Fréttir og pistlar

Nýjar áskoranir - Stefnumót við mannauðsstjóra - heilbrigði og Qigong lífsorkan

Markmið þessa stefnumóts við mannauðsstjóra og stjórnendur sem fara með mannauðsmál var að fara yfir nokkur megin stef og nýjar áskoranir til að bæta líðan og samstöðu starfsmanna. Við vitum að góð andleg og líkamleg heilsa er grunnurinn að ánægju og árangri í lífi og starfi.
Fyrirlesari var Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskiptafræðingur – MS í stjórnun og stefnumótun. Hann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um jákvæða þjónandi leiðtogastjórnun, ásamt kennslu og leiðsögn í Qigong lífsorkuæfingum.
Þorvaldur byrjaði fyrirlesturinn á að kynna Qigong öndunina og lét alla æfa hana. Í framhaldi kynnti hann lykilorkustöðvarnar Dantian – viska, kærleikur og orka.  Þegar hugurinn er sterkur þá búum við yfir visku, innsæi, einbeitingu, staðfestu og sannleik.  Ef hann er veikur: óstöðugleiki, dómgreindarleysi og siðblinda. Í Qigong erum við að rækta okkur. Samhljómur í hugleiðslu, hreyfingu og önduninna.  Svo er það bardaginn þ.e. að við stöndum alltaf með okkur. Við viljum hafa allar orkubrautir sterkar og hreinar.  Heilsteypt manneskja er með allar orkustöðvarnar sterkar, í samhljómi og er í jafnvægi.  Hefur skýra hugsun, innsæi, traust, kærleika, samkennd, drifkraft, styrk, úthald, jákvæðni og er án kvíða.  Andlegt og líkamlegt heilbrigði.  Þeir sem stunda Qigong eru náttúrusinnar; hlaða sig hreinni orku frá jörðu og himni, frjáls, óhrædd, gefandi og góðar manneskjur, bera aldrei með sér reiði eða langrækni, horfa bjartsýn til framtíðar, lifa í núinu og nýta orkuna á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. 

Fókið  sem við þjónustum er viðskiptaauðurinn okkar.  Á vinnustaðnum er mikilvægt að innleiða stefnu og þar kemur að tilgangi, sýn og gildi, hvert er áætlunarverkið, hverjum á að þjóna, hvers vegna, hvað vil ég vera, hvað vil ég verða, hvernig?  Mikilvægt er að stilla af mannauðinn og tæknina og þar kemur inn skipulagið og gæðaferlarnir.  Við náum aldrei toppárangri nema að það sé 100% traust og samskiptaferlar séu í lagi.  Traust þarf að horfa á í öllum lögum, aðalstjórnendur, millistjórnendur og starfsmenn.  Til að vera samkeppnishæf þarf stöðugt að hugsa hvað get ég gert til að þjónusta á skilvirkari hátt og þjónusta mannauðinn betur. Og mikilvægast af öllu er gleðin.  En hvernig er tími nýttur?  30% tíma starfsmanna fer í forgangsverkefni og allt of mikið fer í önnur verkefni (truflanir, fundir, tölvupóstar, símtöl, slúður, fresturnarárátta).  Norðmenn eru með 44% meiri framleiðni en Íslendingar og því mikilvægt að huga að meiri framleiðni.  Mannauðsstjórinn á að vera þjónandi og horfa til stefnu, gilda og framtíðarsýnar sem byggir á trausti og skilvikum samskiptum.  Í menningu sigurvegara þá líðum við aldrei ofbeldi/einelti (Qigong), við spyrjum, hlustum, hvetjum, miðlum, leiðbeinum, upplýsum, hrósum, þökkum, gleðjumst og fögnum sigrum.  „Meiri gleði – meira gull“.  
Þess er ætlast til í dag að starfsmenn séu leiðtogar og hjálpi hvor öðrum með skýrum skilaboðum.  Starfsmenn þurfa líka að umboð til athafna, geta haft frumkvæði, hlakki til að koma til vinnu, viljinn til að geta gert betur, skapa eitthvað nýtt, viðhalda og auka hæfni sína. Í lokin lærðu þátttakendur nokkrar einfaldar en öflugar Qigong lífsorkuæfingar sem allir geta gert í vinnufötunum. 

 

Öryggi barna og unglinga - heima og á ferðinni

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun fund í Marel. Fyrirlesarinn var Herdís Storgaard en hún er frumkvöðull á sviði í  slysavörnum barna og hefur hlotið viðurkenningu sem slík. Hún hefur verið í samstarfi við IKEA síðustu ár varðandi forvarnir á heimilum og öryggi barna. Ferill hennar í öryggismálum og þekking á slysavörnum hefur verið afar spennandi og fór Herdís yfir feril sinn og helstu verkefni síðustu ára.

Herdís er með samning við Heilsugæsluna á Íslandi þannig að þeir dreifa boðsbréfi til verðandi foreldra á 28.viku meðgöngu www.msb.is  Þetta námskeið er frítt fyrir alla og afar og ömmur eru hvött til að koma. Hægt er að senda fyrirspurnir til Herdísar í gegnum heimasíðuna.  Fræðslan fer fram í heimilisumhverfi um öryggi á heimilinu. Herdís talar við fólk en ekki yfir það.  Með fræðslunni er ekki verið að segja foreldrum hvað þeir eigi að gera heldur er þetta byggt upp á því að þau eru með eitt stykki barn sem ekki er fært um að forðast hættur fyrr en eftir 12 ára aldur.  Markmiðið er að fólk átti sig á þessu og breyti hegðun sinni.  Sérstaklega er lögð áhersla á svefnumhverfi barna.  Áhrifavaldar eins og Instagram hafa haft skelfileg áhrif sem valdið hafa slysum.  Foreldrum er bent á mikilvægi áhættumats á heimilinu með notkun gátlista.  Hluti af lífinu eru skrámur og skurðir en verið er að fyrirbyggja stórslys.  Einnig er rætt á námskeiðinu um grundvallaratriði um öryggi í bílum.

Herdís kynnti app sem er á heimasíðu Ikea.  Ikea.is/oruggaraheimili Foreldrar setja inn í appið aldur barnsins og þannig kemur áminning um hvað er mikilvægast að skoða á hverju aldursstigi fyrir sig.  Getan eykst og eykst, hver og einn býr til sinn gátlista.  Appið er hægt að nálgast í Appstore.  Mjög góðar viðtökur eru á appinu í Ástralíu og verið að setja það upp í Kanada og US. 

Skipulagðar slysavarnir barna hófust árið 1991 á Íslandi.  Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ákvað að setja fé í málaflokkinn á þessum tíma.  Mikill árangur hefur náðst á þessum tíma og hefur alvarlegum slysum fækkað um 50% og dauðaslysum um 65%. Málaflokkar sem hafa tekist vel er: fræðsluefni fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga, drukknanir, öryggi á sund og baðstöðum, öryggi í grunn-og leikskólum, öryggi barna í bílum, öryggi á leiksvæðum barna, öryggi dagforeldra og almenn vitundarvakning.  

Framtíðin er sú að stjórnvöld verða að átta sig á að barna-slysavarna verkefni er nauðsynlegt og samsetning þjóðfélagsins er breytt, það er minni þekking á öryggi meðal ákveðinna hópa.     

 

Samhengi skipulagsheildar (Context of the Organization)

Faghópur um ISO og gæðastjórnun bauð Stjórnvísifélögum í heimsókn í dag til að kynna „samhengi skipulagsheilda“ í nokkrum stöðlum þ.e. ISO 9001, ISO 14001, ISO 45001 og ISO 27001.  Það var Bergþór Guðmundsson, sérfræðingur í gæðastjórnun hjá SORPU sem var fyrirlesari dagsins en hann kynnti sig á einstaklega skemmtilegan hátt sem sonur, eignmaður, faðir, tengdafaðir, afi, vinnufélagi, unnandi tómstunda o.fl.  Bergþór sagði frá því að Sorpa hefur verið með ISO 9001 vottun frá 2011, ISO 14001 umhverfisvottun frá 2014, ÍST 85 jafnlauanvottun frá 2014, Svansvottun á metangasi sem eldsneyti frá 2016, ISO 27001 úttekt á upplýsingaöryggi SORPU fór fram í sept. 2019, mælt er með vottun og eru næstu skref ISO 45001.  Bergþór útskýrði hvað átt er við með „samhengi skipulagsheilda“.  Hann sýndi týpískt gæðakerfi: Kröfur viðskiptavina eru mældar t.d. með ánægju viðskiptavina á vörum og þjónustu.  Í kafla 4 er fjallað um samhengi, kafla 5 forystu, kafla 6 skipulagningu, 7.stuðning, 8 rekstur 9. Mat á frammistöðu 10. Umbætur.  Úrbætur er eitthvað sem lagað er en umbætur eru til að passa að eitthvað komi ekki fyrir aftur.  Plan – do- check- act er á öllum liðum.   

Í kafla 4.1. í stöðlunum segir: „Að skilja skipulagsheildina og samhengi hennar“. Ytri og innri málefni eru greind með PESTEL greiningu á starfsumhverfi fyrirtækisins. Áhrifaþættir hvers skilgreinds málefnis á stjórnkerfi SORPU eru tilgreindir (gæðamál, umhverfismál, öryggis-og heilbrigðismál, upplýsingaöryggismál, jafnlaunamál), áhrifin áhættumetin og þörf á stýringu metin fyrir hvert atriði. 

Bergþór sýndi excel-skjal þar sem einstakir þættir eru teknir fyrir með tilliti til áhrifaþátta þeirra í hverjum staðli er fyrir sig.  Allt mat er huglægt.  Skjalið tekur á innri og ytri málefnum.  Dæmi um innri málefni er t.d. þjálfun og hæfni starfsmanna ISO9001 (mikilvægt til að gæði þjónustu sé ásættanleg) ISO 14001 (mikilvæg til að meðhöndlum umhverfisþátta sé ásættanleg ISO 27001 (hæfni starfsfólks til að umgangast tölvubúunað og hugbúnað er mikilvæg til að gæta upplýsingaöryggis).    

Í kafla 4.2. í stöðlunum segir „Að skilja þarfir og væntingar hagsmunaaðila“.  Bergþór sýndi excel-skjal þar sem hagsmunaaðilar eru listaðir upp: Þeir sem hafa áhrif á getu fyrirtækisins til að láta að staðaldri í té vörur og þjónustu sem mæta kröfum ivðskiptavina og þeir sem hafa áhrif á fyrirtækið vegna viðeigandi laga og stjórnvaldsreglna.  Greining hagsmunaaðila: þarfir og væntingar, áhugi (mikill, meðal, lítill), áhrifamáttur (mikill, meðal, lítill), tækifæri /vöktun hagsmunaaðila, samskiptaáætlun. 

Í hagsmunaaðila-greiningunni var notuð SVÓT greining áhrifamáttur mikill/lítill á öðrum ásnum og áhugi lítill/mikill á hinum.   Dæmi um aðila með mikinn áhirfamátt og mikinn áhuga eru t.d. eigendur Sorpu, stjórn, stjórnendur, heilbrigðiseftirlitið, vinnueftirlitið, Gámaþjónustan, Endurvinnslan o.fl. Mikilvægt er að kasta fram öllum mögulegum hagsmunaaðilum og skoða hvernig þeir eru metnir.  Í kafla 4.3. segir að ákvarða eigi umfang stjórnkerfa.  Umfangið er það sama í 9001 og 14001. 

Stjórnvísi – BPM faghópur bókrýni um: Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations

Góður hópur fólks frá ýmsum stöðum í atvinnulífinu hittist í bókrýni í Marel föstudaginn 18.október.
Þetta er í 4. sinn sem BPM hópurinn tekur bókrýni fundi en í þetta sinn var tekin fyrir bókin Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations eftir Johan Nelis og John Jeston.
Á bókrýni fundum er farið hringinn þannig að allir fái að segja sína skoðun um hvað er jákvætt við bókina, neikvætt, hvort hún sé praktíst og líka hvort efni bókarinnar eigi við í dag og sé gagnlegt.
Hópurinn komst að þeirri niðurstöðu að þetta sé mjög praktíst og gagnleg bók þar sem hún lýsir á mjög nákvæman hátt hvernig hægt er að ná fram árangursríkri innleiðingu. Bókin er gott uppfléttirit með greinargóðum lýsingum á hverju skrefi innleiðiingar en hún er einnig góð lýsing á hvernig hægt er að stjórna með ferlum og hversu mikilvægir ferlar eru.
Bókin lýsir aðstæðum sem eru best til þess fallnar að innleiðing heppnist vel en fjallar einnig líka um ýmiskonar vandarmál sem geta komið upp, ýmsar afleiðingar og hvernig best er að forðast slíkt.
Efni bókarinnar á vel við enn í dag (hún var fyrst gefin út árið 2006) og telst enn mjög gott kennsluefni. Það sem hins vegar getur talist neikvætt við bókina er hvað hún er löng, of nákvæm og of mikið af viðaukum og endurtekingum. Þar sem efnið er mjög gott hefði þurft betri efnistök til að halda lesendanum við efnið auk þess sem samantektir og skýringarmyndir hefðu einnig hjálpað og veitt lesenda betri tengingu.
Hópurinn var sammála um að það hefði mátt vera betri tenging við viðskiptavininn í bókinni en hún fjallar meira um breytingar og umbætur inside out en ekki lysingu á þörfum viðskiptavinarins og hvernig þeim er mætt.
Niðurstaða hópsins var sú að bókin á algjörlega við enn í dag og efnið enn mjög viðeigandi og gagnlegt.  
Hópurinn gaf bókinni  einkunina 4/5 en það sem dregur hana niður er ekki efnið sjálft heldur uppsetning bókarinnar.  Business Process Management: Practical Guidelines to Successful Implementations er nauðsynleg lestning en framsetningu mætti klárlega bæta.

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Fjöldi Stjórnvísifélaga mætti í sal Nýsköpunarmiðstöðar í morgun þar sem leitað var svara við spurningunni: „Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?“  Faghópar um Lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun stóðu að fundinum.  
Fyrirlesarar voru tveir, þau Guðmundur Ingi Þorsteinsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Guðmundur Ingi er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigandi Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.
Guðmundur byrjaði á að sýna einstaklega skemmtilegt myndband sem sýndi glöggt hversu erfitt er að fást við breytingar.  Í framhaldi útskýrði hann hvað er lean og hver ávinningurinn er með lean.  Guðmundur nefndi hvað Hlöllabátar upp á Höfða tekst vel upp í að láta flæðið ganga vel.  Annað dæmi um fyrirtæki sem hefur gengið vel er „pökkunarferillinn“ hjá Heimkaup. Mikilvægt er að gefa vinnuumhverfinu mikinn gaum.  Tímamælingar eru einnig mikilvægar í öllu því sem hægt er að tímamæla því allir vilja skila góðum afköstum.  Hjá Heimkaup var 550% aukning í pökkun á sendingum á milli áranna 2018-2019 og allt gengur vel.  Samkeppnisforskot Heimkaupa er „pökkunin“.  En smitast góður árangur á einum stað yfir í annan? Nei, svo þarf alls ekki að vera því árangur er ekki smitandi. 

Þriðja dæmið sem Guðmundur tók var Víkurverk.  Þar var tekið dæmi um starfsmann „Írisi“ sem tileinkaði sér að gera einn hlut í einu.  Hún er með töflu upp á vegg þar sem fram kemur hver dagur vikunnar, tími og verkefni.  Hún merkir síðan „grænt“ við verkefnin um leið og þau klárast.  Mikilvægt er að hafa borðið tómt og hafa einungis uppi eitt verkefni í einu.  

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir var seinni fyrirlesari dagsins.  Ágústa Sigrún er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

Ágústa sagði að viðnám væri náttúrulögmál og við erum hönnuð til að veita viðnám, þetta er eðlisávísun. Margir nota oft „nei“ til að kaupa sér tíma.  Aðrir segja alltaf „já“ og þá er það spurning um efndir.  Ágústa Sigrún hvatti til að lesa greinina „The Real Reason People Won´t Change“ höf: Kegan and Lahey (2011).  Greinin tekur á mörgum áhugaverðum dæmum og hvetur til að sýna meiri skilning öllum hvort heldur þeir eru jákvæðir eða neikvæðir.  Mikilvægt er fyrir alla að sjá í töfluformi upp á vegg myndrænt hvað við erum að gera.  Stóra áskorunin er að halda áfram. Ágústa nefndi annan aðila Maxwell Maltz, bókin Psycho-cypernetics.  Maxwell var lýtalæknir og hann áttaði sig á því að eftir 21 dag voru draugaverkir að mestu horfnir vegna breytinga t.d. á nefi eða brottnám á útlim.  Ef þú gerir eitthvað í 21 dag þá eru miklar líkur á að þetta verði að vana.  En það þurfa að vera a.m.k. 21 dagur.  Bókin kom út 1960 og er barn síns tíma en samt notuð mikið í dag og vitnað í.  Öll lífræn kerfi hafa tilhneigingu til að halda jafnvægi.  Ef það verður mjög kalt fer líkaminn í að hita hann og það sama ef okkur verður of heitt þá kemur viðnám.  Líkaminn fer alltaf í fyrra horf.  Sigrún sýndi breytingajöfnu (H+Þ) er minna en (S+T+K).  H=hræðsla við breytingar, hátt viðnám Þ=þægindaramminn, stærð og styrkleiki S= sársauki og ósætti við ríkjandi ástand T=trú á betra ástandi í náinni framtíð  K=kunnátta. 

Sigrún ræddi síðan um viðnámsgemsana sem við öll þekkjum í okkar lífi því þetta er alveg ómeðvitað og því þarf að: 1. Sýna þeim skilning 2.gefa þeim tíma 3.bjóða þeim aðstoð 4.fá þá með.  Oft verða þetta bestu talsmennirnir og ekki má gleyma að styrkja stjörnurnar því þær geta fölnað og fallið ef þær fá ekki að skína.   

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum.  Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar – Kolefnishlutleysi 2040

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar var umræðuefni fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats og samfélagsábyrgð fyrirtækja í morgun hjá Reykjvavíkurborg.  Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar á umhverfis- og skipulagssviði fór yfir loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi 2040, samstarf við Festu um loftslagsyfirlýsingu fyrirtækja, samráð við ýmsa hópa innan og utan Reykjavíkurborgar, erlent samstarf og hvað er fram undan. 

Reykjavíkurborg setti sér loftslags-og loftgæðastefnu árið 2009.   Árið 2011 tók borgin þátt í sáttmála evrópsrkra sveitarfélaga.  Að hafa aðgang að sérfræðiþekkingu er gríðarlega mikilvægt.  Langstærsta viðfangsefnið er bílaumferð.  Aðalskipiulag Reykjavíkur 2010-2030 er lögbundið ferli og var farið í sviðsmyndagreiningu og púslað hvaða mynd væri líklegust til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borg hefur mikla samfélagsábyrgð varðandi hvernig borgin þróast því hún hefur áhrif á hvern einasta borgarbúa. Aðgerðaráætlunin var endurskoðuð 2016.  Inni í áætluninni er þétting byggðar, úrgangsmál o.fl.

Ein að aðgerðum sem verið er að vinna í er að setja upp hleðslustöðvar í bílahúsum.  Sett var fram áhættumat sem starfsmenn á Veðurstofunni vinna að.  Hvaða áhrif hefur hækkun sjávar t.d. á Reykjavíkurborg?  Kannski ekki mikil nema með flóðum út af aukinni úrkomu og aukinni tíðni ofsaveðurs.  Einnig eru áhyggjur af súrnun sjávar.  Áhættumatið var unnið í alþjóðlegu samstarfi.    Allir sorpbílar borgarinnar eru metanbílar.  Hrönn kynnti loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar sem gert var 2015.  Mera en 100 fyrirtækju skuldbundu sig til að draga úr losun. Í samstarfinu er mikil eftirspurn eftir samtali um loftslagsmál, ráðstefnur og fræðslufundir, þróun á loftslagsmæli, ráðstefnur o.fl.  Borgin hefur verið með opna fundi á Kjarvalsstöðum um loftslagsmál á Kjarvalsstöðum árið 2019 má þar nefna; Getur borgarskipulag haft áhrif á loftslagsmál?  Er náttúran svarið? Eru peningarnir þínir loftslagsmál?   Að lokum nefndi Hrönn að Reykjavíkurborg var fyrst til að gefa út græn skuldabréf og nýlega fékk borgin styrk til að ráða verkefnisstjóra í verkefnið Horizon 2020 SPARCS.

Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur um lagalega hlítingu á jafnlaunavottun var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson. 

Fjallað var um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins var að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta og hvaða aðrar kröfur ber að vakta? Fjallað var um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um verklagið og lagalegu hlítinguna er snýr að Mannvirkjastofnun.  Í stofnuninni vinna 28 starfsmenn og þeir vinna skv. lögum um mannvirki og þurfa að vera vottuð stofnun skv. jafnlaunastofnu.  Nú stendur til að sameina stofnunina við  ÍLS.  Mannvirkjastofnun er með jafnlaunastefnu og uppfylla hana. Mannvirkjastofnun er tiltölulega nýbúin að fá vottun í ágúst 2019.  Jafnlaunakerfið er hluti af gæðakerfi stofnunarinnar.  Þau eru með ytri og innri skjöl og nota CCQ gæðakerfið.  

Jón sýndi Excel-skjal sem er rýnt og yfirfarið reglulega og settar inn dagsetningar.  Þetta skjal er síðan tekið út í úttektinni   * Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda Excelskránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin hlíti kröfum laga. En samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t breytinga.  

Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm sagði frá því hvað er að gerast hjá þeim og ferilinn sem þau eru að fara í gegnum.  Yfirliggjandi markmið hjá þeim er að uppfylla lög nr.10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla með síðari tíma breytingum, þau auglýsa öll störf óháð kynjum og leggja mikla áherslu á að samræma fjölskyld og atvinnulíf, ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því verður við komið.  Ábyrgðin er skýr og eru forstjóri og mannauðsstjóri ábyrg.  Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti eru aldrei liðin hjá Sagafilm.  Það er stefna Sagafilm að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum.  Meðvirkni starfsmanna með kynbundnu ofbeldi er fordæmd.  Utanaðkomandi aðilar taka við tilkynningum sem er Vinnuvernd í þeirra tilfelli.  Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun.  Menning hefur mikið um það að segja hvort eitthvað sé liðið eða ekki.  En hvaða viðmið voru notuð í jafnlaunavottuninni?  Mikilvægt var að velja viðmið sem passa starfsmönnum í fyrirtækinu.  Síðan var hvert starf reiknað út og allt er uppi á borðinu.  Mat er rætt í launaviðtölum.  Nokkuð jöfn skipting er í starfahlutföllunum.  Varðandi hlítingu þá voru þau á fullu í að verða jafnræðisfyrirtæki eins og þau kalla það.  Þegar jafnlaunavottunin datt inn þá vildu þau taka hana með.  Ráðinn var ráðgjafi sem einfaldaði allt og stytti leiðir.  Stjórn samþykkti aðgerðaráætlunina. Árið 2017 var farið í úttekt, út komu tvær athugasemdir og tvö frábrigði.  Í úttekt 2 fengu þau 3 athugasemdir og eitt tækifæri en ekkert frábrigði.   Lagahlíting gengur í báðar áttir.

Það jákvæða fyrir Sagafilm er að búið er að eyða allri tortryggni um kynbundna launasetningu, allir starfsamningar hafa verið endurnýjaðir með vísan í stefnuna auk persónuverndarstefnu félagsins, breytingar voru gerðir á verktakasamningum, jafnlaunastefna og vottun hafa vakið jákvæða athygli á fyrirtækinu.  Það neikvæða við ferilinn er að þetta er „vesen“ og kostnaður þ.e. töluvert var meira eytt í verkefnið en kostaði. 

Í lok fundar voru umræður og þar kom fram að erfitt er að staðfesta hlítingu.  Mikilvægt er að hugsa til þess að ef fyrirtækið stendur ekki í lögsókn þá má telja að verið sé að hlíta lögunum. En lögin eru allt of víðtæk og því gríðarlega erfitt að staðfesta hlítingu.  Með kerfunum erum við að gera okkar besta án þess að kostnaður verði það mikill að við sjáum ekki trén fyrir skóginum.  Markmið með staðlinum er að tryggja að verið sé að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Partur af hlítingunni er að sannreyna að svo sé.   

Stjórnendur sammála um að TRAUST sé einn mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja.

Á þriðja hundrað manns mættu á vel heppnaða haustráðstefnu Stjórnvísi 2019.  Tekið var á móti gestum með glæsilegu hlaðborði eins og Grand Hótel er einum lagið.  Formaður stjórnvísi Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir setti ráðstefnuna. Guðfinna Bjarnadóttir ráðstefnustjóri setti sinn svip á ráðstefnuna með sinni einstöku faglegu, hlýju og léttu nærveru.  Þau Antoine Merour og Steinunn Ketilsdóttir fluttu frábær erindi og að þeim loknum tóku ráðstefnugestir saman helstu punkta og settu þá inn á sli.do  Forritið var notað til að senda inn spurningar til fyrirlesara, taka saman minnispunkta og að lokum til að svara þeirri spurningu hvort TRAUST væri mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja. 

Myndir af ráðstefnunni eru á facebooksíðu félagsins

Streymi af ráðstefnunni er á facebooksíðu félagsins 

https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2340386849422741/

https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2441606046159222/

https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2538146556249534/

https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2401530076841726/

 

Samkeppnishæfni Íslands

Ísland í 26. sæti af 141 á lista yfir ríki eftir samkeppnishæfni þeirra

 Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) kemur fram að Ísland er í nú 26. sæti á lista ríkja eftir samkeppnishæfni og færist niður um tvö sæti. Árið 2018 var Ísland í 24. sæti, í 28. sæti 2017 og 27. sæti 2016.

 Á toppi listans trónir Singapúr, því næst koma Bandaríkin og loks Hong Kong, Holland og Sviss.

 Af Norðurlöndunum er Svíþjóð efst eða í áttunda sæti og flyst upp um eitt sæti milli ára. Danmörk er í tíunda sæti og Finnland í því ellefta en bæði löndin halda sætum sínum frá síðustu könnun. Noregur er  í 17. sæti.

Vísitala Alþjóðaefnahagsráðsins er einn af virtustu mælikvörðunum á efnahagslíf þjóða. Vísitalan er víðtæk og endurspeglar þætti sem segja til um framleiðni þjóða og vaxtarmöguleika til framtíðar.

 Ráðið hefur tekið upp ný viðmið þar sem hafðar eru til hliðsjónar breytingar sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni, m.a. hvað varðar samkeppnishæfni, sérstaklega á sviði stafrænnar þróunar, en einnig sköpun í samfélaginu, frumkvöðlamenningu og hversu opið, straumlínulagað og virkt samfélagið er. Í úttekt ráðsins er Ísland skilgreint sem nýsköpunardrifið hagkerfi og nýtur sem fyrr góðs af nokkrum sterkum samkeppnisþáttum eins og stöðu menntunar og heilbrigðismála, stöðugleika, aðlögunarhæfni og sveigjanleika vinnumarkaðar.

 Helsti veikleiki Íslands, miðað við flest önnur lönd, er smæð heimamarkaðar. Þar erum við í 133. sæti af 141, en bætum okkur þó um 32,3 stig milli ára. Erfitt er að taka á þessu nema með því að hvetja fyrirtæki og frumkvöðla til að sækja á alþjóðamarkaði. Mælingin á samkeppnishæfni tekur mið af tólf stoðum og undir hverri er fjöldi viðmiða. Við hverja stoð og viðmið kemur fram sæti Íslands ásamt breytingum frá fyrra ári. Einnig kemur fram hvaða þjóðir eru fremstar á hverju sviði. Hér er því um að ræða handhægt vinnutæki í stjórnmálum og við stjórnsýslu og mælikvarða til að miða sig við. Rannsóknin ráðsins byggist á opinberum upplýsingum og könnun sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífinu.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins og sá um framkvæmd könnunarinnar hér á landi.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson.

karlf@nmi.is

Alþjóðlegar sviðsmyndir til ársins 2050

Framtíðarhópur Stjórnvísi – Alþjóðlegar sviðsmyndir til ársins 2050

Samþjöppun auðs og tekjumunur hópa innan samfélaga eykst, ef marka má framtíðarrýni sem framtíðarhópurinn Millennium Project hefur gefið út. Arðsemi fjármagns og tækni eykst meira en arðsemi vinnuafls, en kostnaður við gervigreind og þjarkanotkun lækkar. Þetta hefur veruleg áhrif á vinnumarkaðinn og samfélagsþróun almennt.

Framtíðarfræðingar Millennium Project hafa dregið upp sviðsmyndir um þróun ólíkra þátta á alþjóðavísu til ársins 2050. Skýrslan nefnist „Work/Technology 2050 – Scenarios and Actions“. Til grundvallar eru þrjár sviðsmyndir sem mótaðar voru í 30 vinnustofum í 29 löndum. Auk sviðsmyndanna er sagt frá 93 aðgerðum sem metnar hafa verið af sérfræðingum frá 50 löndum.

Millennium Project er sjálfstæður vettvangur framtíðarfræðinga og stofnana með 65 samstarfsaðila víðsvegar um heiminn. Framtíðarsetur Íslands er samstarfsaðili vettvangsins hér á landi, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Á vinnustofum vettvangsins voru mótaðar aðgerðir til að mæta framtíðaráskorunum í viðkomandi sviðsmyndum. Sérfræðingar á ýmsum sviðum mátu hagkvæmni og áhrif aðgerðanna. Til að leggja mat á þær voru að auki gerðar fimm alþjóðlegar kannanir meðal aðila úr opinbera geiranum, viðskiptalífi og vinnumarkaði og mennta- og menningargeiranum.

Í framangreindum sviðsmyndum er dregin fram ítarleg atburðarrás til ársins 2050. Sviðsmyndirnar eru:

  • Órói í stjórnmálum og efnahagsmálum – framtíðarörvænting

(Political/Economic Turmoil—Future Despair)

  • Ef menn væru frjálsir – efnahagslíf einstaklingsins

(If Humans Were Free—The Self-Actualization Economy)

  • Það er flókið – bland í poka

(It’s Complicated—A Mixed Bag)

Skýrslan hefur fengið góðar viðtökur og umsagnir. Þau sem láta sér annt  um framtíðarþróun og áskoranir ættu að kynna sér þetta framlag og nýta í vinnu sinni.

Hægt er að nálagst skýrsluna á vef Millennium Project, sjá hér. Vettvangurinn hefur einnig gefið út fjölda annarra rita þar sem fjallað er um framtíðina á faglegan hátt.

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

 karlf@nmi.is. Sími 8940422.

Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.

Strategía ásamt faghópi Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat buðu til morgunfundar 27. september þar sem Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi og meðeigandi Strategiu fór yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni „Bold Strategy Summit ´19 í Hörpunni.  Ráðstefnan fjallaði um helstu áskoranir við innleiðingu á stefnu og deildu þar helstu sérfræðingar á því sviði ásamt íslenskum stjórnendum reynslu og rannsóknum.  Þetta var í fyrsta sinn sem slík ráðstefna hefur verið haldin á alþjóðavísu. 

Guðrún hvatti Stjórnvísifélaga til að kynna sér Brightline  en á þeirri síðu má finna gríðarlegan fróðleik.  Þeir gera rannsóknir út um allan heim og nýleg rannsókn sýnir að 1/5 fyrirtækja náði 80% eða meira af þeim markmiðum sem þau höfðu sett sér, 4/5 eða 80% náði ekki árangri. Ein mikilvægasta reglan við innleiðingu er sú að gera einhvern ábyrgan fyrir stefnunni, hversu mikið fjármagn hef ég og hvað vill viðskiptavinurinn.  Framtíðin er á forsendum viðskiptavinarins.  Fókus var einnig mikilvægur og að hafa ákveðinn fókus á ákveðnum verkefnum.  Einnig er mikilvægt að hafa ekki fleiri en fimm verkefni í gangi í einu.  Í umræðunni um fjórðu iðnbyltinguna þá er allur fókus á tækni en þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um fólk og valdefla það til að taka þátt.  Vönduð ákvarðanataka þarf að liggja til grundvallar og eftirfylgni.  Heimurinn er síbreytilegur og innleiðing á stefnu er ekki sílóvinna.  Að lokum þarf að muna eftir að fagna. 

Jim Stockmal var annar fyrirlesari ráðstefnunnar, hann ræddi um hina átta mikilvægu hluti við innleiðingu stefnu.  Grímur Sæmundsen sagði frá stefnu Blue Lagoon og sýndi fram á hvernig stefnan var innleidd á hverjum tíma.  Í dag er Bláa lónið með fókus á vöruna ekki staðsetninguna, tekjustraumarnir eru frá vörunum, hótelinu og lóninu.  Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka sagði frá því að Íslandsbanki er hreyfiafl til góðra verkefna áherslan er hagræðing og hvernig þau ætla að lifa af þennan heim.  Bankaheimurinn verður sprengdur upp með nýjum lögum og tækni.  Antoineo Nieoto Rodriguez fyrrverandi stjórnandi alþjóða verkefnastjórnunarfélagsins segir að verkefni sé það sem verði ofan á í komandi heimi.  Mikilvægt er að þekkja hlutverk sitt þ.e. til hvers ætlast er af þér.  Hann ræddi um hversu mikilvægt er að hafa ekki of mörg verkefni og vera með fókus.  Hann sagði mikilvægt að allir gerðu sér grein fyrir að helmingur þeirra verkefna sem maður ætlar að vinna tekst ekki.  Stjórnendur verða að fara að breyta því hvernig þeir vinna.  Forgangsröðun, nota scrum aðferðafræðina, taka spretti, vera með réttu verkefnin í gangi, fókus og spyrja sig hvort verkefnin séu að skapa virði fyrir viðskiptavin (innri eða ytri) og virkja fólkið.  Antoineo var með áhugavert módel, hann sýndi hversu mikilvægt væri að virðið væri stöðugt ekki einungis í lokin. Guðrún Erla Jónsdóttir vinnur hjá Orkuveitunni og er alla daga að innleiða stefnu.  „The kite model“. Guðrún skrifaði nýlega grein á visir.is https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir með Runólfi sem er áhugaverð.  Robin Speculand er að gera það sem honum finnst skemmtilegt alla daga sem er að halda erindi um stefnu.  Stjórnendur vilja ræða um stefnuna en átta sig ekki á hvað þarf til að innleiða hana.  Hann sýndi ellefu þætti varðandi hvað þarf að vera til staðar til að hægt sé að innleiða stefnu.  Robin hefur gefið út margar bækur og er frá Asíu.   Þar eru allir með síma en ekki með tölvu, allt gerist í símanum.  Asíuþjóðir þekkja ekki skrifræði og nota símann til flest allra verka.  Mikilvægt er að hafa breitt eignarhald, fletja það út, hafa skýran fókus og að fólk taki það til sín.  Menningarmunurinn er mikill milli Asíu og Evrópu, í Asíu gerirðu það sem þér er sagt.  Menning er ekki bara á milli landa, hún er einnig milli fyrirtækja.  Guðrún var sjálf ein af fyrirlesurum ráðstefnunnar og henni finnst mikilvægt að allir skilji að framtíðin er NÚNA. Heildarupplifun er það sem máli skiptir í öllu.  Unga fólkið er með miklu meiri kröfur í dag en áður var.  „Computer says no“. Mikilvægt er að spyrja sig alltaf „WHY“ af hverju er ég að gera það sem ég er að gera og hvert er virðið.  1. Hver er viðskiptavinurinn 2.Hverjar eru þarfirnar? 3. Hvert er virðið? 4. Hannaðu innviðina. 5. Er þetta fjárhagslega framkvæmanlegt? Hugsa um virðið „value“ að það sé raunverulegt.  Guðrún hvatti alla til að fara í gegnum Canvas módelið „Af hverju erum við þarna“.  Það sem er aðalatriðið núna er að hafa framtíðarsýn á hreinu – á hvað forsendu erum við að fara í þessa ferð, plan-do-chec-act (lean). Við þurfum að vera stöðugt á hreyfingu.  Alltaf þarf að gera betur og betur og læra.  Ekki gleyma sér í ferlunum, tækjum og tólum því á endanum snýst alltaf allt um fólk.  Fyrirtæki er bara fólkið sem vinnur þar.  Roger Camrass einn fyrirlesarana (70 ára) birti áhugaverða stúdiu varðandi hvernig við fáum fyrirtæki til að tileinka sér meiri nýsköpun. Jaco Tackmann Thomsen er með rosalega stóra sýn og er byrjaður að valdefla fólk í gegnum póstgíróþjónustu.  Hann er búinn að starta 30 fyrirtækjum, sum gengið vel og önnur ekki. Mike Butcher skrifar um alla nýjustu tækni og sagði frá því að nú er verið í Singpore að prófa fljúgandi bíla. Dr. Mark Greeven (Hollendingur) hefur stúderað Ali Baba.  Þeir hafa fjárfest í hlutum í vestræna heiminum, þetta er eins og efnahagskerfi frekar en fyrirtæki.  Alipay er byrjað á Íslandi.  Dr. Bíjna K.D. sem endaði ráðstefnuna í Hörpu er doktor í hagfræði.  Hún sagði að matarsóunin væri það mikil í dag að hún nægði til að metta alla þá sem glíma við hungur í heiminum.  Eitt prósent af heiminum er jafn auðugur og restin af heiminum.  Níutíu prósetn af öllu því gagnamagni sem er til í heiminum hefur orðið til á sl.3-5 árum. 

Grein eftir mig: https://www.visir.is/g/2019190829154/einungis-1-3-allra-fyrirtaekja-i-heiminum-na-ad-innleida-stefnu-sina-a-arangursrikan-hatt?fbclid=IwAR1_X0uAhfXljjwwpIWKDgIGhhnvyIM-cXmJ2gd5wxCi3ZxY7yJWKfmGzas

 

Tvær greinar eftir Antonio: https://www.visir.is/g/2019190919160/sex-mikilvaegustu-straumar-i-innleidingu-stefnu-a-arinu-2020?fbclid=IwAR1wjELXfpb0b-tMfaqkjgKS0MYekHlxD99Wl851JaSiwNQgPVsIkgClnh8 https://hbr.org/2016/12/how-to-prioritize-your-companys-projects?fbclid=IwAR0wT8eDZLYr8pXhbVhAgwxO1lS1pyQO3zv6PhscPwGmb9gBA5miIXyG7yQ

 

Tvær greinar eftir Guðrúnu Erlu: https://www.visir.is/g/2019190909535/stodug-eftirfylgni-er-grundvallaratridi?fbclid=IwAR27obXVpk-tCMqO0J3ejaXXzWpEMZMkS9QYpopObPoX9raSJoFwV-Ey7MQ https://www.visir.is/g/2019190909873/stefnumidadir-stjornarhaettir?fbclid=IwAR1QRsWhf0SUKmCm3u_gALfz6Xal7AxgXrLdIzCQYdI5CVzEk_YyPJBc6As

Human-Centered Design gerir þér kleift að finna réttu lausnina fyrir viðskiptavini þína.

Faghópur um þjónustustjórnun í samstarfi við stjórn Stjórnvísi bauð upp á tvær einstaklega áhugaverðar vinnustofur í Reykjavík Excursions sem snéru að því að skilgreina vandamál viðskiptavina til þess að tryggja að fyrirtæki séu að leysa réttu vandamál viðskiptavina sinna.  Aðferðafræðin „Human Centered Design gerir því kleift að finna réttu lausnirnar sem henta viðskipavininum.  Þannig verða allir ánægðari, bæði starfsmenn og viðskiptavinir.  Leiðbeinandi vinnustofanna Lara Husselbee kom hingað alla leið frá Ástralíu.  Hún hefur starfað sem hönnuður í þjónustu í ástralska fjármálageiranum og tækniiðnaðinum síðastliðin 10 ár.  

Dagurinn byrjaði á einstaklega áhugaverðri æfingu þar sem tveir og tveir voru saman og áttu að geta sér til um hvað hvor um sig borðaði í morgunmat með því að teikna upp morgunmat hvor annars.  Helsti lærdómurinn var sá hve mikilvægt er að spyrja viðskiptavininn beinna spurninga til að komast að hvað henti, hvort þú borðir það sama um helgar og virkum dögum.  Hvernig megi leysa það að þú getir borðað það sem þig langar mest í hvenær sem er.  Lara fræddi okkur um muninn á vöru og þjónustu og sagði þjónustu og upplifun byrja með með auglýsingu.  Hún tók dæmi um leikhús, þar sem þjónustan hefst með því að vakin er athygli á sýningunni með auglýsingu og næsta snerting við viðskiptavininn er þegar hann kaupir leikhúsmiðann. Þjónustan í leikhúsinu er í bakendanum þ.e. á bak við sviðið, þar þarfsem  allt þarf að ganga upp.  

Á seinni vinnustofunni voru þátttakendur látnir hver fyrir sig teikna upp ferilinn hvernig við kaupum inn. 1. Fá hugmynd 2.skrifa lista 3.hjóla/keyra af stað 4.leggja fyrir utan verslunina o.s.frv.  Í framhaldi unnu hóparnir saman og lærðu að forgangsraða ferlið og búa til nýjar hugmyndir út frá þessari nýju sýn.

Báðar þessar vinnustofur voru einstaklega vel heppnaðar og fóru þátttakendur heim reynslunni ríkari.

Topphegðun er lykillinn að aukinni framlegð, trausti og starfsánægju.

Faghópur um mannauðsstjórnun hélt í morgun fund um meðvirkni fyrir troðfullu húsi í Íslandspósti. Umræðuefnið var meðvirkni í stjórnun.  Það var Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Íslandspósts sem hélt erindið.  hefur undanfarin ár unnið með meðvirkni í stjórnun í tengslum við störf sín að mannauðsmálum. Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Hún útskírði hvað meðvirkni í stjórnun er, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur á starfsfólk og stjórnendur, starfsemina, vinnustaðarmenninguna og viðskiptavinina? Hvenær erum við - stjórnendur - meðvirkir? Hvað gerist ef meðvirkni fær að viðgangast á vinnustöðum óáreitt? Og hvað er til ráða?.  

Meðvirkni er gríðarlega mikið og falið vandamál á vinnustöðum.  Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna.  Oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.  Meðvirkni stuðlar að vanlíðan starfsfólks og hamlar árangri fyrirtækisins á allan hátt.  Fyrirtækið getur því ekki hreyft sig eins hratt og þarf til að lifa af í hraða og samkeppni nútímans.

Í dag er gríðarlegur hraði í samfélaginu.  Allt samfélagið er í raun að glíma við einhvers konar meðvirkni.  Meðvirkt starfsfólk reynir oft að stjórna hegðun annarra t.d. með augnatilliti, frekju o.fl. stjórnendur þurfa að taka á málunum og sýna ábyrgð.  Fólk sem þjáist af meðvirkni er óöruggt með sig.  Stjórnendur sem ekki taka á meðvirkni eru því meðvirknir.   Meðvirkt starfsfólk bælir tilfinningar og er óöruggt með sig.

Pósturinn hefur þróað hugtök.  Sigríður sýndi formúlu sem pósturinn notar.  Fólk (við sjálf ekki undanskilin) ástundar botnhegðun og beitir skuggahliðunum sínum í stað styrkleikanna og stjórnandinn og vinnustaðurinn samþykkir hegðunina(meðvitað eða ómeðvitað).  Hvenær eru stjórnendur meðvirkir?  T.d. þegar þeir taka ekki ábyrgð á starfsskyldum eða halda ekki fólkinu sínu  ábyrgu fyrir verkefnum. Eitthvað blasir við en við neitum að horfast í augu við það og tökum því ekki á hegðunar-eða frammistöðuvandamálum sem koma upp.  Sigríður heldur stjórnendum ábyrgum, það er hennar meginverkefni og að sýna topphegðun.  Stjórnendur setja fólkinu sínu mörk.  Stundum er ætlast stjórnendur til einhvers af fólkinu sínu sem er ekki raunhæft. 

Meðvirkni hefur ekki áhrif á einn heldur alla í kringum sig og okkur sjálf.  Á hverjum vinnustað er einstaklingur sem sleppur við vinnuna sína og stjórnendur taka ekki ábyrgð.  Stjórnendur þurfa að passa sig að setja mörk og einnig foreldrar gagnvart börnum sínum og þau gagnvart okkur.  Agaleysi er oft vandamál eins og t.d. langur kaffitími of margar skreppur o.þ.h. Vonleysi byggist oft upp hjá þeim sem finnst að þeir þurfi að gera allt og því fylgir vanlíðan sem svo fylgja minni afköst.  Ef maður á vinnustað sér aðra á vinnustað stöðugt á samfélagsmiðlum þá spyr fólk sig af hverju ekki ég líka.  Einnig koma upp erfið samskipti og kulnun í starfi. 

Þar sem meðvirkni er há á vinnustað fer starfsánægja niður og það myndast þöggun.  Ekki dansa í kringlum fólk eða tipla á tánum, ræddu við einstaklinginn.  Forðun þýðir að forðast að gera eitthvað  og samviskubit er fylgifiskur margra sjtórenda sem leiðir af sér mikil skammtímaveikindi. 

Ef meðvirkni fær að grassera óáreitt þá erum við að eyða tíma, fé og fyrirhöfn í fólk sem engan veginn er að standa sig í vinnunni.  Suma er hægt að þjálfa, hjálpa og standa sig betur en aðra langar að taka að sér verkefni sem þeir ráða ekki við.  Þá er mikilvægt að bregðast strax við.  Ef tekin er saman starfsmannaveltan, sálfræðingar o.fl. sem skapast af meðvirkni þá eru þetta gríðarlegir fjármunir.  Þessum fjármunum ætti frekar að verja í að byggja upp sterka stjórenndur.  Landsliðsþjálfarinn passar upp á að allir séu á réttum stað á vellinum og það sama verða stjórndur að gera.

Traust er grunnur að því að góð fyrirtækjamenning fái blómstrað.  Traust brotnar um leið og starfsmenn sjá að stjórnendur taka ekki á erfiðum málum. 

En hvað er til ráða til að vinna bug á meðvirkni á vinnustöðum? Mannauðsteymi póstsins hefur stöðugt fjárfest í sínum stjórnendum til að kynna einfaldar leiðir til að vinna bug á meðvirkni.  Fyrsta skrefið til að ná árangri er að byrja á sjálfum sér.  Ef við tökum ekki á meðvirkni þá gerist ekki neitt.  En stundum gleyma stjórnendur að þeir eru með þessa ábyrgð.  Stjórnendur hafa áhrif og þurfa að hegða sér eftir því.  Stjórnendur átta sig ekki alltaf á því hvaða áhrif þeir hafa í raun og veru. Þeir þurfa að taka af skarið til að brjóta upp meðvirknimynstrin á vinnustaðnum. Til þess að geta gert það þurfum við að vera mjög meðvituð um okkar eigin styrkleika.  Það þarf að þjálfa stjórnendur í að taka á erfiðum málum.  Lykillinn er endurgjöf, ef þú veist ekki hvernig þú ert að standa þig þá er ómögulegt að bæta sig.  Endurgjöf er dýrmætasta gjöfin sem stjórnendur geta fengið og taka strax ábyrgð á því sem kemur upp.  Það byggir upp TRAUST hjá fyrirtækjum þegar það er stöðug endurgjöf. Endurgjöf lágmarkar meðvirkni.  Stjórnendur vita oft ekki í hverju þeir eru bestir eða sístir sem skiptir máli og ekki má ofnota styrkleika því þá verður styrkleikinn að skuggahlið.  Það eru allir snillingar bara hver á sinn hátt.  Ef þú dæmir t.d. fisk út frá því hversu hratt hann klifrar upp í tré þá mun hann alla tíð halda að hann sé ómöguleikur.  Sigríður ræddi um topphegðun og botnhegðun.  Topphegðun er þegar við notum styrkleikana okkar og náum toppárangri en í botnhegðun eru skuggahliðarnar við völd.  Topphegðun er að taka strax á málum – því er topphegðun lykillinn.  Mikilvægt er að skilgreina topphegðun og botnhegðun í fari okkar sjálfra.  Mikilvægt er að allir vinnustaðir skilgreini topphegðun og botnhegðun.  Þá skapast sameiginlegur skilningur allra.  Þetta er því ekki flókið.  Með topphegðun sköpum við traust, eflum samheldni, aukum starfsánægju og framleiðni. 

Haustráðstefna Stjórnvísi 2019. Er TRAUST mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?

Þú bókar þig með því að smella hér.
Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel, Gullteigi þann 10.október kl. 09:00-11:00.

Þema ráðstefnunnar: Er TRAUST  mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?  Aðgangur er frír.  

Ráðstefnustjóri:   Guðfinna S. Bjarnadóttir, LEAD consulting - fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. 

Fyrirlesarar: Steinunn Ketilsdóttir, Intellecta - ráðgjafi í stafrænni fræðslu og Antoine Merour frumkvöðull, stofnandi Business Landscape og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnumótunar Riot Games í Evrópu sem er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki í heimi.

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.  

Verið öll hjartanlega velkomin.
Ráðstefnunni verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

Peningur er gjaldmiðill í viðskiptum og segja má að traust sé ósýnilegur gjaldmiðill í samskiptum. Mikilvægi trausts er ekki nýtt af nálinni heldur hvernig fyrirtæki ávinna sér traust og glata því. Rætt verður um traust fyrirtækja út frá viðskiptavinum og starfsmönnum í núverandi breytingum og hvaða áhrif það getur haft á framtíð okkar og fyrirtækja. 

Viðskiptavinir eru mikið nær fyrirtækjum í dag og hafa mun meira um það að segja hvaða traust fyrirtæki hafa í dag í gegnum samfélagsmiðla en var fyrir um áratug síðan. Vaxandi vantraust viðskiptavina á heimsvísu er áhyggjuefni og getur hamlað nýsköpun í fjórðu iðnbyltingunni. Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda í dag er hvernig þau eiga að vinna að því að viðhalda og ávinna sér traust í þeim breytingum sem eru framundan. 

Traust er ósýnilegur gjaldmiðill sem nærir árangursrík fyrirtæki. Það dregur úr núningi, flýtir fyrir ákvarðanatöku, opnar fyrir nýsköpun og hvetur til hámarks þátttöku starfsmanna. Við munum styðjast við nokkur dæmi um fyrirtæki sem settu traust sem kjarna í sínu viðskiptamódeli til að fá innblástur. Ræða síðan hvernig leiðtogar geta fyllt fyrirtæki af eldmóði með því að veðja á traust frekar en stjórnun.

Skaðleg skrifstofumenning.

Steinar Þór Ólafsson markaðsstjóri Skeljungs og menntaður leikfimikennari í grunninn var fyrirlesari í morgun fyrir fullu húsi í Iðunni, fræðslusetur.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun hjá Stjórnvísi. 
Steinar þór hefur skrifað fjölda pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um málefni sem tengjast því hvernig tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum og mörkin á milli vinnu og einkalífs orðin óskýr með tilheyrandi streitu. Áhugi hans er á því hvernig manneskjan nær árangri, hvort heldur er í íþróttum, áhugamálum eða í vinnunni.  Markmið hans er að fólk sjái vinnuna í nýju ljósi. 
Steinar nefndi nokkur fyrirtæki sem eru búin að stytta vinnudaginn eins og Hugsmiðjuna (sem selja útselda vinnu) sem stytti vinnudaginn í 6 klst. og jókst framlegðin heilmikið og veikindadögum fækkaði.  Einnig nefndi hann Hjallastefnuna og Reykjavíkurborg sem vinnustaði sem eru búnir að stytta vinnuvikuna. Á Íslandi í dag eru 70% vinnustaða með opin vinnurými. Allar rannsóknir staðfesta að það er ekki meiri framlegð af fólki sem vinnur saman í vinnurými en það sem skiptir máli er mötuneytið.  Almennt henta opin vinnurými ekki vel.  Steinar nefndi rannsókn þar sem David Kreg spurði hvað hefði mest áhrif á vinnusemi og flestir svara því að það séu vinnufélagarnir. Á mörgum vinnustöðum vantar reglur um opin vinnurými.  Adam Grant https://www.adamgrant.net/biovinnusálfræðingur frá Bandaríkjunum, þekktur Ted fyrirlesari, höfundur fjölda ritrýndra greina og metsölubóka segir að vinnusemi snúist um að koma sér í flæði. Til að geta haft vinnufrið er mikilvægt að bóka sig t.d. á fundi með sjálfum sér. (deep work góð bók). Einnig er mikilvægt að bóka alla aðra fundi á einum eða tveim dögum vikunnar. Mikilvægt er að fækka fundum eins og kostur er og vera alltaf með á hreinu hvað á að fá út úr fundinum. Oftar en ekki enda fundir á að fleiri verkefnum er úthlutað en ekki með því að verkefni eru leyst.  Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að búa sér til samskiptastefnu sem inniheldur hvenær má hafa samband við starfsmenn, hvenær má senda póst o.þ.h. Í Frakklandi er skylda að móta samskiptastefnu á vinnustöðum þar sem eru yfir 50 manns og fleiri.  Sum fyrirtæki loka póstþjónum fyrirtækjanna hálftíma eftir lokun og opna fyrir hann hálftíma fyrir opnun.  Misræmi væntinga og veruleika er mikið varðandi vinnuna því 87% Bandaríkjamanna segjast ekki tengja sig við vinnuna sína.  En er ástríða meðfædd eða áunnin.  Ástríða er eitthvað sem þú þroskar með þér.  Hjá flestum kemur ástríðan á dýptina þ.e. taka að sér verkefni og finna ástríðuna í því sem þú ert að gera. 

Eldvarnir fyrirtækja

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í OR um eldvarnir fyrirtækja. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess. Reglugerðin kallar á meiri kröfur og var farið yfir á fundinum á greinargóðan hátt hvaða þættir það eru sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér. Eigandi hússins er alltaf ábyrgur fyrir að skipa eldvarnafulltrúa en bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu. 

Einar Bergmann fagstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðaláherslur Slökkviðliðsins að vernda líf og heilsu, að fólki sé ekki ógnað og allir komist út án verkfæra og hjálpar annarra og að eigendur taki ábyrgð á byggingum. Slökkviliðið er komið með skýra ferla. Ferli slökkviliðsins er að 1. Slökkvilið kemur og spyr spurninga 2. Eigendur eiga að vera með skjalfestingu í lagi. 3. Ef skjalfesting er ekki í lagi er beitt þvingunum samkvæmt lögum.

Íris Guðnadóttir frá Securitas kynnti þjónustu fyrirtækisins varðandi  eldvarnarúttekt og úttekt á brunavörnum. Bæði er horft til öryggis fólks og eignaverndar. Securitas er með 43 skoðunaratriði og 306 undirliði.   Securitas gengur um húsnæðið og tekur myndir.  Síðan er eldvarnarúttektin kynnt fyrir verkkaupa og hann sér hvernig staðan er.  Securitas býður upp á tól fyrir stjórnendur varðandi hvað liggur á að gera.  Húsnæðið er mappað upp og eftirlit er mánaðarlegt framkvæmt af öryggisvörðum Securitas með Guardtools.  Öryggisverðir fá sinn gátlista, taka myndir og senda athugasemdir.  Stjórnendur fyrirtækja eru því vel upplýstir um stöðu síns fyrirtækis og verið er að huga að öryggi starfsfólks og eignavernd.  Skv. tölum frá Mannvirkjastofnun voru 200 útköll 2018 vegna bruna í byggingum. 

 

 

 

Viðskiptavinurinn í öndvegi - ávinningurinn með skráningu á vegferð og upplifun viðskiptavinarins

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) ásamt þjónustu- og markaðsstjórnarhópi á vegum Stjórnvísi var í morgun með spennandi kynningar um skráningu á vegferð viðskiptavinarins og ávinning með slíkri vinnu í að bæta þjónustu. Fundurinn var haldinn í Eimskip. Áhersla var lögð á að sýna hvernig slík skráning nýtist í að bæta viðskiptaferla í rekstrinum. Rætt var hvernig fyrirtæki geta nýtt yfirlitið ásamt endurgjöf frá markaði í að bæta þjónustu sérstaklega þeim snertiflötum sem snúa að viðskiptavinum.

Vilborg Þórðardóttir, sérfræðingur í Global Customer Experience hjá Marel, fjallaði  um skráningu á vegferð viðskiptavina Marel. Vilborg sýndi yfirlit sem sýnir þjónustuvegferð viðskiptavina fyrirtækisins og hvernig Marel nýtir slíkar upplýsingar í að bæta þjónustu. Marel hefur lagt aukna áherslu á þjónustuna við viðskiptavininn.  Marel er í dag í 30 löndum út um allan heim og starfa 6000 manns hjá fyrirtækinu.  30% af tekjum koma frá upphaflegri sölu á tækjum en 40% koma af þjónustu við tækin og 30% af aukasölu við tækin.  Viðskiptavinurinn er í öndvegi og þar skiptir máli að öll yfirstjórn standi saman og að þjónusta skipti jafnvel meira máli en sala á tækjum.  Samband við viðskiptavininn er oft einungis í höndum eins aðila og aðrir fá ekki upplýsingar um stöðuna því er mikilvægt að hafa kerfi þar sem aðrir starfsmenn geta haft aðgengi að upplýsingum um viðskiptavininn. NPS skor er notað til að varpa sýn á viðskiptavinaupplifun hjá Marel ásamt Customer jurney.  Vilborg skipti fyrirlestri sínum upp í eftirfarandi þætti: Customer focused leadership -understanding the customer -design the experience-empower the front line- measure what matters- feedback drives contiinous improvement.  Stefnan skiptir öllu máli þegar verið er að hanna þjónustu við viðskiptavininn.  Fókusað er á hjá Marel að það sé ein menning alls staðar.  Til þess að skilja viðskiptavininn notar Marel NPS, kannanir, og önnur kerfi. Eftir hverja heimsókn til viðskiptavinar er mælt NPS skor.  „Hversu líklegt er að þú mælir með þjónustu Marel við vini þína?“ á skalanum 1-10.  Hringt er í alla sem gefa skorið 0-6.  Svör eru skoðuð í rauntíma og sést strax hvað viðskiptavinurinn er ánægðastur með eða óaánægður með.  Hægt er að greina skorið niður á lönd og vélar. En hvað er gert við öll svörin sem koma bæði gagnvart viðskiptavininum og starfsmanninum.  Customer Journy mapping hefur reynst vel til að átta sig á heildarmyndinni.  1. Hver ber ábyrgð á samskiptum 2. Hverjar eru væntingar viðskiptavinarins o.fl. Í grunninn ertu að mappa vegferðina, hverjar eru tilfinningar viðskiptavinarins á hverjum stað og mæla hvert skref í ferlinu. „Selja-söluferli-kaupa vél-uppsetning-notkun-þjónustuver“.  Þetta gefur heildarupplifun viðskiptavinarsins í hverju skrefi.  Er þjónustan í gegnum síma eða vef?  Hvað vill þitt fyrirtæki vera að mæla?  Dæmi vélin bilar, hvað gerist þá? En hvað er á bakvið? – Vilborg mælir með Service Blueprint. Það er heildarupplifunin sem skiptir öllu máli og að vita hvað skiptir öllu máli. 

Magnús Ívar Guðfinnsson, Global Service Excellence Manager hjá Marel, fylgdi á eftir og sýndi fram á mikilvægi þess að tengja ferla og skipulag við snertifleti við viðskiptavininn. Þættir sem styðja við Service Blueprinting eru 1.áskoranir í að veita góða þjónustu og umbætur sem stuðla að bættri vegferð viðskiptavinarins.  

Í dag eru mælingar að verða miklu mikilvægari en áður og verðmætasta auðlind fyrirtækja gögn.   Gögnin liggja í kerfunum.  1. Quality management (ISO Quality system (ISO Quality system, quality handbbok ..) 2. Business Processs management (end to end process, process repository ..) 3. Digital Process Automation (DPA) 1. Servicce blueprint, agile process solution, wide processes, great customer experience via digital process automation, design apps and web applications, application. Yfirleitt eru fyrirtæki góð í að koma vörum frá sér en erfiðara að fá upplýsingar sem styðja síðan við starfsfólkið.  Viðskiptavinurinn hefur ákveðna kanala inn í fyrirtækið t.d. í gegnum 1. Vefsíðu 2. Sölu. 3. NPS skorið 4. Endurgjöf í þjónustukönnunum. 

Hvað geturðu gert við of mikið magn af upplýsingum?  Það er afskaplega erfitt og betra að fá reglulega endurgjöf, strax sést hvar má bæta sig.  Mikilvægt er að skrá ferla alveg sama hve fyrirtækið er lítið því þá sést strax hvar kreppir að.  Af hverju virkar ekki salan nægilega vel? Hvað heldur aftur af okkur að gera betur?  Nýir viðskiptavinir tilheyra kynslóð sem vill fá svör strax.  Einfaldleikinn skiptir öllu máli í þjónustu og að standa við það sem við segjum að við ætlum að gera.  Mikilvægt er að halda þjónustustigi við viðskiptvininn svo heildarupplifunin sé góð.  En hverjar eru áskoranirnar við að veita góða þjónustu? 1. Fólk (stjórnandinn)– 2. ferli (óljóst hver á ferlana) – 3. tækni (er hún í lagi). Moments of Truth er samtalið við viðskiptavininn, mikilvægt er að passa upp á að allt heildarferlið sé gott þ.e. einnig reikningagerðin.  Má þjónustuver fella niður reiking, passa að gera framlínunni kleift að klára verkefnið.  Passa sig á flöskuhálsum (ráða fleiri starfsmenn, fá aðra í verkefnið, eða sjálfvirknivæða). Mikilvægt er að skoða flæði í flöskuhálsum í mínútum.  En hvað er hægt að gera til að bæta sig gagnvart viðskiptavininum?  Horfa á NPS skor og hafa strax samband við þá sem eru á bilinu 0-3.  Mikilvægt er að hringja í óánægða viðskiptavini, ekki senda þeim tölvupóst.  Ganga í gegnum ferlið og sjálfvirknivæða eins mikið og hægt er til að auðvelda viðskiptavininum.    

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, Director Service & Customer Experience, kynnti stofnun nýrrar Customer Experience deildar hjá Icelandair og talaði um áskoranirnar og tækifærin. Hún  sýndi einnig vegferð í bætingu á ferlum er varðar upplifun viðskiptavina Icelandair. Ingibjörg fékk það verkefni að stofna þjónustudeild 2017 því vörurnar vantaði eiganda.  Áhafnir Icelandair fá frábæra endurgjöf en taska getur veitt neikvæða upplifun þ.e. ef taska týnist.  Það vantaði að fylgja eftir heildarupplifun, fara úr sílóum yfir í heildarþjónstu.  Búinn var til algjörlega nýr ferill „engagement journey´s og NPS er aðalscore hjá Icelandair, ef vél er sein fer allt af stað þ.e. lakari endurgjöf á alla aðra þjónustu.  Customer Support er ný deild sem tekur á málum sem er ekki hægt að leysa á staðnum af framlínustarfsmönnum.  Mikilvægasta sem þau gera er að hlusta á viðskiptavininn.  NPS er mælt á hverja einustu vél til að sjá nákvæmlega hvað það er sem er að.  Ekki flækja málið, þetta á að vera einfalt.   Icelandair ákvað að taka sérstaklega 2 ferli fyrir þ.e. börn sem ferðast ein og fatlaða – röktu ferlið frá a-ö með þessum hópum og löguðu ferlið.  Customers experience kemur fyrst, síðan koma tekjurnar.  Árangurinn hefur verið gríðarlegur og seinkanir hafa farið niður um meia en 50% frá því í fyrra.  Ingibjörg endaði erindi sitt á að skilgreina hvað er þjónustustefna? Það er að vera með eitthvað ákveðið sem farþegar tengja við t.d. gildi sem allir starfsmenn skilja eftir þeirri þjónustu sem þeir veita,

 

 

Fullur salur hjá Origo þegar fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Origo tók á móti gestum þar sem fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Anna Beta Gísladóttir eigandi Ráðar og stjórnarmeðlimur faghóps um jafnlaunastjórnun sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal. Hún fjallaði á viðburðinum um snertifleti jafnlaunastjórnunar og ISO stjónunarkerfa ásamt því að veita yfirlit
yfir helstu verkefni við innleiðingu Jafnlaunastaðals.

Kristín Björnsdóttir sérfræðingur hjá Origo veitti yfirsýn yfir reynslu Origo af innri úttektum með CCQ og hvernig beita má kerfinu við framkvæmd og skipulag úttekta.

Gná Guðjónsdóttir vottunarstjóri hjá Versa vottun fjallaði um hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum var streymt af Facebook síðu Stjórnvísi og er aðgengilegur þar. Ítarefni fundarins má finna hér.

Þökkum fundargestum fyrir komuna og fyrirlesurum fyrir áhugaverð erindi.

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á námskeiði Staðlaráðs þann 18. september um jafnlaunastaðalinn og innleiðingu:

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Stefnir fyrirtækið að jafnlaunavottun? Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja  innleiðingarvegferðina.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir.

Nánari upplýsingar og skráning >>

Þróun og uppbygging Keflavíkurflugvallar - Áætlun og stefnumótun til framtíðaðar.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í dag fjölmennan fund í ISAVIA þar sem þeir Pálmi Freyr Randversson og Brynjar Vatnsdal fjölluðu um þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til framtíðar og áætlanir sem unnar eru til lengri og styttri tíma.  Einnig hvernig stefnumótun Isavia endurspeglast í þróunar- og uppbyggingaráætlunum Keflavíkurflugvallar og hvernig áætlanir flugvallarins hafa áhrif á stefnumótun félagsins.

Gildi ISAVIA eru öryggi, samvinna og þjónusta og snerti ISAVIA 10 milljónir farþega sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll 2018.  ISAVIA er í samkeppni við aðra flugvelli í Evrópu og er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.  Fjórtán hundruð manns starfa hjá ISAVIA þar af 280 hjá dótturfélögum.  ISAVIA er með starfsstöðvar um allt land og halda utan um alla flugvelli á Íslandi.  Ísland er með eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims 5,4milljónir ferkílómetra.  Árið 2018 voru yfir 700 þúsund farþegar árið 2018 innanlands.  Starfsemi hefur vaxið gríðarlega á síðasta ári. Heildarfjöldi beinna starfa tengt Keflavíkurflugvelli eru 8000, fyrir hverja 10% aukningu í flugtengingum eykst þjóðarframleiðsla um 0,5%.  Um 19.700 störf eru tengd flugvöllum á Íslandi. ISAVIA gaf út þróunaráætlun, masterplan fyrir flugvöllinn 2014 sem er breytt í takt við stækkun flugvallarins. Árið 2014 var farið í hönnunarsamkeppni sem hjálpar til við að mæta auknum fjölda farþega og leggur línurnar fyrir að flugstöðin stækki á allan hátt þ.e. flugbrautir o.fl.  Einnig var unnin umhverfisáætlun til framtíðar um sjálfbæra þróun flugvallarins.  Með þróunaráætlun til 2040 er búið að leggja línurnar og allir vita í hvaða átt er verið að fara. Alltaf er verið að horfa til lengri tíma og valkosti innan þróunaráætlunarinnar.Mikil vinna hefur verið unnin í að skilgreina stefnu ISAVIA í hönnun þar sem sett er stefna um hvernig hönnun, stemming og upplifun flugstöðin á að halda. Nýjar reglugerðir kalla á stækkun flugvallarins á biðsvæðum. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?