Kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.

Þann 3. september kl.15:30-17:15 2014 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á niðurstöðu stefnumótunarvinnunnar sem unnin var á aðalfundi í vor og uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl. 15:30-15:35 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl. 15:35-15:45 Fjóla María Ágústsdóttir kynnir niðurstöður stefnumótunarvinnu sem unnin var á aðlfundi í maí 2014
kl.15:45-16:00 Kynning á uppfærðri heimasíðu Stjórnvísi

kl.16:00-17:15 kynna eftirtaldir faghópar Stjórnvísi dagskrá sína:

Stefnumótun og árangursmat
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Opinber stjórnsýsla
Nýsköpun og sköpunargleði
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Upplýsingaöryggi
Umhverfi-og öryggi
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilbrigðissvið
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining

Hæfnishús gæðastjórans

Í vor tóku félagar í faghópi um gæðastjórnun þátt í könnun Elínar Ragnhildar Jónsdóttur sem bar yfirskriftina „Hæfnisþættir gæðastjórans“. Könnunin var hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) hjá Háskólanum í Reykjavík sem fjallar um gæðastjórann sjálfan og hæfnina sem hann þarf til að bera.

Elín Ragnhildur mun kynna niðurstöðurnar, sem vafalaust hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem starfa að gæðamálum, á fundi faghópsins þann 4. september næstkomandi.

Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman).

Gæðastjórnunarkerfi Ölgerðarinnar

Ath! Sjá nánari staðsetningu neðst.

Fyrirlesari: Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri Ölgerðarinnar.

Umfjöllunarefni:
Gæðastjórnunarkerfi Ölgerðarinnar Egill Skallagrímsson fékk í vor vottun samkvæmt ISO 9001:2008. Vottunin nær yfir vöruþróun, framleiðslu, innflutning, sölu, dreifingu og þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins en Ölgerðin hefur frá upphafi lagt sérstaka áherslu á gæði og áreiðanleika sem og að allir ferlar og verklag sé í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til ISO vottaðra fyrirtækja. Gæðavottunin er því rökrétt framhald þessa starfs og miðar að því að gera sífellt betur auk þess að styðja við framtíðarstefnu fyrirtækisins um að vera fyrsta val viðskiptavina.

Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri mun fara yfir innleiðingarferlið, markmiðið, helstu áskoranir, hindranir og ávinninginn af ISO 9001 vottun fyrir Ölgerðina.

Nánari staðsetning:
Komið inn um Aðalinngang á Grjóthálsi 11. Komið er að húsinu að ofanverðu þ.e Fosshálsmeginn og keyrt inn í bílastæðahús á 2.hæð. Gestastæði eru út í enda en leyfilegt er að leggja í öll stæði í bílastæðahúsinu.

Grunnatriði Lean (straumlínustjórnun/umbótavinna)

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Boðið verður upp á kaffi, te og súkkulaði
Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík, 2. Hæð, Mars álma, stofu 215

Tímasetning: kl: 08:45 - 10:00

Dagsetning: Þriðjudaginn 16. september

Núverandi staða - AS-IS ferlar.

Fyrsti haustfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) verður haldinn fimmtudaginn 18.september frá kl.08:30 til 10:00 að Hótel Natura - Bíósalur, Nauthólsvegi 52 (við Reykjavíkurflugvöll)
Á þessum fundi verða tekin fyrir eftirfarandi efni:

Umfjöllun um ferla: Skilgreining, útlit og innhald
Dæmi um flæðirit og deildarferla
Uppbygging og viðhald ferlahandbókar
Innsýn í ferlahandbók Mílu

Fyrirlesarar:
Guðmundur Oddsson, Phd. Lektor í Iðnaðarverkfræði Háskóla Íslands og
Benedikt Rúnarsson, gæða- og öryggisstjóri Mílu

Allir hjartanlega velkomnir.
Stjórnin

Kostnaðarstjórnun hjá Strætó bs.

Hafa þarf stjórn á mörgum atriðum til þess að geta rekið fyrirtæki, eitt þeirra atriða er kostnaður. Hjá Strætó bs. er mjög mikilvægt að fylgjast vel með þróun kostnaðar. Kostnaðarstjórnun og -stýring er því úrslitaatriði þegar kemur að nýtingu þess fjármagns sem Strætó bs. er úthlutað. Spurningar eins og; Hvað kostar leið nr. 2? eða Hvað má ein leið kosta? eða Hvernig á að reikna einingarverð? pr. km.? eða pr. farþega? eða pr. vagn?

Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara á morgunfyrirlestri hjá Strætó bs. þann 24. sept. 2014, kl. 08:30-10:00. Þar mun Einar Kristjánsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Strætó bs. kynna hvernig kostnaðarstjórnun er orðin að daglegu viðfangsefni er tengist rekstri félagsins.

Hámarksfjöldi er 25. Fyrstir að skrá sig, fyrstir að fá pláss.

CAF líkanið - sjálfsmatshandbókin og þróun mála í Evrópu.

Staðsetning Velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsið Tryggvagötu

Fyrirlesari: Pétur Berg Matthíasson sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu

Umfjöllunarefni: Farið verður yfir uppbygginu CAF líkansins og hvernig það nýtist sem tæki til að greina hvar umbóta sé þörf og þannig leggja grunn að markvissum umbótum á vinnustöðum. Einnig verður fjallað um það helsta sem er að gerast í CAF málum í Evrópu.

CAF sjálfsmatslíkanið er aðferð sem nýst hefur ráðuneytum, stofnunum og öðrum opinberum aðilum við að ná bættum árangri í stjórnun og rekstri. CAF er verkfæri sem er auðvelt í notkun og getur aðstoðað opinbera aðila við að nýta aðferðir gæðastjórnunar í því skyni að bæta árangur. Með CAF er látinn í té rammi að sjálfsmati sem hugmyndafræðilega er líkur öðrum þekktum líkönum úr altækri gæðastjórnun (TQM), sérstaklega árangurslíkani EFQM, en CAF er sérstaklega sniðið að þörfum opinberra stofnana, þar sem tekið er tillit til hversu ólíkar þær geta verið. CAF aðferðafræðin er ætluð til að aðstoða við að hámarka skilvirkni í rekstri og bæta arðsemi, auka tryggð starfsmanna og byggja upp árangursdrifinn teymisanda.

Gæðakerfi í sinni einföldustu mynd

Fyrirlesari: Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri Geislavarna ríkisins.

Geislavarnir ríkisins hlaut ISO 9001 vottun á gæðakerfi sínu árið 2008. Frá þeim tíma hefur kerfið þróast á þann hátt að verða ódýrara og einfaldara í rekstri en áður.

Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Jafnlaunastaðall - brautryðjendastarf í jafnréttismálum

Staðall um jafnlaunakerfi var gefin út af Staðlaráði Íslands í lok árs 2012. Staðalinn sem er fyrsti sinnar tegundar í heiminum er samvinnuverkefni aðila vinnamarkaðarins. Um er að ræða brautryðjendastarf í jafnréttismálum sem á sér ekki fordæmi en fyrirmyndir voru sóttar í alþjóðlega staðla um t.d. gæða- og umhverfisstjórnun.
Eins og aðrir staðlar er hann valkvæður, þ.e. fyrirtækjum og stofnunum er í sjálfsvald sett hvort þau innleiða hann. Með notkun staðalsins er fyrirtækjum og stofnunum auðveldað að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja og geta þau fengið vottun þar um. Ávinningur af notkun jafnlaunastaðalsins getur m.a. haft í för með sér bætta ímynd, betri mannauðsstjórnun, faglegri launastefnu og góða stjórnarhætti. Staðallinn er kröfustaðall en haft var að leiðaljósi að gera hann einfaldan og skýran svo hann geti nýst stórum og smáum fyrirtækjum og stofnunum.

Undanfarið ár hefur verið í gangi tilraunaverkefni um innleiðingu staðalsins á vegum aðgerðahóps stjórnvalda um launajafnrétti á vinnumarkaði með þátttöku nokkurra fyrirtækja og stofnanna. Fjallað verður um staðalinn og tilraunaverkefnið á fundinum.

Fundurinn verður fimmtudaginn 25. sept. kl. 8. 30 í Mennta- og menningaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4 á 4. hæð.

Nýsköpunarhádegi: Gjaldeyrishöft - Erlend fjárfesting

Verið velkomin á fyrsta Nýsköpunarhádegi vetrarins, þriðjudaginn 30. september n.k. kl. 12:00-13:00.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Nýherja og verða haldin á völdum þriðjudögum í vetur.

Hvert hádegi hefur þema sem lagt er upp með að sé eins viðeigandi og virðisaukandi fyrir íslenska frumkvöðla og sprotafyrirtæki og kostur er. Í því skyni var send út könnun til frumkvöðla í tengslaneti Klak Innovit þar sem viðtakendur höfðu kost á því að leggja fram tillögur að efnistökum.

Umfjöllunarefnið að þessu sinni er Gjaldeyrishöft - Erlend fjárfesting. Í panel sitja eftirtaldir aðilar auk þess sem opnað verður fyrir spurningar úr sal;

Ágúst K. Guðmundsson, lögfræðingur hjá KPMG
Þorsteinn Gunnarsson, stjórnarformaður Cooori
Stefanía Sigurðardóttir, meðstofnandi Aevi
Bjarki A. Brynjarsson, framkvæmdarstjóri Marorku

Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu Nýherja opnar viðburðinn.

Við bjóðum gestum að bragða á hinum umtöluðu próteinstöngum frá Crowbar en fyrirtækið,
sem tók þátt í viðskiptahraðlinum Startup Reykjavik í sumar, hefur vakið mikla athygli síðustu mánuði þar sem uppistaða þessarar nýju lífrænu súperfæðu er fengin úr skordýrum.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Innovation House Reykjavik á Eiðistorgi.

Rafrænar undirskriftir - Fullbókað

Athugið að fullbókað er á fundinn.

Fyrirlesari: Haraldur A. Bjarnason framkvæmdarstjóri Auðkennis

Haraldur mun fjalla um rafræn skilríki og rafrænar undirritanir. Rafrænar undirritanir eru orðnar mikilvægur þáttur í rafrænum viðskiptum í nágrannalöndum okkar og felast í þeim mikil tækifæri til lækkunar viðskiptakostnaðar. Á Íslandi eru dæmi um notkun rafrænna undirritana en búast má við að notkun þeirra vaxi ört á næstu árum.

Staðsetning:
Staðlaráð Íslands
Þórunnartúni 2, 3. hæð, 105 Reykjavík

"Tækifæri í skilvirkari innkaupum" og "12 leiðir til að lækka birgðir"

Þetta fyrsta erindi vetrarins er í boði Innkaupahóps Stjórnvísi í samstarfi við Vörustjórnarfélag Íslands.
Kristján M. Ólafsson, Verkefnastjóri á ráðgjafasviði hjá KPMG og formaður Vörustjórnunarfélags Íslands og Thomas Möller, Framkvæmdastjóri Rýmis og stjórnarmaður Vörustjórnarfélagst Íslands, munu halda erindi um „Tækifæri til skilvirkari innkaupa“ og „12 leiðir til að lækka birgðir“.
Þeir félagar Kristján og Thomas eru meðal reynslumestu sérfræðinga á sviði innkaupa- og vörustjórnunar á Íslandi og má engin sem kemur að innkaupum á einn eða annan hátt, láta þetta framhjá sér fara.
Inngangur hjá Opna háskólanum, 2 Hæð, Stofa M209.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?