Fréttir og pistlar

Iðnvélar - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

IÐNVÉLAR ehf hefur um 40 ára skeið verið einn stærsti aðilinn í innflutningi, sölu og þjónustu á nýjum vélum og tækjum til iðnaðar sem og annarra atvinnugreina og stofnana.

Marorka - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Marorka is the leading global provider of data-driven energy management solutions for the maritime industry. We enable our customers to reduce fuel consumption, cut emissions and increase fleet performance. Our data-driven systems can lead to significant financial savings.

Marorka’s combined onboard/onshore systems have been installed on more than 600 vessels and Marorka is recognized as the leading provider of energy management solutions, helping vessel operators all over the world to reduce fuel consumption and maximize energy efficiency.

Our headquarters are in Reykjavik, Iceland, and we have offices in Denmark, Germany, Singapore, and The United Arab Emirates.

Hver ertu? Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur.

Faghópar um breytingastjórnun, stefnumótun og árangursmat, þjónustu og markaðsstjórnun héldu sameiginlegan fund í morgun í OR sem bar yfirskriftina „Hver ertu?“Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur
Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR sagði frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015. Sigrún fjallaði um undanfarann, vinnuferlið og þær áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Endurmörkun er í sjálfu sér áhættusöm, kostnaðarsöm, erfið ákvörðun, engin ein töfraformúla er til að gera þetta, mikil vinna og úthald. Þannig að það er mikilvægt að það sé full ástæða til. Vinnan hófst í raun 2013 og af krafti 2014. Fyrst var gerð greining á stöðu OR og því merki sem notað hafði verið í 15 ár. Könnun var gerð meðal auglýsingastofa og samstarfsaðili valinn Hvíta húsið. Stýrihópur verkefnisins var stofnaður, breyting á gamla OR merki skoðuð. Síðan hófst greiningarvinna og hönnun. Verkefnishópur var stofnaður í ágúst 2015 og síðan voru hugmyndir kynntar fyrir stjórn OR. Verkefnið var samþykkt á stjórnarfundi í maí 2015 og kynnt starfsmönnum í nóvember sama ár. Opinber kynning var í desember 2015.
OR vill standa fyrir gildin sín; framsýni, hagsýni og heiðarleika. Í málaefnagreiningunni var farið yfir hluti eins og hver er ímynd OR, fyrir hvað vill OR standa, hvaða hlutverk hefur OR í kynningar-og markaðsmálum samstæðunnar, á að skipta um merki, hvaða nafn á að nota, hver er kjarninn í vörumerkinu og lykilloforð? „Í góðri sátt - til framtíðar“. OR er ekki í beinum samskiptum við viðskiptavininn.
Dótturfélag OR er Veitur. Á hvaða grunni byggja Veitur, eru Veitur með sama merki og OR, fyrir hvað vilja Veitur standa, hvaða nafn á að nota, í hvaða tón talar vörumerkið, hver er kjarninn í vörumerkinu, hvert eru lykilloforðin? Þetta var ótrúlega áhugaverð og skemmtileg vinna sagði Sigrún. Stærstu hagsmunafélögin eru sveitarfélögin. Mikil ábyrgð fylgir því að vera í geira sem er í sérleyfisstarfssemi. Veitur sjá um allan sérleyfisrekstur rafveita, hitaveita, vatnsveita og fráveita. Kjarninn í vörumerkinu Veitur: „Í góðu sambandi - til framtíðar“. Lykilloforð: Í sambandi - alla daga. Litir gegna hlutverki í vörumerki fyrir Veitur, hitaveita=rauð, rafveita=græn, vatnsveita=blá og fráveita=svört. Við þetta tengdu starfsmenn vel. Áhugavert myndband er á heimasíðu Veitur. www.veitur.is Dæmi um markaðsefni sem varð til er spjaldið „Dagur vatnsins“ sem segir hvernig þú ferð með vöruna.
Þegar öll undirbúningsvinna er búin þá hefst hönnun og framleiðsla. Undirverkefni í hönnun og framleiðslu voru mörg; stjórn endurmörkunarverkefnis (halda fundargerðir), hönnun og skráning merkja, samskipta og kynningarmál, kynningarefni, merkingar fasteigna, bifreiða og vinnufatnaðar, vefmál og birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum. Búa þurfti til tvo vefi or.is og veitur.is Birting í öllum upplýsingakerfum og skjölum.
Gróft verkefnayfirlit var gert. Það var alveg á hreinu að innleiðingin yrði gerð án flugeldasýningar. Rýnihópar í upphafi greiningarvinnu, upplýst að verið væri að endurskoða merkið. Kynningarfundir voru með stjórnendum samstæðunnar í ágúst 2014, starfsmannafundir hjá Veitum og OR. Í lokin var haldin blaðamannafundur og sendar út fréttatilkynningar. Búin var til samskiptaáætlun þar sem útfyllt var skjal sem sýndi hvað ætti að gera og hvenær.
Í ágúst var gerð vitundarkönnun, send út netkönnun í spurningavagni. Handahófskennt úrtak Íslendinga 18 ára og eldri úr hópi álitsgjafa MMR, niðurstöður leiddu í ljós að kynna þarf þjónustu OR og Veitna mun betur.

Kveðja frá formanni - Vertu með!

Nýtt starfsár gengur nú í garð. Það stefnir í yfir 100 viðburði og í ár fögnum við 30 ára afmæli Stjórnvísi. Dagskráin er fjölbreytt og í takt við líðandi tíma. Það verður því eitthvað fyrir alla - líka þig! Ég hvet þig því til að kynna þér dagskrána vel og leiða hugann að því hvað Stjórnvísi geti gert fyrir þig?

Félagið er í sífelldri endurmörkun og ár hvert bjóðum við upp á nýjungar. Faghópar félagsins skipuleggja nú í auknum mæli sameiginlega viðburði. Á fimmtudaginn bjóða þrír faghópar saman upp á einn fyrsta viðburð vetrarins “Hver ertu?” sem fjallar um endurmörkun Orkuveitunnar við sameiningu OR og Veitna ohf. Þverfagleg þekking, tengsl og miðlun er því orðin meiri innan félagsins er endurspeglar þróunina í atvinnulífinu sjálfu þar sem mörkin milli ólíkra fagsviða verða sífellt óljósari.

Nýlega litu þekkingarfundir dagsins ljós í félaginu. Þetta eru fundir þar sem félagsmönnum býðst að efla tengsl sín á milli og miðla í smærri hópum þekkingu sinni og reynslu um fyrirfram ákveðin málefni. Þetta nýja form hefur gefist afar vel og því má ætla að vinsældir þekkingarfunda muni fara ört vaxandi.

Já, Stjórnvísi er staðurinn fyrir þig. Vertu því með! Hér eflist þú, tekur virkan þátt í þekkingarmiðlun um málefni líðandi stundar og kynnist um leið öllu því frábæra fólki sem gerir félagið að þeim einstaka vettvangi sem Stjórnvísi er. Ef til vill verður þetta þinn stærsti fjársjóður til framtíðar.

Hlakka til að sjá þig!

Nótt Thorberg
Formaður Stjórnvísi

Vel heppnaður Kick off fundi í Nauthól

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í Nauthól þann 1. september. Fundurinn var með því sniði að í byrjun var farið yfir ýmis atriði eins og hvernig stofna á viðburð, ábyrgð stjórna og formanna stjórna. Fyrir fundinn höfðu formenn faghópa sent inn drög að dagskrá vetrarins sem var sameinuð í eitt skjal og send á allar stjórnir. Þannig gátu faghópar sameinast um viðburði á fundinum. Að lokum var rýnt í helstu áskoranir faghópastarfsins, hvað er verið að gera vel og hvað má gera betur. Allt efni af fundinum er á innri vef félagsins. https://www.stjornvisi.is/vidburdir/808

Hauststarf að byrja - fólk í stjórn faghópsins um Kostnaðarstjórnun

sæl öll,

Nú er hauststarf faghópsins um Kostnaðarstjórnun og -greiningu að fara af stað og allt tekur þetta smá tíma, en ekkert gerist að sjálfu sér. Nú eru tveir viðburðir komnir á dagskrá faghópsins, en vonandi að hægt sé að halda 4 viðburði á haustönn 2016. Hér með er óskað eftir fólki sem vill starfa í stjórn faghópsins. Mjög gott er að hafa 5 til 7 í stjórn faghópsins, þannig að hægt væri að skipta verkefnum á milli sín, án þess að það verði of tímafrekt fyrir hvern og einn. Það er vitað mál að allir geta ekki alltaf mætt á alla stjórnarfundi eða viðburði faghópsins, því er frábært að geta dreift verkefnunum eitthvað. Vinsamlegast sendið inn póst netfangið procontrol@procontrol.is ef þið hafið áhuga að starfa í faghópnum.

kveðja
Einar Guðbjartsson,
formaður.

Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona

Boðið var upp á nýbakaða ylvolga snúða úr nýja bakaríinu á Frakkastíg í Hvíta húsinu í morgun á fundi faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og nýsköpun og sköpunargleði. Yfirskrift fundarins var „Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf“, það var Elín Helga Sveinbjörnsdóttir sem fjallaði um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi.
Elín Helga sagði að skilvirkni skipti öllu máli í markaðsstarfi. Hvíta húsið teiknar upp virðiskeðjuna með viðskiptavinum og skoðar hvar sóunin er mest í ferlinu. Reiknaður er út rauntími verkefni þ.e. hversu langan tíma það mun taka. Markaðsvinna skiptist í: móttöku verkefna og áætlunargerð, rannsókn og greiningu, stefnumótun, hugmyndavinna, hönnun, framleiðslu og birting. Hugmyndavinnan tekur oft mesta tímann. Í grunninn snýst þetta um markhópinn, markmið og USP (sérsnið vörunnar). Allir vilja vera snöggir. Markhópurinn, hver er hann? Þurfum við að tala við kaupendur eða notendur? Dæmi Dominos, notendur eru unglingar en kaupendur foreldrar. Old Spice missti hlutdeild sína á markaði, þeir töluðu við notendur en ekki kaupendur Helmingur þeirra sem keyptu sturtusápur voru konur að kaupa fyrir manninn sinn. Þeir fóru í herferð „Smell like a man, Old Spice. Þeir hættu að tala við karlmenn og fóru að tala við konur. Herferðin þeirra sló algjörlega í gegn. Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona, þær standa fyrir 85% allra kaupa á neysluvarningi. Því er mikilvægt að spá alltaf í hvaða kyn þú ert að tala við. Konur standa að baka 65-90% bílakaupa. Konur segja oft „Bílamarkaðurinn skilur mig ekki“. Flest allt sem tengist bílum eru karlar. Þeir sem eiga marga fylgjendur á Twitter og Facebook eru frábærir auglýsendur í dag því þeir eru dreifiaðilarnir. Þegar verið er að markaðssetja gagnavart konum ætti að horfa á: Praktik, verðnæmi, konur hafa minni tryggð gagnvart vörumerkjum, gera meiri kröfur til þjónustu, taka meira inn á 30 sekúndum en eru lengur að sannfærast, höfða til tilfinninga, segja sögur og vera með saklausan húmor. Karlar eru meira fyrir lúxus, hraða, keppni, taka vörumerki fram yfir verð, fljótari að sannfærast, horfa meira á staðreyndir og tölur og eru meira fyrir hæðni í húmor . Konur spá meira í hversu margir bílastólar komast fyrir í bílnum. Skoda er mest seldi bíllinn í dag því hann staðsetur sig og höfðar til fjölskylduþarfa.
Markmiðin: hvar stöndum við í dag og hvert viljum við fara. Hverju eiga auglýsingarnar að breyta. Ef við getum ekki svarað því förum við ekkert af stað. Alltaf á að horfa á stöðuna og markmiðið. Í Old Spice var staðan sú að varan var ekki að seljast til karla og markmiðið að fá konur til að kaupa karlmannssturtusápu fyrir karlana sína.
Tímasparnaður skapar aukið virði. Ef fyrirtæjum tekst að minnka biðtíma eftir þjónustu skynja viðskiptavinir það sem aukið virði. Elín Helga fjallaði um auglýsingaherferð Hvíta hússins með Arion banka. Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir varðandi markhópinn hvort verið sé að höfða til þeirra sem eru seinir að tileinka sér nýungar eða þeirra sem eru með þjónustuna en nota hana lítið. Markmið Arion banka var að auka notkun á hraðbönkum, netbanka og appi sem þýðir færir heimsóknir til gjaldkera og símtöl í þjónustuver. Setja þarf upp meginkosti vörunnar, hvernig er talað um vöruna í einni setningu en ekki þremur. „Hafðu það eins og þú vilt“. Búin var til míkrósíða til að kenna á appið. Þetta nýttist bæði starfsmönnum sem viðskiptavinum. Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki upp nýja þjónustu er sú að það er ánægt með núverandi stöðu. Heimsóknum í útibú fækkaði um 25% á einu ári. Mestu máli skipti samtalið við viðskiptavini.
Markhópar. Það skiptir máli að horfa á markhópinn. Það á að taka sér tíma til að skilja hópinn sem við erum að tala við. Við verðum að geta svarað spurningunni hvar svið stöndum og hvert við viljum fara. Náðum við þangað? Auglýsingar eiga að breyta einhverju, annars er herferðin ekki til neins. Markaðsstjórar hljóta að þurfa að færa rök fyrir herferð sinni.

Samfélagsskýrslur verða líklega framtíðin.

Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu og formaður faghóps um samfélagsábyrgð bauð gesti velkomna á sameiginlegan fund Festu og faghóps um samfélagsábyrgð hjá Stjórnvísi í HR í dag. Mikill fjöldi mætti á fundinn en markmið fundarins var að veita innsýn inn í ferli varðandi gerð samfélagsskýrslna og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Kynntar voru skýrslur þriggja fyrirtækja, OR, N1 og Vífilfells.
Ketill Berg Magnússon, formaður Festu flutti inngang um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Hann bar upp spurninguna: „Af hverju að mæla samfélagsábyrgð? Hvers vegna er verið að gefa út skýrslu? Hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Hvað ýtir á þessa nýju hugsun?. Svarið er að þetta er áhættustýring, eykur gæði, hefur góð áhrif á reksturinn, gerir starfsmenn stoltari, djúpstæð gildi, æðri tilgangur og ytri þættir eins og traust, stjórnmál, rekstrarleyfi, fjölmiðlar og samtök. Hver eru rökin fyrir að mæla samfélagsábyrgð? Hvert er markmiðið? Hvernig nýtist mælingin fyrirtækinu? Fyrir hvaða hagsmunaaðila? Hvernig munmælingin hjálpa þeim? Hvað á að mæla? Hvaða umfang? Hvaða umfang? Hvaða hluta virðiskeðjunnar? Hvernig, hvar fáum við gögnin? Á að nota staðla? Hver ber ábyrgð á að mæla? Hvaða tími ársins? Hvernig á að kynna? Utanhúss eða opinberlega. Núna liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp sem skyldar fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri til að skila árlega inn upplýsingum um samfélagsábyrgð. Samfélagsskýrslur verða líklega viðteknir starfshættir, tengjast daglegum störfum, rauntímamæling á árangri, samþættar inní ársskýrslur og lagaleg skylda.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá forsögu að skýrslugerð OR. Frá 2005. OR tengir saman auðlindirnar og fólkið. Árið 2006 var gerð skýrsla hjá OR um sjálfbæra þróun. Árið 2012 var gerð eigendastefna: „Orkuveita Reykjavíkur kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starsemi sinni. Kjarninn í stefnumótun OR er Efnahagur, umhverfi, samfélag og sjálfbærni. Gildi OR eru hagsýni, framsýni, heiðarleiki. Skýrslurnar þrjár sem OR gefur út eru Ársskýrsla, umhverfisskýrsla og ársreikningur. Ákveðið var að setja samfélagsábyrgðarskýrsluna inn í þær. Þorsteinn hjá Festu gerði úttekt á skýrslunni og gerði athugasemdir um hvað væri hægt að bæta. OR er enn á því að taka ekki upp sérstakt stjórnkerfi vegna samfélagsábyrgðar, vinnan við skýrsluna dró fram vankanta hjá OR og sýndi fram á t.d. skort á stefnumótun í mannréttindamálum og rýni og kröfugerð í innkaupum. GRI auðveldar stjórn OR mikilvægt eftirlit með því hvernig fyrirtækið sinnir þeim verkefnum sem eigendurnir hafa falið því.

Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri N1 sagði að fyrsta skrefið var stigið 2008. Árið 2013 fór N1 á markað og stofnaður var vinnuhópur 8 starfsmanna til að finna út hvað væri samfélagsleg ábyrgð og rýna hvað væri hægt að gera betur. N1 fékk til sín frábæra ráðgjafa frá Alta. Ger var grunnstöðuskýrsla með 71 verkefni. Ýmist var verkefnið ekki hafið, í gangi en með tillögu um breytingu eða í gangi og ekki ástæða til að breyta. Dæmi um sýnilega skuldbindingu og samþykkt að framkvæma var stefna N1 í samfélagslegri ábyrgð og að gera samfélagskýrslu GRI. Byrjað var á að safna saman gögnum og velja í hópinn. N1 studdist við skýrslur ÁTVR sem nýttust vel. Í dag er N1 að uppfylla meirihlutann af kröfum GRI.
Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells sagði samfélagsábyrgð ekki vera ný á nálinni hjá Vífilfelli. Leiðarljósið í starfseminni hvað varðar stefnur og áætlanir. Gildi og markaðsstarf tengjast samfélagsábyrgð. Vífilfell er að verða partur af European Partners og þarf að gera sambærilegar skýrslur. Mjög strangar reglur eru varðandi innkaup og samþykkt birgja. Allir hráefnabirgjar þurfa að vera samþykktir. Vífilfell er aðili að Global Compact samningi Sameinuðu þjóðanna. Vífilfell er með mikið af gæðastöðlum, ISO 9001, 14001, OSHAS 18001 og 22000. Allir staðlarnir tryggja að unnið sé rétt. Þegar farið var í gerð samfélagsskýrslu var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi/verkefnastjóri en hægt var að skoða format skýrsluna hjá Coca Cola annars staðar í heiminum. Ákveðið var að gera einfalda og myndræna skýrslu. Skýrslan var tvískipt og eingöngu gefin út á rafrænu formi og á ensku. Ástæða þess að skýrslan var gefin út á ensku er sú að hagsmunaaðilarnir eru út um allan heim. Til að fá alla með voru allar starfstöðvar heimsóttar og tekin viðtöl. Myndaðir voru verkefnahópar. Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vifilfell.is Helsti lærdómurinn er sá að það er tímafrekt að safna saman efni og því er best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Lítið efni var tengt starfseminni en mikið tengt starfseminni. Mikilvægt að taka góðar myndir allt árið um kring.

Hættumat / áhættustjórnun.

Hættumat / áhættustjórnun.
Faghópar um ISO og gæðastjórnun héldu í Endurmenntun Háskóla Íslands í morgun sameiginlegan fund um hættumat/áhættustjórnun.
Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur ræddu um markmið áhættustýringar, verk-og skipulag, áhættustefnu OR, flokkun áhættu og skýrslu Markmið áhættustýringar er að draga úr sveiflum í afkomu, vakta áhættuþætti og halda þeim innan skilgreindra marka sem stjórn setur. Stuðla að aukinni meðvitund innan fyrirtækisins um óvissur í rekstarumhverfi og fjárfestingum. Varðandi verklag um áhættustýringu. Þá er verið að auðkenna áhættuna, gera áhættumat, áhættustýring og eftirlit. Í auðkenningu áhættu þá er verið að öðlast skilning á verkefni og tilheyrandi áhættu, auðkenna áhættuþætti. Í áhættumati er verið að meta líkur atburðar, meta fjárhagsleg áhrif atburðar og meta vænt áhrif. Hlutverkaskipan er með þeim hætti að stjórn ber ábyrgð á áhættustefnu og breytingar þurfa því samþykki eigenda og stjórnar. Áhætturáð framfylgir stefnu í daglegum rekstri. Áhætturáðið er skiptað forstjóra. Ráðir mótar áhættustefnu og leggur til umfjöllunar/samþykktar í stjórn. Ráðið vaktar stefnuna. Áhættustýring er stoðdeild fyrir móðurfélag OR, heldur utan um áhættutilvik rekstaráhættu og úrvinnslu þeirra, situr og upplýsir áhætturáð, framkvæmir varnarsamninga eða breytingar á samningum og kemur að meiriháttar skuldbindandi ákvörðunum. Áhættur í rekstri OR er kjarnaáhætta, tengd hita,vatns,rafmagns,frá og gagnaveitu. Áhætta við orkuframleiðslu og sölu, samkeppni á kjarnasviðum. Markaðsáhætta, áhrif markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk OR, gengissveiflur, erlent og innlent vaxtastig, verðlagsþróun, vaxtaálag og verð á áli. Lausafjáráhætta, geta OR til að mæta skuldbindingum og grípa tækifæri, rekstarútgjöld, afborganir af lánum, fjárfestingar og samsetning eignasafns. Nótaðilaáhætta, áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á OR, stærð einstakra viðskiptavina, einsleitir hópar viðskiptavina,. Rekstararáhætta, áhrif áfalla og ófyrirséðs tjóns á fjárhag OR. Varðandi flokkun þá er greint hvað er hættutilvik, springur heitavatnsrör.
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni. Rekstraráhætta; lögð er áhersla á greiningu hættutilvika, ýmist hugarflugsfundir, ábendingar eða raunatburðir. Eitt besta vopnið í áhættustýringu er heilbrigð skynsemi. Öll tjón eru metin til fjárhags. Varðandi líksamstjórn þá er mannslíf metið gríðarlega hátt og því tekið fyrir og meðhöndlað. Krónur eru settar á allar áhættur til að forgangsraða. Það er hjálplegt en orðspor er ekki hægt að meta til fjár.
Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands fjallaði um áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati. Sigurjón varpaði fram þeirri spurningu: „Hvaðan koma áskoranir um áhættumat?“ Þær koma úr stöðlunum (ISO 27001 og ISO 9001) Í hverjum einasta kafla kemur fram að það þurfi að vera áhættumat. Þær koma einnig frá Vinnueftirlitinu og Persónuvernd. Allir þeir sem eru með persónugreinanlega gögn þurfa að gera áhættumat. Ný lög taka gildi 24.maí, þau eru sameiginleg fyrir allt Evrópubandalagið. Níutíuprósent gagna sem hefur verið safnað hafa komið á sl. tveimur árum. Persónuvernd er að reyna að tryggja borgarana og gefa einstaklingum miklu meiri rétt. Einstaklingur getur þá óskað eftir að týnast, hann getur farið í lögsókn og fengið fjárhagslegar skaðabætur ef honum finnst á sig stigið. Þetta er mikilvægt skref sem við Íslendingar verðum einnig að taka. Allt í einu hefur persónuvernd gríðarleg völd. Persónuvernd getur nú sektað 4% af heildarveltu ef ekki verður unnið eftir þessum nýju lögum. Það skiptir engu hvort þetta er sjoppan á horninu eða stórfyrirtæki. Það er því ekki áskorun heldur krafa að vera búinn að innleiða fyrir 25.maí 2018 öryggisstefnu.

Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu fjallaði um áhættumat starfa. Áhættumatið er þannig að farið er skipulega yfir vinnuumhverfið og reynt að meta hvort það geti valdið heilsutjóni og skipuleggjum úrbætur. Markmiðið er að 1. við komum heil heim úr vinnu 2. Starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögum þeirra að starfsumhverfinu 3. Draga úr fjarvistum frá vinnu 4. Stuðla að félagslegri þátttöku. Félagslegir og andlegir þættir verða mest útundan á vinnustað. Aðferð við gerð áhættumats er frjáls, en hún verður að vera skrifleg, greina þau vandamál sem eru á vinnustað og yfirfara slysaskrá a.m.k. einu sinni á ári. Forvarnir Vinnueftirlitsins eru í 3 stigum. Því miður eru ekki nægilega margir í 1.stigs forvörnum sem er að fjarlægja hættur. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins eru gátlistar. Sértækir vinnuumhverfisvísar eru félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, ánægjukönnun fyrir starfsfólk á vinnustöðum. En hvernig er staðan í raun og veru? Nýlega var gerð úttekt i fiskvinnslu á Íslandi og hefði hún mátt koma miklu betur út. Öryggi skapast stig af stigi. Grunnurinn verður að vera í lagi. Andlega og félagslega matið. Ný reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni. Skoða á fjölda starfsmanna, aldur, kynjahlutfall, ólíkan menningarlegan bakgrunn, örðuleika í tengslum o.fl. Oft er verið að vinna í langtíma tímaþröng, er verklýsing óljós, er mikið um einhæfni, lítið athafnafrelsi, svigrúm, starfsþróun. Hvernig eru samskiptin, upplýsingaflæði, of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum, lítið umburðarlyndi, einelti og kynferðisleg áreitni. En hvað skiptir máli? Hvað gerum við best, lærum af því. Guðmundur sagði frá OiRA= Online interactive Risk Assesssment sem er rafrænt gagnvirkt áhættumat, hugsað fyrir fyrirtæki með 50 starfsmenn og færri. Þetta er hugbúnaður um áhættumat sem er opinn öllum og ókeypis. OiRA skiptist í 5 hluta, undirbúning, greiningu, mat, aðgerðaráætlun og skýrsla.
Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent fór yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem Ólafur kynnti samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015. Við innleiðingu á áhættustýringu þarf að huga að mörgum þáttum. Nýtt í staðlinum er að nú þarf að vera eigandi áhættustefnunnar. Mikilvægt er að mótun áhættustefnu sé gerð rétt og hún sé skjalfest. Áhættustýring er ekkert ósvipuð áætlunargerð. Ólafur mælir með ISO 27005. Ólafur nefndi mikilvægi þess að hugtök væru skilgreind rétt og að allir hefðu sama skilning á sömu hugtökum. Asset er ekki lengur einungis eign. Asset getur verið upplýsingar s.s. kortaupplýsingar. Supporting asset er vélbúnaður, hugbúnaður, fólk, netkerfi samningar, aðstaða o.s.frv.

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði
Pétur Snæland, véla- og iðnaðarverkfræðingur frá To-increase hugbúnaðarfyrirtækinu hélt í morgun kynningu um rafræna viðskiptaferla. Þessi kynning var á vegum faghóps um BPM ferla og var haldin í Náttúrufræðihúsinu Öskju við Sturlugötu. To-increase er fyrst og fremst framleiðslufyrirtæki. Fyrirtækið er stærst í sínum geira á iðnaðarlausnum. Viðskiptavinir eru 1800 í 15 löndum. To-increase er með alhliða lausnir og reiðir yfir helmingur Microsoft Inner Circle fyrirtækja sig á þeirra lausnir. En hvað er virðisdrifin ferlastjórnun? Það þarf að vera alveg með það á tæru, hvað fyrirtæki vill fá út úr þessu, hvert er markmiðið? Mikilvægt er að forgangsraða. Stefna og markmið fyrirtækisins er grunnurinn. Til er frábær bók: „Value-Driven“ sem Pétur mælir með að sé lesin. En hverjir nýta sér þessa aðferð? Aðferðin hentar öllum vinnustöðum sem vilja ná fram auknum gæðum. Ekki er hægt að gera allt í einu þannig að fyrst þarf að ákveða hvaða aðferð skuli beitt.
Virðisdrifin ferlastjórnun hjálpar fyrirtækjum að bæta afköst. 1. Viðskiptalíkan: stefna, markmið og mælikvarðar. Skipulag deilda, fólk, hlutverk, skipulag viðskiptaferla, tengsl ferla og markmiða 2. Ferlislíkan, ferli , ábyrgð, vinnuflæði verklýsingar. 3. Kerfislíkan, vörpun verklýsinga í tilteknar skjámyndir.
Skoða þarf hvaða kerfi tengjast hvaða starfsmönnum í fyrirtækinu. Hvernig tengjast þau markmiði fyrirtækisins, af hverju er þetta mikilvægara en annað?. Varðandi grunninn; þá er mikilvægt að gera þarfagreiningu og byggja á henni. Þegar búið er að byggja kerfi og fá nýja lausn þá þarf að fá fólkið með, skipuleggja þjálfun og búa í haginn fyrir sífelldar umbætur. Mikilvægt er skilgreina hvaða fólk hefur hvaða hlutverk. Einn og sami starfsmaðurinn getur haft mörg hlutverk. Þannig vita allir starfsmenn hvaða ferlum þeir eru að vinna í. Þeir vita nákvæmlega hversu mörg verk eru á þeirra könnu. Verkvísir(task gude) í AX7 er inn í kerfin og leiðir starfsmanninn í gegnum verklýsinguna skref fyrir skref. Framleiðslufyrirtækjum er oft skylt að hafa leiðbeiningar um t.d. samsetningu tækja á tungumáli heimalands varðandi tryggingar. Lykilatriðið í kerfinu er að nota ekki skjöl. Skjöl eru ekki góður miðill fyrir svona verk. Enginn keyrir framleiðslufyrirtæki í word.
Stefnan er alltaf grunnurinn, passa þarf sig á að gleyma sér ekki í smáatriðum.

Að skapa vinningslið

Aldeilis vel heppnuð ráðstefna „Að skapa vinningslið“ í dag í Hörpunni þar sem hver stórstjarnan á fætur annarri flutti fyrirlestur um hvað atvinnulífið getur lært af boltanum. Meðal fyrirlesara var Ramón Calderón fyrrum forseti Real Madrid.

Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi var haldinn á UNO

Stjórnarskiptafundur Stjórnvísi var haldinn á UNO þann 10.maí. Meginmarkmið þessa fundar er að formenn faghópa og stjórn félagsins kynnist og eigi saman góða stund. Komin er hefð fyrir þessum fundi sem var einstaklega skemmtilegur og gefandi.

Frá mælingu til umbóta: LEAN ferlaverkefni á bráðamóttöku- aðferðarfræðin ,,á gólfinu".

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla BPM hélt í dag fund í Hringsal Barnaspítala. Það var Gunnhildur Peiser verkefnastjóri á flæðisviði Landspítalans sem rak í erindi sínu með hvaða hætti Lean verkfærin eru notuð á bráðamóttöku til þess að ná fram umbótum í þjónustuferlum við sjúklinga. Árið 2011 stofnaði Landspítalinn til samstarfs við McKinsey varðandi Lean. Gunnhildur lýsti ferli í blóðprufusýni. Því fyrr í ferli sem hlutir eru lagaðir því betra. Mikill sparnaður fólst í að fara í þessa vinnu, t.d. voru lagaðir límmiðar á blóðprufuglösum, hvaða blóðprufur væru teknar og hvenær. Bætt var hvernig farið er með sýni. Mjög var bætt hvernig sýni fara á rannsóknarstofu. Búinn var til rörpóstur þannig að öll sýni fóru beint úr blóðprufu af rannsóknarstofu. Allir ferlar voru kortlagðir og lagaðir. Varðandi skurðaðgerðir þá skiptir miklu máli að ferla allt niður því oft heldur fólk eitthvað sem ekki er rétt. T.d. var það trú starfsfólks að sjúklingar væru ekki að koma á réttum tíma í aðgerð og að skurðstofa þyrfti að bíða en það reyndist ekki rétt. Einnig varðandi eigur sjúklinga, þegar þeir fara í aðgerð í dag eru allar þeirra eigum geymdar í sérstökum poka. Landspítalinn hefur ekki þurft að greiða neinar bætur síðan þetta verklag var tekið upp en áður var mikið um tilkynningar á þjófnaði sem Landspítalinn var ábyrgur fyrir.
Allir eru flokkaðir við komu á spítala frá 1-5 eftir forgangsröðun þ.e. 1=aðalforgangur 5=minnsti forgangur. Stöðumat er tekið á hverjum einasta degi og horft á mælana. Eitt verkefna sem er núna í gangi er að stytta biðtíma sjúklinga þegar komið er á bráðamóttökuna.
Alltaf að spyrja, hvað vill sjúklingurinn? Myndi hann vilja borga fyrir það? Það byltir öllu að setja sig í spor sjúklingsins. Virginia Mason hefur hjálpað þeim við lean innleiðingu. Sjö tegundir flæðis eru notaðar, sjúklingur, aðstaða, starfsfólk, aðstaða... Fjárhagslegur drifkraftur er í öllu.

Árangursrík teymisvinna að hætti íslenska landsliðsins - Nálgun verkefnastjórans

Fundur á vegum faghóps um verkefnastjórnun í HR morgun fjallaði um „Árangursríka teymisvinnu að hætti íslenska landsliðsins“. Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Með aukinni alþjóðavæðingu hafa samfélagslegar kröfur og fjármagn í umferð aukist. Þar að auki getur knattspyrnuumhverfið verið bæði ögrandi og krefjandi. Í knattspyrnu er lögð áhersla á að skapa framúrskarandi vinnuumhverfi, yfirstíga hindranir, standa undir væntingum og takast á við álag. Við fyrstu sýn virðist knattspyrnuumhverfið vera sambærilegt við verkefnastjórnunarumhverfi, en er það raunin?

Fyrirlesturinn fjallaði um hvað verkefnastjórar geta lært af þjálfurum íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í verkefnastjórnun og myndun liðsheildar? Rætt var við núverandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson. Þar að auki var haft samband við leikmenn íslenska landsliðsins. Hæfnisauga Alþjóðaverkefnastjórnunar-sambandsins (IPMA) var notað sem grunnur til að svara spurningunni. Aðal áherslan var lögð á stefnumótun og hvernig á að leiða árangursrík teymi.
Fyrirlesturinn gaf góða sýn á það hvernig hægt er að byggja upp skipulagt og uppbyggilegt vinnuumhverfi þar sem árangursrík teymisvinna er aðal áherslan.

Fyrirlesarar voru þær Anna Sigríður Vilhelmsdóttir og Erna Kristjánsdóttir og byggði fyrirlesturinn á lokaverkefnum í MPM náminu og grein sem mun birtast í Procedia, Social and Behavioral Science í haust.
Leiðbeinandi Önnu og Ernu hvatti þær til að nota „hæfnisaugað“. Það er notað til þess að horfa á þessar aðstæður. Erna kynnti aðferðafræðina. Byrjað var að setja niður 10 spurningar á blað. Rætt var við Guðjón Þórðarson, Þorlák Arnarson, Bjarka Benediktsson og Alex Guðmundsson til að uppfæra spurningalistann. Út frá þessum 36 spurningum var rætt við Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni. „Hvað er það í þjálfunarferli landsliðsþjálfara sem gerir það að verkum að þessi mikli árangur hefur náðst“. Lars kom Nigeríu á heimsmeistaramótið. Lars var ráðinn til íslenska landsliðsins 2011. Heimir hafði verið að þjálfa kvennaliðið í Vestmannaeyjum. Hann var þekktur fyrir að ná vel til fólks, þess vegna vildi hann vinna með Heimi. Árið 2011 var íslenska knattspyrnulandsliðið í 104 sæti í dag í 34 sæti. Verkefnamiðaður leiðtogi sem hefur félagslega sýn er mikilvægur. Samheldni skiptir öllu máli því velverð teymisins skiptir öllu. Velja á þann sem maður telur vera bestan hverju sinni. Hegðunarmynstur teyma er eins og ísjaki því margt liggur undir yfirborðinu. Því neðar sem er farið sjást tilfinningar og gildi. Hvað drífur okkur áfram? Nota „af hverju“ fimm sinnum því þá komumst við að rótum vandans. Öllu máli skiptir að geta talað saman og fundið lausnir. Þar sem þjálfararnir eru tveir skiptir verkefnastjórnunin öllu máli. Lars skoðar hvern einstakling mjög vel, hvernig er þeim að ganga, hverjum fyrir sig. Heimir skoðar hins vega andstæðinginn og útbýr kynningu fyrir liðið áður en það keppir. Hálfum mánuði fyrir leik koma þeir til landsins og búa þá allir saman á sama hóteli. Þetta er gert til að samstilla hópinn. Morgnarnir fara í að þjálfa liðið, hvernig er andstæðingurinn og hvaða aðferð eigi að nota.
Varðandi hvatningu þá þarf landsliðið ekki mikla hvatningu. Þeir vita að góð frammistaða leiðir til þess að þeir gætu verið uppgötvaðir af stórum félagsliðum í hverjum leik. Þeir nota mikla sjálfsstjórn, sumir fara í jóga, lesa bók og mikilvægt er að kunna að slaka á. Mest mikilvægt er að tala ekki um hvorn annan heldur við hvorn annan. Mikilvægt er að sýna auðmýkt i samskiptum. Ekki hefur verið mikið um ágreining. Ef eitthvað kemur upp þá er það rætt strax. Fyrirliði liðsins skiptir miklu máli. Hann peppar liðið upp fyrir leikinn. Það sem strákunum fannst skipta mestu máli er í mikilvægisröð 1. Skipulag, agi, undirbúningur, traust, virðing og endurtekning. Mikilvægt er að hafa sem fæstar reglur til að allir muni þær.

Allir leiðtogar þurfa að þekkja veikleika sína og styrkleika. Er ég meira verkefnamiðaður en félagslega miðaður? Ef samheldnin næst, allir tali saman, traust ríkir þá eru allir vegir færir. Sífelld endurtekning skiptir miklu máli.

Skoðaðar voru kenningar um árangur: stefnumótun, stuðningur og val á starfsfólki. Hversu mikla stefnumótun þarf hvert og eitt fyrirtæki? Þegar búin er til stefna þarf allt að styðja við það til að árangurinn náist. Stefnan þarf að fá stuðning allra stjórnenda og val á starfsmönnum er mikilvægara en margur telur. Inn í hæfnisauganu voru hagsmunaaðilar. Hagsmunaaðilar í íþróttum eru: fjölmiðlar, áhorfendur, styrktaraðilar, samfélagið og stofnun. Lars bjó til umhverfið sem landsliðsmennirnir okkar þurftu. Lars trúir á samfellu og endurtekningu. Hann skapar ramman í kringum landsliðið því þeir koma úr svo mörgum áttum. Í kringum liðið er lið sem pantar hótel, nuddar, gefur góð ráð og landsliðsmennirnir vita nákvæmlega á hverju þeir eiga von á og að hverju þeir ganga. Á hótelum eru þeir alltaf allir á sömu hæð og engir aðrir þar. Þeir stjórna fjölmiðlaumræðunni með því að kalla þá til og þeir skrifa með þeim fréttirnar. Allt spilar saman. Til að velja í liðið með liðinu er horft á hvort viðkomandi fylgi ákveðnum gildum. Er hann vinnusamur, gleði, agi, einbeiting, grimmd (víkingur). Sett er lengri og skemmri markmið. En er munur á milli verkefnastjórnunar í fyrirtækjum og fótboltaumhverfi? Mikið er hægt að læra af fótboltanum og að átta sig á hvers konar fyrirtæki eða stofnun er verið að vinna með. Öllu máli skiptir fyrir starfsmenn að vita að hverju það gengur og hvað á að ræða um á hverjum fundi fyrir sig. Niðurstaða verkefnisins var að þjálfararnir eru tveir og þeir ná að bæta hvor annan upp. Fæstir eru með hvort tveggja í sér þ.e. að vera félagslegur eða verkefnalegur leiðtogi. Og hvernig náum við öllum í að vera eitt teymi, eitt lið. Það eru gildin, markmiðið og umhverfið. Það býr til samheldnina. Uppbyggilegt vinnuumhverfi er þannig að ekki er verið að skamma heldur segja hvernig við ætlum að komast á ákveðinn stað.

Frekari upplýsingar um verkefnin:
http://skemman.is/stream/get/1946/22701/47886/1/What_can_project_managers_learn_from_the_Icelandic_national_football_team$2019s_managers_in_shaping_group_dynamics.pdf
http://skemman.is/stream/get/1946/22679/48165/1/Anna-finalpaper-skemman.pdf

Ný stjórn kosin á aðalfundi Stjórnvísi í dag.

Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn í dag á Bryggjan Brugghús.
Ný stjórn var kosin fyrir næsta starfsár.
Formaður Stjórnvísi 2016-2017 er Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt var formaður 2015-2016 og sat áður í stjórn félagsins í 3 ár.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
Áslaug D. Benónýsdóttir, gæðastjóri hjá Gámaþjónustunni.(2015-2017)
Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Nolta.(2015-2017)
Þórunn María Óðinsdóttir, KPMG (2015-2017)
Í aðalstjórn til næstu tveggja ára voru kosnir:
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa.
Í varastjórn:
Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands.
Guðný Finnsdóttir, sérfræðingur.

Kosið var í fagráð félagsins. Fagráð skipa eftirfarandi:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins.(2015-2017)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.(2015-2017)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til tveggja ára:

Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)

Ársreikningur fyrir starfsárið 2015 undirritaður

Stjórn og skoðunarmenn Stjórnvísi hittust á veitingarhúsinu Matur og drykkur og undirrituðu reikninga félagsins fyrir árið 2015. Félagið var rekið samkvæmt áætlun, reikningsárið er frá jan-des en starfsárið er frá hausti til vors.

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Lean héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið var yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum. Fundurinn var frekar óhefðbundinn en Ketill Berg reið á vaðið og kynnti samfélagsábyrgð. Samfélagsábyrgðarhugtakið tengist sjálfbærri þróun. Sjálfbær þróun flest í því að við erum að nýta gæðin í dag, félagslegar og náttúrulegar, þannig að komandi kynslóðir gangi beint að þeim.
Það sem hefur náðst er að mæla árangur fyrirtækja. ISO 26000 er leiðbeiningarstaðall, ekki vottunarstaðall, skjal sem tryggir að allir hafi sama skilning á því hvað samfélagsábyrgð er. Samfélagsábyrgð felst í að fyrirtæki axli ábyrgð á áhrifum sem ákvarðanir og athafnir þess hafa á samfélagið og umhverfið. Einhver fyrirtæki leggja áherslu á umhverfismál á meðan önnur leggja áherslu á persónuöryggi. Hagaðilar eru: viðskiptavinir, birgjar, eigendur, þjóðfélag, starfsfólk, fjárfestar og náttúran. Huga þarf að allri keðjunni þegar talað er um „frá króki að disk“ og átt er við fisk. Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir. Þetta er risastórt verkefni. Samfélagsábyrgð er fallegt orð en það það er hætta á því að fyrirtæki blekki neytendur. Fyrirtæki þarf engan veginn að vera fullkomið í samfélagsábyrgð en það þarf að setja niður mælanleg markmið. En hvernig getur hver og einn haft áhrif? Er til stefna?

Næst tók við Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Expectus. Straumlínustjórnun er safn hugmynda og aðferðafræði. Allt er miðað við þarfir viðskiptavinarins. Unnið er eftir skilvirkum hætti og verið að rýna út frá skilvirkni. Jafningjastjórnun, sjónræn sem krefst aga og stöðugra umbóta. Horft er á virðiskeðjuna alla leið út frá skilvirkni og reynt að eyða sóun. Verkefni eru stöðugt rýnd, hvað getur við gert betur? Saman myndar þetta menningu, þ.e. sameiginlega upplifun fólks, í lagi er að gera mistök, við erum stöðugt að læra. Þegar verið er að horfa á strauma er verið að horfa á hvað viðskiptavinurinn er að upplifa, hvernig er flæðið og hvernig vinnum við saman. Hvað er nauðsynlegt og hvað er ekki nauðsynlegt? Straumlínustjórnun er ekki hlutverk, gildi, stefna eða markmið. Fyrirtæki eru með hlutverk og stefnu og mynda sér gildi. Gildin eru svo djúpstæð og hafa áhrif á svo margar ákvarðanir. Markmið eru svo skoðuð reglulega. Síðan er t.d. straumlínustjórnun og 4DX nýtt til að ná rauntölum. Menning er samheiti yfir hegðun og hugarfar. Lean er ekki markmið í sjálfu sér heldur aðferð. ÁTVR segir að samfélagsábyrgð sé partur af hlutverki sínu. Þannig fer það inn í stefnuna, gildin og markmið. Þannig tekst það. Ekki er nægjanlegt að setja merkimiðann. Orð eru til alls fyrst.
Hvernig er hægt að nýta mælikvarðana fyrr í fyrirtækjum. En hvernig er hægt að mæla samfélagsábyrgð? Verið er að mæla jafnlaunavottun sem er samfélagsábyrgð eða jafnrétti. Blandaðir hópar skila betri ábyrgð. Það er mikilvægt að átta sig á því að það eru rekstrarlegir mælikvarðar, fjármála, starfsánægju of.l. sem starfsfólkið sjálft hefur áhrif á. Ef við náum að tengja það sem við gerum dags daglega við fjárhagsárangur þá skiptir það máli. Lean er ekki viðskiptastefna heldur rekstrarstefna. Það þarf að samvefja Lean og samfélagsábyrgð stefnu og gildi starfsmanna fyrirtækja. Ef allir í fyrirtæki skilja um hvað það snýst að vera ábyrgari í samfélagsmálum þá gengur innleiðingin betur. Auðvelt er t.d. að setja upp í mælikvarða sóun matvæla. Nú eru nokkrar verslanir farnar að bjóða matvæli sem eru að renna út í stað þess að farga þeim. Í dag þurfum við að geta lifað gildin okkar í vinnunni líka, ekki lifað tveimur aðskildum lífum. Hverjum dytti í hug að nota stöðugt plastmál heima hjá sér? Hvernig ætlum við að vera heil og sönn? Hvað skiptir þig mestu máli? Spyrja þarf um af hverju erum við að fara að gera þetta, hver er ávinningurinn? Hvað þýðir að vera ábyrgur? Hvernig eru starfsmenn virkjaðir betur? Mikilvægt í samfélagsábyrgðinni er að horfa ekki bara á Ísland heldur á heiminn sem einn stað. Mikilvægt er að hver og einn finni að hans framlag skipti máli. Mötuneyti getur sett um mælikvarða varðandi sóun o.fl.

Endurnýjun grunnkerfa RB - Stjórnskipulag og samstarf í stóru og flóknu verkefni

Faghópur um verkefnastjórnun hélt í morgun fund í RB sem fjallaði um endurnýjun grunnkerfa RB. RB hefur í fjölmörg ár rekið innlána- og greiðslukerfi fyrir banka og sparisjóði á Íslandi. Þetta kerfi er einstakt á heimsvísu m.a. vegna þessa samreksturs allra aðila, samþættingar þeirra í milli og rauntíma greiðslumiðlunar á milli allra banka á Íslandi. Kerfið er hins vegar komið til ára sinna og uppfærslu þörf ásamt því að fjölmörg tækifæri eru til hagræðingar.
Keyptar voru staðlaðar lausnir frá Sopra Banking Software og er innleiðing á þeim í gangi í samstarfi við Sopra, banka á Íslandi o.fl. Um er að ræða mjög stórt og flókið verkefni sem margir aðilar koma að. Nauðsynlegt er að breyta fjölmörgum kerfum RB og bankanna, ásamt því að ný kerfi kalla á breytingar hjá Seðlabankanum, kortafyrirtækjunum og fjölmörgum öðrum.
Jón Helgi Einarsson fjallaði um verkefnið og ræddi sérstaklega verklag, stjórnskipulag, samstarf og samstillingu aðila. Staða núverandi grunnkerfa er sú að kerfið er orðið 30-40 ára í grunninn, tækniumhverfi úrelt og þekking á því fer minnkandi. Breytingar og nýjungar orðnar mjög þungar í vöfum og fjölmörg kerfi innan banka sem eru hluti af nútíma grunnkerfum, rekstraráhættan er því mjög mikil. Markmið með endurnýjun er hagræðing (lækka UT kostnað hjá bönkum, rekstraráhætta o.fl. Ákveðið var að velja staðlaða erlenda lausn. IBM consulting var fengið til ráðgjafar og var valið kerfið Sopra Banking Software eftir vandlega greiningu og verðkönnun. Samstarfsaðilinn kom best út úr matinu. Verkefnastofa RB byggir á Agile og Prince2 aðferðafræði. Miðjuverkefnið var unnið með Waterfall aðferðarfræðinni, Scrum teymi er í þróun, þrír þróunarfasar og sprettir. Mikilvægt er að fara í „Byr í seglin“. Þá eru allir kallaðir saman á fund 60 manns og þeir segja hvað hefur gefið byr og hvar akkerin liggja þ.e. flöskuhálsarnir. Í framhaldi voru gerðar breytingar; á einum stað þurfti að fjölga í hópi og í öðrum fækka. Gífurlegar mikilvægt hefur verið að halda reglulega sameiginlega fundi því samvinna eykur skilvirkni. Gagnsæi og skýrt upplýsingaflæði verður á milli allra aðila. Samvinna, sameiginleg markmið og samvinna allra aðila eins og t.d. í prófunum skilar miklu hagræði. Skýra ferla sem farið er eftir; skýrar kröfur og umfang eins vel og kostur er, halda þétt utan um umfang verkefnisins, heildaryfirlit, breytingaráð. Sveigjanleiki og jákvætt hugarfar er það allra mikilvægasta.
Frekari upplýsingar um verkefnið https://www.youtube.com/watch?v=qjj3M1Kj4L8

Hjólreiðar og umferðaröryggi.

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkfræðingur á samgöngusviði Eflu fjallaði um hjólreiðar og umferðaröryggi hjá faghópi um umhverfi og öryggi í Eflu í dag. Guðbjörg Lilja fjallaði um rannsóknir á umferðaröryggi en einnig um praktískari hliðar málefnisins eins og það hvernig við aukum líkurnar á því að við komumst heil á leiðarenda á hjólinu. Hjólreiðar eru áhugamál Guðbjargar og hjólar hún mikið. En af hverju að hjóla og ganga? Þetta er jafnréttismál til að velja þann fararmáta sem hentar og ekki hafa allir bílpróf, þetta er einnig heilbrigðismál, umhverfismál og spurning um hvers konar borg/bæ við viljum búa í. Við fáum fleira fólk á göturnar og mannlífið verður líflegra. Fólk þarf að upplifa öruggar hjólaleiðir og fá öryggistilfinningu. WHO metur að fækka megi banaslysum í umferðinni í vestur Evrópu um 25% með því að lækka meðalhraða umferðar um 5 km/klst. Miklu máli skiptir að hraðatakmörk séu virt. Hraði hjólreiðamanna skiptir líka miklu máli því þeir bremsa hægar en bílar. Í Danmörku og Hollandi eru flestir hjólreiðamenn, flestir hjólaðir kílómetrar og fæst slys. Öryggi næst með því að tryggja 30 km/klst hraða, aðskilja gangandi og hjólandi eins og hægt er, tryggja útsýni og vanda uppeldið. Í Reykjavík vantar tilfinnanlega talningu á hjólum. Öll slys eiga að vera skráð af Samgöngustofu en vanskráning á óhöppum er mikil. Ástæðan er skortur á skráningu á slysum sem eru þegar bíll er ekki annars vegar heldur hjól og gangandi vegfarandi o.fl. Skráning Samgöngustofu og spítalanna stangast mjög á.

Mannauðsstjórnun og þjónandi forysta

Á þessum fundi sem haldinn var í ÁTVR fjallaði Sigrún Gunnarsdóttir um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og markþjálfun í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.
Erindi Sigrúnar frá 1. mars um markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.
Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.
Búið er að finna út hvað skapar árangur í mannauðsstjórnun skv. rannsóknum. Þjónandi forysta er kennd í háskólum á Íslandi. Markmiðið er að allir verði leiðtogar sama í hvaða starfi þeir eru. Það er erfitt verkefni að hafa áhuga á hvort öðru en það skiptir miklu máli á vinnustað. Til að hafa áhuga hvort á öðru er mikilvægt að þekkja sjálfan sig. En hver er tilgangurinn? Við þurfum að læra að hlusta á aðra.
Undanfarin 10 ár hafa verið gerðar margar rannsóknir um þjónandi forystu bæði í Bandaríkjunum og Kína. Skv. þeim sést að mannauðsstjórnun hjálpar fólki að þroskast, meta sig, byggja sig upp, vera falslaus, veita og deila forystu. Fjöldi fyrirtækja hefur innleitt þjónandi forystu. Algengasta aðferð við innleiðingu er að allir starfsmenn lesi bækurnar um þjónandi forystu. Dæmi um fyrirtæki eru: TDindustries, Southwest Airlines, Zappos, Lögreglan hérlendis og erlendis, Whole Foods. Síða um félagið er www.modernservantleader.com
Þjónandi forysta er ekki skyndilausn heldur stöðug innleiðing. Á listanum 100 bestu fyrirtæki til að vinna fyrir í Bandaríkjunum eru 50 þeirra sem þjónandi forystu. Fyrirtæki sem nýta sér þjónandi forystu skora hærra en önnur í starfsánægju, sköpunargleði og sýna minni einkenni kulnunar. Þjónandi forysta er mæld með því að skoða viðhorf þitt til þíns næsta yfirmanns. Því meir sem stjórnandinn hlustar, kann að draga sig í hlé því hærra skor fær hann. Þegar við fáum sem starfsmenn að vera frjáls, álit okkar skiptir máli þá glæðir það innri starfshvöt. En hún skapar áhuga, vellíðan og þar með árangur. Hlustun skapar traust. Skortur á hlustun rýrir traust. Það skapar áhuga innra með starfsfólki ef það er hlustað á starfsfólk. Ef hlustað er eftir hvernig fólki líður þá nemum við starfsandann. Auðmýkt leiðtoga laðar fram árangur. Auðmýktin er x-faktorinn í árangri í stjórnun og forystu. Hroki eyðileggur árangur. Auðmjúkur leiðtogi setur hagsmuni og þarfir annarra í fyrsta sæti, tekur sjálfa/n sig ekki og hátíðlega, viðurkennir mistök, er sjálfsöruggur, jarðbundinn. Auðmýkt er bráðsmitandi. Það eru mjög sterk tengsl.
En hvað er að vera leiðtogi: „Leiðtogi er sá sem hefur áhrif á umhverfi sitt til góðs“. VR könnunin hefur inn í sér mikið af þeim þáttum sem þjónandi forysta snýst um. Þjónandi forysta er hugmyndafræði en fyrirtæki auglýsa það ekki, þau eru auðmjúk. Ekkert vottunarkerfi er til. Richard Branson notar þjónandi forystu í öllu sem hann gerir: komdu vel fram við starfsfólkið þitt og þá fylgir allt hitt með.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?