Fréttir og pistlar
Framtíðir í febrúar – Fjölbreyttir viðburðir
Framtíðarhugleiðingar koma sterkt inn í febrúarmánuð. Við byrjum með öflugri þátttöku í UTmessunni í Hörpu dagana 2 til 3 febrúar.
2 febrúar, Eldborg kl. Harpa
Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Hann nefnir sitt innlegg: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.
3. febrúar, Harpa.
Kringum hádegið mun verða pallborðsumræða milli þeirra Kára Stefánssonar, hjá Íslenskri erfðagreiningu og José Cordeiro um ódauðleika mannsins og aðrar tækniframfarir. Fylgist með ráðstefnuvefnum um tímasetningu og í hvaða sal viðburðurinn verður. Aðgangur ókeypis.
3. febrúar, Kaldalón - KL. 14:30 - 15:30. Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir.
Kostljósinu beint að valdeflingu ungmenna, nýnæmi í viðhorfum og stjórnun. Aðgangur ókeypis. Eftirfarandi örerindi verða flutt:
Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki
Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ
Tæknitröll og íseldfjöll
Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi
Að hugleiða um framtíðir
Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs
Rúna Magnúsdóttir
Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla
Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun
Fundarstjóri: Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands
21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/
23 febrúar verður sérstök vinnustofa, með bandarískum sérfræðingum, undir heitinu Framtíð kynlíf og nándar árið 2052 eða The Future of Sex & Intimacy 2052. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við Ljósmæðrafélag Íslands. Sjá einnig nánar á ráðastefnuvefnum hér að ofan undir Side event. Þátttaka í vinnustofunni er öllum opin og aðgangur ókeypis.
Fleiri viðburðir verða í febrúar og kynntir síðar. Umsjónarmaður faghóps framtíðarfræða og gervigreindar.
Hér er linkur á streymið, á örmyndbönd, myndir, frétt á vísi, mbl, vb.is Þann 19. janúar 2024 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 kynntar og er þetta tuttugasta og fimmta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti.
Ánægjuvogin verðlaunar þau fyrirtæki sem skara fram úr í ánægju á sínum markaði
„Mikill heiður er fyrir fyrirtæki að vera hæst á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila“
Segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Íslensku ánægjuvogarinnar og Stjórnvísi
Þau fyrirtæki sem vinna á sínum markaði fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar í sínu markaðsefni sem og að njóta heiðursins.
Dropp nýtt í mælingu með hæstu ánægju Ánægjuvogarinnar
Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 40 fyrirtæki í 15 atvinnugreinum. Nokkur munur er á ánægju þeirra fyrirtækja sem voru mæld og eru einkunnir frá 53,9 til 83,9 af 100 mögulegum. Dropp er sigurvegari Ánægjuvogarinnar 2023. Dropp kemur inn sem nýtt fyrirtæki sem birtar eru niðurstöður fyrir sem póstþjónustufyrirtæki og nær þeim árangri að fá hæstu mælinguna í ár. Dropp var með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni 83,9 stig. Lægstu einkunn ársins hlaut Íslandsbanki með 53,9 stig.
Costco eldsneyti ekki lengur hæst
Costco eldsneyti hefur síðan 2017 verið hæst allra fyrirtækja en hlýtur nú annað sætið á eftir Dropp. Costco eldsneyti hefur fjórum sinnum verið með hærri stig en Dropp mælist með núna.
Nova ver titilinn 15. árið í röð
Nova hefur verið marktækt hæst, á sínum markaði, samtals í 15 ár í röð. Ekkert annað félag hefur sigrað svo oft á sínum markaði.
Níu fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
Gyllta merkið er einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Þessir sigurvegarar mega þar af leiðandi segjast vera með ánægðustu viðskiptavinina.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2023 – Gullhafar
- Dropp 83,9 stig meðal póstþjónustufyrirtækja
- Costco eldsneyti 80,8 stig meðal eldsneytisstöðva
- IKEA 76,6 stig meðal húsgagnaverslana
- Icelandair 74,3 stig meðal flugfélaga
- Nova 74,2 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Krónan 73,7 stig meðal matvöruverslana
- Apótekarinn 73,6 stig meðal apóteka
- A4 70,9 stig meðal ritfangaverslana
- BYKO 70,3 stig meðal byggingavöruverslana
Vinningshafar í sinni atvinnugrein – Blátt merki
Efstu fyrirtæki á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur.
- Heimilistæki 75,8 stig meðal raftækjaverslana
- Orka náttúrunnar 68,0 stig meðal raforkusala
- Sjóvá 67,5 stig meðal tryggingafélaga
- Kringlan 67,2 stig meðal verslunarmiðstöðva
- Landsbankinn 60,8 stig meðal banka
Hástökkvarinn í ár er Orkan
Orkan er það fyrirtæki sem hækkaði mest á milli ára og fær titilinn hástökkvarinn 2023. Orkan fékk 64,3 stig árið 2022 og hlaut nú 67,9 sem er hækkun um 3,6 stig.
Íslandsbanki í sögulegu lágmarki
Íslandsbanki mælist með lægstu einkunnina, sem er nú 53,9; sem er lægra en árið 2009 þegar einkunn Íslandsbanka var 54,5.
Kvartanir hafa áhrif á tryggð viðskiptavina
Ákveðið var að bæta við tveimur spurningum um kvartanir í líkanið. Annars vegar er spurt hvort að viðskiptavinir hafi kvartað eða haft ástæðu til að kvarta og hins vegar um hversu ánægðir þeir voru með úrlausn kvörtunarinnar. Samkvæmt bandarísku ánægjuvoginni hefur þessi málaflokkur mikil áhrif á tryggð viðskiptavina og því fleiri sem hafa kvartað því minni er tryggðin. Niðurstöður hérlendis sýna að hlutfall þeirra sem kvörtuðu voru 6% en 17% höfðu ástæðu til að kvarta en gerðu það ekki.
Íslenska Ánægjuvogin í aldarfjórðung
Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en mælingarnar byggja á erlendu líkani og aðferðafræði. Nokkrir þættir eru mældir sem hafa áhrif á ánægju viðskiptavina þ.e. væntingar, ímynd, mat á gæðum og virði þjónustu.
„Mæling sem þessi er mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um.“
Segir Gunnhildur að lokum.
Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein
|
Bankar |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Fjarskiptafyrirtæki |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Matvöruverslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
||
|
Landsbankinn |
60,8 |
66,3 |
67,9 |
66,3* |
|
Nova |
74,2* |
76,9* |
78,7* |
78,5* |
Krónan |
73,7* |
74,4* |
73,4* |
74,2* |
|
|
Arion banki |
59,0 |
62,0 |
65,3 |
62,4 |
|
Síminn |
68,1 |
71,0 |
73,5 |
70,4 |
Bónus |
66,2 |
67,9 |
68,2 |
68,4 |
|
|
Íslandsbanki |
53,9 |
64,5 |
66,1 |
63,3 |
|
Vodafone |
67,4 |
70,0 |
69,5 |
67,2 |
Nettó |
63,8 |
66,0 |
68,1 |
70,3 |
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Tryggingafélög |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Eldsneytisstöðvar |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Verslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
||
|
Sjóvá |
67,5 |
69,5* |
69,0 |
72,6* |
|
Costco eldsneyti |
80,8* |
81,3* |
85,0* |
85,8* |
|
IKEA |
76,6 |
75,2 |
76,4 |
78,0 |
|
Vörður |
64,8 |
65,3 |
66,5 |
65,3 |
|
ÓB |
69,1 |
66,7 |
68,6 |
71,3 |
Heimilistæki |
75,8 |
75,6 |
79,2 |
74,2 |
|
|
VÍS |
63,5 |
61,5 |
62,8 |
60,9 |
|
Atlantsolía |
68,8 |
66,0 |
69,4 |
72,5 |
ELKO |
74,6 |
73,7 |
76,2 |
72,8 |
|
|
TM |
60,0 |
63,8 |
65,0 |
63,6 |
|
Orkan |
67,9 |
64,3 |
63,6 |
68,9 |
Krónan |
73,7 |
74,4 |
73,8 |
74,2 |
|
|
|
|
|
|
|
|
N1 |
63,6 |
62,1 |
63,3 |
63,9 |
Apótekarinn |
73,6 |
75,3 |
75,1 |
74,4 |
|
|
Raforkusölur |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
|
|
|
|
|
A4 |
70,9 |
71,7 |
72,8 |
72,8 |
||
|
Orka náttúrunnar |
68,0 |
70,8* |
65,7 |
67,2 |
Apótek |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
BYKO |
70,3 |
70,5 |
68,3 |
68,2 |
||
|
HS Orka |
65,1 |
66,9 |
65,0 |
63,5 |
Apótekarinn |
73,6* |
75,3* |
75,1* |
74,4 |
Lyfja |
69,8 |
72,0 |
71,5 |
71,6 |
||
|
N1 Rafmagn |
64,5 |
66,9 |
N/A |
N/A |
Lyfja |
69,8 |
72,0 |
71,5 |
71,6 |
JYSK |
69,4 |
68,0 |
69,5 |
69,1 |
||
|
Orkusalan |
62,8 |
65,4 |
62,7 |
62,2 |
Vínbúðir ÁTVR |
67,9 |
68,9 |
70,1 |
75,4 |
|||||||
|
Raftækjaverslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Penninn Eymundsson |
67,7 |
71,1 |
75,3 |
73,2 |
|||||||
|
Ritfangaverslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Heimilistæki |
75,8 |
75,6 |
79,2* |
74,2 |
Bónus |
66,2 |
67,9 |
68,2 |
68,4 |
||
|
A4 |
70,9* |
71,7 |
72,8 |
72,8 |
ELKO |
74,6 |
73,7 |
76,2 |
72,8 |
Húsasmiðjan |
65,4 |
63,9 |
61,5 |
61,7 |
||
|
Penninn Eymundsson |
67,7 |
71,1 |
75,3 |
73,2 |
Nettó |
63,8 |
66,0 |
68,1 |
70,3 |
|||||||
|
|
|
|
|
|
Húsgagnaverslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Costco |
61,5 |
65,9 |
65,5 |
65,8 |
||
|
Byggingavöruverslanir |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
IKEA |
76,6* |
75,2* |
76,4* |
78,0* |
|
|
|
|
|
||
|
BYKO |
70,3* |
70,5* |
68,3* |
68,2* |
JYSK |
69,4 |
68,0 |
69,5 |
69,1 |
Flugfélög |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
||
|
Húsasmiðjan |
65,4 |
63,9 |
61,5 |
61,7 |
|
Icelandair |
74,3* |
71,7 |
N/A |
N/A |
||||||
|
|
Verslunarmiðstöðvar |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Play |
69,9 |
72,1 |
N/A |
N/A |
||||||
|
Póstþjónustufyrirtæki |
2023 |
2022 |
2021 |
2020 |
Kringlan |
67,2 |
66,9 |
66,1 |
70,7 |
|
|
|
|
|
||
|
Dropp |
83,9* |
N/A |
N/A |
N/A |
Smáralind |
67,1 |
68,3 |
67,8 |
71,6 |
|
|
|
|
|
||
|
Pósturinn |
59,2 |
56,1 |
54,1 |
56,6 |
|
|
|
|
|
* Fyrirtæki sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein
Um framkvæmd rannsóknar
Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni 2023. Gögnum var safnað frá apríl til desember árið 2023. Könnunin var send í tölvupósti á könnunarhóp Prósents. Um 3.000 manna úrtak á hverjum markaði; 200-1.000 svarendur fyrir hvert fyrirtæki. Niðurstöður voru vigtaðar með tilliti til kyns, aldurs og búsetu þýðisins.
Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:
- Á heildina litið, hversu ánæg(ð/ður/t) eða óánæg(ð/ður/t) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
- Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
- Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.
Merki Íslensku ánægjuvogarinnar
Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á https://www.stjornvisi.is/is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.
Uppskeruhátíðin á Grand hótel
Íslenska ánægjuvogin 2023 var afhent með pompi og prakt á Grand hótel í morgun, föstudaginn 19. janúar 2024, klukkan 8:30-9:25. Beint streymi frá viðburðinum má nálgast hér https://www.youtube.com/watch?v=Dyw6945TTFQ
Nánari upplýsingar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, sími 840 4990, netfang: gunnhildur@stjornvisi.is
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents sími 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.
Gleðilegt ár - Allt stefnir í að febrúar verði mánuður Framtíða, og því gefum við honum þema nafnið Framtíðir í febrúar. Í byrjun mánaðar, eða 2 febrúar er UTmessan í Hörpu https://utmessan.is/radstefnudagskra/fyrirlesarar.html Einn af aðalfyrirlesrum þar er José Cordeiro, frá Millennium Project. Fyrirlestur hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, immortality and the Technological Singularity. Síðan verða viðburðir 3 febrúar í Hörpu sem verða kynntir síðar.
Dagana 21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna á sviði framtíðarfræða um áskoranir sem beinast að þróun lýðræðis í heiminum. https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/
Endilega takið dagana frá og skráið ykkur á áhugaverða ráðstefnu. Nánar síðar.
Síðan er hér samantekt á nokkrum áhugverðum alþjóðaviðburðum frá seinasta ári :) Framtíðin er björt.
2023 Year in Review
ChatGPT wakes up the world to future AI impacts on education, work, culture.
- Turkey/Syria Earthquake kills 50,000, triggers building codes new enforcement
- Russian invasion of Ukraine continues
- Europe survived winter with new energy sources
- Deepfakes, disinformation proliferates, no rules for information warfare.
- UN Treaty to protect 30% of the oceans’ biodiversity by 2030 open for signature
- Every neural connection mapped in a larval fruit fly.
- International Criminal Court (ICC) issues arrest warrant for Vladmir Putin.
- Former President Trump is indited 4 times with total of 91 charges.
10. First X-ray image of a single atom.
11. First space solar power transmission from orbit to earth by Caltech.
12. Pure chicken meat from genetic material without chickens USDA approved
13. UN Security Council explores the security implications of artificial intelligence
14. China creates first national laws to regulate generative AI
15. July-October were the hottest months in recorded history
16. Massive demonstrations in Israel over reducing the supreme court’s power
17. Hamas invades Israel, global condemnation of Israel for devastating response.
18. China passes the US in number of scientific articles in the Nature Index.
19. India passes China as the most populous nation
20. Building blocks of life (methenium, CH3+ (and/or carbon cation, C+) detected in interstellar space.
21. FDA approval for testing brain chips implants in humans by Neuralink
22. World Summit II on Parliamentary Committees for the Future held in Uruguay.
23. India lands on near moon’s south poll, while Russia crashed a few days before.
24. Human brain activity translated into continuous stream of text.
25. Organized crime received $2.2 trillion from cybercrimes, while it cost business and individuals $8 trillion in 2023.
26. European Court of Human Rights to hear global warming case against 33 governments (first serious example of intergenerational law).
27. US and China, plus 27 other countries sign Bletchley Declaration on international cooperation to develop safe AI
28. Alzheimer’s disease onset decreased by 35% by Donanemab drug.
29. Mico- and nanoplastics pass the blood-brain barrier in mice.
30. Electronics grown inside living tissue furthers new field of bioelectronics.
31. The global average temperature temporarily exceeds 2°C above the pre-industrial average November 17th for the first time in recorded history.
32. COP28 in Dubai and COP29 in Baku announced, both oil-dependent economies
33. Google claims Gemini has advanced reasoning beyond GPT-4
34. Presidents Xi and Biden agree to joint US-China AI safety working group
Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024.
Til að tilnefna fyrir árið 2024 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024 verða veitt í fimmtánda sinn þann 12. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Háteigi, kl.16:00-17:10. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/
Frestur til að tilnefna rennur út 22. janúar 2024.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2024 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
Háskólinn á Bifröst býður örnám í gæðastjórnun. Þessi nýja og áhugaverða leið í háskólanámi er til 60 ECTS eininga og hentar bæði yfirstjórnendum og millistjórnendum sem þurfa starfa sinna vegna að sinna innleiðingu og rekstri gæðakerfa á vinnustað. Þá er örnámið kennt í fjarnámi og hentar einnig vel meðfram vinnu. Umsóknarfrestur er til 22. desember nk.
Félagsmenn í Stjórnvísi fá 15% kynningarafslátt
Til að virkja afsláttinn þarf að skrá STJÓRNVÍSI í athugasemdir í skráningarforminu. Nánari upplýsingar og skráning er á bifrost.is/ornam.
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
KPMG og Stjórnvísi buðu til fundar í morgun um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynntu leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri. Á annað hundrað manns sóttu fundinn sem var bæði í streymi og í glæsilegum nýuppgerðum húsakynnum KPMG í Borgartúni. Erindi fluttu Sigurjón Birgir Hákonarson og Hafþór Ægir Sigurjónsson hjá KPMG og Sigrún Ósk Sigurðardóttir ÁTVR. Fundarstjóri var Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG. Fundurinn aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Í gær lauk framtíðarráðstefna Dubai Future Forum. Á ráðstefnunni voru um 2000 framtíðarfræðingar, frá 95 þjóðum, en alls voru um 150 fyrirlesarar á ráðstefnunni. Af nógu að taka. Læt hér fylgja, til gamans, vefslóð á sögum frá framtíðinni, sem sendar voru út rétt fyrir ráðstefnuna.
Stories From The Future (mailchi.mp)
Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri fjallaði á fundi faghóps um stefnumótun og árangursmat um hvernig Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið nýtir Agile bæði við stefnumörkun og innleiðingu.
Hún lýsti hvernig verklag í ráðuneytinu hefur tekið stakkaskiptum frá því sem almennt hefur tíðkast í stjórnsýslunni. Nýttar eru Agile-aðferðir og -verkfæri í forgangsröðun og stýringu verkefna og lögð aukin áhersla á framgöngu mikilvægra mála ásamt fjármögnun þeirra. Hún sýndi hvernig óhefðbundið þverfaglegt skipurit styður við Agile hugmyndafræðina með árangursríkum hætti og áhersluna á skýra sýn.
Útskýrði ráðuneytisstjóri hvernig forgangsverkefni eru valin, hvernig þau veljast svo inn í vinnu spretthópa, reglulegar kynningar á framvindu spretta og aðferðir til að vinna afturvirkt frá lokaútkomu. Einnig fjallaði hún um að ráðningarferlið hafi verið gjörbreytast hjá ráðuneytinu, sem og fundastýring og að stuttar skilvirkar vinnustofur með lykilfólki séu að taka við af stýrihópum og nefndum.
Áhugasamir geta skoðað lýsingu á verklagi í kveri frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu: Vinnulag HVIN snýst um árangur
Skipurit og sýn HVIN kemur fram í kverinu Árangur fyrir Ísland
Í morgun hélt faghópur um gæðastjórnun og ISO fund í IÐAN fræðslusetur um rótargreiningar. Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leiðin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við sitjum uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni. Viðburðurinn var samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu og í framhaldi fengu þátttakendur að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.
Í fyrirlestrunum var skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpaði ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fór yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.
Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, hefur birt helstu atriði sem fram kom á ráðstefnunni AI Safty Summit sem haldin var í Bretlandi að frumkvæmði breska forsætisráðherrans, Rishi Sunak. Sjá meðfylgjandi vefslóð:
To make the most of AI, we need multistakeholder governance | World Economic Forum (weforum.org)
Hér eru nokkrar vefslóðir um alþjóðalega strauma og stefnur. Gæti verið áhugavert fyrir suma til að fletta :)
1/ The International Futures (IFs) model is a powerful simulation tool that enables users to explore, understand and shape global questions about future human wellbeing:
https://dms.academy/international-futures-simulation/
2/ The Futures of US-China Relations: Examining Historical Trends and Projections Using International Futures (IFs) System
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/05/the-future-of-us-china-competition.html
3/ Figure 1 shows a future wheel example created on 25 February 2022 exploring the impacts of the Ukraine War.
https://drive.google.com/file/d/1LXHBLMHxZDw7b8XuEXjWZJDSXCQDNvi7
4/ Cloud Service for causal mapping through systemic thinking:
https://insightmaker.com/insight/3BbHZaQdMeoYFj8Iwp2FFX/A-Future-Wheel-Ukraine-War
Watch the YouTube video here About Planetary Foresight;
https://wfsf.org/director/#more-273
Institute for Economics & Peace and Alliance for Peacebuilding have collected all issues of their Future Trends here.
https://wfsf.org/futures-publications-newsletters/
It’s Looking Like the 1930s: Axis and Allies in the Eurasian rimland
https://www.nationalreview.com/magazine/2023/12/its-looking-like-the-1930s/
The thematic overlap of three elements in Europe with the three elements in the Middle East is both surprising and eye opening
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/02/the-key-to-prosper-in-future.html
Calculating Integral Power Indicators (IPI):
https://altplanetaryfuturesinst.blogspot.com/2023/07/ukraine-war-power-dynamics-and.html
Í hádeginu í dag var haldinn stjórnarfundur faghóps framtíðarfræða. Spjallað var um framtíðaráskorandir á hinum ýmsu sviðum þó svo gervigreindin hafi átt mesta rýmið á fundinum. Aðeins var sagt frá nýlegri ráðstefnu Alþjóðlega samtaka framtíðarfræðingar, www.wfsf.org í París. Einnig var minnst á komu José Cordeiro https://en.wikipedia.org/wiki/Jos%C3%A9_Luis_Cordeiro hingað til lands og bók hans, sem fjallar um að lækna dauðan, The Death og Death. José verður einn af aðal fyrirlesurunum á UT messunni á vegum Ský í febrúar á næsta ári. Sagt var frá ráðstefnunni um framtíðaráskorandir um þróun lýðræðis á næsta ár https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/
Stuttlega var farið yfir komandi viðburði, og skorað á stjórn og þátttakendur í hópnum að koma með hugmyndir að áhugasömum viðburðum.
Í morgun fjallaði Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar um innleiðingu gæðastjórnunar en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum. Fundurinn sem haldinn var hjá Origo var einstaklega vel sóttur. Fundurinn var tekinn upp og verður birtur á facebooksíðu Stjórnvísi. Hérna má sjá myndir af fundinum:
Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.
Á viðburði loftslagshóps þann 9. október sl. var fjallað um hvernig fyrirtæki geti nýtt sér vísindaleg viðmið Science Based Targets initiative (SBTi) við að setja sér loftslagsmarkmið og vinna með vísindalegri nálgun að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsamningsins.
Níu íslensk fyrirtæki hafa byrjað þá vegferð að nýta SBTi í þessum tilgangi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín samþykkt. Rannveig Anna Guicharnaud hjá Deloitte rakti hvað felst í loftslagsmarkmiðum SBTi en þau gera atvinnulífinu kleift að setja sér markmið í samræmi við það sem vísindasamfélagið er sammála um. Um er að ræða verkfæri sem nýtist við að skipta yfir í lágkolefnishagkerfið og skapar innleiðing þeirra ýmsan ábata í rekstri, minna kolefnisspori o.fl. Hún rakti hvað þarf að gera við að innleiða aðferðafræðina, markmið sett og leiðin að þeim vörðuð.
Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni fjallaði um vegferð fyrirtækisins í SBTi, af hverju þessi vegferð var valin, hver hún hefur verið, ávinningur hennar og næstu skref.
Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum hjá OR sagði frá vegferð fyrirtækisins að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun. Hann fjallaði í þessu samhengi líka um ISO 14064 og vottun á loftslagsbókhaldi, CSRD sjálfbærnireglugerð ESB og EU Taxonomy.
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum.
Í næstu viku verður haldinn 50 ára afmælisráðstefna World Future Studies Federation í París. Þau ykkar sem ekki komast til Parísar geta fylgst með ákveðnum fyrirlestrum á netinu.
Sjá dagsskrá yfir þá fyrirlestra hér; https://wfsf2023paris.org/online-schedule/
Fylgjast með umræðum í mynd hér; https://www.youtube.com/watch?v=IkEAtxCTOW4
WFSF er ein virtustu samtök framtíðarfræðinga á alþjóðavísu og ein elstu, stofnuð 1973 í París, með meðlimi í yfir 60 löndum. WFSF er samstarfsaðili UNESCO og Sameinuðu þjóðanna, auk annarra alþjóðalegra samtaka.
Ráðstefnan verður dagana 25.-27. október, með hliðarviðburðum dagana 23.-24. október. Í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins ræðum við síðastliðin 50 ár og síðan en ekki síst næstu 50 árin.
Framtíðarsetur Íslands, https://framtidarsetur.is/ er formlegur aðili að WFSF, https://wfsf.org/
Á öðrum fundi framtíðarnefnda þjóðþinga í Úrúgvæ, sem nýlega er afstaðinn, var fjallað um gervigreind og áhrif hennar á samfélög og þróun lýðræðis. Mikið hefur verið rætt um setningu laga og reglna til að takast á við áhrif gervigreindar. Með hliðsjón af því er ályktun fundarins birt hér, en það eru jú þjóðþingin sem þurfa að taka afstöðu til, hvort og hvernig, eigi að halda utan um þessa þróun. Sjá hér: Parlamento UY | Versión Inglés
Fundinn sóttu um 300 þingmenn, sérfræðingar frá um 70 þjóðþingum.
Í þessu sambandi verður haldinn alþjóðleg ráðstefna hér á landi, í febrúar á næsta ári, um þróun lýðræðis, með áherslu á þróunina á Norðurlöndunum. Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við World Future studies Federation, WFSF, standa að ráðstefnunni, sjá hér: https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2023/