Fréttir og pistlar

7 Lessons in Leading in Crisis - páskalesning stjórnandans

Seven Lessons for Leading in Crisis eru nauðsynlegar ráðleggingar fyrir leiðtoga í núverandi efnahagsóstöðugleika. Bókin er eftir Bill George, höfund metsölubókarinnar True North, sem var einmitt bók mánaðarins í nóvember, og er einn af þekktustu leiðtogum í dag. Hér fjallar hann um raunveruleg og reynd ráð til að stýra fyrirtækjum, stórum og smáum, í efnhagskreppu. Hér er á ferðinni skotheldur leiðarvísir fyrir stjórnendur í mjög krefjandi umhverfi sem hvetur leiðtoga til að nýta aðstæðurnar til fullnustu og sækja fram í stað þess að sitja í vörn. Þessi fyrrverandi stjórnandi Medtronic nýtir hér reynslu sína og reynslu annarra stjórnenda í kringum sig sem hafa leitt fyrirtæki í gegnum efnahagslægðir með hreinskilnum samskiptum og skýrri framtíðarsýn. Bill George bendir leiðtogum sérstaklega á hvað þeir þurfa að bera til að verða sterkir leiðtogar og lifa af hvaða krísu sem er. Hann sjö helstu ráðleggingar innihalda það að horfast í augu við staðreyndir og byrja á sjálfum sér, ekki vannýta góða krísu og að vera framsækinn því það sé besta leiðin til að vinna markaði í dag. Seven Lessons for Leading in Crisis er neyðarbúnaður fyrir hvaða leiðtoga sem er.
Almennt verð er kr. 4.790 en til Stjórnvísi félaga kr. 3.690.
Pantið hér

Nói Síríus - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Um 120 manns vinna nú hjá Nóa-Síríus og þar af liðlega 80 við framleiðslu. Fyrirtækið framleiðir fjöldan allan af sælgætistegundum af mörgum stærðum og gerðum. Á meðal framleiðsluvara fyrirtækisins er súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, pokavörur með brjóstsykri, karamellum, rúsínum og fleira sælgæti undir Nóa heitinu, töflur með ýmsum bragðtegundum undir heitinu Opal og Tópas, hálsbrjóstsykur undir heitinu Háls og svo auðvitað konfekt og páskaegg. Vöruúrvalið eykst stöðugt og umbúðir og markaðsaðgerðir taka örum breytingum í samræmi við kröfur markaðarins og tækninýjungar.
Nói-Síríus hefur mest allan feril sinn verið í eigu sömu fjölskyldu, en 90% hlutafjár er nú í eigu þriggja eignarhaldsfélaga sem tengjast fjölskylduböndum. Árið 2005 lét Ingileif Bryndís Hallgrímsdóttir af stöðu stjórnarformanns eftir rúmlega fimmtíu ára setu, en núverandi stjórnarformaður er Áslaug Gunnarsdóttir.
Nói-Síríus byggir á gömlum grunni og nýtur þess í dag að hafa haft tækifæri til að vaxa með þjóðinni um langt árabil. Óheft samkeppni í vel á þriðja áratug hefur einnig hert fyrirtækið og eflt, og í dag hefur það ríka ástæðu til að líta framtíðina björtum augum.
 

Fjárstoð - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Fjárstoð var stofnað árið 2001 sem sérhæft fyrirtæki í útvistun. Fyrstu árin einkenndust af kaupum og sameiningu Fjárstoðar við fjármálasvið fyrirtækja og útvistunarfyrirtæki á fjármálasviði.
Í desember 2005 keypti Fjárstoð viðskiptaþjónustu Deloitte og sameinaði rekstri sínum. Á sama tíma keypti Deloitte hluta í Fjárstoð og er einn af eigendum félagsins í dag. Aðrir eigendur eru Borghildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri félagsins, Halldór Arnarsson, fjármálastjóri og Guðmundur Arnaldsson. Félagið hefur vaxið og dafnað síðustu ár og eru starfsmenn nú yfir þrjátíu talsins.
Við bjóðum Fjárstoð velkomið í Stjórnvísi!

Magma á Íslandi - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Magma á Íslandi ehf. er nýstofnað dótturfélag kanadíska jarðhitafyrirtækisins Magma Energy Corporation, sem á 40,94 hlut í HS Orku. Forstjóri hins nýstofnaða félags er Ásgeir Margeirsson.
Með stofnun dótturfélags á Íslandi vill Magma undirstrika mikilvægi Íslands í uppbyggingu félagsins á alþjóðavísu og fylgja eftir fjárfestingum sínum hér á landi, til að styðja við starfsemi og uppbyggingu HS Orku. Magma á Íslandi er til húsa við Hafnargötuna í Reykjanesbæ. Stefnt er að því að starfsmenn félagsins sinni verkefnum Magma á Íslandi en muni auk þess koma að jarðhitaverkefnum Magma Energy um heim allan.

Magma Energy er kanadískt jarðhitafyrirtæki sem vinnur að þróun og uppbyggingu jarðvarmavirkjana víða um heim, m.a. á Íslandi, í Bandaríkjunum, Chile og Perú. Magma er almenningshlutafélag, skráð á hlutabréfamarkað í Toronto í Kanada. Sofnandi Magma og forstjóri er Ross J. Beaty jarðfræðingur. Hann er varaformaður stjórnar HS Orku.

 

Veisluturninn - nýtt Stjórnvísi fyrirtæki

Við bjóðum Veisluturninn velkominn í Stjórnvísi.
Um Veisluturninn
Veisluturninn er ný og glæsileg veisluaðstaða á tveimur efstu hæðunum í hæstu byggingu landsins við Smáratorg.
Útsýnið úr Turninum er óviðjafnanlegt og óhætt er að segja að vandfundnir eru glæsilegri salir fyrir veislur, ráðstefnur eða fundi.
Á nítjándu hæð er fyrsta flokks hádegisverðarstaður ásamt funda-, ráð-stefnu- og veislusölum.
 
Tuttugasta hæðin hýsir glæsilega veislusali með fimm metra lofthæð, bar og setustofu þar sem hægt er að njóta útsýnisins í veislum og móttökum af öllum gerðum hvort sem er kokteilveislur, fjölbragðaveislur, jólahlaðborð, brúðkaup, árshátíðir eða fermingar.
Salirnir á tuttugustu hæðinni eru tilvaldir til funda og ráðstefnuhalds.
Þrautreynt starfslið Veisluturnsins tryggir fyrsta flokks þjónustu fyrir allar gerðir af veislum og viðburðum. Það veitir faglega ráðgjöf um matseðla, vín, umgjörð og skipulagningu. Þar fara fremstir í flokki landsliðsmatreiðslumeistarinn Sigurður Gíslason, yfirmatreiðslumaður og Gunnar Rafn Heiðarsson yfirþjónn sem hvor um sig búa yfir þekkingu og reynslu hér á landi sem erlendis.
Í Veisluturninum er allur fullkomnasti tækjabúnaður sem völ er á fyrir ráðstefnur og fundahöld.
Veisluturninn setur ný viðmið í þjónustu, gæðum og umhverfi.
Veisluturninn opnaði 28.mars 2008. og hádegisverðarstaðurinn Nítjánda opnaði 3.apríl 2008.
 

Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar

Í dag, 23. febrúar 2010, voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 5 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Sparisjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. NOVA var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.
 

        Bankar og sparisjóðir

        Ánægjuvog

         

        Farsímafyrirtæki

        Ánægjuvog

        Sparisjóðurinn

        78,6

         

        Nova

        79,4 

        BYR sparisjóður

        69,9

         

        Vodafone

        66,0 

        Íslandsbanki

        54,5

         

        Tal

        65,6 

        Landsbankinn

        50,1

         

        Síminn

        63,0 

        Arion banki

        49,6

         

         

         

         

         

         

         

         

        Tryggingafélög

         

         

        Smásöluverslun

         

        Vörður

        68,4

         

        Fjarðarkaup

        91,3 

        TM

        68,0

         

        ÁTVR

        73,1 

        VÍS

        63,7

         

        Nettó

        69,2 

        Sjóvá

        59,2

         

        Krónan

        65,7 

         

         

         

        BYKO

        64,6 

        Raforkusölur

         

         

        Hagkaup

        62,8 

        HS orka

        69,8

         

        Bónus

        60,5 

        Fallorka

        68,8

         

        Húsasmiðjan

        57,7 

        Orkuveita Reykjavíkur

        67,0

         

         

         

        Orkusalan

        56,3

         

         

         

 Aðilar sem standa að Ánægjuvoginni eru Stjórnvísi, Capacent Gallup og Samtök iðnaðarins

NÝTT hjá Stjórnvísi - Stjórnunarverðlaunin 2010

Þann 4. mars nk. verða veitt Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi í fyrsta sinn. Félagar í Stjórnvísi eru hvattir til að taka þátt og tilnefna þann stjórnenda sem þeim þykir hafa skarað framúr. Verðlaunaðir verða þrír stjórnendur af þremur mismunandi sviðum stjórnunar. Stjórnvísi leitar því að stjórnanda ársins 2010 í flokki fjármála-, mannauðs- og þjónustustjórnunar. Viðkomandi stjórnandi þarf EKKI að bera starfsheitið fjármála-, mannauðs- eða þjónustustjóri.
Viðmið við tilnefningu
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í kjarnastarfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi – sjá aðildarlista hér.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Taktu þátt í að velja stjórnendur ársins 2010 - hér. - frestur rann út 17. febrúar 2010
Félagar eru hvattir til að taka þátt í vali verðlaunahafa og hafa þannig áhrif á niðurstöðuna. Festur til að tilnefna stjórnendur er til miðnættis þann17. febrúar nk.
Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað er óljóst, þá hafið samband við Mörthu á skrifstofu Stjórnvísi sími 533 5666 eða martha@stjornvisi.is.
 

Heimsókn til CCP

Sprotahópur Stjórnvísi heimsótti Hilmar Veigar forstjóra CCP á dögunum. Markmið heimsóknarinnar var að fá tækifæri til að spyrja Hilmar spjörunum úr um allt sem við kemur stjórnun fyrirtækis á vaxrarskeiði. Þátttakendur biðu ekki boðanna og spurningum ringdi yfir Himar sem svaraði af miklu öryggi. Margt í svörum Hilmars kom á óvart, eins og til dæmis það að "kaos" væri vænlegri kostur til að leysa erfið verkefni og vandamál - en reglur eða þekktar aðferðir...eitthvað fyrir okkur hin að hugsa um.

Managing Creative People er fyrsta bók mánaðarins á nýju ári

Managing Creative People er bók mánaðarins að þessu sinni en hún fjallar um nýjar áherslur í stjórnum samhliða breytingum á starfsfólki og fyrirtækjum sem eru sífellt að verða óhefðbundnari.
Nánar um efni Managing Creative People
Góðar og sniðugar hugmyndir kvikna í frjóum jarðvegi og því þarf að hlúa vel að vinnuumhverfi skapandi fólks. Þeir sem stýra skapandi fólki þurfa sjálfir að hugsa út fyrir rammann við að stýra teyminu í rétta átt og í Managing Creative People tekur Gordon Torr saman hvað eigi að leggja áherslu á. Skapandi fyrirtæki og skapandi fólk eru uppistaðan að helstu atvinnugreinum nútímans á borð við auglýsingaiðnaðinn, tónlistariðnaðinn, tölvuleikjaiðnaðinn, kvikmyndagerðariðnaðinn og fjölmiðla og því er mjög mikilvægt að tileinka sér nýjustu stjórnunaraðferðirnar í skapandi umhverfi.

Pantið hér.
 
 

Frá formanni í ársbyrjun 2010

Ágætu félagar í Stjórnvísi
Það er mér mikill heiður að vera treyst fyrir formennsku í Stjórnvísi sem er einn öflugasti félagsskapur stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Vil ég á þessum tímamótum þakka þeim fjölmörgu sem lagt hafa hönd á plóg í starfi félagsins á árinu sem er að líða og hlakka til kraftmikils samstarfs á komandi ári.
Af formanni
Á síðastliðnum 5 árum hef ég tekið virkan þátt í leiðtogastörfum innan Stjórnvísi. Þátttakan hófst með formennsku í faghópnum um þjónustustjórnun. Ég tók samhliða sæti í stjórn félagsins á vormánuðum 2007 og frá því í maí 2009 hef ég verið formaður félagsins.
Hvernig kynntist ég Stjórnvísi?
Árið 2004 hafði ég mikinn áhuga á að koma á fót félagsskap áhuga- og atvinnumanna um þjónustustjórnun, en á þeim tíma var faghópur Stjórnvísi á því sviði óvirkur og hafði verið svo um skeið. Ég ákvað að gefa kost á mér til að leiða uppbyggingu hópsins og í framhaldinu var mynduð stjórn og lífi blásið í starfið. Fljótlega varð hópurinn einn af öflugustu faghópunum innan félagsins. Innan hópsins hefur myndast víðtækt tengslanet sem nær einnig til annarra faghópa því hópurinn hefur verið ötull við að beita sér fyrir ráðstefnum og faghópafundum þvert á fagsvið innan félagsins
Framúrskarandi árangur á haustmánuðum
Stjórnvísi er kjörinn vettvangur til skoðanaskipta og miðlunar þekkingar og reynslu á sviði framsækinnar stjórnunar. Við státum af:
• Rúmlega 700 metnaðarfullum félagsmönnum
• Tæplega 30 faghópafundum á haustmánuðum og 2 ráðstefnum
• Um 1200 þátttakendum á faghópafundum og ráðstefnum haustsins
• Starfsmenntaverðlaunum árið 2009 fyrir framúrskarandi starf
Kappsfullir félagsmenn eru aðalatriðið
Glæsilegur árangur félagsstarfsins á haustmánuðum byggir á brennandi áhuga félagsmanna sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu. Við hvetjum félagsmenn til að hafa samband (s: 533-5666, stjornvisi@stjornvisi.is) ef þeir hafa áhuga á að stofna nýja faghópa, bjóða sig fram í stjórn faghópa eða miðla af þekkingu og reynslu til annarra félagsmanna.
Margrét Reynisdóttir
Formaður Stjórnvísi
 

Veðurstofan er nýr aðili að Stjórnvísi

Við bjóðum Veðurstofuna velkomna í Stjórnvísi.

1221 tóku þátt í starfi Stjórnvísi í haust

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikill kraftur í starfi Stjórnvísi og um þessar mundir.
Stjórnvísi eru grasrótarsamtök stjórnenda sem nýta vettvanginn til að miðla þekkingu og reynslu á fjölmörgum sviðum stjórnunar og leiðtogar faghópanna gegna þar lykilhlutverki. Í haust hafa 14 faghópar haldið samtals 29 fundi auk 2ja stærri ráðstefna. Þátttakendur í fundum og viðburðum haustsins voru 1.221. Sá viðburður sem var fjölmennastur var Hvatningarráðstefna Stjórnvísi sem haldin var 2. október en þar mættu um 160 manns. ISO ráðstefnuna sem ISO hópurinn stóð fyrir í lok nóvember sóttu um 120 manns. Nánari tölfræði haustsins hér.
Framundan er nýtt ár og nýjar áskoranir fyrir stjórnendur og rekstraraðila fyrirtækja og stofnana á Íslandi. Stjórnvísi tekur svo sannarlega þátt í uppbyggingu Íslands. Haustdagskráin var metnaðarfull og fjölbreytt og vorið verður ekki lakara. Ef þú ert ekki félagi í Stjórnvísi þá smelltu hér og skoðaðu málið.
Svo má nefna það að Stjórnvísi hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2009 og þökkum við þann heiður þeim fjölmörgu félagsmönnum sem halda uppi starfi félagins.

Myndin sem fylgir er frá Hvatningarráðstefnunni í október og þar má sjá nokkra ráðstefnugesti ásamt Þóru Arnórsdóttur sem stjórnaði ráðstefnunni af miklum skörungsskap.
 

MP banki, BSI á Íslandi, Sjáland og Sjónarrönd

MP banki, BSI á Íslandi, Sjáland og Sjónarrönd eru ný Stjórnvísi fyrirtæki og bjóðum við þau velkomin í félagið. Öll fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir geta gerst aðilar að Stjórnvísi. Það eina sem þau þurfa að gera er að sækja um aðild á www.stjornvisi.is - smella á "Umsókn fyrirtækis um aðild að Stjórnvísi" og klára umsóknina og senda. Næsta skref er að framkvæmdastjóri Stjórnvísi hefur samband við tengilið viðkomandi fyrirtækis með allar nánari upplýsingar, t.d. um skráningu  einstaka starfsmanna í faghópa og fl.

Jólagjöf stjórnandans

Bók mánaðarins í desember

Bók mánaðarins er Augnablik, ný íslensk þýðing á bókinni Blink eftir Malcolm Gladwell. Verð 3.590 kr. fyrir félaga í Stjórnvísi, venjulegt verð er 4.690 kr. Nánari umfjöllun um bókina hér neðar.
Augnablik
Íslensk þýðing af bókinni Blink eftir Malcolm Gladwell er Augnablik sem fjallar um það þegar við vitum eitthvað án þess að vita af hverju. Einn frumlegasti hugsuður okkar tíma, Malcolm Gladwell, kannar fyrirbæirið augnablik frá ýmsum hliðum og sýnir fram á hvernig skyndiákvörðun getur reynst mun betri en ákvörðun sem er vandlega ígrunduð. Höfundurinn sýnir, að með því að treysta eigin innsæi áttu aldrei eftir að hugsa eins um hugsun. Hér er á ferðinni fyrsta íslenska þýðingin á bók eftir Malcolm Gladwell sem hefur einnig skrifað metsölubækurnar The Tipping Point og Outliers en allar bækurnar hans hafa selst í milljónum eintaka. Augnablik er mjög skemmtileg bók við allra hæfi. 

Pantið hér.
 

Þrír fundir framundan: 8., 10. og 11. des.

  1. desember: Mannauðsstjórnun: Breytingar og nýjungar í kjarasamningum og löggjöf á vinnumark

  2. desember: Viðskiptagreind (BI): Innleiðing Targit hjá N1

  3. desember: ISO staðlar: Jólagleði ISO hópsins - á Kaffi Sólon

Innleiðing gæðakerfis hjá póstinum

Pósturinn hefur nýlokið innleiðingu gæðakerfis og bauð af því tilefni gæðastjórnunarhópi Stjórnvísi í heimsókn í morgun. Þær Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri og  Ása Dröfn Björnsdóttir forstöðumaður þjónustusviðsins tóku á á móti hópnum. Afar athyglisvert var að hluta á þær stöllur segja frá innleiðingarferlinu, hindrunum, samræmingum, mótun vinnuferla og síðast en ekki síst hvernig Pósturinn stóð að þjálfun starfsfólksins til að takast á við ný vinnubrögð í tengslum við gæðakerfið sem var vottað ISO 9001:2008.

Efni frá fundinum er væntanlegt hér.

Átt þú meistararitgerð (MA) sem liggur ofan í skúffu?

Á undanförnum árum hefur gríðarleg fjölgun orðið á útskrifuðum meistaranemum frá hinum ýmsu háskólum landsins. Fjölmörg athyglisverð meistaraverkefni liggja nú í skúffum nemenda og rykfalla. Stjórnvísi hefur nú ákveðið að skapa farveg til að nýta þá þekkingu sem þessi MA verkefni geyma. Sérstakur kafli í vef-Dropanum mun hér eftir verða helgaður útdráttum úr MA verkefnum. 
Við viljum hvetja alla þá fjölmörgu félaga í Stjórnvísi, sem eiga MA ritgerðir sem nú liggja og eru vannýtt auðlind, til að útbúa hnitmiðaðan útdrátt til birtingar í vef-Dropanum. Gott er að hafa í huga að rannsóknarspurningin sjálf komi skýrt fram og síðan stuttur texti sem svarar rannsóknarspurningunni á markvissan hátt (1-2 bls.). Þannig fáum við hnitmiðað og gagnlegt efni. 
Dæmi um hnitmiðaða uppsetningu á MA útdrætti.
 

Sprotar spjalla við forstjóra

Faghópur Stjórnvísi um stjórnun í sprotafyrirtækjum hefur hafið fundaröð sem kallast "spjallað við forstjóra". Fyrsti fundurinn var hjá Össuri nú í morgun og tók Jón Sigurðsson forstjóri á móti hópnum sem spurði forstjórann spjörunum úr. Erindi Jóns og svör hans við spurningum fundarmanna voru um margt afar athyglisverð m.a. hvernig Jón lýsti hinum hraða og mikla vexti fyrirtækisins á sl. 9 árum - en Össur hefur 22 faldast á þeim tíma. Slagorð Össurar er "Life Without Limitations" og á það vel við um fyrirtækið líka.
Í janúar heimsækir sprotahópurinn CCP og þar mun Hilmar Veigar Pétursson taka á móti hópnum og verður það ekki síður athyglisverð heimsókn. Nánari dagsetning verður auglýst á vefnum þegar nær dregur.

Stjórnvísi hlýtur Starfsmenntaverðlaunin 2009

Í dag afhenti forseti Íslands Starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs. Verðlaunin hjóta þau fyrirtæki og félagasamtök sem þótt hafa skarað framúr á sviði starfsmenntunar. Stjórnvísi er stolt af þessum heiðri sem félaginu hefur hlotnast og vill nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu félagsmönnum sem standa að og halda uppi starfi félagsins. Verðlaunin eru Stjórnvísi mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut og stuðla að öflugri sí- og endurmenntun meðal stjórnenda og fagstarfsmanna í íslensku atvinnu- og viðskiptalífi. 

Nánar um aðra verðlaunahafa og afhendinguna sjálfa.

Frjáls verslun fjallar um Hvatningarráðstefnu Stjórnvísi - efni frá ráðstefnunni hér

Í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar er fjallað ítarlega um Hvatningarráðstefnu Stjórnvísi sem haldin var 2. október. Blaðið gerir samantekt á framsögum allra framsögumanna og gefur efninu gott pláss í blaðinu. 
Glærur frá ráðstefnunni er að finna hér neðar í fréttinni.
Ragnhildur Geirsdóttir forstjóri Pomens
Efni Ragnhildar frá ráðstefnunni
Hermann Guðmundsson forstjóri N1
Jón Þórir Frantzson forstjóri Íslenska gámafélagsis
Margrét Flóvenz  endurskoðandi og eigandi KPMG
Efni Margrétar frá ráðstefnunni
Jón G. Hauksson ritstjóri  Frjálsrar verslunar
Efni Jóns frá ráðstefnunni
Liv Bergþórsdóttir framkvæmdastjóri Nova
Efni Livar frá ráðstefnunni
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?