Fréttir og pistlar

„Nýtt jafnvægi“ er þema Stjórnvísi 2021-2022

Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund. 
Í stjórninni eru: Sigríður Harðardóttir, formaður Stjórnvísi og mannauðs-og gæðastjóri Strætó, Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala,  Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf, Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni,  Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi, CMC, Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands,  Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaða hjá Póstinum, Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala, og Steinunn Ketilsdóttir, Learning & Development Specialist hjá Marel.

Sigríður Harðardóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Sigríður  framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar.  Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Nýtt jafnvægi“.  Sigríður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2021-2022 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum. Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni fór fram þriðjudaginn 18. maí. Þar var farið yfir hið góða starf hópsins í vetur og ný stjórn kosin. Faghópurinn bauð upp á 18 viðburði á starfsárinu og sumir þeirra fóru fram í samstarfi við aðra faghópa. Viðburðirnir voru fjölbreyttir og voru einkum vel sóttir en heildarfjöldi þátttakenda voru 1646 samtals. 

Úr stjórn hverfa Hafdís Huld Björnsdóttir, Hildur Jóna Bergþórsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir og þeim eru færðar miklar þakkir fyrir þeirra öfluga framlag og góða samvinnu. Ný í stjórn eru Baldur Þorvaldsson nemi á Bifröst og Linda Fanney Valgeirsdóttir skrifstofustjóri atvinnuvega- og nýsköpunaráðuneytis og eru þau boðin innilega velkomin til starfa. 

Með tilhlökkun mun ný stjórn hittast í júní til að kynnast og leggja drög að haustdagskrá.


Áhugaverð ráðstefna: Tomorrow´s Leadership

Faghópur um markþjálfun hjá Stjórnvísi vekur athygli á einstaklega áhugaverðri fjarráðstefnu Tomorrow’s Leadership sem haldin verður miðvikudaginn 12.maí kl. 10-16.  

Allar nánari upplýsingar og bókanir eru hér:  https://www.tomorrowsleadership.is

Ný stjórn Stjórnvísi 2021-2022 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi 6.maí 2021 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:
Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. frá og með 01. maí 2021. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Á síðasta aðalfundi voru eftirtaldir aðilar kosnir til tveggja ára í stjórn Stjórnvísi:
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022)
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).  Jón Gunnar býður sig fram til eins árs, var kosinn í aðalstjórn (2019-2021)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára: 

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Fundarstjóri  aðalfundar var Guðný Halla og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.

Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2021.  Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl. 

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um aðstöðustjórnun

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um aðstöðustjórnun og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í haust.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:   Matthías Ásgeirsson VSÓ, formaður, Magnús Már Einarsson OR, Kristinn Jóhannesson HÍ, Þröstur V. Söring FSR, Stefán Níels Guðmundsson, Eimskip, Elísabet Halldórsdóttir Icelandair, Róbert Reynisson Isavia, Ásta Rut Jónasdóttir Securitas, Hulda Júlía Jónsdóttir BYKO, Katrín Ólöf Egilsdóttir Mánagull, Thorana Elín Dietz HÍ og Hannes Frímann Sigurðsson FSR.    

Aðalfundur stjórnar faghóps um LEAN- Straumlínustjórnun, 3.maí 2021

Aðalfundur stjórnar um LEAN- Straumlínustjórnun var haldinn í gegnum Teams 3. maí 2021. 

Á fundinum var farið yfir kynningu á faghópnum, viðburði ársins, ný stjórn var kjörinn og rætt um næstu skref í starfsárinu framundan.

Ljóst er að mikill áhugi er á LEAN og komust færri að í stjórn en vildu.

Stjórn faghópsins er nú fullskipuð með 12 manns.

Glærur af fundinum má nálgast undir viðburðinum.

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2021

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í dag 26.apríl í 12 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í flokki yfirstjórnenda, Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár og Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó í flokki millistjórnenda.  Dómnefnd veitti einnig þremur frumkvöðlum sem vakið hafa verðskuldaða eftirtekt fyrir störf sín á heilbrigðissviði undanfarin misseri viðurkenninguna Frumkvöðlar ársins 2021, Tryggvi Þorgeirsson stofnandi og forstjóri SideKick Health, Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi og forstjóri Kerecis og Gísli Herjólfsson stofnandi og forstjóri Controlant.
Sérstök heiðursverðlaun voru veitt Guðmundi Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi. Einnig var útnefndur og verðlaunaður heiðursfélagi Stjórnvísi 2021, Davíð Lúðvíksson sérfræðingur á rannsóknar-og nýsköpunarsviði Rannís. 

Hér er linkur á streymið
Hér er linkur á myndir teknar á hátíðinni
Frétt á visir.is

Myndir af hátíðinni má sjá á facebooksíðu félagsins 

Þegar Landspítali fór úr fortíð í nútíð í fyrstu Covid bylgjunni

Á þessum áhugaverða og fjölsótta fundi sagði Ágúst Kristján Steinarsson Stjórnvísifélögum frá einu stærsta breytingarverkefni á Landspítala síðastliðin ár, þegar Landspítali fór yfir í Outlook og Office 365 - úr Office 2007 og Lotus Notes. Breytingin, sem var langt frá því að vera eingöngu tæknileg, hafði áhrif á hátt í 7000 starfsmenn og nemendur spítalans og því í mörg horn að líta. Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Ágúst Kristján lítur á vinnustaði eins og vagn sem allir eiga að vera að ýta á í rétta átt og beina kröftum sínum að því.  Sumir starfsmenn ýta í rétta átt en aðrir reyna að ýta á móti og sumir setjast einfaldlega ofan í vagninn, passa sýna stöðu og þyngja hann.  

Landspítalinn starfar alla daga ársins allan sólarhringinn.  Því var mikil áskorun að halda námskeið fyrir 6-7000 manns.  Meðalstarfsaldur og lífaldur er hár á spítalanum.  20% starfsmanna eru í skrifstofustörfum og 80% í klíníkinni, því er fókusinn á klíníkinni.  

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi afhent 26.apríl 2021 á Grand Hótel í beinu streymi

Stefnt er að því að afhenda Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi þann 26.apríl nk. á Grand Hótel ef aðstæður leyfa.

Tengill á streymið er hér. Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2021 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2021

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 þann 26. apríl nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:15.  Sökum fjöldatakmarkana er ekki hægt að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar eins og áður hefur verið gert en við hvetjum þig eindregið til að bóka þig og fylgjast með hátíðinni í beinu streymi. Þeir sem mæta á Grand hótel hafa verið boðaðir þangað sérstaklega s.s. forseti Íslands, hátíðarstjóri, formaður Stjórnvísi, dómnefnd o.fl.)

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, breytingarstjóri HMS.

Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2021
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2021

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Fyrsti fundur faghóps um Excel - vertu með!

Yfir 140 manns sóttu fyrsta fund faghóps um Excel sem haldinn var í morgun þar sem Hjálmar Gíslason frá Grid fór yfir sögu, hlutverk og framtíð töflureikna auk þess að sýna GRID lausnina og hvernig hún spilar inn í þessa framtíðarsýn. Formaður faghópsins Guðlaug Erna Karlsdóttir kynnti stjórn faghópsins og hvatann að stofnun hans.  Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í faghópinn.  

FRESTAÐ Í LJÓSI AÐSTÆÐNA: Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í beinni 25.mars frá Grand Hótel.

Hátíðin verður sett aftur á dagskrá og auglýst um leið og aðstæður leyfaTengill á streymið er hér. Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2021 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2021

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 þann 25.mars nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:15.  Sökum fjöldatakmarkana er óvíst hvort hægt verði að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar eins og áður hefur verið gert en við hvetjum þig eindregið til að bóka þig og fylgjast með hátíðinni í beinu streymi. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, FranklinCovey. 

Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2021
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2021

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Framtíðin - Orkumál og fyrirtækja menning næstu 100 árin

Áhugaverð þáttaröð frá Orkuveitu Reykjavíkur, með yfirskriftina: Hvað ber framtíðin í skauti sér og hvað mun breytast á næstu 100 árum?

Bergur Ebbi skyggnist með okkur inn í framtíðina. Hann, ásamt einvalaliði sérfræðinga, skoða þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og það hvaða áhrif innleiðing þeirra mun hafa á samfélag okkar. Hér er vefslóð á þáttaröðina í held, en einng á einstaka þætti. Framtíðarfólk, njótið! 

Allt um þættina er að finna hér á þessari slóð.
https://www.or.is/um-or/framtidin/

Hér eru svo linkar á youtube myndböndin með hverjum þætti fyrir sig.

Getum við breytt framtíðinni? - Andri Snær og Edda Sif:

https://www.youtube.com/watch?v=aS6jsOeCyVc

Er framtíðin bara leikur? Axel Paul og Sigurlína:

https://www.youtube.com/watch?v=D6giVmrLITo

Hvað drífur framtíðina áfram? - Bjarni Bjarnason:

https://www.youtube.com/watch?v=2hybREeAMsI

Er framtíðin góð hugmynd? - Magnea og Sigríður:

https://www.youtube.com/watch?v=e9N4va8C4es

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021

Hér má sjá lista yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar. 
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 25.mars nk.
Streymt verður beint frá hátíðinni sem hefst kl.16:00 og fjöldatakmörkunum og sóttvarnarreglum fylgt.

Áhugaverð viðburð hjá Origo - Áskoranir gæðastjóra á tímum fjarvinnu (vefvarp)

Rannsóknablaðamaðurinn Geoff White rýnir inn í COVID breytta framtíð? 

Staðlar og lög á borð við ISO og GDPR hafa hjálpað fyrirtækjum og stofnunum tryggja öryggi upplýsinga og gæða með eftirliti og stöðugum umbótum.

Það hefur einnig skapað ákveðnar áskoranir, svo sem að tryggja skjalafestingu og hlítingu krafna. COVID-19 faraldurinn hefur skerpt á þessu því ófyrirséðar breytingar í vinnuumhverfinu, með mikilli aukningu í heimavinnu, hefur bæði kallað á aukningu í skýjaþjónustu en líka breytingum á verklagi.

Hvert mun breyttur heimur leiða okkur?

Nýjar lausnir, ný hugsun og ný vinnubrögð hafa litið dagsins ljós úr óreiðu heimsfaraldursins og munu án efa fylgja okkur áfram þegar honum lýkur. Allt lítur út fyrir aukna notkun skýjaþjónusta, snjalltækja eða AGILE eða LEAN vinnubragða sem munu skapa ný álitaefni og umræðu í heimi gæðastjórnunar. Rannsóknablaðamaðurinn og rithöfundurinn Geoff White, sem hefur sérhæft sig í tæknibreytingum á tímum COVID-19, mun í vefvarpinu ræða helstu áskoranir þeirra sem vinna að gæðamálum og hvert við munum stefna í þeim efnum.

Dagsetning: 17. mars kl. 09:00 (vefvarp)

Nánari upplýsingar og skráning hér. 

Orð frá formanni nýstofnaðs faghóps um Excel

Eins og fram hefur komið var fyrsti stjórnarfundur nýs faghóps um Excel nú í vikunni. Hópurinn var stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar sem við getum lært hvert af öðru og eflt tengslanetið.

Flest okkar nota Excel í sínum daglegu störfum. Sumum finnst það ágætt, öðrum gaman og enn aðrir eru stundum smá að tapa sér í Excel gleðinni. Þeir sem tilheyra þriðja hópnum eru oft á tíðum þeir einu í sínu fyrirtæki eða stofnun með þennan brennandi áhuga og vantar einhvern til að ræða við um „undur“ þessa frábæra verkfæris sem Excel er. Undirrituð er algjörlega í þeim hópi og hefur oft hugsað hvað það væri frábært ef á Íslandi væri til samfélag Excel áhugafólks eins og til er úti í hinum stóra heimi. Og nú er það að verða að veruleika.

Um 30 manns sóttust eftir því að vera í stjórn hópsins, allt frábærir kandidatar og var úr vöndu að velja. Helst hefðum við viljað hafa alla umsækjendur með í stjórn en hámarkið var 12. Úr varð ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur hópur með mismunandi áhugasvið. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að stilla saman strengi og búa til sameiginlega sýn sem mun leiða af sér skemmtilega dagskrá fyrir komandi mánuði. Ég held að þetta sé byrjunin á ótrúlega lærdómsríkri og skemmtilegri ferð. Komdu endilega með í ferðalagið og skráðu þig í hópinn.

Skráning í Excel hóp hér

Kær kveðja,

Guðlaug Erna Karlsdóttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um Excel.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um Excel og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í mars.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:  Aníka Rós Pálsdóttir Landspítali, Auður Bergþórsdóttir Háskóli Íslands, Andri Þór Skúlason KPMG, Bryndís Björk Ásmundsdóttir A4, Daníel Pálsson Sjóvá, Guðlaug Erna Karlsdóttir Háskóli Íslands formaður, Gunnar Sigurðsson Rapyd.net, Ingi Sturla Þórisson Veitur, Jóhanna Fríða Dalkvist Vínbúðin, Óskar Arason Lýsi, Pálmi Ólafur Theódórsson Securitas og Svava Þorsteinsdóttir Mennta-og menningarmálaráðuneytið.   

Mat á árangri meginmarkmiða Stjórnvísi - tekur örstutta stund.

Kæru félagar í Stjórnvísi.
Nýlega var stefna Stjórnvísi rýnd og uppfærð til að takast á við breyttan veruleika. Því viljum við mæla árangur meginmarkmiða Stjórnvísi og þætti okkur vænt um að þú gætir gefið þér örfáar mínútur og svarað þessari könnun af hreinskilni og einlægni.

Smelltu hér til að taka þátt.

Jafnvægi á gagnsæi og skrifræði

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér. 

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.  

Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda. 

Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi  

 

 

Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116. Þar geta inn­flytj­end­ur sem setj­ast að hér á landi fengið upp­lýs­ing­ar um allt sem við kem­ur rétt­ind­um þeirra og skyld­um sem ný­bú­ar á Íslandi.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda er til­rauna­verk­efni á veg­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins. Fyr­ir­mynd­ir að ráðgjaf­ar­stof­unni eru til víða, meðal ann­ars í Dan­mörku, Portúgal og Kan­ada og er þá gjarn­an talað um slíkt sem first-stop-shop.

Inn­flytj­end­um er bæði boðið að líta við á ráðgjaf­ar­stof­unni að Lauga­vegi 116, ræða við ráðgjafa gegn­um síma eða í gegn­um net­spjall á vefsíðunni new­inice­land.is. Þar er í boði net­spjall á sjö tungu­mál­um; ís­lensku, ensku, pólsku, spænsku, portú­gölsku, lit­háísku og ar­ab­ísku.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?