Fréttir og pistlar

Flugfélag Íslands - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

 Flugfélag Íslands er öflugt en sveigjanlegt flugfélag sem starfar á innanlandsmarkaði en þjónar einnig öðrum vest-norrænum löndum svo sem Færeyjum og Grænlandi.
Flugfélagið býður margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.
Fraktflug Flugfélagsins býður upp á fljóta og örugga afgreiðslu,flutning ýmis konar varnings sem kemst til skila á mettíma.
Flugfélagið leigir flugvélar sínar í ýmis verkefni bæði með og án áhafna, innan lands sem utan, allt eftir óskum viðskiptavinarins.
Í Reykjavík rekur félagið viðhaldsþjónustu sína sem sinnir flugflotanum, bæði Fokker 50 og Dash8 flugvélunum.  Þrautþjálfaðir starfsmenn fást þar við allar hugsanlegar viðgerðir á vélum félagsins sem og annarra flugfélaga erlendis frá sem hingað leita.  
Eitt af markmiðum félagsins er að hafa ætíð á að skipa hæfum og liprum liðsmönnum sem sýna frumkvæði og hafa jákvætt viðhorf.
 
Hjá Flugfélagi Íslands starfa um 240 manns sem allir gegna lykilhlutverki í starfsemi þess.

Áskoranir í rekstri upplýsingatækni

Grein eftir Guðmund Örn Óskarsson sem stýrir upplýsingatæknimálum hjá Össuri birtist í Viðskiptablaði Mbl. sl.fimmtudag.  Í greininni kemur m.a. fram að oftast starfa sölu-og þjónustuaðilar í upplýsingatækni eftir landfræðilegum mörkum. t.d. milli Ameríku og Evrópu.  Þegar um er að ræða kaup á hugbúnaði getur þessi uppskipting verið nytsöm þar  flestir söluaðilar horfa eingöngu til þess hvert á að senda reikninginn.  Greinin birtist í heild sinni í vefDropanum. 

Vistor - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður Vistor hf. velkomið í hópinn.  Vistor hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði markaðssetningar á lyfjum, heilsuvörum og dýraheilbrigðisvörum á Íslandi.   Vistor er samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja og veitir þeim þjónustu við skráningar og sölu- og markaðsmál, auk þess að hafa milligöngu um innflutnings- og dreifingarstarfsemi. Með því að leggja áherslu á skilvirka og hnitmiðaða starfsemi og skapa starfsumhverfi sem laðar að hæfa einstaklinga til starfa gerir Vistor samstarfsaðilum sínum kleift að ná settum markmiðum. Ennfremur er kaupendum og neytendum varanna tryggt auðvelt og áreiðanlegt aðgengi.   Markmið Vistor er að vera ákjósanlegasti samstarfsaðilinn á íslenska lyfjamarkaðinum, í huga viðskiptavina, birgja, starfsmanna og samfélagsins.

Að innleiða, miðla og fylgjast með framgangi stefnu

Grein eftir Hrefnu Briem, birtist í Viðskiptablaði Mbl. fimmtudaginn 17.mars sl. Stefnumiðað árangursmat (e.balanced scorecard) er aðferðafræði innan stjórnunar sem nýtist vel til að ná góðum árangri í rekstri og hjálpar stjórnendum við að innleiða, miðla og fylgjast með framgangi heildarstefnu.  Svokölluð stefnukort eru nýtt til að draga fram mikilvægustu þættina fyrir árangur fyrirtækisins og eru þeir mældir með mælikvörðum með stuðningi skorkorta.  Greinina má sjá í heild sinni í vef-Dropanum.

Fengu verðlaun Stjórnvísi

Björn Zoega, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Landsvirkjunar og Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, eru handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2011. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við virðulega athöfn í Turninum. Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar. Mikið fjölmenni var við afhendingu verðlaunanna.
 
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 1.100 félagsmenn og koma þeir frá vel á þriðja hundrað fyrirtækja. Félagið er opið öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á stjórnun og að fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í stjórnun. Félagið er 25 ára á þessu ári og hét áður Gæðastjórnunarfélag Íslands.
 
Þetta er annað árið í röð sem verðlaunin eru veitt og er horft meira til millistjórnenda við útnefningu þessara verðlauna - en flestra annarra verðlauna hér á landi.
 
Björn Zoega fékk verðlaunin í flokki fjármálastjórnunar, Guðmundur S. Pétursson í flokki gæðastjórnunar og Liv Bergþórsdóttir í flokki markaðsstjórnunar. Aðeins félagar í Stjórnvísi koma til greina við útnefningu verðlaunanna. Liv er erlendis og tók Joakim Reynisson við verðlaununum fyrir hennar hönd.
 
 
Markmið stjórnunarverðlauna er að vekja athygli á faglegu og framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda. Allar nánari upplýsingar um stjórnunarverðlaunin s.s. dómnefnd, rökstuðning og tilnefningar má sjá á heimasíðu Stjórnvísi; www.stjornvisi.is
 
Myndir af hátíðinni má sjá hér
 
 
 
Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar, Joakim Reynisson framkvæmdastjóri tæknisviðs Nova sem tók við verlaununum fyrir hönd Liv Bergþórsdóttur, Björn Zoega, forstjóri Landspítalans og Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Landsvirkjunar   
 

Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi verða afhent í dag

Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi verða afhent í dag á glæsilegri hátíð í Turninum í Kópavogi kl.16:00-18:00.  Forseti Íslands hr.Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin.  Allir stjórnvísifélagar eru boðnir hjartanlega velkomnir.  Skráning fer fram á eftirtalinni slóð: http://www.stjornvisi.is/eventcalendar/entry/eventcalendarid/252
 
 

Það kostar ekkert að brosa! - grein í Mbl.

"Það kostar ekkert að brosa" er heiti pistils Sólveigar Hjaltadóttur framkvæmdastjóra réttindasviðs Tryggingastofnunar ríkisins.    TR vinnur markvisst að því að auka gæði þjónustu við lifeyrisþega, þrátt fyrir að haf eins og aðrar stofnanir og fyrirtæki þurft að hagræða og spara undanfarin ár.  Gripið hefur verið til ýmissa hagræðingaráðstafana.  Greinina má sjá í heild sinni í vef-Dropanum.

Tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2011

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2011 verða afhent af forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni í Turninum fimmtudaginn 17.mars. nk. kl.16:00-18:00.  Stjórnvísi óskar þeim stjórnendum sem eru tilnefndir hjartanlega til hamingju. Tilnefningar 2011

Hvernig byrja fyrirtæki að nota Lean?

Faghópur um Lean hélt vel sóttan fund í Endurmenntun HÍ í morgun þar sem fjallað var um hvernig fyrirtæki geta byrjað að nýta sér hugmynda-og/eða aðferðafræðina.  Þátttakendur í pallaborði voru þau Reynir Kristjánsson, Pétur Orri Sæmundsen og Þórunn M. Óðinsdóttir.  Lean snýst um að aga hlutina og hefur áhrif á alla starsemi fyrirtækisins.  Í Lean fókusa starfsmenn á ferla og stjórnendur fókusa á starfsmenn sem leiðir til þess að starfsmenn verða mun ábyrgari og stjórnendur bjarga ekki hlutum fyrir starfsmenn heldur leiðbeina þeim og kenna.  Glærur af fyrirlestrinum munu birtast í vef-Dropanum.

Vendum - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Vendum - stjórnendaþjálfun sérhæfir sig í þjálfun fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja ná auknum árangri og nýtir til þess þaulreyndar og árangursríkar aðferðir markþjálfunar (e.  Business Coaching / Executive Coaching). Markþjálfun þykir í dag ein besta leiðin til að auka hæfni og bæta árangur. Afreksfólk í íþróttum vinnur flest með þjálfara sem leggur þeim lið við að hámarka árangur sinn. Hvers vegna skyldu fyrirtæki og stjórnendur sem vilja hámarka árangur sinn ekki gera slíkt hið sama? Allar nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á heimasíðu félagsins. www.vendum.is

Vörður tryggingar hf., nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður Vörð tryggingafélag hjartanlega velkomið í hóp Stjórnvísifélaga.  Hlutverk Varðar er að tryggja fjárhagslegt öryggi viðskiptavina sinna með viðeigandi vátryggingavern.  Vörður leggur áherslu á lipra og ábyggilega þjónustu með einfaldleika að leiðarljósi.  Gildi félagsins eru;
Frumkvæði

Við komum með nýjar hugmyndir að bættri þjónustu við viðskiptavini. 
Við leitum leiða til að bæta og einfalda verkferla. Höfum einfaldleika að leiðarljósi. 
Sýnum frumkvæði í öllum okkar störfum, veitum ráðgjöf og leysum aðkallandi vandamál þegar þau koma upp. 

Snerpa

Einkennandi fyrir okkur eru hröð en fagleg og traust vinnubrögð. 
Við setjum okkur markmið m.t.t. hraða og gæða er varðar afgreiðslu erinda og verklag. 
Við þróum vinnusparandi verkferla og höfum góða þekkingu á verkefnum okkar. 

Heilindi

Við erum traust og sýnum viðskiptavinum áhuga og ráðum fólki heilt. 
Við styðjum hvort annað. Við hrósum fyrir það sem vel er gert og umberum mistök. 
Heiðarleiki einkennir samskipti við viðskiptavini og samstarfsfólk 

Starfshvatamæling - grein Jóns Kr. Gíslasonar

Grein eftir Jón Kr. Gíslason um starfshvatamælingar biritis í Viðskiptablaði Mbl. 3.mars.  Hvati einstaklings eða hóps til að ná árangri í starfi getur verið stjórnendum óljós.  Mikilvægt er að reyna að átta sig á því hvað fær starfsfólk til að leggja sig fram til að ná markmiðum hópsins.  Hjá Össuri er starfshvati mældur með því að nota 10 fullyrðingar úr vinnustaðagreiningu sem framkvæmd er annað hvert ár.  Greinin er birt í vef-Dropanum

Græna orkan

Á fjölmennum fundi í Orkugarði í morgun kom fram að allir bílaframleiðendur í heiminum eru ýmist farnir af stað eða eru að hefja framleiðslu á vetnisrafbílum.  Á Íslandi eru í dag 238.149 bílar, Bílgreinasambandið spáir því að árið 2020 verði 22% allra bíla á Íslandi orðnir rafbílar.  Í Stokkhólmi eru flestir leigubílar orðnir vistvænir, ástæðan fyrir því er sú að þeir eru vinsælli og fá forgang t.d. á flugvöllum.   Í London þarf að greiða 4000punda árgjald fyrir að keyra bíl inn í borginni en það er frítt fyrir vistvæna bíla.  Það sem talið er að muni hafa mest áhrif í framtíðinni á kaup á vistvænum samgöngutækjum er að sveitarfélög taki upp umhverfisvæna samgöngustefnu.  Dæmi um fyrirtæki sem mega nota merki Grænu orkunnar eru OR og Mannvit.  Efni frá fyrirlestrinum mun birtast í vefDropanum fljótlega

Nova hlaust hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni

Í dag, 23. febrúar 2011, voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er tólfta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 7 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum um 200-500 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
 
Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlaut Nova 73,1 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Spari­sjóðurinn með einkunnina 71,5. Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7. Fallorka var í fyrsta sæti raforkusala með 64,8. Nova var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 73,1, ÁTVR var efst í flokki smásölufyrirtækja með einkunnina 71,6, Atlantsolía var efst á meðal olíufélaga með einkunnina 67,4 og Byko var efst á meðal mældra byggingavöruverslana með einkunnina 60,1.
 
Einkunn flestra geira og fyrirtækja lækkar á milli mælinga. Athyglisverð er mikil lækkun í flokki raforkusala og síðan hækkun viðskiptabankanna þriggja (Landsbanka, Arion banka og Íslandsbanka) milli mælinga.

You are invited to view Grimms's photo album: Ánægjuvogin kynnt

                     

                    Ánægjuvogin kynnt
                    Feb 23, 2011
                    by Grimms 
                    View Album 
                    Play slideshow 

FFR og Stjórnvísi skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

Félag forstöðumanna ríkisstofnana (www.ffr.is) og Stjórnvísi, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við miðlun á gagnlegum upplýsingum um stjórnun og góðar fyrirmyndir á því sviði. Félögin munu m.a. standa saman að fundum og málþingum og koma á faghópum. Einnig munu félögin standa saman að heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki til að kynna starfsemi þeirra og stjórnunarhætti.
Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru um 200 meðlimir en í Stjórnvísi eru yfir 1000 meðlimir og því getur samstarf þessara tveggja félaga aukið enn á kraftinn í starfsemi beggja hvort heldur er við að efla kynni stjórnenda á Íslandi eða auka og bæta fræðslu á því sviði. 

 
 

 

Minni þátttaka, meiri andstaða

Grein skrifuð af Kolbeini Finnssyni, framkvæmdastjóra mannauðssviðs N1 birtist á fimmtudaginn í Viðskiptablaði Mbl.  Breytingastjórnun er oft í brennidepli.  Ein algengustu mistök sem fyrirtæki gera í breytingaferli er að upplýsa ekki starfsmenn um stöðu mála.  Starfsmenn upplifa þá öryggisleysi, óvissu og óánægju.  Þeir velta fyrir sér hvað verður um þeirra stöðu innan fyrirtækisins.  Óvissan er letjandi og verður til þess að starfsmenn ímynda sér alls kyns hluti og gera sér oft á tíðum ranghugmyndir um ferlið.  Greinin er birt í heild í vef-Dropanum.

Verkfærakista mannauðsstjórans: vinnustaðagreiningar

Efni frá fyrirlesurum á þessum áhugaverða fundi um vinnustaðagreiningar er nú komið í vef-Dropann.

Heilsuvernd - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Stjórnvísi býður Heilsuvernd velkomið í félagið.  Heilsuvernd veitir þjónustu á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu. Stefna Heilsuverndar er að veita faglega þjónustu sem er löguð að þörfum viðskiptavinarins og að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði heilbrigðisþjónustu, vinnuverndar, heilsuverndar, heilsueflingar, símaráðgjafar, fjarvistaskráningar og fræðslu.  Nánari upplýsingar um Heilsuvernd Heilsuvernd  http://www.hv.is/index.php?option=content&task=view&id=4&Itemid=24

Stjórnunarverðlaun ársin 2011 - tilnefnið hér

Til að tilnefna smellið hér

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2011.  Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin þann 17.mars nk. í Veisluturninum Kópavogi kl.16:00-18:00.  Frestur til að tilnefna rennur út í lok þessarar viku.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fyrsta sinn í mars 2010.  Þá var leitað eftir stjórnendum á mannauðssviði, fjármálasviði og þjónustusviði.  . 
 
Stjórnvísi leitar að stjórnanda ársins 2011 á sviði fjámálastjórnunar, gæðastjórnunar og markaðsstjórnunar.  Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja þann stjórnanda sem þeim þykir hafa skarað framúr.  Viðkomandi stjórnandi þarf ekki endilega að bera starfsheitið fjármálastjóri, gæðastjóri eða markaðsstjóri.
 
Viðmið við tilnefningu
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í kjarnastarfsemi  þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.

Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi – sjá aðildarlista hér.
 
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
 
Dómnefnd

Agnes Gunnarsdóttir markaðs- og þjónustustjóri Íslenska gámafélagsins
Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður Háskóla Íslands 
Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar, situr í stjórn Stjórnvísi og mannauðsstjóri hjá Termu
Helgi Þór Ingason, Orkuveitu Reykjavíkur
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
Ingvi Elliðason forstjóri Capacen
Jón Snorri Snorrason lektor við Háskóla Íslands

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins stjornvisi@stjornvisi.is

Vinnustaðagreiningar

Mannauðshópur Stjórnvísi kom saman í höfuðstöðvum Samskipa í morgun.
Þar var fjallað um vinnustaðagreiningar, hvernig þær eru framkvæmdar og hvað beri að varast þegar kannanir eru gerðar. 
Meðfylgjandi eru myndir af fundinum, glærur verða birtar í vef-Dropanum. 

         

        You are invited to view Grimms's photo album: Stjórnvísi MAUH

                    Stjórnvísi MAUH
                    Feb 17, 2011
                    by Grimms 
                    View Album 
                    Play slideshow 

         

         
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?