Fréttir og pistlar

Stofnaður faghópur um málefni erlendra starfsmanna.

Þann 11. mars var sendur póstur til allra Stjórnvísifélaga og óskað eftir áhugasömum aðilum að koma í stjórn faghópsins.  Alls sýndu 16 aðilar áhuga og verður á næstu dögum mynduð 10 manna stjórn.   Nú þegar er búið að vekja athygli á áhugaverðum viðburði í næstu viku á vegum félagsmálaráðuneytisins í samvinnu við Evrópuráð og Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þú bókar þig hér.
Hér má sjá markmið faghópsins:  Erlendum ríkisborgurum fer fjölgandi á íslenskum vinnumarkaði og því mikilvægt að stjórnendur aðlagi sig breyttu vinnuumhverfi. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsingamiðlunar og umræðu fyrir stjórnendur og fagfólk sem starfa við fjölmenningarlega  stjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki. Fjölmenningarleg stjórnun snýst um að stjórna og styðja starfsfólk af erlendum uppruna, allt frá ráðningu til starfsloka. Þessi málaflokkur er nýr á Íslandi því erlendir starfsmenn byrjuðu ekki að koma til Íslands í miklu mæli fyrr en um síðastu aldarmót. Þess vegna er brýn  þörf á miðlun upplýsinga, faglegri reynslu og aukinni þekkingu á öllum þáttum fjölmenningarstjórnunar á Íslandi.

Fyrirkomulag starfseminnar er þannig að á hverjum fundi verður kynnt ákveðin viðfangsefni sem byggist á þörfum hópsins og að lokum fara fram umræður. Hópurinn stendur einnig fyrir ráðstefnum og miðlar faglegu efni um málefnið. 

 

Ánægðari viðskiptavinir - Vegferð Sjóvá

Árið 2015 var Sjóvá neðst tryggingafélaga í Íslensku Ánægjuvoginni. Það ár tók starfsfólk félagsins ákvörðun um að breyta þessu og setti sér skýr og metnaðarfull markmið. Nú er svo komið að Sjóvá er efst tryggingafélaga í Ánægjuvoginni, annað árið í röð. Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna fjallaði um þetta ferðalag og lýsti því hvernig Sjóvá tókst að auka ánægju viðskiptavina og fara frá því að vera neðst í að vera efst í Ánægjuvoginni. Sigurjón byrjaði á að segja sögu félagsins sem fagnaði 100 ára afmæli félagsins árið 2018.  Í stefnumótunarvinnu 2015 var sett markmið „Sjóvá efst í Íslensku ánægjuvoginni 2018“.  Settir voru vegvísar og markmiðið að gera tryggingar betri.  Vegvísarnir voru breytingarverkefni.  Þarna tók við mjög stórt verkefni og breyta þurfti kúltúrnum innan fyrirtækisins.  Mikilvægt var að allir starfsmenn gætu sett sig í spor viðskiptavinarins og mætast á jafningjagrundvelli.  Hjá Sjóvá er mjög flatur strúktúr og eru allir í opnu rými. Það sem markaðsdeildin gerði frá 2015 var að færa fókusinn af stórum herferðum og unnu markaðsefni sitt þannig að tryggingar og forvarnir á mannamáli kæmust til skila á öllum snerti flötum.  Þessu fylgdi gagnger endur hugsun á því hvernig talað er um tryggingar.  Mikilvægt er að hafa skilaboð stutt og skýr og að of hugsa ekki hlutina.  Sjóvá er með háa starfsánægju og var meðal framúrskarandi fyrirtækja í flokki stærri fyrirtækja og er komið með jafnlaunavottun. Sigurjón sýndi tengslin á milli starfsánægju og ánægju viðskiptavina sem eru mikil.  Í dag er Sjóvá nýbúið að vinna í stefnumótun með öllum starfsmönnum og voru þá sett ný markmið.   

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Einstaklega áhugaverður fundur var haldinn í morgun í Ferðaklasanum í Fiskislóð.  Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun, stefnumótun, markþjálfun, þjónustu og markaðsstjórnun. Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf tók nokkur góð dæmi um á hvern hátt ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Sumar þjóðir vilja hafa allt í röð og reglu og stundvísi skiptir öllu máli á meðan aðrar þjóðir þola meira óskipulag.  Margrét studdist við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, sagði  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengdi við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. Hér má sjá videó um bókina HÉR

 

 

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019.

Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019.  
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru afhent í dag við hátíðlega athöfn á Grand hótel. Fjórir stjórnendur voru verðlaunaðir. 
Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá í flokki yfirstjórnenda, Linda Gunnarsdóttir yfirflugstjóri Icelandair og Sigurður Egill Þorvaldsson leiðtogi framleiðsluskipulags Rio Tinto á Íslandi í flokki millistjórnenda og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir í flokki frumkvöðla. 

Hér má sjá myndir frá hátíðinni, 
Streymi,
umsagnir um verðlaunahafa

Myndband 

Fréttir: forseti Íslands 

Fréttir: Viðskiptablaðið 

Myndatexti:

f.v. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Hermann Björnsson, Linda Gunnarsdóttir, Sigurður Egill Þorvaldsson og Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.   

 

Stafrænt Ísland - Úr fortíð yfir í nútíð

Fjölmenni var í morgun í Fjármála-og efnahagsráðuneytinu á fundi um stafræna vegferð á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun. Það var Guðlaug Dröfn Þórhallsdóttir verkefnastjóri sem fór yfir helstu verkefni, aðferðafræði og áskoranir. Með tækni er í dag hægt að gera hluti sem okkur áður óraði ekki fyrir.  Krafa hjá almenningi er sú að afgreiða sig sjálft á netinu.  Bankar, tryggingarfélag og sprotafyrirtæki eru á fullu að bjóða stafræna þjónustu.  Mikilvægt er að tryggja að það sem gert er á netinu sé jafn öruggt og venjulega afgreiðslu.  Í dag eru rafræn skilríki og Íslykillinn.  83% starfsmanna vilja geta notað stafræna þjónustu og þá er verk að vinna.  Við Íslendingar erum í 43 sæti þjóða hvað varðar stafræna opinbera þjónustu.  Ríkisstjórnin veit að við höfum dregist aftur úr og hefur sett sér stefnuyfirlýsingar.  „Að Ísland búi sig undir að mæta þeim áskournum og nýta þau tækifæri sem felast í sífellt örari tæknibreytingum“ o.fl.  Verkefnið er umfangsmikið og ástandið mismunandi. Við erum að koma okkur úr fortíð yfir í nútíð.  Hlutverk verkefnastofu er vel skilgreint og er notandinn ávallt í forgrunni. Stofnanirnar eru 160  og starfsmenn eru 9 í verkefnastofu.  Skilgreint er hvaða vandamál er nákvæmlega verið að leysa. Það er gert með því að horfa á notandann, ryðja úr huga öllu sem er í veginum, virkja hugmyndaflugið og setja allar hugmyndir fram á borðið.  Varðandi vinnustofur að greina ferlið, þá eru þar sérfræðingar, notendur, lögfræðingar, tölvunarfræðingar. Mikilvægt er að hafa lögfræðinginn nálægt sér.  Lausnir eru búnar til sem þjóna notandanum.  Tekin eru viðtöl og gerðar kannanir til að sjá hvað er verið að leysa.  Í dag þurfa notendur að fara á marga staði sem er kaótískt.  Notandinn treystir því að með því að nota rafræna þjónustu þá sé allt á sama stað.  Nú er verið að vinna í 3 verkefnum til 2010.  Það fyrsta er miðlæg þjónustugátt, allir geti fengið allar upplýsingar um sig á einum stað.  Þar er pósthólf sem hefur að geyma allt sem kemur frá hinu opinbera.  En forsendan fyrir því að svo sé hægt er að tengja alla inn á þessa sömu síðu.  Áskorunin í dag er að finna leið til að tengja þetta allt saman.  Mikilvægt er að allir fari inn á Island.is og kíki í pósthólfið sitt.  Sú vefsíða hefur verið til í 10 ár.  Verið er að endurhanna þennan vef bæði útlitslega og í innihaldi.  Stefnt er að því að ekki þurfi aftur og aftur að slá inn sömu upplýsingum í kerfið. Búið er að gera samstarfssamning við Strauminn sem er þróaður af Eistum og Finnum. Á www.stafraent.island.is er hægt að fylgjast með á næstunni hvað er að gerast og voru allir hvattir til að fylgjast þar með.  

10 ár með 9001 vottun

Í morgun buðu Geislavarnir ríkisins í heimsókn og sagði Elísabet Dolinda Ólafsdóttir gæðastjóri stofnunarinnar frá þeirra reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár. Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum. Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Elísabet Dolinda byrjaði á að segja frá þeirri víðtæku starfsemi sem á sér stað hjá Geislavörnum ríkisins.  Mikið er mælt af farsímasendum og spennustöðvum.  Hlutverk Geislavarna er að eiga mæla sem eru kvarðaðir og réttir, enginn mælir hefur farið yfir viðmiðunarmörk.  Leysir og leysi bendlar eru ekki leikföng og núna er verið að skoða húðflúr-og snyrtistofur.  Þessi tæki geta verið hættuleg ef ekki er rétt með þau farið. Fyrsta vottun Geislavarna kom  2008 og ávinningurinn er gríðarlegur.  Handbókin varð að vera ákaflega einföld.  Ferlum er skipt eftir köflum, stundum eru leiðbeiningar, stefnuskjöl og sérhæfð skjöl.  Fyrir sumt að því sem verið er að gera þarf sérhæfð störf og þá sést hvaða starfsmenn er hæfir og í hvað.  Nýtt er í handbókinni að sjá sérhæfð störf.  Mælingarnar sjást mjög skýrt og mælingar sjást grafískt.  Ódýrt, einfalt og í samræmi við óskir starfsmanna. Geislavarnir hentu öllum verklagsreglum því enginn var að nýta sér þær.  Skjalið er á Excel og vistað sem vefyfirlit, vinnuskjöl eru í Excel og allt sem er virkt er í pdf.  

En hvernig er að vinna fyrir og eftir vottun.  Aðalbreytingin er í ráðningu starfsmanna.  Þjálfun nýrra starfsmanna er öll önnur því allar lýsingar eru til og komast hraðar inn.  Núna er einungis 12 kaflar, í hverjum kafla eru skilgreindar skrár og mappa sem heitir „gamalt“.  Nýir starfsmenn koma með góðar ábendingar um hvernig á að merkja skrár og mappa.  Öll verkefni eru möppuð upp og hver og einn starfsmaður raðar sér eftir hlutverki á verkefni.  Starfslýsingin er útprent á verkefni.  Þurfa að vera starfslýsingar til að fá vottun? Nei, þær eru ekki nauðsynlegar gagnvart vottunaraðilum.  Eitt það ánægjulegasta sem hefur gerst er að starfsánægja er sífellt að aukast.  Í dag styðst stjórnun Geislavarna  við þjónandi forystu í sínu verklagi. Þróunin er sú að nú er verið að horfa meira á væntingar viðskiptavina, staðallinn þvingar mann inn í það. 

Áskorunin í dag er að hafa heildarstefnu Geislavarna ríkisins og síðan koma áherslur í hinum ýmsu málum s.s. Persónuverndarstefna – Jafnréttisstefna – upplýsingastefna – umhverfisstefna -.  Þegar farið var í 2015 vottunina þá þurfti að fara í óvissugreiningu – áhættumat.  Þau notuðu www.oxebridge.com/emma/ sem er ótrúlegur vefur fyrir 9001 með alls kyns tólum sem frábært er að nýta.  Á vefnum eru leiðbeiningar hvernig þú innleiðir ISO 9001 á 40 dögum.  Þarna er hægt að sækja fullt af skjölum.  Vottunaraðilar fara út um allt, sjá kerfin og þú bætir þig í hverri einustu vottun.  Athugasemdirnar frá vottunaraðilunum skipta miklu máli.  Tilvísun í ISO 9001

 

Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur

Faghópur um framtíðarfræði hélt áhugaverðan fund sem tengist svo sannarlega framtíðarfræði. Það voru starfsmenn og forsvarsmenn framtíðarhóp OR sem fjölluðu um markmið og skipulag hópsins og hvernig hann starfar. 

Víðir Ragnarsson sérfræðingur I viðskiptagreind byrjaði á að ræða um stóru myndina og kynnti stefnuhúsið en efst þar er framtíðarsýnin.  Störf OR hafa verið að þróast þannig að hlutfall sérfræðinga og iðnaðarmanna eykst á með hlutfall ófaglærðra og skrifstofufólks fækkar.  Störf eru mjög kynjaskipt t.d. er 5% af iðnaðarfólki konur og 76% af skrifstofufólki.   Konur eru 34% sérfræðinga, 51%stjórnenda og 30% í heildarsamstæðunni.  Orkugeirinn einkennist m.a. af litlum fjölbreytileika, háum starfsaldri og lágri starfsmannaveltu.  Fjórða iðnbyltingin kemur beint við orkugeirann því sjálfvirkni er að aukast margfalt, vélmenni og gervigrein nýtt í miklum mæli.  Helstu áskoranir eru að stjórnendur þurfa að vera djarfir og það þarf að verða breyting á því hvernig starfsfólk hugsar um sig og starfsþróun.  Í dag er gap milli þess sem við þekkjum og þurfum að þekkja, hætta er á því að fyrirtæki nái ekki þeim vexti til að nýta tæknina sem framundan er.  Breytingar á störfum og tækni á næstu árum er þannig að eftir 2 ár verður 42% af því sem við gerum ný störf.  Fyrirtæki þurfa því strax að byrja.  (World Economic Forum report Workforce in 2018 and 2011)  Helstu hindranir eru að fyrirtæki sjái ekki tækifærin og þjálfi ekki starfsmenn til að takast á við nýja tækni. (MCKinsey 2017 – Jobs lost, jobs gained, workforce transitions in a time of automation). Mikil breyting er fyrirsjáanleg.  Í framtíðinni mun starfsfólk eyða meiri tíma í starfsemi sem vélar eru ekki færar um að sinna.  Áskoranir framundan eru að auka áhuga kvenna á tækni-og iðnaðarstörfum sem og námi.  Halda þarf áfram að vekja athygli samfélagsins á þeim vanda sem blasir við.  Hæfni rétta fólksins gæti verið að vera forvitinn. 

Ásdís Eir Símonardóttir mannauðssérfræðingur sagði að sett hefði verið af stað stefnuverkefni tveggja starfsnema úr HR. Færnikröfur eru að breytast mjög mikilð sem og stjórnun. Ef vinnustaðir gera ekki neitt þá verða uppsagnir því starfsfólk mun úreldast.  Koma þarf auga á hættur og  skoða hvernig þau sem framtíðarhópur geta haft áhrif á sköpun framtíðarinnar. Að lokum var Orkuþon “Hackathon” starfsfólks OR kynnt. Hugmynd kom um að halda orkufund.  Sagan hefur kennt okkur að u.þ.b. á 100 ára fresti gerist eitthvað sem veltir öllum iðnaði, tæknin og þekkingin breytist og fyrirtæki verða sterkari.  En hvernig kemur tæknin til með að breyta hverju og einu fyrirtæki? Google leyfa starfsmönnum að vinna 20% af tíma sínum í að skapa lausnir með verkfærakistu frumkvöðulsins. 

 

 

 

 

 

Stjórnunarverðlaunin 2019: Hamingjuóskir til allra sem eru tilnefndir.

Verið hjartanlega velkomin á Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi  fimmtudaginn 28.febrúar kl.16:00-18:00 á Grand Hótel. Þú bókar þig á viðburðinn hér.  Stjórnvísi óskar öllum þeim sem voru tilnefndir innilega til hamingu - sjá lista.  

Alcoa og ný sýn þeirra á heilsu og öryggismál

Guðmundur Benedikt Þorsteinsson, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Alcoa Fjarðaál fór yfir á fundi í Verkís í morgun hvernig Alcoa Fjarðaál hefur breytt um áherslur í heilsu og öryggismálum. Hann kynnti hvernig fyrirtækið tileinkaði sér nýja sýn á heilsu og öryggismál og með því nýja stefnu til framtíðar.Viðburðurinn var samstarf faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, mannauðsstjórnun og Vinnís.

Mikilvægt er að byrja á að skilgreina orðið öryggi, hvað er öryggi? Mikið er talað um að ná betri árangri í öryggismálum.  Mælikvarðinn er yfirleitt fækkun slysa.   Alcoa byrjaði að vinna með mannlega hegðun, hvernig kennum við fólki að gera ekki mistök.  En af hverju þurfti Alcoa að fara að gera eitthvað öðruvísi og hver er þessi nýja sýn? Alcoa vildi ná tökum á banaslysum og fækka þeim.  Guðmundur sagði frá því að öll kerfi voru þannig hönnuð að koma í veg fyrir að eitthvað slys myndi gerast.  Gamla hugarfarið: Atvikalaus vinnustaður er öruggur vinnustaður var það sem Alcoa byggði allt sitt á og skilaði ekki nógu miklum árangri.  Alcoa hefur séð að þrátt fyrir allar öryggisvarnir gerast samt slys.  Það sem Alcoa fór í að gera var að skilgreina öryggi uppp á nýtt.  Nýja hugarfarið: „Öryggi þýðir ekkki að engin atvik eigi sér stað.  Öryggi þýðir að varnarlög séu til staðar.  Guðmundur tók dæmi um varnarlög í bíl; við spennum beltið, púðar springa út, bíllinn er hannaður fyrir að lenda í slysi.  Markmið Alcoa er að stýra hættunni og þetta er þeirra skýring á hvað öryggi er.  Nýjan sýnin er: Hættum að segja „EF“ .... og byrjum að segja „ÞEGAR“.  Hætta er allt sem getur valdið skaða.  Áhættustigið ræðst af skilvirkni varna.  Alcoa var alltaf að búa til reglur um allt mögulegt og ímyndaði sér að þannig myndi slysum fækka.  Að framkvæma eitthvað er varnarlag.  Skilgreint verklag bjargar engum.  Hins vegar að tryggja að því sé framkvæmt er varnarlag.  Regla er góð og gild, hún verður að vera til staðar en er aldrei nóg ein og sér.  5 grunnreglur mannelgrar hegðunar: 1.mistök eru eðlileg 2. Það að kenna um lagar ekkert 3. Það að öðlast þekkingu er nauðsynlegt 4. Kerfið drífur hegðun 5. Viðbrögð stjórnenda skipta öllu máli. 

 

2 sekúndna Lean

Það voru þau Pétur Arason, Maríanna Magnúsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson frá MANINO sem kynntu fyrir Stjórnvísifélögum grunnhugsun 2 Sekúndna Lean (2SL) nálgunarinnar sem í sinni einföldustu mynd snýst um: Að kenna öllum að sjá sóun Fara í stríð við sóun Taka upp myndbönd af umbótum og Aldrei gefast upp!

2SL er sprottið frá frumkvöðlinum, fyrirlesaranum og Lean brjálæðingnum Paul Akers en hann hefur slegið í gegn með einstakri og einfaldri sýn á Lean. Paul, sem er eigandi FastCap og höfundur bókarinnar 2 Second Lean hefur innleitt Lean í fyrirtækinu sínu með því einfalda móttói að hver og einn starfsmaður framkvæmi umbætur á hverjum degi sem nemur allavega tveimur sekúndum. Lætur kannski lítið yfir sér en kraftur stöðugra umbóta kemur fyrst í ljós þegar allir leggjast á eitt og vinna sífellt að umbótum. Allir – alla daga. 

Manino teymið brennur fyrir að breyta stjórnun með því að ýta stjórnendum út fyrir kassann.  En hvað þarf að gera til að fara í slíka vegferð?  Það sem veitir mesta forskotið er að vinna í menningu fyrirtækja.  Slíkt er ekki auðvelt því þá erum við að vinna með fólk.  Lean snýst um stöðugar umbætur, betur í dag en í gær.  En rauntilgangurinn er að þróa starfsfólk og að starfsmenn séu hamingjusamur.  Slíkt hefur allt með menningu að gera.  Þannig fæst meira virði fyrir viðskiptavininn.  Maríanna sýndi myndband sem staðfesti að það er eiginleiki okkar að hjálpa öðrum.  Í dags daglegri vinnu er rýmið okkar oft stútfullt af alls kyns verkefnum sem gera okkur ekki kleift að stunda nýsköpun.  Fyrirtæki eiga að skapa menningu þar sem sést sóun og ferli eru stöðugt bætt og fólk er hamingjusamt í vinnunni.  Um leið og sóun er tekin út þá skapast rými fyrir nýsköpun.  Mikilvægt er að draga úr sóun og gera reksturinn hagkvæmari.  Allt byrjar á okkur sjálfum þ.e. starfsfólkinu. Stjórnendur þurfa að lifa gildin.  Stærstu hindranirnar í umbótamenningu eru: Æðstu stjórnendur, millistjórnendur og verkstjórar.  Ástæðan er sú að þeir eru fastir í viðjum vanans.  Paul A.Akers gaf út bókina 2 sekúndna Lean sem fjallar um hvernig á að þróa fóllk og byggja lean-menningu.  Nálgun hans er að kenna fólki að sjá sóun, fara í stríð við sóun, taka upp stutt vídeó og deila og aldrei að gefast upp.  Hann er með fyrirtækið www.fastcap.com og hann hvetur fólk til að bæta sig um 2 sekúndur á dag.  Að stíga hænufet á hverjum degi er að setja fókus á hlutina og þá vex og dafnar það sem er hlúð að og verður að líffstíl.  Tegundir sóunar eru gallar, hreyfing, seinkanir, biðtími, birgðir, flutningur, óþarfa aðgerðir, offramleiðsla o.fl. 

Guðmundur Þorsteinsson sagði stjórnendur kvarta yfir frumkvæðisskorti hjá starfsmönnum og starfsmenn kvarta yfir hvatningu frá stjórnendum.  Guðmundur sagði breytingar geta gerst hratt.  Hann sýndi einstaklega skemmtilegt myndband af framkvæmdastjóra Heimkaupa. Hægt er að bæta öll ferli.  Í Heimkaup eru umbætur alla daga hjá öllum og þau geta náð 100 litlum  breytingum.  Einnig voru sýndar breytingar í bakenda hjá Krónunni. Videóin eru kúltúrinn sem breytir öllu.  Allir starfsmenn vilja sýna videó og deila.   Fæst fyrirtæki veita starfsmönnum umboð til umbóta en sé það gert gerast töfrarnir.  Að gera video er lykillinn að góðum umbótum. 

Í lokin sýndi Pétur Arason videó frá skrifstofu Alþingis og frá Akureyrarbæ þar sem verið er að dreifa þekkingu. Þegar aðrir sjá að einn starfsmaðurinn er að breyta þá byrja hinir að gera það.  Videóin er gríðarlega góð aðferð. En hvernig breytum við menningu fyrirtæja?  Oft gleymist menningin og tólin eru eingöngu notuð.  Með því að setja upp video er frábært að fá umbætur frá öðrum.  Engin nefnd er að skoða hugmyndir, það þarf að sleppa þessu lausu og gefa fólkinu valdið og leyfa því að breyta sínu eigin starfsumhverfi.  Pappakassi til að setja í hugmyndir í drepur þær því þá er einhver nefnd að vinna úr hugmyndunum.  Allt snýst á endanum um að þjálfa fólk og lyfta því á annað level, búa til umbótamenningu.  Það er ekki hægt að búa til umbótamenningu stöðugra umbóta með því að fara í átök heldur verður það að vera hluti af daglegu starfi.  Umbæturnar eiga alltaf á endanum að hafa áhrif á viðskiptavininn.  Hvernig upplifir viðskiptavinurinn þjónustuna eða vöruna.  Setjið myndavélalinsuna á viðskiptavininn.  Hamingjusamt fólk býr til hamingjusama viðskiptavini.  Settu súrefnisgrímuna fyrst á þig, síðan á börnin.  Þetta er endalaus vegferð, áskorun á núverandi ástand!  Það á að vinna í hamingju starfsmanna daglega. Fyrirlesturinn endaði á frábæru myndbandi frá FESTI.  Árangur og tengsl milli fólks er undirstaða þess að ná aukinni tengsl og betri fyrirtækjamenningu.  Gefðu fólki leyfi til að blómstra!

 

 

Dr. Pauline Muchina frá Kenía ræddi stjórnunarhlutverkið.

Nokkrir faghópar Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið buðu upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. Fundinum var streymt af facebooksíðu Stjórnvísi og má nálgast fyrirlesturinn þar.

Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns

Í morgun buðu sérfræðingar hjá Þjóðskjalasafni Stjórnvísifélögum í heimsókn og fóru yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Frábær mæting var á fundinn. Formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla setti fundinn og kynnti spennandi dagskrá sem er framundan hjá faghópnum.  Farið var yfir hverjir það eru sem eru afhendingarskyldir aðilar og skyldur þeirra. Afhendingarskyldir aðilar eiga að afhenda pappírsskjöl þegar þau eru orðin 30 ára og rafræn gögn ekki eldri en 5 ára.  Skjal eru hvers konar gögn, jafnt rituð sem í öðru formi er hafa að geyma upplýsingar.  Í lokin var tími fyrir spurningar og umræður. Glærur voru einstaklega fræðandi og verða aðgengilegar inn á viðburðinum.

Þjóðskjalasafn bjóða heim

Faghópur um ISO og Gæðastjórnun héldu vel sóttan fund í morgun hjá Þjóðskjalasafn Íslands. Þau fengu Andrea Ásgeirsdóttir og Arni Jóhansson, sérfræðinga hjá Þjóðskjalasafni, til að segja frá og fara yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Góðar umræður sköpuðust í kjölfar erinda. 

Við þökkum Þjóðskjalasafni fyrir móttökunni og við viljum hvetja þátttakendum að skrá sig á skjalafréttir sem má finna hér. 

Námsefni frá Þjóðskjalasafn á Youtube er hér. 

Glærur má finna undir ítarefni viðburðarins.

 

Sprengfull dagskrá í febrúar!

Faghópar Stjórnvísi bjóða upp á frábæra dagskrá í febrúar þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Það sem meðal annars verður á dagskránni er: Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns, Alcoa og ný sýn þeirra á heilsu og öryggismál, Mjólkursamsalan verður heimsótt, Að halda okkur heitum á tímum kulnunar, Framtíðarhópur Orkuveitu Reykjavíkur, 10 ár með 9001 ISO vottun, Árangursmælingar í mannauðsstjórnun, Stafræn vegferð – Stafrænt Ísland, Jöfn og góð þjónusta – hvað þarf til?, Kynning á lean vegferð Air Iceland Connect og Gemba walk og Stjórnunarverðlaunin verða afhent.  Þessa viðburði o.fl. má sjá á https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir

Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2018.

Niðurstöður 2018.  Þann 25. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2018 kynntar og er þetta tuttugasta árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 29 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.100 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Líkt og undanfarin fimm ár er viðurkenning einungis veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.
Í ár var afhent viðurkenning á fimm mörkuðum. Á eldsneytismarkaði fékk bensínstöð Costco 82,3 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 75,8 á farsímamarkaði, Vínbúðir ÁTVR fengu 73,6 stig á smásölumarkaði, BYKO fékk 68,9 á byggingavörumarkaði og Icelandair fékk 75,4 á flugmarkaði. Costco eldsneyti var einnig með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi. Hins vegar ber að taka fram að Costco er ekki með ánægðustu viðskiptavinina á smásölumarkaði en þar var Costco með þriðju lægstu einkunnina eða 65,9 stig.  Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sá Zenter rannsóknir um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni.

Efstu fyrirtækjum á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti voru ekki veittar viðurkenningar en hins vegar var fulltrúum þessara fyrirtækja færður blómvöndur í viðurkenningarskyni. Þeir markaðir þar sem ekki var marktækur munur á milli hæstu og næsthæstu einkunnar voru tryggingafélög, raforkusölur, matvörumarkaður og bankamarkaður. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér að neðan.

Bankar

2018

2017

2016

 

Farsímamarkaður

2018

2017

2016

Íslandsbanki

68,1

66,5*

65,2*

 

Nova

75,8*

76,4*

72,1*

Landsbankinn

65,2

63,2

61,3

 

Síminn

68,0

66,9

66,0

Arion banki

64,1

63,1

59,0

 

Vodafone

64,5

69,7

65,4

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tryggingafélög

2018

2017

2016

 

Eldsneytisfélög

2018

2017

2016

Sjóvá

69,8

66,77

67,76

 

Costco bensín

82,3*

86,5*

N/A

TM

67,4

66,76

68,57

 

Atlantsolía

69,5

68,8

74,0*

Vörður

64,6

66,25

69,64

 

Orkan

66,7

67,2

69,2

VÍS

59,7

61,83

64,00

 

ÓB

64,4

67,0

69,7

 

 

 

 

 

Olís

63,6

66,1

70,0

Raforkusölur

2018

2017

2016

 

N1

63,6

63,7

67,0

HS Orka

65,6

68,0

61,4

 

 

 

 

 

Orkusalan

61,8

63,8

59,0

 

Smásöluverslun

2018

2017

2016

Orka náttúrunnar

61,5

64,4

65,5*

 

Vínbúðir ÁTVR

73,6*

74,1*

71,8

 

 

 

 

 

BYKO

68,9

68,9

N/A

Matvöruverslanir

2018

2017

2016

 

Krónan

69,9

68,9

N/A

Krónan

69,9

68,9

N/A

 

Nettó

67,9

68,8

N/A

Nettó

67,9

68,8

N/A

 

Bónus

65,9

64,5

N/A

Bónus

95,9

64,5

N/A

 

Costco

65,9

59,1

N/A

 

 

 

 

 

Pósturinn

61,7

N/A

N/A

Byggingavöruverslanir

2018

2017

2016

 

Húsasmiðjan

58,7

62,3

N/A

BYKO

68,9*

68,9*

N/A

 

 

 

 

 

Húsasmiðjan

58,7

62,3

N/A

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flugfélög

2018

2017

2016

 

 

 

 

 

Icelandair

75,4*

N/A

N/A

 

 

*Marktækt hæsta einkunn áviðkomandi markaði.

Wow air

61,6

N/A

N/A

 

 

 

                   

Ánægjuvogin samanstendur af þremur spurningum:

  1. Á heildina litið, hversu ánægður(ur) eða óánægð(ur) ert þú með reynslu þína af [fyrirtæki]?
  2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtæki] væntingar þínar?
  3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtæki]?

Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju. Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem finna má á http://stjornvisi.is/anaegjuvogin ásamt öðrum upplýsingum um Íslensku ánægjuvogina.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og  Trausti Heiðar Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter Rannsókna í síma 511 3900 / 859 9130, netfang trausti@zenter.is.

Fréttaumfjöllun:

http://www.vb.is/frettir/urslit-i-islensku-anaegjuvoginni/152269/ 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/01/26/bensinstod_costco_efst_i_anaegjuvoginni/

Myndir:

https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?ref=page_internal

 

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019.
Til að tilnefna fyrir árið 2019 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019 verða veitt í tíunda sinn þann 28. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-18:00. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 30. janúar 2019.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar 
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2019 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Hannaðu líf þitt! Það eru margar ranghugmyndir í gangi.

Fjölmenni var í Háskólanum í Reykjavík á fundi á vegum faghópa um markþjálfun og mannauðstjórnun.  Fyrirlesarinn Ragnhildur Vigfúsdóttir kynnti hugmyndafræðina og bókina Designing your life en hún fékk síðastliðið sumar réttindi eftir að hafa hlotið þjálfun hjá höfundum bókarinnar í US. Ragnhildur hvatti til þess að lesa bækurnar „Designing your life“ og „Daring Greatly“.  Í fyrirlestri sínum sagði Ragnhildur margar ranghugmyndir í gangi:  1. að gráðan þín ákvarði starfsferilinn 2. hafi menntaskólaárin ekki verið bestu ár ævi þinnar þá verði háskólaárin það 3. ef þú meikar það verður þú hamingjusöm/samur og 4. það er of seint.  En það er aldrei neitt of seint og þú þarf bara að finna köllun þína, það gerist ekki neitt fyrr en þú byrjar á einhverju. Það þarf að gefa hlutunum séns, málið er að byrja einhvers staðar.  Ragnhildur lagði mikla áherslu á að vandamál eru til að leysa þau og ekkert svar er til.  Útgangspunkturinn á að vera „Byrjaðu þar sem þú ert. Hugsaður eins o hönnuður; vertu forvitinn, prófaðu hluti, endurhugsaðu, mundu að þetta er ferli og biddu um hjálp.  Ragnhildur dreifði blöðum til allra þar sem félagar fylltu út „tankinn“ þ.e. mælaborð sem sýndi hver staðan væri á ást, leik, vinnu og heilsu.  Í ást er átt við hvort þú eigir í kærleiksríku sambandi við þína nánustu, hefurðu nægan tíma til að leika þér, ertu ánægður í vinnunni og með heilsuna.  Í dag eru margir að leika sér allt of mikið þ.e. í tölvunni.  Mikilvægt er að meta sig og skoða hvar maður getur gert örlítið betur og taka hænuskref, hvað er hægt að gera næstu daga.  Gera margar litlar tilraunir til að fylla á tankinn.  Sýna sjálfri sér samkennd.  Einnig er önnur æfing sem kallast áttavitinn.  Hver er ég? Hverju trúi ég? Hvað er ég að gera?  En þetta er lykillinn að því hvað næst?  Önnur gagnleg verkfæri er að spyrja sig spurninga eins og hvenær er gaman? Hvenær gleymirðu þér?  Einnig kynnti Ragnhildur Ódysseifsáætlunina sem byggist á því hvaða líf sé rétt fyrir þig núna.  Gerð er 5 ára áætlun sem gengur út á að finna þrjú algjörlega ólík líf.     

Frábærar móttökur í Marel á nýársfagnaði Stjórnvísi

Marel tók sérdeilis vel á móti stjórnum faghópa Stjórnvísi í dag með snittum og fleira góðgæti. Það kom skemmtilega á óvart að framkvæmdastjóri mannauðssviðs Marels á Íslandi Ketill Berg fagnaði 50 ára afmæli í dag og gaf sér tíma til að taka á móti stjórnum faghópanna enda sannkallaður Stjórnvísifélagi.  Í framhaldi af kynningu Ketils á því frábæra starfi sem á sér stað hjá Marel fór formaður Stjórnvísi Þórunn M. Óðinsdóttir örstutt yfir miða af Kick off fundi í haust og hvernig stjórn félagsins hefur unnið úr þeim umbótahugmyndum sem þar komu fram.  Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi hélt alveg hreint stórkostlegan fyrirlestur um  "HVERNIG LEGGJA MÁ GRUNN AÐ GÓÐRI LIÐSHEILD".  Góð mæting var á fundinn og skemmtu allir sér vel.

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2019.
Til að tilnefna fyrir árið 2019 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2019 verða veitt í tíunda sinn þann 28. febrúar næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-18:00. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.

Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 30. janúar 2019.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.

Dómnefnd. Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2019 skipa eftirtaldir:

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar.

Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf. 

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. 

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri  Icelandic Startups.

Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. 

 

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

 

Gleðilegt nýtt ár 2019!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?