Fréttir og pistlar

Fundinum um Samhæft árangursmat hefur verið frestað til 5. nóvember

Fundinum sem vera átti í fyrramálið - 29. október kl. 8.30 hjá Capacent hefur nú verið frestað til 5. nóvember - sami tími, sami staður.

HVATNINGARRÁÐSTEFNA STJÓRNVÍSI 2009

Sl. föstudag var haldin Hvatningarráðstefna Stjórnvísi 2009. Framsögumenn voru kunnir stjórnendur úr atvinnulífinu og gestir vel á annað hundrað. Ráðstefnustjóri var Þóra Arnórsdóttir og sá hún einnig um að spyrja framsögumenn nánar út í erindi þeirra að loknum framsögum.
Framsögumenn voru:
Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Pomens
Efni Ragnhildar frá ráðstefnunni
Hermann Guðmundsson forstjóri N1
Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsis
Margrét Flóvenz  endurskoðandi og eigandi KPMG
Efni Margrétar frá ráðstefnunni
Jón G. Hauksson ritstjóri  Frjálsrar verslunar
Efni Jóns frá ráðstefnunni
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova
Efni Livar frá ráðstefnunni

Góður rómur var gerður að umræðuefni framsögumanna og segja má að þau hafi sýnt af sér einstaka hreinskilni og einlægni.  Þau töluðu um hvað fyrirtækin þeirra eru að takast á við og hvaða glíma er framundan.

Við reiknum með að efnið (glærurnar) þeirra komi á vefinn innan skamms.
Efni ráðstefnunnar verða síðan gerð ítarleg skil í næsta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kemur út í lok október.
 
 
 
 

Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands

20/20 Sóknaráætlun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir morgunfundi um samkeppnishæfni föstudaginn 25. september næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn: Sóknarfæri og samkeppnishæfni. Á fundinum mun Irene Mia, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og einn skýrsluhöfunda The Global Competitiveness Report 2009-2010 fjalla um samkeppnishæfni Íslands út frá samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins.
Dagskrá
Ávarp -Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra
20/20 Sóknaráætlun - Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra
Assessing Iceland's competitiveness in times of crisis: the findings of the Global Competitiveness Index 2009-2010 - Irene Mia hagfræðingur og framkvæmdastjóri WEF
Hvernig mætti efla samkeppnishæfnina? - Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Áskorun atvinnulífsins - Hörður Arnarson forstjóri Sjóvár
Morgunfundurinn fylgir úr hlaði vinnu starfshóps 20/20 Sóknaráætlunar á vegum ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að skoða samkeppnishæfni Íslands og koma með tillögur að úrbótum með það að markmiði að samkeppnishæfni landsins aukist markvisst fram til ársins 2020.
Morgunfundurinn verður haldinn 25. september kl. 9:00 - 11:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Þátttökugjald er 1100 kr. og skráning er á netfanginu nmi@nmi.is.
 
 
                                

Aðalfundur Stjórnvísi 2009

Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn fimmtudaginn 28. maí sl.
Breytingar urðu á stjórn félagsins þannig að úr stjórn gengu Einar Solheim og Ólafur Finnbogason og kann félagið þeim góðar þakkir fyrir vel unnin störf. Nýir stjórnarmann eru Jón G. Hauksson og Sigrún Kjartansdóttir sem bæði eru kunn af störfum sínum á árabil. Sigrún sem stjórnendi hjá Glitni og nú framkvæmdastjóri og annar eigandi Detox meðferðarstöðvarinnar. Jón þarf vart að kynna fyrir íslenskum stjórnendum en hann hefur starfað um árabil sem sem ritstjóri Frjálsrar verslunar. Við bjóðum við þau innilega velkomin til starfa og væntum mikils af þeim.
Nýkjörin stjórn Stjórnvísi er því eftirfarandi:
Margrét R Reynisdóttir formaður - Gerum betur
Auður Þórhallsdóttir - Samskipum
Baldvin Valgarðsson - Aðföngum
Bára Sigurðardóttir - Termu
Jón H. Hauksson - Frjálsri verslun
Sigrún Kjartansdóttir - Detox
Sigurjón Aðalsteinsson - Fiskistofu
 
Framkvæmdastjóri er eftir sem áður Martha Árnadóttir.
Ársskýrslu fyrir starfsárið 2008-2009 og reikninga félagsins fyrir árið 2008 er að finna hér ásamt úrdrætti úr ársskýrslunni sem gefur glöggar upplýsingar um starfið. Í ársskýrslunni sjálfri eru m.a. taldir upp allir faghópafundir félagsins á starfsárinu.
Smellið hér.  

Allir fundir faghópa starfsárið 2008-2009

Fundir faghópa starfsárið 2008-2009 (gestgjafi)
Faghópur um Samhæft árangursmat eða Balanced Scorecard

  1. Árangursstjórn og stefnumiðað árangursmat hjá Capacent. (Capacent).
  2. Innleiðing Stefnumiðaðs árangursmats hjá Teris. (Teris).
  3. Stefnumiðað árangursmat – aðgerðir og stöðugar framfarir hjá Umferðarstofu. (Umferðarstofa).
  4. Stefnumiðað árangursmat hjá Össuri. (Össur).
  5. Innleiðing stefnumiðaðs árangursmats hjá Álftamýrarskóla og Kársnesskóla. (Álftamýrarskóli).
    Faghópur um gæðastjórnun
  6. Afburðaárangur – einkenni afburðafyrirtækja og einkenni stjórnunaraðferða. (Opin kerfi).
  7. Gæðaúttektir - dæmisögur. (Íslandsbanki).
  8. The Toyota Way – heimsókn til Toyota. (Toyota).
  9. Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis. (Menntasvið Reykjavíkurborgar).
    Faghópur um mótun og framkvæmd stefnu
  10. Stefnuframkvæmd – hvað ber að varast? (Landsbanki Íslands).
  11. Markmið og stefna Umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. (LRH).
  12. Atvinnustefna fyrir Ísland – fyrri fundur. (Háskóli Íslands).
  13. Atvinnustefna fyrir Ísland – seinni fundur. (Háskóli Íslands).
  14. Hlutverk áætlanagerðar í framkvæmd stefnu. (Háskóli Íslands).
    Faghópur um stjórnun á Heilbrigðissviði
  15. Forysta: Bilið á milli fræða og framkvæmdar. (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga).
  16. Heilbrigðiskerfið á viðsjárverðum tímum. (Háskóli Íslands).
    ISO – faghópur um ISO staðla
  17. Faggilding – ferill vottunar samkvæmt stjórnunarstöðlum. (Einkaleyfastofa).
  18. ISO stjórnunarstaðlar – hvað er nýtt? (Staðlaráð).
  19. Reglur og staðlar um jólin – ófaglegur gleðifundur. (Nýherji).
  20. Birgjamat. (Landsvirkjun).
  21. Rýni stjórnenda hjá Vífilfelli. (Vífilfell).
    Faghópur um mannauðsstjórnun
  22. Mannauðsstjórnun í niðursveiflu. (Ístak).
  23. HRM – mælikvarðar og hitamælar stjórnandans. (Capacent).
  24. Símenntunaráætlun. (Umferðarstofa).
  25. Hvaða upplýsingar vilja stjórnendur fá frá mannauðsstjórum? (Norvík).
  26. Stjórnendaupplýsingar úr mannauðskerfum. (Skýrr).
  27. Leiðin að silfrinu: Hugarfar starfsmanna skiptir máli. (Íslandsbanki).
    Faghópur um stjórnun á matvælasviði
  28. Þróunarvettvangur á sviði matvæla. (Samtök iðnaðarins).
  29. Umbúðir matvæla – áhætta. (Rannsóknarþjónustan Sýni).
  30. Aukaefni í matvælum. (Samtök iðnaðarins).
    Faghópur um umhverfis- og öryggisstjórnun
  31. Umhverfis- og öryggisstjórnun hjá Actavis. (Actavis).
  32. Undirbúningsferli vottunar. Kuðungurinn og Svanurinn. (Sólarræsting).
  33. Vottun umhverfisstjórnunarkerfa frá sjónarhóli stjórnsýslunnar. (Umhverfisstofnun).
  34. Umhverfisstjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. (OR).
  35. Opinber vistvæn innkaupastefna í mótun. (Ríkiskaup).
    Faghópur um upplýsingaöryggi
  36. Upplýsingaöryggi – próf og gráður. (PWC).
  37. Reynslusaga af innleiðingu gæðakerfis og tengsl vottunar ITIL og ISO27001. (Deloitte).
  38. „Business Continuity“ eða stjórnun rekstrarsamfellu. (Nýi Landsbankinn).
  39. Nýjar ógnir Internetsins: Árásir sem mest eru notaðar í dag og varnir gegn þeim. (Sensa).
    Faghópur um þjónustustjórnun
  40. Þjónustuver – lykill að betri þjónustu? (Garðabær).
  41. Þjónusta, hvatning og þjálfun á erfiðum tímum. (ParX).
  42. Skiptir þjónustan máli hjá Össuri? (Össur).
  43. Þjónustustefna og gildi hjá Vínbúðunum. (ÁTVR).
  44. Með ánægju! – þjónustustjórnun hjá Tryggingamiðstöðinni. (TM).
    Faghópur um fjármál fyrirtækja
  45. Stjórnarhættir fyrirtækja með áherslu á innra eftirlit. (PWC).
  46. Gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni. (Össur).
  47. Staða á gjaldeyrismarkaði og áhrif hennar á fyrirtækin í landinu. (Askar Capital).
  48. Áhætta, (rangar) ákvarðanir og óvissa. (Háskólinn í Reykjavík).
  49. Afkomumódel Brimborgar. (Brimborg).
  50. Vanskilaupplýsingar um fyrirtæki, aðgangur og notkun. (CreditINFO).
    Faghópur um hugbúnaðarprófanir
  51. Árásir framtíðarinnar: Háþróaðar árásir og hvernig prófanir geta takmarkað áhættuna. (CCP).
  52. Hittingur á Oliver. (Oliver).
  53. Vefgreiningartól & The Ugly baby Syndrom. (Skýrr).
  54. Hugbúnaðarprófanir hjá Teris. (Teris).
    Faghópur um straumlínustjórnun (Lean Six Sigma)
  55. Lean Thinking hjá Marel. (Marel).
  56. Lean Thinking hjá Promens. (Promens).
    Faghópur um viðskiptagreind
  57. Áhættugreining hjá StatOilHydro í Noregi. (Síminn).
     

Nýtt kennslumyndband um þjónustu - morgunverðarráðstefna

S K R Á N I N G  H É R

Íslenska ánægjuvogin 2008 - niðurstöður

Fréttatilkynning- Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2008

Sparisjóðurinn í fyrsta sæti
Í dag voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er í tíunda sinn sem ánægja viðskiptavina fjölda íslenskra fyrirtækja er mæld. Að þessu sinni var ánægja viðskiptavina 17 fyrirtækja mæld en það eru heldur færri fyrirtæki en undanfarin ár. Niðurstöður byggja á svörum um 4300 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir rannsóknarstjóri hjá Capacent Gallup kynnti niðurstöðurnar og sagði m.a. að mikil fylgni væri milli ánægju og tryggðar viðskiptavina og að tengsl tryggðar og afkomu fyrirtækis væru mjög sterk. Því væri til mikils að vinna að hafa viðskiptavini ánægða. Gjaldþrot bankanna setti mark sitt á mælingar ársins 2008 en könnun meðal viðskiptavina bankanna hófst á sama tíma og bankarnir fóru í þrot. Mæling á ánægju viðskiptavina banka og sparisjóða var því endurtekin í lok nóvember og er stuðst við niðurstöður seinni mælingarinnar.

Íslenska ánægjuvogin lækkar um rúmlega 4 stig á milli áranna 2007 og 2008, fer úr 66,4 í 62,0 í heildina. Nokkur lækkun er á öllum atvinnugreinum sem mældar eru en mest á bankamarkaði um rúm 13 stig. Mikillar svartsýni gætir meðal svarenda þegar horft er til efnahagsástands þjóðar¬innar og eigin fjárhagsstöðu næstu 12 mánuði og eru Íslendingar töluvert svartsýnni en aðrir Norðurlandabúar.

Helstu niðurstöður
Í flokki banka og sparisjóða, var Sparisjóðurinn í fyrsta sæti með 78,5 stig. Sparisjóðurinn hefur alltaf verið í fyrsta sæti ef frá er talið árið 2006 þegar SPRON náði fyrsta sætinu. Mest hækkun á milli ára er á einkunn Byrs sem er í öðru sæti með 77,7 stig en SPRON er í þriðja sæti með 73,6. Mikill munur er nú á einkunnum sparisjóðanna, þ.e. Sparisjóðsins, SPRON og Byrs, annars vegar og viðskiptabankanna, Glitnis sem var með 57,9, Kaupþings sem var með 55,9 og Landsbankans sem rak lestina með 51,9 stig hins vegar. Meðalánægjuvogar¬einkunn spari¬sjóðanna er nú 77,0 stig samanborið við 55,1 stig hjá viðskiptabönkunum
Í flokki tryggingafélaga var Tryggingamiðstöðin í fyrsta sæti með 68,7 stig, nánast sömu einkunn og á síðasta ári. Tryggingamiðstöðin hefur alltaf verið í fyrsta sæti í þessum flokki ef frá er talið árið 2004 þegar VÍS var í fyrsta sæti. Í öðru sæti var Vörður með 65,4 stig og lækkaði lítillega á milli ára. Sjóvá, eina tryggingafélagið sem hækkar lítillega á milli ára var í þriðja sæti með 64,9 stig en í fjórða og síðasta sæti var VÍS sem lækkaði um tæp 6 stig á milli ára og var nú með 60,9 stig.
Í flokki rafveita var Hitaveita Suðurnesja í fyrsta sæti, sjöunda árið í röð með 69,8 stig, tæpum tveimur stigum meira en árið 2007. Fallorka var í öðru sæti með 65,1 stig og lækkar nokkuð frá fyrri mælingum. Orkuveita Reykjavíkur hækkar um 1,2 stig á milli ára og er í þriðja sæti með 64,6 stig. Lestina rekur Orkusalan með 53,1 stig og lækkar um 7,6 stig.
Í flokki smásöluverslana var ÁTVR í fyrsta sæti með 66,2 og hækkar um 2,3 stig á milli ára. BYKO var í öðru sæti með 59,4 stig, lækkar um tæp 6 stig á milli ára og í þriðja sæti var Húsasmiðjan með litlu lægri einkunn, 58,8 og lækkaði um rúm 4 stig á milli ára.
Einungis tvö fyrirtæki hækka um meira en tvö stig á milli ára, ÁTVR og Byr sparisjóður sem hækkar um 4,7 stig. Sex fyrirtæki lækka hins vegar um meira en fimm stig, en það eru BYKO og VÍS, Orkusalan og viðskiptabankarnir þrír. Kaupþing lækkar um 13 stig á milli ára, Glitnir um 14,9 og Landsbankinn um 20,7 stig.
Íslenska ánægjuvogin
Íslenska ánægjuvogin er félag, sem Samtök iðnaðarins, Stjórnvísi og Capacent Gallup standa að hvað varðar þátttöku í Evrópsku ánægjuvoginni. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum, sem hafa áhrif á hana, s.s. ímynd, mat á gæðum, og tryggð viðskiptavina. Mælingin er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa leitt í ljós að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur það gert sér vonir um.
Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401033/8601033, netfang gaj@capacent.is.
 
 

Vor hjá Stjórnvísi

Dagskrá næstu mánaða er að birtast á vefnum smátt og smátt þessa dagana. Ef þið hafið hugmyndir að umfjöllunarefni þá hafið samband við skrifstofuna eða beint við stjórn viðkomandi faghóps.
Við viljum sérstaklega minna mannauðsfólkið á að áframsenda upplýsingar um fundi og halda vitneskjunni um Stjórnvísi á lofti í fyrirtækjunum. Þannig nýtist aðildin fyrirtækjunum mest og best - og ekki hvað síst á komandi mánuðum.
Stöndum vörð um Stjórnvísi sem hagkvæman kost til starfsþróunar og símenntunar.
Forsíða - dagskrá.

Vefurinn: stjórnvísi.is

Vefurinn okkar www.stjornvisi.is, er félaginu afar mikilvægur. Aftur á móti er ekki verið að vinna með hann eins og þyrfti - er þá bæði átti við útlitið og innihaldið. Nú leitum við eftir hugmyndum og jafnvel einstaklingi sem er til í að ritstýra eða koma að ritstjórn vefsins í samstarfi við framkvæmdastjóra félagsins. Þeir sem hafa reynsu, áhuga og/eða hugmyndir vinsamlega hafið samband við undirritaða sem allra fyrst. Verkefnið getur hvoru tveggja verið afmarkað t.d. útlitið eingöngu eða frekari skrif og fréttaumsjón – allt kemur til greina.
Martha s. 896 7026
martha@stjornvisi.is
 
 

Athyglisvert: Stjórnendakönnun VR 2008

66% stjórnenda hafa mikinn sveigjanleika í starfi.  Sveigjanleikinn er mun meiri hjá einkafyrirtækjum en opinberum stofnunum, 71% stjórnenda einkafyrirtækja hafa mikinn sveigjanleika í starfi á móti 54% stjórnenda opinberra stofnana.
Meira....
Niðurstöður Stjórnendakönnunar VR 2008

Tæplega 100 manns á ráðstefnu Stjórnvísi

Tæplega hundrað manns sóttu ráðstefnu Stjórnvísi "Áskorun stjórnenda á nýju Íslandi - ógnanir og tækifæri" sem haldinn var á Hilton Reykjavík í gær. Sex athyglisverð erindi voru flutt og fjögugar umræður spunnust í kjölfrið. Þóranna Jónsdóttir hjá Auði Capital tvinnaði saman árangur og gildi og taldi að þetta tvennt þyrfti að fara saman svo til heilla væri fyrir alla. Gunnar Hersveinn sagði frá "gömlum" og "nýjum" gildum og sýndi hvernig tíðarandinn hefur áhrif á gildismat fólks, fyrirtækja og jafnvel heilla þjóða. Síðan komu mannauðsmálin á dagskrá og þar tók til máls Una Eyþórsdóttir en Una hefur 34 ára reynslu af mannauðsstjórnun. Ítrekaði Una mikilvægi mannauðsstjórans og þau margbreytilegu verkefni sem koma inn á hans borð og milvægi þess að verkefnin séu leyst með þekkingu og vandvirkni. Gylfa Dalmann er óþarfi að kynna fyrir félögum Stjórnvísi en Gylfi var nú frekar svartsýnn á framtíð mannauðsstjórnunar í því efnahagsástandi sem flest fyrirtæki og stofnanir búa við í dag. En brýndi jafnframt mikilvægi þess að mannauðsfólk hvar sem það er niðurkomið, standi fast á sínu. Þá steig hagfræðingurinn hún Guðrún Johnsen á svið og útlistaði hversu mikilvægt það er að nota aðferðir hagfræðinar til að hjálpa okkur að komast að bestu niðurstöðu fyrir heildina - þurfum svo sannarlega á því að halda í dag. Að lokum var það Eyþór Ívar hjá Klak nýsköpunarmiðstöð sem hvatti hópinn til dáða um leið og hann nefndi fimm atriði sem verða að vera til staðar þegar stjórna á nýsköpunarfyrirtækjum: Að grípa tækifærin, að skapa virði, að hafa skýra framtíðarsýn, að vaxa örugglega og ekki síst nefndi Eyþór ástríðuna sem verður að vera til staðar. Þessi fimm atriði eru frábær hvatning til allra sem standa í stjórnun þessi misserin.  Unnur Valborg Hilmarsdóttir stýrði ráðstefnunni af röggsemi og öryggi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?