Verkefnastjórnun: Liðnir viðburðir

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Að ná árangri í breytingum - tvö ólík en spennandi sjónarmið

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Bryndís Pjetursdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, segir frá leit sinni að breytunni þ.e. leit hans að lyklinum að árangri í breytingum og lærdómi sem hefur hlotist á 20 ára starfsferli. Hugleiðingar hans eru einfaldar en á sama tíma praktískar og hugvekjandi.

09:20 – 09:50  Brynjar Már Karlsson, forstöðumaður Project Delivery Center hjá Icelandair, segir frá hvernig breyttar áherslur í verkefnastjórnun hefur haft gríðarleg áhrif á árangur og niðurstöður verkefna hjá fyrirtækinu. Hann veitir innsýn í hvernig skipulag, forgangsröðun og aðhald í verkefnum fer fram við innleiðingu þverfaglegra breytinga hjá Icelandair.

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Viðburði frestað: Verkefni og vöxtur

Því miður þarf að fresta þessum viðburði sem verður aftur á dagskrá seinna.  Áslaug Ármannsdóttir Markþjálfi fjallar um það hvernig markþjálfun getur ýtt undir persónulegan vöxt og aukið seiglu starfsmanna í stjórnun verkefna. 

FUNDI FRESTAÐ: Post-pandemic, what is the blueprint for successful agile leadership in our new hybrid normal?

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna er þessum viðburði frestað. 

Just over one year on from start of the global pandemic, what are the lessons learned for agile professionals? This presentation takes a critical look at the practice of agile project management; its pre-pandemic strengths and weaknesses, and the blueprint for Agile 4.0 which is emerging as we enter a new hybrid team and organisational reality. How far will distance be an enabler and disabler for agile performance? What will hybrid leadership look and feel like in practice?

In this presentation, Bob Dignen, an international leadership coach, and Jaroslaw Walaszek, Head of IT at Ringier Axel Springer in Poland, go head to head to explore the lessons we need to learn from the pandemic experience and the opportunities for both leadership and agile practice to evolve to meet the demands of a hybrid future.

Bob Dignen, international leadership coach, International Leadership Performance (UK)

Jaroslaw Walaszek, Head of IT, Ringier Axel Springer (Poland)

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun (fjarfundur)

Tengill á aðalfund

Stjórn faghóps um verkefnastjórnun boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021-2022.  Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa nýja stjórn og formann. 

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum    
  • Samantekt á starfi vetrarins
  • Kosning formanns og stjórnar 
  • Næsta starfsár faghópsins
  • Önnur mál 

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Önnu Kristínu Kristinsdóttur, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang annakk86@gmail.com eða í síma 692-5252.

Viðbragðsáætlanir

Click here to join the meeting
Undanfarin misseri hefur reynt á margar viðbragðsáætlanir, hvort sem það er vegna alheimsfaraldurs eða ofsaveðurs. Góð áætlun getur verið afgerandi þegar kemur að því að bregðast við þannig að vel sé og mikilvægt að vel sé staðið að verki.

 
Þau Elva Tryggvadóttir (Isavia), Bæring Árni Logason (Vodafone) og Guðmundur Stefán Björnsson (Sensa) ætla að fjalla um viðbragðsáætlanir frá nokkrum sjónarhornum. Þau munu fjalla um hvernig staðið er að uppbyggingu slíkra áætlana þannig að tilgangi þeirra séð náð, hvenær eru slíkar áætlanir virkjaðar og eftir hvaða leiðum er starfað í þeim aðstæðum. Þau munu einnig skoða hvernig hefur gengið að fara eftir áætlunum og hvernig áætlanir eru lagfærðar eftir að neyð hefur verið aflétt.
 
Einnig munu þau skoða sérstaklega samband viðbragðsáætlana og þjónustuaðila, hvernig er ábyrgð skipt og hver er sýn þjónustuaðilans í þessum málum. 
 
Um fyrirlesara:

Bæring Logason Gæða- og öryggisstjóri Vodafone mun fara yfir hvernig utanumhaldi viðbragðsáætlana er háttað hjá félaginu. Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem margir reiða sig á og skiptir því miklu máli að viðbragðsáætlanir félagsins séu við hæfi. Bæring er með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Tech og einnig með CBCI vottun frá Business Continuity Institute í Bretlandi ásamt því að vera ISO 27001 Lead auditor.

Elva Tryggvadóttir er verkefnastjóri í neyðarviðbúnaði hjá Isavia. Isavia sér um rekstur flugvalla á landinu auk flugleiðsögu á flugvöllum og flugstjórnarsvæðinu. Fyrirtækið telst til mikilvægra innviða landsins og þurfa viðbragðsáætlanir að vera í takt við eðli starfseminnar. Elva situr í Neyðarstjórn Isavia og mun segja okkur frá hvernig þau vinna sínar viðbragðsáætlanir og tengingu þeirra við aðra hagsmunaaðila. Elva er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur unnið í mannauðsmálum til margra ára þar til hún færði sig yfir í neyðarviðbúnað Isavia árið 2018. Elva er einnig aðgerðastjórnandi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og hefur komið að ýmsum störfum tengt neyðarviðbúnaði undanfarna áratugi.

Guðmundur Stefán Björnsson er yfirmaður upplýsingaöryggis og innri upplýsingtækni hjá Sensa og framkvæmdastjórn Sensa. Tæknifræðingur að mennt. Hann hefur verið í þessu hlutverki frá því 2015 eða þegar UT svið Símans færðist yfir til Sensa í sameinuðu fyrirtæki Sensa, UT Símans og Basis. Starfaði í 18 ár hjá Símanum, lengstum í stjórnun sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður í sölu, vörustýringu og verkefnastjórn og kom víða við í störfum hjá Símanum.

Þegar Landspítali fór úr fortíð í nútíð í fyrstu Covid bylgjunni

 Microsoft Teams meeting

 Join on your computer or mobile app

 Click here to join the meeting

_____________________________________

Ágúst Kristján Steinarsson mun segja okkur frá einu stærsta breytingarverkefni á Landspítala síðastliðin ár, þegar Landspítali fór yfir í Outlook og Office 365 - úr Office 2007 og Lotus Notes. Breytingin, sem var langt frá því að vera eingöngu tæknileg, hafði áhrif á hátt í 7000 starfsmenn og nemendur spítalans og því í mörg horn að líta.

Áhrifin voru lygileg þar sem innleiðingin fór fram í byrjun fyrstu bylgju Covid faraldursins og stuðlaði að því að spítalinn var hreinlega starfhæfur á Covid tímum.

Skyggnst verður á bakvið tjöldin þar sem rakin verður saga þessara breytinga sem áttu sér margar áskoranir og sigra á leiðinni. Þannig leynist hér saga af breytingarstjórnun og verkefnastjórn sem margir hafa eflaust áhuga á að heyra.

Ágúst Kristján er ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Viti ráðgjöf, sem starfa fyrir heilbrigðis- og upplýsingatæknisvið Landspítalans. Ágúst hefur fjölþætta reynslu af stjórnendaráðgjöf, greiningum og verkefnastjórn. Áður en hann hóf að starfa sjálfstætt sem ráðgjafi hafði hann öðlast dýrmæta reynslu á öðrum vinnustöðum sem stjórnandi, verkefnastjóri og ráðgjafi. Þá hefur Ágúst kennt stefnumarkandi markaðssetningu í háskóla.

Ágúst leggur ríka áherslu á mannlegu hliðina í allri sinni nálgun, samhliða því að beita skipulögðum, skilvirkum og viðurkenndum vinnubrögðum. Ágúst setur metnað sinn í að varpa skýru ljósi á stöðu mála þannig að allir hagsmunaaðilar sjái stöðuna í réttu ljósi og geti þannig tekið farsælar ákvarðanir til framtíðar.

 Ágúst er umbótarsinni og gengur til verks með það að leiðarljósi að raunverulegur og varanlegur árangur náist. Þannig vinnur hann með stjórnendum og starfsmönnum með það að markmiði að:

  • Hjálpa þeim að sjá raunveruleikann, eins og hann er í allri sinni mynd.
  • Ná sameiginlegum skilningi um hvernig hægt er að leysa núverandi stöðu.
  • Stuðla að innleiðingu varanlegra umbóta sem allir taka þátt í.

 

 

Leiðtogar í agile umhverfi - vinnustofa

Í dag er hávær krafa um að fyrirtæki og stofnanir geti þróast hratt og fylgt þörfum notenda, hraðri tækniþróun og breytingum á mörkuðum bæði hér heima og á alþjóðavísu.  Lykill að slíkri getu og nýsköpun er að leysa úr læðingi fulla getu allra til nýsköpunar og tileinka sér skipulag sem styður þverfagleg og skapandi teymi. 

Sjálfstæð teymi og hraðar breytingar gera líka meiri kröfu um leiðtogahæfni á öllum stigum í fyrirtækjum og nauðsynlegt er að þjálfa þá hæfni markvisst. Stjórnendur þurfa að geta skapað skilyrði og stuðlað að menningu þar sem fólk þrífst og upplifir nægilegt sálrænt öryggi til þess að nýsköpun og stöðugur lærdómur geti átt sér stað.  

Að leiða í stöðugri óvissu er krefjandi og mikilvægt að finna leiðir til að styðja þann þroskaferil stjórnenda og leiðtoga. 

Í samstarfi við Helga og Ástu frá Agile People býður Stjórnvísi upp á ör-vinnustofu með virkri þátttöku um agile stjórnun og þá hæfni sem leiðtogar þurfa að hafa hugrekki til að tileinka sér til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Vinnustofan byggir á hugmyndum úr námskeiðinu Leading with Agility frá Agile People.  Helgi og Ásta munu segja frá hvernig Agile People nálgast að kenna og styrkja leiðtogafærni og agile hugarfar.  

Agile People eru samtök sem hófust í Svíþjóð 2011 og eru í dag leiðandi á heimsvísu í námskeiðum og þróun Agile Mannauðstjórnar (Agility in HR) og Agile Leiðtogafærni (Leading with Agility).  Námskeiðin eru þróuð bæði sem staðnám í lotum og frá upphafi síðasta árs aðgengileg sem online námskeið sem hafa reynst frábærlega. 

Þessi námskeið eru vottuð af ICAgile (International Consortium for Agile) og veita hvort um sig alþjóðlegu vottunina “ICAgile Certified Professional” (ICP) - Agility in HR (ICP-AHR) og Leading with Agility (ICP-LEA).  

Vinnustofan hjá Stjórnvísi verður í óformlegum anda þar sem blandað verður saman yfirferð úr fyrsta hluta námskeiðsins Leading with agility og virkri þátttöku, æfingum og samtali um eflingu leiðtogafærni fyrir agile umhverfi. 

Helgi er í forsvari fyrir vöxt og stuðning við vottaða leiðbeinendur Agile People á heimsvísu.  Hann hefur mikla reynslu af því að starfa í agile umhverfi sem Agile People Coach og er ásamt stofnanda Agile People (Pia Maria Thorén) höfundur leiðtoganámskeiðsins ICP-LEA. Hann hefur komið að mótun og umbreytingu fyrirtækja og teyma í bæði einka og opinbera geiranum og þjónað bæði teymum og stjórnendum.  Hann er atferlisfræðingur að mennt með sérhæfingu í vinnu- og skipulagssálfræði, lausn ágreinings ásamt því að vera vottaður markþjálfi. Megin áhersla Helga er styðja fyrirtæki og vinnustaði í að skapa kjörskilyrði þar mannlegi þátturinn í rekstri og afrakstur fara hönd í hönd; þar sem fólk getur þrífist, dafnað og nýtt alla sína hæfileika.  

Ásta er þjálfari hjá Agile People og hefur einnig lokið vottun hjá ICAgile sem vottaður leiðbeinandi til að kenna ICP-LEA.  Hún hefur einnig lokið viðurkenndu námi í markþjálfun og að vinna í að ljúka ICF vottun í professional coaching. Hún bjó í Kaupmannahöfn í 9 ár og lauk mastersnámi í Stafrænni þróun og miðlun frá IT-Universitetet með áherslu á stafræna nýsköpun. Síðustu ár hefur hún starfað í stjórnendaráðgjöf, ráðgjöf og verkefnastýringu í nýsköpun og agile þróunarverkefnum og starfar nú hjá Advania. Hún hefur komið að fjölbreyttum umbreytingar verkefnum og stefnumótun og nýtt skapandi aðferðir hönnunarhugsunar í nýsköpun og þróunarverkefnum.

Innleiðing á Microsoft Teams - reynslusaga Isavia

Click here to join the meeting
Vorið 2020 innleiddi Isavia Microsoft Teams lausnina í starfsemi sína. Þeir ætla að miðla með okkur reynslu sinni á innleiðingunni og fara yfir undirbúning, innleiðingarferil og árangurinn. 

Guðrún Helga Steinsdóttir er verkefnastjóri á sviði Stafrænnar þróunar hjá Isavia. Guðrún Helga er með meistaragráðu í Upplýsingastjórnun MIM og í Viðskiptafræði MBM, hún hefur umtalsverða reynslu af því að stýra innleiðingum á upplýsingakerfum og öðrum stærri umbótaverkefnum. Hún mun fara yfir heildar feril innleiðingar á Teams á tímum Covid, hverjar voru helstu áskoranirnar, hvaða leið var farin og hvernig gekk. Þá situr hún í stjórn Vertonet, hagsmunasamtök kvenna í upplýsingatækni á Íslandi. 
 
 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

 

Raf-magnaðir viðburðir!

Click here to join the meeting

Jón Þórðarson hjá Proevents mun fara yfir viðburðarstjórnun í breyttu umhverfi. 

Það er magnað að ástandið vegna Covid hefur sýnt okkur hvað hægt er að gera skemmtilega og mikilvæga hluti þegar maður hugsar út fyrir boxið! Þörf okkar fyrir að fræðast, hittast og skemmta okkur saman, er alltaf til staðar og því verðum við að finna leiðir sem virka í nýjum heimi. Lykilatriðið er að sjá alltaf tækifærin í aðstæðunum með því að beita skapandi hugsun. Jón mun gefa okku innsýn í nýjar víddir þegar kemur að raf-mögnuðum viðburðum og nauðsyn þess að hafa faglega nálgun við framkvæmd þeirra.

Viðburðurinn verður tekinn upp og upptakan sett á Facebook síðu okkar

Jón Þórðarson er stofnandi og eigandi Proevents ásamt Ragnheiði Aradóttur. Hann hefur mikla reynslu af viðburðaþjónustu auk langrar stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu. Sem viðburðastjóri hefur Jón starfað með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum hvort sem eru árshátíðir, hvataferðir, móttökur, stórir viðburðir í beinni sjónvarpsútsendingu og verðlaunaafhendingar svo eitthvað sé nefnt. Hann starfaði m.a. sem sýningastjóri í Borgarleikhúsinu í áratug.

Jón hefur BSc í viðskiptafræði. Hann hefur mikla ánægju af að vinna með ólíku fólki og hefur óþrjótandi metnað fyrir því að viðburðir á hans vegum séu unnir á framúrskarandi hátt.

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Viðburðurinn fer fram á Zoom og hérna er hlekkur á fundinn. Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnir hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

Verkefnastjóri undir pressu

Hlekkur á TEAMS fundinn er hér. 
Hvað gerist þegar verkefnastjóri hefur sífellt minni tíma til að sinna verkefnum sem hann/hún leiðir?

Fjallað verður um þetta algenga vandamál og hvað áhrif það getur haft á framgang og niðurstöðu verkefna og upplifun af verkefnastjórnun.

Fyrirlesari er Aðalbjörn Þórólfsson.
Aðalbjörn hefur 20 ára reynslu sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá fyrirtækjum eins og Íslandsbanka og Símanum.
Hann starfar nú sem sjálfstæður ráðgjafi í verkefnastjórnun undir merkjum Projectus www.projectus.is

Hlekkur á TEAMS fundinn er hér. 

Grunnur að verkefnastjórnun

Hvað er verkefnastjórnun, hvar nýtist hún og hvert er virði hennar?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar og hvert raunvirði hennar er. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri byggingar hjá Isavia.

Staðsetning: Teams

Skráðir þátttakendur hafa fengið sendann hlekk á viðburðinn. Óskir þú eftir því að fá sendann hlekk vinsamlegast sendu tölvupóst þess efnis á annakk86@gmail.com 

 

Hvernig gekk Advania að vinna í fjarvinnu?

Join Microsoft Teams Meeting

Hinrik Sigurður mannauðsstjóri Advania fjallar um hvernig gekk að vinna í fjarvinnu vorið 2020 útfrá niðurstöðum könnunar á meðal starfsfólks. Fjallað verður um stjórnun, vinnuna, samskipti, upplýsingagjöf ásamt því að skoða hvernig framleiðni á meðal annars beiðnum og símsvörun var ásamt því að skoða þjónustuskor. Einnig mun Hinrik Sigurður koma inná næstu skref og hvernig “hybrid módel” getað verið að einhverju leyti flóknara. 


Fyrir hverja: 

Stjórnendur og alla þá sem hafa áhuga á fjarvinnu.

Staðsetning og form viðburðar:
Viðburðinum er streymt á Teams. Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins. 

Ávinningur:

  • Árangursríkari fjarvinna

  • Ánægðara starfsfólk

  • Aukin framleiðni

  • Sparar tíma á að vita hvað virkar vel og hvað ekki


Fyrirlesari:
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðstjóri Advania frá 2015. Hann er sérlega áhugasamur í að aðstoða stjórnendur stýra sínum sviðum á skilvirkan hátt með því að há­marka fram­leiðni án þess að ganga enn frek­ar á per­sónu­leg­an tíma fólks.
Hann vann hjá Hagvangi sem sviðsstjóra ráðgjafa­sviðs. Áður vann hann hjá Íslands­banka þar sem hann sinnti frammistöðustjórn­un og um­sjón með launa­grein­ing­um, töl­fræði og mæli­kvörðum mannauðssviðs Íslands­banka ásamt al­mennri ráðgjöf og inn­leiðingu á orku­stjórn­un mannauðs í bank­an­um. Hinrik Sig­urður starfaði hjá Capacent í nokk­ur ár við ráðgjöf á sviði mannauðsmá­la.  Þar áður starfaði Hinrik Sig­urður í Englandi við þróun sál­fræðilegra mats­tækja fyr­ir vinnu­markaðinn.  

Join Microsoft Teams Meeting

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun - fjarfundur

Dagskrá fundar:

  •     Samantekt á starfi vetrarins
  •     Kosning í stjórn   
  •     Hugmyndir að næstu viðburðum

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt á fjarfundinum vinsamlegast sendið tölvupóst á annakk86@gmail.com til að fá fundarboð með hlekk á fundinn.

FRESTAÐ:Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig

Vegna mikilla eftirspurnar og fjölda áskorana munum við endurtaka leikinn í þriðja sinn þar sem okkar frábæru fyrirlesurum!

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

 
Með Ragnhildi verður engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía mun segja frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.
 
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101, Menntavegi 1. 

Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig

Vegna mikilla eftirspurnar og fjölda áskorana endurtökum við leikinn með frábærum fyrirlesurum!

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

 
Með Ragnhildi verður engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía mun segja frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.
 
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101, Menntavegi 1. 

Skilvirk verkefnastýring í flóknum innkaupaverkefnum

Kristín Gestdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Isavia mun fjalla um mikilvægi skilvirkrar verkefnastýringar við samningskaupviðræður. Farið verður yfir nýafstaðið verkefni hjá Isavia, frá upphafi til enda, og þann lærdóm og reynslu sem varð til á leiðinni.

 

Staðsetning: Isavia - Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur, 102 RVK (Inngangur er á suðurhlið hússins). Mynd af korti: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AA6GNj&x=357228&y=406314&z=8&ja360=1&jh=135.7&type=map 

 

 

 

Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig: Breytt staðsetning-Fullbókað

Athugið: breytt staðsetning, viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

 
Með Ragnhildi verður engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía mun segja frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.
 
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101, Menntavegi 1. 
 
 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Fullbókað: Hvað brennur á vörum þeirra sem hafa stundað Lean í áratugi?

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir munu miðla því sem þau sáu og heyrðu á ferðalagi sínu í þeim tilgangi að veita Íslendingum innblástur á sinni vegferð.


Maríanna Magnúsdóttir er umbreytingarþjálfari og breytingarafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggjaupp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarfræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Pétur Arason er Chief Challenger of StatusQuo og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur innleitt stefnumótun, stýrt stórum breytingarverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands. 


Að skapa sín eigin tækifæri

Á fyrirlestrinum munu þátttakendur kynnast ferlinu frá hugmynd að framkvæmd. Í því felst að virkja eigin frumkvöðlahugsun og forgangsraða hugmyndum sem vekja áhuga. Farið verður yfir mótun viðskiptahugmyndarinnar, teymismyndun og fjármögnun í þeim tilgangi að veita þátttakendum trú á eigin hugmyndaferli.Þátttakendur munu fá innsýn í frumkvöðlaumhverfið á Íslandi og þann stuðning sem í boði er fyrir hugmyndaríkt fólk.

Fyrir hverja: Fyrir alla sem vilja opna á eigin frumkvöðlahugsun og efla sig í ferlinu að fá hugmyndir og fylgja þeim eftir.


Hafdís Huld Björnsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af breytingastjórnun og að vinna með menningu skipulagsheilda. Hún hefur unun af því að skapa vettvang þar sem teymi finna í sameiningu lausnir til að bæta umhverfi sitt. Hafdís Huld hefur starfað sem lean sérfræðingur, verkefnastjóri og rekstrar- og mannauðsstjóri. Í dag er hún sjálfstætt starfandi meistarasmiður, ráðgjafi og fyrirlesari.

Svava Björk Ólafsdóttir stundar nám í markþjálfun og er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM). Hún hefur mikla reynslu af stuðningsumhverfi frumkvöðla á Íslandi meðal annars í starfi sínu hjá Icelandic Startups. Hún hefur undanfarin ár sinnt ráðgjöf, fræðslu og stýrt fjölda verkefna með það að leiðarljósi að styðja við bakið á frumkvöðlum á fyrstu skrefunum. Í dag er hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi, fyrirlesari og þjálfari á nýsköpunarviðburðum.

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Við höfum breytt um staðsetningu til að fá stærri sal og hleypa fleiri áhugasömum á viðburðinn. 


Hvernig má búa til bestu mögulegu stafrænu þjónustuna fyrir notendur?

Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænt Ísland mun deila sinni þekkingu og gefa innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Fjóla er nú verkefnastjóri hjá verkefnastofu Stafrænt Ísland hjá Fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M325 þann 22.maí kl.12:00-12:30

Dagskrá fundar:

  1. Samantekt á starfi vetrarins
  2. Kosning í stjórn
  3. Dagskrá næsta árs

Stjórn hvetur þau sem eru áhugasöm um að kynna sér málið og taka þátt í stjórn hópsins. Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfi stjórnar faghópsins, vinsamlegast hafið samband við formann hópsins Önnu Kristínu, anna.kristinsdottir@isavia.is.

Frá ásetningi til framkvæmdar: Verkefnamiðuð markþjálfun

Hvað eiga verkefnastjórnun og markþjálfun sameiginlegt? Hvaða tækifæri liggja í að nota tæki og tól verkefnastjórnunar í markþjálfun? Hver er ávinningurinn fyrir verkefnastjóra og verkefnateymi að nýta sér markþjálfun?

Í hinni einföldustu mynd er hægt að halda því fram að hvoru tveggja verkefnastjórnun og markþjálfun snúist um að ná fram einhvers konar breytingum hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, teymum, stofnunum eða fyrirtækjum.  Í verkefnastjórnun eru breytingarnar settar upp sem verkefni og eru verkefni skilgreind sem viðfangsefni með skilgreint upphaf  sem og skilgreindan endi ásamt því að hafa skýr og mælanleg markmið að leiðarljósi.  

Með markþjálfun leitast markþegar eftir því að finna tilgang sinn og drauma, nýjar leiðir og lausnir að bættri frammistöðu og árangri. Líkt og í verkefnastjórnun eru markmið dregin fram í markþjálfunarferlinu sem styðja markþega við að ná fram þeim breytingum sem þeir vilja sjá í ferlinu.

Áhugavert er því að skoða samleið þessara tveggja aðferða, hvernig þær geta stutt hver við aðra og hvaða tæki og tól geta leynst í handraðanum.  

Um fyrirlesara:

  • Áslaug Ármannsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Ba gráðu í mannfræði. Jafnframt hún lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR. Áslaug starfar sem sjálfstæður verkefnastjóri og markþjálfi og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.
  • Laufey Guðmundsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Bs gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki lýkur hún námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR í maí. Laufey starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

 í lok viðburðarins heldur faghópur Markþjálfunar sinn aðalfund.

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!-Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!  - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík,  Stofa M104.

Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.

Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum

Hvað er menning og hefur hún áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna?  Eru áhrif íslenskrar menningar jákvæð eða neikvæð í alþjóðlegum verkefnum?

Fjallað verður um áhrif menningar, hvaða áskoranir felast í alþjóðlegu umhverfi, hvernig megi bregðast við og hvort yfirhöfuð sé hægt að stjórna menningu. Hvaða þættir eru það sem hafa áhrif á framvindu alþjóðlegra verkefna og hvaða lærdóm má draga af stýringu alþjóðlegra verkefna hjá Össuri.

Ragnheiður Ásgrímsdóttir starfar sem Global process owner fjármálaferla hjá Össuri hf og hefur starfað á fjármálsviði fyrirtækisins síðastliðin 17 ár. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla og Íslands og útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017 þar sem hún skrifaði um áhrif menningar í alþjóðlegum verkefnum í lokaverkefni sínu úr MPM náminu og byggði verkefnið á raundæmi úr starfsemi Össurar.

 

Staðsetning:
Össur
Grjóthálsi 5
4. hæð

Hvernig getur tæknin hjálpað okkur að vinna saman

Vinnur þú með mörgum að mörgum mismunandi verkefnum og veist stundum ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? Ýmis forrit eru í boði sem geta hjálpað til við að halda utan um verkefni, forgangsraða og tengja samstarfsaðila saman.

Við höfum fengið 4 reynslubolta til að segja okkur frá því verkfæri sem hefur nýst þeim best og í hvaða tilgangi þau eru notuð.

 

Magnús Árnason er markaðsstjóri Nova, stærsta skemmtistaðar í heimi, þar sem verkefnin eru fjölmörg og flæða á milli starfsmanna, deilda og samstarfsaðila. Nova hefur innleitt Asana verkefnastjórnunarforritið með mjög góðum árangri og ætlar Magnús að fræða okkur um hvernig best er að halda utanum verklag og verkflæði í teymisvinnu með hjálp Asana.

https://asana.com/

 

Hafdís Huld Björnsdóttir er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) frá Háskólanum í Reykjavík og BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Hafdís er snillingur í því að taka að sér fjölbreytt og ólík verkefni með mismunandi hópum. Hafdís mun segja frá því hvernig hún persónulega nýtir www.trello.com til halda mörgum boltum á lofti og gera lífið einfaldara, skilvirkara og skemmtilegra.

https://trello.com/

 

Egill Rúnar Viðarsson er grafískur hönnuður á vefmiðladeild Hvíta hússins, auglýsingastofu. Egill er með óbilandi áhuga á skipulagi og þróunarsamstarfi milli fólks með mismunandi sérfræðiþekkingu. Egill er einnig visst skipulags-frík með veikan blett fyrir borðspilum, tölvuleikjum og þá sérstaklega fyrir sundurgreiningu á vandræðalegum þögnum sem upp koma þegar einhver utanaðkomandi brýtur óskrifaða reglu í mannlegum samskiptum.

#slack-er-margt-til-lista-lagt

Samskiptaforritið Slack hefur hratt rutt sér til rúms síðan 2013 þegar það kom fyrst á sjónarsviðið. Í dag nýta rúmlega 8 milljónir notenda Slack – jafnt í vinnu sem utan. Hvað er það sem Slack gerir svo vel, hvernig má nýta Slack í alls kyns annað og hvað getum við lært?  

https://slack.com/

 

Lísa Jóhanna Ævarsdóttir er verkefnastjóri hjá Hey Iceland og framkvæmdastjóri Lean Ísland. Lísa hefur mikla reynslu af verkefnastjórnunarforritinu Trello og hefur hún kennt á námskeiðum af og til síðustu ár. Lísa  nýtir forritið mikið í daglegum störfum og ætlar að miðla af reynslu sinni og fræða okkur um kosti Trello og hvernig það hjálpar henni að halda utanum verkefnin og koma þeim í framkvæmd.

https://trello.com/

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun

Góðan daginn,

Aðalfundur faghóps um verkefnastjórnun verður haldinn þriðjudaginn 21. ágúst klukkan 17:15 á Hilton (Lobby bar)

  • Farið verður yfir starf síðasta árs.
  • Lögð drög að stjórn næsta árs.
  • Lögð drög að stefnu næsta árs.

Við erum einnig að leita eftir framboðum í hlutverk formanns. Vinsamlega sendið ábendingar og áhuga ykkar á hafdish@vis.is

Kv. Stjórnin

Stjórnlaus fyrirtæki?

Fundinum verður streymt á facebook síðu Stjórnvísi: https://www.facebook.com/Stjornvisi/

Eitt af stóru verkefnum þeirra sem leiða fyrirtæki og stofnanir í dag er að finna leiðir til þess að takast á við gríðarlega örar breytingar í fyrirtækjaumhverfinu okkar. Hraði breytinga í umhverfi fyrirtækja er orðinn mikill og hæfni fyrirtækja til að bregðast við því er jafnvel orðið það sem hefur mest áhrif á hverjir halda velli. Eitt af því sem skiptir sköpum í aðlögunarhæfni fyrirtækja er ríkjandi stjórnskipulag.

Gæti forskot fyrirtækja leynst í því að umbylta hefðbundnu skipulagi? Kristrún mun fjalla um fyrirtæki sem tekið hafa stór skerf til þess að geta brugðist hraðar við breytingum í umhverfi sínu með því að færa ákvörðunarvald alfarið til starfsmanna.

Kristrún Anna Konráðsdóttir starfar sem verkefnastjóri hjá VÍS og hefur ástríðu fyrir því að skapa umhverfi þar sem fólk fær að blómstra. Hún útskrifaðist úr MPM náminu í HR 2017, starfaði lengi í ferðaþjónustu hér heima og í Bretlandi en síðastliðin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri í tæknigeiranum.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.

Stafræn vegferð Reykjavíkurborgar – með upplifun notandans að leiðarljósi.  

 

Arna Ýr Sævarsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg kynnir innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar. Arna fjallar um breytingar á vinnulagi og hvernig notast er við aðferðafræði “design thinking”. Aðferðafræðin byggir á skapandi og stefnumótandi aðferðum til að ýta undir nýsköpun og auka upplifun notendanna.

Aðferðafræðin kallar á þverfagleg teymi með aðkomu fleiri hagsmunaaðila og reynt að vinna gegn  því að mengi þátttakenda sé einsleitt.

Þröstur Sigurðsson deildarstjóri kynnir starfsemi Rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar og hvernig unnið er gegn sílómyndunum og hvatt til þátttöku fleiri aðila í rafvæðingu ferla með það að leiðarljósi að skapa jákvæða upplifun fyrir notendur, bæði borgarbúa og starfsfólk borgarinnar

Dagur verkefnastjórnunar - framtíðin í verkefnastjórnun?

Dagur verkefnastjórnunar verður haldinn hátíðlegur í Háskólanum í Reykjavík 11. maí nk. í samstarfi Verkefnastjórnunarfélags Íslands, Stjórnvísi og MPM-námsins í HR. 

Kl. 9:00-12:00 málstofa um framtíðina í verkefnastjórnun

Á málstofunni verður spáð í framtíðina og hún skoðuð út frá fjórum áhugaverðum málaflokkum. 

- Samsetningu atvinnulífs
- Umhverfis- og loftlagsmálum
- Tækni 
- Aldamótakynslóðinni

Erindi verða haldin um hvern og einn málaflokk og að þeim loknum fer fram vinnustofa með svokölluðu "world cafe" sniði. Þar verða spurningar lagðar fram til umræðu fyrir málstofugesti og þeir fá tækifæri til að velta fyrir sér hvernig framtíðin getur komið til með að líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar.

Málstofan fer fram í stofu M325 í Háskólanum í Reykjavík. Hún er öllum opin og gjaldfrjáls en nauðsynlegt er að skrá sig til leiks til að tryggja sér sæti.

Skráning fer fram hér:
https://www.vsf.is/is/dagur-verkefnastjornunar-11-mai-2018

Dagur verkefnastjórnunar var einstaklega vel heppnaður í fyrra og við hlökkum til að endurtaka leikinn í ár.

——————————————————————

Dagskrá eftir hádegi á Degi Verkefnastjórnunar sem kynnt verður sérstaklega. 

Kl. 13:00-17:00 Kynningar á lokaverkefnum útskriftarnemenda MPM-námsins.

Kl.17:00-19:00 Hátíðarkokteill MPM-náms og VSF.
 

Project Management: Mindhunter’s research project

Fyrirlestur dr Allen G. Burgess og dr Ann W. Burgess

Þættirnir Mindhunter (2017) á Netflix fjalla um rannsóknir Atferlisvísindadeildar FBI (Behavioral Science Unit) á hugarheimi raðmorðinga. Persónur þátttanna byggja á raunverulegum persónum og nú hefur MPM-námið við Háskólann í Reykjavík boðið Dr Ann Burgess (Dr. Carr í þáttunum) og manni hennar, Dr Allen G. Burgess, til Íslands til að segja frá þessu áhugaverða rannsóknarverkefni.

Ann Burgess var frumkvöðull í að leggja áherslu á vettvangsgreiningar og viðtöl við gerendur. Í rannsókninni, sem var styrkt var af National Institute of Justice, var bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt til afla gagna og greina þau.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um verkefnið út frá sjónarmiðum verkefnastjórnunar, fjallað um hlutverk Atferlisvísindadeildar FBI í bandarísku réttarkerfi og þátt Ann í rannsókninni. Eins mun Ann lýsa persónulegri reynslu sinni af því að starfa með lögreglufulltrúnum John E. Douglas og Robert K. Ressler úr Mindhunter þáttunum.

Ann Burgess starfar nú sem prófessor í geðhjúkrunarfræðum við Boston College School of Nursing og er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar bæði á gerendum, og ekki síður þolendum, ofbeldisverka.

Fyrirlesturinn sem verður haldinn í stofu M101 miðvikudaginn 18. april kl. 17.00 er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Frekar upplýsingar má sjá á Facebook síðu viðburðarins hér

Háþróuð verkefnahermun

Hvernig getur háþróuð verkefnahermun bætt árangur verkefna?

Í leikhúsinu er alltaf haldin generalprufa áður en leikrit er frumsýnt. Í þjálfun flugmanna gegna háþróaðir flughermar lykilhlutverki í að þjálfa fólk í að bregðast við allskonar aðstæðum. Þessu er ekki svona farið í verkefnum því verkefnateymi fá sjaldan tækifæri til að æfa sig og gera prófanir á verkefni sínu áður það er framkvæmt.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík, í samstarfi við MPM alumni félagið og Stjórnvísi hefur fengið Guy Giffin framkvæmdastjóra Prendo Simulations til að halda erindi um hvernig verkefnahermun getur stuðlað að betri árangri í verkefnum. Hann ætlar að segja frá hvernig verkefnamiðaðar skipulagsheildir og menntastofnanir geta nýtt sér háþróaða hermun til að þjálfa starfsfólk og nemendur í þessu skyni.

Fyrirtæki Prendo Simulations hefur þróað hermilíkön og byggt upp þjálfunarbúnað til að þjálfa fólk í að leiða verkefni. Margir af helstu viðskiptaskólum í heiminum nota hugbúnaðinn við kennslu, nefna má skóla á borð við Cambridge, Columbia, Cranfield, ESADE, HEV Paris, IESE, INSEAD, MIT og UCL. Guy hefur víða um heim leitt vinnustofur um notkun hugbúnaðarins. Fyrirtæki eins og Deloitte, Deutsce bank, IBM, SAP, Shell og Sameinuðu þjóðirnar hafa nýtt sér hugbúnaðinn.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu MPM-námsins https://www.ru.is/mpm og Facebook hér

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og er öllum opinn. Aðgangur er gjaldfrjáls.

The Eye of Excellence - aukinn árangur í verkefnum með Project Excellence líkani

Project Excellence líkan IPMA (International Project Management Association) hefur verið notað í yfir 20 ár við að meta árangur verkefna sem sækja um Project Excellence verðlaun samtakanna. Líkanið er yfirgripsmikið og leiðbeinandi tól sem fyrirtæki og einstaklingar geta notað til að meta og auka árangur verkefna af öllum stærðargráðum og í gegnum allan líftíma þeirra.

Anna Kristín Kristinsdóttir og Ásta Lára Jónsdóttir framkvæmdu fyrstu akademísku rannsóknina sem gerð hefur verið á líkaninu í lokaverkefni sínu í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík. Lokaverkefnið fól í sér rannsókn á líkaninu og beitingu þess með tilviksrannsókn í samstarfi við Landsvirkjun, en líkaninu var beitt á byggingu Þeistareykjavirkjunar.  Niðurstöður voru meðal annars notaðar til að meta líkanið sjálft og þá möguleika sem notkun þess býður uppá.

Þær hafa hlotið ráðgjafaréttindi í notkun líkansins frá Project Forum, sænska Verkefnastjórnunarfélaginu. Á fyrirlestrinum verður farið í undirstöður og uppbyggingu líkansins ásamt því hvernig það getur nýst við stýringu verkefna.

Kynningin er haldin í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og þeir sem vilja kynna sér rannsóknina geta gert það hér:

http://hdl.handle.net/1946/28957

Verkefnastjórnun í fyrstu skrefum frumkvöðla

Icelandic Startups er verkefnadrifið fyrirtæki sem fóstrar grasrót íslenskra frumkvöðla. Meginhlutverk fyrirtækisins er að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað auk þess sem það tengir frumkvöðla og sprotafyrirtæki við leiðandi sérfræðinga, fjárfesta og alþjóðleg sprotasamfélög.

Svava Björk Ólafsdóttir MPM starfar sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups og hefur aðstoðað fjölmarga frumkvöðla við að koma hugmyndum sínum til framkvæmda. Hún ætlar að segja frá starfsemi Icelandic Startups og hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar hafa reynst vel frumkvöðlateymum við að koma vörum á markað. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Svava Björk er ferðamálafræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu við HR árið 2015. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri hjá Icelandic Startups frá árinu 2014 og hefur meðal annars verkefnastýrt Gullegginu og Startup Tourism. Svava er formaður MPM-alumni félagsins.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík. Fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls.

Nánari upplýsingar um viðburðinn hér

Starfsemi alþingis út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar

Alþingi er æðsti handhafi löggjafarvalds á Íslandi og er margbrotin stofnun sem sinnir mikilvægum og flóknum verkefnum. En hvernig skyldi starfsemin líta út frá sjónarhóli verkefnastjórnunar?

Jón Steindór Valdirmarsson MPM tók sæti á alþingi haustið 2016 fyrir hönd þingflokks Viðreisnar og hann ætlar velta fyrir sér hvernig störf alþingis og skipulag falla að fræðum og kenningum verkefnastjórnunar. Fyrirlesturinn er í boði MPM-námsins við HR í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi.

Jón Steindór er menntaður lögfræðingur og útskrifaðist úr MPM-náminu árið 2013. Hann hefur meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri iðnaðarins, setið í fjölda stjórna og verið í eigin rekstri. Síðar söðlaði hann um og snéri sér að stjórnmálum og er einn af frumkvöðlum þess að flokkurinn Viðreisn varð til.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík og fundarstjóri er Helgi Þór Ingason forstöðumaður MPM-námsins við HR.

Aðgangur er öllum opinn og er gjaldfrjáls. Nánar um viðburðinn má sjá hér

Verkefnið: World Scout Moot á Íslandi

Í sumar fór heimsmót eldri skáta (World Scout Moot) fram á Íslandi og var það í fimmtánda skipti sem slíkt mót er skipulagt. Viðburðurinn stóð yfir í níu daga, á ellefu stöðum víðsvegar um landið, og hann sóttu 5200 einstaklingar frá 90 mismunandi löndum. Yfir 450 íslenskir skátar komu að undirbúningi mótsins sem var að mestu í sjálfboðavinnu, en eins og gefur að skilja er flókið að skipuleggja viðburð af þessari stærðargráðu.

Mótstjóri var Hrönn Pétursdóttir og hún ætlar að segja frá skipulagi heimsmótsins út frá verkefnastjórnunarlegum forskriftum á þessum fyrirlestri sem er í boði MPM-námsins við HR í samstarfi við MPM-alumni félag og Stjórnvísi. Hann fer fram í kennslustofum M325/M326 í Háskólanum í Reykjavík.

Fundarstjóri er Svava Björk Ólafsdóttir formaður MPM-alumni félags.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur gjaldfrjáls.

Verið velkomin!
Nánari upplýsingar má sjá hér

Gangan á K2: Tilurð, undirbúningur og eftirmálar

Sumarið 2017 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til þess að klífa K2 (8,611 m.) sem er næsthæsta fjall veraldar. Tindurinn er ákaflega erfiður uppgöngu og hefur fjöldi fólks farist við að reyna að klífa hann.

MPM-námið við Háskólann í Reykjavík í samstarfi við MPM-alumni félagið og Stjórnvísi býður upp á fyrirlestur John Snorra fimmtudaginn 19. október kl. 8:30 í stofu M325. Þar mun hann fjalla um ferð sína á K2 frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Hvernig verður hugmynd sem þessi til? Hvað þarf að gera? Hvernig skipuleggur maður svona ferð? Framkvæmdinni? Hvernig er haldið stjórn á verkefninu? Hvernig lýkur svona verkefni? Hvað svo?

John Snorri er vélfræðingur, viðskiptafræðingur, rafvirki, markþjálfi og hefur lokið diplómanámi í verkefnastjórnun. Hann hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu bæði á Íslandi og í útlöndum. Í dag er John Snorri sjálfstætt starfandi og er í ýmsum verkefnum tengdum fasteignum og sölu og innflutningi á íblöndunarefnum fyrir fyrirtæki.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur gjaldfrjáls. Nánari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér

Verið velkomin!

Verkefnastjórnun eða verkefnavinna?

Verkefnastjórnun eða verkefnavinna
Við hefjum veturinn á kynningu á mikilvægi verkefnisskilgreininga og verkefnisáætlana sem grunninn að góðri verkefnastjórnun. Áhersla kynningar verður hvort verkefnastjórar skilgreini hlutverk sitt sem verkefnavinnu og verkefnastjórnun.
Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

„Set ég þristinn út!“ - Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

A3, eða þristar, gegna veigamiklu hlutverki í „lean“ skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent mun fjalla um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rekur dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbótaverkefna.

Steinþór mun einnig ræða um sína reynslu af notkun þrista í margvíslegu umhverfi, bæði rótgrónu straumlínustjórnunarfyrirtæki og skipulagsheildum sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Höfum við ekki hist áður? - praktísk atriði við tengslamyndun

Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups fjallar um tengslamyndun.
Megin hluti starfsemi Icelandic Startups snýr að því að tengja saman ólíka aðila svo sem frumkvöðla, fjárfesta, bakhjarla verkefna og fleiri. Öflugt tengslanet og viðhald þess skiptir sprotafyrirtæki miklu máli. Hún mun veita hagnýt ráð til tengslamyndunar ásamt innsýn inn í starfsemi Icelandic Startups og íslensku sprotasenunnar.

Verkefnastjórnun og LEAN

Kynningin tekur á ákveðnum Lean verkfærum sem notast má við í verkefnastjórnun og framkvæmdum utan framleiðsluiðaðarins. LNS Saga fékk til sín starfsmenn sem áður höfðu unnið með Lean í framleiðsluiðnaði og séð árangur þess þar. Þeir leituðu leiða til að innleiða Lean í stjórnun verkefna og framkvæmda sem byggjast á stuttum líftíma og framkvæmast í breytilegu umhverfi. Jónas og Svanur fara yfir þau verkfæri sem LNS Saga valdi að nota, innleiðinguna, árangurinn og reynsluna. Þessi kynning kann að vera áhugaverð fyrir þá sem hafa enn ekki náð að tengja Lean við sína starfsemi, þar sem hún tekur á málum sem eru meira innan verkefnastjórnunar en framleiðslu.

FRESTUN: Ólympíuleikar - umfang, undirbúningur og þátttaka Íslands í stærsta íþróttaviðburði í heimi

Ólympíuleikar eru án efa stærsti íþróttaviðburður í heimi, en 206 Ólympíunefndir og/eða þjóðir senda keppendur á leikana. Sjö árum fyrir leika liggur fyrir hvar þeir munu fara fram, en hversu stórir eru þessir leikar, hvenær hefst undirbúningur íslenska hópsins og hvaða verkþáttum þarf að huga að. Í hverju felst þátttaka og undirbúningur íslenska hópsins, hvernig eru helstu tímalínur og hverjir koma að þessu verkefni.

Árangursrík teymisvinna að hætti íslenska landsliðsins - Nálgun verkefnastjórans

Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Með aukinni alþjóðavæðingu hafa samfélagslegar kröfur og fjármagn í umferð aukist. Þar að auki getur knattspyrnuumhverfið verið bæði ögrandi og krefjandi. Í knattspyrnu er lögð áhersla á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi, yfirstíga hindranir, standa undir væntingum og takast á við álag. Við fyrstu sýn virðist knattspyrnuumhverfið vera sambærilegt við verkefnastjórnunarumhverfi, en er það raunin?

Fyrirlesturinn fjallar um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í verkefnastjórnun og myndun liðsheildar? Rætt var við núverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Þar að auki var haft samband við leikmenn íslenska landsliðsins. Hæfnisauga Alþjóðaverkefnastjórnunar-sambandsins (IPMA) var notað sem grunnur til að svara spurningunni. Aðal áherslan var lögð á stefnumótun og hvernig á að leiða árangursrík teymi.

Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni gefa góða sýn á það hvernig hægt er að byggja upp skipulagt og uppbyggilegt vinnuumhverfi þar sem árangursrík teymisvinna er aðal áherslan.

Fyrirlesarar

Fyrirlesarar eru Anna Sigríður Vilhelmsdóttir og Erna Kristjánsdóttir og byggir fyrirlesturinn á lokaverkefnum í MPM náminu og grein sem mun birtast í Procedia, Social and Behavioral Science í haust.

Frekari upplýsingar um verkefnin:
http://skemman.is/stream/get/1946/22701/47886/1/What_can_project_managers_learn_from_the_Icelandic_national_football_team$2019s_managers_in_shaping_group_dynamics.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/22679/48165/1/Anna-finalpaper-skemman.pdf

Endurnýjun grunnkerfa RB - Stjórnskipulag og samstarf í stóru og flóknu verkefni

RB hefur í fjölmörg ár rekið innlána- og greiðslukerfi fyrir banka og sparisjóði á Íslandi. Þetta kerfi er einstakt á heimsvísu m.a. vegna þessa samreksturs allra aðila, samþættingar þeirra í milli og rauntíma greiðslumiðlunar á milli allra banka á Íslandi. Kerfið er hins vegar komið til ára sinna og uppfærslu þörf ásamt því að fjölmörg tækifæri eru til hagræðingar.
Keyptar voru staðlaðar lausnir frá Sopra Banking Software og er innleiðing á þeim í gangi í samstarfi við Sopra, banka á Íslandi o.fl. Um er að ræða mjög stórt og flókið verkefni sem margir aðilar koma að. Nauðsynlegt er að breyta fjölmörgum kerfum RB og bankanna, ásamt því að ný kerfi kalla á breytingar hjá Seðlabankanum, kortafyrirtækjunum og fjölmörgum öðrum.
Í kynningunni mun Jón Helgi Einarsson fjalla um verkefnið og ræða sérstaklega verklag, stjórnskipulag, samstarf og samstillingu aðila.

Frekari upplýsingar um verkefnið https://www.youtube.com/watch?v=qjj3M1Kj4L8

Notkun verkefnaskráa til að halda utan um stefnumótandi verkefni hjá yfirstjórn Isavia.

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá þróun og stjórnun og Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri ÞOS á Keflavíkurflugvelli munu fara yfir hvernig Isavia vinnur stefnumótandi verkefni í gegnum verkefnaskrá yfirstjórnar fyrirtækisins og hver sé ávinningurinn af því að nota þá aðferðafræði. Tekið verður fyrir dæmi um vinnu á þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem reyndi m.a. mikið á góð samskipti við hagsmunaaðila. Að auki verður farið inn á lærdóminn af þeirri vinnu.

Gjörhygli verkefnaleiðtogans

Gjörhygli (e. mindfulness) er aðferð, tækni og lífstíll sem hefur að undanförnu fengið verðskuldaða athygli í heimi stjórnunar. Gjörhygli á rætur að rekja til jógahefða hindúismans og íhugunarhefða búddismans, kristni og Islam. Fyrirlesturinn fjallar um gjörhygli og tengsl hennar við stjórnunarlegan árangur. Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni vekja athygli og opna huga áheyrenda. Fundargestir munu fá í hendur leiðbeiningar um nokkrar grunnaðferðir við iðkun gjörhyglinnar.

Fyrirlesarar Gunnar Pétur Hauksson MPM og dr Haukur Ingi Jónasson formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.

Byggir á lokaverkefni í MPM náminu. Frekari upplýsingar um verkefnið, http://skemman.is/stream/get/1946/22760/47848/1/The_mindful_project_manager.pdf

Dreifðir hópar og rafrænir sýndarfundir: Annað sjónarhorn

Bob Dignen stundakennari í MPM námi HR mun kynna og fjalla um niðurstöður rannsókna sem fela í sér mjög áhugaverða samantekt og endurskoðun á þeirri viðteknu sýn sem gildir gagnvart notkun rafrænna samskipta í dreifðum hópum og ræða hvað það felur í sér fyrir fagaðila í vinnuhópum sem nýta rafræna samskiptamiðla til funda og samskipta.
Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates og sérhæfir sig í námskeiðum fyrir leiðtoga í verkefnum og teymi sem vinna í alþjóðlegu umhverfi.
Frekari upplýsingar um Bob Dignen er að finna á vefsíðu fyrirtækis hans (www.york-associates.co.uk) og á linkedin síðu hans (https://uk.linkedin.com/in/bob-dignen-2249548)

Innri eða ytri ráðgjöf?

12 kostir þess að fá ytri ráðgjafa til starfa.
Í erindinu er rætt um muninn á innri og ytri ráðgjöf og um 12 kosti þess að fá ytri ráðgjafa að verkefnum í stað þess að nýta ráðgjöf starfsfólks. Fyrirlesturinn byggir á opnum kappræðum um efnið sem áttu sér stað á ráðgjafaþingi í Frankfurt í Þýskalandi.
Í undirbúningi fyrir kappræðurnar var leitað hátt og lágt að haldbærum rökum og þar er margt sem kemur á óvart.

Dr. Haukur Ingi Jónasson, forstöðumaður MPM námsins í HR mun kynna fyrir okkur hvað mælir með því að fá ytri ráðgjafa inn í verkefni.

Erindið er haldið í stofu V101 í HR.

Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.

Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fara yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”.

Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þáttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.

Þín eigin framleiðni

Hvaða þættir eru mikilvægir til að bæta þína eigin framleiðni?

Til eru þúsundir sjálfshjálparbóka sem halda því fram að þær séu með nýja lausn á því hvernig einstaklingurinn getur bætt eigin framleiðni og þannig gengið betur í vinnunni og orðið hamingjusamari.

Hvað eiga þessar bækur sameiginlegt? Er ekki líklegt að þær séu byggðar á sömu hugmyndum sem þykja mikilvægar til að bæta eigin framleiðni?

Helga Guðrún Óskarsdóttir skoðaði þetta í meistaraverkefni sínu "A Mapping of an Agile Software Development Method to the Personal Productivity of the Knowledge Worker. A Systematic Review of Self-Help Books" þar sem hún las 40 vinsælustu sjálfshjálparbækurnar um eigin framleiðni á Amazon.com. Hún uppgötvaði að bækurnar fjalla allar um svipaðar hugmyndir sem hún flokkaði í 26 hugtök.

Í erindinu mun Helga Guðrún fjalla um þessi hugtök og hvernig einstaklingurinn notar þau til að bæta eigin framleiðni samkvæmt sjálfshjálparbókum.

Verkefnastjórn fjárfestingarverkefna hjá ISAL

Gnýr Guðmundsson, leiðtogi verkefnastjórnunar hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi kynnir ferli verkefnastjórnunar fjárfestingaverkefna hjá ISAL og viðhald verkefnaskráa.

Farið verður lauslega yfir uppbyggingu og viðhald verkefnaskrár en aðalfókusinn verður á ferli verkefnastjórnunar og helstu áskoranir sem verkefnastjórar standa fyrir við undibúning og framkvæmd fjárfestingarverkefna.
Komið verður inn á mismunandi fasa verkefna og hvernig svokallað hliðferli nýtist við að hámarka arðsemi verkefna.
Að auki verður farið yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og hvaða árangri þær hafa skilað í betri verkefnum.

Project Evaluation and Lessons Learned: using ISO 21500 as adaptive framework

Fyrirlesari: Anna Katrín Einarsdóttir

Anna Katrín Einarsdóttir, verkefnastjóri (MPM) og eigandi ráðgjafafyrirtækisins PROCESS, kynnir ISO 21500 leiðbeiningastaðal um verkefnastjórnun og hvernig staðallinn nýtist sem rammi við framkvæmd á mati lærdóms af verkefnum. Kynningin byggir á MPM lokaverkefni Önnu Katrínar “Project Evaluation and Lessons Learned: using ISO 21500 as an adaptive framework”

Staðsetning: Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.
Salur: Efling.

Project Portfolio Management

Eimskip býður í spjall um stýringu verkefnaskráa.

Kristján Þór Hallbjörnsson og Guðmunda Kristjánsdóttir fjalla um þær áskoranir sem Upplýsingatæknisvið Eimskips stóð frammi fyrir í stýringu verkefnaskrár.
Sagt verður frá reynslu við innleiðingu hugbúnaðar, breyttu hugarfari, hverju átti að ná fram og hver staðan er í dag.

Margir standa gagnvart svipuðum áskorunum og viðstaddir hvattir til að deila sinni reynslu í kjölfar kynningar.

"Projects + Psychology = Business Success"

Sharon De Mascia, höfundur bókarinnar Project Psychology: Using Psychological Tools and Techniques to Create a Successful Project, heldur hádegisfyrirlestur á vegum Meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við Háskólann í Reykjavík og faghóps Stjórnvísis í verkefnastjórnun.

Sharon er vinnustaðasálfræðingur með yfir 25 ára reynslu af breytingastjórnun og fyrirtækjaráðgjöf. Hún hefur m.a. starfað með Marks & Spencer, Vita Group, Strategic Health Authority og Co-operative Insurance Society í Bretlandi. Sharon er með yfirgripsmikla reynslu úr bresku viðskiptalífi, háskólastarfi og verkefnastjórnun. Hún er með PRINCE2 vottun og er leiðbeinandi í MBA námi við Viðskiptaháskólana í Manchester. Hún kennir hluta af MPM-námskeiði sem ber heitið Project Leadership: Understanding of Self, Growth and Development.

Hvað getum við lært af „kerfinu“?

Breytt og bætt verklag í Stjórnarráðinu

Stefnumótun - áætlanagerð - verkefnastjórnun - undirbúningur lagasetningar

Í lok ársins 2013 voru kynntar tvær nýjar handbækur um verklag í Stjórnarráði Íslands. Tilgangurinn með þeim er að bæta og samhæfa verklag starfsmanna.

Handbækurnar eru samræmdar að uppbyggingu og eiga að nýtast við skipulag ólíkra viðfangsefna. Þær eru ætlaðar til leiðbeiningar fyrir starfsfólk Stjórnarráðsins og lagaðar að vinnuumhverfi þess en sú aðferðafræði sem þær endurspegla getur jafnframt nýst utan Stjórnarráðsins.

Um er að ræða handbók um opinbera stefnumótun og áætlanagerð, handbók um verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið og nú er unnið að þeirri þriðju; handbók um lagasetningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki fyrri hluta árs 2014.

Héðinn Unnsteinsson, Sif Guðjónsdóttir og Steinunn Halldórsdóttir sérfræðingar í forsætisráðuneytinu ræða handbækunar, samhengi þeirra, tilurð og mögulega notkun fyrir félagsmenn og aðra áhugasama.

Staðsetning: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - fyrirlestrasalur jarðhæð - Skúlagötu 4

Nánari upplýsingar
Sjá frétt á vef forsætisráðuneytisins um nýjar handbækur um verklag http://www.forsaetisraduneyti.is/utgafur/handbaekur/

.

Fullbókað: Ráðstefna í samstarfi við MPM félagið: Rauði þráður verkefnastjórnunar

Þann 11. apríl næstkomandi, stendur MPM félagið fyrir glæsilegri ráðstefnu á Nauthól í samstarfi við faghóp um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi.
Dagskráin er spennandi og eru fimm fyrirlestrar í boði og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt.

Ráðstefnan ber heitið "Rauði þráður verkefnastjórnunar" og verður komið inn á ólík svið er varða verkefnastjórnun á Íslandi.
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu MPM félagsins, http://www.mpmfelag.is/ og á vef faghóps um verkefnastjórnun hjá Stjórnvísi, http://www.stjornvisi.is/hopur/faghopur-um-verkefnastjornun

Erindin og framsögumenn eru:
Val verkefna: Innleiðing verkefnaskrár í ferlamiðað fyrirtæki, María Ósk Kristmundsdóttir, MPM 2010, Alcoa Fjarðarál
Verkáætlun: Áætlanagerð verkefna: Hversu lítið er mátulega mikið? Þór Hauksson, MPM 2012, Landsbanki Íslands
Framkvæmd verkefna: Iceland Airwaves í framkvæmd, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland airwaves
Lærdómur verkefna: Effective and sustainable project delivery and key lessons learned in the context of a CI journey, Ýr Gunnarsdóttir, OE/CI Process Leadership hjá Shell International
Hópdynamik: Kraftar í hópum, dýrð og dásemd eða kvöl og pína? Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur

Ráðstefnan er einnig kjörið tækifæri fyrir alla til að stækka tengslanetið sitt og kynnast nýjum hugmyndum.

Staður: Nauthóll, Nauthólsvegi 106, 101 Reykjavík
Stund: 11. apríl 2013 kl. 08.00-12.35
Verð: Skráðir félagar Stjórnvísi, MPM félagsins og nemar í MPM námi við HR greiða ekki þátttökugjald. Almennt þátttökugjald fyrir aðra er 5.900 kr.
ATH: Takmarkaður sætafjöldi (fyrstir koma, fyrstir fá).

Skráning fer fram á vef Stjórnvísi, http://www.stjornvisi.is/hopur/faghopur-um-verkefnastjornun
Utanfélagsmenn og félagar í MPM félaginu eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á heimasíðu MPM félagsins.

Verkefnastjórnun: Rodney Turner - New Trends in Project Management

  1. maí, 2012
    Faghópur um verkefnastjórnun vekur athygi á viðburði í HR á morgun, föstudag

Verkefnastjórnun

Rodney Turner - New Trends in Project Management

Í tengslum við árlega útskrifarráðstefnu MPM-námsins á Íslandi, Vor í íslenskri verkefnastjórnun 2012, gefst áhugasömum að koma á fund með einum þekktasta fræðimanni samtímans á sviði verkefnastjórnunar, prófessor Rodney Turner.
Vinnustofan er í formi fyrirlestra og tilfellagreininga (case-studies).

Prófessor Rodney Turner er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófessor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Rodney, eftir að hafa lokið námi við Oxford University, varði nokkrum árum hjá Imperial Chemical Industries (ICI) þar sem hann sinnti verkfræðilegri hönnun, byggingu og viðhaldi í olíu- og efnaiðnaða. Hann starfaði sem ráðgjafi í verkefnastjórnun hjá Coopers & Lybrand áður hann hélt til starfa hjá Henley Management College árið 1989. Rodney starfar enn sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjónarunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.

Staður: Háskólinn í Reykjavík, Venus 101.
Stund: 25. maí 2012 kl. 10.00-12.00.
Aðgangur er öllum opinn og kostar ekkert að taka þátt.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?