Fréttir og pistlar

Valitor í Stjórnvísi

Greiðslukort gegna mikilvægu hlutverki í nútímaviðskiptum sem tæki til að færa verðmæti milli manna. Á þessu sviði starfar Valitor en meginhlutverk fyrirtækisins er að gera viðskipti einföld, fljótvirk og örugg.

Fyrirtækið er byggt á grunni starfsemi VISA Íslands sem stofnað var árið 1983 af fimm bönkum og þrettán sparisjóðum. Frá árinu 2007 hefur fyrirtækið verið rekið undir heitinu Valitor h.f. Starfsemin fer fram að Dalshrauni 3, 220 Hafnarfirði en þar starfa nú um 150 manns.

Færslukerfi Valitor tengist alþjóðlegum greiðslumiðlunarkerfum VISA og MasterCard og tengir þannig saman söluaðila, korthafa og banka um allan heim. Valitor kappkostar að veita söluaðilum, bönkum, sparisjóðum og korthöfum á ferð um heiminn örugga, skjóta og þægilega þjónustu.

Starfsemi Valitor er skipt í þrjú afkomusvið: Fyrirtækjasvið, Kortaútgáfusvið og Alþjóðasvið. Stoðsvið eru fimm: Áhættustýring, Fjármál og mannauður, Upplýsingatæknisvið, Markaðsmál og viðskiptaþróun og Vöruþróun og nýsköpun.

Fyrirtækjasvið

Fjöldamörg íslensk fyrirtæki og lögaðilar eru í föstum greiðslukortaviðskiptum við Valitor sem sér um færsluhirðingu. Færsluhirðing felst í því að miðla færslum á milli korthafa og söluaðila. Tilhögunin er með þeim hætti að Valitor veitir söluaðilum heimildaþjónustu, annast vinnslu á færslum, greiðir þær út til söluaðila á uppgjörsdegi og skuldfærir jafnóðum hjá korthöfum.
Kortaútgáfusvið

Kortaútgáfusvið Valitor annast vinnslu og útgáfu greiðskorta til allra helstu banka og sparisjóða. Margvísleg þjónusta er veitt ásamt starfrækslu þjónustuvers sem sér korthöfum m.a. fyrir neyðarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Alþjóðasvið

Starfsemi Alþjóðasviðs felst í greiðslumiðlun á alþjóðlegum vettvangi en tengist hvorki útgáfu né færsluhirðingu á Íslandi. Gerðir eru samningar við erlenda söluaðila um greiðslumiðlun og tengda þjónustu.

Tern Systems í Stjórnvísi

Tern Systems origins began in the late 1970’s with a cooperative agreement between the Icelandic Civil Aviation Administration and the University of Iceland to develop an AFTN message distribution system. In 1988 the venture deployed a radar data processing system. In 1997 this fruitful joint-venture was formally organized into Tern Systems with the mission to continue the successful growth of ATC systems development. Tern Systems engineering processes and deployment techniques have been continuously evolving to create a mature, stable, and reliable operational ATC product suite. Tern Systems has integrated suite of proven CNS/ATM solutions reflects the highest standards in engineering, human interface design, reliability and cost-effective innovations.
Tern Systems is jointly owned by the Icelandic Civil Aviation Administration and the University of Iceland. The triangle between Tern Systems and our ownership partners assures a corporate commitment to advancing practical deployments and operational excellence as well as participating in research and advancing the state-of-the-art in ATC technology.

SYNDIS í Stjórnvísi

Syndis is an Icelandic information security think-tank based in Reykjavik, Iceland, specializing in providing bespoke attack solutions. Syndis services clients with the most demanding security needs. Research is central to the Syndis vision and is considered core to the innovative approaches supplied to the clients.

ProControl í Stjórnvísi

ProControl býður faglega ráðgjöf á fjórum aðalsviðum fyrir félög og fyrirtæki, opinberar stofnanir, sveitarfélög, félagasamtök sem og einstaklinga.

Ráðgjafarþjónusta ProControl er á fjórum sviðum

1) Hagvernd - fagleg og óháð þjónusta, s.s. gagnvart 3ja aðila, í formi skýrslna, matsgerða, álita og eða umsjónar og eftirfylgni með afmörkuðum þáttum, t.d. innleiðingum, áætlunum, samningum, ávöxtun sjóða. Aðstoðum stjórnir, sem og einstaka stjórnarmenn fyrirtækja og stofnana við starf sitt. Eftirfylgni er hluti af hagverndinni, og er þjónusta sem stuðlar að rauntímaeftirliti, á faglegum grunni. Einnig er í boði áskrift með eftirfylgni gagnvart lögum, reglum sem og fagverkferlum tengt þekkingarsviði viðkomandi, sem dæmi má nefna IFRS, IAS, ISA, IPPF, GIPS og fleiri alþjóðlegumstöðlum.

2) Menntun/námskeið/þekking - Menntun, þekking og námskeið eru að verða eitt af mikilvægustu atriðunum til að viðhalda hæfi og hæfni starfsmanna. Bjóðum þessa þjónustu í þremur aðalflokkum, almenn námskeið, sérhæfð námskeið og fagnámskeið. Hver flokkur hefur svo átta til tíu undirflokka. Séraðlöguð eftirfylgni fylgir sérhæfðu- og fagnámskeiðunum. Gerum einnig úttektir á menntunar- og þekkingarþörf starfsmann eða vinnustaðar sem heild eða einstaks verkferils. Námskeiðin geta verið haldin á vinnustað viðkomandi, og/eða utan almenns vinnutíma.

3) Reikningsskil, endurskoðun og innra eftirlit - Reikningsskil og endurskoðun eru í stöðugri breytingu og því er nauðsyn þess að hafa nýjustu þekkinguna til staðar mun mikilvægari í dag en áður. Bjóðum ráðgjöf við gerð og framsetningu reikningsskila miðað við IFRS. Gerum úttektir á virkni innra eftirlits, sem og aðstoðum við innri endurskoðun, skv. IPPF-stöðlum. Aðstoðum einnig ríkis- og sveitarfélagsstofnanir í þessum efnum. Aðstoðum og veitum ráðgjöf til endurskoðunarnefnda og tökum einnig að okkar setu í endurskoðunarnefndum. Bjóðum einnig mat á áhættugreiningu m.v. viðkomandi rekstur, t.d. markaðsáhætta, rekstraráhætta, vaxtaáhætta o.fl.

4) Rekstur, fjármál og virðismat - Veitum rekstrarráðgjöf m.a. innleiðing og/eða úttektir á kostnaðarstjórnar og -stýringarferlum sem og ráðgjöf við uppbyggingu á greiningartækni vegna frávika, t.d. í rekstraráætlunum. Úttektir/álit á hagkvæmi og skilvirki fjárfestinga, ávöxtun á sjóðum, t.d. miðað við hefðbundna útreikninga og/eða alþjóðlega virðismatsstaðla. Fjármálaráðgjöf, fjármögnun og fjárhögun sem og gerð fjárhags- og fjárfestingaráætlana. Metum og gefum álit á fjárhagseinkunn (rating). Virðismat og mat á fjárfestingarkostum, hlutabréfum, skráðum sem óskráðum. Virðismatstækni, eignir, rekstur, eigið fé, sjóðstreymi sem og hvenær ber að nota vogaða eða óvogað virðismatsútreikninga. Umbreyting á reikningsskilum fyrir virðismat og greining t.d. á vexti, hagnaði, hagnaðarvon o.fl..

Sjá nánar um þjónustu ProControl - smella hér

ProControl er vörumerki Control ehf, knt. 560206-2750, sem hefur verið starfrækt frá árinu 2006. VSK nr. 92446

Eigandi er Einar Guðbjartsson, ek.lic., hefur mjög mikla kennslu- og ráðgjafarreynslu á svið rekstrar- og fjármálaráðgjafar, reikningsskila og endurskoðunar, skýrslu- og matsgerða, úttektir, þýðingar sem og álit, bæði fyrir einkaaðila og opinbera aðila. Höfum unnið við ráðgjöf og eftirfylgni vegna eninga tengdum almannahagsmunum. Einnig hefur fyrirtækið haldið fjölda námskeiða, almenn, sérhæf sem og fagnámskeið fyrir almenning og fagfólk.

Dæmi um verkefni sem tengst hafa félaginu;
Ferlaúttektir og kostnaðargreiningu
Gerð og hönnun árangursmælingarkerfa
Virðismats hlutabréfa, óskráð félag
Efnisinnihald á námskeiði vegna löggildingar verðbréfamiðlara
Úttekt vegna flutningskosnaðar
Reikningsskilalega útfærslu vegna ákveðinna samninga
Úttekt á reikningsskilaaðferðum fjárfestingarfélags á hlutabréfamarkaði
Uppbygging á ábyrgðarstöðvum og -einingum
Úttekt og tillögur að stjórnunarfyrirkomulagi hjá hjálparstofnun
Dómskvaddur matsmaður og yfirmatsmaður
Þýðing á öllum IFRS-stöðlunum um reikningsskil yfir á íslensku
Túlkanir á alþjóðlegu reikningsskilastöðlum, t.d. IAS 39, IFRS 4, IFRS 7 o.fl.
Kennslulýsingu vegna prófa í verðbréfaviðskiptum.
Gerð og útfærsla á virðismatslíkönum
Námskeið og námskeiðahald er tengist reikningsskilum, endurskoðun, greiningu ársreikninga, kostnaðarstýring, kostnaðarstjórnun, frávikagreining o.fl.
Kennsla/fræðsla í reikningsskilum, endurskoðun, innra eftirliti, stjórnunarkerfi, greining ársreikninga, frávikagreining, samstæðureikningsskil o.fl.
Sæti í matsnefnd er metur hæfi og hæfni stjórnarmanna.
Skýrslugerð fyrir ráðuneyti um starfsumhverfi endurskoðenda, (fjórir höfundar)
Álit um íslenska löggjöf er tengist lögum og reglum vegna reikningsskila eininga tengdum almannahagsmunum.
Námskeið fyrir stofnanir og fyrirtæki er tengist kostnaðarvitund starfsmanna.

Hagsýn í Stjórnvísi

Bókhalds- og rekstrarþjónustan Hagsýn sérhæfir sig í lausnum fyrir frumkvöðla, sjálfstæða atvinnurekendur, smærri og meðalstór fyrirtæki - á kjörum sem þeir ráða við!

Þegar ný viðskiptahugmynd kviknar er margt sem þarf að huga að áður en hún getur orðið að veruleika. Yfirleitt kviknar hugmyndin út frá ákveðinni þekkingu stofnanda, ástríðu og/eða hugsjón. Til þess að „fræið“ geti blómstrað þarf þó að velta fyrir sér hagnýtum hlutum sem tengjast rekstri og framleiðslu á vörunni eða þjónustunni sem um ræðir.

Með því að nýta sér þjónustu okkar getur þú og þitt fyrirtæki einbeitt sér betur að því að framleiða þá vöru eða þjónustu sem þið seljið, á meðan fjármálin eru í öruggum höndum. Verðmætið sem við sköpum fyrir fyrirtæki þitt felst fyrst og fremst í skilvirkari rekstri, þar sem upplýsingar eru markvisst notaðar til að gera betur!

HLUTVERK, FRAMTÍÐARSÝN & GILDI

Hagsýn boðar breyttar áherslur í þjónustu, þar sem lögð er sérstök áhersla á aukið upplýsingaflæði til viðskiptavina, þar sem hlutirnir eru útskýrðir á mannamáli! NÁNAR

SAMSTARFSAÐILAR OG UMSAGNIR

Hagsýn býr yfir traustu tengslaneti á hinum ýmsum sviðum atvinnulífsins. Kíkið á umsagnir frá viðskiptavinum og samstarfsaðilum Hagsýnar. NÁNAR

MANNAUÐUR

Stjórnendur Hagsýnar eru Brynhildur S. Björnsdóttir (framkvæmdastjóri og verkefnastjóri stjórnunarsviðs) og Svava Huld Þórðardóttir (fjármálastjóri og verkefnastjóri fjármálasviðs). NÁNAR

FERLIÐ

Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og góð samskipti við okkar viðskiptavini. Kíktu á þjónustuferlið okkar. NÁNAR

MERKI HAGSÝNAR

Hér má nálgast merki (logo) Hagsýnar í mismunandi sniðum. NÁNAR

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði í Stjórnvísi

Flensborgarskólinn er fjölbrautaskóli sem starfar eftir áfangakerfi. Skólinn á sér langa og merka sögu allt aftur á 19. öld, en frá árinu 1975 hefur hann verið framhaldsskóli. Um langt árabil var starfrækt öldungadeild við skólann og eins var Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði á sínum tíma deild innan skólans. Flensborgarskólinn er með elstu starfandi skólum á Íslandi, en hann hefur tekið margvíslegum breytingum á langri ævi. Hann var upphaflega stofnaður sem barnaskóli árið 1877, en var breytt í "alþýðu-og gagnfræðaskóla" fimm árum síðar eða árið 1882, en við það ártal hafur aldur skólans oftast verið miðaður.

Einkaleyfastofan - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Einkaleyfastofan er ríkisstofnun undir yfirstjórn atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra. Stofnunin tók til starfa 1. júlí 1991 og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Skipulag og starfssvið stofnunarinnar markast af auglýsingu nr. 187/1991 og reglugerð nr. 188/1991. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vörumerki, hönnunarvernd, byggðarmerki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglugerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðnaðar. Stofnuninni ber að veita einstaklingum, stofnunum og atvinnufyrirtækjum upplýsingar og ráðgjöf varðandi hugverkaréttindi í iðnaði. Þá ber stofnuninni að stuðla að því að ný tækni og þekking sem felst í skráðum hugverkaréttindum verði aðgengileg almenningi.

Í tímariti sem Einkaleyfastofan gefur út einu sinni í mánuði (ELS-tíðindi) eru birtar auglýsingar og tilkynningar er varða umsóknir og skráningar á sviði einkaleyfa, vörumerkja, byggðarmerkja og hönnunar. ELS-tíðindi eru birt rafrænt á heimasíðunni 15. hvers mánaðar en útprentun fæst gegn greiðslu.

Frá árinu 2006 hefur faggildingarsvið ISAC starfað innan Einkaleyfastofunnar. ISAC er skammstöfun á ensku heiti sviðsins, "Icelandic Board for Technical Accrediation". Faggildingarsvið er sjálfstætt starfandi svið innan Einkaleyfastofunnar og markast starfsemi þess af lögum um faggildingu o.fl. nr. 24/2006.

Skrifstofan er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 15:00

Vel heppnaður aðal-og stefnumótunarfundur Stjórnvísi í Nauthól.

Aðalfundur Stjórnvísi sem jafnframt var stefnumótunarfundur heppnaðist einstaklega vel. Aðalfundinum var stýrt af miklum krafti af Guðmundu Smáradóttur og tók einungis 30 mínútur. Í framhaldi unnu félagar stefnumótun Stjórnvísi undir styrkri leiðsögn þeirra Fjólu Guðmundsdóttur og Sigurjóns Árnasonar.
Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, var kosinn formaður.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
  2. Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
  3. Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
    Í aðalstjórn voru kosin til tveggja ára:
    Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
    Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica.
    Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
    Í varastjórn voru kosin:
    Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
    Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.

Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.

Skoðunarmenn félagsins voru kosnir:
Runólfur Birgir Leifsson, fjármálastjóri Tryggingastofnunar ríkisins og
María Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Mentor.

Dagskrá aðalfundar

Distica lækkaði birgðadaga (DIS) um 25%

Jóhanna Jónsdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Distica og Guðmundur Á. Árnason ráðgjafi hjá Capacent voru með fræðslu í Veritas sem snýr að birgðastýringaverkefni fyrirtækisins. Jóhann sagði helstu áskoranir í vinnuumhverfi Distica vera opinberar kröfur: GDP-reglugerðar númer, ISO 9001 vottun og starfsleyfi frá Lyfjastofnun. Áskoranir í flutningum eru hitastillingar og lyf þurfa meira eftirlit í flutningum.
Aðdragandi verkefnisins. Capacent var fengið til að vinna úrætur í veltufé. Vorið 2013 var byrjað að vinna. Gerð var könnun um hlutverk og ábyrgð einstakra deilda til þess að hún væri skýr. Könnunin nýttist vel við mótun og framkvæmd úrbótaverkefna með það að markmiði að skerpa á ábyrgð. Stigagjöf var 1-5, mjög skýr yfir í mjög óskýr. Meginmarkmið verkefnisins var að lækka fjárbindingu í birgðum sem hlutfall af vörusölu án þess að það komi niður á afgreiðslu frammistöðu til viðskiptavina.
Lykil árangursmælikvarðar voru afgreiðsla, frammistaða og biðtími birgða sem er mældur í birgðadögum, hver birgðadagur batt um x milljónir króna á lager þegar verkefnið hófst. Afurðin: ný birgðastefna og samræmt birgðastýringarferli sem nær til allra fyrirtækja Veritas. Ný birgðamarkmið og mælikvarðar. Hvort tveggja unnið niður á deildir og jafnvel vörunúmer. Þjálfun starfsfólks í framkvæmd innkaupa og birgðastýringu og aukið samstarf sölu-og innkaupafólks. Verkefnið hófst á 2ja daga vinnustofu í apríl 2013, núverandi staða var skilgreind. Skilgreining útbótaverkefna. Sett var fram framtíðarsviðsmynd, hvaða árangri höfum við náð. „Við erum stödd hér í þessum sal í maí 2014. Við erum að fagna verklokum og þeim góða árangri sem náðst hefur með fækkun birgðadaga og betra samspili í heildarferlinu. Við höfum unnið vel með öðrum og við erum sátt í okkar hlutverki, sérstaklega þar sem við höfum skilað miklum árangri. Við finnum að okkar starfseining, ráðgjafarnir frá Capacent og aðrir innan Veritas hafa lagt mikið á sig og við vitum að það hefur skilað árangri. Stofnaður var stýrihópur,fjármálastjóri Veritas, framkvæmdastjóri Vistor, Distica og ráðgjafi frá Capacent. Vinnuaðferðir: mikið virði var í því, unnið var með þristum (A3), verkefnið brotið niður og unnið í sprettum. Einfaldur verkefnaveggur settur upp, staða verkefna var mjög aðgengileg og sýnileg, lágmarks utanumhald og eitt fundarherbergi tekið undir verkefnið.
Árangursmælikvarðar birgðastefnu:

  1. Birgðastýringarferlið var endurskoðað reglulega og umbætur innleiddar. 2. Starfsfólk þekkir birgðastefnu og markmið 3. Starfsfólk þekkir birgðastýringarferli, hlutverk sitt og ábyrgð, 4. Starfsfólk þekki hlutverk og ábyrgð annarra þátttakenda í Birgðastýringaferlinu. Samningar við birgja styðja við birgðastefnu.
  2. Birgðir og afgreiðsla: 1. Biðtími birgða stenst viðmið 2. Afgreiðsluframmistaða stenst viðmið 3. Dagafjöldi á bið stenst viðmið 4. Aldursgreining birgða stenst viðmið.
  3. Hlutverk Distica. 1. Þjónustumarkmið vörumóttöku standast viðmið 2. Þjónustumarkmið gæðadeildar standast viðmið 3. Ferli vöktunar vöruskila stenst viðmið.
  4. Markmið og mælikvarðar: Mælaborð markaðsstjóra og innkaupafulltrúa. Notuðu Excel og Power Piwot til að fylgjast m eð. Skoðuðu punktstöðu birgða, kostnaðarverð seldra vara, hvað eru margir dagar á lager. Teknar voru dagsstöður til að ná réttum mælikvörðum. Mánaðarmót segir okkur ekki alla stöðu. Distica er með vefgátt eins og vel. Hver og einn getur skoðað biðtíma birgða, raun, markmið og frávik, biðtími, birgðir, punktastaða, ksv. Í þúsundum króna. Einnig var innleidd aldurgreining fyrir hvern og einn. Hægt er að skoða vörur með hæstu birgðastöðu, og í sölu. Fylgst var með lagerum, passa þarf sérlega vel upp á fyrningu og koma þeim vörum í sölu. Varðandi tölvukerfin: hvernig var hægt að brjóta vörunar niður. Navision, AGR, Cognos plannning og upplýsingagátt.
  5. Mikilvægt er að flokka vöruna sína: 1. Áríðandi 2. Samkeppni og A sala, 3 A sala/A sölulínur 4. Samkeppni (mikil/lítil) 5. Óskilgreint AGR er frábært kerfi til aða halda utan um birgja, spáir fyrir um ýmsa hluti eins og vöruþurrð og fl.
    Helstu áskoranir voru: innleiðing nýs verklags fylgir aukið álag og óvissa til skamms tíma, sleppa hendinni og treysta, ekki einungis ný vinnubrögð heldur einnig nýir samstarfaðilar og kerfi, viðbót við hefðbundið daglegt amstur, tilkeyrsla nýrra stillinga og sveigjanleiki þeirra gagnvart óvæntum uppákomum og mistökum.
    Ávinningur: Þekking á vörustjórnunarferlinu, aukin samvinna Distica og markaðsfyrirtækja, sterkari innkaupadeild, meðalstaða birgða og birgðadagarnir (DIS) hafa lækkað um 25%, birgðadagar hafa sveiflast en leitnin er mikið niður á við, skýrari sýn á vöruframboð og eðli varanna.

Mælingar og miðlun, þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir.

Á fundi faghóps Stjórnvísi um samfélagsábyrgð kynnti Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR sjálfbærniskýrslu ÁTVR og varpaði fram þeirri spurningu hvort vinnan við Global Reporting hefði borgað sig. Svarið við því var svo sannarlega "JÁ". Árið 2004 byrjaði ÁTVR mælingar á samfélagsábyrgð. ATVR er aðili að globalreporting.org og þeir þurfa ekki að þýða skýrslurnar sínar. Mesta áskorunin er ekki skýrslan heldur innleiðingin inn i fyrirtækinu. Vísarnir eru samtals 91. Fyrst í skýrslunni er efnisyfirlit og síðan koma vísarnir. Dæmi um vísi er G4-HR1 er varðar Mannréttindi. Annar er tíðni meiðsla, fjarvera. Þá eru skráð tíðni meiðsla, starfstengdra sjúkdóma fjarverudaga og dauðsföll tengd starfi eftir starfsstöðvum. Greina verður á milli karla og kvenna. Veikindi á almennum markaði eru 4% en hjá ÁTVR eru þau 2,6%. G4-En18 er umfang losunar GHL. G4-EN27 er umfang aðgerða sem stuðla að minnkun umhverfisáhrifa á framleiðslu og /eða þjónustu. Þar sparast 28milljónir. Setjið fókus á rafræna reikninga, pósturinn tapar en umhverfið græðir. Skrifstofupappír var 8,6kíló á stöðugildi 2011, lækkaði 2012 en hækkaði svo aftur 2013 vegna þess að stór pöntun kom inn í árslok. Einnotavörur, plastpokar, strekki filma hafa lækkað. Varðandi efnahagsmálin er horft á mælikvarðann út frá viðskiptavininum. Tekjur af sölu áfengis og tóbaks aukast ár frá ári og arður um leið. Neikvæð áhrif á samfélagið. Ekki selja vöruna þeim sem er yngri en 20 ára. ÁTVR eru alltaf að keppast við að ver-a betri og betri og í ár komst fyrirtækið á toppinn með ánægðustu viðskiptavinina 2014. Mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis eru ánægðir viðskiptavinir og ÁTVR á ánægðustu viðskiptavini á Íslandi í dag.
Umhverfismál, sjórinn við Ísland hitnar og súrnar. ÁTVR gerði samgöngu samning við starfsfólk til og frá vinnu. Fóru úr 140 tonnum í 108 tonn milli ára. Meðalvegalengd frávinnustað úr 7,2km í 6,7km. Stjórnvöld er áhugalaus. Sannfæra þarf stjórnendur fyrirtækja, án stuðningsstjórnvalda, stjórnenda fyrirtækja og menntakerfis gerist ekkert. Allt snýst þetta um börnin okkar. Ef þú vilt bæta heiminn skaltu byrja á sjálfum þeir.
Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags-og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni fór yfir innleiðingu Ölgerðarinnar á samfélagsmálum. Ölgerðin hefur frá stofnun 1913 sýnt ábyrgð gagnvart samfélaginu, umhverfinu og starfólki. Um leið og vitundarvakning um samfélagsábyrgð fyrirtækja jókst var strax farið afgreina áhuga innan Ölgerðarinnar. Einu sinni á ári er „Já“ dagur hjá Ölgerðinni, Ótrúlega mikilvægt er að daglega finni starfsmenn fyrir og komi með hugmyndir hvernig á að koma ákveðnum hlutum í ferli. Ölgerðin er í ótrúlegum þróunarfasa. Allir eru tilbúnir að taka þátt í breytingunni. Festa hefur reynst Ölgerðinni mjög dýrmælt. Öll verkefni hjá Pepsi eru win-win verkefni. Á 100 ára afmælinu voru 100 atriði útfærð, sett mælanleg markmið, ábyrgðaraðila. Fyrsta skýrslan kom út núna 2014, hún er ekki á prentuðu formi, alls ekki hægt að prenta hana út. Ölgerðin er að skoða innleiðingu á ISO 26000. Til að læra af ferlinu þá hefði mátt undirbúa stefnuna enn betur og sníða hana að sérsviði fyrirtækisins. Fyrirtæki ættu að sníða samfélagsábyrgð sína að sérsviði fyrirtækisins eins og t.d. banki ætti að kynna betri fjármál, þar með getur við bætt fjármál. Ölgerðin er t.d. í framleiðslu og dreifingu, þess vegna er umhverfisflokkurinn stærstur. Mælanleg markmið gera allt auðveldara, skemmtilegra og greinanlegra. Þátttaka starfsmanna og stjórnenda er mikilvæg. Innleiðing SÁ er mun líklegri til að heppnast ef starfsmenn eiga þátt í að mynda stefnuna og setja sér mælanleg markmið. Tímasetja markmiðin, 100 SÁ verkefni á 100 ára afmæli Ölgerðarinnar og eru mörg verkefnanna þegar hafin. Ölgerðin gerðist aðili að Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð í mars 2013. Þar sækja þau dýrmæta þekkingu og geta lært hvert af öðru í samfélagi sem ábyrg íslensk fyrirtæki mynda. Ölgerðin er með“núllslysastefnu“.Þau tilkynnaekki slys, þau eru ekki birt opinberlega því starfsmenn vildu ekki vera þeir einu. Heilsufar starfsfólks, fylgst er með þróun veikindadaga og er markmiðið að vera undir 3%. Undanfarin fimm ár hefur því markmiði verið náð. Minni en 3% veikindi síðastliðin 5 ár. Árið 2013 tók Ölgerðin þátt í 6 lokaverkefnum með nemendum. „abyrgd.olgerdin.is“ þar er skýrslan um samfélagsábyrgð.

Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta sagði að lykilþáttur í samfélagsábyrgðinni er upplýsingagjöfin. Lítil fyrirtæki, eiga þau líka að mæla og segja frá. Verður myndin skýrari með mælingum. Í Alta starfa 8 manns sem allir eru sérfræðingar um sjálfbæra þróun. Leiðarljós í allri þróun er sjálfbærni. Mælingar skipta samt máli fyrir starfsfólk sem er allt með á nótunum. Þeir sem eru í Global Compact þurfa að skila skýrslu. Alta er aðili að festu. Alta mótaði sér stefnu en áherslan er viðskiptavinurinn,starfsmaðurinn og umhverfið. Framvinduskýrslur eru á heimasíðunni þeirra. Það er á mörkum þess aðf á að vera með þegar starfsmenn eru 10. Alta hefur þróað sig á hverju ári. Því er stundum glíma að ná fram upplýsingum. Núna er skýrslan þeirra á íslensku. Skýrslan er afar einföld. Global compact óskaði eftir tölum og meiri grafík,vildi mælingar. Núna er allt í tölum, mælanlegt, skýr markmið og réttar kaflaskiptingar. Fundarstjóri var Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Ný stjórn faghóps um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu

Faghópur um kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu hélt sinn fyrsta fund nýlega. Á þeim fundi flutti Einar Guðbjartsson, dósent fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- og mynduð var stjórn faghópsins.
Tölur eru gildi sem geta ekki staðið sjálfstætt. Hvað þýðir 900.000.-? Eru þetta 900.000 aurar, krónur, eða eru þetta laun íslensks strætóbílstjóra eða norsks strætóbílstjóra? Við þurfum að skilja hvað er um að vera. Grikkland varð allt í einu á einni helgi skuldugasta þjóð í Evrópu? Þeir tóku samt ekki lán á einni helgi. Við vitum ekki alltaf hvernig kostnaður hegðar sér. Alberg Einstein sagði „Not everything that can be counted counts. And „Not everything that counts can be caounted“. Tenging á milli greiningar og aðgerðar. Á móti þessu er fræðileg þekking þ.e. það sem við skynjum. Sama er með allar rannsóknarskýrslur t.d. var áætlaður kostnaður langt frá raunkostnaði, vantar þekkingu hjá þeim sem áætla? Einhver tekur ákvörðun um að gera eitthvað sem eykur kostnað.
Greining vs. umhverfi. Danir áætluðu 22,8milljónir í Eurovision en kostnaðurinn endaði í 70milljónum króna. Ástæðan var vanáætlaður öryggiskostnaður. Frá hvaða sjónarhorni skoða fyrirtæki kostnað? Virðisaukandi kostnaður er kostnaður sem eykur virði. Breytilegur kostnaður, beinn-sameiginilegur-virðisaukandi-upstram-tímabils-efnislegur-valkvæður--árlegur-munaðarl.ko-fastur-óbeinn-sértækur-ekki virðisaukandi-downstram-fraumleiðslu-óefnislegur-einkvæður-ekki stýranlegur-einskiptis-kostnaður. Breytinglegur/fastur, beinn-óbeinn, sameiginlegur sértækur, virðisaukandi/ekki virðisaukandi, upstram/downstram, tímabilskostn/framlkostn,

Varðandi ábyrgð á kostnaði, þá er ákvörðunarréttur það sem drífur fyrirtækið áfram, ákvörðunarréttur er lífæð fyrirtækisins. Hvað verður um fé sem enginn á? Fé án hirðis? Margir rugla saman ódýrt og hagkvæmt. Hugtökin eru gríðarlega ólík.

Aðalfundur Stjórnvísi haldinn í dag á Nauthól kl.15:00 - í framhaldi verður unnin einstaklega áhugaverð stefnumótunarvinna leidd af reynsluboltum.

Aðalfundur Stjórnvísi 2014- verður haldinn í Nauthól þann 14.maí kl.15:00- 15:30. Strax að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum gefst Stjórnvísifélögum kostur á að taka þátt í stefnumótununarvinnu félagsins sem verður leidd af sannkölluðum reynsluboltum í þeim efnum en það eru þau Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu (fimm ára reynsla í stefnumótunarráðgjöf hjá Capacent) og Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Þau sitja bæði í stjórn Stjórnvísi.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2014-2015 en frestur til framboðs rann út þann 8.maí skv. reglum félagins.
Til formanns: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, núverandi formaður hefur boðið sig fram til formanns starfsárið 2014-2014.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
  2. Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
  3. Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
    Önnur framboð í aðalstjórn sem borin verða upp til samþykktar á aðlafundi eru:
    Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík sem nú er varamaður í stjórn.
    Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica, sem nú er varamaður í stjórn.
    Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
    Framboð varamanna í stjórn:
    Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
    Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.
    Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
    Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
    Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
    Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
    Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
    Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.
    Dagskrá aðalfundar
    Venjuleg aðalfundarstörf:
  4. Kjör fundarstjóra og ritara.
  5. Skýrsla formanns.
  6. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  7. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  8. Breytingar á lögum félagsins.
  9. Kjör formanns.
  10. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  11. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  12. Kjör fagráðs.
  13. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  14. Önnur mál.

Takk fyrir veturinn og áhugaverðir Lean viðburðir framundan

Sælt veri fólkið

Ákveðið var að senda frekar út upplýsingar um starfsemi Lean faghópsins í Stjórnvísi með tölvupósti frekar en að halda formlegan aðalfund og hér koma þær:
Í vetur hefur hópurinn staðið fyrir sjö viðburðum sem hefur verið mjög vel tekið, að meðaltali mættu um 60 manns á hverja kynningu. Síðasti viðburður vetrarins verður haldinn fyrstu vikuna í júní þegar Marel býður í heimsókn og segir frá afar áhugaverðu verkefni sem verið er að vinna að í framleiðslunni, skráning hefst í næstu viku.

En heimsóknin í Marel er ekki það eina áhugaverða sem er að gerast í Lean málum fram að vori því þann 19. Maí kl. verður 08:30-11:30 verður haldinn mjög spennandi fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þegar Art Byrne fjallar um Lean frá sjónarhóli æðstu stjórnenda fyrirtækja (sjá viðhengi). Síðan verður Lean Ísland ráðstefnan haldin 21. Maí með mörgum afar áhugaverðum fyrirlestrum og í beinni tengingu við hana verður boðið upp á þrjú heils dags námskeið um Value Stream Mapping, Visual Management System og Releasing time to lead Lean (http://leanisland.is). Svo það er sannkölluð Lean veisla framundan fyrir alla áhugamenn um málefnið. Og þar sem það er svo mikið að gerast í maí þá færum við í lean faghópnum heimsóknina til Fjarðaráls fram á haust.

Stjórn næsta árs er fullmönnuð. Hulda Hallgrímsdóttir kemur til með að taka við af mér og leiða hópinn næsta vetur. Því vil ég nota tækifærið, þakka fyrir skemmtilegt samstarf og hvetja alla í hópnum til að halda áfram að láta stjórnina vita af verkefnum/viðburðum sem gaman væri að segja frá á vegum hópsins.

Bestu kveðjur,
Þórunn M. Óðinsdóttir

Þórunn M. Óðinsdóttir
Stjórnunarráðgjafi
Intra ráðgjöf slf
s: 774-4664
thorunn@intra.is

Stjórn Stefnumótunarfaghóps vekur athygli á Strategideginum 21.maí nk.

Þann 21. maí n.k. verður Strategíudagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn með hálfsdagsráðstefnu á Hótel Natura. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Robin Speculand, ráðgjafi og metsöluhöfundur en hann sérhæfir sig í árangursríkri innleiðingu stefnu. Rannsóknir Robins Speculand og fleiri sérfræðinga, sýna að 90% fyrirtækja ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér við innleiðingu á nýrri stefnu.

5 Robin Speculand High res pictureRobin Speculand hefur þróað einfalt en skilvirkt verkfæri sem hann kallar The Implementation Compass™ eða Stefnuvitann. Á Strategíudeginum mun hann kynna Stefnuvitann og fjalla um hvernig hægt er að vinna að árangursríkri innleiðingu stefnu eða eins og hann kallar það „Excellence in Execution“.

Robin Speculand vinnur með stjórnendahópum um allan heim og hefur m.a. verið fjallað um hans störf í BBC UK & Global, CNBC, Financial Times, The Sunday Telegraph, The Australian, The Singapore Straits Times og Management Today. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og haldið fyrirlestra um allan heim og vorið 2007 kom Robin Speculand til Íslands og hélt námsstefnu fyrir MBA nema í HÍ í tilefni að 5 ára afmæli námsins.

Á ráðstefnunni munu ráðgjafar Strategíu fjalla um ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi.

Dagskrá ráðstefnunnar:

8:30 - 08:50 Setning - Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

8:50 - 10:20 “Excellence in Execution” - Robin Speculand, ráðgjafi

10:20 - 10:40 Kaffispjall

10:40 - 11:50 Ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi - Ráðgjafar Strategíu

11:40 - 12:00 Lokaorð - Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP

Ráðstefnustjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu

Verð: 14.900 kr. og er innifalin nýjasta bók Robins Speculand, Beyond Strategy.

Vakin er athygli á því að ef fleiri en þrír eru skráðir á ráðstefnuna frá sama fyrirtæki, er veittur 20% afsláttur.

Bókanir og nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér: http://strategia.is/er-fyrirtaekid-thitt-1-af-10-sem-naer-arangri/

Stjórnunareikningsskil: Hjálpartæki stjórnandans. Grein í Mbl. höfundar: Catherine E. Batt. rannsóknarstjóri og Páll Ríkharðsson, dósent HR

Stjórnunareikningsskil: Hjálpartæki stjórnandans

Það eru til mörg hjálpartæki sem eiga að bæta ákvarðanatöku stjórnenda. Þessi tæki ganga undir ýmsum nöfnum eins og kostnaðargreiningar, frávikagreining, business analytics, balanced scorecard, lykiltölur og nú síðast big data analytics. Á íslensku er samheitið yfir þessi tæki og aðferðir stjórnunarreikningsskil, sem er þýðing á orðinu management accounting. Í raun fjallar þetta um að koma upplýsingum - bæði fjárhagslegum og ekki fjárhagslegum - á skipulögðu formi til stjórnenda.
Háskólinn í Reykjavík held morgunverðarfund þann 20. mars sl. um þróun stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Um 60 fjármálastjórar og starfsmenn fjármáladeilda sóttu fundinn. Ræðumenn voru Prófessor Carsten Rohde fra Copenhagen Business School, Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og Kristján Elvar Guðlaugsson fjármálasatjóri Ölgerðarinnar. Meginniðurstöður fundarins voru að staða fjármálastjóra er að breytast í takt við að eftirspurn eftir upplýsingum eykst í fyrirtækjum, stjórnendur vilja upplysingar í rauntíma, tól og tæki til upplýsingamiðlunar verða notendavænni og skilningur eykst á virði gagnagreininga. Fjármálastjórar verða í auknum mæli upplýsingasérfræðingar og ráðgjafar fremur en bókarar og eftirlitsmenn.
Árið 2008 - rétt fyrir hrun - gerði Háskólinn í Reykjavík rannsókn á stöðu stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Rannsóknin leyddi í ljós að gerð og notkun stjórnunarreikningsskila á Íslandi var á skjön við það sem tíðkaðist í öðrum löndum. Háskólinn í Reykjavík hefur í ár fengið rannsóknarstyrk til að endurtaka þessa rannsókn til að komast að því hvort gerð og notkun stjórnunarreikningsskila hefur breyst eftir hrun.
Höfundur greinar:

Catherine E. Batt, rannsóknarstjóri
Páll Ríkharðsson, dósent
Háskólinn í Reykjavík
Viðskiptadeild

Veist þú hvað í þér býr? Grein í Mbl. Erik Christianson Chaillot ráðgjafi á ráðningasviði Capacent

Veist þú hvað í þér býr?
Atvinnuviðtöl kannast flestir við ýmist sem atvinnuleitendur eða atvinnuveitendur. Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir slík viðtöl enda oft mikið í húfi. Það er hægt að nýta mörg góð ráð til að koma í veg fyrir streitu en eitt það helsta felst í góðum undirbúningi.
Í starfi mínu við ráðningar hef ég tekið eftir því að atvinnuleitendur virðast alltof oft gleyma að fara yfir eigin starfsferil við undirbúning. Margir koma í atvinnuviðtal þekkjandi eigin styrkleika og veikleika til hlítar en þegar kemur að því að tala um starfsreynslu eru svörin öllu færri og styttri. „Ég var bara í allskonar verkefnum“ og „sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu“ eru ekki fullnægjandi svör.
Til að koma þér almennilega á framfæri verður þú að þekkja þína ferilskrá utan að og geta sagt söguna á bakvið hana. Til að mynda hvaða verkefni þú hefur unnið og hvar, hvert var umfangið og þín aðkoma, hvað hefur þú afrekað, hvaða breytingar hafa orðið vegna þíns frumkvæðis, hvaða áskorunum hefur þú staðið frammi fyrir og hvernig fórstu að því að leysa úr þeim? Það er algjört lykilatriði að hafa þessi atriði á hreinu og að geta nefnt dæmi þeim til rökstuðnings þar sem þetta eru upplýsingarnar sem eru líklegar til að vekja athygli hjá þínum viðmælanda, ekki síst ef reynsla þín tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér.
Skiljanlega getur oft verið erfitt að rifja hluti upp langt aftur í tímann en einmitt þess vegna er undirbúningurinn svo mikilvægur. Næst þegar þú ferð í atvinnuviðtal, gefðu þér smá tíma til að hugsa um hvernig þú getur sagt frá þínum fyrri störfum. Það mun borga sig.

Hafa boðið sig fram í stjórn Stjórnvísi 2014-2015

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2014-2015 en frestur til framboðs rann út þann 8.maí skv. reglum félagins.
Til formanns: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, núverandi formaður hefur boðið sig fram til formanns starfsárið 2014-2014.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
  2. Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
  3. Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
    Önnur framboð í aðalstjórn sem borin verða upp til samþykktar á aðlafundi eru:
    Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík sem nú er varamaður í stjórn.
    Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica, sem nú er varamaður í stjórn.
    Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
    Framboð varamanna í stjórn:
    Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
    Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.
    Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
    Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
    Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
    Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
    Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
    Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.

Aðalfundurinn verður haldinn þann 14.maí nk. á Nauthól og hefst kl.15:00. Strax að loknum aðalfundi hefst áhugaverður stefnumótunarfundur félagsins.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?