Fréttir og pistlar

Nýkjörin stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun

Nýlega barst fyrirspurn til Stjórnvísi frá áhugasömum félaga um að endurvekja stjórn faghóps um þjónutu-og markaðsstjórnun.  Í framhaldi var sendur út póstur til félaga þar sem óskað var eftir áhugasömum í stjórn faghópsins. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þar sem búið er að mynda 10 manna stjórn sem fundaði á VOX.  Þar kynntu félagara sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin kaus Maríu Ágústsdóttur ON sem formann og  Hildi Ottesen sem varaformann.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér. 

Stjórn faghópsins skipa:   Ásdís Gíslason Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Brynja Ragnarsdóttir Veitur, Heiðrún Grétarsdóttir Bananar, Hildur Ottesen Harpa, Hjördís María Ólafsdóttir Happdrætti Háskóla Íslands, Ingibjörg Magnúsdóttir Pílukast ehf, María Ágústsdóttir ON, Sædís Jónasdóttir Samgöngustofa, Unnur Líndal ON og Þórhallur Örn Guðlaugsson Háskóli Íslands.

Nýkjörin stjórn faghóps um verkefnastjórnun

Yfir þrjátíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um verkefnastjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins. Úr varð fjórtán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Þar sem helmingur stjórnar var staddur erlendis stefnir stjórnin á að hittast aftur í júní til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Gísla Rafn Guðmundsson sem formann og Aðalstein Ingólfsson sem varaformann.   Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  

Stjórn faghópsins skipa:  Aðalsteinn Ingólfsson MT Sport, Auður Íris Ólafsdóttir Hagar, Daníel Sigurbjörnsson Efla, Eygerður Margrétardóttir Ríkislögreglustjóri, Gísli Rafn Guðmundsson Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Halldóra Traustadóttir Reykjavíkurborg, Hannes Bjarnason Sjúkrahúsið á Akureyri, Íris Elma Guðmann Dómstólasýslan, Lísbet Hannesdóttir Háskólinn á Akureyri, Signý Jóna Hreinsdóttir Landspítali, Sigurður Blöndal Háskólinn á Bifröst, Steinunn Anna Eiríksdóttir Háskóli Íslands, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip og Unnur Helga Kristjánsdóttir Strategia. 

 

Aðalfundur Öryggishópur Stjórnvísi - ný stjórn kosin

Fundur haldinn:  4 júní 2025

Aðilar: Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE og Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf sem jafnframt ritaði fundargerð.
Gísli Níls Einarsson og Eyþór Víðisson boðuðu forföll.

Dagskrá:

  1. Yfirferð síðasta starfstímabils
  2. Kosning í stjórn og formanns
  3. Drög að viðburðum næsta starfstímabils
  4. Önnur mál

Yfirferð síðasta starfstímabils

Nokkur lægð var í starfsemi hópsins á tímabilinu september 2024 til maí 2025. Þrátt fyrir að drög hefðu verið lögð að viðburðum tímabilsins og margar góðar hugmyndir komu fram til að efla og fjalla um öryggismá á víðum grunni þá raungerðust þær ekki.

Eini viðburðurinn var haldinn í  júní í samstarfi við Öryggishóp Samorku og bar yfirsögnina Orka og Öryggi. Þar var fjallað um helstu áskoranir þeirra starfsvettvangur á við að etja og leiðir sem og aðferðir sem þeir hafa tekið upp. Virkilega áhugavert og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vinnu.

Hópurinn var sammála um að efling öryggisumræðu væri mikilvæg og þessi vettvangur gæti lagt mikið til. Áríðandi að allir í stjórn séu virkir og taki frumkvæði að því að koma með hugmyndir og setja upp viðburði.

Kosning í stjórn og formanns

Auglýst hafði verið eftir aðilum í stjórn þar sem tveir aðilar hafa hætt á tímabilinu.

Viðbót í stjórn: Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands og Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi hafa því bæst við í stjórn Öryggishóps Stjórnvísi.

Formaður: Fjóla Guðjónsdóttir bauð sig fram til formanns til aðalfundar 2026. Engin mótframboð voru og því framboð samþykkt.

Samsetning stjórnar 2025-2026 er því eftirfarandi:

Vilborg Magnúsdóttir Isavia Innanlands, Lilja Birgisdóttir Marel, Viðar Arason HS Orka, Snorri Páll Davíðsson Háskóli Íslands, Eggert Jóhann Árnason Bætt Öryggi, Erlingur E. Jónasson LSE, Fjóla Guðjónsdóttir Isavia Ohf. Gísli Níls Einarsson Öryggisstjórnun/Alda Öryggi og Eyþór Víðisson Reykjavíkurborg.

Formaður sendir fundarseríu á stjórn fyrir starfstímabil.

Drög að viðburðum næsta starfstímabils

Margar góðar hugmyndir komu fram og stjórnin einhuga um að bjóða upp á fræðandi og flotta dagskrá.

Drög að dagskrá vetrarins:

  1. Öryggi og LEAN á það samleið og eykur LEAN öryggi
    1. Ábyrgð Lilja, september 2025
    2. Hvað er Bætt Öryggi og hvernig vinnur fyrirtækið til að auka öryggi
      1. Ábyrgð Eggert, nóvember 2025
      2. Hvernig eru og fyrir hvað standa Gullnu Reglurnar
        1. Ábyrgð Viðar, október 2025 eða janúar 2026
        2. Vinna í opnu rými, hefur það áhrif á heilsu?
          1. Ábyrgð Vilborg haldið í samvinnu við Vinnís
          2. Tæknin og öryggi, hvernig vinnur Tesla að bættu öryggi með tækni
            1. Ábyrgð Lilja (Fjóla) tími ekki ákveðinn

Önnur mál
Vilborg sagði frá alþjóðlegri ráðstefnu um atferlismiðaða hegðun sem haldin verður þann 9 og 10 október 2025.

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis

Þann 21.maí var haldinn aðalfundur faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis. 

Farið var yfir þá viðburði sem haldnir voru á starfsárinu sem var að líða. Rætt var um markmið og tilgang hópsins, hver sé markhópur þeirra kynninga sem hópurinn stendur fyrir og hvort að tækifæri séu til að gera betur. Þessi mál verða rædd nánar á komandi starfsári en hópurinn var sammála um að mörg tækifæri eru fyrir hópa eins og þennan. 

Kosning stjórnar fór fram þar sem Jón Kristinn Ragnarsson var endurkjörinn sem formaður hópsins. Auk hans gáfu Benedikt Rúnarsson, Friðbjörn Steinar Ottósson, Sigurður Bjarnason og Tryggvi Níelsson aftur kost á sér. Hrefna Gunnarsdóttir bættist við hópinn eftir áramót og bauð einnig kost á sér. Auk þeirra voru ný framboð, Auður Íris Ólafsdóttir og Gná Guðjónsdóttir buðu kost á sér í hópinn og eru þær boðnar velkomnar. Fyrirkomulag hópsins er að fjöldi og fjölbreytileiki stjórnar er mikill kostur og þess vegna eru öll boðin velkomin að taka þátt í þessari vinnu. 

Faghópurinn fer nú í sumarfrí en mun hefja skipulagsvinnu að sumri loknu. 

„Framsýn forysta“ er þema ársins hjá Stjórnvísi 2025-2026

Nýkjörin stjórn Stjórnvísi hélt í dag vinnufund stjórnar þar sem m.a. var ákveðið þema fyrir starfárið 2025-2026.  Þemavinnan var unnin í miro.com og var niðurstaðan sú að þemað var valið "Framsýn forysta".  Útfærslan verður kynnt nánar á Kick off fundi í ágúst.    

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2025-2026 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað.
  2. Í framhaldi kynnti stjórnarfólk sig og sagði örstutt frá sér.  
  3. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Anna Kristín fór yfir    framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. 
  4. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint. Stjórn var hvött af framkvæmdastjóra félagsins til að fara inn á Sharepoint reglulega.
  5. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.    

 

Skýrsla til Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Almenn gervigreind á tímamótum – tækifæri og ógnir fram­tíðarinnar

Gervigreindin (AI) eru nú á hraðri siglingu í átt að einni róttækustu tækniframför mannkynssögunnar: almennri gervigreind (e. Artificial General Intelligence, AGI). Þessi tegund gervigreindar er ekki lengur fjarlæg framtíðarsýn heldur raunveruleiki sem sérfræðingar telja að geti orðið að veruleika innan áratugarins. Með stuðningi gríðarlegra fjárfestinga og kraftmikillar nýsköpunar stendur mannkynið frammi fyrir djúpstæðum umbreytingum – en einnig áður óþekktri áhættu.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

Á vefsíðu Sameinuðu þjóðanna: https://uncpga.world/agi-uncpga-report/

Á síðu Framtíðarseturs Íslands: https://framtidarsetur.is/2025/06/02/almenn-gervigreind-a-timamotum-taekifaeri-og-ognir-framtidarinnar/

Indó mælist hæst fyrirtækja í Sjálfbærniásnum -15 fyrirtæki hlutu viðurkenningu Sjálfbærniássins 2025

Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins fór fram miðvikudaginn 29.maí í Gestastofu Elliðaárstöðvar, þar sem 15 fyrirtæki hlutu viðurkenningu fyrir árangur í sjálfbærni. Þetta er í annað sinn sem niðurstöður Sjálfbærniássins eru kynntar, en mælikvarðinn byggir á mati almennings á frammistöðu íslenskra fyrirtækja í sjálfbærni.

Sjálfbærni nær í dag langt út fyrir umhverfismál. Hún snertir stjórnarhætti, mannauð, upplýsingagjöf, jafnrétti, samfélagsþjónustu, ábyrga fjármálastjórnun, tækni og nýsköpun – og ekki síst traust og gagnsæi. Þess vegna taka fjölbreytt fyrirtæki þátt í verkefninu; úr ólíkum atvinnugreinum en með sameiginlega sýn á samfélagslega ábyrgð. Sjálfbærni er ekki lengur sérsvið – heldur heildræn nálgun á starfsemi og tengsl við samfélagið.

Mælingin er svar við vaxandi kröfum viðskiptavina og annarra hagaðila um aukna ábyrgð fyrirtækja. Sjálfbærniásinn er samstarfsverkefni Prósents, Langbrókar og Stjórnvísi, með það að markmiði að efla meðvitund og hvetja til framfara í sjálfbærni.

Að þessu sinni mælist indó efst allra fyrirtækja samkvæmt niðurstöðum almenningskönnunar.

„Við erum þakklát fyrir þessa viðurkenningu – hún gefur okkur byr undir báða vængi. Frá fyrsta degi hefur markmið indó verið að hrista upp í fjármálaþjónustu og færa heimilum betri valkosti. Fyrir okkur snýst sjálfbærni ekki eingöngu um skýrslugjöf og mælikvarða – heldur raunveruleg áhrif á fólk. Þess vegna höfum við einbeitt okkur að því að byggja bankaþjónustu sem er einfaldari, réttlátari og hönnuð með hagsmuni viðskiptavina í forgrunni.“

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri indó og einn af stofnendum.

Á viðurkenningarhátíðinni kynnti Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents, einnig valdar niðurstöður úr íslensku kynslóðamælingunni 2025:

  • 53% einstaklinga telja að áhersla fyrirtækja á sjálfbærni hafi mjög eða frekar mikil áhrif á viðhorf þeirra.
  • Hlutdeildin er hæst í aldurshópnum 18–24 ára: 57%.
  • 40% þjóðarinnar eru líkleg til að sniðganga fyrirtæki sem ekki uppfylla kröfur þeirra um sjálfbærni.

 

„Það er áhugavert að sjá skýrt afstöðu þjóðarinnar til sjálfbærnimála en 40% þjóðarinnar eru líkleg til að sniðganga fyrirtæki ef þau uppfylla ekki kröfur þeirra um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni. Með þessari mælingu erum við að varpa ljósi á það hvernig almenningur upplifir áherslur fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Sjálfbærniásinn gefur þeim tækifæri til að sjá hvernig þau mælast í samanburði við önnur fyrirtæki og geta tekið upplýstar ákvarðanir um framhaldið. Jafnframt viljum við styrkja stöðu neytenda sem áhrifaaðila í þessari vegferð,“ segir Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents.“

Trausti Heiðar, framkvæmdastjóri Prósents.

Markmið Sjálfbærniássins:

  • Veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum.
  • Hvetja fyrirtæki til að leggja meiri áherslu á sjálfbærni og miðla aðgerðum sínum með skýrari hætti.
  • Auka vitund neytenda um mikilvægi sjálfbærni og hvernig þeir geta haft áhrif með eigin kauphegðun.

Lykilmælikvarðar

  1. Ég er ánæg(ð/ður/t) með framlag [fyrirtækis] til að hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Jörðin

  1. [Fyrirtækið] leitast við að lágmarka sóun og losun við framleiðslu og afhendingu á vöru/þjónustu.

Fólkið

  1. [Fyrirtækið] hugar að velferð viðskiptavina sinna við þróun og afhendingu á vörum sínum og þjónustu.

Stjórnarhættir

  1. Stjórnendur [fyrirtækis] eru meðvitaðir um að þeir verði að grípa til aðgerða til að auka sjálfbærni.

Velsæld

  1. [Fyrirtækið] grípur til aðgerða til að vera samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.

 

Niðurstöður

Fyrirtækin hlutu 0 til 100 stig þar sem 0-49 stig er talin slæm frammistaða, 50-59 stig meðalgóð frammistaða, 60-69 stig er góð frammistaða og 70 stig og yfir er framúrskarandi frammistaða.

Mynd 1. Viðmið Sjálfbærniássins

Sá markaður sem fékk heilt yfir flest stig var flugfélög og sá markaður sem fékk heilt yfir fæst stig var sjávarútvegsfyrirtæki.

Mynd 2. Heildarmeðaltal markaða.

Stigalægsta fyrirtækið hlaut 35 stig af 100 mögulegum og stigahæsta fyrirtækið hlaut 85 stig. Það fyrirtæki sem hlaut flest stig allra mældra fyrirtækja er indó með 85 stig. Össur mældist með næsthæstu einkunn, 83 stig og Íslensk erfðagreining sem var sigurvegari Sjálfbærniássins 2024 með þriðju hæstu einkunnina, 79 stig.

Mynd 3. Meðaltal fyrirtækja.

Mynd 4. Meðaltal fyrirtækja eftir mörkuðum.

Framkvæmd og þátttakendur
Rannsóknin er framkvæmd af rannsóknarfyrirtækinu Prósenti. Framkvæmdatími var frá janúar til apríl 2025 og var um að ræða netkannanir sem voru sendar á könnunarhóp Prósents.

Rannsóknarmódelið á bak við Sjálfbærniásinn
Rannsóknarmódelið samanstendur af sex spurningum sem kanna viðhorf neytenda til frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærnimálum. Spurningarnar snúa meðal annars að því hvort að fyrirtæki leggi sitt af mörkum til samfélagsins, hvort þau hugi að velferð viðskiptavina og hvort að þau leitist við að lágmarka sóun. Módelið mælir þá 4 þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað. Þessir 4 þættir eru; Jörðin, fólkið, stjórnarhættir og velsæld. Spurningar eru úr módeli sem þróað er og sannprófað af Qualtrics, byggt á 27.000 svörum frá 26 löndum og 16 mörkuðum.

 

Nánari upplýsingar 
Soffía Sigurgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Langbrókar , í síma 694 9099,  netfang: soffia@langbrok.is  
Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents í síma 546 1008 / 859 9130, netfang: trausti@prosent.is.

 

Aðalfundur faghópsins um fjölbreytileika og inngildingu

Faghópurinn um fjölbreytileika og inngildingu hélt aðalfund sinn nýlega, þar sem farið var yfir starfsemi síðasta árs, helstu verkefni og framtíðarsýn hópsins. Eitt af helstu tíðindum fundarins var að nýr meðlímur bættist í hópinn - Kara Ásta Magnúsdóttir sem starfar hjá Samgöngustofu sem sérfræðingur, auk þess situr hún í stjórnum Jafnréttisnefndar vinnustaðarins og Kvenréttindafélagsins Íslands (KRFÍ).  Hópurinn fagnar komu Köru Ástu og hlakkar til að njóta framlags hennar í áframhaldandi starfi. 

Stjórn faghópsins var endurkjörin og staðfesti hópurinn áherslur komandi árs, meðal annars á vitundarvakningu, fræðslu og aukna þátttöku  fyrirtækja og stofnana í fjölbreytileika- og inngildingarstarfi. 

Skipan stjórnar er eftirfarandi:

Irina S. Ogurtsova - formaður

Aleksandra Kosimala - Hafnarfjarðarbær

Ágústa H. Gústaðsdóttir - Embætti ríkislögreglustjóra

Freyja Rúnarsdóttir - Hrafnista

Gísli Níels Einarson - Öryggisstjórnun ehf.

Joanna Marcinkowska - Háskóli Íslands

Kara Ásta Magnúsdóttir - Samgöngustofa

Miriam Pétra Ómarsdóttir Awad - Rannís

Monika Waleszczynska - Eykt

Sandra Björk Bjarkadóttir - Samkaup 

Þröstur V. Söring - Hrafnista

Faghópurinn hvetur áhugasama til að taka þátt í starfinu og fylgjast með viðburðum og fræðslu sem framundan eru.

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar starfsárið 2024-2025

Aðalfundur faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldinn 5. maí 2025 síðastliðinn.  

Starfsárið 2024-2025

Starfsárið 2024-2025 var gert upp, lærdómar dregnir og farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs. 

  • Haldnir voru 4 viðburðir á tímabilinu og var heildarfjöldi þátttakenda á þeim 342 sem var aukning frá síðasta tímabili um 49 þátttakendur frá fyrra tímabili. 

  • Meðal NPS (Net Promoter Score) einkunn viðburða var með ágætum eða 49,5. 

  • Það fjölgaði í faghópnum frá síðasta tímabili úr 763 í 818 sem er einkar ánægjulegt. 

 

Stjórnarkjör

Eftirfarandi hættu í stjórn og er þeim þakkað kærlega fyrir vel unnin störf: 

  • Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir - Reykjanesbær.  

  • Eygló Hulda Valdimarsdóttir - HS Veitur hf.   

  • Gná Guðjónsdóttir - Versa Vottun. 

Samþykktir voru þrír nýir stjórnarmenn. Þeir eru:  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun  

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting 

 

Sigurður Arnar Ólafsson gaf kost á sér áfram sem formaður og var tillagan samþykkt samhljóða. Þetta er þriðja ár Sigurðar sem formaður. 

Stjórn 2025 – 2026 lítur þá þannig út: 

  • Sigurður Arnar Ólafsson - formaður.  

  • Anna Beta Gísladóttir – Ráður ehf.  

  • Anna G. Benediktsdóttir Ahlbrecht - Náttúrufræðistofnun.  

  • Arngrímur Blöndahl - Staðlaráð Íslands.  

  • Einar Bjarnason - Límtré Vírnet ehf.   

  • Telma B. Kristinsdóttir -  Sýni.  

  • Þóra Kristín Sigurðardóttir - HSE Consulting. 


Önnur mál

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var ákveðin 23. maí næstkomandi en þar verður starf faghópsins næsta tímabil rætt nánar. 

Engin "önnur mál" rædd á fundinum. 

Framtíð framtíðar - Áhugaverður viðburður í London

Laugardaginn 14 júní verður áhugaverðir viðburðir sem sum ykkar gætuð átt kost á að sækja! Yfirskriftin er The Future of the Future. Aðalfyrirlesarar eru Jerome Clenn og Rohit Talwar. Sjá nánari lýsingu hér að neðan:

Here's the link to the event page. There are three separately bookable sessions. The full details are included below. https://www.tickettailor.com/events/fastfuture/1712831

Here are the details:

The Future of the Future - Three Deep Dives With Jerome Glenn and Rohit Talwar
Sat 14 Jun 2025 10:00 AM - 7:00 PM
International Centre for Sustainability, EC3R 8EE

The UK Node of The Millennium Project and Fast Future invite you to take part in this deep dive into the future, with three separately bookable sessions on different aspects of what could lie ahead. 

We are scheduling this event at short notice to take advantage of a flying visit to the UK from Jerome (Jerry) Glenn - the Founder and Executive Director of The Millennium Project (MP) - a highly respected global participatory think-tank. Jerry is widely recognised both as a pioneer of modern day futures thinking and as one of the most prominent thought leaders in the field today. The session will be jointly facilitated by Jerry and Rohit Talwar of Fast Future - Co-chair of the MP's UK Node, who was recently ranked as one of the Top 3 Global Futurists for 2025.

Each session is outlined below. The venue is kindly being hosted by the International Centre for Sustainability in their beautiful City of London venue. Places for each session are strictly limited, so early booking is recommended.

10.00-12.00 - State of the Future 20.0 (£10.00 + £1 Transaction fee)

This session will present and discuss key issues and opportunities for the future of humanity presented in the recently released State of the Future 20.0This is a 500-page magnum opus that provides a broad, detailed, and readable look at the issues and opportunities that could lie ahead, and what we should know today to avoid the worst and achieve the best for the future of civilization. Compiled by The Millennium Project, the study distils insights from countless third party research reports, input from hundreds of futurists and related experts around the world, and 70 of the MP's own futures research reports. The study covers topics ranging from new paradigm thinking on international relations; future issues and management of artificial general intelligence (AGI); future possibilities for the UN and global governance;  work, life, and robots in 2050; and much, much more.

14.00-16.00 - The Future of AI: Issues, Opportunities, and Geopolitical Synergies (£10.00 + £1 Transaction fee)

As Chair of the High-Level AGI Expert Panel of the UN Council of the President of the General Assembly, Jerry will share the latest MP thinking on artificial narrow intelligence (ANI) and AGI and its recommendations for the UN, the current status of global AI governance discussions and strategies, and pending issues. This deep dive discussion will then explore the extraordinary opportunities and catastrophic threats presented by AGI in particular, and how to address them nationally and internationally.

17.00-19.00 - The Future - Where Next? Discussion of the MP's 15 Global Challenges and related futures concepts and methods. (£10.00 + £1 Transaction fee)

The session will start with a brief overview of the MPs work on the current global situation, future prospects, and rapidly evolving challenges. Together we will discuss a broad range of futures concepts (such as current political threats and synergic geo-politics for US-China), and futures research methods (such as how scenarios are misused and how to know if the future is getting better or worse on a global basis).

Book your tickets here:

https://www.tickettailor.com/events/fastfuture/1712831

Dining Options

There are plenty of places nearby to purchase and consume food and drink between sessions. Water will be available in the venue. Our apologies in advance, but one of our conditions of usage is that absolutely no food or drink can be bought into the facility, and anyone doing so will be asked to leave immediately with no refund of their attendance fee and will also receive the sternest look that Rohit can muster at that time.

We will also be holding more informal and reasonably priced dinners with Jerry on Friday June 13th at 7.30pm in Golders Green and on Saturday June 14th at 7.30pm somewhere near the event venue. Please email rohit@fastfuture.com if you'd like to attend one or both of these.

Jerome (Jerry) C. Glenn co-founded and directs The Millennium Project, a leading global participatory think tank with over 70 Nodes around the world. He is assisting the UN Council of Presidents of the General Assembly on its role in governance of AGI. He is author/editor of a forthcoming publication on Global Governance of AGI (De Gruyter), lead author of both the State of the Future 20.0 and Future Work/Tech 2050: Scenarios and Actions, and co-editor with Ted Gordon of Futures Research Methodology 3.0. Jerry has directed over 80 futures research projects and is a member of the IEEE SA P2863 Organizational Governance of AI working group.

Jerry invented the Futures Wheel foresight technique and a range of other concepts including conscious-technology, TransInstitutions, tele-nations, management by understanding, the self-actualization economy, feminine brain drain, and definitions of environmental security and collective Intelligence. He sent his first email in 1973,  wrote about information warfare in the late 1980s, and in the mid-1980s he was instrumental in getting x.25 packet switching in developing countries - which was key to their later getting low-cost access to the Internet. Jerry was instrumental in naming the first Space Shuttle (the Enterprise) and banning the first space weapon (FOBS) in the strategic arms limitations talks (SALT II). He has published over 400 future-oriented articles, been cited 3,810 times (Google Scholar), spoken to over 1000 organizations globally, and written several books (Future Mind, Linking the Future, and co-author of Space Trek: The Endless Migration).

Rohit Talwar was recently ranked in the top three of the Global Gurus Top 30 futurist ratings for 2025. He is the CEO of Fast Future, delivering award-winning keynote speeches, executive education, foresight research, consultancy, and coaching. Rohit has delivered over 2000 speeches, workshops, and consulting assignments for clients in 80+ countries across six continents. He is the co-author and lead editor of nine books and over 50 reports on the emerging future, and appears regularly on TV, webinars, podcasts, and in print media around the world.

Rohit helps clients understand and respond to critical forces and developments shaping the future – ranging from geo-political and economic shifts through to sustainability, ’corporation zero’ thinking, and disruptive technologies such as AI. He has a particular focus on enabling clients to build ‘ready for anything’ leadership mindsets and capabilities so they can embrace disruption and thrive in a complex, fast changing world, and an uncertain future. Rohit is currently completing a major study on harnessing creativity, alternative learning formats, AI, and AGI to deliver exceptional event experiences in the future. His current core research focus is on how AI/AGI could enable the transformation of money and financial services and what this could mean for how we live, work, run businesses, govern nations, manage economies, and help ensure social cohesion.

 

Óvissa og gervigreind flækir tækniráðningar - grein Wall Street Journal

Efnahagsóvissa og vaxandi áhrif gervigreindar hafa gert ráðningarferli í tæknigeiranum erfiðari. Fyrirtæki hika við að ráða nýtt starfsfólk, lengja ráðningarferlið, nýta frekar verktaka eða bíða eftir fullkomnum umsækjendum. Starfsfólk heldur fast í vinnuna af ótta við uppsagnir og reynir að laga sig að nýjum kröfum.

"Janulaitis ... says there has been “shrinkage” in the size of the IT job market and that early-career coders have been hit especially hard because much of what they do can now be done by AI."

Svo segir í nýlegri grein Wall Street Journal:

The ‘Great Hesitation’ That’s Making It Harder to Get a Tech Job
Economic uncertainty and AI are causing employers to think twice about all but the most sterling candidates

https://www.wsj.com/lifestyle/careers/tech-jobs-hiring-artifical-intelligence-35cd66b0


Ný stjórn Stjórnvísi 2025-2026 kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var í dag 7. maí 2025 á Nauthól var kosin stjórn félagsins.
Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026) 
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026) 
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026) 
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)  

Kosið var í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi: 

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins*
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör stjórnarmanna til næstu ára
  8. Kjör fagráðs.
  9. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  10. Önnur mál.

Breytingar á lögum félagsins*

LÖG STJÓRNVÍSI eru yfirfarin reglulega og voru síðast samþykkt á aðalfundi 6.maí 2020 sjá hér

Eftirfarandi breytingar eru lagðar til á samþykktum félagsins og þær samþykktar einróma.  

2. gr.

Stjórnvísi er félag sem:

• Stuðlar að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og

reynslu meðal stjórnenda.

• Eflir metnaðarfulla stjórnendur og hjálpar þeim að ná árangri.

 

Breyting:

2. gr. 

Stjórnvísi er félag sem: 

  • Stuðlar að umbótum í stjórnun í íslensku atvinnulífi með miðlun þekkingar og reynslu. 
  • Eflir metnaðarfulla stjórnendur og leiðtoga og hjálpar þeim að ná árangri. 

 

Í fyrirsögn innan samþykkta stendur: ”Félagsmenn”

Breyting:

Félagsaðild

4. gr.

Félagsmenn  skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

Breyting:

Félagar skulu greiða árgjald til félagsins sem aðalfundur ákveður fyrir eitt ár í senn.

 

5.gr.

 Í dag:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa með þriggja vikna fyrirvara.

Breytist í:

Til aðal- og aukafunda skal stjórnin auglýsa  með þriggja vikna fyrirvara á miðlum Stjórnvísi.

 

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagsmenn.

Atkvæðarétt hafa fullgildir félagar

 

6. gr.

Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn.

Breytist í: 

Í stjórn Stjórnvísi eru allt að níu stjórnarmenn

  

9. gr.

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm mönnum úr

háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Stjórn og

framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári.

 

Breytist í:  

Fagráð félagsins er kosið á aðalfundi til tveggja ára og skal skipað fimm  aðilum úr háskóla- og atvinnulífinu, jafnt opinbera geiranum sem einkageiranum. Fulltrúi/ar stjórnar og framkvæmdastjóri funda með fagráðinu að lágmarki einu sinni á hverju starfsári. 

 

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is

 

 

Aðalfundur innkaupa-og vörustýringar

Aðalfundur innkaupa- og vörustýringar fyrir starfsárið 2024/2025 var haldin 05.maí 2025 síðastliðinn.

Starfsárið 2024-202 var gert upp, farið yfir hugmyndir að viðburðum næsta árs og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Ragnhildur Edda Tryggvadóttir (formaður)      Landsnet
Rúna Sigurðardóttir (varaformaður)                JBT Marel
Snorri Páll Sigurðsson                                     Alvotech
Björg María Oddsdóttir                                   Rannís
Kristín Þórðardóttir                                         Brimborg.
Sveinn Ingvi Einarsson                                  Bakkinn
Elín Bubba Gunnarsdóttir                              Einingaverksmiðjan
Jón Þór Sigmundsson                                   Alvotech hf.
 

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar og varaformann.

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni 2025

Aðalfundur faghóps um leiðtogafærni var haldinn 30. Apríl síðastliðinn. 
Starfsárið 2024-2025 var gert upp og var kosið í nýja stjórn fyrir starfsárið 2025-2026 sem er eftirfarandi:

Þórhildur Þorkelsdóttir, Marel, Formaður

Elísabet Jónsdóttir, 

Íris Hrönn Guðjónsdóttir, Háskóli Íslands,

Sigríður Þóra Valsdóttir, nemi, 

Sigurveig Erla Þrastardóttir, Veitur    

Steinunn Ragnarsdóttir, Confirma

Unnur Magnúsdóttir, Leiðtogaþjálfun

Faghópurinn þakkar öllum meðlimum fyrir þátttökuna starfsárinu sem var að ljúka og hlökkum til þess næsta! Viljum endilega hvetja þá sem hafa tillögur að erindum á dagskrá fyrir næsta vetur að vera í sambandi við formann stjórnar. 

Value based leadership workshop í tengslum við Wellbeing Economy Forum

Faghópur um leiðtogafærni vekur athygli á vinnustofunni hennar Lisu Vivoll Straume sem er hér á landi vegna Wellbeing Economic forum og er mjög eftirsóttur leiðtogaráðgjafi og leiðbeinandi. Hægt er að kaupa miða í gegnum tix.is

Einnig er ennþá hægt að skrá sig á ráðstefnuna sjálfa sjá hér.

Event info:

What is value-based leadership? Value-based leadership involves creating an environment where employees can utilize their strengths and resources. It’s about understanding what gives and takes energy and helping employees balance job demands with their available resources. This leadership style has proven to be highly effective.

Why join? Learn how to:

- Understand and apply key psychological mechanisms in leadership.
- Master communication techniques like active listening, asking insightful questions, and providing constructive feedback.
- Give values a clear voice and create a foundation for concrete change and development.

Dr. Lisa Vivoll Straume holds a PhD in Psychology and is a leading figure in value- and strength-based leadership. Straume has developed tools that enable leaders to lead in alignment with their own and their organization’s values.

 

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2025

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)

Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:

Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ

Skammtatækni og Dagur jarðar

Skammtatækni og Dagur jarðar

Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?