Fréttir og pistlar

Ný stjórn Stjórnvísi kosin á aðalfundi í dag.

Á aðalfundi haldinn 8.maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri Icelandic Startups (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kosið var í fagráð félagsins.
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Kosnir voru á aðalfundi tveir skoðunarmenn til 2ja ára 2018-2020

Oddný Assa Jóhannesdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)


Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2019.  Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl.  

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

Kjör fundarstjóra og ritara.

Skýrsla formanns.

Skýrsla framkvæmdastjóra.

Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

Breytingar á lögum félagsins.

Kjör formanns.

Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.

Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.

Kjör fagráðs.

Kjör skoðunarmanna reikninga.

Önnur mál.

Lagabreyting.  Lögð verður fram breyting á 6.grein laga félagsins sem var samþykkt.

Grein 6. hljóðar svona núna: 

6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjónarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins

Tillaga að  lagabreytingu. 

6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár.   Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum.  Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins

 

 

Verkefnamiðuð markþjálfun

Í morgun héldu faghópar um markþjálfun og verkefnastjórnun sameiginlegan fund þar sem leitað var svara við þremur spurningum: Hvað eiga verkefnastjórnun og markþjálfun sameiginlegt? Hvaða tækifæri liggja í að nota tæki og tól verkefnastjórnunar í markþjálfun? Hver er ávinningurinn fyrir verkefnastjóra og verkefnateymi að nýta sér markþjálfun? Fyrirlesarar voru þær Áslaug Ármannsdóttir og Laufey Guðmundsdóttir stofnendur Manifest. 

En hvað er markþjálfun? Markþjálfun er samtalsferli á milli tveggja eða fleiri einstaklinga, uppbygging á trausti, virk hlustun, meðvitund, eftirtekt og speglun, kröftugar spurningar, stuðningur, uppgötvun, framtíðarsýn og markmiðasetning, vöxtur, þroski og skuldbinding. Markþjálfar vinna eftir 11 grunnhæfniskröfum og ýmsum módelum.

Verkefnastjórnun er hins vegar áherslan á undirbúninginn, hún er áætlunargerð, eftirlit og stýring á öllu.  Í verkefnisáætlun er verkefni og umfang þess skilgreint til að fara ekki af leið. Í verkefnastjórnun eru breytingarnar settar upp sem verkefni og eru verkefni skilgreind sem viðfangsefni með skilgreint upphaf  sem og skilgreindan endi ásamt því að hafa skýr og mælanleg markmið að leiðarljósi, hvernig á að mæla og hvert er markmiðið, tæki og tól, kostnaðaráætlun, gæðaviðmið, greiningar, samskiptaáætlun og vörður.   

 

Í hinni einföldustu mynd er hægt að halda því fram að hvoru tveggja verkefnastjórnun og markþjálfun snúist um að ná fram einhvers konar breytingum hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, teymum, stofnunum eða fyrirtækjum.  Með markþjálfun leitast markþegar eftir því að finna tilgang sinn og drauma, nýjar leiðir og lausnir að bættri frammistöðu og árangri. Líkt og í verkefnastjórnun eru markmið dregin fram í markþjálfunarferlinu sem styðja markþega við að ná fram þeim breytingum sem þeir vilja sjá í ferlinu.

Áhugavert er því að skoða samleið þessara tveggja aðferða, hvernig þær geta stutt hver við aðra og hvaða tæki og tól geta leynst í handraðanum.  

Það sem er sameiginlegt með verkefnastjórnun og markþjálfun  að ná fram einhvers konar breytingum, skilgreina umfang, ferli með upphaf og endi, mikilvægt er að brjóta niður íaðgerðir, halda upphaflegri sýn á lofti o.fl.  það sem verkefnastjórinn getur nýtt sér í markþjálfun er SVÓT, óvissugreining, forgangsröðun verkefna, AHP greining, hagaðilagreining, skilamat og lærdómur, setja sér vörður og fagna sigrum, og verkefnisáætlun. 

Undirstaða alls árangurs í teymisvinnu er traust.  Að taka ábyrgð er einnig mikilvægt, skýrleiki í samskiptum, hver gerir hvað.  Allt snýst um samskipti í ferlinu.  Markþjálfun snýst markvisst um að traust og er lykilþáttur í leiðtogahæfni í dag. Vald verkefnastjóra er svo oft óformlegt og hann þarf að finna leiðir til að finna leiðir og koma með skapandi lausnir.

Áslaug Ármannsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Ba gráðu í mannfræði. Jafnframt hún lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR. Áslaug starfar sem sjálfstæður verkefnastjóri og markþjálfi og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

Laufey Guðmundsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Bs gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki lýkur hún námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR í maí. Laufey starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

 

Áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft.

Fullbókað var á fund á vegum faghópa um stefnumótun og árangursmat og framtíðarfræði um áhrif gervigreindar og fyrirætlanir Microsoft. 

Hér má nálgast glærur af fundinum

Það var framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi Heimir Fannar Gunnlaugsson sem fór yfir áhrif gervigreindar á stjórnun og tækifæri íslenskra fyrirtækja, og hins vegar yfir þróun og fyrirætlanir Microsoft sem fyrirtækis í því samhengi.

Allt sem fólk upplifir í umhverfinu og fólk á samskipti við kallar Microsoft „Edge“.  Stefna Microsoft er að ná utan um þessi samskipti í gegnum „ský“.  Næsta skref í upplýsingatækni er óumflýjanlega „Skýið“.  Sími allra er t.d. alltaf tengdur við skýið.  Í dag standa allir með ákveðið tækifæri í höndunum og allir ættu að spyrja sig: „Hvernig get ég haft áhrif sem einstaklingur á mitt samfélag“.  Í þeim aukna hraða sem er í dag þarf að taka fleiri ákvarðanir.  Við þetta ræður maðurinn ekki og þannig kemur gervigreindin til sögunnar sem stuðningur við það sem við erum að gera. 

En hvað er gervigreind?  Það eru ákveðnir hlutir sem við vitum að við vitum og annað sem við vitum að við vitum ekki en það er það sem við vitum ekki að við vitum ekki sem sem veldur áhyggjum og þar kemur gervigreindin inn.  Gervigreind bætir miklu við hvernig við tökum ákvarðanir.  Myndbandið „Alfa“ á netinu sýnir hvernig gervigreindin kom með hugmyndir hvernig á að spila ákveðinn leik. 

Heimir tók dæmi um bíla, þegar fyrstu bílarnir komu á markaðinn þá var manneskja látin ganga á undan honum til að ýta öðru fólki frá og passa upp á að enginn yrði fyrir slysi.  Nú eru komnir bílar sem taka ákvarðanir sjálfir og hraðasektir munu úreldast.  Ætti borgarlínan ekki að vera keyrð áfram af rafrænum 10 manna bílum sem eru sjálfkeyrandi?  En gervigreind fylgja einnig ákveðnar áhættur. Gervigreindin hjálpar okkur að taka ákvarðanir út frá gögnum sem við gátum undir engum kringumstæðum haft aðgang að áður.  Heimir tók dæmi um nokkur verkefni sem liggur fyrir að leysa: 1. Hvernig getum við hreinsað saltvatn og gert það drykkjarhæft 2. Hvernig er hægt að hjálpa fólki að verða ekki fyrir ótímabærum veikindum? Amazon spáir t.d. fyrir með gervigreind hvaða vörur hver þjóð ætlar að kaupa fyrir næstu jól – þeir sjá í dag fyrir hvað hver og einn ætlar að kaupa út frá ákveðnum auglýsingum. 

En hver er raunveruleg staða í dag?  Hvaða gögn er ég með og hvernig get ég gert eitthvað úr þeim?  Að lokum kemstu á það þroskastig að þú færð niðurstöðu.  80% fyrirtækjastjórnenda telja að gervigreind muni hafa áhrif á þeirra rekstur.  4% þeirra eru núna að nota gervigreind til að einfalda sér lífið.  Gríðarlega margt mun gerast á næstu árum.  20% stjórnenda fyrirtækja telja að fyrirtækin þeirra muni ekki verða fyrir áhrifum gervigreindar sem er ótrúlegt að mati Heimis.  Gervigreindin mun stytta tíma allrar vinnslu og þar með lækka kostnað á allri þjónustu til viðskiptavinarins.  Teningar eru í dag forneskja því þeir lýsa ástandi sem er ákúrat núna en gervigreindin hjálpar okkur að sjá hvað koma skal. 

 

 

 

     

Beyond Budgeting: Forsendur fyrir árangursríkri innleiðingu.

Hvað er eiginlega Beyond Budgeting var yfirskrift fundar á vegum stefnumótunar og árangursmats hjá Össur í morgun.

Fyrirlesari var Axel Guðni Úlfarsson, sérfræðingur á fjármálasviði Össurar hf.  Axel Guðni lauk nýverið meistaranámi í forystu og stjórnun við háskólann á Bifröst og fjallaði lokaritgerð hans um lykilforsendur árangurs við innleiðingu Beyond Budgeting aðferðafræðinnar. Í erindi sínu sagði Axel frá rannsókninni og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum hennar. Rannsóknina má nálgast á Skemmu.

Axel hefur verið í framvarðarsveit Beyond Budgeting hreyfingarinnar hérlendis í mörg ár, virkur þátttakandi í stefnumótunarstarfi Beyond Budgeting Roundtable og síðast en ekki síst leiðandi í innleiðingu Beyond Budgeting hjá Össuri. Axel hefur jafnframt veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf á þessu sviði auk þess að kenna námskeið í Beyond Budgeting. 

Axel nefndi að gott dæmi um fyrirtæki sem hefur fundið taktinn sinn væri Ölgerðin sem gerir upp 3svar á ári þ.e. eftir árstíðunum sínum.  Axel kynnti módelið sem byggist á 12 grunngildum 1.tilgangur 2.gildi 3.gegnsæi, 4.skipulagning 5.sjálfsæði 6.viðskiptavinurinn 7.taktur 8.markmið 9.áætlanir og spár 10.auðlindir 11.frammistöðumat og 12.umbun.

Í rannsókn sinni leitaðist Axel við að svara spurningunni: Hver eru einkenni skipulagsheilda sem hafa innleitt Beoynd budgeting að fullu? Beyond budgeting er meira en stjórnunarlíkan, heldur frekar hugtak.  Aðferðafræðin er stjórnunarlíkan sem byggir á aðlögunarfærum rekstrarferlum sem eru í samræmi við valddreifð leiðtogagrunngildi.  Í Beyond Budgeting er allt mjög sýnilegt.  Þau fyrirtæki sem vinna með allt módelið eru að standa sig mjög vel.  Valddreifing er megin forsendan. Módelið hjálpar stjórnendum að taka betri ákvarðanir og það er hugarfar stjórnandans sem oftast hindrar góða innleiðingu.  Hugarfarið á toppnum verður að vera rétt. Goritex er dæmi um fyrirtæki þar sem starfsmenn kjósa sér forstjóra og engin eining má verða stærri en 300 starfsmenn. Þar sem fyrirtæki eru mjög ólík þarf að hanna ferlin í samræmi við fyrirtækin sjálf ekki einungis fara eftir grunngildunum.  BB telst innleitt þegar skipulagsheild hefur hafið vegferð að ákveðnu hugarfari og samræmi er á milli þess hugarfars og þeirra rekstrarferla sem skipulagsheildin notar.  Niðurstöður Axels varðandi innleiðingu var sú að í fyrsta lagi átti leiðtogar sem hafa áttað sig á að þau vandamál við stjórnun skipulagsheildar sem þeir eru að reyna að leysa eru í raun einkenni stærra vandamáls, skoða þarf alltaf orsakir vandamála fyrst.  Í öðru lagi að æðstu stjórnendur séu þátttakendur.  Til að breyta hegðun fólks eru þrjár aðferðir þekktar: 1. Beita valdi 2. Sannfæra 3. Hjálpa fólki að upplifa breytingar og með því mælir aðferðafræðin.   Annað sem kom í ljós var að stjórnkerfið sem sett er upp hefur áhrif á menninguna.  Persónuleg hugarfarsbreyting stjórnenda er risastórt atriði við BB innleiðingar en lítið sem ekkert minnst á það í fræðunum. Innleiðing á BB er ekki áfangastaður heldur vegferð og aðferðir/ferlar sem eru sífellt að breytast á meðan aðferðafræðin sjálf helst óbreytt. 

Ný stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun var haldin í Húsi atvinnulífisins þann 30. apríl og var ný stjórn skipuð.

Nýja stjórn skipa : Anna Beta Gísladóttir ráðgjafi Ráðar, Davíð Þór Lúðvíksson úttektaraðili Vottunar, Falasteen Abu Libdeh sérfræðingur hjá Eimskip, Gná Guðjónsdóttir úttekta- og gæðastjóri Versa Vottunar, Guðrún Helga Heiðarsdóttir sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Icelandair, Gyða Björg Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Ráður, Michele Rebora ráðgjafi hjá 7.is, Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins og Þórunn Auðunsdóttir sérfræðingur hjá Össuri.

Nánari yfirferð aðalfundar má sjá í ítarefni viðburðar.

 

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um rafræna fræðslu.

Fjörutíu áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um rafræna fræðslu áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð fjórtan manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem aðilar kynntu sig og farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.  Stjórn faghópsins skipa:  Auður Hrefna Guðmundsdóttir Landsbankinn, Elvar Helgason Rannís, Eva Ýr Gunnlaugsdóttir Össur, Fjóla maría Ágústsdóttir fjármála-og efnahagsráðuneytið, Guðfinna Harðardóttir Starfsmennt, Hildur Jóna Bergþórsdóttir Landsvirkjun, Hrönn Jónsdóttir Marel, Hörður Bjarkason Arion banki, Kolbrún Magnúsdóttir Blue Lagoon, Kristín Sigrún Guðmundsdóttir Reykjavíkurborg, Lóa Gestsdóttir Isavia, Steinunn Ketilsdóttir Intellecta og Þórdís Valsdóttir SÝN.  

Meðfylgjandi er kynning sem sýnd var á stofnfundi.  

Aðalfundur faghóps um Gæðastjórnun/ISO staðla

Aðalfundur faghóps um ISO-Gæðastjórnun var haldinn í morgun hjá Origo. Núverandi formaður, Maria Hedman, opnaði fundinn og bauð  13 gesti hjartanlega velkomnia. Hún sagði frá síðustu stjórn og kynnti þar á eftir alla viðburði sem voru haldnir á síðasta tímabili. Í faghópnum eru í dag 673 meðlimir. 
 
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
 
Kosin var nýr stjórn 2019-2020:
Maria Hedman                       Origo, formaður.
Arngrímur Blöndahl                Staðlaráð Íslands.
Hildur Magnúsdóttir                Íslenska Gámafélagið
Rósa Guðmundsdóttir            Strætó
Elín Björg Ragnarsdóttir         Fiskistofa.
Jóhanna A. Gunnarsdóttir      Nói-Síríus.
Rut Vilhjálmsdóttir                  Strætó bs.
Ingi Eggert Ásbjarnarson        Isavia
Birna Dís Eiðsdóttir                 Versa Vottun
Bergþór Guðmundsson           Sorpa
 
Gömlu stjórnun voru afþakkaðir fyrir mjög vel unnið starf:
Starfsemi 2018-2019:
Stjórn faghópsins
Maria Hedman                           Origo, formaður.
Anna Rósa Böðvarsdóttir           Reykjavíkurborg.
Arngrímur Blöndahl                    Staðlaráð Íslands.
Bergný Jóna Sævarsdóttir         Strætó bs.
Elín Björg Ragnarsdóttir             Fiskistofa.
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir       Geislavarnir ríkisins.
Jóhanna A. Gunnarsdóttir          Nói-Síríus.
Rebekka Bjarnadóttir                 VÍS. 
Rut Vilhjálmsdóttir                     Strætó bs.
 
Viðburðirnir:
Jafnlaunakerfið og gæðastjórnun.
Sameiginlegur fundur faghópa um gæðastjórnun og ISO staðla og jafnlaunastjórnun.
Dagsetning:                       24.október 2018.
Gestgjafi:                           Origo
Fyrirlesarar:                       Gyða Björg Sigurðardóttir, Ráður.
                                          Kristín Björnsdóttir, Origo.
                                          María Hedman, Origo.                                  
 
Aðferðafræði áhættumats hjá Sýn. 
Dagsetning:                       30.nóvember 2018.
Gestgjafi:                           Sýn hf. 
Fyrirlesarar:                       Jakob Guðbjartsson, Sýn hf.
                                          Bæring Logason, Sýn hf.
                                          Alex de Ruijter, CGE Risk Management Solutions.                               
 
Nói Síríus býður heim.  
Dagsetning:                        6.desember 2018.
Gestgjafi:                            Nói Síríus.
Fyrirlesari:                          Rúnar Ingibjartsson, Nói Síríus.
 
Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns.
Dagsetning:                           5.febrúar 2019.
Gestgjafi:                            Þjóðskjalasafn.
Fyrirlesarar:                         Andrea Ásgeirsdóttir, Þjóðskjalasafn.
                                          Árni Jóhannsson, Þjóðskjalasafn                               
                       
10 ár með 9001 vottun.
Dagsetning:                        19.febrúar 2019.
Gestgjafi:                            Geislavarnir ríkisins.
Fyrirlesari:                          Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, Geislavarnir ríkisins.                             
                    
Lýsi bjóða í heimsókn.
Dagsetning:                        19.mars 2019.
Gestgjafi:                            Lýsi.
Fyrirlesari:                          Auður Björnsdóttir, Lýsi. Sérfræðing í Mannauðsmálum
                                           Guðjón Gunnarsson, Lýsi, Sérfræðing í Gæðamálum                  .
 
Þróun fræðslu og umbótastarfs hjá Strætó bs.
Dagsetning:                        11.apríl 2019.
Gestgjafi:                            Strætó bs.
Fyrirlesari:                          Rut Vilhjálmsdóttir, Strætó bs.
 
Aðalfundur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla
Hefðbundin aðalfundarstörf.
Dagsetning:                        16.apríl 2019.
Gestgjafi:                            Origo.
 
ÍST ISO 55000 og 55001 Eignastjórnun-Stjórnunarkerfi nýr staðall í íslenskri þýðingu
Dagsetning:                        14.maí 2019.
Gestgjafi:                            Staðlaráð Íslands.
Fyrirlesari:                          Sveinn V. Ólafsson, Jensen ráðgjöf.

Ný stjórn faghóps um samfélagsábyrgð kosin á aðalfundi faghópsins í Arion banka í dag.

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð var haldinn í framhaldi af fundi faghópsins í Arion banka í dag. Nýja stjórn samfélagsábyrgðar skipa: Ásdís Gíslason kynningarstjóri HS Orku, Áslaug Ármannsdóttir verkefnastjóri, Eva Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Podium, Fanney Karlsdóttir sérfræðingur í forsætisráðuneytinu, Viktoría Valdimarsdóttir ráðgjafi Ábrygar Lausnir ehf. , Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar Arion, Sunna Gunnars Marteinsdóttir verkefnastjóri  Mjólkursamsölunni, Ketill Berg Magnússon mannauðsstjóri Marel og Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu.    

Strætó heimsótt

Strætó tók á móti okkur í ISO-Gæðastjórnun í morgun. Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á Mannauðs- og gæðasviði sagði frá hvernig þróun fræðslu og umbótastarfs er hjá fyrirtækinu. Hún sagði frá nýju fræðslukerfi sem nýlega hefur verið innleitt og hversu vel það gengur fyrir starfsmenn að taka þátt í mikilvægri fræðslu sem tengist kröfu um vottun en fyrirtækið er vottað skv. ISO14001 og ISO 18.000. Starfsmenn, sem koma frá mjög mörgum þjóðlöndum, eru hvattir að sækja námskeið í íslensku en boðið er upp á öryggisnámskeið, fróðleiksnámskeið í „jakkafata-jóga“ og happy hipps.

Til að gera vinnuna enn meira fróðlega og skemmtilega hafa verið stofnuð „vöfflukaffi-teymi“ en þá eru hópar að hittast á kaffihúsi og fá sér einmitt vöfflur. Afleiðingarnar sem þessi fræðsla og námskeið hafa veitt er töluverð fækkun í fjarvistum.

Þar gafst einnig gott tækifæri að spyrja spurning og fræðast um starfsemi Strætó.

Stjórnvísi þakkar Strætó fyrir gott boð og fróðlegan fyrirlestur.   

Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á fundi samfélagsábyrgðar í Arion banka í morgun var rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, sagði frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallaði hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri. Með því að lána fólki gera bankar viðskiptavinum kleift að uppfylla drauma sína.  Þróunin er þannig að flestir eru farnir að nota símann til alls. Þess vegna er allt þróað fyrir appið í dag fyrst.  Arion banki hefur tekið leiðandi afstöðu að styðja við nýsköpun.  Startup Reykjavík ermeð strúktúrerað prógram til að gera meira graðar.  Arion banki fjárfestir í frumkvöðlum en styrkir þá ekki.  Mikil eftirspurn er að komast inn í hraðalinn og bráðlega er Arion banki búinn að fjárfesta í 100 sprotafyrirtækjum.  Hryggjarsúlan eru mentorarnir sem oft fylgja sprotunum eftir.  Nýsköpun snýst um að skapa verðmæti fyrir viðskiptavini.  Nokkur fyrirtæki hafa verið seld eða fengið umtalsverða fjárfestingu t.d. CCP og Tempo.  En hverju skilar þetta?  Tækniþróunarsjóður veitir styrkir til frumkvöðla

Snjallræði, er fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, sögðu frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf. Til er tvenns konar friður annars vegar þar sem er ekki stríðsástand og hins vegar þar sem verið er að byggja upp samfélag.  Öll nýsköpun er á þágu samfélagsins.  Opnað var fyrir umsóknir 2018 og þá voru valin 7 teymi í 7 vikur.  Teymin fengu aðstöðu á Hlemmi.  Höfði og Nýsköpunarmiðstöð eru samstarfsaðilar.  Framkvæmda-og samstarfsaðilar eru HÍ, NMÍ, Höfði, Reykjavíkurborg, LHÍ, Festa Icelandic Startups o.fl. Mikilvægt er að efla erlend tengsl t.d. við MIT. Markmiðið með hraðlinum er að veita þeim einstaklingum sem brenna fyrir bættu samfélagi vettvang til þess að þróa hugmyndir sínar áfram og finna þeim sjálfbæran farveg svo þær geti blómstrað og dafnað.  Samfélagsleg nýsköpun er drifn af þörfinni við að finna nýjar lausnir í samfélagslegum áskorunum.  Einn af góðu markmiðunum eru Heimsmarkmiðin. 

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, sagði frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land. Sigrún útskrifaðist úr LHÍ 2015 og hefur mikinn áhuga á því hvað verður um hluti þegar þeim er fargað eða urðað.  Margar landfyllingar á Íslandi eru byggðar á gömlum bílhræjum sem ekkert var hugsað til að taka úr menguð efni.  Heilun jarðar gengur út á að nýta þá náttúrulegu ferla sem eru til.  Bakteríur og sveppir eru öflugar niðurbrotslífverur sem eru út um allt en við sjáum þær ekki.  Sveppir hafa þróað sínar aðferðir í yfir milljón ár og eru sérhæfðir í ýmsu.  Til er kartöflumyglusveppur sem brýtur niður plast, aðrir sem brjóta niður tré o.fl.  Kóngsveppur sogar í sig blý, kvikasilfur og lifir í samlífi við tré.  Sveppurinn sækir vatn og steinefni fyrir tréð og fær í staðinn sykur frá trénu.  Þegar valið er tré þá ætti maður að hugsa til þess hvaða svepparót fylgir honum.  Sveppir tengja öll tré eða allar plöntur í sama skógi.  Þannig flytur sveppurinn næringu á milli þeirra.  Tré geta lært af reynslu hvors annars, ef eitt tré verður fyrir skordýraárás þá flytja sveppirnir í sínu samskiptakerfi skilaboð á milli og mynda mótefni þannig að allur skógurinn eyðist ekki. Sigrún er komin í samstarf við Náttúrufræðistofnun Íslands.  Eftir okkar dag mun jörðin lifa en það mun taka aldir að þrífa eftir okkur.  Við þurfum að finna leiðirnar til að láta sveppina lifa á réttum stað.   

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, sagði að lokum frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

 

Mjólkursamsalan heimsótt

Mjólkursamsalan tók á móti okkur í Vörustjórnunarhóp Stjórnvísi á dögum. Sunna Gunnars Marteinsdóttir Verkefnastjóri upplýsinga- og fræðslumála sagði frá umhverfisstefnu fyrirtækisins og hvernig fyrirtækinu hefur tekist að minnka kolefnisfótsporið m.a. með breyttum umbúðum og betri nýtingu hráefnis. Hún sagði einnig frá miklum tækfærum í framtíðinni. Hermann Þór Erlingsson, vöruhússtjóri, sagði svo frá því hvernig nýtingin hefur aukist um 60% per kú og fjöldi kúabúa hefur fækkað úr 1.600 í 600 á stuttum tíma. Neysla hafi á sama tíma aukist og eru núna um 150.000 tonn af mjólk flutt til afurðastöðva árlega og eru um 500 vörunúmer í vöruframboði fyrirtækisins. Hann sagði einnig frá hlutverki og lykiltölum fyrirtækisins, vöruþróun fyrirtækisins, aðfangakeðjunni, flotastýringarkerfinu, bílaflotanum og vörhúsinu en þar fara allt að 15.000 bretti og yfir 300.000 vagnar í gegn árlega. Alls starfa um 430 starfsmenn hjá fyrirtækinu og er Mjólkursamsalan stærsti vinnustaður suðurlands. Brynjar Pétursson, Halldór Ingi Steinsson og Aðalsteinn Magnússon voru einnig á kynningunni og tóku á móti spurningum m.a. um framleiðsluna sem núna er aðalega á Selfossi, 15g pakkningar á smjöri og fleira skemmtilegt. Það var góð mæting á viðburðinn og fengum við að skoða vöruhúsið. Þar gafst einnig gott tækifæri að spyrja spurning og fræðast um starfsemi Mjólkursamsölunnar.  

Ný stjórn BPM kosin á aðalfundi faghópsins í HR í dag.

Aðalfundur BPM var haldinn í framhaldi af opnum fundi faghópsins í Háskólanum í Reykjavík í dag.  Öll fyrri stjórn bauð sig fram áfram ásamt þremur nýjum aðilum. Nýja stjórn BPM skipa þau: Magnús Ívar Guðfinsson Marel formaður, Þóra Kristín Sigurðardóttir Eimskip varaformaður, Hildur Gylfadóttir, Össur, Hrafnhildur Birgisdóttir Landsbankinn, Jón Kolbeinn Guðjónsson Isavia, Ása Linda Egilsdóttir Eimskip, Ásdís Sigurðardóttir Marel, Benedikt Rúnarsson Míla, Erla Jóna Einarsdóttir Marel, Guðmundur J. Helgason AGR Dynamics, Heiða Njóla Guðbrandsdóttir icelandair, Lísa Vokes Pierre Össur og Pétur Snæland Annatta. 

Hvað er efst á baugi í stjórnun viðskiptaferla (BPM)?

Í morgun var haldinn í HR opinn fundur á vegum faghóps um BPM sem jafn framt var aðalfundur félagsins.  Það sem var óvenjulegt við þennan fund var að hann var opinn fyrir alla áhugasama félagsmenn en fundir faghópsins hafa verið lokaðir í vetur fyrir 10 manns.  Markmiðið með því var að ná dýpri umræðu um ferla.  Hópurinn skipti sér upp í þrjá hópa og las þrjár bækur sem síðan voru kynntar fyrir hinum í hópnum.  Bókarýnin gekk út á 1. Hvað er nýtt/stendur upp úr? 2. Hvað er veikt/útskýra nánar og 3. Útkoma/einkunn. Þetta voru bækurnar Reengineering the Corporation, Value Driven BPM og The Effortless Experience.  Rýnina má sjá í glærum undir fundinum.

Í lok fundarins var annar 30 mínútna fundur aðalfundur stjórnar BPM faghópsins settur og samantekt á starfinu lögð fram og ný stjórn skipuð.

Virði starfa - áhrifaþættir og aðferðir

Viðburður um virði starfa var haldinn í Opna Háskólanum í morgun og var mikill áhugi fyrir fundinum því fullt var út úr dyrum. Það voru faghópar um mannauðsstjórnun og jafnlaunastjórnun sem stóðu fyrir fundinum. Markmið viðburðarins var að kynnast aðferðum við að meta störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf.  Fyrirlesarar voru Lúvísa Sigurðardóttir, verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum, Auður Lilja og Rósa Björk ráðgjafar á verkefnastofu starfsmats og Katrín Ólafsdóttir - dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík.  Lúvísa fjallaði um flækjustig vinnustaða og þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem myndast þegar jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað. Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir kynntu aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla. Katrín fjallaði í erindi sínu um áhrif vinnumarkaðs á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.

 

Stefnumót við framtíðina í Listaháskóla Íslands

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Listaháskóla Íslands þar sem þau Sóley Björt Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og verkefnastjóri stefnumótunarinnar og Jóhannes Dagsson, lektor og fagstjóri í myndlist, sögðu frá nýlega afstöðnu stefnumótunarferli Listaháskólans. Vinnan við stefnumótunarferlið var tímafrek en gríðarlega árangursrík. Þau fjölluðu um val á aðferðum, þær leiðir sem farnar voru til að auka á samráð og þátttöku í ferlinu, og um þær áskoranir og þau tækifæri sem fólust í þátttöku alls starfsfólks. 

Sóley Björt sagði frá því að strax í upphafi var ákveðið að starfsfólk og nemendur yrðu þátttakendur í stefnumótuninni til að mynda tryggð, ekki síst þegar kæmi að innleiðingu.  Byrjað var á að mynda 8 manna stýrihóp sem í sátu fulltrúar alls staðar að úr skólanum.  Hlutverk stýrihópsins var að greina efnið sem fram kom í ferlinu með heildina íhuga.  56% starfsmanna eru akademískir og 46% starfa við annað vítt og breytt um skólann.  85% allra starfsmanna sem starfa við annað hafa menntað sig á fræðasviði lista.   Því næst voru myndaðir hópar og var fulltrúum hvers hóps boðið að funda með stýrihópnum reglulega þar sem farið var yfir markmið og aðgerðir.  Þá voru aðalmarkmiðin kynnt á  starfsmannafundi skólans og settar upp örkynningar þar sem allir hópar fengu 2-3 mínútur til að kynna sín lykilatriði.  Þar kom skýrt fram  þvert á skólann hver voru meginmarkmiðin til að setja á dagskrá næstu 5 árin fyrir Listaháskólann. Einnig var haldinn risastór fundur þar sem boðið var stjórn LHÍ,  starfsfólki og forsvarsmönnum menningarstofnana, nemendum og hollnemendum (fyrrverandi nemendur) og fleiri fagfélögum sem eru bakhjarlar LHÍ.  Ritarar voru á öllum borðum og varð til gríðarlega mikið af gögnum.  Eins og áður sagði stóð vinnan yfir í langan tíma og til þess að rifja upp  fyrir starfsfólki, halda virka samtalinu áfram og ljúka endanlegri gagnasöfnun var send út könnun þar sem kosið var um mikilvægustu þættina og allir hvattir til að setja inn athugasemdir.       

Jóhannes fjallaði um að í ferlinu var grafið upp mikið magn af upplýsingum og þó kominn væri rammi voru gögnin mismunandi.  Sumt voru beinar aðgerðir og annað voru yfirlýsingar um að taka t.d. þátt í fjórðu iðnbyltingunni.  Frekar snemma í ferlinu dutttu þau niður á mandölu sem byrjaði sem hugmynd um hvernig maður berst við efni.  Þar koma inn þrír meginþættir skólans: nám og kennsla, rannsóknir og stjórnsýsla. Þannig sást ekki bara hvað LHÍ gerir heldur líka hvernig.  Notuð var myndræn framsetning þar sem allir þættir skólans sameinast í samfélagi/menningu.  Fundið var út hvað var mest áberandi og reynt að finna skema til að endurspegla það sem þau voru með.  Stundum voru engin kaflaheiti og útkoman varð málamiðlun.  Stefnunni var skipt í yfirkafla t.d. er markmið Listaháskóllans er að vera í forystu um þróun háskólanáms í listum og bjóða framúrskarandi, nemendamiðað nám.  Síðan er því lýst hvernig þessu markmiði skuli náð. 
Þegar komin voru góð fyrstu drög var farið með þau inn í stýrihópinn og  síðan hófst samþykktarferli sem fólst í að bera drögin undir alla fulltrúa þ.e. stýrihóp, framkvæmdaráð, fagráð, rannsóknarnefnd og forstöðumenn á stoðsviðum.  Allir fengu tækifæri til að lesa skjalið vel yfir, skilja og taka þátt. Stefumótunin var síðan gefin út formlega fyrir árið 2019-2023 vegna þess að LHÍ á 20 ára afmæli árið 2019.  Ákveðið var að ritið yrði bæði á íslensku og ensku.     

Fyrsta stjórn nýstofnaðs faghóps um málefni erlendra starfsmanna.

Sextán áhugaverðir aðilar sýndu faghópi um málefni erlendra starfsmanna áhuga, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta fyrstu stjórn hópsins. Úr varð tíu manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra vinnustaða sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur hópsins var á Nauthól í dag þar sem farið var yfir hugsanlegar áherslur hópsins á næstunni. Stjórnin stefnir á að boða til fundar í faghópnum um miðjan maí.  Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér:  https://www.stjornvisi.is/is/faghopar/malefni-erlendra-starfsmanna

Stjórn faghópsins skipa: 

Alma Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Ístak, Björg Þorkelsdóttir lögfræðingur Sjúkratrygginga, Ester Gústavsdóttir mannauðssérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík, Gísli Níles Einarsson sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi í málefnum erlendra starfsmanna hjá Rreykjavíkurborg, Joanna Marcinkows sérfræðingur í málefnum innflytjenda hjá Reykjavíkurborg, Kári Kristinsson Associate Professor í Háskóla Íslands, María Rún Hafliðadóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs FoodCo hf, Thelma Sveinsdóttir verkefnastjóri mannauðssviðs Landspítala og Vilborg Grétarsdóttir mannauðsstjóri Heilbrigðisráðuneytisins

Þú sem vörumerki - leiðir til að auka sýnileika og skara framúr

Faghópur um þjónustu og markaðsstjórnun hélt í morgun vel sóttan fund í HR þar sem á annað hundrað manns mættu.  Tveir frábærir fyrirlesarar fluttu erindi. Sesselía Birgisdóttir var fyrri fyrirlesari dagsins.  Hún hefur mikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, þá sérstaklega er viðkemur stafrænum heimi sem tekur sífelldum breytingum. Hún hefur hvað lengst starfað í Svíþjóð og er nú forstöðumaður markaðsmála og stafrænnar miðlunar hjá Advania. 

Sesselía nefndi Richard Branson og Oprah Winfrey sem dæmi um fólk sem hefur markaðssett sig sjálft sem vörumerki.  Þessir einstaklingar vita sannarlega fyrir hvað þeir standa og einnig var nefnd Sólrún Diego öflugt íslenskt persónulegt vörumerki.  En hvernig byggir hver og einn upp vörumerki?  Það er allt sem þú segir og allt sem þú gerir.  Ekki nóg er að lofa, segja og gera þú verður líka að standa við það sem þú segir.  En hvernig kortleggur þú þig?  Inni í kjarnanum þarftu að byrja að kjarna gildin þín t.d. hugrekki, framtíðarsýn, kraft og samvinnu.  Síðan er að kortleggja hæfni sína t.d. stjórnandi, stafræn þekking, markaðs-og sölumál og breytingar.  Miklu máli skiptir að geta skilgreint hæfni sína.  Hvernig rökstyður þú að þú hafir þessa styrkleika og af hverju þú ert góður í þessu.  Síðan er það persónuleiki þinn sem vörumerki t.d. hvort þú sért ræðin, áskorandi, fagleg og heiðarleg.  Persónuleikinn er ekki sá sami í vinnu og heima hjá þér.  Markaðsfræðingar sem vinna með stór og lítil vörumerki horfa mikið á þetta. Þegar þú ert búinn að fara yfir þessi atriði og kortleggja fyrir hvað þú stendur fyrir verður allt svo miklu einfaldara.  Það er líka mikilvægt að vita hvað aðrir eru að gera.  Það er mikilvægt að þekkja samkeppnina og sjá hvað aðgreinir okkur, hvernig við erum öðruvísi.  Á hvað leggjum við áherslu?  Að hafa gaman t.d. sem stjórnandi.  Þegar þú ert búinn að kortleggja þig þarftu að láta vita? Hvaða miðil áttu að velja þér?  Sólrún segir það engu máli skipta, en gott er að leita hvar væntanlegir viðskiptavinir eru og vera þar.  Vertu stöðugur eftir að þú ert búinn að velja, ekki vera „suð“.  Útgáfuplan er mikilvægt settu upp lista yfir hvað þú ætlar að gera í mars, apríl, maí júní, júlí ….  En hvernig gengur manni?  Taktu saman hvar þú ert að miðla, er það tengt þínum kjarna?  Svo er bara að þora að lyfta lampanum upp og láta ljós sitt skína.

Seinni fyrirlesarinn Andrés Jónsson er eigandi almannatengslafyrirtækisins Góð samskipti. Hann hefur starfað í almannatengslum undanfarin 15 ár en vann áður sem kynningarstjóri B&L og í fjölmiðlum.  Andrés sérhæfir sig í krísustjórnun og stefnumótun. Hann hefur unnið fyrir fjölmörg stórfyrirtæki, stofnanir og ráðuneyti sem og einstaklinga, og haldið mörg námskeið og fyrirlestra um almannatengsl, krísustjórnun, starfsferilsstjórnun og ræktun tengsla jafnt innan fyrirtækja sem og í háskólum landsins. Undanfarin ár hefur Andrés verið stundakennari við MBA-nám Háskóla Íslands.

Andrés byrjaði á léttu nótunum með því að segja að til að gera sig sýnilegan þá væri t.d. hægt að spyrja spurninga á fyrirlestri, þá tækju allir eftir manni. Varðandi tól þá er mikilvægt að vinna ákveðna vinnu eins og: SVÓT, fara í gilda vinnu, skoða áreiðanleika og væntingar, top of mind, share of voice, stuttur söluferill, langur söluferill. Skrifaðu greinar a.m.k. fjórar á ári þannig að fólk fari að taka eftir þér.  Auðveldasta spurningin sem maður getur spurt sig er hvort þú sért einhvers staðar að segja „NEI“.  Mikilvægt er að tengjast fólki með svipuð áhugamál og þú ert með sjálfur.  Einnig að skrá niður hjá sér góðar hugmyndir og að greina eigin ímynd.  Andrés hittir mjög oft fólk sem gerir sér enga grein fyrir hvað það er klárt og getur.  Sumir eru t.d. alltaf að sýna hvað þeir eru klárir með því að setja fram djúpar kenningar og mjög oft er það vegna minnimáttarkenndar á skorti á menntun.  Flestir eru með flotta sögu.  Mikilvægt er að segja sína sögu án nokkurra afsakana.  Yfirleitt er fólk komið miklu lengra en það heldur.  Small talk: veðrið – en af hverju segirðu ekki eitthvað áhugavert sem eru skilaboð til markaðarins um hvernig þér gengur.  Andrés lendir oft í því að hann er spurður um stjórnmál vegna þess að stjórnmál eru ímyndin hans.  Læturðu fólk vita eitthvað áhugavert um þig.  Hugsaðu um hvað þú hefur ástríðu fyrir sem þú getur miðlað til annarra.  Komdu á framfæri því sem þú þekkir.  Málið er að við kunnum þetta öll.  Þegar fólk missir vinnuna eða skilur þá fer allt í gang sem við ættum að gera alla jafna.  Flestir vanrækja sjálfsvinnuna sína. Sýnileiki í raunheimi er mikilvægur.  T.d. hvað gerist í lyftum.  Bandaríkjamenn spjalla saman en við gerum það ekki.  Leyfðu þér að þora að spjalla.  Lykillinn að vel heppnuðum stað eins og SNAPS er að þar sjáum við alla.  Fólk skynjar hvort þú sért á góðum eða vondum stað.  Vertu alltaf að miðla.  Gerðu eitthvað, mættu einhvers staðar, hafðu áhuga á einhverju og miðlaðu því.  Allt sem þú segir um fólk á netinu ratar til þess.  Okkur líkar betur við fólk sem við sjáum oftar.  Mættu óboðinn þar sem þig langar til að mæta því það er enginn í hurðinni.  En öll athygli er ekki sama og góð athygli.  Ólafur Arnalds er mjög góður í að kynna sig og segja frá því hvað hann er að gera. Besta hrósið er að hrósa öðrum.  Steinar Þór Ólafsson skrifar um  (jafnvægi einkalífs og vinnu). Sævar Ingi Bragason er einnig með góða ímynd talar um umhverfismál.  Tengslamyndun skiptir máli.  Öll tækifæri koma í gegnum tengsl og ekkert gerist án tengsla.   

Framtíðarfræði - hvað er það?

Hvað framtíðarfræði er hefur verið rætt í hópnum um framtíðarfræði. Rannsóknarmiðstöðvar stefnu og samkeppnishæfni hjá Háskóla Íslands stóðu fyrir málstofu um efnið í Gimli og var vel mætt á fundinn.  Fyrirlesari var Karl Friðriksson, forstöðumaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og forsvarsmaður Framtíðarseturs Íslands.

Það er ekkert nýtt að samfélög séu að spá í framtíðina og í sumum er þetta stór hluti.  Skoðuð eru innyfli dýra, spáð í bolla o.fl.  En það er hollt að velta fyrir sér hvernig framtíðin gæti orðið.  Hún samanstendur af aðgerðum til að greina ólíkar framtíðir.  Lengi var það bannað að tala um framtíð í fleirtölu en það er grundvallaratriði að horfa til framtíðar.  Engin ein framtíð er til heldur ólíkar framtíðir.  Við segjum að framtíðarfræðin sé tískufyrirbrigði.  Ray Kurzwell og Joseph Coates eru báðir spámenn eða fræðimenn.  Joseph Coates og Ray Kurzweil eru mjög ólíkir og því eru nokkrir straumar sem vert er að huga að.  Varðandi hér á landi má nefna Gunnar Dal en hann sagði: „Ég á von á því að strax í upphafi þriðja árþúsundsins verði mótuð merkileg fræðigrein sem kalla mætti framtíðarfræði.  Leonard Da Vince sá hluti sem eru að gerast í dag.  Snillingar okkar tíma er Elon Musk, Steve Jobs, Bill Gates o.fl. Karl mælti með því að lesa bækurnar Foundations og Futures Studies eftir Wendell Bell fyrir þá sem hafa áhuga.  Munur er á milli framtíðarfræðings og framtíðarspámanns.  Shell var eina fyrirtækið sem skilaði hagnaði í Olíukreppunni miklu vegna þess að þeir höfðu gert ólíkar framtíðir og gátu unnið eftir þeim. Sovétmenn voru fyrstir til að geta skoðað heiminn utan frá í kringum 1960 og í framhaldi sendu Bandaríkjamenn mann til tunglsins.  Með yfirlýsingum og metnaðarfullum markmiðum geturðu mótað framtíðina.  Össur framleiðir gervilimi en þeir gera sér grein fyrir að nú er komin sú tækni að prenta út gervilimi í þrívíddarprentara.  Nokkur atriði eru menn sammála um: 1. Að ekki sé hægt að vita hvernig framtíðin verður en hægt er að vita um röð hugsanlegra birtingamynda framtíðarinnar 2. Að hægt sé að breyta líkindum um framtíðar viðburði og forsendur með ákvörðun eða stefnumótun og hverjar verða afleiðingar hennar. 3. Að hægt sé að gefa líkindi og vitneskju um framtíðar hluti: við getum verið vissari um sólarupprás en um vöxt á hlutabréfamarkaðnum o.fl.

Ákveðnir kraftar koma fram í teiknimyndasögum og bókum.  Veðurfræðin er keimlík framtíðarfræðinni.  Veðurfræðin segir þér hvernig þú átt að undirbúa þig til ferðalaga. Í veðurspá eru notaðar ólíkar aðferðir og algjörlega ómögulegt að segja til um hvort spár nást eða ekki.  Framtíðarfræðin reynir að víkka viðhorfið og sjónarhornið.  Breytingar eru eitthvað sem þú þarf að venja þig við.  Karl nefndi skemmtilegt viðtal í Samvinnan 2 1975 þar sem menn eru að spá fyrir um framtíðina.  Frá óvissu til árangurs“ er bók sem er gefin öllum og er á heimasíðu NMI skrifuð af Karli, Sævari o.fl.  árið 2007.  

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Betri upplifun og samband við viðskiptavini í stafrænum heimi, umbætur, árangur og markaðsmál.

Í morgun efndu faghópar um þjónustu-og markaðsstjórnun fund í Háskólanum í Reykjavík.   Fundurinn fjallaði um að tækifærin til að ná betri árangri eru endalaus. Á hverjum degi fjölgar fyrirtækjum sem nýta sér stafrænan vettvang til að kynna vörur, þjónustu og koma sér á framfæri. Hvernig geta fyrirtæki náð athygli viðskiptavina, núverandi og tilvonandi, og byggt upp samband? Hraðinn eykst og neytendur verða enn strangari á það hvaða miðla og hverskonar efni þeir horfa á, þeir eru við stjórnvölinn og hver vill láta mata sig á auglýsingaefni og harðri sölumennsku? Fjallað var um árangursríkar leiðir til að byggja upp samband við viðskiptavini í gegnum stafræna miðla. 

Ósk Heiða er alþjóðaviðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og starfar sem markaðsstjóri Trackwell. Ósk Heiða hefur mikla reynslu af markaðsmálum og stjórnum og hefur góðum árangri með fyrirtækjum bæði á B2B og B2C markaði, innanlands sem og erlendis. Hún hefur starfað  í IT, retail og ferðaþjónustu og hefur tekið þátt í því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til hátæknilausna. En hvernig áttu að byrja?  T.d. með því að googla „best digital marketing strategies 2019“ mikilvægt að fara hringinn og ferðalagið á að vera skemmtilegt en erfitt og ávinningurinn mikill. Engu máli skiptir í hvaða geira við erum. Innri markaðsmál skipta öllu máli og þá kemur árangurinn miklu fyrr í ljós.  Allir þurfa að skilgreina sinn árangur sjálfir.  En hvernig náum við aukinni sölu, fleirum viðskiptvinum, aukinni umferð á heimasíðu, tryggara viðskiptasambandi, betra orðspori og fleiri samningum?  Það skiptir máli að viðskiptavinurinn sjái að þér sé ekki sama.  Betra samtals við viðskiptavininn skiptir öllu máli, vita hvað hann er að hugsa.  Huga þarf vel að viðskiptavininum og fá hann með sér í lið.  Fyrir hvað ætlarðu að standa og fyrir hvað stendurðu.  1. En það þarf að vera tilgangur með hverri einustu snertingu.  Þú hefur nóg að segja sem þínum markhóp gæti þótt áhugavert.  Þú mátt alls ekki setja það sama alls staðar og tækifærin eru alls staðar.  Þín saga er sagan sem viðskiptavinurinn vill hlusta á.  Það sem þú veitir athygli vex. Allt er mælanlegt í dag því allt digital er mælanlegt og hægt að sjá niðurstöðurnar strax.  2. Ekki spyrja neinn hvernig hann hafi það nema þú viljir vita það.  Þú verður ekki betri nema keppa við þann besta á markaðinum. Neikvætt getur líka verið gott og segðu alltaf satt.  Viðurkenndu mistök ef þau eiga sér stað og þú verður sterkari í augum viðskiptavinarins.  Talaðu, mældu og haltu áfram. 3. Hver ertu? Vertu ekta, svaraður af heiðarleika og heilindum.  Ef eitthvað kemur upp á skaltu fá aðstoð almannatengils.  4. Hvar ertu? Veldu miðilinn vel og sinntu honum.  Stafrænir miðlar eru ekki aukaverkefni sem hægt er að sinna með annarri hendinni.  Það er til mikils að vinna ef rétt er staðið að hlutunum.  Þú opnar ekki verslun nema undirbúa allt vel og það sama á við um stafræna markaðssetningu.  Hvernig læturðu vita að þú ert með í keppninni; minntu á þig reglulega og láttu þig ekki gleymast. 5. Hvernig? Láttu persónuleika þíns vörumerkis og fyrirtækis að skína í gegn, hvað myndi þitt vörumerki t.d. aldrei segja? Googlaðu „How to do something greate in marketing?“  þar færðu fullt af góðum hugmyndum.  Í markaðsmálum hafa allir skoðun á því sem þú ert að gera.  Vertu óhræddur að taka pláss og þá kemur árangurinn hratt. 

Upplifun viðskiptavina.  Maríanna Magnúsdóttir fór yfir mikilvægi þess að þekkja viðskiptavini sína til þess að geta skilað til þeirra því virði sem þeir eru að óska eftir. Fyrirtæki upplifa oft viðskiptavini sína sem kröfuharða aðila en það er einna helst vegna þess að þau ná ekki að mæta væntingum þeirra. Hvernig lítur vegferð viðskiptavinarins út hjá þínu fyrirtæki? Er fókus á umbætur til að bæta upplifun viðskiptavina? Eru kvartanir truflun eða fjársjóður?  Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. Maríanna fór yfir hvert virðið er fyrir viðskiptavininn?  Kannski er það ekki varan sjálf, það gæti verið viðmót, verð, varan!  Heimurinn er á fleygiferð og hægt að nálgast okkur á ótal vegu.  En er viðskiptavinurinn okkar í brennidepli? Erum við að færa það virði sem viðskiptavinurinn óskar eftir. Besta markaðssetning sem nokkurt fyrirtæki getur haft eru helgaðir starfsmenn sem pósta áfram því sem fyrirtækið er að gera. Mikilvægt er að skilja hvernig það er að vera viðskiptavinur fyrirtækisins og hvar liggja tækifærin til umbóta. Hvernig getum við bætt ferlið fyrir viðskiptavininn.  Leggja áherslu á líðan og hvernig við erum að hegða okkur.  Upplifun er tilfinning!  Samskipti teyma skiptir öllu, hvað gekk vel í gær og hvað getum við gert betur í dag?  Búa þarf til vinnukerfi þar sem kvartanir eru tækifæri til umbóta og litið á þær sem fjársjóð.  Varðandi lean-töflur þá skiptir öllu máli fólkið sem stendur við þær, ekki útlitið.  Öll fyrirtæki hafa ákveðinn tilgang og mikilvægt að standast væntingar viðskiptavinarins.  Megintilgangur allra á að vera að setja fókus á mannauðinn.  Því menning vinnustaðarins er undirstað alls.      

 

Boðið upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi

Boðið var upp á lýsi og kaffi í morgun hjá Lýsi en þar fóru sérfræðingar yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Lýsi var stofnað 1938 og eru starfsmenn í dag 136, veltan 7,9milljarðar, innlend sala 6% og útflutningur 94%. Lýsi er með alls kyns vottanir eins og GMP/API, MSC, GMP, FSSC 22000, HALAL og FOS.  Lýsi var fyrsta fyrirtæki á Íslandi sem fékk 9001 vottun en þeir hættu því í fyrra.  Ástæðan er sú að ISO 22000 og GMP eru fullnægjandi.  Kynnt var ferlið frá pappír yfir í rafrænt form.   Áður fyrr var alltaf verið að bregðast við og því mikilvægt að koma strúktúr á kerfið þ.e. hvernig gæðakerfið yrði byggt upp.  Öll starfsemin var brotin niður í verkferla og viðráðanlegar stærðir; stefnuskjöl, verklagsreglur, vinnulýsingar leiðbeiningar og eyðublöð og önnur skráningagögn.  Það tók innan við ár að koma öllu úr pappír yfir á rafrænt form.  Allt í allt eru skjölin næstum 1000.  Meðalstarfsaldur hjá Lýsi er 8 ár og 14% starfsmanna hefur starfað í 15 ár eða lengur.  Hjá Lýsi mega starfsmenn starfa eins lengi og þeir hafa getu til og vilja.  Þegar nýr starfsmaður hefur störf er hann settur í þjálfun og þau námskeið sem staðlarnir krefjast.  Námsefni og annað rafrænt fræðsluefni er aðgengilegt öllum.  Alltaf eru kröfur um þjálfun að verða meiri og meiri og staðlarnir með ítarlegar kröfur um þjálfun sem eru ekki að ástæðulausu.  Því betur þjálfað starfsfólk því öflugra verður fyrirtækið.  Lýsi notar Hæfnistjóra FOCAL.  Þegar tekið er á móti nýjum starfsmanni t.d. í verksmiðju þá á sér stað skilgreind þjálfunarleið; grunnþjálfun starfsmanna framleiðsludeildar,  grunnþjálfun starfsmanna vinnslu, verklega þjálfun vinnsla 1, verkleg þjálfun vinnsla 2, starfsmannahandbók og grunnþjálfun starfsmanna Lýsis ehf. Inni í kerfinu er kennari sem staðfestir þjálfun.  Sendir eru tölvupóstar á 5 daga fresti sem áminning um hvað þú þarft að læra næst.  Stjórnendur fylgjast með þjálfuninni í sjónarhorni Hæfnistjórans.  Á mánaðarlegum fundum gæðaráðs er farið yfir þjálfun starfsmanna og passað upp á að allir séu að sinna sinni þjálfun.  Kerfið ýtir starfsmönnum áfram en ekki yfirmenn nema nauðsyn beri til. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?