

Í þessu erindi mun hún fjalla um markmið innkaupa og mælikvarða sem hægt er að nota í flestum tegundum fyrirtækja. Hvernig hægt er að mæla árangur birgja og aðra þjónustuaðila fyrirtækja ásamt því að greina hvaða upplýsingar þurfa að vera tilstaðar til að reikna út ávinninginn af mælingu. Einnig fer hún yfir nokkur þau verkfæri sem Innkaupadeildum stendur til boða ásamt því að fara yfir mælikvarða Innkaupadeilda fyrir verklegar framkvæmdir í samanburði við þá mælikvarða sem notaðir eru við hefðbundin innkaup þ.e þjónustu og vörukaup.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Stofa M.215.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin

Vöruhótel eða eigið birgðahald? tækifæri og lausnir í hýsingu og dreifingu

  1. september 2013 | 08:30 - 10:00
    Vöruhótel eða eigið birgðahald? tækifæri og lausnir í hýsingu og dreifingu.

Vöruhótel Eimskips í samstarfi við Innkaupa og innkaupastýringahóp Stjórnvísi bjóða á áhugaverða kynningu á starfsemi Vöruhótelsins og taka fyrir ákvörðunarþætti um vöruhótel vs. eigið birgðahald (3rd party warehousing). Hvað mælir með því að fyrirtæki nýti sér þjónustu 3ja aðila þegar kemur að lagerhaldi, hvaða þættir í birgðahaldi eru það sem fyrirtæki eins og Vöruhótelið getur tekið að sér fyrir fyrirtækið og hvaða þættir hentar síður að láta frá sér? Einnig verður farið yfir helstu möguleika sem fyrirtæki mættu nýta sér betur varðandi hýsingu ásamt umræðum úr sal. Starfsmenn Vöruhótelsins fara yfir málin auk þess sem við fáum álit frá notanda vöruhótelsþjónustu sem þekkir vel rekstur eigin lagers og nýtir sér þjónustu Vöruhótelsins. Vöruhótelið fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og verður einnig farið stutt yfir sögu þess.

Jón Óskar Sverrisson forstöðumaður vöruhúsastarfsemi, Pálmar Viggóson viðskiptastjóri og Óskar Már Ásmundsson forstöðumaður Flutningsmiðlunardeildar verða með kynninguna og sitja fyrir svörum.
Kynningin er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn, Sundagörðum 2 kl. 8:30-10:00 þriðjudaginn 17. september n.k. Boðið verður upp á morgunkaffi og bakkelsi.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þáttur þess í innkaupastefnu fyrirtækja.

Birgjar eru langflestum fyrirtækjum ákaflega mikilvægir vegna þeirra aðfanga sem þeir útvega. Því er mikilvægt að vanda vel til valsins og að fylgjast vel með frammistöðu þeirra.

Á kynningunni verður farið yfir birgjamat frá sjónarhóli gæðastjórnunar og þátt þess í innkaupastefnu fyrirtækja. Einnig verður farið yfir það hvernig það nýtist í innkaupum og gæðastjórnun, hvernig það er framkvæmt, á hvaða tímapunktum á að framkvæma það, hvernig því er viðhaldið, hvernig niðurstöður eru vistaðar og þeim haldið til haga. Einnig verður fjallað um hvernig birgjamat getur notað aðferðafræði áhættumats til að taka á þeim áhættuþáttum sem geta komið í ljós í birgjamati.

Kynningin verður haldin í sal Arion banka í Borgartúni 19. Sigurjón Sveinsson er sérfræðingur hjá áhættustýringu Arion banka og var áður gæðastjóri upplýsinga- og tæknisviðs bankans.

Fræðslufundur um Incoterms® 2010

Davíð Ingi Jónsson hdl. forstöðumaður Lögfræðideildar Eimskips og Þórdís Ásta Thorlacius fulltrúi í Skráningum og skjölum hjá Eimskip munu opna fyrsta fræðslufund faghóps innkaupaaðila.

Umfjöllunarefnið er Incoterms® 2010, hinir stöðluðu viðskiptaskilmálar sem Alþjóða viðskiptaráðið gefur út til notkunar í lausafjárkaupum milli landa.

Davíð mun fara yfir bakgrunn skilmálanna, lagalega stöðu þeirra og virkni gagnvart landslögum og flutningsskilmálum Eimskips.

Þórdís mun fara yfir praktíska hluti, notkun virkni hvers skilmála og breytingar sem gerðar voru með 2010 útgáfunni.
Fundurinn er haldinn í Vöruhóteli Eimskips í Sundahöfn kl. 8:30-9:30 þriðjudaginn 16. apríl n.k.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?