Fréttir og pistlar

Vefnámskeið um menningarnæmni

Í samskiptum fólks geta komið upp aðstæður þar sem aðilar skilja ósáttir vegna misskilnings sem rekja má til skorts á menningarnæmi. Menningarnæmi eða „cultural sensitiviy“ gerir okkur kleift að vinna og búa saman í  samfélagi margbreytileikans í sátt og samlyndi. Menningarnæmi er einn þáttur í því að vera menningarlega hæfur eða „culturally competent“.

Hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að aðstoða fólk með fjölbreyttan bakgrunn til að samlagast íslensku samfélagi. Við höfum öll hlutverki að gegna sem íslenskukennarar, upplýsingafulltrúar og samfélagsleiðbeinendur þegar kemur samlögun að samfélaginu.

Í fyrirlestrinum fjallar Nichole Leigh Mosty forstöðumaður Fjölmenningarseturs um ýmis hugtök og aðferðir tengdar menningarnæmi. 
Nichole segir okkur einnig frá hlutverki Fjölmenningarseturs og hvaða þjónustu það býður upp á fyrir einstaklinga og stofnanir. 

66° Norður Akademían – heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan og þróun starfsmanna.

Hér má sjá myndir af viðburðinum.   Í morgun bauð 66°Norður Stjórnvísifélögum í heimsókn og kynnti fyrir okkur sitt starf í 66°Norður Akademíunni.  
66°Norður Akademían er heilstæð nálgun á heilsu, vellíðan, þjálfun og þróun starfsmanna. Í Akademíunni ler lögð áhersla á að stuðla að þróun starfsmanna í starfi og einkalífi. Grunnur Akademíunnar hófst árið 2014 þegar 66°Norður skólinn hóf göngu sína. Tilgangur 66°Norður skólans er að gefa starfsmönnum yfirsýn yfir starfið sitt hjá 66°Norður og veita þeim tól og tæki til að vaxa í starfi. Frá stofnun skólans hefur 66°Norður útskrifað yfir 250 starfsmenn þar sem yfir 97% starfsmanna telja að skólinn hafi mætt eða farið fram úr væntingum.
Það voru þær Elín Tinna Logadóttir, Aldís Eik Arnarsdóttir og Harpa Sjöfn Lárusdóttir sem fóru yfir þjálfun og þróun starfsmanna hjá 66°Norður, hvernig þjálfunar vegferð fyrirtækisins hefur þróast á síðustu árum og árangurinn sem hefur náðst í kjölfarið.

  

Menningarbrú á norðurslóðum: Rússland-Ísland-Færeyjar

Menning á norðurslóðum: Rússland, Færeyjar, Ísland: Landfræði, saga, bókmenntir og menning.
Dagar rússneskrar menningar á Islandi. Málþing í tilefni af 200 ára afmæli rithöfundarins Fjodors Dostoevskijs og formennsku Rússlands í Norðurskautsráðinu. Dagskrá fundarins:
- ljósmyndasýningin "Rússneska norðurskautssvæðið"
- fyrirlestrar: "Dostojevskij barnanna", "Rússneska norðurskautssvæðið: náttúra og fólk"
- heimildarmyndin "Flottu strákarnir úr Tikhaja-víkinni".
Þátttakendur:
Elena Barinova, framkvæmdarstjóri Vináttufélags Rússlands og Íslands (ODRI https://www.facebook.com/odri.msk.ru),
Fjodor Romanenko, rannsóknaprófessor við Moskvuháskóla og pólfari,
Maja Merkúlova, prófessor við Borgarháskólann í Moskvu,
Andrej Korovín, rannsóknaprófessor við Gorkí stofnunina í Moskvu,
Írína Malíkova, dósent við Háskóla vináttu þjóðanna, tökumaður,
Andrej Melníkov, kennari við Norræna skólann í Moskvu.
Allir eru velkomnir á annan dag í fyrirlestraröðinni 27.okt.

Verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV) - næsti kynningarfundur

Í framhaldi af kynningarfundinum okkar um post-covid aðstöðuna í lok september boðum við næst, 23. nóvember, til kynningarfunds um verkefnamiðað vinnuumhverfi (VMV). 

Frá því að faghópurinn var stofnaður síðasta vor þá hefur VMV mjög reglulega komið til tals meðal stjórnarmanna hópsins sem margir hverjir eru einmitt (eða vilja) koma sér fyrir í þessari tegund af vinnuaðstöðu sem er að aukast í vinsældum. Það er engin furða þar sem í kringum 30% af þróuðum hagkerfum í dag er tölvuvinna á skrifstofu (e. computer-based office work) og eru fyrirtæki í auknum mæli að verkefnavæða rekstrarskipulagið þeirra. 

Á fundinum í lok nóvember munum við kynna þetta konsept. Fyrst fræðilega þar sem við staðsetjum það betur á atvinnumarkaðinum og meðal aðstöðutegunda þess, kynnum niðurstöður nýlegs meistaraverkefnis um VMV og fáum innsýn í innleiðingu þess hjá ríkinu og Landsbankanum. Nánari lýsing og skráning fer fram á viðburðarsíðunni.

Á þriðja hundrað félaga sóttu fund í morgun á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu félagsins.  Fyrirtæki búa orðið við hraðar breytingar í umhverfi sínu og munu gera í vaxandi mæli eftir því sem á líður. Samspil menningar og innleiðingar mun því skipta sífellt meira máli.  Fyrirlesarar voru:  
Bjarni Snæbjörn einn þekktasti og reyndasti stefnumótunarráðgjafi landsins og einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins DecideAct sem skráð er í Nasdaq-kauphöllinni í Danmörku.  

Tinni Jó­hann­es­son partner og ráðningarstjóri Góðra samskipta. Áður starfaði hann hjá Capacent og Waterstone Human Capital í ráðningum og ráðgjöf.  Hjá Capacent þróaði Tinni ásamt öðrum ráðgjöfum aðferðafræði til að staðsetja vinnustaðamenningu fyrirtækja og stofnana.

 

Ráðstefna "Know Your rights" (KYR)

Boðið er á lokaráðstefnu ”Know Your Rights” verkefnisins sem verður haldinn í Þjóðminjasafninu, Suðurgötu 41 102 Reykjavík,  miðvikudaginn 20. október kl. 13-16.  Ráðstefnan er á ensku, forskráning er ekki skilyrði en okkur þætti vænt um að vita af þér.  Sjá meðfylgjandi dagskrá.

Erasmus+ styrkir verkefnið sem Einurð leiðir og vinnur í samstarfi við Jafnréttishús, Compass Austurríki, Center for social innovation í Kýpur, Social Innovation Fund Litháen Acción Laboral og Asociaación Camions á Spáni.  Markmið verkefnisins er að auka vitund erlendra starfsmanna um þau réttindi, stuðning og þjónustu sem þeir geta nýtt sér í samstarfslöndunum og samkvæmt Evrópskri vinnulöggjöf.

Afurðir verkefnisins eru þarfagreining á stöðu erlendra starfsmanna í þátttökulöndunum, námskrá og námsefni fyrir jafningjafræðslu, fræðslumyndbönd og upplýsingasíður um réttindi og stuðning við erlenda starfsmenn á 3-5 tungumálum í hverju landi.  Opið menntaefni og fræðslumyndbönd voru unnin um: lágmarkslaun og skattaumhverfi, vinnuaðstæður og öryggismál, heilsugæslu og sjúkratryggingar, verkalýðsfélög og ráðningasamninga. 

Á Íslandi var unnið fræðsluefni og myndbönd á spænsku, taílensku, rússnesku, arabísku og ensku en horft er til þess að nýta og aðlaga fræðsluefni og myndbönd fyrir fleiri tungumálahópa í framtíðinni.   

Fyrirlestrarröð SALTO um inngildingu og fjölbreytileika

Faghópur um fjölbreytileika og inngildingu vekur athygli meðlima á áhugaverðum fyrirlestrum SALTO-Youth um inngildingu og fjölbreytileika. Fyrirlestrarröðin er miðuð að þeim sem starfa með ungu fólki en á þó fullt erindi til alls samfélagsins.

Fjallað er um ólíka þætti inngildingar í hverjum fyrirlestri. Í haust hafa verið haldnir fyrirlestrar um kynþætti, hinsegin samfélagið og stéttaskiptingu en eftir eru fyrirlestrar um kyn (20. október) og fjölbreytileika (3. nóvember). Alla fyrirlestrana er hægt að nálgast á formi upptöku nokkrum vikum eftir að þeir hafa verið fluttir, að kostnaðarlausu.

Hægt er að nálgast fyrri fyrirlestrarraðir á vef SALTO ásamt því að samantekt úr fyrirlestrum vetrarins 2020-2021 hefur verið gefin út á rafrænum bækling, ID Talks Magazine. Fyrirlestrarnir veturinn 2020-2021 voru um trú, líkamlega getu, fólksflutninga, kynslóðabil og samtvinnun (e. intersectionality), en eldri fyrirlestrar um inngildingu í rafrænu ungmennastarfi, í samtökum, fyrirtækjum og í samfélögum framtíðarinnar eru einnig aðgengilegir á vefnum. 

SALTO-Youth stendur fyrir Support, Advanced Learning and Training Opportunities for Youth og vinnur SALTO náið með Erasmus+ samstarfinu sem Ísland er þátttakandi í.

Nýyrðið „inngilding“

Nýlega breytti faghópur um málefni starfsfólks af erlendum uppruna um nafn og heitir núna faghópur um fjölbreytileika og inngildingu (e. diversity & inclusion). Nýyrðið „inngilding“ hefur vakið mikla athygli og mörgum finnst það hljóma sérkennilega. Þess vegna ákváðum við að deila með ykkur orðum Eiriks Rögnvaldssonar prófessors emeritus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands sem fjallar um þetta nýyrði á síðu sinni hjá háskólanum:

Í dag lenti ég alveg óvart inni í umræðu á Facebook um orðið inngilding sem Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent á Menntavísindasviði, bjó til fyrir nokkrum árum sem þýðingu á inclusion. Það orð hefur oft verið þýtt sem án aðgreiningar og talað um skóla án aðgreiningarsamfélag án aðgreiningar o.fl. en það er dálítið stirt. Í þessari umræðu fannst mér koma fram dálítill misskilningur á eðli og merkingu orða.  Sumir þátttakendur í umræðunni eru ekki sáttir við orðið inngilding – segja að það skilgreini hugtakið sem um er að ræða ekki vel, sé gildishlaðið, nái ekki yfir hugtakið, og sé jafnvel orðskrípi.

Áðurnefndur misskilningur er mjög skiljanlegur út frá þeim hugmyndum okkar að orð eigi að vera „gagnsæ“ – segja sjálf hvað þau merki, þannig að fólk átti sig á merkingu þeirra þótt það hafi ekki heyrt þau eða séð áður. Því hefur lengi verið haldið að okkur að íslensk orð séu einmitt svona. Það er vissulega sannleikskjarni í því – en bara kjarni. Þótt orð feli oft í sér einhverja vísbendingu um merkingu þurfum við samt oftast að læra nákvæma merkingu þeirra sérstaklega. Og um leið og orð er komið í almenna notkun öðlast það sjálfstætt líf og hættir að vera háð uppruna sínum – gagnsæið hættir að skipta máli.

Það er auðvelt að benda á tugi og hundruð íslenskra orða sem merkja ekki það sem þau líta út fyrir að merkja, út frá samsetningu sinni og uppruna. En við tökum venjulega ekkert eftir því, vegna þess að við erum vön orðunum og vitum hvað þau merkja án þess að hugsa út í upprunann. Eins og ég hef oft nefnt finnst okkur ný orð oftast skrítin, óheppileg og jafnvel alveg ómöguleg – það þarf að venjast þeim og það tekur tíma. Það getur vel verið að það megi finna ýmislegt að orðinu inngilding – ég var ekkert sérlega hrifinn af því þegar ég sá það fyrst. En mér skilst að það sé komið í talsverða notkun og þess vegna væri ábyrgðarhluti að hafna því, nema fram kæmi eitthvert orð sem almenn sátt yrði um þegar í stað – svona eins og þegar þota leysti þrýstiloftsflugvél af hólmi á sínum tíma. Mér finnst bara ekki líklegt að svo verði.

Eirikur Rögnvaldsson (2021)

 

 

Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í dag.

Streymi af haustráðstefnu Stjórnvísi 7.október 2021 í heild sinni. 
Myndir af ráðstefnunni.
Tengill á erindin í sitthvoru lagi á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Haustráðstefna Stjórnvísi var haldin í beinni útsendingu í morgun frá Grand Hótel. Þema ráðstefnunnar var „Nýtt jafnvægi“.   Ráðstefnustjóri var Dr. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

„Miklar umbreytingar hafa átt sér stað síðustu misseri bæði neikvæðar og ekki síður jákvæðar. Tækninni hefur fleygt fram á ógnarhraða og ótrúlegt hvað fólk hefur brugðist hratt við að tileinka sér nýjungar. Sem dæmi um það þá hafa þátttakendur á viðburðum Stjórnvísi aldrei verið fleiri í sögu félagsins og það má þakka m.a. auðveldu aðgengi allra landsmanna í gegnum Teams“ sagði formaður stjórnar Stjórnvísi  Sigríður Harðardóttir við setningu ráðstefnunnar. 

Dagskráin var eftirfarandi:

Háskólinn í Reykjavík : Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun.  Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Íslandsbanki og Landsbankinn: Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir. Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans. 

Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi. Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.

Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands - helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi?

Jessica Jane Kingan eigandi og framkvæmdastjóri Rauða Húsið og Bakki Apartments & Hostel Eyrarbakki – Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn.  

 

Áhugaverð bók: Aftershocks and opportunities

Áhugaverð bók um eftirmála COVID-19, áskoranir og tækifæri. Í bókinni skrifa 37 framtíðarfræðingar sem koma viða að, með ólíkar nálganir á viðfangsefninu. Bókin er gerð að frumkvæði Fast Future og ritstjóri hennar er meðal annars Rohit Talwar sem er sumum kunnugur hér á landi, aðrir sem ritstýra eru Steve Wells og Alexandra Whittington.

Hér fjallar Rohit Talwar um bókina:

https://www.youtube.com/watch?v=1VPr-_fdrGY

Hægt er að panta bókina af slóð Amazon:

 https://www.amazon.com/Aftershocks.../dp/B09H3B5R55

Frír aðgangur: Haustráðstefna Stjórnvísi 7.október kl.09:00-11:00 bæði á Grand Hótel og í beinu streymi.

Smelltu hér til að bóka þig á ráðstefnuna.
Linkur á streymið er hér

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Morgunverðarhlaðborð opnar kl.08:30.     

Hvenær: Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel og einnig verður streymt beint af staðnum.  
Þema ráðstefnunnar: "Nýtt jafnvægi"  
Ráðstefnustjóri: Dr. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

Pallborðsstjórnandi: Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON í Hellisheiðarvirkjun. 

Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna. 

09:10 FYRIRLESTUR: Háskólinn í Reykjavík : Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun.  Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

09:30SPJALL: Íslandsbanki og Landsbankinn: Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir. Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans. 

09:55 Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi. Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.

10:10 FYRIRLESTUR:  Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands - helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi?

10:30 SPJALL:  Jessica Jane Kingan eigandi og framkvæmdastjóri Rauða Húsið og Bakki Apartments & Hostel Eyrarbakki – Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn.  

Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu verða flutt erindi og pallborðsumræður. Örstutt hlé verður gert eftir hvern fyrirlestur/pallborðsumræður þar sem ráðstefnugestir eru hvattir til að fara inn á "Slido" og skrá þar í einni setningu hver er þeirra helsti lærdómur af hverju erindi/pallborðsumræðu fyrir sig.   

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

Ný stjórn og nafnabreyting á faghópi um málefni starfsfólks af erlendum uppruna

Í september 2021 tók við ný stjórn faghóps um málefni starfsfólks af erlendum uppruna. Strax var farið í nafnabreytingu á faghópnum og ber hann nú heitið faghópur um fjölbreytileika og inngildingu ( e. diversity & inclusion). Lögð verður áhersla á víðari málefni sem ná til inngildingu allra minnihlutahópa hjá skipulagsheildum. Þú skráir þig í faghópinn hér.  

Á síðastliðnu ári voru nokkrar breytingar í stjórn faghópsins og hafa Björg Þorkelsdóttir, Ester Gústavsdóttir, Kári Kristinsson og María Rún Hafliðadóttir hætt störfum í stjórn faghópsins. Viljum við þakka þeim innilega fyrir gott samstarf.

Nýir meðlimir í stjórn faghópsins eru Miriam Petra Ómarsdóttir Awad – sérfræðingur hjá Rannís, Monika Waleszczynska – ráðgjafi hjá Attentus og Þröstur V. Söring – sviðsstjóri hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. Við bjóðum þeim velkomin og hlökkum til að starfa með þeim. 

Á myndinni eru stjórnarmeðlimir faghópsins; talið frá vinstri: Þröstur V. Söring, Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, Telma Sveinsdóttir, Alma Sigurðardóttir, Gísli Níls Einarsson, Monika Waleszczynska, Joanna Marcinkowska og Irina S. Ogurtsova.

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Til fróðleiks þá er hér fréttatilkynning um ákall til Sameinuðu þjóðanna, sem einn af stærri vettvögnum framtíðarfræðingar, Millennium Project, hefur mótað vegna hugsanlegra þróunar breytingarafla á heimsvísu. Munum samt að framtíðin er björt :)

Fréttatilkynning - Ákall til Sameinuðu þjóðanna

Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga – Millennium Project

Tvö hundruð leiðtogar kalla eftir því  að stofnuð verði sérstök skrifstofa hjá Sameinuðu þjóðunum, til að samræma alþjóðlegar rannsóknir og hafi það að markmiði að hindra útrýmingu mannkyns.

The Millennium Project, World Futures Studies Federation og Association of Professional Futurists benda á að mannkyninu sé verulega ógnað vegna veikingar á lofthjúpi jarðar, súrnun sjávar vegna loftslagsbreytinga, stjórnlausrar þróunar á nanótækni og gervigreind.

Í opnu bréfi til aðalritara Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, dagsettu 16. september 2021, hvetja internetbrautryðjandinn Vint Cerf, Nóbelsverðlaunahafinn Oscar Arias og aðrir leiðtogar á sviði tækni, viðskipta, stjórnmála, umhverfis- og loftslagsmála um allan heim, til þess að sett verði á stofn sérstök skrifstofa innan Sameinuðu þjóðanna sem fjalli sérstaklega um þær ógnir sem steðja að mannkyninu.. Tilgangur slíkrar skrifstofu væri að samræma alþjóðlegar rannsóknir á langtíma áhrifum slíkra ógna  og varnir gegn þeim.

Í bréfinu leggur Maria João Rodrigues, höfundur Lissabonáætlunar ESB, til að skrifstofa Sameinuðu þjóðanna geri fýsileikakönnun á stofnun slíkra skrifstofu.

„Bráðakrísur virðast alltaf taka athygli frá langtíma áhyggjum um framtíð mannkyns. Því þurfum við sérstaka skrifstofu innan Sameinu þjóðanna sem einblínir  á það sem gæti útrýmt okkur og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir það. “sagði Jerome Glenn, forstjóri The Millennium Project.

Innan Sameinuðu þjóðanna eru nú þegar stofnanir sem taka á mörgum af áskorunum nútímans - svo sem minnkandi ferskvatni í heiminum, samþjöppun auðs og þjóðernistengdu ofbeldi – en eins alvarlegir og þessi þættir eru þá ógna þeir ekki tilvist mannkyns.

Eftirfarandi tíu atriði eru dæmi um langtíma ógnir:

• Veiking á lofthjúpi (segulsviði) jarðar sem verndar okkur fyrir banvænni geislun sólar

• Mikil losun vetnissúlfats vegna súrnun sjávar, sem stafar af hlýnun jarðar

• Skaðleg nanótækni (þar á meðal svonefnt „gray goo“ vandamál)

• Stjórnlaus þróun gervigreindar

• Einstaklingshyggja sem gæti meðal annars leitt til þróunar og notkunar gereyðingarvopna, s.s. efnavopna

• Vaxandi ógn vegna kjarnorkustríðs

• Stjórnlausir og alvarlegir heimsfaraldrar

•  Kornakstursslys (e. A particle accelerator accident)

• Sprengingar vegna gamma-geisla frá sólu (e. Solar gamma-ray bursts)

• Árekstur smástirna

„Það eru engir innviðir innan Sameinu þjóðanna sem fjalla um slíkar langtíma ógnir,“ sagði Héctor Casanueva, fyrrverandi sendiherra Chile hjá Sameinuðu þjóðanna í Genf. „Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna um stefnumótun og tilvistarógnir gæti greint, fylgst með, séð fyrir og samhæft stefnumótandi rannsóknir á heimsvísu til að koma í veg fyrir þessar ógnir, sagði hann. „Það myndi þjóna alþjóðlegum stofnunum, ýmsum samtökum, þjóðríkjum og mannkyninu almennt.

Hugmyndin að nýrri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna kom fram á degi framtíðar 1. mars 2021, sem er haldin árlega. Um er að ræða alþjóðlega netráðstefnu nærri þúsund sérfræðinga frá 65 löndum. Alþjóðavettvangur framtíðarfræðinga, Millennium Project,  stendur fyrir umræddum degi. Lagt var til að ályktun um framangreint ákall yrði lögð fyrir á næsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem haldið verður í september 2021. Það myndi veita skrifstofu Sameinuðu þjóðanna umboð til að gera fýsileikakönnun á fyrirhugaðri skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um langtíma ógnir.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, umsjónarmaður Framtíðarseturs Íslands, en setrið er aðili að alþjóðavettvanginum Millennium Project.

Framtíðarsetur Íslands er leiðandi rannsóknasetur á sviði framtíðarfræða hérlendis í öflugu samstarfi við fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem erlendis. Sjá nánar www.framtidarsetur.is

Meðfylgjandi er framangreint bréf til aðalritara Sameinuðu þjóðanna.

Karl Friðriksson

karlf@framtidarsetur.is

Sími 8940422

Metfjöldi á fundi mannauðsstjórnunar í morgun.

Yfir 500 manns mættu á fund í morgun á vegum mannauðsstjórnunar hjá Stjórnvísi.  Hér má nálgast glærur af fundinum. Fundurinn var um meðvirkni á vinnustöðum en meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.  Fyrirlesarinn Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fór yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig var skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu voru kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður sagði að það væri starfsfólkið sem væri meðvirkt ekki vinnustaðurinn. En hvað einkennir starfsfólk sem er meðvirkt?  Fýlustjórnun, þöglumeðferðin, reiðstjórnun, ógnarstjórnun, hræðslustjórnun, talað á bakvið, fólk reynir að stýra öðrum með alls kyns hætti.  Meðvirkt starfsfólk er í afneitun og oft á tíðum leynist óheiðarleikinn með.  Meðvirkt starfsfólk er óöruggt og lítið í sér og tekur gjarnan ekki ábyrgð sjálft. Áhrif meðvirkni er gríðarleg því hún veldur vanlíðan, streitu og kvíða, vonleysi sem leiðir til minni afkasta sem skapa hegðunarvanda, stjórnleysi birtist og þetta endar með veikindum og kulnum því ekkert er gert.  Þegar meðvirknimynstur fá að blómstra verður mikil þreyta á vinnustaðnum.  Í framhaldi hætta afburðarstarfsmenn því þeir láta ekki bjóða sér ástandið og árangur minnkar. Grundvallaratriði þess að fólki líði vel er að þeir treysti sínum yfirmanni og fólk hættir að treysta yfirmanni sem ekki taka á hlutunum.  Þeir stjórnendur sem ekki taka á erfiðum hlutum eru því að missa traust starfsmanna.   

En hvað er til ráða?  Ábyrgðin byrjar hjá hverju og einu okkar því við berum öll ábyrgð.  Mikilvægt er að horfa á styrkleika annarra og okkar.  Endurgjöf bætir frammistöðu og hjálpar fólki að sjá sjálft sig.  Mikilvægt er að fá endurgjöf og gefa endurgjöf.  

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum fór Sara Lind Guðbergsdóttir yfir hvernig vinnustaður framtíðarinnar ætti að vera.  Hjá Ríkiskaupum hefur verið mikið rætt um hvernig þau sjá sinn vinnustað fyrir sér.  Þeirra hugmyndir um hvað væri eftirsóknarverður vinnustaður var í samræmi við aðra sem þau ræddu við.  Allt snýst þetta um að tryggt sé að sýnin sé sameiginleg og sýnileg öllum starfsmönnum. Ríkiskaup mótuðu rammann með fjöldanum öllum af innlendum sem erlendum aðilum.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.   

Fræðslumenning fyrirtækja- Einstaklingsmiðuð fræðsla í fyrirtækjum

Frábær mæting var á fyrsta fund faghóps um mannauðsstjórnun í morgun en þar ræddi Eva Karen um fræðslumenningu fyrirtækja. Enn er óljóst hvaða mælikvarða þarf að nota til að meta árangur fræðslu.  Starfsfólki líður oft eins og það sé að svíkjast um þegar það er að afla sér fræðslu í vinnunni t.d. með því að lesa fræðigreinar í vinnunni o.fl.   En hvaða fræðslu eiga fyrirtækja að bjóða upp á?  Fræðsla þarf að vera skemmtilegt og gefandi og gera mikið fyrir hvern og einn.  Rétt eins og aðrar stefnur þá þarf stefnu um fræðslu inn í öll fyrirtæki.  The Expertise Economy er bók sem Eva Karen mælir sterklega með fyrir alla stjórnendur. 

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Á annað hundrað manns mættu á einstaklega áhugaverðan hádegisfund sem haldin var á vegum faghópa um samfélagsábyrgð og vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu.  Fundurinn sem haldinn var á Teams var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. 

Fundarefni: Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

  • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
  • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
  • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður urðu að loknum erindum.

Áhugavert tímarit komið út - Human Futures

Áhugavert tímarit WFSF, World futures Studies Federation, er komið út með áhugaverðum greinum. Hægt að nálgast það hér en einnig á vef Framtíðarseturs Íslands.

Human Futures Magazine Fall 2021 by wfsf.publications - issuu

Ný stjórn faghóps um breytingarstjórnun

Faghópur um breytingastjórnun öðlaðist nýlega endurnýjun lífdaga þar sem ný stjórn faghópsins tók við. Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi - sem nýtist strax í starfi. 
Stjórnin hittist í fyrsta skiptið í persónu í hádeginu í dag eftir að góðar vinnulotur í rafheimum við undirbúning metnaðarfullrar haustdagskrár. Stjórnina hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum faghópsins sem verða auglýst á vef Stjórnvísi innan skamms.
Stjórn þessa umbreytingarhóps skipa: Ágúst Kristján Steinarrsson Viti ráðgjöf - formaður, Ágúst Sæmundsson CCPC, Bára Hlín Kristjánsdóttir Marel, Berglind Ósk Ólafsdóttir Byko, Rut Vilhjálmsdóttir Strætó, Sigríður M Björgvinsdóttir Árborg og Sigurður Arnar Ólafsson Kópavogsbær.

 

Gigg hagkerfið - Gigg eða gullúr?

Faghópur um framtíðarfræði í samstarfi við breytingarstjórnun byrjuðu hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægi Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.
En hvað er gigg?  Verktaka, miðlun vinnu, sértæk þekking, HaaS(Human as a Service), 4.iðnbyltingin, deilihagkerfið? 
Er giggið gott eða vont?  Það veitir frelsi því fólk lætur gildi stjórna lífi sínu í dag.  Gallarnir eru að öryggi er ekki mikið, óvissa, réttindi gigg starfsfólks eru lítil, óstöðugleiki, skiptitími er á manns eigin reikning og tölvan ræður, algorithmar oft til staðar sem enginn skilur eða veit af. Frá sjónarhóli fyrirtækjanna er þetta frábært því föstum kostnaði er breytt í breytilegan, aukinn sveigjanleiki, HaaS, fyrirtæki fá aukið aðgengi að þekkingu, Draumurinn er auðvitað að geta einfaldlega unnið vinnuna sína á ströndinni. 
En hvað er að gerast og hvað getur haft áhrif á þetta?  Ný kynslóð fjárfestir frekar í minningum, samveru, samnýtingu, leigja hluti frekar en að kaupa og að fjárfesta í steypu er minna áhugavert en var.  Fólk er að vinna í teymum, vinnur Agile, sértæk þekking, vefþjónustu og örþjónustur. Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn gera ekki ráð fyrir sætum fyrir alla starfsmenn í dag.  Síminn stýrir lífi ungs fólks í dag, þar eru allar upplýsingar. 

Í lokin setti Brynjólfur upp tvær sviðsmyndir.  1. Þriðjungur fólks er í hefðbundinni vinnu, þriðjungur er að horfa á netflix og þriðjungur að skrifa efni fyrir Netflix.    Hin sviðsmyndin var að ef við erum að við erum á leið í mikla mismunun, verður fólk sátt við það?  Góðu fréttirnar eru að við eigum tækifæri til að nýta atvinnuþátttöku í samfélaginu og væri samfélagslega jákvætt.  Gullúrakynslóðin er svolítið búin.  Framtíðin er símenntun því nám er svo fljótt að verða úrelt. 

 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?