Fréttir og pistlar
Snjólfur Ólafsson hóf fyrirlestur sinn á heimspekilegan hátt í morgun með því að útskýra að hugtak og orð væru ekki það sama. Hugtök þurfa að vera skýr til að vera gagnleg. Orðið stefna er notað um margt en hugtakið stefna er lýsing á þeim ávinningi sem stefnt er að (markmiðum) og hvernig ávinningnum er náð (leiðum).
Stefnumótun felur í sér að breyta þessari lýsingu sem stefnt er að og hvernig ávinningi skuli náð.
Framkvæmd stefnu. Stundum felst breyting á lýsingum í því að útfæra stefnu. En hvernig er stefnu lýst? Oftast með orðum eða myndum. Kaplan og Norton mæla með því að lýsa stefnu með stefnukorti. Það er ekki það sama að stefna sé skýr og að hún sé ekki sveigjanleg. Dæmi: Það gæti verið mjög skýrt að 20% af tíma allra á ákveðnum vinnustað nýtist í íþróttir. Víddir hjálpa okkur að gleyma engu í stefnumótunarvinnunni og eru nokkurs konar gátlistar. Dæmi um víddir eru fjármál-þjónusta-starfsmenn.
Hvernig fer stefnumótun fram? Aðallega á stefnumótunarfundum og með einstökum stefnumótandi ákvörðunum. Sumir framkvæmdastjórnarfundir eru stefnumótunarfundir. Oft eru margar stefnur í gangi innan sama fyrirtækis. Þá er ein yfirstefna og síðan margar undirstefnur, gæðastefna, starfsmannastefna o.fl. En um hvað snýst stefnumótun? Hún snýst um að svara þeirri spurningu: Hvernig viljum við vera í framtíðinni. Hvað ætlum við að gera og leggja áherslu á. Við eigum líka að spyrja okkur spurninga eins og „Hvernig viljum við skilgreina okkur á markaðnum? Eigum við að þróa tiltekna vöru? Eigum við að herja á nýjan markað?
Í stefnumótun er nauðsynlegt að greina stöðuna, það er þó ekki eiginleg stefnumótun. Stefnumótun er ótrúlega ólíkt unnin og fer eftir hvernig stofnunin/fyrirtækið er. Sumir vita allt um markaðinn, aðrir ekki neitt og þurfa því að byrja á að gera PESTEL. Stefnumótun er alltaf á ábyrgð þeirra sem eru yfirstjórnendur.
Það sem kemur svo út úr stefnumótunarvinnunni er: 1. Aðgerðalisti/verkefnalisti sem mikilvægt er að forgangsraða 2. Skýr meginatriði stefnunnar 3. Ákvarðanir.
myndir af fundinum sem var haldinn í Gimli HÍ þann 27.október af faghópum um BSC og Stefnu, mótun og framkvæmd : http://tinyurl.com/69ju8lz
Faghópur um gæðastjórnun hélt fund í morgun í húsakynnum HugarAx. Katrín Rögn gæðastjóri HugarAx sagði frá því að gæðakerfi þeirra byggir á gæðakerfum þriggja fyrirtækja: EJS, Hugar og Ax. HugurAx stefnir að vottun svk.ISO 9001 og taka mið af ISO/IEC 27001 um öryggi í upplýsingatækni. Þau eru með úttektir 2svar á ári og er markmið Katrínar Ragnar að hrífa fólkið með sér. Skjalakerfið heitir „Skjalavörður“ og er styrkleiki kerfisins hve leitin er einföld og allt er „Geymt en ekki gleymt“.
Björn E. Baldursson frá Rafskoðun ehf útskýrði að faggilding væri formleg viðurkenning þar til bærs stjórnvalds á því að aðili sé hæfur til að vinna tiltekin verkefni varðandi samræmismat. Skoðun er hins vegar mæling eða skoðun til samanburðar við tilgreindar kröfur sbr. Skoðun á bíl. Rafskoðun var stofnað 1993 og eru helstu viðskiptavinir orkufyrirtækin og Mannvirkjastofnun. Rafskoðun staðfestir og tryggir að starfsfólk búi yfir nægjanlegri reynslu og þekkingu til að framkvæma þá verkþætti sem þeim er ætlað, á réttun hátt, í réttu umhverfi og með réttum tækjabúnaði. Rafskoðun er með skoðanir og faggilda starfsemi á
Háspennuvirkjun
Neysluveitum
Öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafvirkja
Hans-Olav Andersen eigandi Tröð, arkitektastofu kynnti starfsemi fyrirtækisins en Tröð hefur unnið fjölda samkeppna og hannaði m.a. Barnaspítala Hringsins, grafreitinn í Fossvogi, ýmis atvinnuhúsnæði, þjónustumiðstöðvar o.fl. Tröð fékk votun á ISO 9001 á árunum 2006-2011. ISO vottunin hefur eflt reksturinn, samningagerð er markvissari, betri samskipti við verkkaupa og betri starfsmannastjórnun.
Smelltu hér til að sjá myndir
http://tinyurl.com/5wz66ko
Sigrún Jóhannesdóttir hitaði all skemmtilega upp hjá faghópafundi um Sköpunargleði sem haldinn var hjá Umferðastofu sl. fimmtudag. Munurinn á að hugsa lárétt og lóðrétt er sá að yfirleitt þegar við hugsum förum við beint í lóðrétta hugsun sem er reynslubankinn okkar. Þegar við hugsum lóðrétt brjótum við heilann og förum út fyrir kassann. Til þess að hita upp og þjálfa lóðrétta hugsun lagði Sigrún nokkrar þræl erfiðar gátur fyrir fundinn sem fengu okkur til að fara út fyrir rammann þ.e. vernjulega reynslubankann.
Það voru þeir Gísli S. Brynjólfsson og Gunnar Þór Arnarson framkvæmdastjórar Hvíta hússins sem fóru yfir ferlið hvernig auglýsing verður til. 1. Markmið þurfa að vera mjög skýr 2. Allar hugmyndir koma til greina 3. Val á endanlegri hugmynd.
Þegar verið er að vinna með auglýsingu er spurt spurninga eins og:
Hvað gerir okkar vöru öðruvísi og betri?
Hvaða galla hefur varan?
Hvaða tækifæri hefur varan?
Á varan sögu?
Hvaðan kemur hráefnið í vöruna?
Hvernig bregst varan við erfiðri stöðu?
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.217215248346433.54856.110576835676942&type=3
Árangursrík mannauðsstjórnun skapar samkeppnisforskot
Sífellt verður erfiðara fyrir skipulagsheildir að öðlast samkeppnisforskot. Það að búa yfir samkeppnisforskoti er eftirsóknarvert þar sem það gerir að verkum að skipulagsheild heldur viðskiptavinum sínum sem leiðir til hagnaðar. Það laðar að sama skapi að hæfileikaríkt starfsfólk sem drífur áfram þjónustu, gæði og framleiðni (Fitz-enz og Phillips, 1998). Ástæðan fyrir því að erfiðara er að öðlast samkeppnisforskot í dag en áður er sú að aðgengi að auðlindum og upplýsingum er nánast hið sama. Lykillinn að árangri felst því í að búa yfir sérfræðiþekkingu sem ógerlegt er að líkja eftir. Skipulagsheildir með samkeppnisforskot, búa yfir slíkri óáþreifanlegri þekkingu (Nonaka, 1991). Til að skara fram úr og öðlast varanlegt samkeppnisforskot þarf auk þess að vera til staðar stefnumiðaður ásetningur. Stefnumiðaðar ásetningur felst í því að starfsmenn eru drifnir áfram af eldmóði og sérstökum tilgangi í að ná háleitum markmiðum fyrir skipulagsheildina (Hamel og Prahalad, 1989). Í ljósi kenninga um að leynd þekking hvers fyrirtækis sé lykillinn að samkeppnisforskoti (Nonaka 1991) hefur aukin athygli beinst að mannauðnum. Þetta viðhorf endurspeglar fjárhagslegar væntingar (Fitz-enz og Davison, 2002). Ef fólk er raunverulega eina rótin af viðvaranlegu samkeppnisforskoti, Þá skiptir öllu máli hvernig þessari auðlind er stjórnað (Kearns, 2002).
Tekið úr MS ritgerð Ingu Guðrúnar Birgisdóttur,,Samþætting mannauðsstefnu og viðskiptastefnu: Árangursmælikvarðar sem stjórntæki“, jan. 2006
Faghópur um EFQM/CAF hélt einstaklega áhugaverðan fund í morgun þar sem kynntur var ávinningurinn af notkun EFQM.
Myndir af fundinum má sjá á eftirfarandi slóð: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=216978278370130&set=a.216978201703471.54757.110576835676942&type=1&theater
Sigrún Ósk aðstoðarforstjóri ÁTVR kynnti stefnu fyrirtækisins sem er að vera í hópi fremstu fyrirtækja landsins. ÁTVR byrjaði að vinna með EFQM árið 2002 og hlaut Íslensku gæðaverðlaunin árið 2004 sem byggjast á líkaninu. Þar er verið að meta framkvæmdaþætti og árangursþætti. ÁTVR hefur unnið mat reglulega síðan með 5-6 manna stýrihóp sem 27 starfsmenn tóku þátt í hvert skipti auk utanaðkomandi ráðgjafa. Metin er forysta, stefnumörkun, starfsmenn, ánægja viðskiptavina, ánægja starfsmanna, samfélagslegur árangur, lykilárangur, ferli vöru, þjónusta, samstarf og auðlindir. Balanced scorecard er notað til að styrkja niðurstöður.
ÁTVR skoðar alla 9 þættina út frá þremur víddum (CSR), félags-umhverfis-og efnahagslegum þáttum. Í kjölfar sjálfsmatsins er markvisst unnið með tillögur og niðurstöður. Stefnumótun er unnin til 3ja ára. Með líkaninu er horft markvisst á þróun starfsmanna út frá markaðri stefnu og skýrum markmiðum. Reglulegt mat á aðferðum og árangri tryggir að stöðugt er tekið til athugunar hvað má betur fara.
Sigurjón Þ. Árnason, Tryggingastofnun ríkisins sagði að CAF væri útbreiddasta matslíkan hjá stjórnsýslu Evrópu. Líkanið er notað alls staðar í heiminum, gæðastarf klárast aldrei og er langhlaup. Markmið CAF er að kynna stjórnsýslunni altækar gæðareglur. Framkvæma eigið sjálfsmat og endurbæta til að verða betri og betri. PDCA - plan-do-check-act. CAF stendur fyrir Common Assessment Framework. Líkanið skiptist í 5 einingar og hver eining skiptist í fleiri alls 28. Fyrir hverja einingu er gefið til kynna með spurningu hvað þurfi að vera til staðar.
Með því að nota sjálfsmat er verið að horfa í spegilinn á raunsæjan hátt og heiðarlegan og ekki hægt að fela sig gagnvart starfsmönnum. Samskiptin verða opin, þú veist hvar þú byrjar en ekki hvar þú endar og allir sjá framfarir. Óþægileg uppgötvun er líkleg en þú losnar við það sem hefur angrað þig. CAF hefur aðallega verið notað fyrir stjórnsýsluna og EFQM fyrir einkafyrirtækin. Í dag eru yfir 200 notendur af líkaninu.
Þessi tvö matslíkön hjálpa til við að fá raunhæft mat. www.caf.eu
Markþjálfun fyrir nýja stjórnendur grein í Viðskiptablaði Mbl. höf: Sigrún Þorleifsdóttir, stjórnend
Fólk fær í vöggugjöf ýmsa hæfileika en ólíklegt má telja að nokkur fæðist fullkominn stjórnandi. Jafnvel þeir sem afla sér stjórnunarmenntunar hafa enga tryggingu fyrir því að þeir nái árangri sem stjórnendur. Peter Drucker hélt því fram að þó fólk geti lært árangursríka stjórnun þá sé ekki hægt að kenna hana.
Fólk sem er að stíga sín fyrstu skref sem stjórnendur upplifir ýmsar áskoranir. Það ber ekki aðeins ábyrgð á sjálfu sér heldur þarf að útdeila verkefnum til annarra og bera ábyrgð á frammistöðu þeirra. Hugsa þarf lengra fram í tímann, móta stefnu, framtíðarsýn og setja markmið. Jafnvel þarf fólk að hætta sér inn á það jarðsprengjusvæði að stjórna fyrrum jafningjum. Ef fólk hefur ekki unnið sig upp innan fyrirtækisins er það samhliða þessu að kynnast nýju fólki og nýrri menningu á nýjum vinnustað.
Nýir stjórnendur sem fá tækifæri til að vinna með markþjálfa geta aukið mjög líkur sínar á að ná góðum árangri, jafnvel á stuttum tíma. Bæði aukast líkur á að þeim takist að forðast algeng byrjendamistök og líkur á að þeir læri af mistökum sínum. Markþjálfi getur veitt stjórnanda stuðning við að koma auga á og nýta styrkleika sína til að takast á við nýtt hlutverk og við að setja markmið, móta aðgerðir og koma þeim í framkvæmd.
Vitnisburður nýrra stjórnenda sem hafa unnið með markþjálfa staðfestir að þeim hefur tekist að efla sjálfstraust, gera fundi skilvirkari, eiga árangursríkari samskipti, veita skilvirkari endurgjöf og spara dýrmætan tíma sem telur hundruð klukkustundir á ári. Þeir meta það mikils að geta rætt við hlutlausan aðila sem þeir geta treyst. Sumir telja að án aðstoðar markþjálfa hefðu þeir gefist upp í nýju hlutverki og hætt störfum. Það getur verið tímafrekt og kostnaðarsamt að ráða og þjálfa nýja stjórnendur og því er mikið í húfi að vel takist til. Það gerir markþjálfun áhugaverðan valkost fyrir nýja stjórnendur.
Sigrún Þorleifsdóttir, stjórnendaþjálfari hjá Vendum ehf.
Jón Halldórsson framkvæmstjóri sölusviðs Olís bauð Stjórnvísifélaga velkomna í glæsileg húsarkynni eins elsta starfandi félags landsins Olís sem var stofnað 1927. Það kom mörgum á óvart að Olís er ekki eingöngu í orkusölu, þeir selja mikið til útgerðarinnar í landinu og reka verslunina Ellingsen og fyrirtækið Hátækni.
Jóhann Örn Ólafsson kynningarstjóri Bylgjunnar sagði okkur frá því að Bylgjulestin er búin að vera að ferðast um landi með það að markmiði að kynna hátíðir bæjarfélaganna. Bylgjan og Olís voru núna í sumar að fara fjórða árið í röð í sumarsamstarf. Sveppi sem er vinsælasta barnastjarna landsins var verður andlit Olís í þessum leik næstu tvö árin. Hemmi Gunn og Svansý eru á vaktinni á laugardögum á Bylgjunni og kynna gluggaleikinn sem felst í því að bæjarbúar setja Bylgjumiða í gluggann hjá sér þar sem Bylgjulestin er stödd og Svansý fer síðan og velur hús með miða. Bylgjan hefur merkt að hlustun hafi haldist stöðug og góð (mælingar frá Capacent) frá því sumarleikurinn með Olís hófst en hlustun átti það til að detta niður á sumrin.
Sigurður Pálsson (Diddi) forstöðumaður markaðssviðs Olís kynnti að í 18 ár hefur Olís verið með sumarleiki fyrir börn. Sumarleikurinn hófst með því að gefin var út bók fyrir krakka um hann Olla og í þeirri bók var einfaldur stimpilleikur. Stimpilleikurinn hefur breyst á þessum 18 árum og þróast. Vinningarnir eru núna hluti af vöruúrvali og hefur einfaldast mjög mikið. Leikurinn höfðar til fólks á öllum aldri því vikulega eru dregnar út úttektir á eldsneyti, vildarpunktar o.fl.
Áskorun Olís með tryggðarleiknum felst í að sannfæra viðskiptavininn um að koma inn á sínar stöðvar og það hefur tekist. Á þessu ári var skilað inn 20þús.fullstimpluðum kortum og afhentir 175.000þús. stimpilvinningar. Viðskiptavinir Olis eru þeir ánægðustu af Olíufélögunum þar sem boðið er upp á þjónustu skv. Íslensku ánægjuvoginni.
Myndir af fundinum: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.215976691803622.54548.110576835676942&type=3
Þegar fasteign er metin er best að vanda til verka. Hvert herbergi er skoðað í krók og kima. Skápar og hillur eru opnuð, umhverfið kannað og kallað eftir ýmsum gögnum. Jafnvel fenginn sérfræðingur til aðstoðar.
Þegar meta á gæðastarf hjá fyrirtæki eða stofnun þarf líka að vanda til verka og skoða allar rekstrareiningar.
Flest lönd nota matslíkön, sem lýsa allri starfsemi, til að fá sem heilstæðast mat. Er þessi aðferð talin til bestu starfshátta. Hluti slíks líkans byggir á spurningum fyrir hvern rekstrarþátt sem gefa til kynna hvað þarf að vera til staðar til að ná sem bestum árangri.
Mest notaða matslíkan hjá fyrirtækjum í Evrópu nefnist EFQM líkanið og kemur frá „European Foundation for Quality Management“. Sambærilegt líkan fyrir stjórnsýsluna nefnist CAF líkanið (Common Assessment Framework) frá EIPA (European Institite of Public Administration). EFQM matslíkanið hefur lengi verið notað af fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi. Hjá stjórnsýslu Evrópubandalagslanda er stuðst við CAF matslíkanið. Ennfremur er stuðst við það í stjórnsýslu margra annarra landa m.a. Noregs, Sviss,Tyrklands, Kína og Rússlands. Hafin er notkun á CAF matslíkani á Íslandi.
CAF líkanið byggir á EFQM líkaninu og eru þau nánast eins upp byggð en spurningarnar undir hverjum þætti eru ólíkar. Áherslan í spurningum EFQM matslíkansins höfðar til fyrirtækja en CAF til stjórnsýslunnar. Stjórnvísi veitti gæðaverðlaun þar sem EFQM matslíkanið var notað til að meta hvaða fyrirtæki eða stofnun stæði sig best á sama hátt og tíðkast í Evrópu. Verðlaunin virkuðu hvetjandi á fyrirtæki til að endurskoða og bæta starfshætti sína. Spennandi verður að fylgjast með hvaða áhrif CAF líkanið mun hafa á starfshætti íslenskrar stjórnsýslu.
Sigurjón Þór Árnason
Gæðastjóri Tryggingastofnunar
Kæru félagsmenn í Stjórnvísi.
Það er mjög ánægjulegt hve starfið í Stjórnvísi fer vel af stað í faghópum félagsins og þakka ég ykkur sérstaklega fyrir það.
Það er margt framundan hjá félaginu og faghópum.
Mig langar sérstaklega til að vekja athygli ykkar á 25 ára afmælisráðstefnu Stjórnvísi sem haldin verður milli kl. 16:00 og 19:00 hinn 27. október nk. í Natura, nýjum ráðstefnusal Icelandair-hótelsins við Reykjavíkurflugvöll; gamla Loftleiðahótelinu.
Þema ráðstefnunnar verður Ísland 2015 - forgangsverkefni stjórnandans.
Ráðstefnan er hugsuð sem framtíðarsýn á forgangsverkefni stjórnenda í íslensku atvinnulífi á næstu árum.
Ég hvet alla félagsmenn í Stjórnvísi til að mæta á ráðstefnuna sem verður hin glæsilegasta - en hún verður jafnframt 25 ára afmælishátíð félagsins.
Þetta verður sambland af fræðum og fögnuði.
Þekktir forstjórar úr atvinnulífinu halda fyrirlestra, fyrrrandi formenn Stjórnvísi verða heiðraðir, flutt verður hátíðarræða - auk þess sem boðið verður upp á skemmtiatriði og léttar veitingar þegar líða tekur á ráðstefnuna.
Sjáumst á þessari glæsilegu afmælisráðstefnu eftirmiðdaginn 27. október.
Með kveðju,
Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi.
Mannlíf í miklum blóma
Á Akranesi er mannlíf í miklum blóma. Íbúar á Akranesi hafa aldrei verið fleiri og bærinn stækkar ört. Akranes er friðsæll og fallegur bær þar sem fjölskyldur geta búið sér sitt framtíðarheimili. Á Akranesi er einstaklega fjölskylduvænt og öruggt umhverfi þar sem áhersla er lögð á mikla og vandaða þjónustu við íbúa. Öflugt atvinnulíf sem býður upp á örugg störf á margvíslegum vettvangi, ásamt húsnæði á góðu verði, hefur orðið til þess að sífellt fleiri kjósa að búa á Akranesi. Menntun skiptir miklu máli og á Akranesi eru menntastofnanir í hæsta gæðaflokki eins og sannaðist svo vel þegar Grundaskóli á Akranesi fékk fyrstur grunnskóla Íslensku menntaverðlaunin. Leikskólar og framhaldsskóli eru einnig reknir af sama metnaði og grunnskólarnir. Á Akranesi er mikið og öflugt íþróttastarf og aðstaða til íþróttaiðkunar með því besta sem þekkist á Íslandi.
Sensa er þjónustufyrirtæki með sérfræðiþekkingu í netlausnum (e. Networking). Áhersla er lögð á að uppfylla sífellt vaxandi þörf íslenskra fyrirtækja og stofnana fyrir samskiptahætti og leiðir, sem uppfylla kröfur um áreiðanleika, öryggi og afköst.
Árangur í samkeppni byggir ekki síst á áreiðanlegum, skjótum og sveigjanlegum aðgangi að upplýsingum og öruggum samskiptum. Þróunin sýnir að samstreymi (e. Convergence) upplýsinga á hvaða formi sem er (t.d. tal, mynd, „gögn) og lausnir sem að því snúa, eins og t.d. IP símalausnir, eru þegar orðin veigamikill þáttur í góðum árangri. Innra- og ytra netkerfi fyrirtækja skipa lykilhlutverk í að tryggja að svo megi vera.
Netkerfið og þær lausnir sem að því snúa, skila ekki hámarksárangri, sama hve miklu er varið í vél- og hugbúnað kerfisins, ef ekki er til staðar mikilvægur hlekkur; sérfræðingur í netlausnum, sem með þekkingu og reynslu tryggir að heildin vinni vel saman og hámarksárangur er tryggður.
Nýherji er eitt öflugasta upplýsingatæknifélag landsins en það hóf starfsemi sína þann 2. apríl 1992 með samruna IBM á Íslandi hf. og Skrifstofuvéla-Sund hf. Stofnendur voru IBM í Danmörku, Draupnissjóðurinn, Vogun hf., Óli Kr. Sigurðsson og nokkrir stjórnendur IBM á Íslandi.
IBM á Íslandi stofnað árið 1967
Þrátt fyrir ungan aldur á fyrirtækið sér djúpar rætur í íslensku viðskiptalífi. Forsaga Skrifstofuvéla-Sund hf. hófst t.a.m. árið 1899. Saga IBM á Íslandi hf. hófst með stofnun Skrifstofuvéla hf. árið 1946 en stofnandinn var Ottó A. Michelsen. Árið 1949 urðu Skrifstofuvélar hf. einkaumboðsaðili fyrir IBM hér á landi. IBM á Íslandi hf. var síðan stofnað sem sérstakt fyrirtæki í eigu IBM árið 1967. Skrifstofuvélar lögðu til helming af sínu starfsfólki og var Ottó A. Michelsen forstjóri fyrirtækisins allt til ársins 1982, þegar Gunnar M. Hansson tók við.
Lyfjastofnun er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir velferðarráðuneytið. Hjá Lyfjastofnun eru flestir starfsmenn háskólamenntaðir og/eða með sérþekkingu á lyfjamálum. Krafist er fyllsta hlutleysis í störfum starfsmanna.
Á Lyfjastofnun er m.a. unnið að:
mati á gæðum og öryggi lyfja
eftirliti að kröfum heilbrigðisyfirvalda
upplýsingagjöf fyrir heilbrigðisstéttir og almenning
neytendavernd
Lyfjastofnun vill laða að sér vel menntað og metnaðarfullt starfsfólk og bjóða því góða aðstöðu til að þroskast í starfi.
Upplýsingaleki er þegar trúnaðarupplýsingar komast í hendur óviðeigandi aðila. Slíkt getur gerst af ýmsum ástæðum, hvort heldur sem er viljandi eða óviljandi, af völdum innri eða ytri aðila og óháð því hvort upplýsingar séu á rafrænu formi eða ekki.
Trúnaðarupplýsingar geta verið af mörgu tagi, svo sem viðskiptaáætlanir eða persónuupplýsingar. Upplýsingaleki getur haft óæskilegar afleiðingar í för með sér, svo sem beint fjárhagslegt tjón, lögsóknir eða skaðað orðspor.
Hvernig er hægt að bregðast við þessum áhættum á skilvirkan og markvissan hátt? Þegar búið er að skilgreina hvaða upplýsingar séu trúnaðarmál þarf að huga að því hvar þær eru geymdar, hvernig þær eru fluttar á milli staða, hverjir og hvernig þær eru notaðar. Notkun upplýsinga er orðin fjölbreyttari með aukinni útbreiðslu fjarvinnu og stóraukinni notkun á spjaldtölvum og snjallsímum.
Byggt á áhættumati og eftir greiningu á geymslu, flutningi og notkun upplýsinga þarf að grípa til viðeigandi úrbóta til að bregðast við þeim áhættum sem taldar eru óásættanlegar. Slíkar úrbætur geta verið af ýmsu tagi og ekki allar tæknilegar.
Huga þarf að þætti þeirra einstaklinga sem koma að geymslu, notkun eða flutningi upplýsinga auk þess að þeir hafi þau úrræði sem nauðsynleg eru til að meðhöndla trúnaðarupplýsingar á öruggan hátt.
Að mörgu er að hyggja til að takmarka áhættu vegna upplýsingaleka. Velja þarf réttu úrræðin til að verja fjármunum á sem hagkvæmastan hátt. Nauðsynleg forsenda þess er greining á gagnaflæði trúnaðarupplýsinga og áhættumat til að forgangsraða aðgerðum. Varasamt getur verið að innleiða öryggisúrræði án slíks undirbúnings þar sem illa ígrunduð öryggisúrræði geta valdið því að notendur fari að leita nýrra og óöruggari leiða til að komast hjá þeim öryggisúrræðum sem eru til staðar.
Tryggvi R. Jónsson, CISA
Höfundur er liðsstjóri Áhættuþjónustu Deloitte á Íslandi
og sérfræðingur í upplýsingaöryggi.
Á aðalfundi faghóps um ISO sem haldinn var á Neyðarlínunni í morgun var rædd dagskrá vetrarins ásamt því að kosin var ný stjórn. Einnig var farið yfir markmið, hlutverk og stefnu ISO faghópsins sem er að vera með umfjöllun um þau málefni sem forsvarsmenn ISO vottaðra fyrirtækja eða þeirra sem eru með þroskuð gæðakerfi eru að fást við hverju sinni. Hugmyndir að dagskrá voru m.a.:
Hvernig lfiir gæðakerfi af breytingar í/á fyrirtækjum - umræðufundur
Samþætting stjórnkerfa hjá Alcoa
Kynning á útskriftarverkefnum nemenda í gæðastjórnun o.fl.
Stjórn ISO hvetur félaga til að koma með hugmyndir að áhugaverðum fundum og þakkar Svölu Rún Sigurðardóttur hjartanlega fyrir stjórnarsetu í hópnum og býður Guðmund S. Pétursson gæðastjóra Landsvirkjunar velkominn í stjórn hópsins á nýjan leik.
Við höfum sett myndir af fundinum hjá CCP inn á Facebook síðuna okkar. Slóðin er: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.153479861386639.38829.110576835676942&type=1
Á faghópi Hugbúnaðarprófana í morgun hjá Símanum kynnti Stefán Freyr Harðarson kafbátaverkefni sem hlaut 4.sæti í aðalúrslitum í San Diego sem er stórkostlegur árangur. Kafbátaverkefnið er þverfaglegt verkefni í Háskólanum í Reykjavík sem hófst á haustönn 2009 en þá fóru fjórir nemendur af stað í verkfræðideild HR með verkefnið. Að vori 2010 fæddist Keikó og keppti í þessari sömu keppni. Keikó hlaut "Þrjóskuverðlaunin 2010" því þrátt fyrir að leki kæmi upp í bátnum gafst liðið aldeilis ekki upp. Árið 2011 þegar kafbáturinn Freyja var sendur í keppnina kom einnig upp leki og eins og áður sagði hafnaði liðið í 4.sæti í aðalúrslitum. Liðinu dreymir um að komast úr árið 2012 og leitar að styrktaraðilum.
ELLA - gæði og virðing.
Fágun, virðing og ábyrgð eru einkunnarorð ELLU - sem er framleiðslufyrirtæki er vinnur eftir hugmyndafræði "Slow Fashion". Fyrirtækið var búið til af Elínrós Líndal, sem starfar einnig sem listrænn stjórnandi þess. En yfirhönnuður fyrirtækisins er Katrín María Káradóttir.
Við hugsum um viðskiptavin ELLU - þig - og hvernig við getum búið til fatnað sem ýtir undir kvenlega fegurð þína og sjálfstæði.
Fyrirtæki líkt og ELLA sem fjárfestir í gæðum, eru í þeim forréttindahóp að vinna með klassíska hönnun og þess vegna ekki í stöðugri keppni við síbreytileika tískunnar.
Að tilheyra ,,Slow Fashion" þýðir að huga að sínu nánasta umhverfi með virðingu í huga. Virðingu fyrir starfsfólkinu er sýnd með því að huga að góðu starfsumhverfi og mannsæmandi launum. Virðing fyrir umhverfinu er sýnd með því að búa til fatnað sem stenst tímans tönn og svo berum við mikla virðingu fyrir þér - viðskiptavini okkar.
Það er ELLA.
Ásgeir Jónsson stofnaði fyrirtækið Takmarkalaust Líf ehf. á vormánuðum árið 2011. Fyrir þann tíma hafði hann starfað hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni.
Það hafði verið draumur Ásgeirs í þó nokkurn tíma að stofna eigið fyrirtæki sem hefði meðal annars að markmiði sínu að auka lífsgæði fólks með því að kynna það fyrir jákvæðri sýn á lífið og tilveruna og sýna því framá hvað það eitt að breyta viðhorfi okkar getur breytt líðan okkar.
Í störfum sínum hefur Ásgeir öðlast mikla stjórnunarreynslu og nýtir hann hana í þeim námskeiðum sínum sem lúta að stjórnun fólks, tíma- og fundarstjórnun svo eitthvað sé nefnt.
is-Prject smíðar flóknar veflausnir því þær eru þeira ær og kýr. is-Project veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum bestu fáanlegu veflausnir sem henta hverjum og einum. Því hver og einn er einstakur!
Oft á tíðum eru veflausnir einstakra fyrirtækja það flóknar, að ekki er hægt að kaupa tilbúnar lausnir beint úr kassanum. Oft er um að ræða flókna gagnaöflun eða birtingu gagna, hafa þarf samskipti við önnur kerfi, eða lausnin á einn eða annan hátt ekki augljós.
Jafnvel þótt fyrirtækið sé ungt er reynsla starfsmanna þess mikil. Báðir forritararnir hafa unnið í mörg ár við hönnun á flóknum veflausnum og því vel í stakk búnir til að takast á við hvert það verkefni sem rekur á fjörur þeirra.
Ekkert verkefni er það flókið að á þeim finnist ekki lausn. Við hvetjum þig til að hafa samband við okkur í síma: 847-7653 eða í tölvupósti: hilmar@is-project.org, nú eða líta við á skrifstofu okkar að Ingólfsstræti 5, 3ju hæð. Hjá okkur er alltaf heitt á könnunni og við tökum vel á móti þér