Fréttir og pistlar
Myndir af viðburðinum má nálgast hér. Í dag, þann 21. ágúst 2020, veittu Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og var þeim jafnframt veitt nafnbótin „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“.
Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg fyrir tæpum áratug síðan. Með tilkomu þess var ætlunin að bæta stjórnarhætti fyrirtækja á Íslandi og auka eftirfylgni stjórna þeirra við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi.
Í verkefninu felst að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sinna. Einnig er könnuð fylgni við leiðbeiningarnar, almennar reglur og lög sem gilda um starf stjórna.
Í ársbyrjun 2020 tók Stjórnvísi, stærsta fagfélag landsins um stjórnun, verkefnið og framkvæmd þess að sér, en fram að því hafði Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti hjá Háskóla Íslands sinnt því allt frá tilkomu þess u.þ.b. áratug áður.
Fyrirtækin sem hljóta þessa eftirsóttu nafnbót að þessu sinni, eru:
Arion banki hf.
Eik fasteignafélag hf.
Íslandsbanki hf.
Íslandssjóðir hf.
Kvika hf.
Landsbankinn hf.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
Mannvit hf.
Reginn hf.
Reiknistofa bankanna hf.
Reitir hf.
Stefnir hf.
Sýn hf.
Tryggingamiðstöðin hf.
Vátryggingafélag Íslands hf.
Vörður hf.
Ölgerðin Egill Skallagríms hf.
Öll eru þessi fyrirtæki vel að nafnbótinni komin, starfshættir stjórna þeirra eru vel skipulagðir og þeir ásamt framkvæmd stjórnarstarfanna til fyrirmyndar.
Stjórn Stjórnvísi setur velferð samfélagsins í forgang og hvetur stjórnendur faghópa til þess að leita nýrra leiða og halda sem flesta fundi á meðan þetta ástand varir í fjarfundarbúnaði. Mikilvægt er að fylgjast vel með nýjustu upplýsingum á vef landlæknis. Varðandi boð Stjórnvísi til stjórna faghópa um að hittast á veitingarstað í hádegi og ræða dagskrána þá er hverri og einni stjórn í sjálfsvald sett að þiggja boðið, eiga það inni, hittast á veffundi eða hafa blöndu af hvoru tveggja, um að gera að ákveða í sameiningu hvað hentar hverjum og einum best.
Við vekjum athygli á Kick off fundinum í næstu viku sem haldinn verður á TEAMS ásamt fundinum með Maríu Ellingsen „Hver er galdurinn á bakvið góðar kynningar“. Þema stjórnar árið 2020-2021 er „Ár aðlögunar“ og verður Haustráðstefna Stjórnvísi tengd því. Um að gera að bóka sig sem fyrst þann 8.október kl.09:00-11:00.
Hægt er að nálgast þrjá hlaðvarpsþættir á Spotify:
- Framtíðir#1: Sviðsmyndir og framtíðarfræði.
- Framtíðir#2: Framtíðir í menntamálum.
- Framtíðir#3: Vinnustaðir og venjur.
Leitið undir Framtíðir
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um leiðtogafærni og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér.
Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps.
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Áslaug Ármannsdóttir formaður, Berglind Björk Hreinsdóttir Hafrannsóknarstofnun, Berglind Fanndal Káradóttir Rannís, Bragi Jónsson BYKO, Elín Ólafsdóttir Flugger, Elísabet Jónsdóttir Löður, Gestur K Pálmarson sérfræðingur, Hafdís Huld hjá Rata, Helga Elísa Þorkelsdóttir Medís, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Ída Jensdóttir Hafnarfjarðarbær, Lilja Gísladóttir Íslandspóstur, Linda Rós Reynisdóttir Þjóðskrá, Laufey Guðmundsdóttir Markaðsstofa Suðurlands, Sara Valný Sigurjónsdóttir Marel, Sigríður Þóra Valsdóttir Háskólinn á Bifröst, Unnur Magnúsdóttir Dalecarnegie og Þórhildur Þorkelsdóttir Veitur.
Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér og hér er nánari frétt af viðburðinum ásamt frétt í Viðskiptablaðinu.
Í ár var það Krónan sem dómnefnd taldi eiga eftirtektarverðustu skýrsluna og hlaut viðurkenninguna
Að þessu tilefni hélt Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland erindi þar sem meðal annars kom fram að aukin áhersla á útgáfu samfélagsskýrslna eru svar við auknum kröfum fjárfesta og stjórnvalda.
Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin.
„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf" - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar.
Alls bárust 27 tilnefningar og voru það 19 skýrslur sem hlutu tilnefningu - skýrslurnar má allar nálgast hér: https://samfelagsabyrgd.is/samfelag…/samfelagsskyrslur-2019/
Nýlega hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund. Stjórnina skipa þau Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Advania formaður, Ásdís Erla Jónsdóttir Háskólinn í Reykjavík, Guðný Halla Hauksdóttir OR, Ingi Björn Sigurðsson sjálfstætt starfandi, Jón Gunnar Borgþórsson stjórnunarráðgjafi, Ósk Heiða Sveinsdóttir Pósturinn, Sigríður Harðardóttir Strætó, Stefán Hrafn Hagalín Landspítalinn og Steinunn Ketilsdóttir Intellecta.
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður Stjórnvísi fór á fundinum yfir dagskrá og markmið dagsins. Þá kynnti Aðalheiður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi eins og ný stjórn endurspeglar. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Ár aðlögunar“. Aðalheiður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2020-2021 þar sem m.a. var sammælst um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni 5. samskipti væru opin og eðlileg og 6.vera á staðnum.
Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi.
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um loftslags- og umhverfismál. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér. Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Stefán Kári Sveinbjörnsson Landsvirkjun formaður, Berglind Ósk Ólafsdóttir BYKO, Guðný Káradóttir Loftslagsráð, Jóhannes Þorleiksson Veitur, Líf Lárusdóttir Terra, Sigríður Ósk Bjarnadóttir VSÓ, Sigrún Melax Jáverk og Þóra Birna Ásgeirsdóttir Elkem.
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni. Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins. Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.
Ágætu félagar í faghóp framtíðarfræða
Aðalfundur hópsins var haldinn mánudaginn 25 síðastliðinn eins og boðað hafði verið. Það var góð mæting, um 25 þátttakendur. Fundurinn byrjaði með stuttu innleggi frá Sævar Kristinssyni, sem hann nefndi Tækifæri í nýju starfsumhverfi. Síðan var farið yfir viðburði síðustu misseri. Í kjölfarið var hugarflug um áhugaverða efni og viðburði fyrir haustönnina. Í viðhenginu, undir ítarefni, eru tvö skjöl, annað um viðburði og atrið er tengjast síðasta starfsári ásamt dagsskrá fundar og svo slæður Sævars, en aftasta slæðan inniheldur niðurstöður hugarflugsins, sem Sveinbjörn Ingi Grímsson frá KPMG tók saman.
Eftirfarandi aðilar voru tekin inn í stjórn hópsins:
- Ollý Björk Sigurðardóttir, deildarstjóri viðskiptasviðs – Terra
- Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, þjónustusvið/starfsmannamál – VR
- Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri - Jarðvarmi og vindorka- Landsvirkjun
- Theodór Carl Steinþórsson, deildarstjóri, þróun og sérlausna – Securitas
- Guðný Káradóttir – Loftslagsráð
- Gunnar Haugen, CCP games
Hlökkum til nýrra viðburða í haust. Takk fyrir samstarfið á síðustu önn og gleðilegt sumar, Karl Friðriksson
Aðalfundur stjórnar um jafnlaunastjórnun var haldinn í gegnum Teams 28. maí 2020.
Á fundinum var farið yfir helstu áherslur stjórnar, ný stjórn var kjörinn og fjallað var um helstu áherslur næsta starfsárs.
Stjórn Jafnlaunahóps árið 2020-2021
Þann 7.maí fór fram aðalfundur stjórnar faghóps um upplýsingaöryggi en faghópurinn var stofnaður þann 19.nóvember 2019. Á fundinum var farið yfir störf faghópsins síðan hann tók til starfa ásamt því að ný stjórn var kjörin.
Stjórn faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi árið 2020-2021 skipa:
-
- Anna Kristín Kristinsdóttir, Isavia. Formaður
- Arnar Freyr Guðmundsson
- Davíð Halldórsson, KPMG
- Hrefna Arnardóttir, Advania
- Jón Elías Þráinsson, Landsnet
- Margrét Kristín Helgadóttir, Fiskistofa
- Margrét V. Helgadóttir, Pósturinn
- Margrét Valdimarsdóttir, Credit Info
- Jón Kristinn Ragnarsson, Ion ráðgjöf (nýr)
Við þökkum fráfarandi stjórnarmeðlimum kærlega fyrir störf sín og bjóðum nýja stjórn hjartanlega velkomna til starfa.
Á aðalfundi 6.maí 2020 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania, formaður (2020-2021).
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2020-2021).
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021).
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021).
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Kosin voru í fagráð félagsins:
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022).
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021).
Nótt Thorberg, forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021).
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022).
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022).
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022).
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022).
Fundarstjóri aðalfundar var Sigríður Harðardóttir og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.
Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2020. Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Tillaga verður lögð fram að lagabreytingu á 6.gr til þess að tryggja að þekking haldist í stjórn félagsins og var hún samþykkt. Áður voru 7 aðalmenn og 2 varamenn og gátu varamenn þá boðið sig fram 2svar.
6.grein hljóðar svo í dag:
6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
eftir breytingu:
"Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár".
Fjarráðstefna (zoom)
Karin Tenelius, sænskur markþjálfa frumkvöðull, leiðtogaþjálfi og rithöfundur bókarinnar Coaching Jobseekers mun halda erindi um það hvernig á að þjálfa upp sjálfbær teymi. Erindið verður haldið á ensku.
12 mismunandi útskriftarerindi framhaldsnema í markþjálfun veita einlægan innblástur þar sem þau lýsa sinni framtíðasýn.
Fjarráðstefnan verður haldin í Zoom fundarherbergi þar sem aðeins fyrirlesarar verða í mynd. Þú færð aðgangsslóðina og upplýsingar sent til þín í tölvupósti eftir að þú hefur skráð þig.
Meira um ráðstefnuna hér og skráningu.
Vertu velkomin!
Þann 29.04 var haldinn aðalfundur stjórnar faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM). Farið var yfir störf faghópsins síðan á síðasta aðalfundi og ný stjórn kjörin. Í stjórnina í ár skipa 11 aðilar víðsvegar að úr atvinnulífinu og af þessum ellefu eru þrír nýir:
Stjórn faghóps Stjórnvísis um stjórnun viðskiptaferla (BPM) árið 2020/2021 :
- Erla Jóna Einarsdóttir – Marel, formaður
- Hildur Gylfadóttir – Borgarplast, varaformaður
- Jón Kolbeinn Guðjónsson – Isavia, ritari
- Magnús Ívar Guðfinnsson -ANSA
- Heiða Njóla Guðbrandsdóttir – Icelandair
- Lísa Vokes-Pierre – Össur
- Hrafnhildur Birgisdóttir – Landsbankinn
- Björn Sighvatsson - Marel
- Ingi Sturla Þórisson – Veitur (Nýr)
- Aðalsteinn Ingólfsson – Marel (Nýr)
- Helga Kristjánsdóttir – Isavia (Ný)
Magnús Ívar Guðfinnsson er fráfarandi formaður en hann heldur áfram að starfa í stjórn hópsins. Er honum þakka kærlega fyrir sín störf undanfarin ár. Faghópurinn hefur starfað í sex ár en fyrsti fundur hans var haldinn 11.apríl 2014 og hann telur 295 meðlimi.
Við þökkum líka gömlu stjórninni kærlega fyrir samstarfið síðastliðið ár og nýja stjórn bjóðum við velkomna til starfa.
Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:
Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.
Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?
1 og 2 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/
Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.
Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.
3 og4 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/
Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?
Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.
5 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/
Í dag var haldið aðalfundi hjá faghóp Gæðastjórnun og ISO þar sem ný stjórn var kosið:
Maria Hedman, Origo (formaður)
Arngrímur Blöndahl, Staðlaráð Íslands.
Rósa Guðmundsdóttir, Strætó
Elín Björg Ragnarsdóttir, Fiskistofa.
Rut Vilhjálmsdóttir, Strætó
Ingi Eggert Ásbjarnarson, Isavia
Birna Dís Eiðsdóttir, Versa Vottun
Bergþór Guðmundsson, Sorpa
Magnús Guðfinnsson, Marel
Jóna Björg Magnúsdóttir, Seðlabanki Íslands
Við þökkum gömlu stjórnin kærlega fyrir gott samstarf síðasta árs og óskum sömuleiðis nýja stjórnin velkomin til starfa.
Félag markþjálfa á Íslandi býður fólki í framlínu markþjálfun án endurgjalds til að styðja ykkur og hvetja í ykkar störfum á COVID-19 tímum. Ef þú vilt þiggja þessa gjöf vinsamlegast skráðu þig hér
Dagskrá Stjórnvísi hefur verið fjölbreytt og fundir vel sóttir í vetur og þar ber að þakka kröftugum og metnaðarfullum stjórnum faghópanna. Eftir að samkomubann var sett á hafa nokkrir faghópar boðið upp á vel sótta fjarfundi. Nú er tækifæri fyrir áhugasama til að bjóða sig fram í stjórnir faghópa 2020-2021 því markmiðið er að allar stjórnir verði fullskipaðar fyrir aðalfund félagsins sem fram fer 6.maí 2020.
Allar upplýsingar um stjórnir faghópa má sjá hér . Einhverjar stjórnir eru þegar fullskipaðar en aðrar eru að endurnýja sig. Það er einstaklega gefandi og skemmtilegt að starfa í stjórn faghóps, þú kynnist nýju kraftmiklu og áhugaverðu fólki, nýjum fyrirtækjum, kemur hugmyndum á framfæri og færir þínum faghóp brautargengi með áhugaverðri fræðslu og nýrri þekkingu. Einnig er tækifæri til að mynda stjórn og endurvekja faghópa sem ekki eru lengur virkir.
Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband sem fyrst við formenn faghópa Stjórnvísi og/eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is sem veitir allar nánari upplýsingar.
Nafn | Faghópur | Netfang |
María Guðmundsdóttir | Fjármál fyrirtækja | mariag01@simnet.is |
Karl Friðriksson | Framtíðarfræði | karlf@nmi.is |
Jón Gunnar Borgþórsson | Góðir stjórnarhættir | jonbo@mid.is |
Maria Hedman | Gæðastjórnun og ISO staðlar | maria.hedman@origo.is |
Ingibjörg Loftsdóttir | Heilsueflandi vinnuumhverfi | ingibjorgl@virk.is |
Gyða Björg Sigurðardóttir | Jafnlaunastjórnun | gyda@radur.is |
Einar Guðbjartsson | Kostnaðarstjórnun | procontrol@procontrol.is |
Lilja Erla | Lean - Straumlínustjórnun | liljaj@vis.is |
Sigrún H. Sigurðardóttir | Mannauðsstjórnun | shsfossdal@hotmail.com |
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir | Markþjálfun | agusta.sigrun@outlook.com |
Irina S. Ogurtsova | Málefni erlendra starfsmanna | irina.s.ogurtsova@reykjavik.is |
Hildur Georgsdóttir | Persónuvernd | hildur@rikiskaup.is |
Ásdís Gíslason | Samfélagsábyrgð fyrirtækja | addygislason@gmail.com |
Steinunn Ketilsdóttir | Stafræn fræðsla | steinunn@intellecta.is |
Þuríður Stefánsdóttir | Stefnumótun og árangursmat | ts@innnes.is |
Magnús Ívar Guðfinnsson | Stjórnun viðskiptaferla (BPM) | mgudfinnsson@gmail.com |
Dagmar I. Birgisdóttir | Umhverfi og öryggi | y.dagmar1@or.is |
Anna Kristín Kristinsdóttir | Upplýsingaöryggi | annakk86@gmail.com |
Anna Kristín Kristinsdóttir | Verkefnastjórnun | annakk86@gmail.com |
Einar Guðbjartsson | Virðismat og virðismatstækni | procontrol@procontrol.is |
Daði Rúnar Jónsson | Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring | dj@agr.is |
Rannveig Hrönn Brink | Þjónustu- og markaðsstjórnun | rannveigbrink@gmail.com |
David Wood sem heimsótti okkur á síðasta ári, frá London Futurist, stóð fyrir samtali framtíðarfræðinga um covit -19 á netfundi þann 26 mars síðastliðinn. Hér er vefslóð þar sem hægt er að horfa á samtalið, kær kveðja, Karl
https://www.youtube.com/watch?v=fkQCH3tbMBg&feature=emb_logo