Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 29.ágúst nk. í Nauthól kl.08:45-10:00

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 29.ágúst nk. í Nauthól kl.08:45-10:00

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast sem fyrst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins.  Á tímabilinu júní-ágúst er oft best að bóka fyrirlesara.  Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól.  Ef annar staður er valinn er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 28.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 29.ágúst nk.

Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga þann 4.september.

Einnig er mikilvægt að skoða hvort stjórnir séu rétt skráðar inn á vefinn þ.e. allar breytingar hafi skilað sér. Þið hafið öll aðgang og formenn faghópa geta breytt hverjir eru í stjórn.

Munið eftir að skrá ykkur á fundinn ef þið eruð ekki þegar búin að því.  

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Allir velkomnir

Stjórn Stjórnvísi.

Nýsköpunarhádegi Gulleggsins - samstarf Stjórnvísi og Icelandic Startups

Föstudaginn 7. september næstkomandi kl 12:00-13:00 verður haldið Nýsköpunarhádegi Gulleggsins í samstarfi við Icelandic Startups í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.

#EngarHindranir er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Átakið hefur skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.

Fram koma: 

Forsetafrú Eliza Reid
Margrét Júlíanna Sigurðardóttir, stofnandi Mussila
Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show
Icelandic Startups sér um fundarstjórn.

Markmið fundarins er að veita ungu fólki innblástur og sýna fram á að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við viljum gefa þeim sem liggja á viðskiptahugmynd spark í rassinn til þess að koma sér af stað og fylgja draumunum sínum!
#EngarHindranir 

Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Við hlökkum til að sjá ykkur!
-----------------------------------------------------------------------
Gulleggið er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd og fær sigurvegari keppninnar 1 milljón króna að launum. 

Skráningarfrestur í Gulleggið er til kl 16:00 þann 12. september. Kynnið ykkur málið á www.gulleggid.is

 

Fullbókað: ATH! Breytt staðsetning: Samskipti til árangurs fyrir teymi - Lean

Vinsamlegast athugið að fundurinn verður í sal BSRB Grettisgötu 89 (hornið á Grettisgötu og Rauðarárstíg).  

Góð samskipti á vinnustað eru oft uppspretta góðra verka.

Á þessum grunni leiðir virk þátttaka starfsmanna í umbótaverkefnum, með skipulögðum hætti, af sér aukin samskipti þar sem virðing fyrir framlagi samstarfsfólks er leiðarljós. Aukin samskipti á þessum nótum leiða til betri samskipta og aukins árangurs. Við horfum á þetta frá þremur sjónarhornum:

  • Sérfræðingur á sviði samskipta, Sigríður Hulda hjá SHJ ráðgjöf, fjallar um ávinning góðrar samskiptafærni.
  • Þórunn Óðinsdóttir, sérfræðingur á sviði Lean segir frá hvernig helstu aðferðir Lean geta hjálpað til við að efla og styrkja teymi svo starfsfólk geti í sameiningu náð framúrskarandi árangri. 
  • Starfsfólk hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir frá reynslu sinni af því hvernig Lean hefur stutt við teymisuppbyggingu og árangursrík samskipti á vinnustaðnum.

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynna efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræðir nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyritækja og reynir að sjá hverning markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær stöllur fara yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynna PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyritækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn er samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyritækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin.

Fullbókað: Réttur til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda? Innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlöggjöfinni

Faghópur Stjórnvísi um persónuvernd boðar til fyrsta fræðslufundar haustsins.
Fundinum verður streymt á Facebook síðu Stjórnvísi.

Að þessu sinni verður fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda og sagt frá innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlögunum og helstu áskorunum í því ferli.

Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans mun fjalla um aðgangsréttinn en ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum. Rætt verður um afhendingarskylduna almennt, hvar mörkin liggja og hvenær undantekningar frá aðgangsréttinum eiga við.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun segja frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og segja frá stöðu innleiðingarinnar í dag.

Fræðslufundurinn er fyrir alla þá sem koma að afgreiðslu aðgangsbeiðna, persónuverndarfulltrúa sem og aðra er láta persónuverndarmál sig varða. Við hvetjum alla til að mæta hvort sem þeir eru langt komnir í innleiðingarferlinu eða jafnvel að stíga sín fyrstu skref.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, 19. september nk. í stofu M215 kl 12:00-13:00

Grunnatriði Lean

 Við hefjum veturinn á  árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í umbótastarfi Lean.  Þórunn Óðinsdóttir ráðgjafi mun fara yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Við fáum að heyra raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðfeðirnar.  
Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í straumlínustjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á. 

Rekstrarhagræðing, hvað er það? FRESTAST til nóvember.

 Fyrirlesturinn frestast til nóvember, dagsetning auglýst síðar.

Er fyrirtæki lenda í rekstrarvanda þá er gripið til rekstrarhagræðingar. En hvað er rekstrarhagræðing? Eru allar aðgerðir til að lækka kostnað rekstrarhagræðing? Fjallað verður um hugtakið "rekstrarhagræðing" og hvernig það er skilgreint m.t.t. þess sem rekstrarhagræðing á að skila. 

Fyrirlesari er Einar Guðbjartsson, dósent, HÍ.

Fullbókað: Hvað er á seyði í stefnumótun á Íslandi?

Stefnumótun er eitt mikilvægasta tæki stjórnenda til að ná árangri. Á morgunverðarfundi Stjórnvísis og Capacent verður skyggnst á bak við tjöldin í stefnumótun með ráðgjöfum Capacent. Farið verður yfir hvaða aðferðir hafa verið að ryðja sér til rúms í stefnumótun á Íslandi og hvernig stefna er innleidd í umhverfi þar sem forsendur breytast hratt og ytra umhverfi tekur sífelldum breytingum. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?