Fréttir og pistlar
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um opinbera stjórnsýslu. Markmið faghópsins er að efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu, styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka, hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu og myndun tengslanets. Nánari lýsingu á hópnum má sjá á heimasíðu Stjórnvísi undir Faghópur um opinbera stjórnsýslu. Fyrsti fundur verður auglýstur innan skamms.
SVÞ boðar til opins morgunarverðafundar fimmtudaginn 16.september kl.08:30 í Gullteig B, Grand Hóteli Reykjavík. Frummælendur verða:
Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands
Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express og
Hallbjörn Karlsson fjárfestir
Allar nánari upplýsingar má sjá á www.svth@swth.is eða í síma 5113000
Áhugaverð námskeið eru í boði í haust hjá Endurmenntun sem við viljum vekja athygli ykkar á.
IS TQB Advanced Test Management - réttindapróf
Prófun hugbúnaðar (e.Software Testing Foundations)
ISTQB Certified International Test - réttindapróf
nánari upplýsingar eru á www.endurmenntun.is
Sigríður Indriðadóttir starfsmannastjóri Mosfellsbæjar kynntist starfsemi Virk á faghópafundi Mannauðshóps Stjórnvísi. Í kjölfar kynningarinnar á starfsemi Virk hóf hún samstarf við þau um ýmislegt og fékk þá leiðbeiningarnar varðandi fjarvistasamtöl sem nú heita samtöl um endurkomu til vinnu. Viðtalið má sjá í heild sinni á eftirfarandi slóð
http://virk.is/news/markviss-adstod-um-endurkomu-til-vinnu/
Það var Umhverfis-og öryggishópur sem reið á vaðið þennan veturinn og hélt sinn fyrsta fund í húsakynnum Vinnueftirlitsins í morgun. Tvöfalt fleiri mættu en bókuðu sig og höfðu fyrirlesararnir þeir Leifur Gústafsson rekstarfræðingur og Friðrik Daníelsson efnaverkfræðingur á orði að sjaldan hefðu fleiri setið fund í þeirra húsakynnum. Kynntu þeir félagar almennt áhættumat ásamt nýju efni sem brátt verður birt á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Á heimasíðu vinnueftirlitsins er dæmi um hvernig gera á áhættumat t.d fyrir skrifstofu.
Þann 1.september var haldinn fundur þar sem forráðamenn faghópa Stjórnvísi kynntu hvað framundan væri í starfinu í vetur. Yfir 50 manns mættu á fundinn sem var opinn öllum félagsmönnum Stjórnvísi. Það ríkti mikill hugur í fahópunum sem gefur fyrirheit um áhugaverðan vetur, fjölda funda og ráðstefna. Stjórnvísi vill benda á að skoða viðburðadagatal á heimasíðu áður en fundir eru auglýstir og að Stjórnvísi er einhver hagkvæmasta og hagnýtasta símenntun sem völ er á í dag.
Faghópur um Markþjálfun (e.coaching) mun funda fjórum sinnum í vetur. Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn hjá Expectus í október og annar fundurinn í Háskólanum í Reykjavík. Nánari dagskrá og dagsetningar þessara funda munu birtast bráðlega.
Það er Stjórnvísi ánægja að tilkynna að nýr faghópur hefur verið stofnaður um "Markþjálfun". Formaður hópsins er Steinunn Hall. Nánari upplýsingar munu birtast á næstu dögum um Markþjálfunarfaghópinn.
Við bjóðum nýja stjórnarmenn í faghópa velkomna. Þjónustustjórnun: Sólveig Hjaltadóttir, framkvæmdastjóri Réttindasviðs Tryggingastofnunar ríkisins og Margrét Tryggvadóttir, þjónustu-og sölustjóri Nova. Í Mannauðshóp: Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent , umsjónarmaður MS-náms í mannauðsstjórnun HÍ og Snorri Jónsson, mannauðsstjóri hjá Creditinfo
Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta stjórnunarfélag landsins hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra til félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, og hefur hún þegar tekið til starfa. Gunnhildur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur að mennt. Auk þess hefur hún numið stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnhildur hefur verið öflugur félagi í Stjórnvísi undanfarin ár og starfaði sl. ár sem formaður Mannauðshóps félagsins. Auk þess var hún tilnefnd mannauðsstjóri ársins af Stjórnvísi fyrr á þessu ári. Gunnhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Securitas.
Gunnhildur hefur lengi haft mikinn áhuga á félagsstörfum, er í stjórn Emblna og Advisory Board fyrir MBA-námið í HR. Mottó hennar í lífinu er að: "skilja alltaf við fólk jákvæðara en hún kom að því.
Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta stjórnunarfélag landsins hefur ráðið nýjan framkvæmdastjóra til félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, og hefur hún þegar tekið til starfa. Gunnhildur er MBA frá Háskólanum í Reykjavík og viðskiptafræðingur að mennt. Auk þess hefur hún numið stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Gunnhildur hefur verið öflugur félagi í Stjórnvísi undanfarin ár og starfaði sl. ár sem formaður Mannauðshóps félagsins. Auk þess var hún tilnefnd mannauðsstjóri ársins af Stjórnvísi fyrr á þessu ári. Gunnhildur hefur áratuga reynslu af stjórnunarstörfum og starfaði síðast sem framkvæmdastjóri starfsmannasviðs Securitas.
Gunnhildur hefur lengi haft mikinn áhuga á félagsstörfum, er í stjórn Emblna og Advisory Board fyrir MBA-námið í HR. Mottó hennar í lífinu er að: "skilja alltaf við fólk jákvæðara en hún kom að því.
Vegna fjölda fyrirspurna að undanförnu um útsendingar Dokkunnar til félagsmanna Stjórnvísi vill stjórn Stjórnvísi árétta að Dokkan er á engan hátt tengd Stjórnvísi.
Dokkan er nýtt fyrirtæki á vegum Mörthu Árnadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Martha hætti hjá Stjórnvísi í júní eftir nokkurra ára farsælt starf sem framkvæmdastjóri og stofnaði Dokkuna þegar í kjölfarið.
Félagsmenn hafa spurt að því hvort Dokkan sé í samkeppni við Stjórnvísi og því er til að svara að ekki verður annað séð en að svo sé. Starfsemin er afar keimlík og byggir augljóslega á hugmyndafræði Stjórnvísi.
Það skal tekið fram að netfangalisti Stjórnvísi hefur ekki verið sendur til Dokkunnar af Stjórnvísi, en félagsmenn hafa spurt að því eftir að hafa fengið póst frá Dokkunni að undanförnu. Skipulag funda Dokkunnar, stofnun faghópa, fyrirlesarar og umfjöllunarefni eru ekki á vegum Stjórnvísi.
Stjórnvísi er framsækið félag um stjórnun og er ekki rekið með hagnaðarvon í huga. Það er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 800 félagsmenn innanborðs. Félagið stefnir að því að starfa áfram sem öflugt fagfélag.
Samkeppni er af hinu góða. En þessar aðstæður verða að teljast harla óvenjulegar og þess vegna hvetur Stjórnvísi félagsmenn til að standa vörð um félagið sem óháð og frjáls félagasamtök um stjórnun og vera þess meðvitaðir að Dokkan er ekki Stjórnvísi.
Stjórn Stjórnvísi
Um Hraðbraut
Menntaskólinn Hraðbraut er framsækinn valkostur i íslensku skólakerfi. Skólinn er ætlaður duglegu námsfólki sem er tilbúið að vinna markvisst í skemmtilegu námsumhverfi. Skólinn tók til starfa haustið 2003 en byggir á kennsluformi sem hefur verið þrautreynt í rúm 10 ár. Öll námsfög eru kennd í 6 vikna kennslulotum. Skólinn býður nám til stúdentsprófs á tveimur árum á náttúrufræðibraut og málabraut. Hámarksnemendafjöldi eru 200 nemendur.
Um Landsnet
Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.
Raforkumarkaður
Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi. Starfsemin er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar sem jafnframt ákvarðar þann tekjuramma sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við.
Stjórn Landsnets skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku. Fyrirtækið má einungis stunda starfsemi sem er nauðsynleg til að það geti rækt þær skyldur sem því eru lagðar á herðar lögum samkvæmt.
Landsneti er heimilt að reka raforkumarkað og er stefnt að því að hefja starfrækslu slíks markaðar.
Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Um ALP bílaleigu
ALP bílaleiga er umboðsaðili AVIS og Budget og ein af stærstu bílaleigum landsins með yfir 1100 bíla í rekstri á hánnatíma. Hjá Alp starfa tæplega 60 manns en allt að 90 manns þegar mest er og rekur fyrirtækið 8 leigustöðvar. Stærstu viðskiptavinahópar Alp eru erlendir ferðamenn en fyrirtækið þjónustar einnig Íslendinga og íslensk fyrirtæki bæði erlendis og á Íslandi. AVIS og Budget International starfa í 160 löndum.
Fyrirtækið rekur tvær heimasíður: www.avis.is og www.budget.is
Um Alcoa
Á heimsvísu er Alcoa leiðandi framleiðandi og stjórnandi á sviði hrááls, unnins áls og súráls gegnum virka og vaxandi stöðu sína á öllum helstu sviðum atvinnugreinarinnar.
Alcoa þjónustar markaði á sviði geimferða, bifreiða, umbúða, bygginga- og mannvirkjagerðar, flutningaviðskipta og iðnaðar og færir viðskiptavinum sínum hönnun, verkfræði, framleiðslu og annað það sem fyrirtækið er fært um.
Hjá fyrirtækinu starfa 59.000 starfsmenn í 31 löndum og hefur það verið útnefnt eitt af þremur sjálfbærustu fyrirtækjum heims á ráðstefnu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar í Davos í Sviss. Einnig hefur fyrirtækið verið meðlimur í sjálfbærnivísitölu Dow Jones í 7 ár í röð.
Hjá fyrirtækinu starfa 59.000 starfsmenn í 31 löndum og það hefur verið tilnefnt eitt af helstu sjálfbæru fyrirtækjunum í heiminum af Alþjóðlegu efnahagsstofnuninni (WEF) í Davos, Sviss.
Árið 2008 var 10 sinnum öruggara að vinna fyrir Alcoa en það var árið 1991.
Alcoa framleiðir mjög sjálfbæra vöru: yfir 70% af því áli sem framleitt hefur verið er enn í notkun, sem jafngildir 586 milljónum tonna af þeim 806 milljónum tonna sem framleidd hafa verið í heildina síðan 1886.
Um Landsnet hf.
Landsnet hf. var stofnað á grundvelli raforkulaga sem samþykkt voru á Alþingi á vormánuðum 2003. Hlutverk fyrirtækisins er að annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfisins.
Raforkumarkaður
Landsnet starfar samkvæmt sérleyfi. Starfsemin er háð opinberu eftirliti Orkustofnunar sem jafnframt ákvarðar þann tekjuramma sem gjaldskrá fyrirtækisins miðast við.
Stjórn Landsnets skal vera sjálfstæð gagnvart öðrum fyrirtækjum sem stunda vinnslu, dreifingu eða sölu raforku. Fyrirtækið má einungis stunda starfsemi sem er nauðsynleg til að það geti rækt þær skyldur sem því eru lagðar á herðar lögum samkvæmt.
Landsneti er heimilt að reka raforkumarkað og er stefnt að því að hefja starfrækslu slíks markaðar á árinu 2010.
Með raforkulögunum var Landsneti jafnframt falið að gefa út vottorð sem staðfesta að raforka sé framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.
ALMENNT UM OKKAR LÍF
Á aðalfundi Kaupþings líftrygginga hf. sem haldinn var 20.mars sl., var samþykkt að breyta nafni félagsins í OKKAR líftryggingar hf. Félagið er eftir sem áður í eigu Arion banka hf. og stendur sem fyrr traustum fjárhagslegum fótum. Félagið er óháð öðrum vátryggingarfélögum. Samstarfsaðilar í sölu og dreifingu eru KB ráðgjöf.
Framtíðarsýn félagsins er að vera fremsta líftryggingarfélag á Íslandi. Því markmiði hyggst félagið ná með því að leggja áherslu á:
Fjárfestingu í þekkingu og tækni
Nýsköpun og frumkvæði
Framsækni og áræðni
Verðmætasköpun á nýjum viðskiptasviðum
Meginhlutverk fyrirtækisins er að veita nútíma vátryggingaþjónustu með arðsemi og hag eiganda að leiðarljósi og veita viðskiptamönnum sínum fjárhagslegt öryggi vegna sjúkdóms, örorku og andláts.
OKKAR líf hefur frá upphafi verið brautryðjandi í þróun persónutrygginga hér á landi. Sjúkdómatryggingar, reykingaafsláttur, barnatryggingar, örorkutryggingar og margs konar hóptryggingar eru meðal þess sem félagið hefur haft forystu um að kynna Íslendingum.
Starfsemi OKKAR lífs byggir á þjónustu við viðskiptavini og söluvaran er margs konar persónutryggingar sem rúmast innan laga um líftryggingastarfssemi. Nýverið hóf OKKAR líf að sinna þjónustu við fyrirtæki á markvissan hátt þar sem áhersla er lögð á ódýrar og öflugar hóptryggingar í líf- og sjúkdómatryggingum.
How the Mighty Fall, eftir Jim Collins, höfund Good to Great og Built to Last, er því svarað hvernig stöndug fyrirtæki geta fallið, sem og hvernig hægt er að snúa vörn í sókn. Í bókinni kynnir Jim Collins niðurstöðu margra ára rannsóknar á niðursveiflum í rekstri og skilgreinir fimm mismunandi skref hjá fyrirtækjum á niðurleið, en örlög liggja algjörlega í höndum stjórnenda þeirra.
Bókin kostar 4.990 en verð til Stjórnvísi félaga er kr. 3.890.
Pantið hér
Starfsafl - starfsmennt Samtaka Atvinnulífsins og Flóabandalagsins varð til í tengslum við kjarasamninga vorið 2000. Þá var samið um stofnun sérstaks sjóðs sem ætlað er að byggja upp menntun ófaglærðra. Símenntun starfsmanna er lykill fyrirtækja að betra starfsumhverfi, aukinni framleiðni og styrkir samkeppnisstöðu þeirra. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins geta sótt um styrk til að vinna sérstök starfsmenntaverkefni sem hafa fræðslu að markmiði.
Markmið Starfsafls:
Hafa frumkvæði að þróunarverkefnum í starfsmenntun.
Leggja áherslu á kynningar-og hvatningarstarf er tengist starfsmenntun. Þannig verði stuðlað að aukinni starfsmenntun í íslensku atvinnulífi fyrir ófaglærða starfsmenn.
Kanna þörf atvinnulífsins fyrir starfsmenntun ófaglærðs verkafólks.
Leita eftir viðræðum við stjórnvöld um fyrirkomulag fullorðinsfræðslu
Starfsafl styrkir:
Nýjungar í námsefnisgerð
Endurskoðun námsefnis
Rekstur námskeiða
Einstaklinga og fyrirtæki vegna starfsmenntunar samkvæmt nánari reglum stjórnar