Fréttir og pistlar

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Í morgun var haldinn fundur á vegum faghópa um mannauðsþjálfun og markþjálfun í Vinnumálastofnun. Það voru markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir sem veittu Stjórnvísifélögum innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun. Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila. Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni. Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.
Í erindi Ásgeirs kom hann inn á að „Hver einasti maður sem þú hittir er þér meiri á einhvern hátt. Þá vitnaði hann í Sókrates „Eina sanna viskan er að vita að þú veist ekkert. Allt er einstaklingsbundið og því mikilvægt. Ásgeir segir skjólstæðinga sína almennt sammála því að „Hver sé sinnar gæfu smiður“. Þú getur ekki stjórnað því hvað kemur fyrir þig en þú getur stjórnað því hvernig þú tekur því. Þú getur valið að vera bitur eða jákvæður. Viðhorfið skiptir öllu. Ef þú kennir öðrum um þá gerist ekki neitt. Ásgeir spyr líka einstaklinga: „Hvað finnst þér skipta máli í lífinu?“ Hvort líður þér betur þegar þú ert hlæjandi eða leiður? Ef þú átt frítíma er þá rökrétt að gera eitthvað sem lætur manni líða vel? Þeir sem horfa á fréttir hljóta að vera áhugamenn um fréttir því það er gert á eigin frítíma. Ert þú sigurvegari í eigin lífi? Helstu mistökin okkar eru að reyna ekki. Einkenni sigurvegarans eru að standa alltaf upp aftur og aftur. Ásgeir spyr fólk alltaf hvað myndir þú reyna núna ef þú vissir að þér gæti ekki mistekist.
Hrefna sagði frá því að það væri lítið mál að setja sér markmið en það er öllu erfiðara að vera með þ.e. að láta þau rætast. Við erum alltaf stjórnendur í eigin lífi. Kunnátta færir okkur lífsgleði, þar finnurðu sjálfan þig, eflir öryggi. NLP lætur okkur skilja þriðja augað þ.e. hvernig við bregðumst við áreiti. Þegar við fæðumst erum við hrein. Skynfærin fara síðan að taka inn upplýsingar og allt er skráð. NLP=taugakerfið okkar og hvernig við vinnum úr því. Líkaminn okkar sýnir alltaf hvernig okkur líður. Hrefna hefur haldið námskeið og vinnur með mörgum aðilum á Norðurlöndum. Ef þú átt draum, við hvað viltu þá fá aðstoð við? Hrefna kynnti lífshjólið og hversu mikilvægt hvert svið er hverjum og einum. Mikilvægt er að fara í gegnum hjólið á einlægan hátt og sjá hvernig það er. Ef þú ert án atvinnu hugsaðu þig þá um hvað er jákvætt við að vera án vinnu, veikur? Hvernig færðu umhyggju annarra? Vinna á að vera 8 tímar, frímtími 8 tímar og svefn 8 tímar. Allir ættu að hugsa eftirfarandi:
Átt þú þér DRAUM?
Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:
Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?
Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Viðskiptavinir sjálfir koma með hugmyndir að umbótum og forgangsraða

Mikilvægur þáttur gæðastjórnunar er að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina. Ýmsum aðferðum er hægt að beita til þess að fá fram þessar upplýsingar og mikilvægt að nota þær með skipulögðum hætti til þess að bæta starfsemina.
Á fundi faghópa um gæðastjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun í Kerhólum í morgun fjallaði Reynir Kristjánsson, gæðastjóri Hagstofu Íslands um hvernig Hagstofan hefur flokkað viðskiptavini sína og komið á reglubundnum fundum til að ræða þarfir og væntingar. Viðskiptavinir sjálfir koma með hugmyndir að umbótum og forgangsraða. Reynir kallar viðskiptavini Hagstofunnar notendur eða notendahópa. Hagstofan er með vörumiðaða notendahópa. Notendahópar Hagstofunnar voru ekki verulega virkir en það kom fram í gæðaúttekt 2013. Það sem gert var að fjölga hópum sem höfðu áhuga á tilteknum málefnum. Hagstofan á að hlusta á viðskiptavininn en ekki láta viðskiptavininn hlusta stöðugt á Hagstofuna. Núna hefur þessu algjörlega verið snúið við og stofnaðir hafa verið notendamiðaðir notendahópar. Mikilvægt að það séu svipaðar þarfir og væntingar innan hvers hóps. Markmiðið er að bæta gæðin. Byrjað var að flokka notendurna. 1.Almenningur 2.fjölmiðlar 3. Fyrirtæki 4. Greiningaraðilar 5. Nemendur 6. Rannsóknarsamfélagið, 7. samtök stjórnvöld 8. alþjóðastofnanir og 9. aðrir erlendir notendur. Notaðar voru vinnustofur til að sjá hvað vantaði. Umbótahugmyndir komu og viðskiptavinir forgangsraða hvað skiptir mestu máli. Eftir notendafundi er fundað með öllum deildarstjórum og valin umbótarverkefni. Stjórnendur og notendur eru mjög ánægðir. Fundirnir voru mjög skilvirkir. Núna er það þannig að á haustin eru umbótahugmyndir fengnar og á vorin er viðskiptavinum boðið að koma og sjá hvað hefur verið gert.

Gunnar Hersveinn verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar nefndi dæmi um hvernig sviðið hefur markvisst unnið að því að auka gæði samskipta milli borgarbúa og sviðsins en verkefni þess spanna viðamikið svið og tengist m.a. skipulagi, umhverfi, heilbrigðismálum, sorphirðu, framkvæmdum og umhirðu. Miðlunarteymi Reykjavíkurborgar undirbýr fundi sem haldnir eru með borgarbúum til þess að þeir heppnist. Einnig eru haldnir umræðufundir þar sem ekki er verið að kynna eitthvað ákveðið heldur vekja umhugsun. Þann 15.nóvember nk. verður t.d. haldinn fundur á Kjarvalsstöðum sem ber yfirskriftina „Ríkir hugarfar sköpunar í Reykjavik?“. Á þessa fundi eru allir velkomnir og haft heitt á könnunni. Búin er til kaffihúsastemningu og hver aðili hefur 8 mínútur til að kynna sitt verkefni og í framhaldi er boðið upp á fyrirspurnir. Fundirnir eru teknir upp og eru aðgengilegir á netinu. Þessir fundir eru til að kanna viljann og óbeint unnið úr niðurstöðum öfugt við aðra fundi þar sem er unnið beint úr niðurstöðum. Miðlunarteymið vinnur ferla; hvað þarf að muna eftir t.d. lista upp allt sem þarf að gera og búnir til tékklistar. Teymið skiptir nákvæmlega með sér verkum. T.d. þarf að passa upp a að boðið sé upp á endurnotanlega bolla, skilgreina gögn sem dreift er ti gesta, gestir hafi aðgang að ílátum undir flokkaðan úrgang, leita uppi vistvænu kostina við val á ferðamáta á viðburðinn. Verkefnið Græn skref í starfsemi Reykjavíkurborgar snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar og núna eru allir vinnustaðir með. Grænu skrefin leiða af sér minni úrgang, aðgang að hjólagrindum, upplýsingum um strætó, minni pappírsnotkun o.fl. Vinsemd, samvinna, hófsemd og kraftur eru gildi allra vinnustaða borgarinnar. Verið er að vinna með líðan starfsfólks sem hefur áhrif á borgarbúa.

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð var yfirskrift fundar á vegum faghópa um ISO og samfélagsábyrgð í Marel í morgun. Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, stóðu saman að fundinum. Markmið fundarins var að varpa ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur. Vinnuhópur var stofnaður í janúar 2005 til þess að þróa staðalinn og hélt átta fundi. Sjöhundruð þátttakendur voru frá 99 löndum og 42 fjölþjóðlegum samtökum og stofnunum. Til þess að tryggja sem víðtækasta sátt um staðalinn var þess gætt að aðilar kæmu alls staðar að úr samfélaginu.
Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands sagði frá því að Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010. Staðallinn veitir leiðbeiningar um hugtök og skilgreiningar samfélagslegrar ábyrgðar, bakgrunn, þróun og einkenni, meginreglur og starfshætti er varða samfélagsábyrgðarinnar. Aðaleinkenni samfélagslegrar ábyrgðar felst í vilja fyrirtækis til að innleiða samfélags-og umhverfislega hugsun í ákvörðunum sínum. Sjö grundvallarreglur eru í staðlinum; ábyrgðarskylda (gagnvart öllum aðilum), gagnsæi (stefna sýnileg og öllum aðgengileg), siðferðileg háttsemi (umhyggju fyrir fólki, dýrum og umhverfinu), virðing fyrir hagsmunum hagsmunaaðila (virða og bregðast við hagsmunaaðilum), virðing fyrir réttarríki (viðurkynna að virðing fyrir reglum sé ófrávíkjanleg t.d. greiða konum og körlum sömu laun), virðing fyrir alþjóðlega viðtekinni háttsemi (forðast meðsekt í starfsemi annars fyrirtækis t.d. barnaþrælkun) og fyrir mannréttindum (stuðla að því að mannréttindaskrá SÞ sé í heiðri höfð). 1. Stjórnarhættir fyrirtækis eru það kerfi sem fyrirtækið beitir til að taka ákvarðanir og framkvæma þær til að ná markmiðum sínum. 2. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem allir menn eiga kröfu til. 3. Vinnnumál fyrirtkis ná yfir alla stefnumörkun og starfsvenjur sem tengjast vinnu sem innt er af hendi. 4. Umhverfismál, fyrirtæki ættu að taka upp samþætta aðferð. 5. Sanngjarnir starshættir. 6. Neytendamál. Fyrirtæki sem láta neytendum og örðum viðskptavinum í té vöru og þjonustu bera ábyrgð gagnvart þessum aðilum. 7. Samfélagsleg virkni og þróun.
Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel fór yfir hvernig Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Marel nýtir sér ISO 26000 til þess að hafa yfirsýn. Global Compact er notað til þess að skapa skuldbindingu. Marel í upphafi snerist um að auka framlegð í sjávarútvegi með því að búa til rafeindarvog. Þetta verkefni er samfélagslega ábyrgt. Grunngildin snúast um að auka framlegð og búa til meiri hagsæld sem er samfélagsábyrgð. Þorsteinn fékk aðstoð við að finna lykilaðila innan Marel, útbjó spurningarlista og passaði upp á að enginn flokkur yrði útundan. Niðurstöður viðtalanna voru síðan mæld við stefnu Marel. En hverjar eru hindranirnar? Marel er tórt fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum mismunandi menningarheimum. Gagnaöflun er flókin og erfitt getur reynst að fá sambærileg gögn frá öllum starfsstöðvum. Þetta er verkefni sem þarf að fara hægt í en af miklum þunga. Það hafa allir nóg með sitt. Stóra áskorunin er hvernig hægt er að innleiða fleiri KPI þannig að starfsmönnum finnist þeir skipta máli. Opnað var áhugavert svæði fyrir starfsmenn þar sem þeir voru beðnir um að deila sögum frá fyrirtækinu. www.livingmarel.com
Að lokum fjallaði Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun um aðdraganda þess að stefna um samfélagsábyrgð var sett hjá Landsvirkjun og um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila. Landsvirkjun var stofnuð 1965 og frá upphafi var lögð áhersla á að fyrirtækið væri sjálfstætt og óháð, tekjuflæði öruggt og öll verkefni boðin út. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt. Árið 2006 innleiddi Landsvirkjun umhverfisstjórnunarkerfi. Árið 2009 var allt orðið vottað skv. ISO 14001. Markmið með gerð samfélagsskýrslu hjá Landsvirkjun var að samhæfa stjórnkerfi og gera samfélagsábyrgðina hluta af kerfinu. Stefnu um samfélagsábyrgð er að finna á heimasíðu Landsvirkjunar. Þar sjást markmiðin og mælikvarðarnir.
Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Ef þú veist ekki hvert þú vilt fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú ferð

Ragnar Már Vilhjálmsson hjá Manhattan Marketing fjallaði í dag á áhugaverðan hátt um markaðsáætlanir og mikilvægi þeirra í rekstri fyrirtækja, m.a. út frá raunverulegum dæmum.
Ragnar spurði hversu mikilvægi markaðsáætlana er? Lewis Carroll skrifaði söguna um Lísu í Undralandi. Lísa spyr köttinn hvert hún eigi að fara og hann spyr hvert hún ætli fara. Lísa veit það ekki og þá segir kötturinn ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir ekki máli hvert þú ferð, þú getur bara verið á einhverjum stað.
Markaðsáætlun er miðlægt verkfæri sem gegnir lykilhlutverki í stjórnun og samhæfingu markaðsstarfs. Markaðsáætlun er leiðarvísir sem leggur línur markaðsaðgerða og stikar leiðina að markaðslegum markmiðum. Markaðsáætlun kemur okkur þangað sem við höfum stefnt fyrirtækinu Markaðsáætlun er hluti af heildarstefnumótun fyrirtækja.
En hver er munurinn á markaðsáætlun og viðskiptaáætlun? Markaðsáætlun segir hvernig við ætlum að fúnkera, viðskiptaáætlun segir okkur hvað við ætlum að gera. Því faglegri sem markaðsmálin eru því líklegra er að við stöndum okkur vel. Markaðsáætlun er tvíþætt og snýr að innra og ytra umhverfi.

Verkefnastjórnun og Lean - Samantekt í kjölfar viðburðar

Föstudaginn 28.október héldu þeir Svanur Daníelsson og Jónas Páll Viðarsson frá LNS Saga, fyrirlestur um Lean og verkefnastjórnun. Fyrirlesturinn var einmitt sameiginlegur fyrirlestur faghópa Lean og verkefnastjórnunar.

Erindið fjallaði um notkun og nálgun LNS Saga á verkefnastjórnunarverkfærinu LPS (Last Planner System) sem styðst við Lean hugmyndafræðina. LPS er sjónræn stjórnun verkefna sem færir ábyrgð skipulags á framkvæmdaraðilann og gerir honum þannig kleift að skipuleggja sínu vinnu með sínu teymi, mæla árangur og safna tölfræðilegum gögnum um vankanta skipulagsins til umbóta.

Töluverður áhugi var á erindinu og mættu um 80 manns í Háskóla Reykjavíkur. Spurningar í lok erindis voru einna helst um kostnaðartengingu og með hvaða hætti er haldið utan um upplýsingar og mælikvarða.Í stuttu máli sagt, þá er innleiðing LNS Saga ekki komin það langt að byrjað sé að greina sparnað í verkefnum við notkun kerfisins heldur liggur það beinast við að kerfið ýtir undir betra skipulag og minni sóun, sem skilar sér alltaf peningalega. Þá er einnig vert að nefna að teymisvinna verktaka og undirverktaka verður betri. Þá verður upplýsingagjöf til verkkaupa einnig sýnilegri á verkfundum þar sem vikuleg verkáætlun er ávalt sýnileg og uppfærð á s.k. morgunfundum daglega.

Þetta verklag er í raun hægt að yfirfæra á hvaða verkefnateymi sem er og þá er einnig möguleiki á að ákveða tíðni töflufunda eftir þörfum og mikilvægi verkefna.

Á morgunfundum í verkum LNS Saga er farið yfir öryggismál, hvernig gærdagurinn gekk, hver eru markmið dagsins í dag og þá er einnig rætt um hvort það sé eitthvað á þessum tímapunkti sem gæti mögulega haft áhrif á skipulag morgundagsins. Með þessu er m.a. reynt að sporna við sjö tegundum sóunar (gallar, offramleiðsla, flutningar, hreyfing, biðtími, ofvinnsla, lager). Þá er einnig haldið utan um sérstaka hömluskrá ef stærri áhættuþættir eru fyrir hendi.

Varðandi utanumhald þá hefur LNS Saga tekið saman tölfræði í heimagerðum Excel skjölum en það er þó algjörlega opið með hvaða hætti upplýsingar og mælikvarðar er sett fram fyrir LPS aðferðafræði. Það fer eingöngu eftir stærð og tegund verkefnis, hvernig því er best háttað.

Vel heppnuð 30 ára afmælisráðstefna Stjórnvísi

Haustráðstefna Stjórnvísi sem jafnframt er 30 ára afmælishátíð var haldin á Grand Hótel þann 2. nóvember kl. 8:00-13:00. Þema afmælisráðstefnunnar var "Endurmörkun í síbreytilegu umhverfi, reynslusögur leiðtoga".Dagurinn hófst með glæsilegum morgunverði, rjúkandi beikon, egg, álegg, safar og nýbökuð brauð. Formaður Stjórnvisi Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Marel á Íslandi setti hátíðina með glæsibrag og Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey og heiðursfélagi Stjórvísi stjórnaði ráðstefnunni af sinni einstöku snilld. Eftir erindi þeirra Margrétar Guðmundsdóttur stjórnarformanns N1 og fyrrverandi forstjóra Icepharma hf. og Huldu Gunnlaugsdottur COO-Divisjons direktør Norlandia Care Group AS, voru unnar vinnustofur og boðið upp á glæsilega afmælistertu. Hvert borð skilaði niðurstöðu þ.e. svaraði ákveðnum spurningum og birtust þær jafnóðum á skjá í salnum. Þetta vakti mikla gleði og stóðu gestir sig einstaklega vel. Niðurstöðurnar má sjá á vef Stjórnvísi. Síðasti fyrirlesarinn var Oliver Luckett forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles. Dagskráin endaði með léttum hádegisverði og ljúfum leik Björns Thors og félaga. Ráðstefnan heppnaðist eins og best verður á kosið og má sjá myndir af ráðstefnunni á facebook síðu Stjórnvísi.
Hér má sjá myndir af hátíðinni: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1204527462948535
http://hashslider.com/slideshow?eventId=51995

30 ára afmælisráðstefna Stjórnvísi. Vertu með!

Haustráðstefna Stjórnvísi sem jafnframt er 30 ára afmælishátíð verður haldin á Grand Hótel þann 2. nóvember kl. 8:30-13:00.
Þema afmælisráðstefnunnar er "Endurmörkun í síbreytilegu umhverfi, reynslusögur leiðtoga".
Fyrirlesarar eru þau Margrét Guðmundsdóttir stjórnarformaður N1 og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf., Hulda Gunnlaugsdottir COO-Divisjons direktør Norlandia Care Group AS, www.norlandiacare.no og Oliver Luckett forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles.
Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:00. Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og formaður stjórnar Stjórnvísi setur afmælisráðstefnuna kl. 8:30. Því næst verða flutt þrjú áhugaverð erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir fyrstu tveimur erindunum þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum. Ráðstefnan endar með léttum hádegisverði við undirleik góðrar tónlistar. Ráðstefnustjóri verður Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey og heiðursfélagi Stjórnvísi.
Verið öll hjartanlega velkomin.
Aðgangur er frír.

Mannauðsdagur Flóru verður 28.október í Hörpu.

Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun vekur athygli á mannauðsdegi Flóru þann 28.október í Hörpu.
Yfirskrift mannauðsdagsins í ár er „Samspil mannauðs og stjórnunar“, en á ráðstefnunni verður fjallað um hlutverk mannauðsdeilda í skipulagsheildum og samband þeirra við yfirstjórnir.
Efni ráðstefnunnar höfðar til stjórnenda, mannauðsstjóra, mannauðsérfræðinga, ráðgjafa í mannauðsmálum og fræðimanna sem fást við stjórnun fyrirtækja og rannsóknir.
Mannauðsdagurinn er vettvangur fyrir þá sem láta sig nútímalega stjórnun mannauðs varða. Fyrirkomulagið í ár verður, líkt og áður, blanda af fræðilegri og hagnýtri umræðu um mannauðsmál frá innlendum og erlendum sérfræðingum.
http://www.mannaudsstjorar.is/mannaudsdagurinn/skraning
http://www.mannaudsstjorar.is/mannaudsdagurinn

Mikilvægi hugverkaverndar fyrir frumkvöðla

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Útreikningar FÍB á eldsneyti bifreiða.

Framkvæmdastjóri FÍB, Runólfur Ólafsson kynnti sögu FÍB og hvernig FÍB hefur um áratugaraðir staðið að útreikningum á kostnaði er tilheyrir eldsneyti bifreiða. Viðburðurinn sem var á vegum faghóps um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn í Innovation House.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda er hagsmunafélag bifreiðeigenda og viðurkennt sem slíkt af stjórnvöldum. Fulltrúar FÍB eiga setu- og tillögurétt í nefndum á vegum hins opinbera og félagið fær til umsagnar frumvörp, tillögur og reglugerðir frá löggjafar- og framkvæmdarvaldinu. Oftar en ekki hafa útreikningar FIB raktað í fréttirnar.

Hvenær er nógu mikið of mikið? - Innri upplýsingamiðlun og helgun starfsfólks

Stjórnvísifélagar fengu góðar móttökur í Festi þar sem faghópur um mannauðsstjórnun hélt fund um innri upplýsingamiðlun og helgun starfsmanna. Guðfinna Björk Kristjánsdóttir, upplýsingastjóri Garðabæjar sagði frá niðurstöðum rannsóknar sem hún gerði innan stórrar breskrar stofnunar á upplifun starfsmanna af innri upplýsingamiðlun. Niðurstöðurnar hafa þegar verið kynntar á alþjóðlegri mannauðsráðstefnu í Kanada og á ráðstefnu British Academy of Managment sem haldin var í Newcastle fyrr í haust.
Fagleg innri upplýsingamiðlun er öflugt tæki fyrir stjórnendur sem vilja auka afköst og skilvirkni á vinnustaðnum. Rannsóknin sýndi fram á sjö þætti sem hafa áhrif á upplifun starfsmanna af upplýsingamiðlun, m.a. að bæði of mikið af upplýsingum og of lítið geta haft neikvæð áhrif á upplifunina. Rannsóknin var lokaverkefni Guðfinnu í masters námi í mannauðsstjórnun við Birmingham City University í Englandi.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf starfsmanna til innri upplýsingamiðlunar og komast að því hvað mætti gera betur. Guðfinna skoðaði communications=upplýsingamiðlun og samskipti, internal corporate communications=frá æðstu stjórnendum til allra starfsmanna local communication=frá æðstu stjórnendum á hverjum vinnustað til starfsmanna. Guðfinna skoðaði einnig helgun(job engagement) starfsmanna annars vegar gagnvart stofnunni/fyrirtækinu og hins vegar gagnvart starfinu.
Rannsóknin náði til stórrar breskrar stofnunar með um 1000 stafsmenn og 13 starfsstöðvar í Englandi, Skotlandi, o.fl. Lykilatriði var að verið var að skoða sjónarhorn starfsmanna. Upplifun starfsmannsins getur verið afa langt frá góðum ásetningi stjórnenda. Sjónarhorn starfsmanna er oft allt annað en stjórnenda. Niðurstöðurnar voru þær að 37% voru óánægð með innri upplýsingar. Þegar óskað var eftir hvernig ætti að fá upplýsingar þá vildu starfsmenn helst fá að heyra beint frá sínum stjórnanda, af netinu og frá starfsmannafundum. Aðrar rannsóknir hafa staðfest það sama. En hvað hefur áhrif á viðhorf? 1. Magn og lengd upplýsinga, tónninn í samskiptum, heiðarleiki, hvort upplýsingarnar hafa gildi fyrir starfið, tímasetning þ.e. hvenær þú færð upplýsingarnar. Varðandi magn og lengd þá pirrar það fólk að fá upplýsingar frá allt of mörgum. Mikilvægt er að fá stuttar upplýsingar. Þegar upplýsingar verða of miklar þá hættir fólk að lesa. Einnig vill fólk hafa stjórn á því hvað það fær. Fólk vill velja hvort það les það á netinu, fær tölvupóst, les miða fyrir utan kaffistofu o.fl. Facebook at work. Óskað var eftir að talað væri mannamál og segja hvað er verið að gera. Skýr skilaboð er það sem skiptir mestu máli. Innri vefir þurfa ást og umhyggju. Mikilvægt að útbúa hæfileika/þekkingarpott og kalla eftir samvinnu og þekkingarmiðlun á milli deilda.
Rannsóknin leiddi í ljós að almennt væri gert mikið af því að leita eftir skoðunum starfsfólks en hins vegar er fyrirtækið ekki eins gott í að hlusta og bregðast við. Þessi þversögn kallar fram ergelsi og dró úr vilja starfsfólks til að láta skoðanir sínar í ljós.
Niðurstöðurnar fara saman við það sem Argenti(2007) og Beugré(2010) hafa haldið fram, það er ekki nóg að hafa tækifæri til að tjá sig það þarf að hlusta. Að hunsa skoðanir/tillögur starfsmanna gerir meiri skaða en að bjóða þeim ekki upp á tækifæri til að tjá sig yfirhöfuð. Yfirmenn sem svara öllu sýna að þeim sé annt um fólkið, tengir í þjónandi forystu.

Hefur persónuleg tengsl við alla birgja Kaffitárs

Stjórnvísifélögum gafst einstakt tækifæri í vikunni þegar heimsótt var kaffibrennsla Kaffitárs í Reykjanesbæ. Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs tók á móti félögum í faghópi um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu með ilmandi kaffi og nýbökuðu bakkelsi. Aðalheiður sagði sögu Kaffitárs en áhugi hennar á kaffi hófst þegar hún var námsmaður í Bandaríkjunum og kynntist í sínum heimabæ hágæðakaffi. Í framhaldi flutti hún til landsins fyrsta brennsluofn Kaffitárs. Aðalheiður sagði okkur hvernig fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt ár frá ári og því þakkar hún frábæru starfsfólki, góðum brennsluofni, sterkum ferlum, miklu gæðaeftirliti og góðu vali á birgjum sem hún þekkir og er í persónulegu sambandi við. Aðalheiður sýndi okkur framleiðsluna frá kaffibaun þar til hún er komin í poka. Ylmurinn var stórkostlegur þegar við fengum að fylgjast með þegar kaffibaunir komu nýbrenndar úr ofninum.

Ný stjórn kosin í faghóp um umhverfi-og öryggi í Eflu.

Aðalfundur faghóps um umhverfi-og öryggi var haldinn í Eflu að loknum fundi í faghópnum. Kosin var ný stjórn fyrir starfsárið 2016-2017:
Heimir Þór Gíslason, Verkís
Erlingur E. Jónasson, LNS Saga
Gísli Níls Einarsson, VÍS
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, EFLA verkfræðistofa
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun
Magnús Matthíasson, EFLA verkfræðistofa
Matthildur B. Stefánsdóttir, Vegagerðin
Michele Rebora, 7.is

Efnastjórnun og ný stjórn kosin á aðalfundi faghóps um umhverfi og öryggi

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í Eflu sem fjallaði um hvað efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Strax að loknum fundi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.
Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fór á fundinum yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Í dag eru einungis ein efnalög á Íslandi lög nr.61/2015 en margar reglugerðir sem tengjast efnamálum á Íslandi. Dæmi um þær eru flokkun og merking efna, öryggisblöð, vinuverndarstarf - áhættumat.

Lean - áhersla á að bæta flæði

Mikill fjöldi var á fundi Lean faghópsins í morgun í KPMG. Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi og starfsmaður KPMG hóf kynninguna á góðri kynningu á Stjórnvísi. Þórunn var í hópi þeirra sem stofnuðu faghóp um Lean hjá Stjórnvísi og var formaður hópsins í nokkur ár. Hún var í varastjórn félagsins og er nú í aðalstjórn þess. Þórunn segir Lean Management vera hugmyndafræði. Kjarninn er að veita viðskiptamanninum nákvæmleg þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir með því að virkja alla starfsmenn til stöðugra umbóta. Þórunn tók góða dæmisögu um muninn á umferðaljósum og hringtorgum. Umferðaljósin stjórna en hringtorgin setja stjórnina á bílstjórana sem aka í umferðinni.
Til er frábær tékklisti til að sjá hvar við bætum flæði sem Þórunn nefnir 7 tegundir sóunar. 1 „Bið“. Bið er sóun. 2. Gallar; gallar eru t.d. tölvupóstur sem er ekki nægilega skýr. Upplýsingar sem eru ekki nægilega skýrar. 3. Hreyfing (þrátt fyrir að hreyfing sé góð þá þarf að passa upp á að hún sé ekki of mikil). 4. Flutningur (prentari sem er staðsettur á annarri hæð en viðkomandi er) Passa þarf sig á að vera ekki með sóun í því að láta fólk vera að hlaupa upp og niður. 5. Offramleiðsla. Það er þegar verið er að framleiða of mikið af gögnum, upplýsingum. (passa sig á að hlaða ekki of miklum upplýsingum á fólk) einungis senda það sem þarf. 6. Birgðir. Birgðir er tölvupóstur sem bíður eftir að vera svarað, rusl í tunnu 7. Vinnsla. Vinnsla er þegar tólin og tækin eru ekki nógu góð þannig að við þurfum að vera að gera miklu meira en þarf. Stundum eru tölvurnar orðnar of hægar eða kerfin virka ekki nægilega vel.
En síðan er það mannauðurinn. Vannýttur mannauður eru starfsmenn sem eru ekki að fá að njóta sín sem best. Þau vantar þjálfun og þarna liggja mikil tækifæri. Ástæðan getur verið að álagi er ekki rétt dreift, starfsþróun vantar.
Hvar er biðtími á heimilinu; uppþvottavélin er biðtími vegna þess að leirtau er sett í vask eða við vél því hún er að þvo.
Í lean er leitað að umbótatækifærum í allri starfsemi fyrirtækisins; ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnarháttum, starfsumhverfi og tenginum við birgja og viðskiptavini. Í lean er líka áhersla á að stytta tímann frá því að fyrirtæki þarf að greiða fyrir vörur sínar þar til að það fær greitt frá viðskiptavininum. Ætlast er til að gerð séu mistök í vinnunni? Lykilhugtök við umbótavinnu eru 1.stöðugar umbætur 2. Flæði 3.Sóun 4.Gæði 5.Stöðlun 6. „Pull system“. (t.d. í prenthylkjum setja miða þegar þau eru keypt á næst aftasta þar sem stendur „panta meira“.) Í lean eru tvenns konar viðskiptavinir, innri og ytri. Ef ég afhendi einhverjum eitthvað hvort heldu er innan/utan vinnustaðarins þá er hann orðinn viðskiptavinur af t.d. gögnum.
Í leanheiminum er fullt af aðferðafræðum. VMS töflur er yfirleitt það verkfræði sem byrjað er að nota. Töflurnar eru gott fyrirbæri til að byrja á. Þeir sem eru komnir lengst vita nákvæmlega hvað skiptir máli að sé mælt daglega. Þá funda allir einu sinni á dag í 15mín. Tekin er staða á lykilatriðum, skoða hvort við erum græn,gul eða rauð. Mikilvægt er að finna réttu mælikvarðana og að upplýsingar að baki þeim séu réttar. Mikil vinna fer stundum í upphafi í að vinna gögnin að baki mælikvörðunum. Mikilvægt er að hafa árangurslista og muna eftir að hrósa. Langflest fyrirtæki koma frekar illa út úr hrósi og því er mikilvægt að setja upp hrósblað. Kanban tafla - hún sýnir flæði verkefna. Dæmi: Undirbúningur - hönnun (á að halda áfram) - útboð/samningar (ef haldið er áfram er farið í útboð, ef það er samþykkt þá er gerður samningur)-framkvæmd-í uppgjöri - árangur. Kanban tafla er til að gera sér grein fyrir hvert verkefnið okkar er. Töflurnar gefa einstaka yfirsýn á meðan að excel-töflurnar eru oft gríðarlega flóknar. Virðing fyrir starfsfólki felst m.a. í því mikilvægi að geta rætt á opin og hreinskilin hátt um stöðuna eins og hún er. Value Stream Mapping - umbótavinna á ferlum. VSM er notað þegar fyrirtækið er komið langt. Þetta er umbótavinna á ferlum. Mesta áskorunin fyrir fyrirtæki er þegar verið er að skoða hvar er hægt að vinna í ferlum. Kaizen: Kai=taka í sundur ferli og breyta Zen: íhuga, gera gott. 5S-aðferðafræði. Hún byggir á að taka til, flokkað dót sem ekki þarf að nota og það sem við þurfum. Þetta er tiltektin. Síðan fer alltaf allt í drasl. Því þarf að staðla hvar á skila hverjum hlut, hvert og hvenær. Ef þetta eru göng er gengið frá þeim strax, innan dagsins, innan mánaðarins? 5S=1.sort 2.stabilize 3.shine 4. standardize 5.sustain. 5S á við alls staðar. Þórunn endaði fyrirlesturinn á einstaklega skemmtilegum leik sem fékk alla til að skilja hversu mikilvægt umbótatæki Lean er.

Upplýsingar um hvernig fyrirtæki og stofnanir geta undirbúið sig undir gildistöku um breytta persónuverndarlöggjöf frá 2018.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 var viðfangsefni faghópa um CAF/EFQM, gæðastjórnun, ISO og upplýsingatækni var haldinn á Veðurstofu Íslands í morgun.
Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar.
Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd sagði lögin hafa haft langan aðdraganda og undirbúning. Annars er reglugerð um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga og hins vegar tilskipun um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga hjá löggæsluaðilum. Markmiðið er að einstaklingar fái betri stjórn yfir upplýsingar um sig. Þetta er því liður í að bæta réttarvernd. Reglugerðin tekur formlega gildi 25.maí 2018. Þeir sem vinna persónuupplýsingar hafa því 1,5ár til að samræma sig. Reglugerðin lýtur að öllum fyrirtækjum í heiminum sem vinna með upplýsingar um Evrópubúa hvar sem þeir eru í heiminum. Ef boðin er þjónusta eða vara til sölu fellurðu innan gildissviðsins. Upplýsingar sem beint má rekja er t.d. nafnið þitt og óbeint IP tölur. Reglugerðin nær til ábyrgðaaðila þ.e. þeirra sem hefja vinnslu og einnig til þeirra sem vinna úr upplýsingum. Hingað til hafa úrvinnsluaðilar verið í skjóli. Ábyrgðar-og vinnsluaðilar eru því báðir orðnir ábyrgir.
Rík krafa er um gagnsæi og að veitt sé fræðsla um upplýsingarnar. Hver er tilgangurinn og hvenær er þeim eytt. Verið er að einfalda aðgang að upplýsingum til einstaklinga. Einstaklingar eiga að geta flutt upplýsingar sínar til, þetta er nýr réttur. Hægt á að vera að fara til einstaklinga og færa allt á milli. Ekki er lengur hægt að loka á upplýsingar. Fyrirtæki og stofnanir þurfa að gefa upplýsingar um eðli upplýsingabrests. Síðan er réttur til að gleymast. Hann felst í að einstaklingur á rétt á að ákveðnum upplýsingum um hann sé eytt. Opinber aðili hefur ekki sama rétt og borgari. Mjög strangar reglur eru komnar. Stofnanir og fyrirtæki þurfa að uppfæra samþykkisferla. Gera einstaklingum kleift að fá allar upplýsingar um sig. Halda skrá yfir vinnsluaðgerðir. Hvaða upplýsingar er ég að vinna, hvar flokkast þær og hvaða tegund er ég að vinna með, eru þær almennar? Undantekning er fyrir stofnanir sem eru undir 250 manns. Síðan er breytt tilkynningarskilda þ.e. tilkynna þarf um allar persónuupplýsingar. Nú þarf að tilkynna um öryggisbrest til Persónuverndar innan 72 klst. frá því bresturinn varð. Einnig þarf að tilkynna hvernig vinna á úr öryggisbrestinum. Einnig er skylda að tilkynna öryggisbrest til einstaklinganna sjálfra.
Fyrirtæki og stofnanir þurfa að skipa sér persónuverndarfulltrúa óháð stærð sinni. Ef kjarnastarfsemi felst í því þá er það nauðsynlegt. Þetta á við tryggingarfélög, banka o.fl. Þessi fulltrúi heyrir beint undir forstjóra, hann þjálfar starfsmenn sem vinna með persónuupplýsingar. Ekki er hægt að pikka hvern sem er út heldur velja þann sem þekkir persónuverndarlögin.
Fyrirtækin eiga að framkvæma mat. Hvað er ég að fara að vinna? Er ég að gæta hófs? Í alvarlegustu tilvikunum á að leita álits persónuverndar samræmist gildandi lögum og reglum. Evrópska persónuverndarráðið (EDPB) mun stórauka sektarheimildir allt að 4% af heildarveltu fyrirtækis.
Það er alveg ljóst að persónuvernd er komin í fyrsta sæti. Nú þarf vitundarvakningu þannig að allir skilji hvaða skyldur hvíla á þeim. Þetta er viðvarandi verkefni fyrir gæðastjórnun og auka þarf vitundina. Nú þarf að byrja á að greina allar upplýsingar. Erum við ábyrgðar eða vinnsluaðili? Það er alveg ljóst að þetta mun kalla á tíma. Tækifæri felast í verndinni, það eykur traust og sá sem fylgir reglunum ætti að fá aukin viðskipti. Framundan er fundarröð hjá Persónuvernd. Haldnar verða málstofur fyrir aðila.
Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög sagði komin tími til að huga að því hvernig hægt væri að aðstoða fyrirtæki við innleiðingu nýju laganna. Núgildandi reglur 77/2000 um persónuvernd hafa kjarnann um hvernig megi vinna með persónuupplýsingar. Lögin kveða á um ákveðnar heimildir og upplýsingaöryggi. Gull hvers fyrirtækis og stofnana eru upplýsingar. Sjávarútvegsfyrirtæki vinna í dag mikið með upplýsingar. Upplýsingar eru þrennt: leynd, réttleiki og aðgengileiki. Tryggja þarf að upplýsingar séu réttar og þeir sem þurfa að komast í upplýsingarnar komist í þær og þær séu réttar t.d. á Landspítalanum.
Á ISO.org er hægt að sjá alla staðla um persónuvernd. En hvað breytist í nýju reglugerðinni? Í fyrsta lagi þá verður sjálfstæð heimild til að vinna með persónuupplýsingar í öryggisskyni. Ef það er þörf eða nauðsyn þá er það heimilt. Annað þá er það uppsetning kerfanna. Ef þau snúa að starfsmönnum þá þarf að passa að starfsmenn fái ekki meiri upplýsingar en þau þurfa. CRM kerfi koma tilbúin uppsett með að vinna mjög mikið með sínum viðskiptavini. Þar þarf að skoða hvort safna megi/eigi öllum þessum upplýsingum. Gegnumgangandi er að menn eru að skipta úr að segja hér eru skyldur í stað þess að nú þarf að skjala jafn óðum og sanna að yfir árabil hafi ráðstafanir verið til sönnunar. Nú þurfa því allir að fara af stað og vera tilbúnir að standa skil á. Nú er komin ný gullin regla. Hver og einn á rétt á að gætt sé öryggis varðandi upplýsingar um hann sem einstakling. Fyrirtæki þurfa núna að kóta niður og sýna hvernig þau gæta upplýsingaöryggis. Fylgt verður hart eftir öryggisreglunni um upplýsingabrest og því að tilkynnt sé um upplýsingabrest til Persónuverndar inna 72 klst.
Hörður benti á að hjá Persónuvernd eru prýðilegir bæklingar personuvernd.is Mikill GDPR-iðnaður er sprottinn upp erlendis og eru linkar á tékklistann í glærum með fyrirlestrinum á innra neti Stjórnvísi. Hörður nefndi að lokum að mikilvægt væri að hafa hliðsjón af ISO 27001 við undirbúning verkefnisins: Tryggja stuðning stjórnenda og halda þeim vel upplýstum, ekki reiða sig um á ráðgjafa því þetta verður að vera sjálfsprottið, fara strax af stað því kostnaðurinn verður mikill ef allt á að gerast á sama tíma. Taka saman skrá um alla vinnslu, setja saman og halda uppfærðri tíma-og kostnaðaráætlun sem taki til gerðar allra verkferla, verklagsreglna og mannaráðninga. Stilla saman þeim sviðum sem eru helstu neytendur persónuupplýsinga, UT-sviði, gæðasviði og lögfræðisviði.

ISO 9001:2015 Ný þekking og hugmyndafræði nýju útgáfunnar

Heil og sæl ágæta ISO fólk.

Ég vil vekja athygli ykkar á ráðstefnu og námskseiði varðandi ISO 9001:2015 á vegum Brennidepils:

Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Dr. Nigel Croft en hann hefur frá árinu 2010 verið formaður nefndar um ISO/TC176/SC2 sem ber meginábyrgð á ISO 9001 staðlinum. Það er því einstakt tækifæri fyrir okkur staðalanörda að heyra frá honum.

Markmið ráðstefnunnar, 11. október 2016, er að aðstoða íslensk fyrirtæki við að innleiða ISO 9001:2015 og laða fram nýja og hagnýta þekkingu og reynslu á sviði stöðlunar og stjórnunar.
Daginn eftir ráðstefnuna, eða miðvikudaginn 12. október 2016, kl. 9-16, stendur Brennidepill fyrir námskeiði með Dr. Nigel Croft þar sem hann:
„… explain the underlying philosophy for the latest generation of management systems standards…“

Sjá nánar:
http://brennidepill.is/radstefnur/gaedi-og-ferlar/

Kærar kveðjur,
Kristjana

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu fund í morgun í Innovation House um bætt samskipti og að nota sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings. Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Fyrirlesarinn Lilja Bjarnadóttir fjallaði um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun ásamt því hvernig hægt er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara.
Lilja fjallaði um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið.
Til að innleiða sáttamiðlun þarf að byrja að ákveða hvar hún passar inn. Varðandi forvarnir þarf að horfa hvernig hægt er að leysa úr ágreiningi á fyrri stigum.
Sáttamiðlun er ferli þar sem hlutlaus sáttamiðlari hjálpar deiluaðilum að eiga samskipti svo þeir skilji hvorn annan. Sáttamiðlun er valkvætt ferli, allir aðilar þurfa að samþykkja að fara í sáttamiðlun. Sáttamiðlun sparar tíma og peninga, starfsandi verður betri sem og samskipti, engin gögn verða til um sáttamiðlun.
Sáttamiðlun snýst um samskipti. Ekki er hægt að leysa vandamál ef þau eru ekki rædd. Því fyrr sem náð er að grípa inn í því betra. Alltaf skal byrja á að horfa inn á við. Helstu mistökin sem við gerum eru að við gleymum að hugsa, flestir læra að tala og halda ræður. Þegar við hlustum fáum við tækifæri til að læra eitthvað nýtt, þegar við tölum erum við að segja eitthvað sem við þegar vitum. Þrjár leiðir til að æfa hlustun: Æfa sig í að stela ekki sögunni, æfa sig að hlusta án þess að vera að gera neitt annað á meðan og æfðu þig að hlusta án þess að vera að æfa svarið þitt á meðan. Við höldum að við höfum alltaf rétt fyrir okkur en fyrir hvern og einn er hegðun hans rökrétt. Heilinn okkar virkar þannig að við réttlætum hegðun okkar út frá aðstæðum en hegðun annarra út frá öðru þ.e. setjum oft miða t.d. leti ef viðkomandi er of seinn Þegar okkur finnst að aðrir hagi sér eins og „api“ þá þurfum við að vera forvitin og spyrja spurninga áður en við dæmum. Við þurfum að varast að draga ályktanir um hvað aðrir vilja út frá því sem okkur finnst best eða skynsamlegast.

Lögreglan er þjónustustofnun ekki valdastofnun.

Þrír faghópar Stjórnvísi, lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun héldu vel sóttan sameiginlegan fund í morgun í HR sem fjallaði um hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean? Fyrirlesarar voru þær Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Dröfn Birgisdóttir sagði að nýjar rannsóknir staðfesti að þeir sem nýta sér þjónandi forystu auka skilvirkni starfsmanna og þar með hagnað. Þjónandi forysta er hugmyndafræði þar sem þjónandi leiðtoginn þarf að taka erfiðar ákvarðanir. Til þess að geta verið leiðtogi þarf 1. Að hafa skýra sýn 2. Að hafa góða sjálfsþekkingu vegna þess að hún eykur sjálfstraust og gefur öryggi til gagnrýni. Leiðtoginn þarf því ekki að vera í sviðsljósinu heldur getur leyft öðrum að skína. 3. Einlægur áhugi á hag og hugmyndum annarra. Þjónandi leiðtogi er ekki sammála öllum hugmyndum en hann hlustar. Lean er kjörið tól sem ýtir undir sköpun. Hjá Toyota var gefin út bók um hvernig á að nota Lean og þar var ýtt undir að nota þjónandi forystu. Birna Dröfn fór yfir rannsókn sem hún hefur verið að vinna að. Þar er teiknað upp ferli og skoðað hvernig áhrif vinnan er að hafa á starfsmenn þ.e. andlega líðan þeirra. Áhersla er lögð á hag heildarinnar og skoðaðir samanburðarhópar. Strax sést að það að setja áherslu á hag heildarinnar og hugsa um líðan þeirra hefur mikil áhrif því þeir hópar komu með miklu betri lausnir. Sérstök áhersla var lögð á að lean-teymin færu og fengju álit allra áður en ákvörðun yrði tekin um eitthvað. Það að starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast af þeim eykur sköpunargleðina.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fjallaði um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Sigríður hóf starfsferilinn sinn sem skattstjóri á Vestfjörðum sem var dýrmæt reynsla. Fókusinn hennar þegar hún hóf störf hjá Lögreglustjóra til að gera sýnilegar breytingar var að vera í svartri skyrtu í stað hvítrar, opin hurð í stað lokaðrar, önnur hæð í stað fimmtu svo dæmi séu tekin.
Áskoranir embættisins eru betri þjónusta fyrir minna skattfé, kynslóðamunur innan raða starfsmanna og hjá þjónustuþegum, þekking starfsmanna hefur aukist hratt, meiri kröfur um hraða þjónustu og mikið magn upplýsinga sem vinna þar úr, jafnvel í mörgum löndum, fjallað er um mál opinberlega á sama tíma og þau eru til meðferðar. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Þjónandi forysta er gallharður stjórnunarstíll. Lean er umbótastjórnun eða stjórnunaraðferð sem beislar reynslu og þekkingu starfsmanna. Frumkvöðlaandi endurvakinn og innleiddur í fyrirtæki eða stofnun til umbóta og breytinga.
Lean byggir á mjög einföldum hlutum, snýst um að treysta því að samstarfsfólkið geti sinnt sínu starfi og betrumbætt það Markmiðið er að tryggja að allt sem starfsmaðurinn geri sé virðisaukandi Lögð er áhersla á verkefnastjórnun, mælingar á markmiðum og dreifingu á ábyrgð. Lean bætir fundarstjórnun, upplýsingaflæði innan og milli deilda, bætir yfirsýn yfir verkefni deildarinnar, tryggir að verkefni séu unnin, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar starfsánægju og bætir eftirfylgni með verkefnum.
Breytingar eru erfiðar. Eðli breytinga er þannig að það er ekki hægt að sjá allt fyrir. Stöðugar umbætur eru eðlilegar. Jafnréttismál eru mikilvæg hjá lögreglunni, er hægt að gera eitthvað öðruvísi. En hvað er framundan hjá lögreglunni? T.d. styrkja kynferðisbrotadeild, ný aðgerðarstjórnstöð í Skógarhlíð, innleiðing lean, vinnustaðasalfræðingar, bæða virka hlutstun og upplýsingaflæði o.m.fl.

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean

Viðskiptavinurinn er ein af höfuðpersónum Lean. Aukin umsvif Icelandair og aukning ferðamanna til og frá Íslandi skapar tækifæri til umbóta. Að skapa virði fyrir viðskiptavininn er ferli og í því ferli gegnir innri viðskiptavinurinn lykilhlutverki.
Eitt af því sem skiptir viðskiptavini Icelandair mestu máli er „stundvísi“ þ.e. að áætlun flugfélagsins standist. Til þess að greina „Stundivísi“ félagsins var farið í gegnum aðferð - Ishikawa. Farið var í gegnum ferlið frá upphafi. 1. Teikna inn lykilþætti í ferlinu 2. Tímamælingar (áhafnir, verkþættir) og önnur gögn. 3. Við hvern lykilþátt voru verk sett inn sem hafa áhrif. 4. Umræður um leiðir til úrbóta.
Við þessa aðferð hittast innri viðskiptavinir.Best var að nota tússtöflur og skrá alla ferla. Hjá Icleandair hafa CPO og DCO skilgreindar leiðir skv. stöðlum. Allar minnstu breytingar sem eru gerðar varða mikinn fjölda starfsmanna hjá hlutaðeigandi. Í vinnustofunni komu út hvorki meira né minna en 90 aðgerðir. Þær voru forgangsraðaðar í a,b,c. Ákveðið að fara strax í a og b. Síðan var farið í að framkvæma aðgerðalistann.
Markmiðið var mjög skýrt og mælingar á hverjum degi þ.e. stundvísi Icelandair Alltaf er send út skýrsla og skoðað hvers vegna seinkun er ef hún verður. Hlusta, sjá, tengja, skilja er mikilvægt og eftirfylgni er ein mikilvægasta áskorunin, þannig kemur lærdómurinn. Fjölgunin er orðin svo mikil í Leifsstöð að fjölga þurfti fjarstæðum. Farþegar fara með rútu um borð í stað þess að ganga út í vél. Sama leið var farin fyrir áhafnir.
ISAVIA kom inn í verkefnið sem opinber aðili. Ein stök aðgerð var sett í vinnslu. Fylgt var reglunum fjórum: verk (keyra), tengsl, flæðileiðir, umbætur. Samskipti við áhafnir, IGS, rútur. Isavia tók þátt í umbótum, uppsetningu á skjá við D15, settu inn Zone á skjáina, gott samstarf innri viðskiptavina. Öll keyrsla á áhöfnum verður flutt í ákveðna byggingu inn í flugstöðinni til að spara tíma, þetta er langtímahugsun. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir þá sem eru að vinna að því að laga ferla að prófa ferilinn sjálfir, þá sést hvort búið er að innleiða hann. Það er svo mikilvægt að staðla hlut því þá auðveldast svo mikið öll vinna. Að byggja undir frekari umbótahugsun á vinnustað er gríðarlega mikilvægt. Prímusmótor í innleiðingu Lean eru yfirmenn. Icelandair keyrir alltaf á PDCA (plan-do-check-act) sem eru grunnur umbótastarfs, hugsun og nálgun verkefna. A3, hluteigandi aðilar er með í mótun og framkvæmd verkefna. Sýnileg stjórnun, stýring verkefna og sem hluti af ferli. Gemba (tala beint við fólk) - efla og skapa tengsl. Ræða við fólk og fá sammæli um bestu aðferðir, hugmyndir. Draga saman hugmyndir og tengja saman í kerfi. Kaizen, hlutaðeigandi aðilar, afmörkuð verkefni, heildarmynd, þjálfun með þátttöku, „Hafa áhrif á mína vinnu“. Niðurstaðan er sú að „Aðlaga lögmálið að fólkinu en ekki fólkið að lögmálinu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?