Góðir stjórnarhættir: Liðnir viðburðir

Skilvirk áhættustjórnun - betri árangur í rekstri.

Click here to join the meeting
Skilvirk áhættustjórnun verður sífellt mikilvægari í rekstri fyrirtækja. Kröfur til fyrirtækja og stofnana hafa aukist mikið síðustu ár, meðal annars í tengslum við auknar áherslur í sjálfbærni.

KPMG og Stjórnvísi bjóða til þessa fundar þar sem fjallað verður um áhættustjórnun út frá ýmsum sjónarhornum og kynna leiðir til að greina áhættu í rekstri og ná yfirsýn yfir þá áhættu sem skiptir mestu máli. Með skilvirkri áhættustjórnun geta fyrirtæki og stofnanir lækkað kostnað og náð betri árangri í rekstri.

Dagskrá:

Mikilvægi áhættustjórnunar - hvernig getur tæknin hjálpað okkur?

  • Sigurjón Birgir Hákonarson, stafrænar lausnir KPMG

    Innleiðing á sjálfbærni í áhættustýringu
  • Hafþór Ægir Sigurjónsson, forstöðumaður sjálfbærni hjá KPMG

    Hvernig nálgast ÁTVR áhættustýringu?
  • Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Fundarstjóri er Helena W. Óladóttir frá sjálfbærniteymi KPMG

Hvar: Borgartúni 27, 8. hæð og í streymi.
Hvenær: 6. desember nk. kl. 9:00. Boðið verður upp á létta morgunhressingu frá kl. 8:30 og svo byrjar fundurinn stundvíslega kl. 9:00.

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

Gervigreind. Ólíkar sviðsmyndir. London Futurist

 

Viðburður um þróun gervigreindar, út frá ólíkum sviðsmyndum á vegum London Futurist. Umræða um hugsanlega, trúverðuga, raunverulega og grípandi atburðarrás, þar sem fram kemur nýjustu viðhorf og þekking á þessu sviði. Viðurburðurinn er nokkurs konar vinnustofa. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð;  Creating and exploring AGI scenarios, Sat, Aug 26, 2023, 4:00 PM | Meetup

 

 

 

Gagnsæi, stjórnarhættir og reikningsskil sjálfbærni

Þessi viðburður Stjórnvísi er hluti af viðburðarröð ráðstefnunnar Viðskipti og Vísindi sem haldinn er á vegum Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands. Um er að ræða staðarfund/-viðburð sem haldinn verður í hátíðarsal aðalbyggingar Háskóla Íslands v/Hagatorg.

Aðal fyrirlesari verður Nancy Kamp Roelands prófessor við Háskólann í Groningen í Hollandi sem er einn fremsti sérfræðingur Evrópu á sviði nýrra viðmiða um sjálfbærniupplýsingar, samþættingu upplýsinga og ábyrga stjórnarhætti.

Einnig mun Jeffrey Benjamin Sussman gera grein fyrir niðurstöðum rannsóknar um hvaða áhrif nýjar kröfur um reikningsskil sjálfbærni og óefnislegra virðisþátta munu hafa á upplýsingagjöf stærri skipulagsheilda hér á landi í framtíðinni.

Stjórnandi umræðna í pallborði verður Ágúst Arnórsson.

Góðir stjórnarhættir: Stefnumið og sjálfbærni - ný viðmið, fyrirmyndir og gagnsæi

Áhugaverður viðburður þar sem farið verður yfir breytta lagaumgjörð, viðmið um bestu framkvæmd og fyrirmyndir meðal annars með erlendum fyrirlesara frá Hollandi.

Aðalfyrirlesari verður Simon Theeuwes sem mun fjalla um samþættingu fjárhagslegra og ófjárhagslegra upplýsinga, auknar kröfur um sjálfbærni upplýsingar og um stefnumiðaða stjórnarhætti. Auk þess mun Bjarni Snæbjörn Jónsson fjalla um innleiðingu stefnumiðaðra stjórnarhátta og Sigurjón Geirsson um breytta lagaumgjörð á þessu sviði og um aukna ábyrgð stjórna.

Staðarfundur - ekki streymi eða upptaka.

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Click here to join the meeting

FramtíðarGróska – Innlendir innviðir og alþjóðlegar ógnanir

Tvö stutt erindi um innviði til að takast á við framtíðaráskoranir, ásamt hugleiðingum um áherslur Sameinuðu þjóðanna, til að takast á við „Svörtu fílanna“ við sjóndeildarhringinn. Staðarfundur með kaffi og smá veitingum.

Alþjóðlegar ógnanir, ráð og stefnukostir

     Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Framtíðarseturs Íslands

Þjóðaröryggisráð Íslands. Hlutverk og starfsemi

     Þórunn J. Hafstein, ritari þjóðaröryggisráðs

 

Tilnefninganefndir - reynslan og hvað næst?

Fjallað verður um nýjungar sem tengjast tilnefninganefndum, velt fyrir sér gildi þeirra til framtíðar, aðkomu lífeyrissjóða sem hluthafa að vali fólks í stjórnir, og fjallað um samhengi þeirra og hluthafalýðræðis.

Formaður faghópsins mun stýra fundi, flytja örstuttan inngang og síðan verða flutt tvö stutt erindi um efnið af þeim Hrafnhildi S. Mooney (Seðlabankinn) og Magnúsi Harðarsyni (Nasdaq Iceland). Að því loknu verður gefið tækifæri til spurninga og eða athugasemda.

Um er að ræða staðarfund sem haldinn verður hjá Nasdaq Iceland, Laugavegi 182.

Sætaframboð er takmarkað og fundinum verður ekki streymt.

Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu, en í Stjórnvísi eru um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjald.

Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings.

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Stjórn faghóps um góða stjórnarhætti boðar til aðalfundar fyrir starfsárið 2022-2023.

Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa forman(n) og stjórn.

Dagskrá fundar:

  • Kynning á faghópnum
  • Farið yfir síðastliðið starfsár
  • Kjör formanns og stjórnar
  • Næsta starfsár rætt
  • Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn (2 sæti laus) geta haft samband Jón Gunnar Borgþórsson, formann stjórnar hópsins, með pósti á jgb@jgb.is eða í síma 897 9840.
----------------------------------------------------------------------
Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Upplýsingagjöf til stjórnenda - ábyrgð stjórnenda á upplýsingaöryggi

Fundurinn verður haldinn á Teams. Hér er hlekkur á fundinn.  

Kröfur um upplýsingagjöf og rýni stjórnenda eru fjölbreyttar, hvort sem þær eru kröfur ISO27001 um rýni stjórnenda eða leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Reglulega þarf að fara fram rýni á mikilvægum þáttum upplýsingaöryggis (s.s. markmiðum, eftirlitsaðgerðum, stefnum og ferlum) til að tryggja virkni og rýna hvort stjórnkerfið henti áfram í óbreyttri mynd. Þá er einnig mikilvægt að stjórnendur séu meðvitaðir um stöðu og þroskastig og þekki þær áhættur sem steðjað geta að þeirra skipulagsheild m.a. svo hægt sé að forgangsraða og veita verkefnum nauðsynlegan stuðning. 

Mörgum þykja mál tengd upplýsingaöryggi flókin, skilja ávallt ekki þær kröfur sem fara ber eftir eða þykir það ekki hafa næga tæknilega þekkingu. Það getur því verið krefjandi að kynna og upplýsa stjórnendur um svo mikilvægt málefni. Í ljósi þess þarf upplýsingagjöf til stjórnenda að vera markviss, gagnleg og tímanleg. Hægt er að nýta margvíslegar leiðir til þess!

Á þessum viðburði fáum við að kynnast því hvernig þrjú fyrirtæki hafa komið sér upp aðferðum sem notaðar eru til þess að upplýsa stjórnendur, kynnumst þeim aðferðum og fáum að heyra hvernig þær hafa virkað. 

Ragna Elíza Kvaran, Upplýsingaöryggisstjóri hjá VÍS. Ragna hefur unnið í tíu ár hjá VÍS og hefur sinnt þar gæðamálum, verið skjalastjóri og persónuverndarfulltrúi en er nú upplýsingaöryggisstjóri og hefur sinnt því hlutverki frá árinu 2014. Ragna er með meistaragráðu í Electronic Information Management og B.A. í bókasafns- og upplýsingafræði. Ragna segir frá innleiðingu á verklagi í samskiptum sínum við innri nefndir og nefndir á vegum stjórnar. Hvernig VÍS hefur með einföldu skipulagi tryggt nauðsynlega upplýsingagjöf til nefnda og stjórnar. Einnig tryggt að upplýsingaöryggi sem málaflokkur sé reglulega á dagskrá, að umræður og ákvarðanir séu skjalaðar með réttum hætti og verið sé að fylgja því stjórnskipulagi sem stjórn setur. 

Ragnar F. Magnússon, Upplýsingaöryggisstjóri hjá Landsvirkjun. Ragnar er menntaður rafmagnsverkfræðingur frá KTH í Stokkhólmi og er með SANS vottanir í GCIH, GPEN og GCFA. Hann hefur víðtæka reynslu af upplýsingaöryggi og hefur m.a. starfað sem tæknilegur öryggisstjóri hjá Arion Banka og sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Nýherja. 

Arnar S. Gunnarsson, Director of IT Security hjá Controlant. Arnar hefur unnið við hönnun og rekstur tölvukerfa í tæp 20 ár og hefur sérhæft sig í öryggismálum í meira en 12.ár. Hann hefur haldið erindi á fjölda ráðstefna erlendis um öryggismál og hefur unnið með stærstu fyrirtækjum landsins á þeim vettvangi. Áður starfaði hann sem Innviðahönnuður Arion Banka og Tæknistjóri hjá Origo. Arnar er með fjölda af alþjóðlegum öryggisgráðum en þar má t.d. nefna "Hacking Forensic Investigator" og ,,Ethical Hacker". Arnar er þessa dagana að ljúka við MBA gráðu hjá HR. 

 

 

 

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir. Framtíðir í febrúar.

„Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“/Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Um er að ræða samstarfsverkefni Faghóps framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarseturs Íslands, Fast Future í Bretlandi og samstarfsvettvang framtíðarfræðinga Milliennium Project. 

Erindið er eitt af fimm erindum sem boðið er upp á í febrúar. Gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is og Sævar Kristinsson, skristinsson@kpmg.is

Hin erindin eru kynnt sérstaklega sem sjálfstæðir viðburðir á vefsvæði Stjórnvísi, en um er að ræða eftirfarandi erindi: 

February 10th, 2022 - Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

This session will introduce the core components of the crypto economy, the core issues and opportunities, and its potential to transform individual lives, business, government, and society.

Rohit’s guest - sharing his perspectives on the topic - will be Kapil Gupta - a technology and crypto analyst, commentator, enthusiast, and investor and the founder of Nibana Life.

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

 

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Stjórn faghóps um góða stjórnarhætti boðar til (rafræns) aðalfundar á Teams.

Hægt er að tengjast fundinum hér

Hin ýmsu málefni verða rædd, farið yfir starfið og það rætt. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kjör formanns og stjórnar
  4. Næsta starfsár rætt
  5. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Jón Gunnar Borgþórsson, formann stjórnar faghópsins, í gegnum jonbo@mid.is eða í síma 897 9840.

Á stimpilklukkan við í þekkingarstörfum?

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um heilsueflandi vinnuumhverfi mun standa fyrir rafrænum viðburði þann 24.mars kl.11.30 þar sem við munum velta fyrir okkur tilgangi og áhrifum stimpilklukku á afköst í þekkingarstörfum.

Þau Ásdís Kristinsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Gemba, Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri hjá Marel og

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ætla að vera með okkur og ræða þetta málefni frá ýmsum hliðum.

Dagskrá viðburðarins og erindin:

  • Ásdís – Hljóðláta byltingin: Vinnutími í sögulegu ljósi 
  • Ketill – Stimpilklukkur og baðvogir – um árangur og vellíðan hjá Marel
  • Sólrún – Hvað kom til að stimpilklukkan var afnumin hjá OR – kostir og gallar

Heiður Reynisdóttir, verkefnastjóri mannauðsmála hjá Háskóla Íslands, mun stýra viðburðinum sem verður á fjarfundi. 

 

Er framtíðin snjöll fyrir alla?

Click here to join the meeting

Áhugaverður fyrirlestur næstkomandi föstudag

Tæknirisar líkt og Google og Amazon eru þekktir fyrir að nýta sér snjallar lausnir, byggðar á gervigreind og vélnámi. En hvað með fyrirtæki sem eru ekki Google? Hvernig lítur framtíðin út fyrir fyrirtæki hér á landi sem vilja nýta sér snjallvæðingu og gervigreind, og hvar er best að byrja?

Fyrirlesarinn á þessum áhugaverða morgunfundi verður Diljá Rudolfsdóttir.

Diljá lærði gervigreind í Háskólanum í Edinborg og hefur unnið við snjallvæðingu hjá ýmsum fjármálafyrirtækjum, og vinni nú sem Forstöðumaður snjallvæðingar og stafrænnar þróunar hjá Veitum.

Click here to join the meeting

 

 

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Agla Eir og Eyþór Ívar fyrir vidburd 2021

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams

Um er að ræða u.þ.b. klukkustundar langan viðburð sem fólk í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félaga, og reyndar allt áhugafólk um stjórnarhætti ætti að hafa áhuga á og taka þátt í.

Teknar verða fyrir helstu breytingar í nýrri útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem koma út í byrjun febrúar 2021, en breytingarnar snúast að nokkru leyti um tilnefningarnefndir, hlutverk þeirra og verkefni, en einnig eru nýjar kröfur um upplýsingagjöf í og með  skýrslu stjórnar áberandi.

  • Fundinum verður streymt í gegnum Teams forritið, tekinn upp og settur inn á Facebook síðu félagsins að honum loknum
  • Fundarstjóri verður Jón Gunnar Borgþórsson og mun hann hafa stuttan inngang að viðburðinum (3 - 5 mín.)
  • Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kemur til með að fjalla um breytingarnar á leiðbeiningunum (ca. 20 mínútur)
  • Dr. Eyþór Ívar Jónsson mun fjalla um leiðbeiningarnar frá sínum sjónarhóli og þá þætti í starfi stjórna sem þær ná ekki endilega til (ca. 20 mínútur)
  • Þá verður fyrirspurna- og umræðutími í u.þ.b. 10 - 15 mínútur
  • Að loknum fundi verður fundargestum send örstutt könnun (NPS) sem við hvetjum til þátttöku í
  • Fundurinn verður tekinn upp eins og áður sagði

Um val í og hlutverk stjórna nýsköpunarfyrirtækja

Join Microsoft Teams Meeting 
Fjallað um stjórnarmenn í nýsköpunarfyrirtækjum og eftir hvaða eiginleikum og þekkingu sé helst sóst eftir í fari þeirra. Einnig verður brugðið ljósi á hvort og þá hvernig hlutverk slíkra stjórna er frábrugðið almennt skilgreindu hlutverki stjórna, hvort starfshættir séu með öðrum hætti en almennt gerist og hvernig umbunað er fyrir vinnu fólks í slíkum stjórnum.

Fyrirlesarar eru:

  • Gréta María Grétarsdóttir, stjórnarformaður Matvælasjóðs og ráðgjafi í stefnumótun hjá fjártæknifyrirtækinu Indó
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, fjárfestir og stjórnarmaður í fjölmörgum fyrirtækjum

 

Tengill á fundinn:

Learn more about Teams

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur!

Join Microsoft Teams Meeting

Ábyrgir stjórnarhættir – nýlegar lagabreytingar og kröfur um upplýsingar.

Fjallað verður um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja)

Erindi eru þrjú og svo fyrirspurnir „úr sal“ - stefnt er að því að taka viðburðinn upp.

Fundarstjóri er Jón Gunnar Borgþórsson

Erindi:

  1. Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda
  2. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal
  3. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda

(sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Samtal um leiðtogafærni í nútíð og framtíð

Hér er tengill til að tengjast streymi viðburðarins

Við höfum fengið til liðs við okkur tvo fróða aðila um leiðtogafærni, þau Hauk Inga Jónasson og Sigrúnu Gunnarsdóttur til að ræða þrjár spurningar sem brenna á okkar vörum.  

Spurningarnar eru: 

  • Hvað þarf til til að vera leiðtogi í dag / hvernig er nútímaleiðtogi?
  • Hvað er mikilvægt fyrir leiðtoga að huga að þegar “þessu ástandi líkur” - hvaða lærdóm þurfum við að draga af ástandinu og hvernig tryggjum við að allt detti ekki aftur í viðjar vanans?  
  • Hvernig þarf framtíðar leiðtoginn að vera – eru einhverjar breytingar fyrirsjáanlegar sem leiðtogar þurfa að hafa í huga.?

Viðburðinum verður streymt á Teams.

Um gestina okkar:

Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Sigrún Gunnarsdóttir er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og lauk doktorsprófi með áherslu á lýðheilsu, stjórnun og heilbrigt starfsumhverfi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine.
Sigrún hefur starfað á vettvangi heilbrigðiþjónustunnar í heilsugæslu, á Landspítala, hjá Landlæknisembættinu og í Heilbrigðisráðuneytinu og hefur auk þess verið í forystu hjá Félagi hjúkrunarfræðinga, Félagi um lýðheilsu, Krabbameinsfélaginu og norrænum samtökum um vinnuvernd og stjórnun heilbrigðisþjónustu. Sigrún var varaþingmaður árin 2013-2017 og aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra 2017.
 

Fundur (lokaður) stjórnar faghóps um góða stjórnarhætti.

Tækifæri til að hittast og fara yfir starfsárið framundan.

Farið yfir og bryddað upp á fleiri hugmyndum að viðburðum - verkaskipting.

Tengjast viðburðum annarra faghópa?

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum - veiting viðurkenninga.

Föstudaginn 21.ágúst nk. mun 18 fyrirtækjum verða afhentar viðurkenningar fyrir stjórnarhætti sína ásamt nafnbótinni "Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum".  Í ljósi aðstæðna þurfum við að takmarka þátttakendur við fulltrúa þeirra fyrirtækja sem hljóta munu nafnbótina.

Markmið verkefnisins og viðurkenningarinnar er að stuðla að umræðum og aðgerðum sem efla góða stjórnarhætti.

Viðurkenningar byggja á úttektum á stjórnarháttum þeirra félaga/fyrirtækja sem eru þátttakendur í verkefninu og taka mið af leiðbeiningum sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq á Íslandi gefa út.
Á annan tug viðurkenndra aðila vinna úttektirnar á fyrirtækjunum en umsjón með verkefninu og viðurkenningarferlinu er í höndum Stjórnvísi. 

Agla Eir Vilhjálmsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands verður fundarstjóri.

Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar (Nasdaq á Íslandi) mun flytja erindi.  

Jón Gunnar Borgþórsson JGB ráðgjöf flytur inngangsorð um verkefnið.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins afhendir viðurkenningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nasdaq á Íslandi, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Stjórnvísi.

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni? Fjarfundur

Viðburðurinn er á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja og fjallar um hvernig stjórnarfólk getur stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

  • Hvert er hlutverk stjórnar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð - Ketill Berg Magnússon hjá Marel
  • Hvernig ESG viðmið vísa veginn - Magnús Harðarson hjá Kauphöllinni
  • Getur þekking stjórnarmanna á sjálfbærni veitt samkeppnisforskot - Hrefna Ö Sigfinnsdóttir hjá Landsbankanum

Join Microsoft Teams Meeting

Slóð á upptöku af fundinum.

 

 

 

Aðalfundur faghóps um stjórnarhætti

Dagskrá aðalfundar faghóps um stjórnarhætti:

  1. Kosning stjórnar
    - Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10 manns (eru 9 núna)
    - Lagt er upp úr fjölbreytni í samsetningu stjórna faghópa Stjórnvísi, þannig að í þeim séu aðilar frá ólíkum fyrirtækjum/stofnunum/háskólasamfélaginu
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  3. Dagskrá/viðburðir næsta starfsárs
    - hugmyndir
    - framkvæmd og ábyrgðaraðilar

Fundurinn fer fram í gegnum Teams.

Vinsamlega sendið póst á jonbo@mid.is ef þið viljið taka þátt í fundinum.

f.h. stjórnar

Jón Gunnar Borgþórsson

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Mögulegar afleiðingar og viðbrögð við COVID-19 - VEFFUNDUR

Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg
Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: 
https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361

Útbreiðsla Corona veirunnar (COVID-19) skekur nú heiminn og er áhrifa farið að gæta víða. Mikil óvissa ríkir um þróun næstu vikna og fyrirtæki því farin að undirbúa viðbragðsáætlanir til að vernda starfsfólk sitt og starfsemi. Áskorunin er að sjá fyrir fjárhags-, rekstrar- og heilsufarslega áhættu til að draga úr mögulegum afleiðingum á fyrirtæki og samfélagið í heild sinni.

Hversu djúpstæð áhrif COVID-19 verða er m.a. háð því hversu vel tekst að hemja útbreiðslu veirunnar, en gera má ráð fyrir að áhrifa muni gæta í rekstri flestra fyrirtækja. Til að mynda steðjar veruleg hætta að aðfangakeðjum fyrirtækja sem mikilvægt er að kortleggja, lágmarka þarf líkur á óæskilegum aðstæðum og mögulegum áhrifum og undirbúa félagið í samræmi við það. Til að geta brugðist sem best við óvissum aðstæðum sem þessum er algengt að fyrirtæki leggi mat á áhættu félagsins og geri viðhlítandi viðbragðsáætlanir.

Sigurvin Bárður Sigurjónsson er verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á áhættustjórnun.

Benoit Cheron er sérfræðingur hjá ráðgjafarsviði KPMG, með áherslu á viðskiptaferla, sjálfbærni, ábyrgarfjárfestingar og áhættustjórnun.

Í ljósi aðstæðna verður þessi fundur haldinn á vefnum. Skráðir þátttakendur fá senda slóð til að tengjast.

Slóð á kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=xxilKROHPMg

Viltu koma með spurningu/-ar til fyrirlesara? Smelltu á þennan hlekk: https://app.sli.do/event/raps0swt og skráðu inn nafn viðburðar: Y361

Þú getur sett inn nafn eða komið með spurninguna nafnlaust. Fyrirlesararnir munu gera sitt besta til að svara spurningunum sem berast.

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Kærar þakkir þið sem mættuð á fundinn - Hér er tengill á Facebook streymið: https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Um þetta verður m.a. fjallað á þessum áhugaverða viðburði.

Ábyrgð einstakra stjórnarmanna er talsverð hvað varðar viðbótarupplýsingar. Mikilvægt er að upplýsingagjöfin byggi á vönduðum stjórnarháttum og lög um ársreikninga eru afgerandi um að viðbótarupplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skulu vera hluti af skýrslu stjórnar. Atvinnuvegaráðuneytið gaf nýlega út reglugerð til fyllingar þessum ákvæðum.
Það er einnig athyglisvert að ársreikningaskrá RSK birtir nú sérstakar áherslur sínar um að í eftirliti með ársreikningum 2019 verði sérstaklega gengið eftir því að kanna ófjárhagslega upplýsingagjöf og skýrslu stjórnar. Þetta gæti bent til að úrbóta sé þörf í tilviki margra fyrirtækja.

Snertifletir umræðunnar eru allmargir og því er athygli áhugafólks innan margra faghópa vakin á þessum viðburði!

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni?

Hvernig getur stjórnarfólk stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja?

Takið frá tíma - dagskrá birtist fljótlega

Test viðburður

 

 

 

  • Taka fram ef viðburði er streymt
  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
  • Nafn/nöfn fyrirlesara 
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
  • Staður  
  • Dagsetning.

Móttaka og aðlögun erlendra starfsmanna

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt á Íslandi. Hvernig geta vinnuveitendur brugðist við ? Hvernig er best að hátta móttöku erlendra starfsmanna? 

Fáum reynslusögu frá fyrirtæki sem hefur tekið á móti fjölmörgum erlendum starfsmönnum.

Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- og gæðasviði Strætó bs tekur á móti okkur á höfuðstöðvum Strætó og segir okkur frá reynslu þeirra. 

.

Aðalfundur faghóps um framtíðarfræði

Ákveðið hefur verið að halda aðalfund faghóps um framtíðarfræði í beinu framhaldi af viðburði hópsins þann 3 maí nk. kl. 08:45 til 10:00 hjá Microsoft á Íslandi í Borgartún 25.  Áhugasamir í stjórn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn.

Aðalfundurinn á ekki að taka langan tíma, en hér að neðan eru verklagsreglur Stjórnvísi um framkvæmd fundarins og viðmið.               

Starf faghópa – Viðmið Stjórnvísi

Ábyrgð og hlutverk stjórnar faghópa

Stjórn faghóps ber ábyrgð á að aðalfundur sé haldinn og að á aðalfundi sé kosin stjórn faghóps og ber ásamt framkvæmdastjóra Stjórnvísi ábyrgð á að verklagsreglu þessari um stjórnun viðburða sé fylgt.

  •      Stjórn faghóps útbýr dagskrá fyrir komandi starfsár faghópsins. Mikilvægt er að setja fundi sem fyrst inn á dagatal
  •      Stjórnarmeðlimir faghóps séu  virkir í starfi Stjórnvísi, þ.e. Innan faghóps, við undirbúning og framkvæmd viðburða
  •      Í faghópasamfélagi/samstarfi við aðra faghópa Innan Stjórnvísi, s.s. vegna skipulagsfunda, þjálfunar og öðru á vegum Stjórnvísi.
  •      Upplýsa aðila faghópsins um áhugaverða viðburði innanlands sem utan

Ábyrgð og hlutverk formanna faghópa

Formaður faghóps boðar til aðalfundar faghóps. Aðalfundur skal haldinn á tímabilinu mars-apríl ár hvert. Á aðalfundi sé a.m.k. eftirfarandi tekið fyrir:

  •      Kosning stjórnar
  •      Viðmiðunarfjöldi í stjórn, þ.e. í stjórn faghóps geta verið allt frá 4-10 manns
  •      Samsetning í stjórn, þannig að í henni séu aðilar frá ólíkum fyrirtækjum/stofnunum/háskólasamfélaginu
  •      Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  •      Formaður faghóps í samstarfi við stjórn faghóps, annast upplýsingastreymi til stjórnar og skrifstofu Stjórnvísi.

 

Góðir stjórnarhættir - Fyrirmyndarfyrirtæki í Góðum stjórnarháttum

Faghópur um góða stjórnarhætti vekur athygli á þessari ráðstefnu. Þú bókar þig hér. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti efnir árlega til ráðstefnu um góða stjórnarhætti í samvinnu við hagsmunaaðila. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnarháttum og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Fjöldi fyrirtækja hafa fengið viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eftir úttekt sérstakra úttektaraðila á stjórnarháttum og Rannsóknarmiðstöðvar í stjórnarháttum.

Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er: Hæfni og hæfi stjórnarmanna

Skráning hefst kl. 8:00

Dagskrá: Opnun og kynning

8:30 - Kynning fundarstjóra á dagskrá
Fundarstjóri: Eyþór Ívar Jónsson - forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti 

Opnun ráðstefnu
Ólafur Stephensen - framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda

9:00 - Framþróun góðra stjórnarhátta á Íslandi 
Páll Harðarson - Forstjóri kauphallarinnar Nasdaq á Íslandi
Katrín Júlíusdóttir - Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja

10:00 Hlé

10:15 Stuttar kynningar stjórnarformanna fyrirmyndarfyrirtækja í góðum stjórnarháttum
Guðmundur Jóhann Jónsson - forstjóri Varðar
Höskuldur H. Ólafsson - bankastjóri Arion banka

 

10:45 Hæfni og hæfi stjórnarmanna - 100 viðurkenndir stjórnarmenn 
Stjórnarformenn, framkvæmdastjórar og hagsmunaaðilar íslenskra fyrirmyndarfyrirtækja í stjórnarháttum ræða um hæfni og hæfi íslenskra stjórnarmanna í tilefni þess að mikil aukning hefur orðið tilnefningarnefndir hafa

Breki Karlsson - formaður Neytendasamtakanna
Hulda Ragnheiður - framkvæmdastjóri Náttúruhamfarastofnunar Íslands
Kjartan Sverrisson - framkvæmdastjóri Overcast Software
Skúli Skúlason - framkvæmdastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Hrönn Ingólfsdóttir - stjórnarformaður Festu

11:15 Tilnefningarnefndir - Hvernig hefur tekist til?

Tryggvi Pálsson - formaður tilnefningarnefndar Festis
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir - formaður tilnefningarnefndar TM 
Jensína Böðvarsdóttir - formaður tilnefningarnefndar Símans

11:45 Lokaorð - Hvað getum við gert betur?
Runólfur Smári Steinþórsson - Prófessor við Háskóla Íslands

Formleg afhending viðurkenninga Fyrirmyndarfyrirtækja: 
Vörður hf., Kvika hf., Sýn hf., Isavia ohf., Reitir hf., EIK fasteignafélag hf., Arion banki hf., Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf., Tryggingamiðstöðin hf., Landsbankinn hf., Íslandsbanki hf., Íslandssjóðir hf., Stefnir hf., Mannvit hf.

12:00 Ráðstefnulok

Stjórnarhættir og stefnumótun

Er framtíðarsýn og stefnumótun fyrirtækis samræmd og samþykkt af stjórn ? Hvernig ætti aðkoma stjórna að vera?  Hvað með eftirfylgni? 

Faghópur um góða stjórnarhætti ætlar að velta upp og skoða þessa þætti og fleiri til með aðstoð tveggja fagaðila í góðum stjórnarháttum.

Erindi:

Stjórnir og stefnumótun.  Fyrirlesari Þröstur Olaf Sigurjónsson dósent í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Virðisauki stjórna í stefnumótun.  Fyrirlesari Helga Hlín Hákonardóttir, lögmaður og  meðeigandi  Strategíu.

Fundurinn fer fram í Flugstjórnarmiðstöð Isavía (keyrt fram hjá húsinu og beygt til hægri) Reykjavíkurflugvelli (við hliðina á Hótel Natura) og hefst stundvíslega kl. 9:00.  

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

  • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
  • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
  • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

Áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja

Faghópur Stjórnvísi um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund þann 15. febrúar kl. 8:30 í höfuðstöðvum Vodafone, Suðurlandsbraut 8, 6. hæð.

Á fundinum verður fjallað um áhrif stjórnarhátta á velgengni fyrirtækja, en sérstaklega verður horft til breyttra stjórnarhátta í þroskaferli fyrirtækja og hvort lífaldur eða menning hafi áhrif á velgengni.

Fyrirlesarar eru:

  • Helga Valfells, meðstofnandi og meðeigandi Crowberry Capital  
  • Stefanía Bjarney Ólafsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Visku
  • Svana Gunnarsdóttir, meðstofnandi og meðeigandi Frumtak Ventures

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu.  Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.  

Hlökkum til að sjá þig.

Fullbókað: Hefur aukin þátttaka kvenna í atvinnulífinu haft áhrif á stjórnarhætti?

Faghópur Stjórnvísis um góða stjórnarhætti heldur morgunverðarfund í samvinnu við fræðslunefnd FKA þann 27. nóvember kl. 8:30 í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð

Á fundinum verður fjallað almennt um einkenni stjórna og þá vitundarvakningu sem orðið hefur á síðustu árum um góða stjórnarhætti.

1. Fjórar ólíkar stjórnargerðir,
Jón Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi frá PwC fjallar um hvernig má flokka stjórnir í fjórar tegundir stjórna, málamyndastjórn, leppstjórn/stimpilstjórn, ráðgefandi stjórn og virka stjórn.

2. Reynslusaga, fyrir og eftir fræðslu um góða stjórnarhætti
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands fjallar um hvaða áhrif diplomanám í góðum stjórnarháttum höfðu á verklag og vinnubrögð hennar í hlutverki framkvæmdastjóra.

3. Af ólíkum sjónarhornum
Martha Eiríksdóttir, sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarkona fjallar um um reynslu sína af því að vera í ólíkum hlutverkum í atvinnulífinu. Martha hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu sem frumkvöðull, stjórnandi og stjórnarmaður m.a. í Reitum, Innnes, Olíudreifingu, Farice og Ísfelli.

4. Þroskaferill stjórna með aukinni stjórnarþátttöku kvenna
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma, stjórnarformaður N1 og varaformaður stjórnar Isavia fjallar um hvort og þá hvaða breytingar hafa orðið á stjórnarháttum með aukinni stjórnarþátttöku kvenna

Boðið verður upp á kaffi.  

Ráðlagt er að mæta tímanlega þar sem erfitt getur reynst að fá bílastæði.  

 

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Ábyrgð og árangur stjórnarmanna

Nú er komið að fyrsta fundi nýs faghóps um góða stjórnarhætti. Okkur finnst við hæfi að hefja veturinn á fyrirlestri um hlutverk, ábyrgð og árangur stjórnarmanna.

Með fundinum viljum við auka vitund á hlutverki og verklagi stjórna. 

Fyrirlesarar eru:
Svava Bjarnardóttir, ráðgjafi og meðeigandi Kapituli og vottaður ACC- markþjálfi.
Auður Ýr Helgadóttir , hdl. og meðeigandi í LOCAL lögmenn.

Svava  hefur setið í fjölda stjórna í íslensku atvinnulífi og er virk sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nokkrum félögum í dag. Hún leggur mikla áherslu á stefnumótun, vandaða stjórnarhætti og fagmennsku í öllum  þáttum reksturs fyrirtækja.

Auður Ýr Helgadóttir kennir góða stjórnarhætti við Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands.

Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum jafnt byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa sitið í stjórnum eða hafa hug að því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.

Hlökkum til að sjá þig.
Vertu með okkur frá byrjun!

Viðburðurinn verður í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins.

Boðið verður upp á kaffi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?