Fréttir og pistlar

Hvernig mun upplýsingatækni og fjármálaþjónusta þróast á næstu árum?

Stjórn faghóps um fjármál vill vekja athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu:

http://www.rb.is/radstefna-2016#forsida

Um er að ræða ráðstefnu RB um upplýsingatækni og fjármálaþjónustu framtíðarinnar sem fer fram miðvikudaginn 4. maí 2016 í Hörpu.

Hvernig mun upplýsingatækni og fj¬ármálaþjónusta þróast á næstu árum?

Á ráðstefnunni verður leitast við að svara þeirri spurningu með umfjöllun um Big Data, framtíðina í stafrænni bankastarfsemi (Digital Banking), ferilstjórnun (BPM), Internet of Me, Hackathon, umbreytingarverkefni, samnýtingu í upplýsingatækni o.fl.

Einn af aðalfyrirlesurum er Harper Reed, frumkvöðull og sérfræðingur í samþættingu tækni og upplýsinga (Big Data). Hann starfaði sem tæknistjóri fyrir árangursríka kosningaherferð Barack Obama árið 2012 og seldi nýlega fyrirtækið sitt, Modest, til PayPal.

Aðrir fyrirlesarar eru Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka, Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS, Julian Ranger Chairman/Founder digi.me, Ýmir Vigfússon PH.D., Þórhildur Jetzek PH.D., Bjarni Sv. Guðmundsson verkefnastjóri hjá Hugviti, Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB, Aðalgeir Þorgrímsson forstöðumaður Vörustýringar RB og Svava Garðarsdóttir Hugbúnaðarsérfræðingur.

Ráðstefnustjóri er Heiðrún Jónsdóttir stjórnarmaður í RB ásamt Herdísi Pálu Pálsdóttur framkvæmdastjóra Mannausðmála og samskipta hjá RB.

Guðrún Kaldal, Þorbjörg Jensdóttir og Finnur Oddsson hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2016.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Þrír stjórnendur voru verðlaunaðir.

Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóli í flokki millistjórnenda, Þorbjörg Jensdóttir, framkvæmdastjóri IceMedico ehf í flokki frumkvöðla og Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja í flokki yfirstjórnenda.

Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin eins og hann hefur gert frá því verðlaun þessi voru fyrst afhent fyrir sex árum.

Hér má sjá myndir af verðlaunahátíðinni og fréttir.
https://www.facebook.com/Stjornvisi/photos/a.1053488851385731.1073742032.110576835676942/1053490834718866/?type=3&theater

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/04/14/fengu_stjornunarverdlaun_stjornvisi/
http://reykjavik.is/frettir/fyrirmyndarstjornandi-hja-reykjavikurborg

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/04/13/thorbjorg_frumvodull_arsins/
http://www.visir.is/thorbjorg-frumkvodull-arsins/article/2016160419575

Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarða hjá ÁTVR.

Fimmtudaginn 14. apríl hélt faghópur um stefnumótun og árangursmat fund í ÁTVR sem bar yfirskriftina „Að halda stefnunni - sýnileiki aðgerða og árangursmælikvarðar hjá ÁTVR. Það var Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdastjóri vörudreifingar, heildsölu tóbaks og rekstrarsviðs hjá ÁTVR sem fjallaði um með hvaða hætti ÁTVR notar árangursmælingar til að fylgja eftir aðgerðum sem styðja við stefnu fyrirtækisins. Tæpt var á atriðum allt frá hugmyndafræðinni til þeirra kerfa sem notuð eru við að koma árangursmælingum á framfæri og kynna þær fyrir starfsfólki fyrirtækisins.
ÁTVR skerpir fókusinn með því að hafa sýnilega mælikvarða. ÁTVR er rekið eins og hvert annað fyrirtæki á markaði nema að hjá þeim er stífari lagarammi, þau eru með einkaleyfi á sínu sviði og úrræði til að bææta afkomu eru eingöngu í lækkun kostnaðar (engar söluhvetjandi aðgerðir). Leiðarljósið er að stuðla að bættri lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð með því að framfylgja stefnu stjórnvalda á sínu sviði. Stefnan er að vera eitt af fremstu þjónustufyrirtækjum landsins og fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar.
Öllu máli skiptir að hafa sameiginlegan skilning allra starfsmanna þegar lagt er af stað, hver er ávinningurinn og hver er útkoman. Til að allir fái sameiginlegan skilning hvert er verið að fara skiptir máli að allir hafi sama skilning á hugtökunum sem eru notuð. Hvernig er t.d. tryggt að allir skilji hugtakið þjónusta eins? ÁTVR er með þjónustustefnu sem er kynnt í nýliðafræðslu, gildin: „lipurð, þekking, ábyrgð“ eru byggð inn í alla vinnu og ferla. Framkoma er skilgreind og innleiðing gildanna er á léttu nótunum. Varðandi samfélagsábyrgð þá gerði fyrirtækið könnun meðal starfsfólks hvað orðið samfélagsábyrgð þýðir. Einnig var kannað viðhorf viðskiptavina ÁTVR hvernig þeir upplifa að fyrirtækið sé að sinna samfélagsábyrgð.
Mikil áhersla hefur verið lögð á að allir skilji vel verkefni og að allir hafi í huga „Í upphafi skal endinn skoða“, þ.e. að vita hver útkoman á að vera. Gríðarlegu máli skiptir réttur skilningur á hugtökum.
Til að forma aðgerðir þá nýtir ÁTVR sér stefnumiðaða stjórnun og gerir árlegt endurmat á stöðunni. EFQM, sviðsmyndavinna, og eigin rýni gefur grunn að aðgerðaplani. Gefið er út fréttablað á pappír sem er sent heim til allra „Flöskuskeytið“. Þar með er tryggt að allir starfsmenn fái upplýsingar um hvað er að gerast innan fyrirtækisins. Dæmi úr aðgerðarplagginu er: „Ábyrgir starfshættir“. Við förum vel með verðmæti og notum auðlindir af ábyrgð. Skorkort verður áfram mikilvægt stjórntæki til að stuðla að aukinni skilvirkni og hagkvæmni. Utanumhald og umsýsla mælikvarða verður einfölduð og þeir gerðir sýnilegri. Aðgerðir: Nýtt kerfi sem heldur utan um árangursmælikvarða, þróa og einfalda mælikvarða, þróa mælikvarða. Mæld eru afköst í öllum vínbúðum, með hvaða hætti tekst verslunarstjórnum upp.
Mikil festa og eftirfylgni er í mælingunum sem er mánaðarleg. Mældir eru seldir lítrar pr. unnar klukkustundir. Annar mælikvarði er óskýrð rýrnun. Árið 2015 var niðurstaðan einungis 0,03%. Mikið eftirlit er með rýrnun að hálfu búðanna sjálfra, farið er yfir öll frávik, starfsfólki kennt að spotta líklega hegðun þjófa og líklegustu vörurnar eru taldar oftast. Rýrnun er ekki liðin og strax skoðað í öryggisvélum til að sjá hvað olli rýrnun viðkomandi vörutegundar.
Varðandi mælikvarða, hvað skiptir máli? Tilgangur og skilgreining mælikvarðans þarf að vera skýr, framsetning þarf að miðast við notendur, Til að höndla mælingar er notað Sharepoint 2013 með BI viðbótum, gögnin koma frá Navision, AGR, CRM, ýmsum könnunum og þjónustuaðilum. Mikill meirihluti uppfærist sjálfkrafa en t.d. niðurstöður kannana eru slegnar inn. Mælikvarðar eru meira og minna sýnilegir gagnvart öllum starfsmönnum í fyrirtækinu. Umbunakerfi er tengt mælikvörðunum, valin er vínbúð ársins í tveimur flokkum (stærri og minni vínbúðir), umbunin er gjafabréf/peningabréf til allra ásamt sameiginlegri skemmtun. Einnig er umbunað fyrir hulduheimsóknir, hún er í formi að kaupa eitthvað skemmtilegt með kaffinu.

Skipurit sem styður við umbætur

Faghópur um Lean hélt í morgun fund í Marel þar sem framleiðslan fór í gegnum miklar breytingar á árinu 2015. Skipuriti og nálgun í umbótaverkefnum og ferlavinnu var breytt og sagði framleiðsluteymið frá þeirri vinnu, ávinningi og hvaða umbótaverkefni þau hafa verið að vinna að. Í dag starfa 210 starfsmenn í framleiðslunni.
En hvernig nálgast Marel umbótaverkefni í framleiðslunni og hvernig styður skipuritið við umbætur?
Framtíðarsýn framleiðslu og aðfangastýringar Marel er að gera Marel kleift að þróa, koma á markað, selja og þjónusta lausnir, vörur og þjónusta með því að: Afhenda íhluti, vélar og kerfi á réttum tíma, í réttum gæðum og með réttum kostnaði. (ná tilsettum afhendingartíma sem uppfyllir væntingar markaðarins með skýrum ferlum, samvinnu og bættum samskiptum sem auka heildaryfirsýn Marel.) Veita vöruþróun stuðning í vöruþróunarferlinu og vera leiðandi á sviði framleiðslutækni með áherslu á heildarkostnað eignarhalds. Skapa hvetjandi lærdómssamfélag með þverfaglegum teymum og ríkri umbótamenningu þar sem fólki finnst gaman að vinna innan framleiðslunnar og þróa sig í starfi.
Gamla skipuritið var þannig að sjö framleiðslustjórar störfuðu á jafn mörgum sellum. Þeir báru sem dæmi ábyrgð á production planning, production orders, contact with sale, delivery date, lead time, contact with designers, contact with subcontractors, kpi´s , staffing (hiring/fire, annual staff conversation).
Í nýju skipuriti var húsinu skipt upp í fjögur cluster og framleiðslustjórum fækkað í þrjá. Starfsmenn hverrar sellu hittast þrisvar í viku í 10 mínútur á scrum fundum. Framleiðslustjórar bera ábyrgð á ferlum þó svo að starfsmenn eigi þá. Farið var yfir helstu þætti MMS og umbótamenningu. Á hverjum ársfjórðungi er gefinn út bæklingur um umbótaverkefni.
Tekið var dæmi um nýlegt umbótaverkefni. Greint var flæðið í sellunni þ.e. hvert fólk gekk innan sellunnar til að sjá hvar væri möguleikar til umbóta. Fólkið í sellunni sá um verkefnið, markmiðið var að bæta flæðið og vinnuaðstöðuna. Starfsmenn sjálfir komu með niðurstöðuna hvernig mætti bæta ferilinn. Núna stofna starfsmenn og loka framleiðslum. Samsetning á vöru fór úr 2 klst. í 45 mínútur. Markmiðið er að takmarka sóun, að íhlutir séu fyrir hendi. Reglulegir fundir eru haldnir þar sem gefin er upp staða verkefna. Þar er farið yfir hvernig staðan er og hvort einhver áhætta sé framundan. Eitthundrað og tuttugu manns starfa í vöruþróun í Marel í Garðabæ í dag. Framleiðslan styður mikið við vöruþróun.

CAF greining hjá opinberum stofnunum

Anna Guðrún Albright sem situr í stjórn faghóps um gæðastjórnun setti fundinn og byrjaði á að þakka Veðurstofunni fyrir að bjóða okkur til sín. Fundurinn var samstarf þriggja faghópa, CAF, faghóps um gæðastjórnun og faghóps um samfélagsábyrgð. Anna fór jákvæðum orðum um Stjórnvísi og hversu fundirnir nýtast henni vel persónulega í sínum störfum. Tveir fyrirlesarar voru á fundinum þau Sigurjón Þór Árnason gæða-og upplýsingastjóri Veðurstofu Íslands og Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.
"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.
Sigurjón fjallaði almennt um hvaðan CAF kemur og hvernig líkanið tengist gæðastarfinu. Upp úr 1980 leit CAF dagsins ljós og var upphafið að meta stofnanir og fyrirtæki til að veita gæðaverðlaun, seinna kom EFQM. EFQM kom til að meta fyrirtæki þannig að það væri raunhæft mat og hægt að meta til verðlauna. EFQM var þýtt af Stjórnvísi áður Gæðastjórnunarfélagi Íslands og fyrirtæki á Íslandi verðlaunuð samkvæmt því.
CAF/EFQM er mælitæki til að mæla starfsemi stofnana frá leiðtoga til lykilárangurs og fá nokkuð hlutlaust mat á starfseminni hvar verið er að gera góða hluti og hvar mætti gera betur (mæling á gæðum). Líkanið er árangursmiðað, áherslur á borgara og viðskiptavini, forystu og stefnu, stjórnun með ferlum, umbætur, þróun samstarfs, samfélagslega ábyrgð og starfsmenn.
Heildræn gæði: stöðugar flóknar endurbætur þar sem miðað er við viðskiptavini, þ.e. allir eru virkjaðir til þess að veita eins góða þjónustu og hægt er. Líkanið sjálft skiptist upp í 9 þætti, allt frá því hvernig leiðtoginn hagar sér, hvað er verið að gera fyrir starfsfólkið og úr því verður einhver árangur. Ef gæðakerfið er ekki nógu gott ferðu í nýsköpun og úrbótaverkefni. Bak við líkanið eru bestu starfsvenjur, þ.e. búið er að þróa ferla til að sjá bestu venjur þ.e. hvernig fyrirtæki eiga að haga sér. Til þess að framkvæma það sem líkanið er að gera er bent á gæðamál eins og ISO 9001 og 26000. Í kröfum 9001 er m.a. getið um samskipti, rýni og mat, rýni stjórnenda, innra og ytra umhverfi, viðhorf starfsmanna. Ákvarðanir þarf að byggja á áhættumati, koma þarf á áhættustjórnun (9001), meta eigin styrkleika út frá áhættumati. Verið er að uppfylla staðalinn með því að nýta CAF.
Sigrún sagði frá því að hjá ÁTVR er stefnumiðuð stjórnun og árlegt endurmat. Fyrsta EFQM mat ÁTVR var framkvæmt 2002. Á þeim tíma voru ekki til mælingar til að sannreyna það sem fólk hélt fram. Rekstrarlegir mælikvarðar voru sterkir. Sjálfsmat var gert 2002, 2003 og 2004. Árið 2004 fékk ÁTVR gæðaverðlaunin. Eftir 2004 gerði ÁTVR mat á 2ja ára fresti og nú á 3ja ára fresti. ÁTVR hefur náð miklum framförum í CSR frá 2010-2013. Í kjölfar sjálfsmats rýnir framkvæmdastjórn tillögur og tekur afstöðu til aðgerða. Aðgerðum er komið í framkvæmd í umbóta- og verkefnahópum, framkvæmdir strax eða settar í aðgerðaplan til þriggja ára í senn. Sigrún sagði að sjálfsmatið væri sannarlega átaksverkefni sem þarf að gefa sér tíma í. Með líkaninu er horft markvisst á þróun starfseminnar út frá markaðri stefnu og skýrum markmiðum. Allar aðgerðir eru skoðaðar í samhengi og metið hvort breyttar áherslur hafi skilað sér í bættum árangri.

Notkun verkefnaskráa til að halda utan um stefnumótandi verkefni hjá yfirstjórn Isavia.

Faghópur um verkefnastjórnun stóð fyrir fundi í Natura í morgun. Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu hjá þróun og stjórnun og Pálmi Freyr Randversson verkefnastjóri ÞOS á Keflavíkurflugvelli fóru yfir hvernig Isavia vinnur stefnumótandi verkefni í gegnum verkefnaskrá yfirstjórnar fyrirtækisins og hver er ávinningurinn af því að nota þá aðferðafræði. Sýnd voru dæmi um vinnu á þróunaráætlun fyrir Keflavíkurflugvöll, þar sem reyndi m.a. mikið á góð samskipti við hagsmunaaðila. Að auki var farið inn á lærdóminn af þeirri vinnu.
Félagið Isavia ohf. hóf rekstur í maí 2010, þar eru í dag 1000 stöðugildi. Skv. Frjálsri verslun er fyrirtækið í 34.sæti á Íslandi. Isavia rekur alla flugvelli landsins. Innanlandsflugvellir eru 47 og alþjóðaflugvellir eru 14. Flugstjórnarsvæðið er gríðarlega stórt. Isavia er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi og flugleiðsögu. Ávinningur af verkefnaskrá eru þau að hún þrýstir á um betri undirbúning áður en verkefni hefjast og veitir aðhald um framgang verkefnisins. Gerð er lokaskýrsla til að læra af verkefninu, aukin vitund um hvað verið er að gera og stöðugar umbætur.
Pálmi sagði frá masterplani Keflavíkurflugvallar. Í ár fara 6,8 milljónir farþega í gegnum flugstöðina. Margir eiga ríkra hagsmuna að gæta varðandi Keflavíkurflugvöll; sveitarfélögin í kring varðandi hávaða og nýjar flugbrautir, umferð eykst um Reykjanesbraut, margir aðilar eru með starfsemi á vellinum, Verkefnið hófst með því að byrjað var að fara í forval og helstu hagsmunaaðilar voru kallaðir til. Í fullnaðarhönnun var svo haft samband við fullt af fleiri aðilum. Haldnir voru yfir 50 fundir með hagsmunaaðilum sem 400 manns sóttu. Kerfið sem notað er tengist ekki bókhaldi og er frá Expectus. Fylgst er með öllum verkefnum á einum stað 1. Hvaða verkefni eru í vinnslu 2. Hvaða verkefni eru lögð fyrir (tímaáætlun, kostnaður verkefnisins, hverjir vinna verkefnið, hver verður verkefnastjóri o.fl. 3.Oft verða verkefni til á framkvæmdastjórafundum.

Þriffélagið - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Þriffélagið var stofnað í maí 2014 til að bjóða fólki upp á gæðaþrif og fagmannleg vinnubrögð.

Að fyrirtækinu standa Sólveig Lóa Magnúsdóttir, Kristín Sigurðardóttir, Reynir Björgvinsson og Freyr Þorvaldsson.

Þrátt fyrir að vera ungt fyrirtæki höfum við áratuga reynslu af þrifum og erum því orðin vandræðalega góð í að tryggja gæðaþrif og -þjónustu í hvert sinn sem þú bókar hjá okkur.

Gagnaveita Reykjavíkur - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Ljósleiðarinn keyrir á dreifikerfi fjarskipta frá Gagnaveitu Reykjavíkur sem er af nýrri og fullkominni gerð. Allur rekstur er í höndum sérfræðinga og mikil áhersla er lögð á öryggi og góðan rekstur. Gagnaveita Reykjavíkur byggir þjónustu sína eingöngu á hágæða ljósleiðara.

Neyðarþjónustan - nýtt Stjórnvísifyrirtæki.

Neyðarþjónustan ehf var stofnuð árið 1988 af Jóni Hafsteini Haraldssyni og var lengst af staðsett við Laugaveg 168 í Reykjavík. Neyðarþjónustan sinnir almennri lásasmíði, lásaviðgerðum og hvers kyns neyðaropnunum - húsnæði, bílar og hirslur. Í versluninni eru seldar lásatengdar vörur - rósettur, snerlar, skrár, læsingar, hurðapumpur, öryggisskápar, öryggiskerfi, hengilásar og aðgangsstýrikerfi. Forritun og smíði bíllykla er stór þáttur í starfseminni. Einnig uppsetning, ráðgjöf og viðgerðavinna. Nýir eigendur tóku við fyrirtækinu 1.ágúst 2007. Haustið 2012 flutti Neyðarþjónustan flutti í glæsilegt 300 fm húsnæði við Skútuvog 11, Reykjavík með stórbættri viðgerðaaðstöðu innandyra. Á sama tíma var kerfislykladeild Húsasmiðjunnar keypt svo lyklakerfin sem Neyðarþjónustan hefur umsjón með eru orðin rúmlega 6000 talsins víðs vegar um landið. Fyrirtækið fagnar 27 ára starfsafmæli sínu árið 2015 og hefur því mikla reynslu á sínu sviði.

Neyðarþjónustan vill vera í fremstu röð á sviði bílaopnana og bíllyklasmíði og sérhæfir sig í smíði og forritun fjarstýringalykla fyrir langflestar bíltegundir - jafnvel þótt allir lyklar séu týndir.

Neyðarþjónustan leggur mikla áherslu á skjóta og góða þjónustu og vönduð vinnubrögð. Neyðarþjónustan vinnur eftir siðareglum ameríska lásasambandsins (ALOA). Allar ábendingar um það sem betur má fara eru vel þegnar t.d. undir „Hafa samband“ flipanum hér á heimasíðunni. Ekki síður gott að fá hrós þegar við stöndum okkur vel.

Hjá Neyðarþjónustunni vinna aðeins lásasmiðir með hreint sakavottorð sem fá bestu þjálfun í boði hverju sinni. Lásasmiðir Neyðarþjónustunnar leggja metnað sinn að vera vel að sér á sínu sviði og fylgjast með nýjungum, enda örar tækniframfarir á hverju ári. Til þess að svo geti verið eru þeir duglegir að sækja námskeið í útlöndum og njóta góða af frábæru tengslaneti Neyðarþjónustunnar við aðra lásasmiði og samtök alls staðar í heiminum. Okkar lásasmiðir þurfa að hafa víðtæka þekkingu á nánast öllu sem snýr að lásum enda markaðurinn hér á landi ekki nógu stór til að hægt sé að sérhæfa sig of þröngt. Fyrir vikið verður starfið enn skemmtilegra og verkefnin fjölbreyttari.

ON - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Hjá ON starfa reyndir viðskiptastjórar sem sérhæfa sig í ráðgjöf og sölu á rafmagni til fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Við búum yfir áralangri þekkingu og reynslu á rafmagnsmálum og leggjum metnað í að veita viðskiptavinum okkar góða, alhliða þjónustu.

Greenqloud - nýtt í Stjórnvísi

Greenqloud is a leading provider of cloud management software and has been lauded by the industry for its premier software Qstack, the easy-to-use comprehensive cloud infrastructure solution for private, public or hybrid cloud.

Founded in 2010, Greenqloud initially was the world’s first company to offer a public cloud powered by data centers using 100% renewable energy. While providing cloud computing services and data storage for thousands of users across 80 countries, the company evolved to meet a more cohesive, interoperable future for cloud operations.

To learn more about our cloud management platform, visit qstack.com.

Samey - nýtt í Stjórnvísi

Lausnir og búnaður til sjálfvirknivæðingar.
Heildarlausn, frá hönnun til gangsetningar.

Samey hefur í yfir 25 ár aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með skilvirkum sjálfvirknilausnum.

Samey býður heildarlausnir, sniðnar að þínum þörfum, allt frá hönnun til gangsetningar. Við byggjum skilvirkar, notendavænar lausnir og veitum úrvals þjónustu. Einnig bjóðum við íhluti í sjálfvirknikerfi og til iðnrekstrar frá heimsþekktum framleiðendum, hraðabreyta, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka svo eitthvað sé nefnt. Gæðakerfi Sameyjar er samkvæmt ISO 9001:2008 staðli og vottað af BSI.

AÞ-Þrif ehf. - Nýtt Stjórnvísifyrirtæki

AÞ-Þrif ehf. er ungt og framsækið hreingerningafyrirtæki sem formlega tók til starfa í júlí 2006. Helsta sérsvið fyrirtækisins er iðnaðarþrif fyrir byggingarverktaka og gluggaþvottur, en einnig hefur það verið að bjóða upp á almenn þrif í auknum mæli.

Enor ehf. - Nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Enor ehf. er norðlenskt endurskoðunarfyrirtæki sem stofnað var í júní 2012 og byggir á áralangri reynslu starfsmanna þess á sviði endurskoðunar og tengdrar þjónustu. Við leggjum áherslu á að veita viðskiptavinum okkar faglega og góða þjónustu og höfum á að skipa starfsfólki með mikla starfs- og verkefnareynslu.

Terra Nova - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Terra Nova Iceland is a leading incoming tour operator in Iceland with over 35 years of valuable experience in the market. We are a whole selling company, and through our partners abroad we produce and operate a whole range of travel possibilities in Iceland.

Hugtak mannauðsráðgjöf - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Hugtak mannauðsráðgjöf ehf. var stofnað árið 2010 og er ráðgjafarfyrirtæki á sviði mannauðsmála. Hugtak státar sig af persónulegri gæða þjónustu sem einkennist af miklum metnaði og krafti. Fyrirtækið samanstendur af fólki með mikla menntun að baki og greinagóða þekkingu og reynslu á þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur.
Hugtak býður upp á ýmiskonar þjónustu er snertir mannauð fyrirtækja og hefur sérstöðu hvað varðar mannlega þáttinn í stjórnun. Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar í mannlegri hegðun, stjórnun, viðskiptum, sölu - og markaðsetningu, rekstri og mannauðsstjórnun.
Mannauðurinn okkar hefur það að leiðarljósi að ná því besta fram í fólki og stuðla að framgangi og árangri fyrirtækja með virkjun starfsfólksins og aukningu þekkingar og þjálfunar innan fyrirtækja. Það er okkur sérlega hugleikið að skilja eftir okkur spor í formi afurða og verkfæra innan fyrirtækja sem við störfum fyrir.
Hugtak hefur aflað sér mikillar þekkingar á þessu sviði og nýtir öll tækifæri til að afla sér frekari reynslu og þekkingar.

Grey Line - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Gray Line Iceland is a leading tourism specialists, offering a comprehensive range of sightseeing tours, day tours, vacation packages and tailor-made travel services. Building on more than a quarter century of experience, Gray Line is the go to local expert for destinations and sightseeing around Iceland.

The company proudly carries the "Blue Diamond" logo of Gray Line Worldwide, which guarantees the same level of care, professionalism and dedication that has fuelled the success of the planet's largest sightseeing company for over 100 years.

Hvers vegna gæðastjórnun?

Guðmundur Pétursson formaður faghóps um gæðastjórnun setti fundinn, bauð alla velkomna og kynnti til leiks Hauk Inga, formann stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík og einn af hugmyndasmiðum og lykilkennurum námsins. Haukur Ingi fjallaði um hver er undirbúningur og skipulagið sem fyrirtæki/stofnanir þurfa að ganga í gegnum ef vel á að takast með innleiðingu og virkni gæðastjórnunar. Haukur Ingi Jónasson leitaðist við að svara spurningunni „Af hverju gæðastjórnun“ Hann nálgaðist svarið á sinn heimspekilega og einstaka hátt eins og honum einum er lagið. Hvar liggja áherslur fyrirtækja sem vilja ná afburða árangri? Rökfræði er gæðastjórnun. Haukur Ingi sagði frá bók sem Helgi Þór hefur skrifað um gæðastjórnun sem er sú sjötta í bókaröð þeirra Hauks og Helga. Bækurnar eru notaðar í símenntunaráföngum og einnig í MPM námi. Nú í haust er að hefjast nám í gæðastjórnun.
Gæði er það sama og dyggð skv. skilgreiningu Sóktratesar. „Dyggðugt er það sem rækir tilgang sinn vel“. Aristóteles bjó til kenningar, heilsteypt kerfi um allt sem er. Efnisorsök vs. tilgangsorsök. Aristóteles komst að þeirri niðurstöðu að við búum yfir skynsemi til að hugsa og nýta skynsemi vel. Gæðastjórnun hefur með það að gera að stuðla að betra lífi, það er minna áberandi af því að það er ekki gert í nafni trúar heldur stjórnunar. Við lifum í heimi takmarkaðra gæða, sem kalla fram þrá og að öðlast eitthvað. Í iðnaðinum er markmiðið að mæta þessari þörf. Við tryggjum gæðin með því að færa viðskiptavininum það sem hann vill og kannski meira en það.
Hamartía er gríska orðið yfir synd. Orðið synd í nýja-testamentinu er yfir skot sem geigar. Allt líf gæðastjórnunar snýst um að skot geigi ekki þ.e. missi ekki marks. Það er mjög erfitt að tryggja fullkomleikann. Ráðstefnur ganga út á endurtekningar þ.e. fjallað er um sama hlutinn út frá ólíkum sjónarhornum.
Byrja þarf á því að skilgreina í hverju gæðin eiga að vera fólgin. Þá að skilgreina hvernig þau eiga að vera mæld Oft er betra að búa til gæði í gegnum menninguna. Það þarf ákveðna getu og þjálfun í að verða greinandi. Þá þarf að nota fagfræði og rökfræði. Það má skipta öllu upp í hlutlægt og huglægt. Objectice/subjective. Quality/quantity gæði/magn. Í eðli sínu er stærðfræði heimspeki, hún er rökvísi. Gæðastjórnun þarf að nýta sér upplýsingar úr öllum heimum þ.e. alls staðar frá.

Gjörhygli verkefnaleiðtogans

Faghópur um verkefnastjórnun hélt í morgun áhugaverðan fund í Háskólanum í Reykjavík um gjörhygli sem á annað hundruð manns sóttu. Gjörhygli (e. mindfulness) er aðferð, tækni og lífstíll sem hefur að undanförnu fengið verðskuldaða athygli í heimi stjórnunar. Gjörhygli á rætur að rekja til jógahefða hindúismans og íhugunarhefða búddismans, kristni og Islam. Fyrirlesturinn fjallaði um gjörhygli og tengsl hennar við stjórnunarlegan árangur. Fyrirlesturinn vakti mikla athygli og opnaði huga áheyrenda. Fundargestir fengu í hendur leiðbeiningar um nokkrar grunnaðferðir við iðkun gjörhyglinnar. Fyrirlesarar voru þeir Gunnar Pétur Hauksson MPM og dr Haukur Ingi Jónasson formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík. Fyrirlesturinn byggði á lokaverkefni í MPM náminu. Frekari upplýsingar um verkefnið,http://skemman.is/stream/get/1946/22760/47848/1/The_mindful_project_manager.pdf
Haukur Ingi setti fundinn og lýsti yfir gleði sinni hversu margir vor mættir og ánægjulegt að stjórnendur sýndu verkefninu áhuga. Gunnar Pétur starfar sem sölustjóri hjá Applicon, hugbúnaðarfyrirtæki. Hann fór yfir hvaða þættir það eru í fari manna sem gera það að verkum að sumir ná miklu meiri árangri en aðrir. Gunnar Pétur hefur mikinn áhuga á mindfullness og segir starfsmenn Google hafa ýttt mikið undir þá bylgju sem er í heiminum í dag. Haukur sagði að rannasóknir á virkni heilans eru mikið að aukast. Alltaf er eitthvað að gerast í heilanum og því mikilvægt að staldra við. Öll trúarbrögð ganga út á 1. Láta laust (þ.e. sleppa hugsunum) 2. Æfa athyglina.
En hvaða eiginleikar einkenna góðan verkefnastjóra? Rannasóknarspurning Gunnars var : „Getur þjálfun og ástundun gjörhyglisiðkunnar haft áhrif á getu verkefnastjórans?“ Hvaða stjórnunar, vitsmunalegu og tilfinningalegu eiginleikar skipta máli þegar kemur að stjórnun almennt? Þetta kemur að greind, þ.e. taka reynslu sem maður hefur og nýta hana í aðferðum sem maður ekki þekkir. Turner og Muller (rannsókn) segja að stjórnendur þurfi að vera samviskusamir, hafa tilfinningalegt þolgæði, næmi í mannlegum tenglum, hæfi til að hafa uppbyggileg áhrif á annað fólk.
Gjörhygli er að hafa áhrif á það sem er að gerast hér og nú. Hvaða hljóð eru hér, hvaða tilfinningu er ég með. Tilhneigingin er að fara með öllum hljóðum og hugsunum í stað þess að láta þær fara. Þegar hugsanir koma þá verðum við að láta þær fara. Ekki hugsa um það sem var og verður heldur þess sem er. Sá sem lifir augnablikið er sönn manneskja. Umgangast augnablikið af forvitni, allt er eitt og eitt er allt. Það er ekkert til að vonast eftir og ekkert til að minnast í Búddismanum.
En á hvaða stað í heilanum hefur gjörhyglin áhrif. Skv. greinum frá Harvard þá sýna þær fram á breytingar í heilanum með iðkun gjörhygli. Vestrænir menn fara út í heim, margir á jörðinni fara í innri ferðalög sem valda breytingum á meðvitundinni.
Áhrifin af gjörhygli eru aukin hluttekning með öðrum, meiri sveigjanleiki. Fólk virðist vera færara um að bregðast ekki strax við áreiti, ekki bara með geðshræringu heldur ákvörðun. Teknir eru hópar og skoðaðir hvernig bregðast þeir við sem eru að íhuga samanborið við aðra. Meiri skýrleiki verður í hugsun, rótið hættir, betra skammtímaminni, betri ákvörðunartaka, hærra siðferði, meiri sjálfsákvörðun, einbeiting, viljafesta, aukin færni í að sjá fyrir um viðbrögð og minni streita. Því meira vakandi sem stjórnendur eru því meiri árangur. Gjörhygli er nærgöngul leið og alls ekki auðvelt að kynnast sjálfum sér.

4DX markmið Ölgerðarinnar - Eyðum sóun

Á þessum fundi sagði Óskar Ingi Magnússon, Lean sérfræðingur hjá Ölgerðinni frá niðurstöðum úr 4DX vinnu sem Ölgerðin hefur verið að vinna að sl. ár þar sem markmiðið var að eyða sóun.
En hvað er 4DX? Allt fyrirtækið setur sér markmið. Síðan setur hver og ein deild sér markmið þ.e. 3ja mánaða. Ölgerðin setti sér það markmið að auka framlegð frá fyrra ári um 10%, Eftir það var sett markmið um að eyða sóun fyrir 500 milljónir (2015-16). Markmið 2016-17 er að auka veltu um 11%.
En af hverju var valið að eyða sóun? Það var gert til að koma á stöðugum umbótum. Sóun er þekkt og vel skilgreint hugtak úr Lean hugmyndafræðinni. Til að tölugera markmiðið var ákveðið að setja tölur á markmiðið og mæla það. Farið var í nokkra hringi varðandi útfærslu á markmiðinu. Teymum var boðið að setja upp ongoing mælikvarða og að skila inn one-time verkefnum. Öll útrýming á sóun, bæði tíma og peningasóun var metin inn í markmiðið. Fylla þurfti út blað: Sóunarverkefni: teymi, ferill, . Hverju var breytt í verkefninu? Af hverju er þetta viðvarandi sparnaður? Hvað sparast á ársgrundvelli?
Varðandi 500 milljón króna markmiðið þá tókst að ná 483 milljónum. Lærdómurinn var sá að það hefði mátt taka frí um sumarið. Tuttugu og fimm teymi voru að störfum. Það sem gekk best var að gerð voru 202 verkefni sem voru one-time verkefni. Dæmi um verkefni var að sölumenn gátu klárað kredit á staðnum, komið var á kerfisbundnu eftirliti sem sér til þess að þungar vörur raðist í neðsta tínsluhólf, sjaldnar þarf að fylla á, verklag við plöstun var breytt o.fl. Í dag talar Ölgerðin um V.1. en ekki Lean, ISO eða 4DX. V.1. stendur fyrir viðskiptavinurinn í fyrsta sæti. Þetta er hugarfarið um stöðugar umbætur sem byggir á gildum Ölgerðarinnar, sjónræn stjórnun, eyða sóun, fókus á flæðið og stöðluð vinnubrögð í V.1 skólanum eru starfsmenn hvattir til að fylgja gildunum.
Vigg-markmið fyrir F2016 er að klára 200 umbótaverkefni á árinu, auka ánægju viðskiptavina úr 75 í 80 fyrir lok F2016, auka 12 mánaða veltu ÖES úr 16,2 milljörðum í 18milljarða fyrir lok F2016.
Það tók eitt ár að kenna starfsmönnum út á hvað þetta gengi. Varðandi þróun vikulegra funda þá voru allir með skorkort. Töflur duttu út á tímabili en Ölgerðin taldi mikilvægt að koma þeim inn aftur. Á hverri hæð eru því standandi fundarherbergi og þar eru töflur allra teyma alltaf uppi. Verið er að horfa á mjög fáa stóra mælikvarða og undir þeim fjölmarga rekstrarmælikvarða. Haldið er utan um skuldbindingar á skjá
Innleiðingin hefur heilt yfir gengið vel. Stöðugt er verið að þróa hugmyndafræðina. Heppnin felst í jákvæðu starfsfólki sem er tilbúið að fara í þessa vegferð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?