Fréttir og pistlar

Jólakveðja Stjórnvísi 2020

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Ingi Björn Sigurðsson,  Jón Gunnar Borgþórsson, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín og Steinunn Ketilsdóttir.

Ný viðmið í opinberi þjónustu - Straumhvörf í stafrænni þróun AFSKRÁ MÆTINGU

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Karl Friðriksson formaður faghóps um framtíðarfræði setti fundinn og kynnti fyrirlesara dagsins. Fjóla María Ágústdóttir, hjá Samband íslenskra sveitarfélaga, áður hjá verkefninu Stafrænt Íslands, fjallaði um þróun nýrra viðmiða í opinberum rekstri á sviði stafrænar þróunar og breytingar framundan.

Áhættumat og hvað svo? - Hagnýting áhættmats

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Faghópur um öryggisstjórnun hélt í morgun fund vel sóttan fund sem bar fyrirsögnina „Áhættumat og hvað svo? Dagmar I. Birgisdóttir í stjórn faghópsins stjórnaði fundinum og hvatti alla til að taka þátt í facebooksíðu faghópsins og setti linkinn á hana inn á spjallið á fundinum. Þar er tilvalið að koma á framfæri efni sem félagar vilja að tekið sé fyrir á fundum.

Hallgrímur Smári Þorvaldsson öryggisstjóri HS Orku og Vilborg Magnúsdóttir öryggisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla ehf  veltu upp þessum spurningum: Hvernig vitum við hvort áhættustig eftir stýringar sé raunveruleikinn? Getum við fengið meiri upplýsingar út úr áhættumati? Hvernig færum við stýringar / varnarlögin inn í verklag? Hvernig getum við hjálpað stjórnendum að vita hvað þarf að vakta? Hvernig hjálpum við stjórnendum að efla öryggissamtalið? Hvers vegna skipta góð samskipti máli fyrir öryggismálin?

Hvað er Category Management?

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Í hádeginu í dag var haldinn vel sóttur fundur á vegum vörustjórnunar – innkaupa og birgðastýringar. Farið var yfir grunnhugmyndafræði Category Management / Vöruflokkastýringu, hvaðan aðferðafræðin kemur og hvaða ávinning má vænta af slíkri innkaupastefnu. Þau Elva Sif Ingólfsdóttir, Tómas Örn Sigurbjörnsson og Björgvin Víkingsson fóru yfir sína reynslu af því að vinna í umhverfi Category Management hjá alþjóðlegum fyrirtækjum í þessum fyrirlestri.

 

1. Elva Sif Ingólfsdóttir er með meistaragráðu í Aðfangakeðjustýringu ( Supply Chain Management) frá Copenhagen Business school. Hún hefur starfað við Category Management hjá Marel og Supply chain ráðgjöf hjá AGR Dynamics. Elva ræddi um hvernig Category Management er í Akademisku ljósi og bar saman við viðskiptaheiminn. Hún talaði út frá sinni reynslu af því að skrifa meistaraverkefni um Procurement Category Management, og síðan starfi sínu sem Global Category Manager hjá Marel.

2. Tómas Örn Sigurbjörnsson er með meistaragráðu í aðfangakeðjustýringu (e. supply chain management) frá Copenhagen Business School. Hann hefur unnið í umhverfi category management hjá m.a. Marel og Eimskip og er nú Procurement Manager fyrir Alvotech þar sem áherslan er á uppbyggingu stefnumiðaðra innkaupa til að geta tekist á við krefjandi framtíð.  Alvotech er að leggja af stað í þá vegferð að nota category management í innkaupum. Eftir því sem fyrirtækið vex og dafnar eykst þörfin fyrir betri yfirsýn yfir peningastreymi fyrirtækisins og meiri festu í innkaupum og vöruflokkagreining skiptir þar miklu máli. Innleiðing er rétt að byrja og að mörgu að hyggja, Sagt var frá undirbúningi innleiðingar, mikilvægi góðra gagna við gerð innkaupastefnu og helstu þröskuldum sem hafa orðið á veginum fram til þessa.

3. Björgvin Víkingsson er nýskipaður forstjóri Ríkiskaupa. Hann hefur brennandi áhuga á nýsköpun í stjórnun og hugmyndafræði um hvernig á að skapa virði fyrir viðskiptavini. Björgvin er með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun) frá ETH Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Björgvin hefur reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.  Category management, hvernig er hægt að vinna með category management án category management teymisins? Kynning á öðruvísi uppsetningu Category management.

Hamingjuheilræði vetrarins

Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast hélt í morgun skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur.  Ragnhildur fór í fyrirlestrinum yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum. Klara Steinarsdóttir í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun kynnti Stjórnvísi og Ragnhildi.  

Ragnhildur sagði forvarnir skipta mestu máli í öllu starfi Auðnast. Ragnhildur fór yfir kerfin okkar hvatakerfið – sefkerfið – óttakerfið.  Hvatakerfið virkjast þegar við tökumst á við krefjandi verkefni og við fáum vellíðan þegar við náum árangri.  Sefkerfið notum við til að róa okkur niður og er andstæðan við óttakerfið.  Óttakerfið virkjast án þess að við höfum nokkuð um það að segja en sefkerfið höfum við sjálf áhrif á og getum stjórnað.  Í fyrstu bylgju Covid virkjaðist óttakerfið vegna óvissu því enginn vissi hvað var í vændum.  Þegar þríeykið stígur fram þá virkjast hvatakerfið og varð ríkjandi í fyrstu bylgju. Síðan kom bylgja 2 og svo bylgja 3.  Þá voru margir búnir að missa vinnu, fólk verður óánægðra og óttakerfið virkjast aftur.  

Nú er það úthaldið og við erum ólík varðandi það. Nú þurfum við að staldra við og endurskoða hvað við getum gert.  Ragnhildur gaf heilræði. Í erfiðleikum skapast alltaf tækifæri. Nr. 1 Það tekur alltaf allt enda.  Heilinn er neikvætt settur og því er hugmyndin um Covid neikvætt skekktur í heilanum.  Nr.2  Grunnurinn dettur ekki úr tísku þ.e. svefn, hreyfing, hvíld.  Hvíld er grunnþáttur og mikilvægt að vera ekki endalaust á Teamsfundum.  Mundu eftir hvernig þér líður – borðar þú vel? Ertu að hreyfa þig? Því fylgir slen ef púlsinn fer ekki upp þú ert ekki að hreyfa þig.  Mikilvægt er að mastera einn grunnþátt í viku.  T.d. taka matinn fyrir eina viku, hreyfingu næstu og svefn þá þriðju.  Nr.3 er andlegur styrkur. Í þriðju bylgju kom úthaldið, hvernig þolum við krefjandi aðstæður í langan tíma.  Það er þrautseigjan og hana er hægt að þjálfa upp.  Mikilvægt er að skoða sinn þrautseigjuvöðva.  Þrautseigja er færni okkar til að aðlagast streitumiklum aðstæðum, mótlæti, áföllum o.fl.   Ragnhildur segir mikilvægt að leyfa erfiðum tilfinningum að koma.  Síðan er mikilvægt að hugsa eitthvað jákvætt á hverjum einasta degi því þá erum við markvisst að þjálfa þrautseigju.  Gott er að líkja tilfinningum við öldugang eins og þegar alda skellur á og þannig er tilfinning hún skellur á og minnkar síðan eins og aldan sem fer svo frá.  Hugsaðu um að tilfinningin mun minnka með tímanum.  Mikilvægt er að fara í göngutúr og finna tilfinningunni farveg.  Að sinna einhverju skapandi skiptir líka máli.  Sköpun getur verið að taka til í bílskúrnum, prófa nýja uppskrift. Mikilvægt er að finna hjá hverjum og einum hvað það er sem breytir okkur.  Einnig að kalla stöðugt fram minningar sem færa okkur gleði.  Þannig þróum við þrautseigju.  Nr.4 er styrkleiki. Ef fólk hefur kost á að nýta styrkleika sína þá helst það í hendur við að líða betur. Mikilvægt er að sjá að við notum ólíka styrkleika á ólíkum stöðum.  Hver og einn ætti að nota það að skoða styrkleikana sína.  Örvum taugaboðin.  Dópamín lætur okkur líða vel og því mikilvægt að við gerum eitthvað gott fyrir okkur sjálf.  Því er mikilvægt að gera eitthvað gott fyrir sig og fagna litlum sigrum.  Oxytocin er tengslahormónið og örfast við að hlusta á tónlist, leika við dýr og born.  Serótónín er náttúrulega geðlyfið, við náum í það með því að hlusta á hugleiðslur, fara í göngutúr, hreyfa sig og köld sturta.  Það er eins og köld sturta endurræsi kerfið.  Endorfín er náttúrulega verkjalyfið það kemur með því að t.d. teygja sig eða fá gott hláturskast. Nr.6 Veldu það sem hentar þér í sjálfsrækt. Nr.7 snýr að athyglinni.  Mikilvægt er að beina athyglinni að réttum hlutum.  Við stjórnum mörgu í okkar nánasta umhverfi.  Nr.8 er að gera sér glaðan dag t.d. heima fyrir.  Nú þurfum við að nota sköpunargáfuna.  Gera eitthvað sem gleður okkur.  Hvað get ég gert til að gera mér glaðan dag.  Í Covid hvarf allt sem heitir kaffispjall við kaffivélina.  Því er mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt.

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Það var faghópur Stjórnvísi um markþjálfun í samstarfi við ICF Iceland sem héldu þennan viðburð um nýtingu markþjálfunar.
Fyrirlesarar voru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau rýndu í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun.
Arnór Már Másson deildi reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann sagði frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kom hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deildi líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu. Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 
Arnór Már sagði að eitt það mikilvægasta sem hver og einn markþjálfi standi frammi fyrir er annars vegar að vera fylginn sér að vera alltaf að taka viðtal, sjálfur tekur hann 21 viðtal á viku og hitt er að hlúa vel að sjálfum sér.  Einnig að vera hlutlaus og vera góður hlustandi.
Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.
Hún fjallaði um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Ragnheiður sagði jákvæða sálfræði vera frekar ný fræðigrein.  Hún tengist saman við markþjálfun varðandi að hafa trú á sjálfan sig. Jákvæða sálfræðin gengur út á hversu hamingjusöm við erum. Hamingjan tengist sældarhyggju þ.e. hversu gott okkur þykir eitthvað, ánægju yfir lengri tíma og farsældarhyggju.  Hugsun – hegðun – tilfinningar er það sem markþjálfinn vinnur með.  Hugarfarið okkar býr til lífið okkar og að gera breytingar er eitthvað sem við sjálfum aldrei eftir.  Markþjálfinn styður við slíka vinnu.  Markþjálfinn þarf að leggja egóið algjörlega til hliðar. Velferðin leitar að innihaldsríku lífi. Ragnheiður segir Íslendinga vera með mikla seiglu og markþjálfinn hefur áhrif á að ýta undir seigluna. 
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir talaði um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deildi því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún sagði frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.
Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum eins og að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

Ásta Guðrún þráði að vera skilvirkari manneskja og í upphafi markþjálfunarnámsins stefndi hún ekki að því að verða markþjálfi.

Um val í og hlutverk stjórna nýsköpunarfyrirtækja

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Sæunn Þorkelsdóttir í stjórn faghóps um góða stjórnarhætti setti fundinn og kynnti fyrirlesara.  Fyrirlesturinn fjallaði um stjórnarmenn í nýsköpunarfyrirtækjum og eftir hvaða eiginleikum og þekkingu sé helst sóst eftir í fari þeirra. Einnig var brugðið ljósi á hvort og þá hvernig hlutverk slíkra stjórna er frábrugðið almennt skilgreindu hlutverki stjórna, hvort starfshættir séu með öðrum hætti en almennt gerist og hvernig umbunað er fyrir vinnu fólks í slíkum stjórnum. Flutt voru þrjú erindi.

Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs og ráðgjafi í stefnumótun hjá fjártæknifyrirtækinu Indó var fyrsti fyrirlesari dagsins.  Hún sagði marga ekki gera sér grein fyrir því hve mikilvægt væri að skipa stjórn strax. Góð stjórn getur skilið á milli þess að sprotinn nái árangri eða ekki.  Þetta er langur ferill frá því hugmyndin kviknar og þar til hún er komin í sölu.  Frumkvöðullinn þarf að stýra ferðinni hvaða folk hann vill fá með sér.  Mikilvægt er að skipa þekkingarráð ef það er ekki til staðar í stjórninni.  Það skiptir líka miklu máli hversu vel maður þekkir sjálfan sig og í hverju þarf maður aðstoð.  Frumkvöðlar skapa sína eigin framtíð að vera ákveðnir í að leita til þeirra sem mikilvægt er að leita til.  Ef frumkvöðullinn hefur ekki ráð á að hafa góða stjórn þá er mikilvægt að ná fólki inn með því ráðgjafinn fær hlut í fyrirtækinu.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis sagði þörf fyrir ólíkan stuðning á mismunandi tímum.  Kerecis er hratt vaxandi fyrirtæki.  Guðmundur sat stjórnarfundi hjá Össuri og hefur einnig setið í stjórn fyrirtækis í kauphöll í Kanada og sínum eigin tölvufyrirtæki í Danmörku.  Kerecis fékk snemma góða aðila að með aukna þekkingu og mikilvægt að vera ekki hræddur við að gefa hluti í fyrirtækinu.  Árið 2014 byrjaði fyrirtækið að fá tekjur en var stofnað 2009.  Þeir hafa safnað 28milljón dollara fram til þessa.  Tekjurnar tvöfölduðust milli 2019 og 2020.  Í dag er fyrirtækið í eigu frumkvöðla að einum þriðja.  Fyrirtækið vinnur að því að koma í veg fyrir aflimanir aðallega vegna sykursýki.  Guðmundur segir markmið stjórnar að fá gagnrýni á söluáætlun sem er mikilvægasta verkefnið núna.  Er Kerecis að ná markmiðum sínum, hvaða vandamál eru að koma upp? Gott er að hafa innan stjórnarinnar aðila sem hafa þekkingu á þessu stigi.  Hversu hratt á að ráða inn sölumenn, hversu hratt á að vaxa? Mikilvægt er að upplýsa stjórnina vel hvernig stjórnendur eru að standa sig. þú getur verið með stjórnanda sem er góður með 5 starfsmenn en ekki með stóran fjölda og halda ekki í við þroskann sem fylgir vextinum.  Því er mikilvægt að færa stjórnendur til svo þeir komi ekki í veg fyrir vöxt. Á hverjum stjórnarfundi er viðskiptaáætlunin rædd.  Á start up stigi er mikilvægt að leyfi séu fengin og skoðað hvort markaður sé fyrir vöruna.  Þegar vöruþróun er lokið og komið tekjumódel og búið að hitta á réttan markað þá eru men minna leitandi, varan tilbúin og farið að selja hana. Er sölu og markaðsstrategian sú rétta?  Allt aðrir fjárfestar hafa áhuga á þessu tímabili en því fyrra.  Á þessu stigi þarf að skila skýrslum á stjórnarfundi.  Þegar þú kemst á vaxtarskeið og búið að tvöfalda tekjurnar og varan er tilbúin þá er áherslan á sölu og markaðsmál sú allra mikilvægasta.  Á þessu stigi hafa miklu fleiri fjárfestar áhuga og allt annað að leita eftir fjármagni.  Á þessu stigi eru komnir starfsmenn sem geta gert góðar skýrslur á skiljanlegan máta. Á þessu stigi er mikilvægt að velja stjórnarmenn sem trúa á verkefnið. Betra að vera með fólki á fundi sem hefur þekkingu og er ófeimið að koma með athugsemdir.  Stjórnin er einungis virk á meðan á stjórnarfundi stendur og því mikilvægt að geta leitað til stjórnarmanna á milli funda. Skýrslugjöf er gríðarlega mikilvæg eftir því sem fyrirtækið þroskast. 

Guðmundur sagði að lokum að þetta væri ekki fyrsta startupið sitt og nýtur hann þeirrar reynslu núna. Hann er því búinn að vera með stjórn frá 2010 sem er mikilvægt gagnvart fjárfestum til að geta sýnt fram á festu í reksti.  Mikilvægt er að allir eigi hluti í barninu hvort heldur eru starfsmenn eða stjórn.  Guðmundur segir einnig mikilvægt að hafa ráðgjafanefnd og að vera alltaf leitandi eftir nýjum leiðum og huga stöðugt að starfsmannamálum og vera óhræddur við að færa fólk til þegar það ræður ekki lengur við störf sín.  Svo lengi sem business planið heldur þá eru hlutirnir í lagi. Nýsköpun er enn mikilvæg og stefnumótun kemur frá starfsmönnum sem þekkja kröfur viðskiptavina.  Stjórnendur og stjórn ræða síðan saman um stefnuna.  Stjórnarmenn sem koma að fyrirtækinu núna eru þroskað fólk með mikla reynslu og testa stefnuna. 

Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fjárfestir og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum ræddi um að í upphafi væri það frumkvöðullinn sem veldi stjórn og mikilvægt að þeir hefðu ólíkan bakgrunn og reynslu. Mikilvægt er að þeir nái vel saman og með frumkvöðlinum.  Stjórnarmenn þurfa að hafa brennandi áhuga á verkefninu og treysta og trúa á frumkvöðulinn.  Mikið atriði í byrjun er að allir stjórnarmenn séu hvetjandi við frumkvöðlana og að frumkvöðullinn treysti stjórn og fari að ráðum þeirra.  Gott er að einhver í stjórn hafi reynslu af rekstri smærri fyrirtækja.  Mikilvægt er að passa upp á að bókhald sé fært og allir standi í skilum með öll gjöld.  Þegar fyrirtæki fara inn á erlendan markað er mikilvægt að fá aðila frá því landi í stjórn.  Mjög langan tíma tekur oft að komast á breiðu brautina og tekur oft meira en áratug. Lánsfjármagn frá bönkum er ófáanlegt því ekkert hægt að setja að veði.  Guðbjörg þekkir nokkur dæmi þar sem fjárskortur háði félagi og eigandi vildi ekki gefa eftir hluti í félaginu.  Einnig hefur Guðbjörg reynslu af því að frumkvöðlar fresta stjórnarfundum því komin eru upp vandamál. Þá er mikilvægt að skipta út og fá hæfari einstaklinga í starfið.  Traust er mikilvægt og að tölur séu réttar.  Að lokum ræddi Guðbjörg um laun stjórnarmanna og mikilvægi þess að ákveða laun á aðalfundi félagsins ár hvert. 

Stafræn stefna getur breytt leiknum - Krónan

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Renata fór í fyrirlestri sínum fara yfir þá stafrænu umbreytingu sem Krónan hefur gengið í gegnum á síðustu þremur árum. Á þeim tíma hefur orðið bylting í þjónustu matvöruverslana á Íslandi með tilkomu sjálfsafgreiðslukassa og netverslana. Stefnan er að breyta markaðnum og þjónustunni til framtíðar en til þess þarf að hafa hugrekki til að taka stórar og framúrstefnulegar ákvarðanir.  
Eitt það stafræna verkefni sem Krónan er hvað mest stoltust af er "minnkum matarsóun".  Þar er salan seld á mismunandi verði til við viðskiptavini t.d. bananar.  Um leið og starfsmaður sér að vara er að renna út þá hefur starfsmaður leyfi til að lækka hana. Vörumerkjastjórar merkja allar þær vörur sem mega fara á "síðasta séns".  Önnur verkefni eru sjálfsafgreiðslukassar. 

Raf-magnaðir viðburðir!

Viðburðurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Jón Þórðarson hjá Proevents fór í morgun yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. Fundurinn var á vegum faghópa um Þjónustu- og markaðsstjórnunVerkefnastjórnunStafræn fræðsla.

 

Aðferðafræðin við að breyta fræðsluefni þínu í tölvuleik

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Christian Erquicia Degnan, Global Business Develeopment hjá Gamelearn fræddi okkur um hvernig við getum notað tölvuleiki í fræðslu til að ná dýpri þekkingu og gera þetta skemmtilegt.  Viðburðinn var á vegum faghóps um stafræna fræðslu.

Hve mikið hefur vinnumenning þróast á 100 árum? Minna en þú heldur!

Steinar Þór Ólafsson samskiptafulltrúi Viðskiptaráðs var í morgun með hugvekju um 100 ára gamla vinnumenningu.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun. Hildur Vilhelmsdóttir í stjórn faghópsins opnaði fundinn, kynnti Stjórnvísi og Steinar Þór.

Hvað getum við gert til að breyta þessari menningu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt?  Steinar hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni ásamt því að halda fjöldamörg erindi, nú síðast á haustráðstefnu Advania. Síðast en ekki síst er hann duglegur að skrifa á Linkedin vangaveltur um vinnustaði sem að flestir hugsa en enginn segir. Í morgun reifaði hann rannsóknir og setti fram sínar vangaveltur um þessi mál. 

Steinar Þór er íþróttafræðingur í grunninn, nam lögfræði um tíma og fór seinna í listnám. hann sér vinnumenningu með óhefðbundnum gleraugum.  Hvar eru tækifæri til að staldra við og sjá nýja hluti? Hann hvetur alla til að vera hugaðir og prófa nýjar leiðir.

Á dögum iðnbyltingarinnar fyrir 203 árum var ákveðið af Robert Owen að vinnudagurinn væri 8 klukkustundi, 8 klukkustunda svefn og 8 klukkustunda frítími. Steinar Þór segir virkar klukkustundir í vinnu séu í dag 7,44 mínútur þannig að hann hefur styst um 16 mínútur á öllum þessum tíma og þremur iðnbyltingum.  Reykjavíkurborg og Hugsmiðjan hafa stytt vinnuvikuna með góðum árangri.  Hjá Hugsmiðjunni mæta allir kl.09:00 og hætta 15:30. Í dag gerist skrifstofuvinna meira og minna öll í skýinu og ekki lengur þörf á að allir sitji saman í sama rými.  Fyrir 100 árum sat fólk saman á nákvæmlega sama hátt og gert er í dag. 

Allar rannsóknir sem Steinar hefur fundið styðja ekki aukin afköst þegar fólk situr saman.  Það sem kemur í veg fyrir góð afköst eru oft á tíðum spjall í vinnunni sem veldur truflun.  Enginn notar útirödd á bókasafni eða talar hátt.  Eitt það síðasta sem fólk gerir á kvöldin og það fyrsta á morgnana er að skoða póstinn og slíkt er streituvaldandi. Því má velta fyrir sér af hverju er ekki meira um samskiptareglur um hvernær megi ná í starfsmenn og hvenær ekki.  Sum fyrirtæki slökkva á póstþjónum frá kl.17:00 á kvöldin til 09:00 á morgnana. 

Tækifærin á vinnumarkaði í Covid

Andrés eigandi Góðra samskipta hvatti í upphafi fundarins alla fundargesti til að skoða Derek Sivers á Youtube. Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun. Derek hefur helgað líf sitt því að tengjast fólki. Hann setti allan sinn auð í sjóð sem styrkir ungt fólk í tónlistarnámi.  Derek skrifaði bókina „Anything you want“. Boðskapurinn hans er að það sé tillitssemi að láta vita af því sem þú ert að gera. Mörg okkar eru spéhrædd að láta af okkur.

En hverju erum við að leita að með því að vera strategisk á vinnumarkaði?  Flest erum við að leita að lífsgæðum og því að gera það sem við erum best í, að verða besta útgáfan af sjálfum okkur.

Andrés fjallaði um að í dag er ekki eins flott og það var að vera ríkur. Andrés sagði þetta sína kenningu.  Markmiðið í dag er að hafa alla möguleika, geta valið.  Mikilvægt er að vera alltaf að sá fræjum og loka engum dyrum.  Fólk er ekki lengur í vinnu til að eiga í sig og á. Heldur vill fólk í dag láta gott af sér leiða og eru með hliðarverkefni.

Andrés fjallaði um hvernig ásýnd okkar er, hvernig sjá aðrir okkur, hvernig birtumst við þ.e. hvernig er LinkedIn prófíllinn okkar. Mikilvægt er að þrengja stefnuna sína og greina umhverfið. Öll samskipti eru tækifæri og öll tækifæri koma í gegnum fólk.

Í lok erindisins var boðið upp á spurningar.  

 

Það sem markaðsfólk veit ekki um vörumerki

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér. Guðmundur Arnar frá Akademias var í morgun með erindi um Ehrenberg Bass stofnunina í Ástralíu og kynnti lögmálin þeirra sem öll fyrirtæki, í öllum geirum og af öllum stærðum geta hagnýtt sér. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.

Ehrenberg Bass stofnunin í Ástralíu er sú stærsta í heimi með fókus á markaðsfræði og vörumerki. Byron Sharp er forstöðumaður stofnunarinnar og er í dag án efa sá fræðimaður sem er að hafa mestu áhrifin á fræðin. Stofnunin vinnur fyrir fyrirtæki eins og P&G, Google, Facebook, Diageo, Nestle, General Mills, LinkedIn o.fl. leiðandi markaðsfyrirtæki heims.

Í gegnum áratugina hefur stofnunin véfengt mikið af mýtum um hvernig fyrirtæki geta látið vörumerkin sín vaxa. Mýtur sem margar hverjar eru fyrirferðamiklar í flestum markaðsfræðikennslubókum. Þau hafa kynnt markaðslögmál, sem eru marg vísindalega sönnuð, sem auka mikið líkur á árangursríku markaðsstarfi.

Stofnunin hefur gefið út tvær bækur með samantekt á rannsóknunum sínum. Þær eru báðar metsölubækur og án efa áhrifamestu markaðsfræðibækur síðustu 10-15 ára. Þær heita How Brands Grow: What Marketers Don't Know og How brands grow: Part 2. Íslandsvinir eins og Mark Ritson, Les Binet og Rory Sutherland segja Byron Sharp vera merkilegasta og áhrifamesta fræðimann á sviði markaðsmála í dag. 

Trausti Haraldsson í stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun kynnti Guðmund Arnar framkvæmdastjóra Akademías.  Guðmundur hefur lengst af verið markaðsstjóri í ferðageiranum WOW, Icelandair og einnig verið hjá NOVA og Íslandsbanka.  Fræðin í Ehrenberg-Bass ræðst á mikið af því sem við tökum sem víðteknum venjum í markaðsfræðunum.

Í 2000 ár var lausn á næstum öllum vanda blóðtaka.  Það eru svo margar góðar hugmyndir í markaðsfræðunum en þær eru ekki nóg, þær er eins og blóðtaka en þarf að staðfesta af vísundunum.   Guðmundur kynnti nokkur einstaklega áhugaverð lögmál markaðsfræðinnar.  Dæmi voru tekin um hvaða hópur kaupir hvaða bíla og þar sást að það er nákvæmlega sami hópur sem kaupir flest alla bíla utan Range Rower.  Einnig að við kaupum sjaldan vörumerki sem við þekkjum.  50% af jákvæðni til vörumerkis snýst um frægð og að komast upp í hugann.  Öll vörumerki í vöruflokki deila viðskiptavinum með öðrum vörumerkjum í samræmi við markaðshlutdeild.

Mikilvægast af öllu er að auka markaðshlutdeild til að auka tryggð.  Varðandi auglýsingar þá hafa þær áhrif í gegnum minnið. Sá sem er frægastur er fyrstur.  Auglýsingar eiga að snúast um að við omum upp í hugann þegar fólk hugsar til vörunnar sem við erum með.  Auglýsingar þurfa að hafa áhrif til lengri tíma. Þorðu að vera öðruvísi eins og NOVA!  Vertu eftirtektarverður.  Það er ekki nóg að vera þekkt merki heldur þarf líka að vera auðvelt að kaupa okkur.  Af hverju kaupir fólk vöruna okkur, hvenær, hvar, með hverjum og með hverju öðru?

Fundurinn er aðgengilegur á heimasíðu Stjórnvísi.

Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, fjallaði í morgun um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu. Fundurinn var á vegum faghópa um gæðastjórnun og ISO staðla og stjórnun viðskiptaferla (BPM).

Farið var yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta.

María Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla bauð Stjórnvísifélaga velkomna á fundinn og kynnti félagið og faghópinn af sinni alkunnu snilld. 

Landsnet er þjónustufyrirtæki sem þrífst af umbótum og þar starfa 120  manns í dag. Gríðarleg áhersla er lögð á áhættustjórnun og „Allir heilir heim“ er þemað þeirra.  Stjórnstöðin hefur þróast mikið sem og nú er komið app.  Þau flytja rafmagn frá virkjunum til stórnotenda. Dreifiveitur sjá svo um að flytja rafmagn til heimilanna.  Landsvirkjun sér alltaf tækifæri til að gera betur og öllu er stjórnað út frá áhættu.

Engilráð er fædd og uppalin á Ísafirði og dýrkar vinnuna sína. Landsnet er með samþætt stjórnunarkerfi. Öll gæðaskjöl eru innan sama kerfisins. Þannig ná allir að vinna í takti og stöðugar umbætur eiga sér alltaf stað.  Þeirra leiðarljós er að hámarka ánægju viðskiptavina og hver einasti starfsmaður er gæðastjóri síns starfs. Þau eru með ISO 9001, ISO45000, ISO27001, IST85, Rösk og ISO14001.  BSI sér um allar vottanir Landsnets.  Margir aðilar koma að stjórnunarkerfinu og því getur þetta verið flókið. 

Engilráð sagði frá ótrúlega skemmtilegu ferðalagi ofurkvenna frá Ísafirði að Evrópumeistaratitli OK.  Þær greindu stöðugt hvar þær getu gert betur og tókst því að bæta sig stöðugt.

Varðandi BPM fór Engilráð yfir hvernig Landsnet ferlamiðaði kerfi sitt. BPM má rekja til Sig sigma aðferðafræðinnar. Markmiðið er að stuðla að umbótum innan fyrirtækja sem byggjast á gögnum, mælingum og greiningu. Viðskiptalíkanið lýsir hvernig fyrirtækið skapar verðmæti fyrir viðskiptavini og skipuleggur starfsemina svo þeir fái það sem þeir sækjast eftir. Af hverju BPM? 1. Greina hverjir eru meginferlar 2. Hvert er sambandið milli ferlanna sem unnið er að 3. Væntanleg ferli túlkuð eins og þau eru í gæðahandbók 4. Nánari greining á hvernig ná skal markmiðum.  BPM aðstoðar við að keyra ferlin rafrænt inn og er teikniferli eða ákveðið tungumál sem veitir myndræna framsetningu. Mjög auðskilið myndform.   

Gæðaskjölum hefur fækkað mikið sem og verklagsreglum á síðastliðnum þremur árum.

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Faghópur Markþjálfunar heldur viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun?

Stjórnvísis viðburður hér.

Facebook viðbuður hér.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja, faghópur markþjálfunar Stjórnvísi

Stafræn hagræðing í sölu- og markaðsstarfi

 

Hreiðar Þór Jónsson og Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera kynntu hvaða ávinning er hægt að ná út úr sölu- og markaðsstarfinu með sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Fundurinn var tekin upp og má finna upptökuna hér á Facebook síðu Stjórnvísi. 

Þeir fjölluðu örstutt hvatingu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum frá SVÞ og VR. Þar kom fram í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni ríkja árið 2019, er Ísland í 27. sæti af 63. ríkjum og fellur úr 21. sæti árinu áður. Til samanburðar má nefna að Svíþjóð er í 3. sæti á listanum, Danmörk í 4., Finnland í 7. og Noregur í 9.

Farið var yfir hvar helstu tækifærin liggja, hvernig þeir fremstu eru að nýta tækni og hverju það skilar. Þar má nefna: Betri og hraðari ákvarðanatöku, minni handavinnu hjá starfsfólki, betri og skilvirkari þjónustu og aukningu í viðskiptum. Mælt er með að setja viðskiptavinininn í öndvegi og kortleggja ferla ferðalagsins. 

Auk þess voru frábær sýnidæmi ásamt upplýsingum um helstu tækni, tól og þjálfun sem fyrirtæki geta nýtt sér. Alltof fá fyrirtæki fara sjálf í gegnum ferli viðskiptavina og koma þá ekki auga á tækifærin hvort sem það er á vefnum eða í símanum sínum en ferlið er oft brotið án þess að fyrirtækð geri sér grein fyrir því. Einnig gleyma fyrirtæki oft að hugsa um grunnatriði sem að viðskiptavinir leita oft að. 

Það var afar áhugavert að sjá dæmi um bílasölu fyrirtækin Toyota, B&L, KIA og Honda en vefsíður fyrirtækjanna vöru allar misjafnlega vel staddar. 

Minnst var á Smartly tól fyrir markaðsfólk til að nýta að gera sjálfvirkar auglýsingar og þá hvernig er hægt að skala herferðir og efni. Einfaldara kaupferli getur leitt til 300% söluaukningu. Hægt að nýta Google Data Studio til smíða mælaborð þar sem góð gögn eru gulls í gildi. 

Að lokum var farið yfir hver heildarávinningurinn er fyrir fyrirtækin sem nýta sér tækni til hagræðingar og hverju sú sókn skilar. 

Mælt var með að byrja á eftirfarandi skrefum:
Skref

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á Facebooksíðu Stjórnvísi.
Glærur má nálgast hér.
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallaði um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi var farið yfir hvað hluttekning er, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá var skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

En hvernig gerum við vinnustaðinn manneskjulegri?  Ylfa sagði mikilvægt að hver og einn hugsaði með sér hvað nærir okkur sjálf sem manneskjur.  Þegar við erum nærð eigum við svo gott með að gefa af okkur.  Hluttekning er að sýna fólki áhuga og samkennd, hlusta og huga að. Hluttekning einskorðast ekki við ákveðnar stéttir heldur á hluttekning við alls staðar. Hluttekning er að standa vörð um mannleg réttindi. Mikilvægt er að við séum góð hvort við annað því við vitum aldrei hvað sá sem við hittum er að kljást við.  Er í lagi að versta stund dagsins sé sú þegar þú hittir yfirmann þinn eða er í lagi að mánudagurinn sé versti dagur vikunnar?  Ylfa sagði mikilvægt að sýna hluttekningu og vera mannlegur.  Hluttekning er skilgreind sem næmni á sársauka eða þjáningu.  Lífið er upp og niður, gleði og sorg.  Ef þú ert á vinnustað þá er mikilvægt að tekið sé eftir hvað vel er gert og að við séum til staðar fyrir hvort annað og getum fagnað saman.

En hvað ýtir undir og hindrar að við notum hluttekningu markvisst?  Við höfum öll þennan grunn að sýna hluttekningu.  En stundum veljum við að loka á aðstæður.  Þegar við sýnum hluttekningu þá erum við meðvitað að sýna tengsl.  Við erum ekki alltaf að taka eftir t.d. að bjóða fólki sæti í strætó. Stundum veljum við líka að líta til hliðar. 

Það er gríðarlega mikilvægt að huga að því fyrir vinnustaði hvað þeir eru að gera núna. Að fanga árangurssögur er mikilvægt.  Einnig er áhugavert að halda fundi og hreinlega allir tjái sig hvernig þeim líður.

Ef við klæðumst eins eða erum í takt þá erum við í takt og samkennd myndast. Rannsóknir Gallup sýna að það sem fólk vill sjá í fari leiðtoga er hluttekning, umhyggja, vinátta og kærleikur. Það sem meira er að það eru jákvæð tengsl á milli fjárhagslegrar afkomu fyrirtækja og leiðtoga sem bera þessa eiginleika. Á vinnustöðum þar sem sýnd er hluttekning er minni kvíði, aukin skuldbinding og starfsmenn eru fljótari að jafna sig.

Ylfa fjallaði að lokum um hagnýtar leiðir fyrir leiðtoga út frá McKinsey skýrslu. Við verðum að byrja á að beina athyglinni að okkur sjálfum og verða meðvituð um okkur þá fyrst sjáum við það sem er að gerast í kringum okkur. Æfa þakklæti og vera í núvitund.  Þá fyrst getum við farið að ná fólki saman og skapa „við“.  Setja niður varnirnar og sýna auðmýkt.

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi – Samkaup

Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018.  Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020.  Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.  

En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi.  Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina.  Þau vilja heilsteypt samskipti.  Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace.  Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu.  Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann.  En hvernig mæla þau þetta allt saman?

Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns.  Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”.  Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl.  Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?