Fréttir og pistlar

FRESTAÐ Í LJÓSI AÐSTÆÐNA: Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í beinni 25.mars frá Grand Hótel.

Hátíðin verður sett aftur á dagskrá og auglýst um leið og aðstæður leyfaTengill á streymið er hér. Stjórnvísi óskar öllum þeim sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlaunanna 2021 innilega til hamingju.
Smelltu hér til að sjá nöfn þeirra sem eru tilnefndir 2021

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 þann 25.mars nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:15.  Sökum fjöldatakmarkana er óvíst hvort hægt verði að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar eins og áður hefur verið gert en við hvetjum þig eindregið til að bóka þig og fylgjast með hátíðinni í beinu streymi. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi. 
Hátíðarstjóri: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, FranklinCovey. 

Viðurkenning veitt heiðursfélaga Stjórnvísi 2021
Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2021

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Framtíðin - Orkumál og fyrirtækja menning næstu 100 árin

Áhugaverð þáttaröð frá Orkuveitu Reykjavíkur, með yfirskriftina: Hvað ber framtíðin í skauti sér og hvað mun breytast á næstu 100 árum?

Bergur Ebbi skyggnist með okkur inn í framtíðina. Hann, ásamt einvalaliði sérfræðinga, skoða þær tækninýjungar sem eru handan við hornið og það hvaða áhrif innleiðing þeirra mun hafa á samfélag okkar. Hér er vefslóð á þáttaröðina í held, en einng á einstaka þætti. Framtíðarfólk, njótið! 

Allt um þættina er að finna hér á þessari slóð.
https://www.or.is/um-or/framtidin/

Hér eru svo linkar á youtube myndböndin með hverjum þætti fyrir sig.

Getum við breytt framtíðinni? - Andri Snær og Edda Sif:

https://www.youtube.com/watch?v=aS6jsOeCyVc

Er framtíðin bara leikur? Axel Paul og Sigurlína:

https://www.youtube.com/watch?v=D6giVmrLITo

Hvað drífur framtíðina áfram? - Bjarni Bjarnason:

https://www.youtube.com/watch?v=2hybREeAMsI

Er framtíðin góð hugmynd? - Magnea og Sigríður:

https://www.youtube.com/watch?v=e9N4va8C4es

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021

Hér má sjá lista yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar. 
Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel þann 25.mars nk.
Streymt verður beint frá hátíðinni sem hefst kl.16:00 og fjöldatakmörkunum og sóttvarnarreglum fylgt.

Áhugaverð viðburð hjá Origo - Áskoranir gæðastjóra á tímum fjarvinnu (vefvarp)

Rannsóknablaðamaðurinn Geoff White rýnir inn í COVID breytta framtíð? 

Staðlar og lög á borð við ISO og GDPR hafa hjálpað fyrirtækjum og stofnunum tryggja öryggi upplýsinga og gæða með eftirliti og stöðugum umbótum.

Það hefur einnig skapað ákveðnar áskoranir, svo sem að tryggja skjalafestingu og hlítingu krafna. COVID-19 faraldurinn hefur skerpt á þessu því ófyrirséðar breytingar í vinnuumhverfinu, með mikilli aukningu í heimavinnu, hefur bæði kallað á aukningu í skýjaþjónustu en líka breytingum á verklagi.

Hvert mun breyttur heimur leiða okkur?

Nýjar lausnir, ný hugsun og ný vinnubrögð hafa litið dagsins ljós úr óreiðu heimsfaraldursins og munu án efa fylgja okkur áfram þegar honum lýkur. Allt lítur út fyrir aukna notkun skýjaþjónusta, snjalltækja eða AGILE eða LEAN vinnubragða sem munu skapa ný álitaefni og umræðu í heimi gæðastjórnunar. Rannsóknablaðamaðurinn og rithöfundurinn Geoff White, sem hefur sérhæft sig í tæknibreytingum á tímum COVID-19, mun í vefvarpinu ræða helstu áskoranir þeirra sem vinna að gæðamálum og hvert við munum stefna í þeim efnum.

Dagsetning: 17. mars kl. 09:00 (vefvarp)

Nánari upplýsingar og skráning hér. 

Orð frá formanni nýstofnaðs faghóps um Excel

Eins og fram hefur komið var fyrsti stjórnarfundur nýs faghóps um Excel nú í vikunni. Hópurinn var stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar sem við getum lært hvert af öðru og eflt tengslanetið.

Flest okkar nota Excel í sínum daglegu störfum. Sumum finnst það ágætt, öðrum gaman og enn aðrir eru stundum smá að tapa sér í Excel gleðinni. Þeir sem tilheyra þriðja hópnum eru oft á tíðum þeir einu í sínu fyrirtæki eða stofnun með þennan brennandi áhuga og vantar einhvern til að ræða við um „undur“ þessa frábæra verkfæris sem Excel er. Undirrituð er algjörlega í þeim hópi og hefur oft hugsað hvað það væri frábært ef á Íslandi væri til samfélag Excel áhugafólks eins og til er úti í hinum stóra heimi. Og nú er það að verða að veruleika.

Um 30 manns sóttust eftir því að vera í stjórn hópsins, allt frábærir kandidatar og var úr vöndu að velja. Helst hefðum við viljað hafa alla umsækjendur með í stjórn en hámarkið var 12. Úr varð ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur hópur með mismunandi áhugasvið. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að stilla saman strengi og búa til sameiginlega sýn sem mun leiða af sér skemmtilega dagskrá fyrir komandi mánuði. Ég held að þetta sé byrjunin á ótrúlega lærdómsríkri og skemmtilegri ferð. Komdu endilega með í ferðalagið og skráðu þig í hópinn.

Skráning í Excel hóp hér

Kær kveðja,

Guðlaug Erna Karlsdóttir

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um Excel.

Nýr faghópur hefur verið stofnaður um Excel og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.  Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í mars.  

Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa:  Aníka Rós Pálsdóttir Landspítali, Auður Bergþórsdóttir Háskóli Íslands, Andri Þór Skúlason KPMG, Bryndís Björk Ásmundsdóttir A4, Daníel Pálsson Sjóvá, Guðlaug Erna Karlsdóttir Háskóli Íslands formaður, Gunnar Sigurðsson Rapyd.net, Ingi Sturla Þórisson Veitur, Jóhanna Fríða Dalkvist Vínbúðin, Óskar Arason Lýsi, Pálmi Ólafur Theódórsson Securitas og Svava Þorsteinsdóttir Mennta-og menningarmálaráðuneytið.   

Mat á árangri meginmarkmiða Stjórnvísi - tekur örstutta stund.

Kæru félagar í Stjórnvísi.
Nýlega var stefna Stjórnvísi rýnd og uppfærð til að takast á við breyttan veruleika. Því viljum við mæla árangur meginmarkmiða Stjórnvísi og þætti okkur vænt um að þú gætir gefið þér örfáar mínútur og svarað þessari könnun af hreinskilni og einlægni.

Smelltu hér til að taka þátt.

Jafnvægi á gagnsæi og skrifræði

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér. 

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.  

Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda. 

Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi  

 

 

Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda var form­lega opnuð á Lauga­vegi 116. Þar geta inn­flytj­end­ur sem setj­ast að hér á landi fengið upp­lýs­ing­ar um allt sem við kem­ur rétt­ind­um þeirra og skyld­um sem ný­bú­ar á Íslandi.

Ráðgjaf­ar­stofa inn­flytj­enda er til­rauna­verk­efni á veg­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins. Fyr­ir­mynd­ir að ráðgjaf­ar­stof­unni eru til víða, meðal ann­ars í Dan­mörku, Portúgal og Kan­ada og er þá gjarn­an talað um slíkt sem first-stop-shop.

Inn­flytj­end­um er bæði boðið að líta við á ráðgjaf­ar­stof­unni að Lauga­vegi 116, ræða við ráðgjafa gegn­um síma eða í gegn­um net­spjall á vefsíðunni new­inice­land.is. Þar er í boði net­spjall á sjö tungu­mál­um; ís­lensku, ensku, pólsku, spænsku, portú­gölsku, lit­háísku og ar­ab­ísku.

Styrkir VIRK 2021 - sérstaklega verður horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum VIRK árið 2021

Styrkir VIRK 2021 - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki sem veittir verða árið 2021 til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.

VIRK er heimilt samkvæmt lögum að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is.

Sérstaklega verður horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum VIRK árið 2021.

Aðeins umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK eru teknar til greina. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna hér.

Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021.

Open for grant applications

VIRK Vocational Rehabilitation Fund has started accepting grant applications for projects that will increase the diversity and availability of interventions in vocational rehabilitation and grants for research projects that promote development and greater general knowledge about vocational rehabilitation in Iceland.

Grants are offered once a year for activity projects, research projects and development projects and grant applications must be received by VIRK by 15. of February via the e-mail address styrkir@virk.is

This year VIRK will pay special attention to applications for projects and/or interventions that are tailored to the needs of individuals of foreign origin.

Only applications that meet all regulations set forth by VIRK will be accepted. Further information regarding the application and about olicies and rules as well as the application form can be found on VIRK´s web page here (it can be translated using the Translation button on the top right of the page).

The application deadline is end of day February 15th, 2021.

Framtíðir – Viðhorf til sviðsmyndagreininga

Rétt fyrir síðustu jól var gefinn út bókin Rannsóknir í viðskiptafræði á vegum Háskólaútgáfunnar. Í einum kafla bókarinnar er grein um viðhorf til sviðsmyndagreiningar, á forsendum rannsókna sem gerðar hafa verið meðal þátttakenda í sviðsmyndaverkefnum og hagaðila þeirra á Íslandi á tímabilinu 2005 til 2019. Sérstaklega er fjallað um rannsókn er tengdist forverkefni um sameiningu þriggja sveitarfélaga. Fjallað er um tengsl sviðsmyndagreiningar við framtíðarfræði og uppruna og fræðilegar forsendur aðferðarinnar.

Hægt er að nálgast greinina á vefslóð Framtíðarseturs Íslands, hér. Bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði, hefur að geyma aðra mjög áhugaverðar greinar um fjölbreytt svið rannsókna innan viðskiptafræðinnar.

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

Fundurinn varði í klukkustund, var líflegur og skemmtilegur og þátttakendur voru tæplega 70.
Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson, formaður faghóps félagsins um góða stjórnarhætti og varaformaður Stjórnvísi.

Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögmaður Viðskiptaráðs Íslands, fór nokkuð ítarlega yfir helstu breytingar í nýrri útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnurekenda og Nasdaq á Íslandi. Í framhaldi fór Dr. Eyþór Ívar Jónsson yfir leiðbeiningarnar á breiðum grunni, úr hvaða jarðvegi þær eru sprottnar, kom inn á ástæður tilveru þeirra og þankagang á bak við þær. Í framhaldi var fyrirspurnartími sem var nýttur til fullnustu. Almenn ánægja virðist hafa verið með fundinn - allavega meðal þeirra sem gáfu honum einkunn.

Vísum aftur á upptöku fundarins sem birt er á Facebook síðu félagsins og hlekkur er á í upphafi þessarar fréttar.

 

Að hugleiða framtíðir – Kennslubók

Gefinn hefur verið út kennslubókin, Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefinn út á Amazon, sjá vefslóðina og kynningu á bókinni. Bókin er ætluð grunn- og framhaldsskólum til að auka framtíðarlæsi. Einnig fylgja leiðbeiningar með ásamt stuðningsefni, sem sjá má á vef Framtíðarseturs Íslands. Bókin verður kynnt kennurum, seinna í mánuðinum með sérstakri málstofu, þar sem sviðsmynda gúrúinn Peter Bishop, verður með erindi. Hugmyndafræði eða ferli bókarinnar má einnig nota til að ræða framtíðaráskoranir meðal fyrirtækja og stofnanna, með því að aðlaga efnið aðstæðum.

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020. Costco hæst og Pósturinn hástökkvarinn.

Góður árangur fyrirtækja í Ánægjuvoginni þrátt fyrir COVID ástandið

Þann 29. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 kynntar og er þetta tuttugasta og annað árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar. 

Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki.  Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem eru hæst í sínum flokki fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins. 

37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum voru mæld. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.000 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. 

Sex fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði 

Líkt og undanfarin sex ár er viðurkenningarskjal veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Á eldsneytismarkaði fékk eldsneytissala Costco 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 78,5 á farsímamarkaði, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO fékk 68,2 á byggingavörumarkaði, Sjóvá fékk 72,6 stig á tryggingamarkaði og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig.
Costco eldsneyti var síðan með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.

Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson var með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn var með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðum.

Hér er linkur á streymið

Hér eru myndir af hátíðinni

Meðfylgjandi eru niðurstöður allra fyrirtækja sem voru mæld á markaði. 

Frétt á vb.is um niðurstöður

Frétt á visir.is um niðurstöður

Myndir af viðburðinum eru væntanlegar og verða birtar á facebooksíðu Stjórnvísi

 

Heilsuefling er sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar!

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar

 
Í þessu erindi mun Matilda skoða hvernig markþjálfun nýtist til innri og ytri eflingar að bættum árangri og starfsþróun.
Hún mun leita svara við spurningum á borð við: 
Hvernig virkar verkfærið markþjálfun fyrir stjórnendur og hver er ávinningurinn?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla sig?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?

Sprellifandi fjarkennsla - glæný rafbók án kostnaðar

Viljum benda félagsmönnum á að mögulegt er að nálgast nýja handbók um fjarkennslu Sprelllifandi fjarkennsla hjá Gerum betur eftir Margréti Reynisdóttir án kostnaðar á hlekknum HÉR

 Dæmi um umsagnir hjá þeim sem rýndu bókina:

  • Gott að fá verkfæri og leiðbeiningar til að virkja nemendur
  • Kúnst að hafa uppsetninguna svona aðgengilega
  • Við lestur handbókarinnar fékk ég fljótt í fingurna hvernig get notað í alskyns kennslu og á námskeiðum
  • Góðar hugmyndir og auðvelt að aðlaga að því námsefni sem hef verið með í staðbundinni þjálfun/námskeiðum
  • Á mannamáli

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.
Til að tilnefna fyrir árið 2021 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2021 verða veitt í tólfta sinn þann 25.mars næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-17:30. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 27. janúar 2021.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. 
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Hringekja ágreinings - Ágreiningur er forsenda góðrar útkomu.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Hvað er ágreiningur? Okkur greinir á og ágreiningi á alls ekki að útrýma því hann er mikilvægur og hann er hjálplegur við að finna nýjar lausnir og koma okkur lengra. Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum eflir færnina í að kljást við ágreining.  Ágreiningur er óhjákvæmilegt misræmi milli einstaklinga. Ágreiningur liggur í að einstaklingar upplifa að gildum, sjálfsmynd er ögrað eða grafið undan.  Rót vandans liggur í því þegar aðrir eru þeim ósammála þegar aðrir eru þeim ósammála og við upplifum vonbrigði eða særindi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?