Fréttir og pistlar
Félag forstöðumanna ríkisstofnana (www.ffr.is) og Stjórnvísi, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf við miðlun á gagnlegum upplýsingum um stjórnun og góðar fyrirmyndir á því sviði. Félögin munu m.a. standa saman að fundum og málþingum og koma á faghópum. Einnig munu félögin standa saman að heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki til að kynna starfsemi þeirra og stjórnunarhætti.
Í Félagi forstöðumanna ríkisstofnana eru um 200 meðlimir en í Stjórnvísi eru yfir 1000 meðlimir og því getur samstarf þessara tveggja félaga aukið enn á kraftinn í starfsemi beggja hvort heldur er við að efla kynni stjórnenda á Íslandi eða auka og bæta fræðslu á því sviði.
Grein skrifuð af Kolbeini Finnssyni, framkvæmdastjóra mannauðssviðs N1 birtist á fimmtudaginn í Viðskiptablaði Mbl. Breytingastjórnun er oft í brennidepli. Ein algengustu mistök sem fyrirtæki gera í breytingaferli er að upplýsa ekki starfsmenn um stöðu mála. Starfsmenn upplifa þá öryggisleysi, óvissu og óánægju. Þeir velta fyrir sér hvað verður um þeirra stöðu innan fyrirtækisins. Óvissan er letjandi og verður til þess að starfsmenn ímynda sér alls kyns hluti og gera sér oft á tíðum ranghugmyndir um ferlið. Greinin er birt í heild í vef-Dropanum.
Efni frá fyrirlesurum á þessum áhugaverða fundi um vinnustaðagreiningar er nú komið í vef-Dropann.
Stjórnvísi býður Heilsuvernd velkomið í félagið. Heilsuvernd veitir þjónustu á sviði heilsuverndar, vinnuverndar og heilbrigðisþjónustu. Stefna Heilsuverndar er að veita faglega þjónustu sem er löguð að þörfum viðskiptavinarins og að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði heilbrigðisþjónustu, vinnuverndar, heilsuverndar, heilsueflingar, símaráðgjafar, fjarvistaskráningar og fræðslu. Nánari upplýsingar um Heilsuvernd Heilsuvernd http://www.hv.is/index.php?option=content&task=view&id=4&Itemid=24
Til að tilnefna smellið hér
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2011. Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun afhenda verðlaunin þann 17.mars nk. í Veisluturninum Kópavogi kl.16:00-18:00. Frestur til að tilnefna rennur út í lok þessarar viku.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fyrsta sinn í mars 2010. Þá var leitað eftir stjórnendum á mannauðssviði, fjármálasviði og þjónustusviði. .
Stjórnvísi leitar að stjórnanda ársins 2011 á sviði fjámálastjórnunar, gæðastjórnunar og markaðsstjórnunar. Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja þann stjórnanda sem þeim þykir hafa skarað framúr. Viðkomandi stjórnandi þarf ekki endilega að bera starfsheitið fjármálastjóri, gæðastjóri eða markaðsstjóri.
Viðmið við tilnefningu
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í kjarnastarfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi â“ sjá aðildarlista hér.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Dómnefnd
Agnes Gunnarsdóttir markaðs- og þjónustustjóri Íslenska gámafélagsins
Ásta Bjarnadóttir, forstöðumaður Háskóla Íslands
Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar, situr í stjórn Stjórnvísi og mannauðsstjóri hjá Termu
Helgi Þór Ingason, Orkuveitu Reykjavíkur
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
Ingvi Elliðason forstjóri Capacen
Jón Snorri Snorrason lektor við Háskóla Íslands
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins stjornvisi@stjornvisi.is
Mannauðshópur Stjórnvísi kom saman í höfuðstöðvum Samskipa í morgun.
Þar var fjallað um vinnustaðagreiningar, hvernig þær eru framkvæmdar og hvað beri að varast þegar kannanir eru gerðar.
Meðfylgjandi eru myndir af fundinum, glærur verða birtar í vef-Dropanum.
You are invited to view Grimms's photo album: Stjórnvísi MAUH
Stjórnvísi MAUH
Feb 17, 2011
by Grimms
View Album
Play slideshow
Rúmlega 70 manns sóttu ráðstefnu Þjónustustjórnunarhóps í morgun í Íslenska gámafélaginu þar sem vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum að vanda. Ráðstefnan bar yfirskriftina "Er starfsmaðurinn mikilvægasti viðskiptavinurinn? Úrval fyrirlesara var á staðnum og má þar nefna Unni Valborgu Hilmarsdóttur frá Verndun sem fjallaði um Árangursríka þjálfun, Hauk Harðarson, sérfræðing hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem sagði okkur allt um mikilvægi raunfærnismats, Margrét Tryggvadóttir frá Nova sem fjallaði um "Besta liðið", Arney Einarsdóttir, lektor í viðskiptadeild HR en hún fjallaði um Þjálfun og starfsþróun og hlutverk stjórnandans. Þórdís Lóa framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og Finnlandi kynnti starfsþjálfun hjá Pizza Hut - frá fræðum til framkvæmdar í stjórnendaþjálfun og að rökstuddi Ragnhildur Ragnarsdóttir forstöðumaður mannauðsmála hjá Tryggingamiðstöðinni að "starfsmaðurinn væri mikilvægasti viðskiptavinurinn". Glærur fyrirlesaranna verða birtar í vef-Dropanum.
Stjórnvísi býður Sólar ehf velkomið í hóp stoltra Stjórnvísifélaga. Sólar ehf hefur undanfarin 9 ár verið frumkvöðull í umhverfisvænum ræstingum hér á landi. Fyrirtækið var fyrst ræstingarfyrirtækja á Íslandi til að öðlast Svansvottun, norræna umhverfis- og gæðavottunin. Fyrir starf sitt að bættum umhverfismálum fékk fyrirtækið einnig Kuðunginn árið 2007, umhverfisverðlaun umhverfisráðuneytissins. Sólar hefur einnig verið leiðandi í notkun staðlaðra verkferla og gæðaeftirlits í ræstingum.
Hjá fyrirtækinu starfa yfir 100 manns við daglegar ræstingar á Stór Reykjavíkursvæðinu. Fyrirtækið bíður upp á alla þjónustu tengda hreinlæti fyrirtækja og stofnana. Svo sem daglegar ræstingar, umsjón og innkaup á hreinlætisvörum og alls kyns sérverkefni. Einnig bíður Sólar upp á alhliða fasteignaumsjón. Þar sem fyrirtæki geta falið Sólar rekstur og umsjón á öllum þáttum húseigna.
Value Stream Map eða VSM er tól í straumlínustjórnun sem er notað til að finna sóun í ferlum og hjálpa til við ákvörðunartöku á næstu umbótaverkefnum. Efni Björgvins Víkingssonar M&O Engineer hjá Össur sem margir hafa beðið eftir er nú komið inn í vef-Dropann
Stjórn Stjórnvísi kynnti í morgun niðurstöður stefnumótunarvinnu sem unnin var í Samskipum 20.janúar sl. Þátttakendur kynntust svipuðu fyrirkomulagi og haft var á Þjóðfundinum 2010. Efni fundarins verður birt í vef-Dropanum innan tíðar. Einnig kynntu stjórnir faghópa vordagskrá sína og eru framundan fjöldi áhugaverða funda og ráðstefna sem auglýstar eru á viðburðadagatali félagsins. Mikil gróska er í félaginu og eru félagsmenn að nálgast 1100 manns.
You are invited to view Grimms's photo album: Stjórnvísi - kynning
Stjórnvísi - kynning
Feb 10, 2011
by Grimms
View Album
Play slideshow
Grein eftir Erlu Konnýar Óskarsdóttur ráðgjafa hjá Focal birtist í Viðskiptablaði Mbl. fimmtudaginn 10.febrúar. Greinin ber heitið: Hvað er gæðahandbók? Virk gæðahandbók er grundvöllur þess að verkferlar fyrirtækja úreldist ekki, heldur þróist með breytingum stofnanna eða fyrirtækja. Gæðahandbók stuðlar að því að ferlar fyrirtækis séu aðlagaðir að þeim markaði og kröfum sem fyrirtæki þurfa að uppfylla.
Gæðahandbók inniheldur gæðaskjöl fyrirtækisins t.a.m. stefnuskjöl þess, verklagsreglur, vinnulýsingar og leiðbeiningar. Við uppsetningu gæðaskjala; þarf að skilgreina hver ber ábyrgð á verklaginu, hver skráir, samþykkir og gefur út skjölin, hvernig eru verklagið innleitt og hvenær á að endurskoða það. Rafræn gæðahandbók með rafrænu samþykktar- og útgáfuferli auðveldar alla slíka umsjón.
Gæðahandbókin endurspeglar þannig starfsemina á hverjum tíma. Bókin varðveitir þekkingu og verklag sem stuðlar að betri þjónustu, fækkar mistökum og byggir grunn að frekari umbótum innan fyrirtækisins.
Við innleiðingu á því verklagi sem lýst er í gæðahandbók þarf að hafa í huga mannlega þáttinn. Breytingar snúast um fólk. Til að tryggja árangur þarf að beita aðferðafræði breytingastjórnunar með framtíðarsýn og stuðning stjórnenda í farabroddi.
Erla Konný Óskarsdóttir, M.A.
Ráðgjafi FOCAL
Jón Páll Halldórsson aðstoðarskólastjóri Laugalækjarskóla tók á móti faghópi um Balanced Scorecard í morgun með rjúkandi kaffi á könnunni. Það var áhugavert að heyra hvernig BSC fellur að vinnulagi í grunnskóla. Þeim aðilum sem unnu stefnumótunina fannst mjög mikilvægt að byrja á að fá umboð allra innan veggja skólans. Líklegast er að árangur náist ef samhljómur er alls staðar. Einnig voru foreldrar barna í skólanum boðaðir á kynningarfund. Vinnan í Laugalækjaskóla hófst með því að unnin var framtíðarsýn og gildi. Gildi Laugalækjarskóla eru virðing, eldmóður og gleði. Glærur af fundinum munu verða birtar í vefDropanum á heimasíðu Stjórnvísi.
Ráðstefnan verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 8:30 til 12:00.
Gegnsæi og rekjanleiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa samtímans.
Áhersla er lögð á gæði, skilgreiningu og skjalfestingu starfs- og verkferla svo og vönduð og samræmd vinnubrögð. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um upplýsingaaðgengi og -öryggis-, umhverfis- og gæðamál. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega stjórnunarstaðla og má þá til dæmis nefna ISO
9001 um gæðastjórnun, ISO 14001 um umhverfisstjórnunarkerfi, ISO 27001 um stjórnun upplýsingaöryggis svo og ISO 15489 um upplýsingar, skjalfestingu og skjalastjórn. Fjallað verður um ofangreind málefni á ráðstefnunni og fyrirlesar koma úr röðum háskólakennara og stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Ráðstefnan er haldin á vegum Háskóla Íslands og Stjórnvísi og hún er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði og félags- og mannvísindadeildar til aldarafmælis Háskóla Íslands og 55 ára afmælis kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskólann.
Upplýsingar um fyrirlesara og skráningu á ráðstefnuna verður auglýst þegar nær dregur.
Á hverjum fimmtudegi birtast greinar í Viðskiptablaði Mbl. skrifaðar af Stjórnvísifélögum. Í dag birtist grein Ragnhildar Ragnarsdóttur sem ber heitið "Innleiðing stefnu". Allar greinar eru birtar í vef-Dropanum. Stjórn og æðstu stjórnendur taka ákvörðun um stefnu félags til lengri tíma (3 â“ 5 ár). Stefnan er svo útfærð fyrir hvert ár og árangursmarkmið sett. © Við innleiðingu stefnu og kynningu markmiða þarf að hafa hugfast að sýna starfsmönnum skýr tengsl á milli stefnu og daglegra starfa. © Svið og deildir þurfa að setja sér undirmarkmið út frá yfirmarkmiðum t.d. á vinnufundum. Starfsmannasamtöl eru góður vettvangur til að fara yfir það með einstökum starfsmönnum hvað hver og einn getur gert í sínu starfi til að stuðla að því að markmið náist. Með þessu móti stefna allir í sömu átt. © Einnig þarf að huga að úrbótaverkefnum sem auka líkur á að markmið náist. Það er gott að nýta starfsmannasamtölin til að fara yfir með starfsmönnum hvað vantar upp á svo þeir og fyrirtækið nái settum markmiðum. © Gera þarf árangurinn sýnilegan og kynna reglulega fyrir starfsmönnum, s.s. á innri vef og/eða ræða árangur á starfsmannafundum svo þeir séu upplýstir um hvernig miðar í átt að settu marki. © Hvatning er einnig nauðsynleg og mikilvægt að fagna góðum árangri.
Ragnhildur Ragnarsdóttir, forstöðumaður mannauðsmála og innri samskipta hjá TM
Hjá Íslenska gámafélaginu er bein tenging á milli sköpunar og grænnar gleði. Íslenska gámafélagið tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun sem fengu að fara útsýnisferð um svæðið að loknum fundi. Gildi þeirra eru GRÆN sem stendur fyrir Gleði-Reynsla-Ævintýri-Nákvæmni. Glærur frá fundinum munu birtast í vef-Dropanum og meðfylgjandi eru myndir frá fundinum.
Í tilefni 25 ára afmælis Stjórnvísi fékk stjórn Stjórnvísi félagsmenn til liðs við sig við stefnumótunarvinnu og að móta framtíðarsýn. Sams konar fyrirkomulag var notað og á Þjóðfundinum og höfðu þátttakendur gagn og gaman af. Niðustöður stefnumótunarvinnunnar verða kynntar á fundi í lok janúarmánaðar. Meðfylgjandi eru myndir af frá stefnumótunarfundinum.
You are invited to view Grimms's photo album: Stefnumótun Stjórnvísisfélaga
Stefnumótun Stjórnvísisfélaga
Samskip, Holtagörðum -
Jan 20, 2011
by Grimms
Stefnumótunarfundur félaga í Stjórnvísi 2011.
View Album
Play slideshow
Vodafone tók vel á móti Stjórnvísifélögum á fundi Mannauðsstjórnunarhóps í morgun. Fundarefnið Stjórnendahandbók - verkfærakista stjórnandans höfðaði vel til Stjórnvísifélaga því rúmlega 80 manns mættu á fundinn. Þrír mannauðsstjórar kynntu stjórnendahandbækur fyrirtækja sinna og eru þær í dag að færast yfir í að vera stjórnendavefir. Handbækurnar eru til að tryggjá að allir séu í takt þvert yfir fyrirtækin. Mikilvægt er að gera þarfagreiningu á því hvað stjórenndur vilja sjá í stjórnendahandbókinni. Efni af fundinum birtist í vef-Dropanum á heimasíðu Stjórnvísi
Margrét Reynisdóttir stjórnarformaður Stjórnvísi fjallaði um þjónustu í pistli sínum "Þjónustan ofar öllu". Þar kemur fram mikilvægi þess að allir starfsmenn sem fyrirtæki ráða til sín eigi að vera þjónustulundaðir. Stundum er sagt að fyrirtæki í framleiðslu þurfi ekki að hugsa um þjónustu því þau séu að framleiða og það sé nóg að sölumennirnir séu þjónustusinnaðir út á við. Það er misskilningur. Greinina má sjá í heild sinni í vef-Dropanum.
Stjórnvísi býður Strætó hjartanlega velkomið í hópinn. Strætó bs. hóf starfsemi hinn 1. júlí 2001 og tók við verkefnum SVR og AV. Þessi tvö fyrirtæki sinntu áður almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu; SVR í Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ, en AV í Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessastaðahreppi.
Saga almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu nær aftur til ársins 1931. Það ár var fyrirtækið Strætisvagnar Reykjavíkur hf. stofnað. Fyrsta ferðin var farin 31. október það ár. Fyrstu árin var reksturinn á höndum hlutafélagsins, en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn.
Hlutverk, stefna og framtíðarsýn
Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.Meginhlutverk byggðasamlagsins er að veita almenna þjónustu á sviði almenningssamgangna, innan þess fjárhagsramma sem samlaginu er sett og nýta það fjármagn sem best til að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina. Stefna byggðasamlagsins er að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina sinna, efla almenningssamgöngur og auka hagkvæmni þeirra.
Framtíðarsýn okkar byggist á því að viðskiptavinir okkar kjósi að komast leiðar sinnar með strætó vegna þess að það sé mun hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri kostur en að nota einkabíl.
Góða ferð með Strætó!
18.janúar Stjórnendahandbókin - verkfærakista stjórnandans
20.janúar Þér er boðið: Félagsmenn móta stefnu Stjórnvísi
25.janúar Lean - Kynning í Össur á Value Stream Mapping kortlagningu virðisstrauma