Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Mars viðburður faghóps markþjálfunar, 2. mars kl.8:30.

Flottir stjórnendur ræða hvar liggja virði markþjálfunar.

Lifandi umræða þar sem þið þáttakendur eruð líka með í samtalinu.

 

Eldri viðburðir

Starfsafl býður heim

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli býður félagsfólki Stjórnvísis heim, í Hús Atvinnulífsins, til að njóta léttra veitinga og hlýða á erindi þar sem Lísbet mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal.

 Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Aldursstjórnun - Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár, er eitthvað að marka þetta fólk?

Hlekkur á viðburð: Join the meeting now

 

Aldur er einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á viðhorf okkar og viðmót gagnvart öðru fólki. En hvernig er hægt verða meðvitaðri um þessi viðhorf og taka tillit til hækkandi aldurs á vinnumarkaði? 

 

Hvað er aldursstjórnun og hvernig nýtist hún mannauðsfólki? Hvernig birtast aldurs-/öldrunarfordómar og hvaða áhrif hafa þeir? Er gagnlegt að flokka starfsfólk í hópa eftir kynslóðum? Hvað er verið að gera á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að sporna við öldrunarfordómum? 

 

Þetta og mögulega fleira tengt öldrun á vinnumarkaði verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni "Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár - er eitthvað að marka þetta fólk?"

Fyrirlesari: Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir, formaður faghóps um mannauðsstjórnun.

Kulnun Íslendinga árið 2024

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina
Í ár var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif.

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2024 – fimm ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: prosent@prosent.is 

Fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum

Hlekkur á viðburðinn: Join the meeting now

 

Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hjá Samtökin '78, mun koma og halda stutt erindi um hvernig mannauðsfólk getur hagað vinnuaðstæðum og þjálfað starfsfólk sitt til að gera vinnustaðinn móttækilegri fyrir fjölbreyttum hóp starfsfólks.

Erindið eru 30 mínútur, og verður tími fyrir spurningar að því loknu.

Stjórnarfundur faghóps um mannauðsstjórnun - Lokaður fundur

Stjórnarfundir faghóps um mannauðsstjórnun eru haldnir tvisvar á ári þar sem stjórnin kemur saman í raunheimum og skoðar stöðu faghópsins.

Við upphaf starfsár kemur stjórn saman, skoðar eldri starfsár og mótar viðburðadagskrá komandi starfsárs.

 Og loks við lok starfsár eru fráfarandi stjórnarmeðlimir kvattir og nýir meðlimir boðnir velkomnir inn. Á loka vinnufundi stjórnar er einnig farið yfir líðandi Stjórnvísis ár og rýnt hvað betur megi fara, hvernig styrkja megi starfsemina, sem og hvað fór vel fram og viðhalda megi í starfseminni og komandi Stjórnvísisár vel undirbúið svo stjórnin geti hafið sín störf af fullum krafti strax við upphaf næsta Stjórnvísis árs.

 

 

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun?

Ekki hika við að hafa samband við formann faghópsins (sunna@vinnuhjalp.is), stjórnin er ávallt opin fyrir því að fá áhugasamt fólk inn í sínar raðir!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?