Fréttir og pistlar

Nú fer hver að verða síðastur: Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna - frestur til að tilnefna rennur út 22. janúar 2022.
Til að tilnefna fyrir árið 2022 smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022 verða veitt í þrettánda sinn þann 15. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 22. janúar 2022.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. 
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2022 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Nýárskveðja og áhugavert myndband

Gerd Leonhard er einn af áhugaverðari framtíðarfræðingum um þessar mundir. Á síðasta ári kynnti ég myndband sem hann lét frá sér sem hann nefndi The Good Future, sem við getum nefnt Góð framtíð. Nú um áramótin fylgdi hann þessu myndbandi eftir með öðru myndbandi þar sem undirtitillinn er Technology and Humanity. Þar leggur Gerd áherslu á þrjú atriði:

  • Stafrænar umbreytingar
  • Kolefnalosun
  • Siðbót

Um leið og ég læt vefslóðina fyrir myndbandið, færi ég ykkur nýárskveðju, framtíðin er björt,

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

https://www.youtube.com/watch?v=RksRJRdCu6Q 

Gleðilegt nýtt ár 2022

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Baldur Vignir Karlsson, Falasteen Abu Libdeh, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Jón Gunnar Borgþórsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín og Steinunn Ketilsdóttir.

Árið sem er að líða og nýjar áskoranir

Til fróðleiks stóð faghópur framtíðarfræða fyrir um 20 viðburði á árinu sem er að líða. Um leið og ég þakka hópnum fyrir skemmtileg samskipti á árinu, þá sendi ég öllum ósk um velfarnaðar á nýju ári og hlakka til nýrra áskorana. Stjórn hópsins mun hittast snemma á nýju ári til að móta dagskrá um starfsemi hópsins. Endilega sendið okkur ábendingar um fróðleg og áhugaverð framtíðarmálefni sem hægt væri að fjalla um.

Fyrirliggur að í febrúar næstkomandi mun Framtíðarsetur Íslands og Fast Future í Bretlandi bjóða þátttakendum í faghópi framtíðarfræða og öðrum félögum í Stjórnvísi upp á fjögur áhugaverð erindi. Regnhlífaheiti erindanna er „Að huga að framtíðinni, leiðtoginn og mikilvægi innsýni hans.“

Frekari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur, en endilega skráið ykkur sem fyrst til þátttöku. Öll erindin byrjar kl 9:00 og gert er ráð fyrir að fyrirlestur og spjall á eftir taki um 45 mínútur. Um er að ræða eftirfarandi erindi og dagsetningar:

3. febrúar - „Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“

Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

10. febrúar - „Rafmyntir – Skammvin bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“

Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

17. febrúar - „Veldisaukning í tækni - Tíu ára sjónarhorn.“

Exponential Technologies - a Ten Year Perspective.

Vaktaðar eru um 400 tækninýjungar. Farið verður yfir tækni sem gætu haft afgerandi áhrif næstu árin eins og gervigreind, stafrænar umbreytinga og bálkakeðjutækni.

24. febrúar - „Borgir framtíðarinnar - Leiðir til 360 gráðu sjálfbærni.“

Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability.

Yfirlit yfir hagnýtum þáttum og nýjum hugmyndum um hvernig tryggja megi sjálfbæra framtíð fyrir borgir og samfélags, heilsu, menntun og umhverfi, innviða samfélaga, fyrirtækja og atvinnulífs.

Framtíðarfræðingurinn Rohit Talwar frá Fast Future mun leiða erindin. Ásamt honum verða gestafyrirlesarar sem deila sjónarmiðum sínum um einstök efni. Rohit Talwar einbeitir sér að rýna í samfélagsþróun, viðskipti og þróun nýrrar tækni og skoðað hvernig þessi atriði hafi áhrif á líf okkar, umhverfið, atvinnu- og menningarlíf og stjórnvöld. Nýjasta bók hans Aftershocks and Opportunities 2 veitir djúpt innsæi í yfir 400 tækninýjungar sem gæti komið á markað á næsta áratug. Skýrsla hans um framtíð dulritunarhagkerfisins fyrir fyrirtæki og einstaklinga verður birt í janúar 2022.

Erindin verða flutt á netinu í gegnum Zoom, en vefslóð verða send á þá sem skrá sig þegar nær dregur.

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

 

12. desember 2021  10:00 - 11:30

 Fjarfundur Zoom
 Markþjálfun,

 

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Jólakveðja Stjórnvísi 2021!

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Baldur Vignir Karlsson, Falasteen Abu Libdeh, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Jón Gunnar Borgþórsson, Laufey Guðmundsdóttir, Ósk Heiða Sveinsdóttir, Sigríður Harðardóttir, Stefán Hrafn Hagalín og Steinunn Ketilsdóttir.

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar ætlar Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi að fjalla um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun sé notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjálfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.
 

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir ætlar að fjalla um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

Hlekkur á TEAMS hér.

Bókakynningar á aðventu – Framtíðir - Ólík sjónarmið.

Vísindaskáldskapur hefur leikið stór hlutverk í að móta hugmyndir manna um framtíðina. Sama má segja um skáldskap sem fjalla um álitamál komandi ára. Oft á tíðum opnar slíkur skáldskapur fyrir nýjum viðhorfum og dregur athygli manna að samfélagslegum álitamálum.

Í jólabókaflóðinu eru komnar tvær áhugaverðar bækur. Við stefnum að kynningu þeirra á næstunni á teams.

Um að gera að njóta þeirra. Fara í jólaskapið og jólapeysurnar!

  • Fyrsta kynningin er kynning á bókinni Merking eftir Fríðu Ísberg, föstudagsmorgun 3. desember næstkomandi kl 9:0 á teams.

Í kynningu á bókinni segir: „Skáldsagan Merking er margradda verk sem fjallar um afstöðu og pólaríseringu, fordóma og samkennd. Þjóðin er klofin í afstöðu sinni til samkenndarprófsins, byltingarkenndrar tækni sem spáð getur fyrir um andfélagslega hegðun; annar helmingurinn vill öruggara samfélag, hinn vill réttlátt samfélag.“

  •  Föstudaginn 10 desember kl. 9:0 á teams, verður síðari kynningin, en það er kynning á bókinni Framtíð mannkyns. Örlög okkar í alheiminum, eftir hin virta prófessor Michio Kaku. Baldur Arnarsson, sem skrifar formála bókarinnar kynnir bókina.

Í kynningu á bókinni segir: „Í þessari bók fjallar Kaku um sögu geimkönnunar í ljósi endurvakins áhuga á geimferðum nú þegar stórveldi jafnt sem auðjöfrar hafa sett stefnuna á Mars. Í líflegri frásögn sinni skírskotar Kaku meðal annars til skáldverka frá gullöld vísindaskáldskapar sem endurspeglað hafa framtíðarsýn mannsins. Hann sýnir hvernig ný tækni hefur breytt hugmyndum okkar um geiminn og gert raunhæft það sem áður þótti óhugsandi.“

Forstjóri Vodafone Procurement heldur erindi á Íslandi.

Einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á því allra nýjasta sem er gerast í aðfangakeðjunni.  Fyrirlesarinn, Ninian Wilson, er leiðandi sérfræðingur á heimsvísu og margverðlaunaður fyrir framsýni og framlag sitt til þróunar á innkaupa- og vörustýringu.  

Skráning á viðburð hér.  Ninian Wilson, Global SCM Director og forstjóri, Vodafone Procurement Company mun á næsta fundi faghóps um Innkaupa- og vörustýringu hjá Stjórnvísi, þann 23. nóvember, segja frá umbreytingarvegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar.

Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með Vodafone Procurement Company meðal annars sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply), sem eru æðstu verðlaun sem hægt er að fá í þessum geira, fyrir framsýni sína og framlag sitt til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.

Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á því allra nýjasta sem er gerast í aðfangakeðjunni. 

Vodafone Procurement hefur umsjón með innkaupum að verðmæti samtals 25 milljörðum evra árlega og um það bil 880.000 pöntunum á hverju ári fyrir Vodafone um heim allan, sem gerir fyrirtækið að stærsta IT kaupenda í heimi. Hjá fyrirtækinu starfa 850 starfsmenn sem gegna lykilhlutverki í stafrænni vegferð, úrvinnslu og greiningu gagnamagns sem verður til við slíkt umfang. Markmið Vodafone er að vera með bestu innkaupastýringu í heimi og skapa sjálfbært samkeppnisforskot fyrir Vodafone. 

Ninian mun veita einstaka innsýn á bak við tjöldin hjá Vodafone Procurement, nýjungar og hvert fyrirtækið stefnir á næstu árum.

Vodafone Procurement vinnur náið með Vodafone á Íslandi og mun Guðrún Gunnarsdóttir aðfangastjóri Vodafone á Íslandi fjalla um samstarfið og hvernig það nýtist Vodafone á Íslandi. 

Á viðburðinum mun Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðra innkaupa hjá Ríkiskaupum einnig segja frá umbreytingarvegferð og framtíðarsýn Ríkiskaupa. 

 

International conference on integration

"30 years of integration: success stories, challenges, and unused opportunities"

This two-day conference brings together leading experts on integration issues, policy-makers and hands-on practitioners from Estonia and around Europe to share visionary ideas, research results and best practices for the effective integration in diverse societies.

Participation at the conference is free of charge. The working language will be English, with simultaneous translation to Estonian and Russian. The presentations can be followed live on the conference website.

The conference is organised by the Integration Foundation with the support from partners.

We look forward to seeing you at the upcoming conference!

 

Hvað er framundan á næsta ár? Samtal við Richard Quest og Staale Risa

Þau ykkar sem misstuð af streyminu frá Nordic Bussines Forum með Richard Quest (CNN) og Staale Risa, getið skoðaða það hér. Áhugaverð atrið nefnd og vel þess virði að skoða ef ráðrúm gefst?

https://www.nbforum.com/webinars/webinar-with-richard-quest/watch/

 

Upptaka af málstofu um bókina Aftershocks and Opportunities

Fyrir nokkru var vakin athygli á útgáfu bókarinnar Aftershocks and Opportunities, Navigating the Next Horizon. Síðastliðin laugardag hélt London Futurist málþing um bókina. Málstofustjóri var David Wood, sem margir hér þekkja. Forsvarsmaður útgáfunar var Rohit Talwar sem heldur utan um Fast Future, en hann hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum. Hann ásamt höfundum einstakra kafla fjalla um innihald bókarinnar, en hægt er að hlusta á erindi þeirra á þessari vefslóð:

https://www.youtube.com/watch?v=CxQzaUO0eLE

 

 

CIPD - Inclusion and Diversity Conference - creating an inclusive culture where all your people can thrive

A lot of great progress has been made on the inclusion and diversity front in the workplace. Following the pandemic, the business case for inclusion and diversity has gained priority, becoming stronger than ever. However, many companies are still showing a slow growth in diversity and very little progress on inclusion. 

It is now time for organisations to take far bolder actions to create a long-lasting inclusive culture. Promoting inclusive behaviour among their people to boost their reputation and achieve greater profits and faster business growth. 

At the CIPD Inclusion and Diversity Conference, you’ll gain insights and practical takeaways on the best practices that your organisation should implement to create a work environment where every single individual is able to fulfil their potential at work regardless of their ethnicity, gender, sexuality, or background.

The event features inspirational talks, practical case studies and interactive panel discussion. Offering you the opportunity to hear, connect and learn from senior leaders and inclusion and diversity experts on how to create a working environment that is truly inclusive and fully welcomes diversity. 

Vefnámskeið um menningarnæmni

Í samskiptum fólks geta komið upp aðstæður þar sem aðilar skilja ósáttir vegna misskilnings sem rekja má til skorts á menningarnæmi. Menningarnæmi eða „cultural sensitiviy“ gerir okkur kleift að vinna og búa saman í  samfélagi margbreytileikans í sátt og samlyndi. Menningarnæmi er einn þáttur í því að vera menningarlega hæfur eða „culturally competent“.

Hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að samlagast íslensku samfélagi. Við höfum öll hlutverki að gegna sem íslenskukennarar, upplýsingafulltrúar og samfélagsleiðbeinendur þegar kemur samlögun að samfélaginu.

Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um ýmis hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. 
Nichole segir okkur einnig frá hlutverki Fjölmenningarseturs og hvaða þjónustu það býður upp á fyrir einstaklinga og stofnanir. 

66° Norður Akademían – heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan og þróun starfsmanna.

Hér má sjá myndir af viðburðinum.   Í morgun bauð 66°Norður Stjórnvísifélögum í heimsókn og kynnti fyrir okkur sitt starf í 66°Norður Akademíunni.  
66°Norður Akademían er heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan, þjálfun og þróun starfsmanna. Í Akademíunni ler lögð áhersla á að stuðla að þróun starfsmanna í starfi og einkalífi. Grunnur Akademíunnar hófst árið 2014 þegar 66°Norður skólinn hóf göngu sína. Tilgangur 66°Norður skólans er að gefa starfsmönnum yfirsýn yfir starfið sitt hjá 66°Norður og veita þeim tól og tæki til að vaxa í starfi. Frá stofnun skólans hefur 66°Norður útskrifað yfir 250 starfsmenn þar sem yfir 97% starfsmanna telja að skólinn hafi mætt eða farið fram úr væntingum.
Það voru þær Elín Tinna Logadóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir sem fóru yfir þjálfun og þróun starfsmanna hjá 66°Norður, hvernig þjálfunar vegferð fyrirtækisins hefur þróast á síðustu árum og árangurinn sem hefur náðst í kjölfarið.

  

Menningarbrú á norðurslóðum: Rússland-Ísland-Færeyjar

Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.
Dagar rússneskrar menningar á Islandi. Málþing í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu. Dagskrá fundarins:
- ljósmyndasýningin "Rússneska norðurskautssvæðið"
- fyrirlestrar: "Dostojevskij barnanna", "Rússneska norðurskautssvæðið: náttúra og fólk"
- heimildarmyndin "Flottu strákarnir úr Tikhaja-víkinni".
Þátttakendur:
Elena Barinova, framkvæmdarstjóri Vináttufélags Rússlands og Íslands (ODRI https://www.facebook.com/odri.msk.ru),
Fjodor Romanenko, rannsóknaprófessor við Moskvuháskóla og pólfari,
Maja Merkúlova, prófessor við Borgarháskólann í Moskvu,
Andrej Korovín, rannsóknaprófessor við Gorkí stofnunina í Moskvu,
Írína Malíkova, dósent við Háskóla vináttu þjóðanna, tökumaður,
Andrej Melníkov, kennari við Norræna skólann í Moskvu.
Allir eru velkomnir á annan dag í fyrirlestraröðinni 27.okt.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) - næsti kynningarfundur

Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV). 

Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra. 

Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.

Á þriðja hundrað félaga sóttu fund í morgun á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu félagsins.  Fyrirtæki búa orðið við hraðar breytingar í umhverfi sínu og munu gera í vaxandi mæli eftir því sem á líður. Samspil menningar og innleiðingar mun því skipta sífellt meira máli.  Fyrirlesarar voru:  
Bjarni Snæbjörn einn þekktasti og reyndasti stefnumótunarráðgjafi landsins og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins DecideAct sem skráð er í Nasdaq-kauphöllinni í Danmörku.  

Tinni Jó­hann­es­son partner og ráðningarstjóri Góðra samskipta. Áður starfaði hann hjá Capacent og Waterstone Human Capital í ráðningum og ráðgjöf.  Hjá Capacent þróaði Tinni ásamt öðrum ráðgjöfum aðferðafræði til að staðsetja vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana.

 

Ráðstefna "Know Your rights" (KYR)

Boðið er á lokaráðstefnu ”Know Your Rights” verkefnisins sem verður haldinn í Þjóðminjasafninu, Suðurgötu 41 102 Reykjavík,  miðvikudaginn 20. október kl. 13-16.  Ráðstefnan er á ensku, forskráning er ekki skilyrði en okkur þætti vænt um að vita af þér.  Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Erasmus+ styrkir verkefnið sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús, Compass Austurríki, Center for social innovation í Kýpur, Social Innovation Fund Litháen Acción Laboral og Asociaación Camions á Spáni.  Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf.

Afurðir verkefnisins eru þarfagreining á stöðu erlendra starfsmanna í þátttökulöndunum, námskrá og námsefni fyrir jafningjafræðslu, fræðslumyndbönd og upplýsingasíður um réttindi og stuðning við erlenda starfsmenn á 3-5 tungumálum í hverju landi.  Opið menntaefni og fræðslumyndbönd voru unnin um: lágmarkslaun og skattaumhverfi, vinnuaðstæður og öryggismál, heilsugæslu og sjúkratryggingar, verkalýðsfélög og ráðningasamninga. 

Á Íslandi var unnið fræðsluefni og myndbönd á spænsku, taílensku, rússnesku, arabísku og ensku en horft er til þess að nýta og aðlaga fræðsluefni og myndbönd fyrir fleiri tungumálahópa í framtíðinni.   

Fyrirlestrarröð SALTO um inngildingu og fjölbreytileika

Faghópur um fjölbreytileika og inngildingu vekur athygli meðlima á áhugaverðum fyrirlestrum SALTO-Youth um inngildingu og fjölbreytileika. Fyrirlestrarröðin er miðuð að þeim sem starfa með ungu fólki en á þó fullt erindi til alls samfélagsins.

Fjallað er um ólíka þætti inngildingar í hverjum fyrirlestri. Í haust hafa verið haldnir fyrirlestrar um kynþætti, hinsegin samfélagið og stéttaskiptingu en eftir eru fyrirlestrar um kyn (20. október) og fjölbreytileika (3. nóvember). Alla fyrirlestrana er hægt að nálgast á formi upptöku nokkrum vikum eftir að þeir hafa verið fluttir, að kostnaðarlausu.

Hægt er að nálgast fyrri fyrirlestrarraðir á vef SALTO ásamt því að samantekt úr fyrirlestrum vetrarins 2020-2021 hefur verið gefin út á rafrænum bækling, ID Talks Magazine. Fyrirlestrarnir veturinn 2020-2021 voru um trú, líkamlega getu, fólksflutninga, kynslóðabil og samtvinnun (e. intersectionality), en eldri fyrirlestrar um inngildingu í rafrænu ungmennastarfi, í samtökum, fyrirtækjum og í samfélögum framtíðarinnar eru einnig aðgengilegir á vefnum. 

SALTO-Youth stendur fyrir Support, Advanced Learning and Training Opportunities for Youth og vinnur SALTO náið með Erasmus+ samstarfinu sem Ísland er þátttakandi í.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?