Fréttir og pistlar

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Faghópar um mannauðsstjórnun og markaðsstjórnun héldu í morgun fund á skrifstofu mannauðssviðs á Landspítala þar sem Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Stjórnun er ein af sterkum undirstöðum Landspítalans. Bakvið undirstöðuna „stjórnun“ á vef spítalans má sjá áherslur næstu ára. Skipurit spítalans er óvenjulegt fyrir þær sakir að í öndvegi er sjúklingurinn og allt í kring eru teymin, yfirlæknir, læknahópur, hjúkrunardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar og fleiri stéttir. Í kringum 30 stéttir eru í kringum sjúklinginn og því er skipuritið flókið. Hver starfsmaður á spítalanum heyrir undir fagaðila sem tengist hans stétt.
Það sem hefur verið gert til að koma á samstarfi ólíkra stétta og koma á sterku teymi er „The five dysfunctions of a team höf: Patrick Lencioni. Nýjasta frá Lencioni er bókin: „The Ideal Team Player“. Auðmýkt, ástríða, tilfinningagreind eru einkenni góðs stjórnanda. Þetta er verið að vinna með á spítalanum núverið og bókinni hefur verið dreift til allra stjórnenda spítalans. Ásta kynnti verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins var að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Valin voru 40 teymi stjórnenda af öllum 7 klínískum sviðum spítalans. Valdir voru 8 utanaðkomandi ráðgjafar og haldin var vinnustofa. Til að tengja fólk saman tók 1 markþjálfi hvert svið og mælt var með að það yrði utanhúss til að truflun yrði minni.
Til að meta árangurinn var notað Kirkpatrick líkanið. Stig 1: ánægja þátttakenda. 2. Lærðu þátttakendur eitthvað? Stig 3: breyttist starfshegðun í kjölfarið? Stig 4: áhrif á rekstrarlega mælikvarða. Gerð var könnun eftirá þar sem spurt var hvort starfsmaðurinn hefði mætt í markþjálfunina. Einnig hvort hópurinn hefði verið rétt samsettur, settar voru fram spurningar eins og: ég tók virkan þátt, ánægður með markþjálfann, markþjálfunin var þverfagleg, hef trú á verkefninu, hef áhuga ´einstaklingsmarkþjálfun, þegar á heildina litið var ég ánægður með markþjálfunina, tel að teymismarkþjálfunin hafi nýst mér í starfi, ég færi aftur í markþjálfun stjórnendateyma ef það stæði til boða. Niðurstöður voru almennt jákvæðar.

Vertu með! Kynntu þér áhugaverða viðburði hjá Stjórnvísi á næstu dögum:

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH
https://www.stjornvisi.is/vidburdir/855

Framtíð sprotafjármögnunar. Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti?
https://www.stjornvisi.is/vidburdir/857

Persónuleg stefnumótun og leiðtogafærni á heimsmælikvarða
https://www.stjornvisi.is/vidburdir/856

Sköpunargleði og áhrif stjórnenda
https://www.stjornvisi.is/vidburdir/850

Success in social media
https://www.stjornvisi.is/vidburdir/854

Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Anna Guðrún Ahlbrecht gæðastjóri Landmælinga setti í morgun fund í Tollhúsinu sem var á vegum faghópa um ISO og gæðastjórnun. Fundurinn var vel sóttur og komust færri að en vildu. Anna Guðrún kynnti Stjórnvísi og efni fundarins jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Á fundinum var fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt var frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig var sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnti forsögu staðalsins sem hófst með því að árið 2008 var samþykkt á Alþingi ákvæði um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Í framhaldi hófst vinna við að þróa vottunarferli fyrir fyrirtæki og skipuð var tækninefnd sem í sátu fulltrúar frá ýmsum félögum. Ferlið tók 4 ár frá því tækninefndin var stofnuð þar til staðallinn kom út. Uppbyggingin átti að vera sambærilega öðrum stöðlum s.s. ISO 9001. Í alþjóðlegum stöðlum þarf að hafa margt í huga. Staðallinn þarf að vera byggður upp sem formáli, inngangur, umfang, forsendur, hugtök og skilgreiningar, kröfur til stjórnunar jafnlaunakerfis og leiðbeinandi viðaukar. Tilgangur jafnlaunastaðalsins var að gera fyrirtækjum kleift að nota faglegar aðferðir við ákvörðun launa, virka rýni og umbætur. Forsendur innleiðingar eru að fyrirtæki hafi jafnlaunastefnu. Eins og í öðrum stöðlum þar að innleiða hlutverk, ábyrgð og völd, hæfni, þjálfun, samskipti, vöktun og mælingu. Kynna þarf til starfsmanna á tölfræðilegum grundvelli niðurstöður til að fullvissa þá um að staðlinum sé fylgt eftir. Innri úttektir þarf að gera með reglulegu tímabili. Ef upp kemur launamunur sem ekki er hægt að útskýra þarf að rýna hann og koma með tillögur um úrbætur. Skilgreina þarf öll störf og bera saman við önnur störf, gera starfslýsingar og/eða spurningalista um innihald starfa. Tvær aðgerðir voru kynntar við flokkun starfa. Að lokum þarf að gera prófanir t.d. hvort kvennastörf flokkast lægra en karlastörf og ræða hvort slíkt sé eðlilegt.
BSI group er faggildur vottunaraðili fyrir staðalinn. Staðallinn lýsir kerfi sem fyrirtæki geta sett upp hjá sér til að nálgast það að greiða sömu laun fyrir sömu vinnu. Flokka á öll störf og verðmæti þeirra. Niðurstöður á að birta að svo miklu leiti sem það er hægt. Laun stjórnenda á að birta ef þeir eru nægilega margir.
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra kynnti tilraunaverkefni um innleiðingu jafnlaunastaðals ÍST85:2012 sem Tollstjóri tók þátt í. Verkefninu var stýrt af fjármálaráðuneytinu. Ávinningurinn af því að innleiða slíkan staðal er: vottað stjórnkerfi, gagnsæi, auðveldari gerð stofnanasamninga og starfslýsinga og bætt stofnanamenning. Varðandi undirbúning stofnunarinnar þá var stofnaður verkefnahópur. Unnin var grunnur að skilgreiningum, viðmið og undirviðmið valin fyrir starfsflokkun. Stofnaður var rýnihópur stjórnenda, allir stjórnendur tóku þátt í henni. Markmiðið var að fá sameiginlegan skilning stjórnenda og að efla trú þeirra á verkefninu. Í framhaldi var unni starfaflokkun: Yfirsýn yfir embættið í heild, störf metin og flokkuð ekki starfsmenn sem sinna þeim. Öll þessi hugsun getur verið framandi fyrir mannauðsstjóra og því mikilvægt að gæðastjóri kæmi að verkefninu. Hvert fyrirtæki fyrir sig þarf að ákveða viðmið við starfaflokkun. Þekking 35% (menntun 65% og starfsreynsla 35%), hæfni 30% , ábyrgð 25% og vinnuumhverfi 10%.
Hvert starf er metið og hvaða menntun þarf að uppfylla. Starfsreynsla er metin frá 0-8. Þegar búið var að flokka störfin var farið í greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á laun til að fá sem réttastan samanburð á launum karla og kvenna. Jafnlaunavottun-úttekt fór fram hjá Tollstjóra og var vottunaraðilinn Vottun hf Kostnaðurinn við vottunina var 760.000.-kr. síðan eru viðhaldsúttektir árlega. Kostnaðurinn liggur mestur í undirbúningi þ.e. tíma starfsmanna. Ein helsta áskorunin og hindrunin í innleiðingarferlinu var áhrif mismundandi kjarasamninga á launasetningu, BHM, SFR og TFÍ, ná fram sameiginlegri sýn og skilningi á verkefnum annarra, meta starf en ekki starfsmanna.
Það sem kom helst út úr þessu eru: betri starfslýsingar, jafnréttisáætlun, árleg skýrsla jafnréttisfulltrúa og rýni stjórnenda á jafnréttismál (ekki bara jafnlaunamál) tvisvar sinnum á ári.

Ný fyrirtæki boðin velkomin í Stjórnvisi

Í janúar gerðust 4 fyrirtæki aðilar að Stjórnvísi. Þetta eru: Special Tour, Einingaverksmiðjan, Bláa lónið og Adventure Center. Tæplega 300 fyrirtæki og stofnanir eru aðilar að Stjórnvísi í dag sem er rekið án fjárhagslegs ávinnings og í eigu sinna félagsmanna.

Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Það var margt um manninn í IKEA í morgun á fundi faghóps um vörustjórnun - innkaup og innkaupastýringu. Svanhildur Hauksdóttir birgðastjóri IKEA flutti erindi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Hjá IKEA eru 9500 vörunúmer, 1220 birgjar í 55 löndum. Vörurnar koma ýmist beint frá birgjum eða frá vöruhúsum. Á Íslandi koma 90% varanna úr vöruhúsum. Verslanir eru hannaðar með það í huga að ráða við mikið af viðskiptavinum og mikið magn af vörum. Það tekur 12 vikur að fá vörur frá birgja til Íslands. "Filling rate" er hversu vel hver gámaeining er nýtt. Hver gámur þarf að vera nýttur til fulls og samræmist ekki menningu IKEA. Pappapallettur eru notaðar ekki viðarpallettur. Þær eru þynnri en viðarbrettin og því léttari. Með þessu er hámörkuð afkastageta í flutningum og kostnaður minnkaður. Allur flutningur er sjóflutningur. Í fyrra voru fluttir inn 790 gámar. Tekið var dæmi um sprittkerti. Þau voru í lausum pakkningum. Með því að stytta kveikiþráðinn á þeim var hægt að hagræða mikið og pakka þeim öðru vísi og hagstæðar. Sama var gert við Trofe kaffikönnur og Massum svefnsófadýnur. Með öðruvísi og ódýrari efni var hægt að rúlla dýnunni upp án þess að hafa áhrif á gæðin og með því koma 20 stk. á bretti í staðin fyrir 5.
IKEA leitast við að hanna pakkningar sem hægt er að selja beint í versluninni. Varan getur því farið beint úr gám í sölustaðsetning. Þetta sparar tíma í áfyllingu.
Innanhúss er svokallað "Commercial Team". Teymið heldur vikulega sölufundi þar sem farið er yfir söluna í vikunni á undan. Farið er yfir lykiltölur. Unnið er eftir þjónustusamningi og reglulega farið yfir hvort einhverju þarf að breyta. Farið er yfir vinnureglur og vinnuferla. Fylgt er eftir lykiltölum og sett markmið sem fylgt er eftir.
Lykiltölur sem eru mældar eru: Steypa, en það er vara sem ekki hefur selst í 5 vikur. Yfirbirgðir: vara sem er með meira en 15 vikna birgðir, A vörur sem eru vörur sem komnar eru fram yfir síðasta söludag, Density: þéttleiki í verslun og þjónustustig. IKEA notar Navision kerfið. Pantanir eru sjálfvirkar, mikilvægt er að passa upp á að forsendur séu réttar. Kerfið reiknar út average weekly sales, expected weekly sales út frá indexum og hver vika hefur því ákveðið vægi, shortage compensation, reservation compersation, weekly indices, daily indices, sales jumps og promotions (þegar gert er ráð fyrir aukningu til skamms tíma þegar eitthvað sérstakt er um að vera t.d. kerti um jól o.fl.). Sítalning er í gangi alla daga, allt árið þar sem starfa þrír starfsmenn. Gríðarlegu máli skiptir að birgðir séu alltaf réttar. Veltuhraðinn er í kringum sjö. Í lok fundar var öllum boðið upp á flottan morgunverð í Ikea, heita súpu, rúnnstykki og fleira góðgæti.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1300633740004573

Íslenska ánægjuvogin afhent í dag

Í dag, 2. febrúar, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2016 kynntar og er þetta átjánda árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 19 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1.178 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Líkt og undanfarin þrjú ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina. Í ár var afhent viðurkenning á fjórum mörkuðum, þar sem Atlantsolía fékk 74,4 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 72,1 stig, Orka náttúrunnar fékk 65,5 stig
og Íslandsbanki fékk 65,2 stig. Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög og smásöluverslanir.
Þá var ekki marktækur munur á Atlantsolíu sem var með hæstu einkunnina á heildina litið og Nova sem var með næsthæstu einkunnina. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá hér: https://www.stjornvisi.is/anaegjuvogin
Hér má sjá myndir af hátíðinni: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1299706243430656

Stóraukin ábyrgð stjórnenda fylgir breytingum á ISO 14011 og ISO 45001.

Faghópar um gæðastjórnun og ISO héldu í morgun fund sem fjallaði um breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001. Einstaklega góð mæting var á fundinn. Fyrirlesarar voru þau Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu og Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu. sem fóru yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig sögðu þau frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.
Helga kynnti Eflu stuttlega. Í dag koma 30% af tekjum Eflu erlendis frá. Efla er með ISO 9001 , 14001 og 18001 vottun. Hjá fyrirtækinu er starfandi umhverfissvið. Í vinnuverndarmálum er unnið með áhættumat starfa. Eva sagði frá því að samræming ISO staðla hófst 2012. Nú er kominn nýr kafli í staðlana um „leadership“. Innleiðing þessara kerfa gengur ekki upp nema hafa stjórnendurna með. Í eldra kerfinu var fulltrúi stjórnenda nú er krafa um að stjórnendur séu með. Kaflarnir eru 10 og eru eins í öllum stöðlunum. Nýr ISO14001 kom í september 2015 og er aðlögunin þrjú ár. Passa þarf upp á að fara í vottun fyrir september 2018 til þess að öll vottun sé komin í gegn. ISO45001 sem kemur í stað OHSAS 18001 er væntanlegur í desember 2017. Allir eru staðlarnir byggðir upp plan-do-check-act. Mikilvægt er að horfa á alla samninga sem fyrirtækið kemur að. Ekki er vitað til hvort standi til að þýða staðalinn. Í kafla 5 er ný rafa Leadership and commitment. Þeir sem koma að því að setja fram markmið skulu úthluta verkefnum og það er í dag þeirra hlutverk að passa upp á stefnumörkun og markmiðasetning umhverfis-og öryggisstjórnunar fléttast inn í alla stefnu-og áætlanagerð fyrirtækisins. Í 45001 er mikil áhersla á þátttöku starfsfólks, þekking þeirra sé með. Í kaflanum um „Support“ er meginbreytingin sú að ekki er gerð krafa um verklagsreglur heldur þarf að skjalfesta upplýsingar og frjálst er hvernig það er gert. Starfsmaður þarf að þekkja 1. Stefnuna 2. Hvernig starf hans getur haft áhrif á hana og 3. Afleiðingar ef hann fylgir ekki kerfinu. Í kafla 8, operation, eru nýjar áherslur. Hugsa þarf út í hvaðan vörur fyrirtækisins eru að koma og gera kröfur til verktaka. Ábyrgðin nær út fyrir fyrirtækið í dag og þurfa verktakar að vinna samkvæmt stefnu fyrirtækisins. Nú þarf að elta ferilinn. Ný lög eru komin í opinberum innkaupum sem snúa að ábyrgum innkaupum. Í kafla 9 og 10 eru litlar breytingar. Ekki er talað um forvarnir í staðlinum en þess í stað eru forvarnirnar í áhættumatinu. Í mjög stuttu máli þá þarf að þekkja fyrirtækið, umhverfið, hagsmunaaðila, innri og ytri þætti, frumkvæði stjórnenda, áhættuhugsun, vistferilshugsun og breyttar áherslur.
Magnús Matthíasson, gæðastjóri Eflu fór yfir hvernig Efla ætlar að takast á við breytingarnar. Magnús sagði að frumkvæði og virkjun stjórnenda væri lykilatriði top-down. Efla nýtir Work point. Úttektaraðili fer eftir breytingarnar beint í stjórnandann og hann er ábyrgur. Hann þarf að sýna hvað hann áætlar og hvað kom út. Gæðastjóri þarf ekki lengur að svara til úttektaraðila. Magnús notar enn gæðahandbók og það sem Efla er búin að byggja upp. Þær nýtast nýjum starfsmönnum. Það er ábyrgð stjórnandans að ferlið sé að virka. Það er stjórnandans að halda gæðakerfinu virku og hjálpar honum í sinni vinnu. Ábyrgðin hefur verið færð þangað sem verkið er unnið. Hlutverk gæðastjórans verður meira upplýsingaöflun og upplýsingamiðlun.
Helga Jóhanna sagði að með hagsmunaaðilagreiningu væri verið að draga upp mikið af máum strax í upphafi. Á döfinni er að gera hagsmunaaðilagreiningu hjá Eflu. Hvernig getur Efla skilað umhverfisvænni lausn? Það sem gerist núna er að gera alla hönnuði meðvitaða Í work point eru verkefnin stofnuð og ekki er hægt að stofna verk nema fara í gegnum þessa þætti fyrst. Vel er haldið utan um lög og reglur sem eiga við svo ekkert gleymist. Allt er litamerkt hjá Eflu þ.e. allar kröfur eru annað hvort grænar (uppfylltar) eða rauðar. Vistferilshugsun er alveg ný en hvað er hún? Vara er framleidd, keypt inn aðföng, framleiðsla, dreifing, notkun og förgun. Í ISO 14001 var mest horft á framleiðslu og eitthvað á innkaup. Nú þarf að horfa á allt ferlið, horfa upp virðiskeðjuna. Umhverfismerki fyrir vörur er merktar, skilgreindar þannig að þær uppfylli ákveðnar kröfur t.d. svansvottun, EPD, o.fl. Sem almennur innkaupaaðili er mikilvægt að horfa á keðjuna. Eitt er að vera með starfsleyfi og annað hvernig því er fylgt eftir.

Aldurstengd stjórnun öflug aðferð

Wake me up before you gogo var yfirskrift viðburðar á vegum mannauðshóps á Höfðatorgi í morgun. Þrjú erindi voru flutt um þetta áhugaverða og mikilvæga málefni.
Fyrsti fyrirlesarinn var Jóna Valborg. Í erindi sínu kom Jóna Valborg með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Hún byggði umfjöllun sína á rannsókn sinni sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Rannsóknarspurning Jónu Valborgar var: „Hvað hvetur miðaldra og eldra fólk í starfi og stuðlar að starfsánægju þess?“ Jóna Valborg hefur fengið jákvæð viðbrögð við rannsókninni frá fjölmiðlum. Oft kemur ungur aldur Jónu Valborgar viðmælendum hennar á óvart. Efnið snertir okkur öll, ekki síst unga stjórnendur. Nú er samfélagsleg ábyrgð aftur komin í umræðuna. Hluti af samfélagsábyrgð er að vera góður vinnustaður. Fáar rannsóknir beinast að aldurhópnum 50 plús. Eldri rannsóknir leita eftir viðhorfum stjórnenda til hópsins en Jóna Valborg vildi vita hvað fólkið sjálft hefði að segja. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 plús. Aldurstengd stjórnun er ein öflugasta aðferðin til að efla og viðhalda vinnugetu eldri starfsmanna. Í aldurstengdri stjórnun er unnið út frá því að starfsmennirnir búi yfir lykilþekkingu. Þannig upplifa starfsmenn sig verðmætari. Vattenfall var fyrsta fyrirtækið til að innleiða slíka stjórnun. Fyrirtækið var kosið fyrirtæki ársins í Svíþjóð, þeir upplifuðu færri veikindadaga og sterkari ímynd. Jóna Valborg sagði að þegar styttist í annan enda ævinnar skynjar fólk tíma sinn sem takmarkaðan og er þess vegna hvatt áfram af skammtímamarkmiðum sem tengjast tilfinningum, eins og að dýpka þau samskipti sem eru til staðar. Þörfin fyrir að gefa af sér og marka einhver spor eykst. Með hækkandi aldri minnkar þörfin fyrir að vaxa í starfi. Vinnuumhverfi hefur mikil áhrif, mikilvægt er að starfsmaðurinn upplifi þörf fyrir sig.
Afurð rannsóknarinnar var „Starfsánægjuvogin“. Hún geymir spurningar eins og: Ég er hraustur, verðmætur starfskraftur, er í félagslegum tengslum, ræð mér sjálfur, fæ tækifæri til að læra o.fl.
Almennt er gert ráð fyrir að fólk vilji hætta en réttast er að gera ráð fyrir að það vilji vinni lengur. Jóna Valborg skrifaði 11 hagnýt ráð til stjórnenda sem er ætlað að draga úr fyrirfram ákveðnum hugmyndum um þennan aldurshóp. Jóna Valborg lauk fyrirlestri sínum með því að henda bolta út í sal sem var gripinn af Stjórnvísifélaga. Markmiðið með þessu var táknrænt þ.e. fá aðra til að grípa boltann og hvetja fyrirtæki til að koma á verðlaunum „Reynsluboltinn“ þar sem fyrirtæki eru verðlaunuð fyrir gott starf með reynsluboltum.

Elín Greta fjallaði um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar. Elín spurði hvað fyrirtæki á Íslandi væru að gera áður en starfsmenn hætta. Það er heil kynslóð að fara af vinnumarkaðnum með mikla reynslu. Oft er þetta falin þekking sem erfitt er að yfirfæra. Þetta er talin mikil ógn við fyrirtæki þegar þekkingin fer. NASA urðu of seinir. Elín Greta vildi geta hvatt aðra til að skoða hvað þeir væru að gera hjá sér. Helstu niðurstöður voru þær að ekkert fyrirtækjanna var með formlega stefnu en allir gerðu sér grein fyrir þörfinni. Vinna var hafin að einhverju leiti þ.e. hverjir eru að fara að hætta en lítið meir. Mörg ár tekur að yfirfæra falda þekkingu. Eitt fyrirtækjanna var með sveigjanlega stefnu þ.e. þeir sem voru yfir 70 ára fengu verkefni. Helstu aðferðir sem fyrirtækin voru að nýta sér voru að vinna saman í verkefnum, það væri besta og náttúrulegasta leiðin. Mikilvægt er að para inn starfsfólk rétt saman. Gríðarlega mikilvægt er að læra af reynsluboltunum. Helstu hindranir við miðlun þekkingar eru: tímaskortur, mikið vinnuálag, vantar markvisst verklag í kringum miðlun þekkingar og fjárhagsleg markmið. Elín Greta endaði fyrirlesturinn sinn á því að gefa nokkur ráð sem eru mikilvæg við starfslok. Efla þarf viljann til að miðla, skapa traust, hafa gott samband, láta fólk vinna saman í verkefnum, hvetja fólk til að spyrja spurninga, láta fólk tala saman, láta einstaklingana vera nálæga í rými, gefa tíma, vera með opnar umræður um starfslok sem er jákvætt, sveigjanleg starfslok, stuðningur og hvatning frá stjórnendum, greining er mikilvæg því vita þarf hvenær hver og einn er að hætta, skipulagt verklag þ.e. fá niðurstöður, gera þetta tímanlega. Að okum hvatti Elín Greta þá sem hefðu áhuga til að hafa samband við sig því hún væri alltaf áhugasöm um að ræða mál þessu tengt. egs@verkis.is

Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.
Berglind Magnúsdóttir, sálfræðingur og forstöðumaður Velferðasviðs hjá Reykjavíkurborg ræddi mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hún fór inn á hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum. Berglind fór inn á þá ógn sem það er vinnustöðum að stór kynslóð er á leið út af vinnumarkaðnum. Skilar það árangri að hafa frelsi, frí, kæruleysi, óreglu og óskipulag? „Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld“. Það sem hefur gerst er að hægt er að leika á ellikerlingu. Liðir og bein, hjarta og æðakerfi, skynfæri og nám. Nú er fullt af fólki sem getur unnið lengur, eru heilbrigðir, unglegir og hressir eldri borgarar. Seinna kom áhersla á hugræna starfssemi: nám. Mikilvægt er að virkja heilann þ.e. vera virkur þátttakandi. Þetta skiptir mestu máli varðandi farsæla öldrun. Hvernig birtist okkur nýr árgangur eldri borgara? Grái herinn, þátttaka í sveitarstjórnarmálum (London), markaður ætlaður eldri borgurum, eiga mesta auð í heimi, láta sig kostningamál varða og mæta á kjörstaði og kjósa. Þetta er líka ríkasta fólkið. Hvers vegna var Donald Trump kosinn? Bismarck lagði árið 1880 til að starfslok yrðu við 65 ára aldur þar sem fólk væri orðið svo þreklítið. Á þeim tíma voru lífslíkur 45 ára. Nú eru allt aðrir tímar. Sveigjanleg starfslok eru mikilvægust í dag. Það er erfitt að ná til almennings um öldrunarmál.
Hver einstaklingur sem hefur reynslu, skapar fleiri störf. Eldri starfsmenn laða að sér. Berglind tók dæmi um Kára Jónsson sem eftir 45 ára feril í fjölmiðlum fór í Leiðsöguskóla Íslands 67 ára gamall. Þaðan fór hann í ferðamálafræði í HÍ. En af hverju er mikilvægt að fólk vinni áfram? Það sem breytist við að hætta að vinna eru: tekjur, skortur á mannlegum samskiptum, andlegar þarfir og sjálfsmynd og rammi fyrir hið daglega líf. Ramminn fyrir hið daglega líf er svo mikilvægur því allt fer úrskeiðis ef við höfum hann ekki. Stór áhætta og mesti skaðvaldur sem við stöndum frammi fyrir er nú áfengisneysla eldri borgara.

Mannauðsmælingar mánaðarlega eins og aðrar lykiltölur vinnustaðarins

Mannauðsmælingar mánaðarlega var umræðuefni morgunverðarfundar á vegum faghóps um mannauðsstjórnun í Innovation House í morgun. Kynnt var hvernig mannauðsstjórinn getur náð enn meiri yfirsýn yfir vinnustaðinn sem heild og hvert svið og hvern hóp fyrir sig. Farið var yfir það hvernig allir stjórnendur innan vinnustaðarins verða enn virkari í ábyrgð á hlutverki sínu í að sinna mannauðshlutverki stjórnandans og heilbrigði vinnustaðarins eykst. Fyrirlesarar voru þau Trausti Harðarson sérfræðingur frá HR Monitor,
Júlíus Steinn Kristjánsson mannauðsstjóri Ölgerðarinnar og Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar.

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017.
Til að tilnefna fyrir árið 2017 smellið hér: https://www.research.net/r/ZYKQT2W?A=[A365UP826KJH]
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2017 verða veitt í áttunda sinn þann 8.mars næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-18:00. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. mun afhenda verðlaunin. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 31.janúar 2017.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; http://stjornvisi.is
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2017 skipa eftirtaldir:

Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar og fulltrúi Félags forstöðumanna ríkisstofnana.
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin

Markþjálfunardagurinn verður 26.janúar 2017.

Faghópur um markþjálfun minnir á stærsta viðburð ársins sem tengist markþjálfun. Markþjálfunardagurinn verður haldinn í fimmta sinn 26. janúar nk. Kl.13.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Snemmsölu lýkur í kvöld. Tryggðu þér viðburð á góðum kjörum í dag.
https://tix.is/is/event/3480/mark-jalfunardagurinn-2017/

Stjórn faghóps um markþjálfun.

Gleðilegt nýtt ár 2017!

Stjórn Stjórnvísi óskar öllum gleðilegs nýs árs. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn Stjórnvísi.

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Orkuveita Reykjavíkur er eitt af elstu fyrirtækjum landsins stofnað 1909. Allt frá 1921 hefur Orka náttúrunnar snúið jólaplötum landsmanna og má því segja að hún eigi mikinn og góðan þátt í ánægjulegu jólahaldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðlunum. Á fundinum var kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint var frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð var áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar voru þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.is
Vinnan byrjaði snemma á þessu ári en þá lágu fyrir nýjar útgáfur af ISO 9001 og ISO 27001. Aukin áhersla var lögð á forystu stjórnenda og ákveðið að nýta tækifæri til þess að eiga samtal við stjórnendur til vitundarvakningar. Á 8 fundum með 35 stjórnendum og aðstoð 7.is var þetta kynnt.
Hlutverk og ábyrgð stefnuráðs er þríþætt: 1. Að móta rýna og vakta sameiginlegar stefnur í samstæðu OR 2. Rýna markmið og lykilmælikvarða 3. Fjalla um stefnuverkefni fyrir stefnu. Stefnuráð er skipað af forstjóra og í stefnuráði sitja: forstjóri, framkvæmdastjórar í samstæðu OR, yfirmaður lögfræðimála og starfsmenn stefnuráðs. Þetta er svipað gæðaráði. Eigendur hafa sett svokallaða eigendastefnu en eigendur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stjórn OR mótar síðan heildarstefnu en OR er móðurfélag. Í samþykktum dótturfélaga er kveðið á um að dótturfélögin skuli móta sér stefnur í samræmi við stefnur móðurfélagsins eins og áhættustefna, gæða, öryggis, upplýsinga-og öryggisstefnu o.s.frv. Þannig er tryggt að sama menning og viðhorf haldist innan samstæðunnar í ákveðnum málaflokkum. Núna eru móður-og dótturfélög búin að móta stefnu. Síðan eru stefnur sem eru misjafnar s.s. samkeppnisstefna, samskiptastefna, o.fl.
Verklagið við rýni á stefnu málaflokka er þannig að stjórnandi málaflokks undirbýr rýni stefnunnar.
Stærsta breytingin í stöðlunum er ábyrgð/forysta stjórnenda. Í forystu felst að tryggja að gæðastefna sé mótuð og gæðamarkmið sett sem falla að samhengi og stefnuáætlunum fyrirtækisins, tryggja samþættingu gæðastjórnunarkerfisins og viðskiptaferla fyrirtækisins, stuðla að ferlismiðun og áhættuhugsun, miðla upplýsingum um mikilvægi gæðastjórnunar, virkja, leiða og styðja einstaklinga með framlag til gæða, stuðla að umbótum, styðja næstráðendur í að sýna forystu og síðast en ekki síst að leggja áherslu á viðskiptavini.
En hvert er þá hlutverk gæðastjóra? Sjá til að ferlin séu skilgrein, vinna að því að ferlin séu hagnýtt, stuðla að forystu, gera grein fyrir árangri samstæðunnar t.d. í að gera viðskiptavininn ánægðan. En á hverju byggir gæðastjórnun? Fókusinn er að koma til móts við kröfur viðskiptavina og leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Viðfangsefnið er: Áhersla á viðskiptavininn, forysta, virkni starfsfólk o.fl. Stjórn sem byggir á staðreyndum. Rætt var við stjórnendur um hver eru mikilvægustu viðfangsefni sem stuðla að bættum árangri, bættum gæðum? Hvaða starfsþættir hafa mest áhrif í þinni starfsemi, að hverju viljum við stefna og hvað ætlum við að gera til þess? Skráðar voru niður ábendingar á greiningarfundunum og unnið úr þeim. Yfir 400 ábendingar komu sem voru flokkaðar í sex flokka. Mjög góðar ábendingar komu m.a. um að reyna að takmarka möguleika á villu þ.e. halda ekki áfram ef hlutirnir eru ekki í lagi. Markmið var sett um að vinna verkin rétt og bregðast við frávikum.
Ógnir sem steðja að upplýsingum OR og dótturfélaga eru aðgengi, breyting, leki, mistök, skemmdir, svik, villur og annað. Bent var á hversu dýrt það getur orðið ef það verður gagnaleki frá 2013 en Target lenti í 5milljarða króna kostnaði. Sektir eru 4% af veltu í dag og því verulegir hagsmunir í húfi. Stjórnendur voru beðnir um að velta fyrir sér hvaða upplýsingaeignir þeir hefðu og hvaða afleiðingar það hefði ef : þær væru á glámbekk, hvort þyrfti yfirhöfuð að passa þeirra upplýsingar, hvað þyrfti að gera til að gæta upplýsinga og hvernig hvet ég mitt fólk til að fá fram meðvitund um upplýsingaöryggi. Frá stjórnendum komu 477 ábendingar eða óskir, þær voru flokkaðar í 23 kóða og út úr því komu 5 áherslur eða öryggisþættir. Út úr þessu kom áhættustýring og vitund.

Gleðileg jól.

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn Stjórnvísi.

Fjórtán ný fyrirtæki í Stjórnvísi á haustönn.

Það er ánægjulegt að sífellt fleiri fyrirtæki gerast aðilar að Stjórnvisi. Stjórnvísi er rekið án fjárhagslegs ávinnings og í eigu sinna félagsmanna. Á haustönn gerðust 14 fyrirtæki aðilar að Stjórnvísi. Þetta eru: Icepharma, Zenter rannasóknir, CCP, Valka, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Sjóklæðagerðin 66 Norður, GG Verk, Lögmannsstofa Sonju Maríu, Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, Farfuglar ses, Granítsmiðjan, Strategic Leadership, WOW og KPMG.

Ekki eyða heldur deila ást og mat.

Glímt við matarsóun var yfirskrift fundar í morgun á vegum faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og umhverfis og öryggi. Á fundinum var farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala á matarsóun.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Nýleg greining Umhverfisstofnunar bendir til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.
Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallaði um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Arion banki undirritaði loftslagsstefnu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt 103 öðrum fyrirtækjum árið 2015. Í framhaldi setti bankinn sér markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs fyrir lok júní 2016. Sett voru markmið um að draga úr losun um 2% á ári næstu tvö árin, draga úr óflokkuðum úrgangi og innleiða umhverfishugbúnaðinn KGS. Starfsfólk hefur verið duglegt við að koma með hugmyndir og ein þeirra var að draga úr matarsóun. Farið var af stað í byrjun apríl og vissi starfsfólk ekki af mælingunum fyrstu þrjá mánuðina. Átakið var síðan kynnt í lok júní og starfsfólk hefur orðið meðvitaðra.
Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans sagði síðan frá aðferðum eldhússins og hvernig verkefnið hefur gengið. Byrjað var á að setja upp merkingar í mötuneytinu til að skilaboðið kæmu fram á jákvæðan hátt. Verið er að hvetja en ekki skamma. Starfsfólk getur farið fram fyrir röðina ef það vill fá sér aftur á diskinn. Hver og einn leggur sitt af mörkun. Átakið byggist á að vigta þann mat sem er hent í kílóum. Nýlega var gerð könnun og nú segjast 59% starfsfólks í höfuðstöðvum fá sér minna á diskinn til að klára af oum. En næstu skref eru þau að halda boltanum á lofti. Skoða þarf betur forsendur mælinga. Hvað með beinamáltíðir og afskurð? Einnig þarf að passa upp á að verðlauna starfsfólk reglulega fyrir góðan árangur. Öll frávik eru skráð t.d. beinamáltíð. En allir eru háðir umbun; hvað fæ ég fyrir að klára af disknum mínum? Á matarsóun.is eru upplýsingar. Ábending kom í umræðum í framhaldi af erindi að skoða hver sparnaðurinn er í krónum. Í dag er flokkað lífrænt, pappi o.fl. og starfsfólk hefur tekið einstaklega vel í átakið. Eldhúsið sér um veitingar fyrir fundarherbergi og er að setja viðmið fyrir þá sem panta. Mikilvægt er að þetta sé einfalt og aðgengilegt og mælanlegt.
Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri yfir eldhúsi Landspítala sem er stærsta framleiðslueldhús á landinu sagði frá því hvað verið er að gera á spítalanum varðandi matarsóun. Á Landspítalanum vinna 3.500 manns sem eru út um allan bæ. U.þ.b. 5000 máltíðir eru framreiddar á dag. Í eldhúsi og matsölum starfa 1114 manns í 97 stöðugildum. Veltan er 1,4milljarðar og þar af fara 630 milljónir í matvæli. 15-20 matseðlar eru matreiddir fyrir ca 700 sjúklinga og matsalirnir eru 9. Byrjað var á lífrænni flokkun 2009, 2011 var byrjað að mæla markvisst lífrænan úrgang frá eldhúsi, 2012 matur sem ekki er seldur, 2013 af diskum starfsmanna og 2014-2015 af diskum starfsmanna í öðrum matsölum. Landspítalinn er með umhverfisstefnu og stendur sig vel í að flokka. Eldhús og matsalir fengu svansvottun 2015 en þar kveður á um vistvæn innkaup o.m.fl. 2012 var mjög góður árangur í að nýta matarafganga. Landspítali fókusar mest á matsali núna en minna á lager en næg eru verkefnin. Gerðar hafa verið mælingar til að sjá árangurinn. Það sem kemur mest til baka af diskum er soðið grænmeti. Þetta er góð vísbending til eldhússins um að skoða hvað megi betur fara. Að minnka matarsóun hjá stóru fyrirtæki/stofnun er langhlaup, tekur tíma því virkja þarf alla og horfa á heildarmyndina. Ekki eyða heldur deila ást og mat voru lokaorð Vigdísar.
Líflegar umræður urðu á fundinum og í lok hans. Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Stjórnvísifélagar stigu út úr sjálfstýringunni í núvitundaræfingu í morgun.

Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir fundi um núvitund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Á þessum fundi fengu Stjórnvísifélagar að gera fleiri en eina núvitundaræfingu og kynnast þessari einstöku austrænu tækni sem þar hefur verið stunduð í hundruð ára. Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda.
Á þessari kynningu var farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einstaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið var yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni.
Fyrirlesarar voru þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir. Anna Dóra er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf.
Núvitund hefur verið starfrækt í 200 ár. Í Austurlöndum er skoðað hvað er að gerast í huganum. Á Vesturlöndum hefur hins vegar meira verið skoðað hvað er að gerast inn í heilanum sjálfum. Það að taka frá 10-20 mínútur á dag í núvitund breytir heilanum. Heilinn er skannandi hugur og í viðbragðsstöðu fyrir hættum. Það er því tilhneiging hjá okkur til neikvæðrar afstöðu, markmiðið er fyrst og fremst að lifa af. Það sem gerir okkur erfiðar fyrir er að heilinn gerir ekki greinarmun á líkamlegri og sálrænni hættu. Heilinn hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Það er því nóg að ímynda sér hluti til að heilinn fari í viðbragðsstöðu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að hjálpa heilanum okkar.
Endalaust er hægt að lesa um núvitund en best er að prófa hana. Anna Dóra leiddi Stjórnvísifélaga í gegnum núvitundaræfingu. Það eru 3 lög núvitaðrar athygli, bein upplifun, hugsanir um okkar beinu upplifanir, upplifanir á öðrum tíma og stað. Hugurinn fer með okkur hvert sem við förum. En hvað er átt við með núvitund? Núvitund er sú meðvitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki án þess að dæma að hlutum eins og þeir eru (ekki búa til eitthvað nýtt). Maður á að gangast við sér eins og maður er. Augnablik sem við munum og eru kristaltær eru núvitund. Núvitund er eiginleiki sem við búum öll yfir í mismiklum mæli og sem við getum þjálfað. Til að þjálfa núvitund er stundum gerð rúsínuæfingin hún er snert, horft á hana, hlustað á hana bragðað og lyktað. Það sama á við með að fara í sturtu, hugsa til þess hvað skynfærin eru gagnleg. Best er að æfa sig á hverjum einasta degi, stutta stund í senn að stýra athyglinni. Þannig kynnumst við eigin hugarheimi. Hugleiðsluæfing er stefnumót við þitt sjálf. Núvitundarþjálfun gerir okkur kleift að taka betur eftir, róa hugann og sjá hlutina skýrar. Smátt og smátt fer fólk að mýkjast gagnvart sjálfu sér og gagnrýni á sjálfan sig minnkar. Með því að taka betur eftir og fylgjast með eigin hugsunum og tilfinningum af auknum skýrleika náum við einnig að fylgjast með þeim frá aukinni fjarlægð og týnast síður í þeim. Óforlegar æfingar eru að taka eftir þegar við erum að ganga, tala, borða fara í sturtu. Við ættum að þróa með okkur þakklæti þegar við borðum og njóta hvers einasta munnbita.
Við erum fljót að fara í sjálfstýringu t.d. keyra bíl og reima skó. Hins vegar er vandamál þegar tilfinningar fara í sjálfstýringu. Í sjálfstýringu þá horfum við án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta, snertum án þess að finna. Á milli áreitis og viðbragðs er rými. Í því rými býr frelsi okkar og vald til að velja viðbrögð okkar sem hefur síðan áhrif á þroska okkar. Við þurfum að minna okkur endalaust á að vera hér og nú, bregðast við af yfirvegun og ró, forgangsraða verkefnum, vera með hugann við verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, fylgja eftir verkefnum án þess að missa sig í 5-6 önnur verkefni hugsunarlaust. Bryndís hvatti aðila til að googla „60 minutes mindfulness“ og skoða þann þátt. Öll stórfyrirtæki eru að innleiða núvitund inn á vinnustaði sína. Ástæðan er aukin vellíðan og aukin ánægja starfsmanna. Núvitund er lykill að góðri heilsu. Horfa á myndina „Inside oute“ hún er stórkostleg mynd sem sýnir innri tilfinningar. Hún sýnir tilfinningar okkar og hvernig við stundum dveljum í henni. Sorgin er tilfinning sem er réttmæt og eðlileg en hún má ekki hamla okkur við að halda áfram. Bókin „Núvitund, leitaðu inn á við“ er frábær bók eftir starfsmann hjá Google. Finding the space to lead höf: Janice Marturano er einnig mjög góð bók byggð á rannsókn sem var gerð hjá General Mills. Elllen Langer er fyrsti prófessor hjá Harward em kennir Núvitund. Núvitundin hjálpar mikið til við að bæta allar hliðar lífs þíns. Núið fær stærra rými en fortíð og framtíð minna. Track your happiness er skemmtileg rannsókn sem gerð var í Harward. Þar staðfestist að hamingjan mælist mest þegar fólk er andlega til staðar. Æfðu þig þá í að vera oftar hér og nú. Mikilvægt er einnig að hlusta. Alls kyns efni er á vefnum t.d. headpace, smiling mind, happapp.is o.fl.

ISO félögum boðið í OR.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR og stjórnarmaður ISO faghópsins, bauð ISO félögum heim í Orkuveitu Reykjavíkur.
Á þessum fundi voru umræður um gæðastjórnunarkerfi, breyttar kröfur ISO 9001 og staða innleiðinga - og annað sem þátttakendur vildu ræða og fræðast um og miðla.
Stöðlun er forsenda fyrir umbætur. Öguð og stöðluð vinnubrögð koma með gátlistum. Verið er að skoða verk sem verið er að vinna í Veitunum og notað viðhaldsstjórnunarkerfið DMM. Mikilvægi skjalastýringar felst í að skjalið er gefið út og þá er það óbreytanlegt. Skjalastýring felst í að ákveðnu formi er stillt fram. Búið er að negla niður verklagsreglu sem á að koma fram.
Mannlegi þátturinn er að fá stjórnendur til að sjá virðið og að þeir kynni það fyrir sínum starfsmönnum. Stjórnandinn sjái áhættuna sem fylgir því að fara ekki eftir reglunum. Hlutverk stjórnandanna felst í að fylgja því eftir að starfsmenn vinni eftir þeim reglum sem eru settar.
Rekstrarhandbókin er geymd á innra netinu SharePoint, Spectra, Bloomex og Core data.
Kristjana sýndi rekstrarhandbók OR sem hefur að geyma stefnur, ábyrgð og umboð, ráð og nefndir, skipurit o.fl. Rekstrarhandbókin er á íslensku og úttektaraðilinn notar Google-Translate . Stjórnunarhandbókin er hin eiginlega gæðahandabók. Í stjórnun ferla er skipulagningin og stjórnun. Þá er stoðstarfsemin, reksturinn, mat á árangri og umbætur. Síðan er það sem búið er að ferlagreina; meginferli, stoðferli, málaflokkar, starfsmannaflokkar, stefnuflokkar og umhverfis-og öryggismál. Stjórn er með ákveðna kafla og neyðarstjórn. Gamla bókin er byggð upp eftir skipuritunum. Í nýju bókinni er google leit þar sem hægt er að leita í öllum skjölum. Fyrirtæki og forysta og málaflokkar. Leiðbeiningaskjöl sem ganga þvert á alla. Dótturfélögin eru veitur, ON og Gagnaveitan. Nú fara stjórnendur í stuðningsgöngu, ekki eftirlit heldur stuðningsganga. 80% af því á að vera hvati.

Áhugaverð nýjung hjá stjórnarmönnum ISO faghópsins.

Stjórn faghóps um ISO tók upp á þeirri frábæru nýjung að bjóða áhugafólki í faghópnum heim til að ræða málefni ISO í fámennum hópum. Í Blóðbankanum var það Ína Björg Hjálmarsdóttir gæðastjóri sem tók á móti hópnum með rjúkandi kaffi, ilmandi kaffibrauði og jólasmákökum. Umræðuefnið var breyttar kröfur ISO 9001 og annað það sem þátttakendur vildu ræða. Umræður spunnust um hvað þurfum við að gera til að uppfylla stöðu ISO 9001 staðalsins? Hvað á að mæla og hversu mikið? Ína sagði frá því að þeir sem gefa blóð eru viðskiptavinir Blóðbankans ekki birgjar. Hvaða áhætta liggur þar? Hvað þarf að gera til að halda þeim tryggum? Hópurinn sem gefur neyðarblóð er sérstaklega mikilvægur. Í gegnum tíðinda hafa nemar skoðað þróunina í eftirspurn varðandi fjölda blóðgjafa. Konur eru vannýtt auðlind sem blóðgjafar. Ef konur væru betur nýttar sem blóðgjafar myndi skurðpunkturinn færast til.
Viðskiptavinir og hagsmunaaðilar eru áhersluatriði í staðlinum. Gott er að fara í gegnum hagsmunaaðilagreiningu og áhættugreiningu. Staðallinn talar um að áhættugreina og hvað það er sem getur haft áhrif á alla þætti, þetta er heilbrigður hugsunarháttur. Í áhættumati eru stóru ferlarnir greindir. Áhættumat á markmiðum er líka mikilvægt. Ráðast skal á þá ferla þar sem mesta áhættan liggur. Áhættumat leiðir áfram við að sjá hvar áhættan liggur. Hvaða áhættur er hver og einn og skoða? Vanda þarf mælanleg markmið. Þau þurfa að vera auðmælanleg.
En á hverju skal byrja? Fá gátlista frá BSI. Einnig eru fullt af góðum upplýsingum inn á ISO síðunni. www.iso.org Skoða hvar er verið að uppfylla kröfurnar og skrá það inn á reglurnar. Skoða hvort einhver áhersluatriði eru að breytast. Gott er að endurraða verklagsreglunum því dreifingin er öðruvísi. Gott er að henda út því sem enginn er að nota lengur. Alls kyns efni verður til því kröfurnar breytast. Varðandi hagsmunaaðila þarf að geta haft skýr svör við því. Vantar ofan á kerfið skýra mynd af stóra prósessnum. Gera myndrænt hvað er verið að gera og hvað er „outputtið“. (hvað kemur út?) Hvernig er unnið með ábendingar? Ína fór yfir að allar ábendingar eru flokkaðar í áhættumati og greindar. Það að innleiða áhættuhugsun er ekki endilega að hafa matrixuna. Nóg er að starfsmenn velti fyrir sér áhættunni. Forstöðumenn fá síðan blöðin til sín. Ábyrgð forstöðumannsins er að koma í veg fyrir skaða. Einnig þarf að áhættumeta starfsmenn, þ.e. eru þeir grænir, gulir, rauðir og það sama er gert fyrir birgjana. Þeir sem selja blóðpoka, prófin o.fl. Mikilvægt er að allt sé einfalt, flokkað og meðhöndlað og umgangast þá með þeim Mikilvægt er að greina rauðu starfsmennina þ.e. hver bakkar rauðu starfsmennina upp. Gæðastjórnunarkerfi er stjórnkerfi stjórnenda.
Vottunaraðilar eiga að fá forstöðumenn til að sýna hvað þeir hafa verið að gera. Í staðlinum 2015 er verið að sýna sýnilega ábyrgð stjórnenda. Kúnstin er að fá stjórnendur til að gera þetta að sínu. Gæðastjóri er ráðgjafi stjórnenda. Til að ná góðum árangri þarf að hafa góð samskipti milli gæðastjóra og stjórnenda. Ertu alltaf að slökkva elda eða ertu í forvörnum?

Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun

Í morgun 18. nóvember var haldinn fundur á vegum faghópa um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð í Opna háskólanum í HR. Fundurinn bar yfirskriftina ,,Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun“.

Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og leiðbeinandi við Háskólann í Reykjavík í samfélagsábyrgð og siðfræði var fyrirlesari og miðlaði af áralangri reynslu sinni á sviði samfélagsábyrgðar og breytingastjórnunar.

Fjallað var almennt um samfélagslega ábyrgð, helstu hagsmunaaðila og farið vandlega í gegnum hagnýtt módel sem mælst er til þess að fyrirtæki sem koma að innleiðingu samfélagsábyrgðar styðjist við. Tekin voru hagnýt dæmi úr íslensku atvinnulífi og alþjóðlegu umhverfi.

Andrúmsloftið var þægilegt, gestir voru mjög áhugasamir og líflegar umræður mynduðust.
Erindið var mjög gott að nærandi fyrir helgina sem framundan er. Við þökkum Katli Berg kærlega fyrir sitt framlag.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?