Fréttir og pistlar

Skilvirk verkefnastýring í flóknum innkaupaverkefnum

Faghópur um verkefnastjórnun hélt á s.l. miðvikudag morgunfund hjá Isavia þar sem innkaupadeild fyrirtækisins stýrði verkefni sem snéri að útboði á Programme Management Team (PMT) en PMT mun sjá um verkefnastýringu á framkvæmdum á Keflavíkurflugvelli s.s. stækkun á tengibyggingu, stækkun á austurálmu og norðurbyggingu ásamt öðrum verkefnum er snúa að flugvélastæðum. Útboði á PMT var skipt upp í fjóra megin fasa og velta þurfti upp mikilvægum spurningum í upphafi um tímalínu, efni útboðs, útboðsferli, hagsmunaaðila, innviði Isavia og ráðgjafa þar sem Isavia hafði ekki komið að svo stóru útboðsverkefni áður.

Tímalínan var vel skilgreind og raunhæf strax í upphafi með sveigjanleika sem reyndist vera lykilþátturinn við lok á verkefninu, þá var hún einnig notuð sem helsta verkfærið í verkefnastýringu í gegnum verkefnið. Við skilgreiningu og skipulag á útboðsferli var reglugerð nr.340/2017 höfð að leiðarljósi ásamt aðferðafræði RACI. Skilgreind voru hlutverk og hópar eftir aðferðafræði verkefnastjórnunar. Að verkefninu höfðu 17 starfsmenn Isavia beina aðkomu á mismunandi stigum þess og leitast var eftir ráðgjöf varðandi lagaleg atriði, staðsetningu PMT í skipuriti og tæknilýsingu sem sérsniðin er að flugvöllum. Fyrsti fasi verkefnisins var útboð á PMT þjónustunni og er honum lokið. Þrír bjóðendur komust í gegnum hæfnismatið. Að lokum var það fyrirtækið Mace sem hlaut samninginn og er vinnan að næsta fasa verkefnisins hafin.

Isavia dró lærdóm sinn að þessu verkefni eins og gera má af flestum verkefnum. Hluti að þeim lærdómi fólst í því að verkefnið og teymið er aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn, ef eitthvað eða einhver er ekki að virka í verkefnateyminu eða verkefninu er betra að gera breytingar eða leiðréttingar á gögnum eða hagsmunaaðilum strax en að bíða með það. Lykilatriði í verkefnavinnu að þessu tagi er að afla sér þekkingar fremur en að vaða áfram í óvissu og myrkri. Þá er mikilvægt að hagsmunaaðilar geti helgað sig verkefninu og sjálfur verkefnastjórinn, því er mikilvægt að verkefni og önnur verk séu sett til hliðar. Við erum eitt lið, nauðsynlegt er að hafa staðgengla og að verkefnateymið setji sér gildi til að hafa að leiðarljósi því útboðsferli er langt, stór hópur kemur að vinnunni og allt getur gerst.  Að lokum er mikilvægt að fagna öllum áföngum.

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.  

Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna.  Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar?  Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila.  Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili.  Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar.  Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.

Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl.  Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl.  Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019.  Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða.  Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum.   Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur.  Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír.  Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa.  Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti.    Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020. 

Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin.  Hvert er því umfangið?  Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna.  Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn.  Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%.  Þarna liggja heilmikil tækifæri.  Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri.  Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast.  Önnur efnavinna er lítil sem engin.  Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það.  Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil. 

 

Hlaðbær Colas er með 20 ytri úttektir á hverju ári

Harpa Þrastardóttir, umhverfis-, öryggis- og gæðastjóri hjá Hlaðbæ Colas, segir að rekstur á gæðakerfinu þeirra sé gjörbreyttur eftir að þau tóku upp rafrænt kerfi, en þau nota CCQ frá Origo. „Áður vorum við með allt í möppum á drifum og erfitt að hafa yfirlit. Við erum oft með um 20 ytri úttektir á ári og þá getur verið alger martröð að hafa yfirlit yfir fjölda skráðra frávika. Ég hafði ekki hugmynd um hversu mörg frávik voru í gangi hjá okkur. Í dag hef ég yfirsýn yfir allt og mjög góða stjórn.“

Hlaðbær Colas er að reka nokkur stjórnkerfi eins og ISO9001, ISO14001 og OHSAS/18001. 

„Að taka nýtt rafrænt kerfi í notkun hefur gengið mjög vel og er flest starfsfólk á plani að fá sín gögn beint í símann sem auðveldar þeim að nálgast þær upplýsingar sem þau þurfa á að halda.“

Harpa segir að það sé einnig mikill ágóði að hafa yfirsýn yfir hvaða starfsfólk er búið að lesa nýútgefin skjöl, því kerfið býður upp á virkni um að staðfesta lestur. Harpa er með lista yfir starfsfólk sem þarf að staðfesta lestur og getur einnig séð hvenær einstaklingar kvitta fyrir lestur.

Hlaðbær-Colas hefur mikinn metnað í umhverfismálum og má nefna að þau leggja mikla áherslu á endurvinnslu malbiks.

Fyrirtækið hefur stækkað hratt á árunum 2016-2019 og gera eigendur þeirra, sem staðsettir eru í Danmörku og Frakklandi, ýmsar kröfur á stjórnkerfið. 

Þau leggja mikið upp úr árangri í gæðamálum og hafa gert það m.a. með viðhorfskönnunum með eftirfarandi niðurstöðum:

 Íslandsmet í meðmælum

  • Sprengdu skalann hjá Gallup
    • Fengu 63, á meðan hæsta gildið var 49,5
    • Voru með 44,6 árið 2017
  • 95% ánægð með þjónustu
  • 69% töldu hana betri en annars staðar – enginn taldi þjónustuna verri en annarsstaðar
  • 94% ánægð með framleiðsluvörur
    • 35% töldu þær betri en annars staðar
  • 93% ánægð með gæði vinnubragða
  • 95% telja þjónustuna áreiðanlega

 

Eftir þessa vinnu og úrbætur hafa færri haft ástæðu til að kvarta. 

Þau eru í átaki með vinnuumhverfi með þemað "Pabbi og mamma vinna hér". Þetta er þema sem ákveðið var að nota um alla Evrópu, líka á Íslandi, en þar var einungis notað "Pabba vinnur hér". Hlaðbær-Colas hefur tekið skrefið enn lengra og notar að sjálfsögðu bæði mömmu og pabba, sem svo hefur smitast til hinna Evrópulandanna.  

Að loknum fyrirlestri sköpuðust miklar og góðar umræður um virkni og árangur í rekstri gæðakerfa hjá Hlaðbæ-Colas.  

Stjórnvísi þakkar Hörpu fyrir einstaklega fróðlegan og vel undirbúinn fyrirlestur. Viðburðinn var í húsnæði Origo og Stjórnvísir þakkar Origo einnig fyrir góðar móttökur, kaffi og meðlæti.  

Ítarefni má finna hér: 

Árangursstjórnun á Íslandi. Eru íslenskir stjórnendur nóg?

Árið 2016 sögðu aðeins 36% íslenskra stjórnenda að árangursmælikvarðar væru skýrir í fyrirtækjum þeirra.  Aðeins 23% sögðu að árangursmælikvarðar væru öllum sýnilegir og aðgengilegir og tæplega helmingur stjórnenda (48%) sögðust þekkja vel markmið annarra hópa sem þeirra starfseiningar vinna náið með. 

Í ljósi þess að það eru yfir 1.000 ritrýndar vísindagreinar sem sýna fram á mikilvægi markmiðasetningar þá fannst þeim Kristni Tryggva hjá FranklinCovey og Trausta hjá Zenter ástæða til að taka stöðuna aftur núna þremur árum seinna.   Þeir spurðu 612 forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármála- og markaðsstjóra íslenskra fyrirtækja og niðurstöðurnar voru kynntar á fundinum.

Könnunin byggir á hliðstæðum rannsóknum FranklinCovey og eru því samanburðarhæfar við niðurstöður frá öðrum löndum.  Þeir Kristinn og Trausti kynntu niðurstöður og ræddu leiðir til að gera árangurstjórnun enn markvissari.

Einungis þriðjungur stjórnenda segir að árangursmælikvarðar séu skýrir.  Mikilvægi þess að setja sér skýra árangursmælikvarða eru gríðarlega mikilvægir. Þegar niðurstöður eru kynntar þá eru þær oft véfengdar, t.d. sagt að spurningar séu illa orðaðar eða þátttakendur að misskilja eitthvað.  En af hverju erum við að þessu spurði Kristinn?  Hver er áskorunin? Hvað gerist þegar búið er að stofna fyrirtækið, skýrt hlutverk og stefna er komin, hvernig náum við þá að framkvæma og komast þangað sem við ætlum okkur.

Þó allir viðskiptaháskólar kenni hvernig á að móta stefnu skv. Porter 1980 þá er á hverju ári komið fram með hvernig við mótum stefnu og það nýjasta er „Design Thinking“ og alltaf eru þetta sömu tólin.  Þekkingin er því orðin gríðarlega mikil.  En hvernig er stefnan innleidd? Það er stóra áskorunin, ásetningurinn og árangurinn sem við náum.  Kristinn hvatti alla til að ræða saman um hverjar væru áskoranirnar.  En hver er lausnin?  Franklin Covey er búið að skoða þetta í 15 ár, þ.e. hvernig náum við innleiðingu á stefnunni. Tekin voru viðtöl við 500 þúsund starfsmenn með yfir 2,5milljón svara í gagnabankanum.  Þeir gáfu út 2012 The 4 Disciplines of Execution. Fjórir þættir þurfa að vera í lagi: 1.skýrleikinn þ.e. hvert er verið að fara 2. Veit starfsfólk hvað það þarf að gera til að markmiðin náist 3. Samvirkni 4.Samábyrgð 5. Skýrleiki.

En hver er þá staðan á Íslandi?  Trausti framkvæmdastjóri Zenter rannsókna sagði frá því að úrtakið var 1300 manns og svarhlutfall var 47% eða 612 svör.  Spurningarnar voru fullyrðingar sem stjórnendur svöruðu.  1. Fyrirtækið er með skýrt og sannfærandi hlutverk eða tilgang 57% svöruðu „mjög sammála“ 2. Fyrirtækið er með skýra stefnu 62% voru „mjög sammála“. Ég skil ástæðurnar fyrir stefnu fyrirtækisins 33% „mjög sammála“, markmið minnar deildar tengjast á skýran hátt hlutverki og stefnu fyrirtækisins 20% „mjög sammála“. Ég skil vel til hvers er ætlast af mér til að ná markmiðum fyrirtækisins 46% „mjög sammála“.

Stjórnendur voru spurðir hvort þeir skildu stefnuna en hvað segja starfsmenn?  Þar er mikið GAP á milli.  Einnig var spurt „Við skipuleggjum starf okkar út frá helstu markmiðum“ 54% voru sammála því. Við vinnum saman að því að greina og leysa vandamál þá er munur á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.  Landsbyggðin er miklu hærri.  Spurt var hvort deildir hjálpi hvorri annarri að ná markmiðum sínum og því svara 51% játandi.  Traust milli yfir-og undirmanna er sterkt allt að 90% og traust til birgja er hátt um 88%.  Hversu skýrir eru árangursmælikvarðar, þar var svarið 36%, árangursmælingar eru nákvæmlega tengdar markmiðasetningu 21% árangursmælikvarðar eru öllum sýnilegir og aðgengilegir 28%, við ræðum reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvörðum 64% segja ræða reglulega hvernig gengur samkvæmt árangursmælikvarða. En hvaða lærdóm getum við dregið af þessu?  Kúltúr Íslendinga er að við erum aðgerðarþjóð, fáum reynslu erlendis frá en erum samt ekki að ná að innleiða stefnuna.  Við þjöppumst saman þegar það er vertíð eða hamfarir.  En þegar kemur að daglegu skipulagi og að ná stöðugum árangri þá er þjóðarkúltúrinn ekki að hjálpa okkur þar.  Drifkraftar fyrir breytingu eru tilgangur sem við erum sammála um.  Af hverju erum við að þessu saman? 

Tækifærin liggja í að vekja athygli á að hver og einn þarf að vita til hvers er ætlast af honum.  Setja upp góða árangursmælikvarða sem allir tengja í heildarstefnu fyrirtækisins.  Einnig eru mikil tækifæri til að skerpa á áætlanagerð, samhæfingu hennar og eftirfylgni.  Mikið vantar enn uppá að árangursmælikvarðar séu skýrir, sýnilegir og tengdir umbun.   

 

 

Upplýsingaöryggi á nýjum áratug

Faghópur um Upplýsingaöryggi var nýlega endurvakinn og efndi til fyrsta viðburðar með tveimur fyrirlestrum og fyrirlesurum með ólíka nálgun á upplýsingaöryggi. Markhópur fyrirlestranna eru upplýsingaöryggisstjórar og aðrir ábyrgðar- og umsjónaraðilar upplýsingaöryggis.  

1) Innsýn í gagnaflutnings öryggi um netkerfi.

Farið var ofan í saumana á ferðalagi gagna og hvernig er hægt að stuðla að öryggi á flutningsleiðum. Hvað þurfa vörsluaðilar gagna að hafa í huga? Hvert stefnum við?

Fyrirlesari: Áki Hermann Barkarson er með 20 ára reynslu sem sérfræðingur í gagnaflutningskerfum og netöryggi.  Áki sagði að aðilar sem þurfa að taka ákvarðanir varðandi gagnaöryggi þyrftu að huga að 1. Geymslu gagna, öruggar diskastæður í gagnaverum, dulkóða gögn í ferðavélum. 2. Aðgengi að gögnum, notendanöfn o.fl.  3. Samskipti frá a-ö.  Hverju tengist hvað.  Áki hefur sinnt kennslu sl.10 ár.  Það eru aðallega fjórar tegundir tækja sem tengja okkur við gögn; þráðlausir aðgangspunktar, switchar, routerar og eldveggir. Besta líkingin á tengingum er að það lítur út eins og eitt stórt brokkolí.  En hvernig tengist Ísland umheiminum?  Með Farice-1, Danice og Greenland Connect. En hverju þurfum við að hafa áhyggjur af?  Hvað með að einhver sé að sniffa þráðlausa umferð frá client? Er einhver að hakka tækin í fyrirtækjanetið mitt? Er einhver að sniffa umferð milli mín og þjónustuaðila? Eru Kínverjar að stela gögnunum mínum með Huawei búnað? Eða er Norður Korea að færa sig inn á Farice að sniffa okkur með kafbát?   Og svo er það spurning um gagnaverið?  Ef þetta er einfaldað þá er ekki möguleiki að vera að hafa áhyggjur af öllu.  Ekki er hægt að tryggja öryggi á öllum stöðum.  Algengasta leiðin er að keyra TLS 1.2. og session to https://einkabanki.is þá erum við búin að dulkóða gögnin okkar og þetta er það besta sem er í boði .  Hægt er að sjá það á litla lásnum sem birtist uppi á slóðinni á síðunni okkar.  Ef gögnin eru dulkóðuð er það þá það eina sem þarf?  Ef einhver sendir okkur plattölvupóst og við smellum á það þá förum við inn á einkabanki.is og þá erum við plötuð inn á ranga síðu.  Eldveggur gæti mögulega stoppað þetta en kannski ekki.  Eitt sem gleymist í öruggum samskiptum er að gögnin verða að komast á leiðarenda og því þurfa samskiptaleiðirnar að vera öruggar og virka vel.  Það skiptir engu máli hve örugg gögnin eru ef þau komast ekki á staðinn.  Allt þarf að vera tengt.  Oft gleymist í umræðunni hvort hægt er að afhenda keflið ef tæknimaður er ekki á staðnum eða hættir.  Gott að spyrja sig er auðvelt að senda keflið áfram.  Algengustu hætturnar sem gæði sambanda líður fyrir ef fýsískur búnaður bilar, spennubreytar eru algengasta bilunin, ljósbreytur og ljósleiðarar eru næst algengasta bilunin, eintengingar, tvítengingar, hugbúnaðarvillur og mannleg mistök o.m.fl.

Áki sagði mikilvægt að setja fókus á áhættumat.  Þurfum við vírusvarnir, spam varnir, þurfum við tvöfaldan búnað og tengingar, eldveggi með next-gen features, netvarnir, 24/7/365 þjónustu á öll kerfi. Hef ég hugbúnað eða þjónustur sem þurf internet til að vika? Geta DoS árásir tekið þessi kerfi út? Hvaða áhætta og hagsmunir liggja fyrir vegna niðritíma á þessum þjónustum?  Dæmi er um fyrirtæki þar sem fyrirtæki fékk árásir í 11 daga samfellt.  Mikilvægast er að tvítengja, nota tæki sem hafa tvöfalda spennubreyta (dual PSU), alltaf tvítengja skrifstofur (amk með 4G vara -sambandi), Mikilvægt er að tryggja og prófa, netvarnir er ekki hægt að setja inn eftir á, prófa vara-sambönd, varabúnað, prófa allt reglulega og hafa jákvæð samskipti við birgja og þjónustuaðila.  Mikilvægt er að vera í mjög góðu sambandi við birgja.  Jákvæð samskipti stuðla að öryggi og trausti.  IPv6 væðing er byrjuð, skipta þarf um tölur á öllu alnetinu okkar, nú er byrjað að bjóða allar þjónustur IPv4 og IPv6. Dulkóðun er að koma á allar samskiptaleiðir, gerir mönnum erfiðara fyrir að sjá miðlægt hvaða umferð er að fara um kerfin þeirra, öryggi er að færast í aukan yfir á tæki endanotenda.    

 2) Svipmyndir af innlendum upplýsingaöryggisvettvangi

Hraðyfirlit yfir innlendar fréttir um upplýsingaöryggisatvik í þeim tilgangi að sýna fram á hversu vítt svið stjórnun upplýsingaöryggis nær yfir. Hverju mega öryggisstjórar búast við? Hvað geta þeir haft áhrif á?

Fyrirlesari: Ebenezer Þ. Böðvarsson er með 10 ára reynslu sem upplýsingaöryggisstjóri hjá fjármálafyrirtæki. 

Ebenezer sagði að sama ár og Vodafone var hakkað voru 1000 íslenskar síður hakkaðar.  Visir.is og DV.is hafa lent í að borðar beri með sér vírusa og einnig er mikiðe um DDoS árásir.  Ráðist hefur verið á vef fjölmargra íslenskra fyrirtækja. Ebenezer ræddi um upplýsingaleka af vef.  Óvart hafa verið gerð þau mannlegu mistök að símanúmer alþingismanna birtust, ferilskrár hafa orðið sýnilegar, o.fl.  öryggisvitund er því mikilvæg.  Enn ríkir skeytingarleysi gagnvart uppfærslum á vefum.  Forritunarmistök geta verið mjög dýr.  Lykilorð eiga alltaf að vera dulkóðuð.  Skráningarmistök eru upplýsingaöryggi. 

Ebenezer ræddi um innri ógn.  Sameiginleg drif vaxa og vaxa og enginn veit hvað er þarna inni, því er rekjanleiki mjög mikilvægur.  Fólk á aldrei að hafa meiri aðgang en það þarf starfa sinna vegna. 

Þegar nýir starfsmenn koma inn er mikilvægt að fræða þá um cc og bcc og not reply to all.  Þegar menn senda viðhengi.  Algengasta leiðin fyrir upplýsingaleka er rangt netfang.  Mikilvægt er að fræða fólk um gagnagíslingu.  Mikilvægt er að gera prófanir aftur og aftur.  Rafmagnsleysi veldur miklum usla í tölvukerfi.  Í langvarandi rafmagnsleysi hættir kalt vatn að streyma.  Sæstrengjasambandið hangir á bláþræði og við erum ljónheppin að hafa ekki orðið sambandslaus.  Öll fyrirtæki eru með einhvern einn ómissandi starfsmann og ef hann er ekki í vinnu hvað þá?  Að lokum ræddi Ebenezer um krísustjórnun og ítrekaði mikilvægi þess að segja alltaf satt og rétt frá.  Mikilvægt er að læra af atvikum sem aðrir lenda í og ræða þau. 

 

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2019.

Í dag voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2019 kynntar og er þetta tuttugasta og fyrsta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.

Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 31 fyrirtæki í 10 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.050 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.

Í ár var afhent viðurkenning á sex mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 85,9 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 75,1 á farsímamarkaði, Krónan var hæst allra á smásölumarkaði og einnig á matvörumarkaði með 74,7 stig, BYKO fékk 71,3 á byggingavörumarkaði, Sjóvá fékk 67 stig á tryggingamarkaði og á lyfsölumarkaði var Apótekarinn hæstur með 74 stig. Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,76 stig.

Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru raforkusölur, bankamarkaður og ritfangamarkaður. Í efsta sæti hjá raforkusölum var Orka náttúrunna með 65,3 sitg, Landsbankinn var hæstur á bankamarkaði með 67,5 stig og Penninn Eymundsson á ritfangamarkaði með 71,2 stig. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá hér undir ítarefni.

Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni.

 

Markþjálfun má nota í meðvirkum aðstæðum á vinnustöðum

Í morgun tók Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstsins á móti faghóp Stjórnvísi um markþjálfun. Þátttakan var með ágætasta móti þrátt fyrir gula viðvörun. Sigga fór yfir hvað einkennir meðvirkni, meðvirkar aðstæður á vinnustöðum og hvað stjórnendur þurfa að hafa í huga. Að lokum benti hún á hvernig nýta má aðferðafræði markþjálfunar í þessu samhengi. Við þökkum Siggu og hennar teymi fyrir okkur. Slæðurnar fundarins má finna undir viðburðinum (https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/markthjalfun-gegn-medvirkni). 

Við viljum minna á Markþjálfadaginn þann 30.janúar - sjá hér: https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/#Pricing

Næsti viðburður á vegum faghóps um markþjálfun verður haldinn hjá VIRK 20.febrúar nk. Þar verður farið yfir hvernig aðferðafræði markþjálfunar er nýtt í starfsendurhæfingu. 

f.h. faghóps um markþjálfun

Ylfa Edith Fenger

 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

Faghópar um Heilsueflandii vinnuumhverfi og mannauðsstjórnun héldu í morgun fund sem fjallaði um “Lifum lengi, betur”.  Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengdi Guðjón saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfólks á sama tíma. Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Fjölskyldan fór af stað í þessa ferð því þau hafa mikinn áhuga á líkamlegri og andlegri heilsu.  Vala vinnur við að byggja upp fólk eftir slys eða sjúkdóma og Guðjón hjálpar fólki við að ná jafnvægi í lífinu.   Eitt áhugaverðasta verkefni sem hann hefur unnið við er að stýra sjálfboðaliðum um land allt.  Guðjón fór á ráðstefnu hjá Virk þar sem hollenskur heimilislæknir kynnti Blue Zone svæðin (Lomo Linda California, Nicoya Costa Rica, Sardinia Italy, Ikaria Greece og Okinia Japan) og þar með kviknaði áhuginn.  Það sem þau lærðu í ferðinni var að vera til og upplifa hvernig er að vera á hverjum og einum stað, hvað fólkið borðar og hvernig það lifir lífinu.  Það skiptir miklu máli að fólk hafi tilgang í lífinu bæði almennt og í vinnunni.  Gerðu það sem þú ert góður í, nýtur að gera, aðrir þarfnas og aðrir eru tilbúnir að greiða fyrir það. Fólk á ekki einungis að gera það sem það er gott í heldur einnig það sem þú nýtur þess að gera, annars geturðu lent í örmögnun.  Guðjón hefur hitt marga sem eru stjórnendur en njóta þess alls ekki.  En fyrir stjórnendur er mikilvægt að hjálpa fólki að skilja að það skipti máli.  Starfsmenn verða að hafa tilgang og vita að þeir skipti máli. 

Gen skipta miklu máli varðandi langlífi en að sjálfsögðu hreyfing og matarræði að auki.  Sameiginlegt með svæðunum er að fjölskyldan passar upp á alla á þessum stöðum.  Hugsaðu vel um fjölskylduna þína og þá hugsar hún vel um þig.  Blue Zone svæðin eiga það sameiginlegt að þar ríkir einfaldleiki og eðlilegt er að ganga á milli staða.  Lomo Linda er eina svæðið sem sker sig úr því þeir eru trúarhópur aðventista 20 þúsund manna bær austur af LA. Lomo Linda er staður sem þú fæðist ekki endilega í því fólk er flytjast þangað alls staðar að úr heiminum. Þau eru 7unda dags aðventistar.  Hinir staðirnir eru allir staðir sem þú fæðist á.   Mikilvægt er að gera daglegar mildar hreyfingar og óþarfi að ofkeyra sig. 

Mikilvægt er að sitja ekki allan daginn í vinnunni, heldur standa upp, fara í stuttan göngutúr, pílukast, og heilsuefla vinnustaðinn á oformlegan einfaldan hátt, einstaklingsmiðað eftir hópum.  Allir þurfa alls ekki að vera með í öllu.  Einnig er gaman að henda í planka.  Gott að brjóta upp á mismundandi hátt og þannig að fólk gleymi sér.  Hvetja alla til að leggja bílnum lengra frá og fara í litla leiki. 

Viðhorf skiptir miklu máli. Seiglan skiptir öllu og að vera undirbúinn.  Fyrir stjórnendur er góður lærdómur að vita að það takast á hæðir og lægðir og vera þakklátur fyrir lífið. Mikilvægt er að vera opinn fyrir nýjum leiðum. 

Mikilvægt er að vera í sjálfboðaliðastarfi þegar við eldumst.  Við búum sjálf til samfélagið okkar, hugsa stærra og hugsa ekki bara fyrir okkur sjálf heldur samfélagið.  Því allt tengist.  Bókin um gleðina er frábær bók sem vert er að lesa og mikilvægast er að rækta eitthvað, ekki einungis mat heldur líka fólk.  Stjórnendur þurfa að passa upp á að starfsmenn rækti verkefni.  Að lokum gerði Guðjón samantekt á því hvað er okkur mikilvægast í lífinu; tilgangur, fólkið mitt, virkni, viðhorf, næring, hvíld, samfélagið og hið æðra.  Ægishjálmurinn tengir þetta allt saman.

Tengslanet: tækifæri og starfsframi, nýttu þér færin

 

Mikill fjöldi Stjórnvísifélaga mætti á fund í Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem fjallaði um hvernig tengslanetið getur hjálpað þér við að komast á þann stað sem þú vilt. Á þessum fundi sem var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun fóru þær Ósk Heiða og Silja Úlfars yfir það hvernig þær hafa skapað tækifæri úr sýnileika og hvernig þær nota tól og tæki markaðsfræðinnar í bland við lærdóm úr keppnisíþróttum til að ná árangri, hvor á sínu sviði.  

Ósk Heiða segir að maður þurfi að vera trúr því sem maður stendur fyrir.  Ef þú ætlar að láta til þín taka þá þarftu að láta aðra vita af þér. Þú getur skilað ótrúlegum árangri innan þíns fyrirtækis en enginn annar tekur eftir því.  Ósk Heiða er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp.  Hún heldur ballið sjálf og býður öðrum að vera með.  Ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus. „Taktu stjórnina“.  Ósk Heiða sagði mikilvægt að hver og einn spyrði sig: Hvað vil þú? Hvert stefnir þú? Ertu sátt/ur? Það má stefna langt og það má segja það upphátt!.  Vertu með lyfturæðuna þína á hreinu.  Hvaða hughrif viltu skilja eftir.  LinkedIn er uppáhaldssamfélagsmiðill Ósk Heiðu.  Hún hvetur alla til að vera á Linkedin.  Þar er plattform til að tengjast öðru fagfólki og læra.  Þú hefur nafnið þitt, mynd, starfsferil, greinar sem þú skrifar.  Mikilvægt er að uppfæra Linkedin.   Grundvöllur alls áður en þú ferð að sækja og hvað þú vilt er að skilgreina sig.  1. Hver ertu? 2. Staðfærsla 3. Aðgreining 4. Markhópur.  Hafðu sterka innkomu sem byggir á hæfileikum og sérþekkingu.  Þegar einhver flettir þér upp, þá verður að sjást strax hver þú ert og hvað þú hefur fram að færa. Nýttu öll tækifæri, sinntu miðlinum, m.a. með því að byggja upp sambönd og gefa af þér, skrifa greinar, kommenta og taka þátt.  Til eru endalausir möguleikar til að koma rödd þinni og skoðunum á framfæri.  Hafðu þó samræmi milli þess sem þú segir, gerir og það sem þú stendur fyrir.  Til hverra viltu ná? Hvaða fólki viltu tengjast? Nýttu faglegt efni til þess að vekja athygli með þín markmið að leiðarljósi.  Þetta er í raun fótboltavöllur, þú stefnir fram öllu þín besta liði.  Spilaðu til að vinna.  Tengslanet er ekki einungis þeir sem þú kynnist í grunnskóla, Ósk Heiða hvatti alla til að vera djarfir, leggja sig fram og vera trúir sjálfum sér. Ef þú ert að leita að vinnu segðu þá fólki frá því, ekki læðast.   Segðu frá því hvað þú kannt, gerir vel og settu sérstaka áherslu á það sem þú vilt gera meira af.  Linkedin er faglegur vettvangur sem þú getur nýtt þér til þess að leita að næsta tækifæri.  Þarna er tækifærið til að tengjast áhugaverðum leiðtogum.  Hafðu skoðun og segðu hana því þín rödd og reynsla er einstök.  Leyfðu henni að heyrast, það er það sem gerir þig áhugaverðan, lykillinn er að vera alltaf sannar.  Þegar það eru viðburðir, mættu!  Aldrei fara heim fyrr en þú ert búinn að tala við fjóra nýja að lágmarki.  Ef þú heldur viðburðinn talaðu þá við a.m.k. tíu manns.  Reyndu alltaf að bjóða fólki inn í hópinn þinn og segðu hvað verið er að ræða, leyfðu fólki að vera með.  Leggðu frá þér símann á viðburðum, sestu hjá einhverjum nýjum.  Sendu fyrirlesara póst á Linkedin eða í netfangi ef þú hefur áhugaverða spurningu, sýndu áhuga.  Forvitni er mikilvæg til að þróast. 

Allt sem þú veitir athygli það vex.  Því meiri orku sem þú setur í tengslanetið því meiri tækifæri og árangri nærðu.  Lærdómur Ósk Heiðu er að gera meira til að stækka, því meira sem þú reynir á þig, því meiri er þinn fag-og persónulegi vöxtur.  Aldrei minnka þig eða draga úr þínum krafti til að láta öðrum líða betur. Þegar þú ert með rétta fólkinu þá hvetur það þig áfram.  Gerðu meira af því sem þér þykir skemmtilegt. Því meira skemmtilegt, því öflugri verður þú. Það á að vera gaman því það er nóg LJÓS.  Að lokum hvatti Ósk Heiða alla til að senda sér vinabeiðni á Linkedin. 

Silja Úlfarsdóttir er spretthlaupari og segir að samnefnarinn í sínu lífi sé að hún sé leikstjóri.  Leikstjórar bera ábyrgð á greiningu hugmyndavinnu og listrænni framsetningu þeirra verkefna sem þeir stjórna hverju sinni.  Leikstjórar skipuleggja æfingar og sjá um að stjórna þeim.  Silja Úlfars hefur þjálfað karlalandsliðið í hlaupa og krafttímum.  Þá er hún frökk, spyr og hefur engu að tapa. Silja er óhrædd við að prófa tækifæri.  Silja starfaði sem íþróttafréttakona í stuttan tíma sem gaf henni margar tengingar.  Mest starfar hún sem þjálfari en datt í hug að sækja um sem sölu-og markaðsstjóri Adidas.  Ef Silju langar í eitthvað þá prófar hún.  Ljónshjarta eru samtök fyrir börn sem hafa misst foreldra og þar er Silja formaður í dag. Lærdómurinn sem Silja tekur úr keppnisíþróttum er að setja sér markmið, þau ganga ekki alltaf upp en samt heldurðu áfram.  Þú þarft alltaf að standa upp og halda áfram.  Verkefni eru til að leysa þau.  Það er dýrmæt reynsla.  Silja segir „Finndu það sem þér þykir skemmtilegt og drífur þig áfram, þefaðu uppi þá þekkingu sem þig vantar, tengdu þig við fólk sem kann hluti sem þú kannt ekki.  Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur.“  Í framhaldi fór hún að þjálfa og skellti sér í skóla.  Silja notar Instagram því þar er íþróttaheimurinn.  Nökkvi er dæmi um áhrifavald á Instagram sem Silja hefur fylgt eftir því hann er með góð skilaboð.  Silja er dugleg að spyrja spurninga því oft vantar fólki þær.  Klefinn www.klefinn.is er verkefni sem Silja og Andri Úlfars eru með.  Silja sagði frá því hvernig verkefnið Klefinn varð til.  Íþróttafréttir eru að mest öllu leyti um bolta því þurfa sundmenn, hlauparar og aðrir að erfiða við að fá styrki því fáir þekkja þá.  Silja og Andri sáu að það voru litlar sem engar upplýsingar um hverjir eru að stefna á Ólympíuleikana og hverjir eru búnir að ná lágmarkinu.  Þau fundu í framhaldi 11 íþróttamenn sem sögðu upphátt að þau hefðu áhuga á að fara á Ólympíuleikana.  Að vera íþróttamaður er markaðssetning.  Nú eru þau með 4 karla og 7 konur.  Þau bjuggu til heimasíðu og leituðu til sérfræðinga til að aðstoða sig við verkefnið sem felst í sýnileika á íþróttafólki sem hefur áhuga á að komast á leikana og vantar styrki til að geta stundað sína íþrótt.  Sumir ná lágmarkinu og aðrir ekki.  Þau nota gestapenna til að skrifa á síðuna t.d. um næringu og síðan var mikilvægt að komast í fjölmiðlana.  Business casið er að fá tekjur í gegnum síðuna til að styrkja íþróttamennina sem eru að stefna á Ólympíuleikana.  Allt snýst þetta um tengslanet og þora að spyrja.  Í raun eru þau að gera það sem ÍSÍ er að gera.  Lærdómurinn er að spyrja og búa til greinar.  Allt snýst um að skapa virði fyrir aðra og skipuleggja leiðina.  Spurðu og þá gerast hlutirnir. 

 

 

Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig

Faghópur um verkefnastjórnun hélt í morgun fund í HR um samvinnutólið Teams sem fékk frábærar viðtökur því fullt var út úr dyrum.  Fyrirlesarar voru þær Ragnhildur Ágústsdóttir og Sesselja Birgisdóttir.

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur fór yfir hvernig nútímavinnustaðurinn er að breytast. Hér áður fyrr voru skilgreind vinnurými en í dag eru frjáls vinnurými og fjarvinna.  Áður voru endurtekin rútínuverkefni en í dag er ætlast til að allir séu gagnrýnni en áður og nýti sköpunargáfuna.  Áður var horft á framleiðni einstaklinga en í dag eru dýnamísk teymi og þverfagleg vinna.  Áður var skortur á upplýsingum en í dag er ofgnótt upplýsinga og vandamálið felst í hvar þær eru.  Að lokum nefndi Ragnhildur að áður voru þekktar öryggisógnir en í dag eru síbreytilegar og háþróaðar öryggisógnir. Samvinna er þess eðlis að gerðir eru aðgerðalista, skilaboð, skjalagerð, tölvupóstar, fundargerðir, fundir, upplýsingamiðlun og samtöl.  Ragnhildur spurði hvernig gengi? Er innhólfið í toppstandi? Er ein útgáfa af hverju skjali? Tapast mikill tími vegna óreiðu? Veistu alltaf hvar gögnin eru geymd? Þurfa starfsmenn að bíða eftir hver öðrum til að vinna? Vantar þig yfirsýn yfir verkefnin og hvernig þeim miðar? Er teymið með sameiginlega skýra sýn og aðgang að öllu? Eru nýir vinnufélagar lengi að fá aðgang að öllum gögnum? Hvað með verktaka og utanaðkomandi samstarfsaðila? Hvað með gögn þeirra sem hætta hjá fyrirtækinu? Hvað með persónuupplýsingar sem þarf að eyða (GDPR?) og hvað með aðgangsstýringar?  

Fólk notast við þá tækni sem það kann að nota og sem gerir þeim starfið auðveldara sem er ekki alltaf öruggasta leiðin.  Grundvallaratriðið fyrir alla er að valdefla starfsfólk til að einbeita sér að því sem skiptir mestu máli.  Teams er frábært tól og hjálpar til við skilvirkni og hjálpar til að halda utan um verkefni.  En hvað er Teams?  Það er samvinnutól Microsoft. Teams límir saman allt sem er í Office365.  Microsoft gaf út Teams fyrir þremur árum og í dag er það orðið stærst í heiminum.  Fólk er að færa sig í dag úr Slack yfir í Teams.  Nú þegar eru 20 milljón daglegir notendur.  Office 365 er ekki einungis bara office-pakkinn, það er svo miklu meira.  Teams er fyrir fyrirtæki þar sem samvinna er lykilatriði milli deilda.  Hægt er að bæta við ytri notendum og þeir þurfa alls ekki að vera með Microsoftnetfang.  Félagasamtök hafa verið að taka þetta mikið upp.  T.d. varðandi Stjórnvísi þá er hægt að bjóða öllum aðilum inn í gegnum sinn aðgang. 

Í Teams er allt á einum stað, einfalt, kunnuglegt og notendavænt viðmót, Aldrei meira en þrír smellir í næstu aðgerð.  Gagnsæið er mikið, sagan helst og nýtist.  Eigendur hópa eru með fullt vald yfir sínum hópum, ekkert mál að bæta fólki við eða henda því út, hröð þróun og stöðugar uppfærslur, jafn þægilegt í vafra, tölvu og síma, mikill tímasparnaður. 

Um leið og komið er inn í Teams er deskboard.  Auðvelt er að fara inn á Office Portal aðgang og fara inn á „Teams“ – sótt desktopp app og síðan í síma.  Activity, chat fyrir einstaklinga, chat fyrir teymi og calendar.  Allt sinkar við Outlook.  Þarna er hægt að bóka fundi.  Viðmótið er nákvæmlega það sama og í Outlook.  Einnig er hægt að hringja beint í aðila. Öll skjöl sem verið hefur unnið með birtast á einum stað.  Vinstra megin birtist stika og þar sjást þau teymi sem við tilheyrum.  Join/Create your team er neðst í valstikunni.  Í Teams er valdið gefið til notendanna.  Skynsamlegt er að vera með skipulag, ákvarðanir hvernig þessu er stillt upp. 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora. 

Með Ragnhildi var engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía sagði frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Það voru þær Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi sem vinna á Umbótastofu hjá VÍS sem tókum á móti Stjórnvísifélögum í morgun en mikill áhugi var fyrir fundinum og mættu á annað hundrað manns. Kristrún og Lára sögðu á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Ástríða Kristrúnar liggur í að hjálpa fólki að takast á við og leiða breytingu í síbreytilegu umhverfi.  Lára sagðist elska að grúska, læra, rökræða, tengja saman hugmyndir og praktík, búa til eitthvað nýtt og styðja fólk í að ná árangri.   Þær eiga það sameiginlegt að hjálpa fólki að vaxa og hafa ástríðu fyrir fólki, skapa og vinna í fyrirtæki þar sem má gera mistök og fólki hlakkar til að mæta í vinnuna. 

 

Lára sagði frá því að þær hefðu verið farnar að finna fyrir ákveðnum einkennum þ.e. mættu skilningsleysi, áhugaleysi og andstöðu.  Aðrir áttu erfitt með að skilja þær sem leiddi til þess að þær áttu erfitt með að selja hugmyndir sínar.  Lára nefndi líka hvað það væri erfitt að ná ekki árangri strax því starfið þeirra er ekki áþreifanlegt.  Þegar maður sér sjaldan árangur af því sem maður gerir þá slokknar á ástríðunni.  Það var ákveðinn skurðpunktur þar sem þær settu sér ásetning um að hjálpast að við að gera eitthvað í þessu þ.e. byrja að taka inn sín eigin meðul. 

Það sem þær byrjuðu á var að gefa hvor annarri endurgjöf.  Þetta er Lean og Agile 101, vera alltaf að rýna og fá skilning á því að við erum ekki fullkomin.  Lára sagði að þær hafi ákveðið að hætta að nota sömu aðferðir og höfðu alltaf verið notaðar.  Þær byrjuðu á að setja sér skýran ásetning.  Þegar þær fóru að gefa hvor annarri skýra endurgjöf þá fóru þær að sjá munstur hjá sjálfri sér sem þær þurftu að horfast í augu við.  Ástæðan fyrir þessu öllu var sú að þær voru of uppteknar af fræðunum og réttu leiðinni. Lára sagði að hún hefði hlustað til að svara og til að gefa óumbeðin ráð.  Raunverulega voru þær ekki að hlusta á hugmyndir viðskiptavinarins og síns fólks.  Í dag eru þær markvisst að æfa sig í að hlusta, bæði á það sem sagt er og það sem ekki er sagt.  Fókusinn er á að heyra þarfir og mæta þörfum með þeim aðferðum sem henta hverju sinni (pull í staðinn fyrir push). Þær fóru að hlusta á orðfæri viðskiptavina og nota orðalag hans.  Það sem breyttist í kjölfarið var traustara samband við viðskiptavininn og til varð dýpra samband sem byggir á traustari grunni en áður. 

Það sem þær gera alla daga í sínu starfi er að hvetja stjórnendur til að tala um erfiðu hlutina, vera hugrakkir, berskjalda sig, og hjálpa fólkinu sínu að vaxa.  Mikilvægt er að sjá ekki einungis brestina hjá hinum en ekki bjálkann í sínum eigin, muna þarf að sjá styrkleikana sína en horfa ekki einungis á veikleikana,

Mikilvægt er að vera maður sjálfur en reyna ekki að stöðugt að hjakka í sínum veikleikum.  Það grefur undan sjálfstraustinu.  Ótrúlega oft skortir stjórnendur hugrekki til að taka erfiðu samtölin.  Ástæðan er sú að við erum stöðugt að passa upp á að allir séu góðir en árangurinn verður enginn.  Allir voru hvattir til að þekkja sína flóttaleið. 

Meðalið er hugrekki.  Fara markvisst út fyrir þægindarammann, nota eigin sögur, hættu að væla, komdu að kæla.  Vera í núinu og nýta orkuna í það sem við höfum stjórn á, tala um tilfinningar, taka niður glansmyndina og horfast í augu við okkur sjálf.   Það er svo mikilvægt að vera góð fyrirmynd. Þær fóru markvisst að hugleiða og æfa sig í að vera í núinu.  Einungis er hægt að stjórna því sem er núna.  Hugleiðsla er ekki bara bóla og erfitt að tengja leiðtogann við núvitundina.  Hugleiðsla hjálpar fólki að kjarna sig, vera inn í sínum tilfinningum og stjórna sér.  Líkingin er sú að stöðugir stormsveipir eru á sveimi í vinnunni sem skella á okkur og fullt af tilfinningum sem koma.  Því hjálpar hugleiðsla á morgnana og orkan fer í að stýra því sem við höfum stjórn á.  Eitthvað sem þú hefur enga stjórn á geturðu sleppt.  Stærsta meðalið var að taka niður glansmyndina sína. 

Þegar við skyggnumst undir húddið á okkur sjálfum sjáum við hina réttu mynd af okkur.  Mikilvægt er að sjá sín eigin hegðunarmynstur sem eru bæði styrkleikar og veikleikar.  Persónuleikapróf sína okkur hvar styrkleikurinn er.  Varðandi að breyta hegðun hjá sjálfum sér þá er mikilvægast af öllu að taka niður sína eigin glansmynd og sjá sig með öllum sínum fjölbreytileika.  Munurinn er sá að við hættum að breyta glansmyndinni því hún er barasta alls ekki til. 

Það sem er predikað alla daga er „tilgangur“.  Hann þarf að vera skýr og það þurfa sameiginleg markmið okkar líka að vera.  Allt sem fer á blað gerir hlutina miklu skýrari. 

Það sem þær eru að æfa sig í núna er að setja miklu markvissari takt í allt innra starf, fókusinn er í forgangi og störfin vel skilgreind. 

Því meira sem þær eru þær sjálfar og eru til staðar því meira fá þær til baka.  Þá eykst traustið. 

Uppskeran er sú að nú eru oftar tekin erfiðu samtölin.  Það er meðbyr með þeim draum að taka þátt í að skapa fyrirtæki þar sem fólk þorir að vera það sjálft, fær að þróast og vaxa, gerir mistök og lærir af þeim saman, nær og fagnar árangri, nýtur þess að mæta í vinnuna á hverjum degi.

 

Nýársfagnaður stjórna Stjórnvísi - takk fyrir frábærar móttökur Marel.

Marel tók sannarlega vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með frábærum veitingum og faglegri kynningu á Marel.  Þetta er annað árið í röð sem Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel tekur á móti Stjórnvísifélögum á afmælisdegi sínum. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og fór Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim. Útfrá þeim umbótahugmyndum flutti Ragnhildur Ágústdóttir frábært erindi: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi„

GDPR - 508 dögum síðar og Tæknikökur, hvernig kökur eru það?

Í dag hélt faghópur um persónuvernd vel sóttan hádegisfund í Háskólanum í Reykjavík þar sem flutt voru tvö áhugaverð erindi.  Elfur Logadóttir fjallaði um „Tæknikökur? Hvernig kökur eru það?  Alma Tryggvadóttir flutti erindið „GDPR - 508 dögum síðar. Fundinum var streymt af Facebooksíðu Stjórnvísi. 

Alma fjallaði um úrskurðarframkvæmd evrópskra persónuverndaryfirvalda og beindi sjónum sínum að sektarfjárhæðum sem lagðar hafa verið á fyrirtæki og stofnanir. Einnig fjallaði Alma um þau viðmið sem persónuverndaryfirvöld horfa til við ákvörðun sekta.

Það sem skiptir máli sagði Elfur er að ekki er nægjanlegt að fá samþykki notenda og þar með setja tæknikökur inn á vél notanda. Óheimilt er að koma fyrir búnaði á vél notanda nema með sérstöku samþykki.  Borðinn neðst þar sem segir „við notum kökur“ er ekki nægjanlegt í dag. 

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2020.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2020.
Til að tilnefna fyrir árið 2020 smellið hér

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020 verða veitt í ellefta sinn þann 27. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-17:30. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 27. janúar 2020.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2020 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

 

Nýtt ár, nýjar áskoranir. Hvað er framundan?

 Framtíðin, framtíðir og framtíðalæsi

Áhuga- og fagfólk tengt framtíðarmálefnum (framtíðarfræði) hefur bent á áhugaverðar vefslóðir, viðburði og uppsprettur um framtíðarviðfangsefni nú um áramótin.

 Meðfylgjandi er meðal annars, samantekt Adriana Hoyos, frá Harvard háskóla og Jerome Glenn, frá Millennium Project.

 Einnig er rétt að benda á áhugaverðar bækur sem komu út hér á landi á síðasta ári sem fjalla á einn eða annan hátt um framtíðartengd málefni:

  • Fjórða iðnbyltingin eftir Ólaf Andra Ragnarsson
  • Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason
  • Ísland 2052 - Svipmyndir úr framtíðinni. Smásögur eftir 25 höfunda um hvernig Ísland getur þróast, til góðs eða ills, á næstu 30 árum. Ritstjórn Hjörtur Smárason.
  • Skjáskot eftir Berg Ebba

Framagreindur efniviður eykur framtíðalæsi

Framtíðalæsi hefur verið skilgreint; sem geta (færni) við að nýta ákveðna ímynd framtíðar í dag. Þar að segja greina og meta framtíðaráskoranir, tækifæri og ógnanir. Ef áhugi er á að fræðast enn frekar um framtíðalæsi, þá er bent á vefslóð UNESCO um framtíðalæsi, og vefslóðina á bókina Transforming the future: anticipation in the 21 st century

 Gleðilegt nýtt ár og gleðilega framtíð, hún er björt, kær kveðja, Karl Friðriksson

 Gott er að byrja yfirferðina á 99 jákvæðum fréttum.

 Við viljum einnig benda sérstaklega á vefslóð vettvangsins Millennium Project. Faghópur þessa vettvangs er starfandi hér á landi. Vettvangurinn sett fram nýlega myndbandi um hvernig hægt er að nota hluta af vefslóðinni á hagnýttan hátt, sjá hér.

Efniviðurinn sem vitnað er til hér að framan er verulegur og því nauðsynlegt að kynna sér hann í bitum. Njótið

Gleðilegt nýtt ár 2020!

Stjórnvísi nýr umsjónaraðili verkefnisins “Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum"

Stjórnvísi hefur tekið við sem umsjónaraðili verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum.
Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum er verkefni sem byrjaði formlega 25. maí 2010. Verkefnið var samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Dr. Eyþór Ívar Jónsson útfærði verkefnið og sá um framkvæmd. Árið 2016 voru Nasdaq á Íslandi og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti ábyrg fyrir verkefninu en vegna breytinga á Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti var ákveðið að fá Stjórnvísi til þess að sjá um utanumhald verkefnisins.

Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq á Íslandi, segir að það sé ánægjulegt að fá Stjórnvísi sem umsjónaraðila verkefnisins enda hafi Stjórnvísi sannað sig sem öflugur vettvangur fyrir ýmsar viðurkenningar fyrir atvinnulífið. Jafnframt vill Magnús þakka Dr. Eyþóri fyrir mikið frumkvöðlastarf í þágu góðra stjórnarhátta á Íslandi og að hafa verið hugmyndafræðingurinn og drifkrafturinn í verkefninu Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum frá upphafi. „Ég veit að Eyþór mun ennþá láta að sér kveða á þessum vettvangi sem framkvæmdastjóri StjórnarAkademíunnar.“ Jafnframt segir Magnús: „Nasdaq á Íslandi vill enn sem áður leggja áherslu á að hvetja fyrirtæki til þess að huga að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi, telur að Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum falli vel að stefnu og framtíðarsýn félagsins því innan Stjórvísi er faghópur með yfir 400 félagsmenn um góða stjórnarhætti.

Framkvæmdastjóri Stjórnvísi, Gunnhildur Arnardóttir, segist vera stolt með að Stjórnvísi hafi verið falið umsjá verkefnisins Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum. Hlúð verður að verkefninu hjá Stjórnvísi, enda mikilvægt að umræðunni um góða stjórnarhætti sé haldið á lofti og fyrirtæki hvött til þess að gera stöðugt betur þegar kemur að stjórnarháttum.

Módelið og endurmatsferlið sem notað er til grundvallar við mat á Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum var þróað af Dr. Eyþór Ívar Jónssyni út frá Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og með hliðsjón af rannsóknum á góðum stjórnarháttum í samstarfi við erlenda fræðimenn. Módelið sem nefnt hefur verið stjórnarháttademanturinn og ferlið til viðurkenningar var samþykkt af samstarfsaðilum verkefnisins.

Módelið felur í sér skoðun á fimm meginþáttum: Skipulagi, hlutverki, ferli, starfsháttum og stjórnarmönnum.
Viðurkenndir úttektaraðilar (Advance, Capacent, Deloitte, Ernst & Young, Expectus, KPMG, PWC, Logos, StjórnarAkademían og BOG) sjá um gera úttektir byggðar á endurmatsferlinu og umsjónaraðili verkefnisins, sem núna er Stjórnvísi, hefur það hlutverk að fara yfir úttektir og meta að þær séu unnar í samræmi við kröfur verkefnisins.   

Eftirfarandi fyrirtæki hafa fengið viðurkenningu:

Mannvit hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Stefnir hf: 2012, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Landsbréf hf: 2013, 2014, 2015, 2016
Íslandspóstur ohf: 2013, 2014, 2015
Icelandair hf: 2012, 2013
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.: 2013, 2014, 2015, 2016, 2019
Íslandssjóðir hf: 2013, 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Íslandsbanki hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018
Advania hf: 2014, 2015
Advania Norden hf: 2015, 2016, 2017, 2018
VÍS hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Greiðsluveitan ehf: 2014, 2015, 2016, 2017
Borgun hf: 2014
Fjarskipti hf: 2014, 2015, 2016, 2017
Sýn hf: 2018, 2019
Landsbankinn hf: 2014, 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Nýherji hf: 2015, 2016, 2017
Tryggingamiðstöðin hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Síminn hf: 2015
Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Arion Banki hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Marel hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reiknistofa bankanna hf: 2015, 2016, 2017, 2018
Reitir hf: 2015, 2016, 2017, 2018, 2019
Eik fasteignafélag hf: 2016, 2017, 2018, 2019
Isavia ohf: 2017, 2018, 2019
Kvika hf: 2018, 2019
Vörður hf: 2019

Samspil núvitundar, stjórnunar og nýsköpunar.

Stjórnvísifélagar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu að hlýða á Vin Harris frumkvöðul og nútvitunarkennara sem var kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu og friðarmiðstöðvarinnar til að deila reynslu sinni af iðkun núvitunar.  Það var Guðný Káradóttir sem kynnti Vin Harris í Nýsköpunarmiðstöð Íslands á síðasta fundi starfsársins föstudaginn þrettánda desember. 

Vin Harris sagði að í núvitund væri jmikilvægt að róa hugann og skoða hvernig okkur líður. Hvað erum við að hugsa, hvernig líður okkur?  Mikilvægt er að þrýsta ekki á neitt heldur skilja hvernig okkur líður.  Við erum að skilja hvað gerist hjá okkur þegar eitthvað annað er að gerast, hvernig erum við að bregðast við?  Við erum sífellt að segja okkur sögur af því hvernig við ættum að vera.  Mikilvægt er að spjalla alltaf við sjálfan sig eins og hvern annan góðan vin, ekki vera of dómhörð við okkur sjálf. 

Andardrátturinn er alltaf með okkur, það er allt annar andardráttur í dag en var í gær eða verður á morgun.  Í núvitund er verið að skoða í huganum hvað er að gerast hér og nú.  Eitt mikilvægasta sem manneskja getur gert fyrir sjálfa sig er að breyta um tón hvernig hún talar við sig.  Talaðu í fallegum, rólegum góðum tón við sjálfan þig. Fólk þarf að æfa sig í að vera með sjálfu sér.   Í núvitund byrjarðu að bera ábyrgð á eigin tilfinningum.  Það eru milljónir hluta að gerast þarna úti og þú getur einungis valið um örfáa þeirra.  Ef þú heyrir t.d. fullt af hljóðum og þau angra þig þá er mikilvægt að hlusta á hljóð og leyfa þeim að koma.  Þá breytist oft hjá mörgum að hljóðin hætta að fara í taugarnar á þeim og þá hefur heilinn breyst.

Hvernig er hægt að nýta LinkedIn?

Í dag var haldinn viðburður á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi í Háskólanum í Reykjavík.  Viðburðinum var streymt á facebooksíðu Stjórnvísi og er hægt að nálgast hann þar.  Í erindi sínu fór Jón Gunnar lauslega yfir samfélagsmiðlabyltinguna sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug, hvernig LinkedIn er notað, hvernig megi stilla upp "profile" á miðlinum, hvað beri að hafa í huga, hvað varast og fleiri þætti sem tengjast notkun hans. Að erindi loknu voru umræður, Ósk Heiða forstöðumaður markaðsmála hjá Póstinum, Yrsa Guðrún Þorvaldsdóttir og Gyða Kristjánsdóttir ráðgjafar hjá Hagvangi tóku þátt í umræðum og greindu frá sinni reynslu í tengslum við deilingu á þekkingu, ráðningar og starfsleit.

 

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Fundinum var streymt og má nálgast streymið á facebooksíðu Stjórnvísi.  Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Marianna sagði að ráðstefnan hefði snúist um fólk.  Lean var framleiðslumiðað en er nú meira þjónustumiðað og nú er það nýjasta að lean snýst um fólk.  Allt snýst loksins um menningu.  Vegferðir snúast um lærdóm.  Grunnurinn í lean er að hjálpa og það er í lagi að vera auðmjúkur í lærdómsferlinu.  Maríanna spurði Stjórnvísifélaga að svara: „Hvernig er góður leiðtogi“?  Ýmis svör komu eins og „Hvetjandi, fyrirmynd, er til staðar, skapar umgjörðina, virkjar fólk, hlusta, ber virðingu, skapar vettvang þar sem má gera mistök og ríkir traust, þróar fólkið.  Marianna sagði að það að vera leiðtogi væri ekki háð titli.  Allir eru leiðtogar og bera vonandi virðingu fyrir hvorir öðrum.  En hvernig er hægt að skapa rými þar sem allir eru leiðtogar, virkja hugvit allra?.  Mikið var rætt um ráðningarferli á ráðstefnunni því lean snýst um fólk.  Hvernig er verið að ráða inn; eftir menntun, hæfni, karakter, karisma.  „Hire for Character, Train for Skill“.  Mikilvægt er að manneskjan sem er ráðin passi inn í þá menningu sem er til staðar.  Varðandi menningu þá er mikilvægt að vinnustaðir þekki sína menningu.  Á ráðstefnunni var verið að lemja niður múra og veggi.  Mannauður er það sem skiptir öllu máli.  Tvö fyrirtæki eru með allt það sama til staðar en það sem sker úr um hvort nær samkeppnisforskoti er sú menning sem er til staðar.  Fyrirtæki eru oft rög við að fjárfesta í fólki en ekki við að fjárfesta í tækni.  Innleiðing á Íslandi hefur mest snúist um ferla að gera þá skilvirkari en megintilgangurinn er að þróa fólk.  Er einhver ótti til staðar?  Helgun í starfi þýðir að mæta með höfuð, hendur og ekki síst hjartað í vinnuna.   

Lean er inntak á hverjum einasta degi, ekki uppáskrifað frá lækni og sýndi Marianna skemmtilegar myndlíkingar sem fyrirlesarar tóku.  Lean snýst um að gera stöðugt betur í dag en í gær.  Eins og í öðru er til þroskamódel í Lean.  Mikilvægt er frá degi eitt að fjárfesta í menningu.  Þegar nýliðar koma inn í fyrirtæki þá eiga þeir að finna hvernig menningin er „Svona gerum við“.  Daglegi takturinn, töflufundirnir snúast ekki um töfluna sjálfa heldur samskiptin við töfluna, þetta snýst um að hver einasti aðili við töfluna sé leiðtogi.  Á ráðstefnunni voru allir sammála um og studdu við með rannsóknum að allt snýst þetta um fólk en hvernig á þá að gera hlutina?  Mikilvægt er að læra að sjá hvernig flæðið er í fyrirtækinu.  Er viðskiptavinurinn að fá það sem hann vill?  Ef ekki hvað er þá að? Hvað er í gangi? Nota daglega vettvanginn til að spyrja hvernig við getum stöðugt bætt okkur.  Þetta snýst aldrei um neitt annað en umhverfið og það er fólkið sjálft sem þekkir það best, hvernig kem ég hugmynd á framfæri?  Allt snýst því um árangur og samskipti.  Lærdómslykillinn er að koma saman á hverjum degi og læra eitthvað nýtt.  Hvar er fókusinn okkar?  Er hann á tólin eða er hann á fóllkið? 

Pétur fór yfir stöðuna á lean í dag skv. fyrirlestri Dr. Alan G. Robinsson. Er lean gölluð hugmyndafræði?  Eru geirar þar sem lean er ekki að ná fótfestu?  T.d. í menntageiranum, heilbrigðisgeiranum? Útgáfa Alan var sú að erfiðasta fólkið er langskólagengna fólkið sem er komið á þann stað að erfiðast er að ná í það.  Þegar verið er að tala um lean er verið að tala um Japani sem eru löngu dánir.  Í lok dags, alveg sama hvað þú gerir þá snýst þetta alltaf allt um fólk.  Mikilvægt er að allir í fyrirtækinu séu með, ekki einungis efsta lagið.  Hversu margar hugmyndir erum við með innleiddar pr. starfsmann á dag.  Marel og Össur mæla þetta og í framleiðslu þá skipta hugmyndir frá starfsmönnum öllu máli.  Þetta er frábær mælikvarði á hugmyndir frá starfsfólki.  Af hverju er ekki farið í alla starfsmenn þegar verið er að innleiða þekkingu.  Mannlegi fókusinn er það sem öllu máli skiptir í dag varðandi lean og flöskuhálsinn erum við sjálf, ekki virkja einungis höfuðið á öllum heldur hjartað. 

Pétur og Marianna báðu félaga í lokin um að ræða sín í milli hverjar væru helstu áskoranirnar á þeirra vinnustað.  Sem dæmi var eftirfarandi nefnt: Ná sama kúltúr í öllum deildum, stóra áskorunin er að hleypa starfsmanninum að, til að komast áfram þarf maður að fá stöðuhækkun og til að fá völdum þarftu að halda hlutunum að þér en í lean verðurðu miklu betri stjórnandi, talandi um sjálfan sig, þá er mikilvægt að fá þessa auðmýkt, opna á hana, mikilvægt með töflufundi er „samskipti“ – af hverju var allt þetta mannlega tekið út úr vinnunni?  Af hverju er ekki hægt að tala um hvernig við höfum það daglega? Ótti er eitt af því sem truflar okkur hvað mest.  Trúverðugleiki þarf að vera til staðar, það er hornsteinninn. Fólk finnur traustið í menningunni.  Fyrsta skrefið er að koma auga á áskoranirnar.  Hvað vantar til að vinna í gegnum hlutina? Hvað vantar þig til að allir gangi í takt?  Tími? Er það virði að fjárfesta í mannauðnum? Mikilvægt er að auglýsa hvað vel er gert, fagna sigrum.  Mikilvægt er að geta tekið á móti hrósi, vel gert! En fyrir hvað?  Mikilvægt er að veita sérsniðna endurgjöf,

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?