Fréttir og pistlar

Stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða

Í hádeginu í dag var haldinn stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða. Spjallað var um framtíðaráskorandir á hinum ýmsu sviðum þó svo gervigreindin hafi átt mesta rýmið á fundinum. Aðeins var sagt frá nýlegri ráðstefnu Alþjóðlega samtaka framtíðarfræðingar, www.wfsf.org í París. Einnig var minnst á komu José Cordeiro https://en.wikipedia.org/wiki/Jos%C3%A9_Luis_Cordeiro hingað til lands og bók hans, sem fjallar um að lækna dauðan, The Death og Death. José verður einn af aðal fyrirlesurunum á UT messunni á vegum Ský í febrúar á næsta ári. Sagt var frá ráðstefnunni um framtíðaráskorandir um þróun lýðræðis á næsta ár https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Stuttlega var farið yfir komandi viðburði, og skorað á stjórn og þátttakendur í hópnum að koma með hugmyndir að áhugasömum viðburðum.

Mikill áhugi á gæðamálum - vel sóttur fundur í Origo.

Í morgun fjallaði Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu gæðastjórnunar en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.  Fundurinn sem haldinn var hjá Origo var einstaklega vel sóttur. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á facebooksíðu Stjórnvísi.  Hérna má sjá myndir af fundinum: 

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Loftslagsmarkmið: vegferð byggð á vísindalegri nálgun

Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins. 

Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.  

Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.  

Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum

 

 

Fyrirlestrar á netinu – Afmælisráðstefna WFSF

Í næstu viku verður haldinn 50 ára afmælisráðstefna World Future Studies Federation í París. Þau ykkar sem ekki komast til Parísar geta fylgst með ákveðnum fyrirlestrum á netinu.

Sjá dagsskrá yfir þá fyrirlestra hér; https://wfsf2023paris.org/online-schedule/

Fylgjast með umræðum í mynd hér; https://www.youtube.com/watch?v=IkEAtxCTOW4

WFSF er ein virtustu samtök framtíðarfræðinga á alþjóðavísu og ein elstu, stofnuð 1973 í París, með meðlimi í yfir 60 löndum. WFSF er samstarfsaðili UNESCO og Sameinuðu þjóðanna, auk annarra alþjóðalegra samtaka.

Ráðstefnan verður dagana 25.-27. október, með hliðarviðburðum dagana 23.-24. október. Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins ræðum við síðastliðin 50 ár og síðan en ekki síst næstu 50 árin.

Framtíðarsetur Íslands, https://framtidarsetur.is/  er formlegur aðili að WFSF, https://wfsf.org/

Fundur framtíðarnefnda þjóðþinga – Lýðræðið og gervigreind

Á öðrum fundi framtíðarnefnda þjóðþinga í Úrúgvæ, sem nýlega er afstaðinn, var fjallað um gervigreind og áhrif hennar á samfélög og þróun lýðræðis. Mikið hefur verið rætt um setningu laga og reglna til að takast á við áhrif gervigreindar. Með hliðsjón af því er ályktun fundarins birt hér, en það eru jú þjóðþingin sem þurfa að taka afstöðu til, hvort og hvernig, eigi að halda utan um þessa þróun. Sjá hér: Parlamento UY | Versión Inglés

Fundinn sóttu um 300 þingmenn, sérfræðingar frá um 70 þjóðþingum.

Í þessu sambandi verður haldinn alþjóðleg ráðstefna hér á landi, í febrúar á næsta ári, um þróun lýðræðis, með áherslu á þróunina á Norðurlöndunum. Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við World Future studies Federation, WFSF, standa að ráðstefnunni, sjá hér: https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2023/

Framtíðarstörf og færni

Framtíðarstörf og færni

Tímaritið Forbes birti nýlega könnun meðal 800 stjórnenda og 800 starfsmanna um breytar kröfur um færni á vinnustaðum. Stjórnendur telja að næstum helmingur þeirrar færni sem er til staðar í dag muni ekki eiga við eftir tvö ár, þökk sé gervigreind.

Stjórnendurnir áætla að næstum helmingur (49%) af þeirri færni sem er í vinnuafli þeirra í dag muni ekki eiga við árið 2025. Sami fjöldi, 47%, telur að vinnuafl þeirra sé óundirbúið fyrir vinnustaði framtíðar.

Sjá nánar hér: Half Of All Skills Will Be Outdated Within Two Years, Study Suggests (forbes.com)

 

Nýjum fyrirtækjum býðst 50% afsláttur til áramóta - Stjórnvísi á Mannauðsdegi 2023 í Hörpu.

Yfir 1000 manns mættu á Mannauðsdaginn 2023 í Hörpuna og er það metfjöldi þátttakenda frá upphafi.  Stjórnvísi minnti á sig með kynningarbás og frábæru tilboði til nýrra félaga.  Fram til áramóta býðst nýjum félögum 50% afsláttur af félagsgjöldum 2023. https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/adild-og-felagsgjold Smelltu hér til að skoða dagskrá Stjórnvísi: 

Er ekki kominn tími til að efla tengslanetið og TENGJAST?

Vertu með í vetur.

Stjórn Stjórnvísi

Fundur framtíðarnefnda þjóðþingja - Gervigreind

Í síðustu viku var haldinn fundur meðal framtíðarnefnda þjóðþingja í Úrúgvæ í Suður Ameríku. Myndbandið sýnir umræðu um þróun gervigreindar, þar sem Jermy Clenn frá Millinnium Project hefur forsögu. Þarna er íslenskir þingmenn, meðal annar Logi Einarsson sem leggur fram spurningu. Þessi umræða hefst eftir 7.17 mínútur á myndbandinu. Framtíðarsetur Íslands er formlegur aðili að Millinnium Project.
https://www.youtube.com/watch?v=FkdwXkbMUG0&t=26163s

Kulnun Íslendinga árið 2023

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði. Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn. 

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. október frá 08:30 til 09:15 í HR eða í streymi. 

Fyrirlesari:  Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um rannsóknina

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI). MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.

Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021, 2022 og 2023.

Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.

Niðurstöður síðasta árs

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. Það verður áhugavert að vita í hvaða átt þessi þróun stefnir.

TENGSL á tímum Teams - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Smelltu hér til að bóka þig. Allir velkomnir - frír aðgangur. Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Tengill á streymi.

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir. 

Linkur á streymið er hér.    

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

Stjórnvísi tók á loft í dag í FlyOverIceland.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum. Hérna er hlekkur á upptöku af fundinum.  
Í dag hittust stjórnir faghópa Stjórnvísi í FlyOverIceland þar sem nýju starfsári var startað af krafti.  Farið var yfir ýmis atriði til að létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, örstuttur tími gafst til að sameinast um viðburði,  skerpt var á stefnu og gildum félagsins.

Krafturinn í stjórnum faghópanna er meiri en nokkru sinni fyrr eins og meðfylgjandi excelskjal sýnir þar sem komin eru drög að á annað hundruð viðburða í vetur.

Í lok fundar þar sem ríkti bæði gleði og kátína var boðið upp á einstaklega skemmtilega flugferð.  

 

Fréttatilkynning. Er vá af háþróaðri gervigreind?

22. ágúst 2023

Er vá af háþróaðri gervigreind?

Komin er út skýrsla á vegum samtaka framtíðarfræðinga, Millennium Project, sem varar við hættunni af háþróaðri gervigreind, og bendir á nauðsyn alheimssamvinnu á þessu sviði.

Í skýrslunni koma fram viðhorf helstu leiðtoga heims, er varða þróun gervigreindar, og hugmyndir þeirra um hugsanlega framtíðarþróun.

Skýrsla Millennium Project varar við því að háþróuð gervigreindarkerfi gætu komið fram fyrr en búist er við, sem hefði áður óþekkta áhættu í för með sér nema gripið sé til viðunandi ráðstafana á alþjóðavísu.

Í skýrslunni, sem ber titilinn International Governance Issues of the Transition from Artificial Narrow Intelligence to Artificial General Intelligence (AGI), kemur fram álit 55 gervigreindarsérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi, Kanada, Evrópusambandinu og Rússlandi. Þeir fjalla meðal annars um hvernig eigi að takast á við AGI—AI, á grundvelli nýrra forsenda um þróun gervigreindar. Meðal þessara sérfræðinga eru Sam Altman, Bill Gates og Elon Musk.

Í skýrslunni segir að AGI gæti skapað gervigreind umfram mannlega hæfileika. Skortur á reglum gæti leitt til skelfilegra afleiðinga, þar með talið tilvistarógnun við mannkynið ef slík kerfi eru ekki í samræmi við mannleg gildi og hagsmuni. Í skýrslunni kemur fram að engir núverandi innviða séu nægilega undirbúnir til að takast á við áhættuna og þau tækifæri sem skapast af gervi almennrar greindar (AGI). Þetta kallar á hraðari þróun nýrra viðmiða, reglna, sem eru sveigjanlegar og  sem gera ráð fyrir hraðari þróun á þessu sviði en gert hefur verið ráð fyrir og sem varna óþarflegri áhættu sem þróunin gæti leitt af sér.

„AGI er nær en nokkru sinni fyrr – næstu framfarir gætu farið fram úr greind manna,“ hefur skýrslan eftir Ilya Sutskever, meðstofnanda OpenAI. „Aðlögun við mannleg gildi er mikilvæg en krefjandi.“ Ben Goertzel, höfundur AGI Revolution.

Aðrar helstu niðurstöður eru:

• Ávinningur AGI verður verulegur á sviði læknisfræði, menntunar, stjórnunar og framleiðni, og því keppast fyrirtæki um að vera fyrst til  að hagnýta sér hana.

• AGI mun auka pólitískt vald, og því keppast stjórnvöld um að vera fyrst í að innleiða slík kerfi.

• Alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að takast á við harðandi  samkeppni meðal þjóða og fyrirtækja sem keppa um yfirburði á sviði gervigreindar. Sameiginleg áhætta kann að knýja á um samvinnu, milli ólíkra aðila, og draga úr vantrausti þeirra á milli.

• Hugsanlega þarf óvenjulegar ráðstafanir til að framfylgja nauðsynlegum aðgerðum á sviði stjórnsýslu í þessu sambandi bæði innan ríkja og á heimsvísu.

• Umdeildar tillögur um að takmarka rannsóknir og þróun, á þessu sviði gætu orðið nauðsynlegar, til að þróa innviði og lausnir til að takast á við hugsanlega almenna vá. 

• Glugginn til að þróa skilvirkar lausnir er þröngur, krefst áður óþekkts samstarfs.

 „Við erum öll í sama báti? – ef það gengur illa, þá erum við öll dauðadæmd,“ vitnar skýrslan í Nick Bostrom, prófessor í Oxford.

Millennium Project kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum til að skapa AGI reglur og viðmið á innlendum og alþjóðlegum vettvangi áður en háþróuð gervigreind fer yfir getu mannkyns til að stjórna því á öruggan hátt. „Ef við fáum ekki samþykkt Sameinuðu þjóðanna um AGI og AGI-stofnun Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja reglum og verndaraðgerðum, þá gætu ýmsar gerðir gervigreindar komið fram sem við höfum ekki stjórn á og okkur líkar ekki við,“ segir Jerome Glenn, forstjóri hjá Millennium Project.

Sjá nánar með því að fara inn á vefinn https://www.millennium-project.org/transition-from-artificial-narrow-to-artificial-general-intelligence-governance/

Þetta starf var stutt af Dubai Future Foundation og Future of Life Institute. Millennium Project var stofnað árið 1996 og eru alþjóðleg samtök með 70 formlegar tengingar, starfsstöðvar, um allan heim.

Framtíðarsetur Íslands er ein af þessum starfsstöðvum og er hluti af umræddri rannsókn. Forstöðumaður setursins er Karl Friðriksson, sem veitir frekari upplýsingar, sími 8940422 eða karlf@framtíðarsetur.is,  en einnig er hægt að hafa beint samband við forstöðumann Millennium Project, Jerome Glenn, +1-202-669-4410, Jerome.Glenn@Millennium-Project.org

Átján fyrirmyndarfyrirtækjum í stjórnarháttum veitt viðurkenning

„Mikilvægt er að hvetja til að hugað sé að góðum stjórnarháttum á Íslandi. Verkefnið Fyrir­myndar­fyrirtæki í góðum stjórnarháttum hefur sannað sig sem áhrifaríkt tæki í þeirri vegferð.“

Fréttaumfjöllun - viðtal við Svanhildi Hólm framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Í dag hlutu 18 fyrirtæki viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum. Viðurkenningarnar voru veittar við hátíðlega athöfn á Nauthóli, að viðstöddum fulltrúum fyrirmyndarfyrirtækjanna en það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnu­lífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenningarnar. Hér má sjá myndir frá viðburðinum.

Fyrirmyndarfyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi
Fyrirmyndarfyrirtækin 18 eru í afar fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna fjármála- og trygginga­starfsemi, fjarskipti, leigustarfsemi, eignaumsýslu og verkfræðiþjónustu. Fyrirtækin þykja öll vel að nafnbótinni komin enda eru starfshættir stjórna þeirra vel skipulagðir og framkvæmd stjórnarstarfa til fyrirmyndar.

Eftirtalin fyrirtæki voru að þessu sinni metin sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum:

  • Arion banki hf.
  • Eik fasteignafélag hf.
  • Fossar fjárfestingarbanki hf.
  • Icelandair Group hf.
  • Íslandssjóðir hf.
  • Kvika banki hf.
  • Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
  • Mannvit hf.
  • Reginn hf.
  • Reiknistofa bankanna hf.
  • Reitir hf.
  • Sjóvá hf.
  • Stefnir hf.
  • Sýn hf.
  • TM tryggingar hf.
  • Vátryggingafélag Íslands hf.
  • Vörður hf.
  • Ölgerðin Egill Skallagríms hf. 

Á viðurkenningarathöfninni hélt Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, stutt erindi þar sem hún spurði fundargesti hvort við sem heild værum til fyrirmyndar þegar kemur að tækifærum kynjanna til stjórnunarstarfa. Í máli hennar kom meðal annars fram að þó svo að Ísland leiði lista Alþjóðaefnahagsráðsins er snýr að kynjajafnrétti, 14 árið í röð og hafi fengið gullvottun frá Sameinuðu þjóðunum árið 2022 sem viðurkenningu á hlutverki Íslands sem leiðandi ríki í jafnréttisbaráttu, þá væri staðan óásættanleg þegar kemur að stöðu kvenna í framkvæmdastjórastöðum og stjórnum hér á landi. Almennt eru konur einungis 21 % allra framkvæmdastjóra hér á landi en karlmenn 79% og hjá skráðum félögum væru konur 13% forstjóra.

Þegar litið væri til stjórna allra félaga væru konur fjórðungur stjórnarmanna en um 44% hjá skráðum félögum og þar er það kynjakvótinn sem hefur áhrif. Ásta Dís velti því upp hverjir það væru sem gætu breytt stöðunni hér á landi og nefndi fjölmörg dæmi í því samhengi. T.d væru það stjórnvöld sem m.a. gætu farið þá leið að setja á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir félaga, fjárfestar gætu sett ákvæði í eigendastefnu sína. Atvinnulífið gæti einnig lagt sitt af mörkum til að breyta stöðunni og þar þyrftu leiðtogar stærstu félaganna og samtakanna að vera öflugir talsmenn jafnréttis. Síðast en ekki síst gætu stjórnir félaga komið á menningu jafnra tækifæra og innleitt arftakaáætlanir í félög. Ásta Dís lauk máli sínu á því að jafnrétti er ákvörðun og til þess þarf að hafa öflugar fyrirmyndir líkt og þau sem fengu viðurkenninguna á viðburðinum. 

Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf fór því næst stuttlega yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín. Liður í því er meðal annars útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem sjá má á www.leidbeiningar.is.

Það voru svo Gunnlaugur B. Björnsson samskiptastjóri Viðskiptaráðs og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sem afhentu viðurkenningarnar en fundarstjóri var Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.

WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Gervigreind – Áhugaverð umræð

Gervigreind – Áhugaverð umræða

Hlutverk vettvangsins Munk debates, https://munkdebates.com/ , er að kalla saman fremstu hugsið til að fjalla um stærstu mál samtímans. Hér er fjallað um þróun gervigreindar og hugsanlega áhrif hennar,  https://www.youtube.com/watch?v=144uOfr4SYA

Hvernig nota má gervigreind til að efla rökhugsun

Mánudaginn 26. júní kl. 16 verður veffundur á vegum Marris Consulting í París þar sem Philip Marris, framkvæmdastjóri og Þorsteinn Siglaugsson ráðgjafi fjalla um hvernig nýta má mállíkön á borð við ChatGPT til að bæta röklega greiningu og efla eigin rökhugsun.

Marris Consulting er í fremstu röð meðal ráðgjafarfyrirtækja sem sérhæfa sig í Theory of Constraints. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í Logical Thinking Process, sem er grunnþáttur í Theory of Constraints og þjálfar stjórnendur víðsvegar um heim í notkun aðferðafræðinnar. Hann situr í stjórn faghóps Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat og í stjórn nýstofnaðs faghóps um gervigreind.

Fundurinn er öllum opinn og hlekk á skráningarform má sjá hér.

Marel hlaut í dag viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins

Fyrr í dag veittu Festa - miðstöð um sjálfbærni, Stjórnvísi og Viðskiptaráð viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins. Þetta er í sjötta sinn sem viðurkenningin er veitt og sem fyrr var hátíðleg stemning þegar fulltrúar útgefanda skýrslunnar veittu viðurkenningunni móttöku. Frá árinu 2018 hefur viðurkenningin verið veitt fyrirtækjum og stofnunum sem birta upplýsingar um sjálfbærni sína og samfélagsábyrgð með markvissum og vönduðum hætti. Fyrri handhafar viðurkenningarinnar eru Play, Lífeyrissjóður verzlunarmanna, BYKO, Landsvirkjun, Krónan, Landsbankinn og Isavia.

Að þessu sinni var það Marel sem dómnefnd taldi hafa gefið út eftirtektarverðustu sjálfbærniskýrslu ársins 2023, fyrir rekstrarárið 2022. Líkt og fyrri ár fjölgaði þeim skýrslum sem hlutu tilnefningu á milli ára og voru 35 skýrslur tilnefndar að þessu sinni.

Ítarleg skýrsla sem tekur tillit til helstu staðla

Hátæknifyrirtækið Marel starfar á alþjóðlegum markaði og endurspeglar upplýsingagjöf félagsins þann veruleika. Innan Marel hefur farið fram greining á hvaða sjálfbærnimælikvarðar eru viðeigandi fyrir þeirra atvinnugrein, svokölluð mikilvægisgreining. Það er mat dómnefndar að skýrslan sýni hvernig mikilvægisgreiningin nýtist í upplýsingagjöf og að meiri losun gróðurhúsalofttegunda í sjálfbærniskýrslu sé ekki endilega verra, heldur endurspegli aukna áherslu á betri gögn sem svo verða tól til skilvirkari ákvarðana.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali ársins segir að sjálfbærniskýrsla Marel birti viðeigandi upplýsingar og beri af, bæði í samanburði við innlend og erlend fyrirtæki:

„Sjálfbærniskýrsla Marels ber af sé hún borin saman við skýrslur og upplýsingagjöf innlendra fyrirtækja, og einnig sé litið til erlendra fyrirtækja sem leiða slíka upplýsingagjöf. Skýrslan er mjög ítarleg og tekur tillit til helstu staðla við gerð og birtingu sjálfbærnigagna en Marel birtir í ársskýrslu sinni almenna sjálfbærniskýrslu, Nasdaq ESG mælikvarða sérstaklega ásamt TCFD upplýsingum. Það má því segja að upplýsingagjöfin sé breið. Innan Marel hefur farið fram ítarlegri greining á umfangi 3, sem er óbein losun gróðurhúsalofttegunda en fyrirtækið birtir nú einnig óbeina losun vegna notkunar viðskiptavina á þeim tækjum sem Marel selur. Sú losun er stærsti hluti óbeinnar losunar Marel og fanga þessar upplýsingar áhuga lesanda.“

Gögn birt til virðisauka en ekki af skyldurækni

Það var Reynir Smári Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo, sem veitti dómnefnd viðurkenningarinnar formennsku. Reynir Smári segir það ánægjulegt að veita Marel viðurkenninguna enda séu gögn skýrslunnar augljóslega birt til virðisauka fremur en af skyldurækni:

„Sjálfbærniskýrsla Marel ber með sér að þar birtist lesandanum upplýsingar sem raunverulega séu nýttar til virðisaukningar fyrir félagið en ekki sem skylduæfing til að uppfylla regluverk. Marel hefur sett sér metnaðarfull markmið og ætlar fyrirtækið meðal annars að draga úr losun frá umfangi 1 og 2 um 42% fyrir árið 2030 miðað við árið 2021 og um 25% í umfang 3. Þá ætlar Marel að endurvinna 90% af úrgangi sínum fyrir árið 2026 og stefnir að kolefnishlutleysi virðiskeðjunnar árið 2040. Það er því virkilega gaman að geta veitt Marel viðurkenningu fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2023.“

Leggja sig fram við að veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar

Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla, veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd Marel og var að vonum glaður með árangurinn:

“Við hjá Marel erum afskaplega ánægð með að hljóta þessa viðurkenningu í ár. Síðastliðin 8 ár hefur fyrirtækið gefið út vandaðar og góðar sjálfbærniskýrslur þar sem við höfum lagt okkur sérstaklega fram við að veita skýrar og áreiðanlegar upplýsingar um það hvaða áhrif starfsemin hefur á samfélag okkar og umhverfi,” sagði Þorsteinn Kári.

“Við höfum lagt áherslu á að á hverju ári komi út vandaðri sjálfbærniskýrsla en árið áður og að við séum að mála upp heiðarlega og gegnsæja en um leið gagnlega mynd af þeim árangri sem við höfum náð.

Hluthöfum Marel, stjórnendum og starfsfólki er annt um það að vera treyst fyrir jafn veigamiklu hlutverki í alþjóðlega matvælageiranum og raun ber vitni en að sama skapi erum við stolt af því að geta tekið þátt í því að lyfta íslensku viðskiptalífi upp á hærra plan með því að veita greinargóðar upplýsingar um það hvernig við vinnum skipulega að því að hlúa að sjálfbærri þróun í okkar rekstri.” 

Í dómnefnd ársins sátu, auk Reynis Smára Atlasonar, þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia.

Markmið Festu, Stjórnvísis og Viðskiptaráðs með viðurkenningunni er meðal annars ýta undir notkun mælanlegra markmið og vandaðrar upplýsingagjafar á sviði sjálfbærni. Til að sinna þessu og til að undirbúa störf dómnefndar var skipað sérstakt fagráð sem lagði mat á allar þær skýrslur sem hlutu tilnefningu. Fagráðið var skipað þremur nemendum við Háskólann í Reykjavík sem hafa lokið sérstöku námskeiði með áherslu á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf, þeim Heiðrúnu Örnu Ottesen Þóroddsdóttur, Kára Jóni Hannessyni og Jóhönnu Sól Erlendsdóttur.

Heimsráðstefna framtíðarfræðinga í október

Virtustu og elstu samtök framtíðarfræðinga, World Futures Studies Federation,  hafa tilkynnt að næsta heimsráðstefna vettvangsins verði dagana 25 og 26 október næstkomandi, í París. Áhugaverður vettvangur og staðsetning, sjá nánar hér https://wfsf.org/category/aboutus/ 

Framtíðarsetur Íslands, https://framtidarsetur.is/  er aðili að samtökunum og mun verða á ráðstefnunni. Áhugavert væri að vita af þeim sem ætla að skella sér til Parísar, til gagns og gamans.

Karl Friðriksson

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?