Fréttir og pistlar
Aðalfundur Stjórnvísi 2014- verður haldinn í Nauthól þann 14.maí kl.15:00- 15:30. Strax að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum gefst Stjórnvísifélögum kostur á að taka þátt í stefnumótununarvinnu félagsins sem verður leidd af sannkölluðum reynsluboltum í þeim efnum en það eru þau Fjóla María Ágústsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu stjórnsýslu og samfélagsþróunar hjá forsætisráðuneytinu (fimm ára reynsla í stefnumótunarráðgjöf hjá Capacent) og Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Þau sitja bæði í stjórn Stjórnvísi.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2014-2015 en frestur til framboðs rann út þann 8.maí skv. reglum félagins.
Til formanns: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, núverandi formaður hefur boðið sig fram til formanns starfsárið 2014-2014.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
- Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
- Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Önnur framboð í aðalstjórn sem borin verða upp til samþykktar á aðlafundi eru:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík sem nú er varamaður í stjórn.
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica, sem nú er varamaður í stjórn.
Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
Framboð varamanna í stjórn:
Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.
Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf: - Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Sælt veri fólkið
Ákveðið var að senda frekar út upplýsingar um starfsemi Lean faghópsins í Stjórnvísi með tölvupósti frekar en að halda formlegan aðalfund og hér koma þær:
Í vetur hefur hópurinn staðið fyrir sjö viðburðum sem hefur verið mjög vel tekið, að meðaltali mættu um 60 manns á hverja kynningu. Síðasti viðburður vetrarins verður haldinn fyrstu vikuna í júní þegar Marel býður í heimsókn og segir frá afar áhugaverðu verkefni sem verið er að vinna að í framleiðslunni, skráning hefst í næstu viku.
En heimsóknin í Marel er ekki það eina áhugaverða sem er að gerast í Lean málum fram að vori því þann 19. Maí kl. verður 08:30-11:30 verður haldinn mjög spennandi fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík þegar Art Byrne fjallar um Lean frá sjónarhóli æðstu stjórnenda fyrirtækja (sjá viðhengi). Síðan verður Lean Ísland ráðstefnan haldin 21. Maí með mörgum afar áhugaverðum fyrirlestrum og í beinni tengingu við hana verður boðið upp á þrjú heils dags námskeið um Value Stream Mapping, Visual Management System og Releasing time to lead Lean (http://leanisland.is). Svo það er sannkölluð Lean veisla framundan fyrir alla áhugamenn um málefnið. Og þar sem það er svo mikið að gerast í maí þá færum við í lean faghópnum heimsóknina til Fjarðaráls fram á haust.
Stjórn næsta árs er fullmönnuð. Hulda Hallgrímsdóttir kemur til með að taka við af mér og leiða hópinn næsta vetur. Því vil ég nota tækifærið, þakka fyrir skemmtilegt samstarf og hvetja alla í hópnum til að halda áfram að láta stjórnina vita af verkefnum/viðburðum sem gaman væri að segja frá á vegum hópsins.
Bestu kveðjur,
Þórunn M. Óðinsdóttir
Þórunn M. Óðinsdóttir
Stjórnunarráðgjafi
Intra ráðgjöf slf
s: 774-4664
thorunn@intra.is
Þann 21. maí n.k. verður Strategíudagurinn haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn með hálfsdagsráðstefnu á Hótel Natura. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður Robin Speculand, ráðgjafi og metsöluhöfundur en hann sérhæfir sig í árangursríkri innleiðingu stefnu. Rannsóknir Robins Speculand og fleiri sérfræðinga, sýna að 90% fyrirtækja ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér við innleiðingu á nýrri stefnu.
5 Robin Speculand High res pictureRobin Speculand hefur þróað einfalt en skilvirkt verkfæri sem hann kallar The Implementation Compass eða Stefnuvitann. Á Strategíudeginum mun hann kynna Stefnuvitann og fjalla um hvernig hægt er að vinna að árangursríkri innleiðingu stefnu eða eins og hann kallar það „Excellence in Execution“.
Robin Speculand vinnur með stjórnendahópum um allan heim og hefur m.a. verið fjallað um hans störf í BBC UK & Global, CNBC, Financial Times, The Sunday Telegraph, The Australian, The Singapore Straits Times og Management Today. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og haldið fyrirlestra um allan heim og vorið 2007 kom Robin Speculand til Íslands og hélt námsstefnu fyrir MBA nema í HÍ í tilefni að 5 ára afmæli námsins.
Á ráðstefnunni munu ráðgjafar Strategíu fjalla um ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar:
8:30 - 08:50 Setning - Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar
8:50 - 10:20 “Excellence in Execution - Robin Speculand, ráðgjafi
10:20 - 10:40 Kaffispjall
10:40 - 11:50 Ýmsar skilvirkar aðferðir sem gera fyrirtækjum kleift að ná árangri í sínu starfi - Ráðgjafar Strategíu
11:40 - 12:00 Lokaorð - Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
Ráðstefnustjóri: Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofu
Verð: 14.900 kr. og er innifalin nýjasta bók Robins Speculand, Beyond Strategy.
Vakin er athygli á því að ef fleiri en þrír eru skráðir á ráðstefnuna frá sama fyrirtæki, er veittur 20% afsláttur.
Bókanir og nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru hér: http://strategia.is/er-fyrirtaekid-thitt-1-af-10-sem-naer-arangri/
Stjórnunareikningsskil: Hjálpartæki stjórnandans
Það eru til mörg hjálpartæki sem eiga að bæta ákvarðanatöku stjórnenda. Þessi tæki ganga undir ýmsum nöfnum eins og kostnaðargreiningar, frávikagreining, business analytics, balanced scorecard, lykiltölur og nú síðast big data analytics. Á íslensku er samheitið yfir þessi tæki og aðferðir stjórnunarreikningsskil, sem er þýðing á orðinu management accounting. Í raun fjallar þetta um að koma upplýsingum - bæði fjárhagslegum og ekki fjárhagslegum - á skipulögðu formi til stjórnenda.
Háskólinn í Reykjavík held morgunverðarfund þann 20. mars sl. um þróun stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Um 60 fjármálastjórar og starfsmenn fjármáladeilda sóttu fundinn. Ræðumenn voru Prófessor Carsten Rohde fra Copenhagen Business School, Bogi Nils Bogason framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandair Group og Kristján Elvar Guðlaugsson fjármálasatjóri Ölgerðarinnar. Meginniðurstöður fundarins voru að staða fjármálastjóra er að breytast í takt við að eftirspurn eftir upplýsingum eykst í fyrirtækjum, stjórnendur vilja upplysingar í rauntíma, tól og tæki til upplýsingamiðlunar verða notendavænni og skilningur eykst á virði gagnagreininga. Fjármálastjórar verða í auknum mæli upplýsingasérfræðingar og ráðgjafar fremur en bókarar og eftirlitsmenn.
Árið 2008 - rétt fyrir hrun - gerði Háskólinn í Reykjavík rannsókn á stöðu stjórnunarreikningsskila á Íslandi. Rannsóknin leyddi í ljós að gerð og notkun stjórnunarreikningsskila á Íslandi var á skjön við það sem tíðkaðist í öðrum löndum. Háskólinn í Reykjavík hefur í ár fengið rannsóknarstyrk til að endurtaka þessa rannsókn til að komast að því hvort gerð og notkun stjórnunarreikningsskila hefur breyst eftir hrun.
Höfundur greinar:
Catherine E. Batt, rannsóknarstjóri
Páll Ríkharðsson, dósent
Háskólinn í Reykjavík
Viðskiptadeild
Veist þú hvað í þér býr?
Atvinnuviðtöl kannast flestir við ýmist sem atvinnuleitendur eða atvinnuveitendur. Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir slík viðtöl enda oft mikið í húfi. Það er hægt að nýta mörg góð ráð til að koma í veg fyrir streitu en eitt það helsta felst í góðum undirbúningi.
Í starfi mínu við ráðningar hef ég tekið eftir því að atvinnuleitendur virðast alltof oft gleyma að fara yfir eigin starfsferil við undirbúning. Margir koma í atvinnuviðtal þekkjandi eigin styrkleika og veikleika til hlítar en þegar kemur að því að tala um starfsreynslu eru svörin öllu færri og styttri. „Ég var bara í allskonar verkefnum“ og „sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu“ eru ekki fullnægjandi svör.
Til að koma þér almennilega á framfæri verður þú að þekkja þína ferilskrá utan að og geta sagt söguna á bakvið hana. Til að mynda hvaða verkefni þú hefur unnið og hvar, hvert var umfangið og þín aðkoma, hvað hefur þú afrekað, hvaða breytingar hafa orðið vegna þíns frumkvæðis, hvaða áskorunum hefur þú staðið frammi fyrir og hvernig fórstu að því að leysa úr þeim? Það er algjört lykilatriði að hafa þessi atriði á hreinu og að geta nefnt dæmi þeim til rökstuðnings þar sem þetta eru upplýsingarnar sem eru líklegar til að vekja athygli hjá þínum viðmælanda, ekki síst ef reynsla þín tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér.
Skiljanlega getur oft verið erfitt að rifja hluti upp langt aftur í tímann en einmitt þess vegna er undirbúningurinn svo mikilvægur. Næst þegar þú ferð í atvinnuviðtal, gefðu þér smá tíma til að hugsa um hvernig þú getur sagt frá þínum fyrri störfum. Það mun borga sig.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2014-2015 en frestur til framboðs rann út þann 8.maí skv. reglum félagins.
Til formanns: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar, núverandi formaður hefur boðið sig fram til formanns starfsárið 2014-2014.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Ásta Malmquist, forstöðumaður þjónustuvers einstaklingssviðs hjá Landsbankanum
- Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi.
- Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Önnur framboð í aðalstjórn sem borin verða upp til samþykktar á aðlafundi eru:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík sem nú er varamaður í stjórn.
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, deildarstjóri innkaupadeildar Distica, sem nú er varamaður í stjórn.
Halldór Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri Aflvéla.
Framboð varamanna í stjórn:
Oddur Hafsteinsson, öryggisstjóri Þekkingar.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi Intra.
Fagráð: Óskað var eftir að allir þeir sem eru nú í fagráði haldi áfram til þess að klára vinnu við siðareglur félagsins og hafa þeir allir staðfest framboð sitt.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs ÁTVR.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur.
Aðalfundurinn verður haldinn þann 14.maí nk. á Nauthól og hefst kl.15:00. Strax að loknum aðalfundi hefst áhugaverður stefnumótunarfundur félagsins.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Sæl verið þið öll,
Nú hafa 37 aðilar skráð sig í faghópinn og er það mjög ánægjulegt. Fyrsti fundur faghópsins verður haldinn fimmtudaginn, 15. maí 2014, kl. 17-19. Fundurinn verður staðsettur í Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð (gengið upp beint á móti Bókasafninu), í húsnæði Stjórnvísis.
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og þar með undirbúa fundi og viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn, 5 til 7 manna stjórn.
Dagskrá:
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um „Beyond Cost Analysis“- Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
5 Fastsetja næsta fund.
6 Önnur mál.
Kveðja
Einar
Faghópar um stjórnun viðskiptaferla (BPM) og Lean héldu fund í morgun um alþjóðlegar umbætur lykilferla hjá Össuri ( The Global Process Develpment Program).
Í mars 2014 hlaut Össur verðlaun frá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Gartner fyrir árangur í ferlaumbótum þar sem aðferðafræði BPM er nýtt til að auka árangur fyrirtækja. Yngvi Halldórsson framkvæmdastjóri Upplýsingatækni og viðskiptaferla sagði frá verkefnastofninum í heild sinni, aðferðafræði og þeim lærdómi sem draga má af vegferðinni. Valin voru 7 verkefni af starfsmönnum Össurar sem mesta áherslu átti að leggja á næstu árin. 1. Order Entry2.Global Planning 3.Customer Feedcack 4. Pricing 5. Distibution 6. Product Services 7. Rollover. Öll verkefnin voru beintengd viðskiptavininum. Mestu máli skipti að öll verkefnin voru unnin eins, fóru í gegnum ákveðin þrep. As-is to-be execution - closure - KPI monitoring. Í dag eru öll þessi verkefni komin í closure.
The AS-IS er mikilvægasta stigið. Fara á staðinn, heyra í fólkinu, skilja hvernig verið er að vinna og ávinna traust. Í þessu ferli kom margt áhugavert í ljós og tækifærin til hagræðingar urðu mörg. Allir ferlar voru teiknaðir upp og það tekur dágóðan tíma. Gegnum gangandi var passað upp á að hrósa þeim sem voru að gera vel. Fljótt sást hverjir voru að gera hlutina fljótt og vel og hægt að færa lærdóm á milli landa. Fullt af umbótahugmyndum komu.
TO BE var unnið á vinnustofu. Valin var 7-8 manna vinnuhópur sem hafði breytingarvilja. Áður fyrr var local nú er global process.
Execution processinn var IT miðaður. TO BE processinn var alltaf að leiðarljósi. Ákveðnir fáir mælikvarðar voru notaðir, þeir eru að þroskast og ekki einfalt að finna rétta mælikvarðann. Process owner getur verið hópur en markmiðið er að það séu einstaklingar. Til að bæta sig er viðskiptavinurinn í dag spurður: „Hvenær þarftu vöruna?“ áður fengu allir vöruna strax hvort sem þeir þurftu strax á henni að halda eða þá að hún var sett upp í hillu og geymd í mánuð. Nota Lean og Six sigma, það sem var best hverju sinni. Núna er verið að taka 22% meiri pantanir á sama tíma, allir eru að vinna eins.Tíminn sem nýr starfsmaður tekur í pantanir er í dag 60% minni. Í dag er enn verið að nota mikið fax. Auðveldara er í dag fyrir viðskiptavininn að panta á netinu. Markmiðið er að sölumenn geti notað iPad. Í dag er vöruþróunin að fá feedback vegna þess að það er miklu auðveldara fyrir viðskiptavininn að setja inn athugasemdir. Þjónustukvartanir eru allar skráðar í dag s.s. rangt verð, röng sending. Þetta er algjör bylting og verið að nýta athugasemdir til framfara. Í dag eru þau 16% fljótari að taka til sendingu til afhendingar. Markmiðið er líka að minnka lagerinn.
Innri marketing er verið að auka. Sýna starfsfólki hversu mikinn árangur er verið að ná. Gartner veitir verðlaun þremur fyrirtækjum árlega og fékk Össur þessi mikilvægu verðlaun sem er afrakstur hörkuvinnu. Þeim fannst aðferðafræði Össurar góð og mega þeir svo sannarlega vera stoltir af þessum verðlaunum.
Stóri lærdómurinn er að það verður að vera eigandi á ferlum. Það þarft að vera kristaltært hvað á að bæta og við hvað er miðað. Sætta sig við að ekkert verður fullkomið. AS-IS fasinn var mikilvægur, stórkostlegt að verið er að gera hlutina alls staðar eins í dag. Halda TO BE sýninni. Eftir hvern einasta fasa þarf að plana aftur. Base line-ið er hvernig var verið að gera hlutinn t.d. afhenda vöru, hvernig er staðan í dag og er tækifæri til að að fagna árangri?
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.675417819192838.1073741924.110576835676942&type=3&uploaded=9
Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri Háskóla Íslands tók vel á móti Stjórnvísifélögum í HÍ með rjúkandi kaffi og góðu meðlæti. Magnús Diðrik fór yfir að mikilvægt leiðarljós fyrir háskóla í Evrópu væri Bolognia ferlið, sem er samvinnuferli allrar Evrópu. Grundvallarhugmyndin er að samþætta háskólastarfið. Ljóst sé hvað hver og einn nemandi hefur gert t.d. MA 3 ár MS 2ár. Nú er því auðvelt að meta menntun milli landa. Rammi var samþykktur utan um þetta ferli, hvað þarf að vera fyrir hendi, hvaða kröfur þurfa þeir sem meta að uppfylla. Ákveðnar matsstofnanir eru viðurkenndar innan Evrópu. Í íslensku lögunum segir að allir háskólar skulu vera viðurkenndir af menntamálaráðherra. Háskólar hafa ekki sjálfsagt leyfi til að vera með doktorspróf. Háskólinn á Akureyri hefur ekki heimild til að bjóða doktorsnám. Landbúnaðarháskólinn hefur skilyrta heimild og HR hefur heimild. Það er hlutverk ráðherra að fara með ytra eftirlit með gæðum kennslu og rannsókna.
Í dag fara Háskólarnir algjörlega með sín starfsmannamál og menntamálaráðuneytið er að tryggja ytra eftirlit. Í nánast öllum Evrópulöndum eru sjálfstæðar matsstofnanir sem eru óháðar pólitíska valdinu og stofnunum sem fara með úttektir. Markmiðið með gæðastarfi í háskólum er að skapa kraft til framfara. Í gæðaráði íslenskra háskóla eru erlendir prófessora sem hafa aðsetur hjá Rannís.
Ráðið sjálft skipuleggur, setur leikreglur og fylgist með en er ekki með úttektirnar sjálft. Nú eru það gæðastjórar háskólanna sem mynda ráðgjafarnefnd gæðaráðs íslenskra háskóla. Það er mikilvægt til að auka samvinnu milli háskólanna. Háskólarnir eru sjö talsins og eiga ekki að vera í blóðugri samkeppni helda styrkja hvorn annan. Gæðaráðið kom fram með handbók, Quality Enhancement Handbook for Icelandic Higher Educaton 2011. Háskólarnir bera sjálfir ábyrgð á gæðum starfsemi sinnar.
Í upphafi gerðu allir háskólar landsins tillögu að því hvernig ætti að meta allar faglegar einingar sínar. Öll námsstig, grunn-, meistarar og doktorsnáms. Mat skólans sjálfs á sínum faglegu einingum. HÍ skiptist í 5 fræðasvið og síðan í deildir innan þeirra. Í heild er HÍ með 27 faglegar einingar sem meta sig. HÍ verður síðan metinn sem heild.
Þetta er skólahlutinn sem er metinn, ekki rannsóknarhlutinn. Þetta er eins og úttekt á gæðakerfi. Hver og ein deild fer í gegnum sjálfsskoðun og fer yfir hvernig tryggt er að námið skili því sem það á að skila. Áhersla er lögð á sjálfsmatsskýrslur sem eru ekki lengur eins viðkvæmar og áður var, heiðarleiki er hafður að leiðarljósi. Það er ekki auðvelt að meta hvað er góð kennsla en rannsóknir er auðveldara að meta þ.e. í hvaða tímaritum eru þær birtar. Þarna er hægt að telja. En það er öllu erfiðara að finna mælikvarða á góðan kennara. En hvernig vegnar nemendur og líður í nemendum? Er það mælikvarði?
Sjálfsmatsferlið: skipaður er sjálfsmatshópur fyrir hverja deild sem framkvæmir matið og ritar sjálfsmatsskýrslu. Hver deild þarf að gera tillögu um þrjá erlenda aðila í hópinn sem eru nokkurs konar fyrirmyndir úr erlendum háskólum. Þessi útlendingur er í senn ráðgjafi en líka aðhald og hluti af hópnum. Síðan er fulltrúi atvinnulífsins, þ.e. er skólinn að mennta nemendur rétt fyrir atvinnulífið.
Í upphafi fær hver deild afhent sín göng, fjöldi nemenda, fjöldi virkra nemenda, kennara endurkomuhlutfall, rannsóknaafköst. (reflective analyses). Viljinn til að taka framförum er misjafn, sumir líta á þetta sem hvimleiða vinnu á meðan aðrir líta á þetta sem tækifæri. Hvernig vitum við hvernig nemendum líður? Félagsvísindastofnun HÍ gerir könnun meðal nemenda á 2.ári í grunnnámi. Hliðstæð könnun er meðal meistaranema, doktorsnema, fyrrverandi nemenda. Sama könnun er gerð í Bretlandi þannig að þeir hafa samanburð. Bretar nota þetta mikið þ.e. þegar þú t.d. ert að skoða nám þá sérðu með bendlinum hve margir voru ánægðir með þetta nám í fyrra o.s.frv.
Sjálfsmatsskýrslur eru ekki gerðar opinberar en eru aðgengilegar á innra neti.
Eftirfylgni. Sjálfsamtsskýrslur deilda eru í reynd þróunar-og umbótaáætlanir þeirra. Áhersla á að skýrslurnar dragi fram styrkleika og veikleika og innihaldi skýrar niðurstöður og tíma-og markmiðasetta aðgerðaráætlun. Áhersla á að deildir setji sér skýra stefnu ummálefni náms og kennslu. Áhersla á að sjálfsamtsskýrslum sé dreift sem víðast innan deildar og fræðasviðs og að efni þeirra sé rætt með skipulegum hætti. Einu sinni á ári eftir skil gera forseti viðkomandi fræðasviðs og deildarforseti ásamt úttektarnefnd grein fyrir árangri og eftirfylgni. Innra aðhald og festa. (Hásólinn verður spurður að því hvað hafið þið gert með þetta?) en þetta er ekki alveg gallalaust, hvað gerist svo. Gulls ígildi að fá ytri skýrslur. Skólarnir tilnefna aðra háskóla sem skulu verða samanburðarháskóli fyrir matsnefndina. Þessi útlendi hópur skrifar skýrslu, gefur mat og gefur að lokum dóm þ.e. a) getu háskólans til að tryggja gæði prófgráðanna sem skólinn veitir og b)getu háskólans til að tryggja gæði námsins og námsreynslu nemenda. Dómurinn hefur bein áhrif á viðurkenningu háskólans. Trúverðugleiki allra háskóla á Íslandi er undir því ef einn háskóli er ekki að standa sig er Ísland ekki að standa sig.
Á dögunum afhjúpaði Team Spark S14, rafknúinn kappakstursbíl sem mun keppa í Formula Student á Silverstone í sumar. Að baki Team Spark standa 33 nemendur er stunda verfræðinám við Háskóla Íslands. Verkefnið er rekið innan veggja háskólans en að því koma á þriðja tug samstarfsaðila úr atvinnulífinu og samfélaginu.
Í ár koma nemendur úr véla-, iðnaðar-, rafmagns-, tölvu- og hugbúnaðarverkfræði að liðinu, auk nemenda úr vöruhönnun við LHÍ. Þessi samstillti hópur hefur nálgast verkefnið eins og um sprotafyrirtæki væri að ræða og hefur reynt á flesta þá lykilþætti sem ungir frumkvöðlar spreyta sig á við stofnun fyrirtækis.
Marel er meðal aðalbakhjarla Team Spark en fyrirtækið styður við nýsköpun og þekkingarmiðlun í verk-,raun- og iðngreinum á öllum skólastigum. Í okkar huga er unga kynslóðin lykillinn að nýsköpun framtíðarinnar.
Að undanförnu hafa starfsmenn Marel aðstoðað hópinn við hönnun rafkerfis og fjöðrunarbúnaðar bílsins. Við höfum veitt teyminu aðgang að sérfræðiþekkingu okkar og kynnt þeim fyrir vöruþróunar- og framleiðsluumhverfi fyrirtækisins. Þeir ungu hafa lært af þeim reynslumeiri og notið góðs af.
En á þeirri vegferð höfum við jafnframt kynnst þeim rafmagnaða krafti sem býr í ungu kynslóðinni. Framsýni, áræðni og sköpunargleði hafa einkennt Team Spark. Markmið hafa verið skýr frá upphafi og leiðin að þeim vörðuð vel. Afhjúpun bílsins var ein þessara varða og bar þess glöggt vitni hversu vel hefur tekist til við undirbúning og framkvæmd verkefnsins. Team Spark er fyrirmyndarverkefni og við sem höfum verið samferða hópnum erum þess fullviss að ef hann heldur áfram á þessari braut verða honum allir vegir færir. Það verður því spennandi að fylgjast með þessum ungu verkfræðingum sem von bráðar munu stíga sín fyrstu skref út í atvinnulífið.
Það eitt er víst að framtíðin er rafmögnuð!
Höfundur: Nótt Thorberg, Markaðsstjóri Marel á Íslandi og stjórnarmaður í Stjórnvísi.
Stjórn faghóps um upplýsingaöryggi vekur athygli á ráðstefnu sem haldin verður
- apríl 2014 - kl. 8:30 - 11:00 í Þjóðarbókhlöðunni
Ráðstefnan er haldin á vegum námsbrautar í upplýsingafræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Azazo - Gagnavörsluna. Fjölbreytt erindi eru á dagskrá sem tengjast með einum eða öðrum hætti stjórnun og öryggi upplýsinga. Á ráðstefnunni er einnig horft til teymisvinnu og mikilvægi þess að ólíkar faggreinar innan fyrirtækja leggi saman lausnir sínar og stuðli þannig að árangursríkri innleiðingu hugbúnaðarverkefna og skilvirkri notkun upplýsingakerfa.
Húsið opnar kl.8.30
Dagskrá:
8:45 - 9:05
Upplýsingaský og öryggi
Hannes Pétursson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarsviðs Azazo
9:05 - 9:25
Kröfur starfsmanna : lækurinn finnur sér alltaf farveg! Kristjana Nanna Jónsdóttir, ráðgjafi Azazo og Björt Baldvinsdóttir
9:25 - 9:45
Samfélagsmiðlar og upplýsingastjórnun : er skjalaöryggi ógnað? Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, námsbraut í
upplýsingafræði
9:45 - 10:00
KAFFI
10:00 - 10:20
Breytt hlutverk upplýsingastjórans : hvað heiti ég? Gunnhildur Manfreðsdóttir, fagstjóri ráðgjafasviðs Azazo
10:20 - 10:40
Einföldun upplýsingaumhverfis hjá Landsneti Ásgerður Kjartansdóttir, skjalastjóri og Sæmundur Valdimarsson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Landsnets
10:40 - 11:00
Teymi - líka í upplýsingastjórnun
Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi hjá Hagvangi
Vinsamlegast skráði þátttöku
hér.https://docs.google.com/a/azazo.com/forms/d/1ppmfqxatgwda4B2lFYMu9uIgLlrh0tuAYi1sEA4DpxY/viewform
Aðgangur er ókeypis.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Takk fyrir góðar móttökur á faghópnum, alls hafa 34 skráð sig í hópinn. Stefnt er að því að hafa fyrsta fundinn fyrstu vikuna í maí. Má gera ráð fyrir því að fundurinn verið sambland af umræðum um markmið með faghópnum, skipun stjórnar og svo stutt og vonandi áhugavert erindi um kostnaðarstjórnun.
Nánari upplýsingar verða sendar út fljótlega eftir páska.
Með kveðja
Einar Guðbjartsson
Þann 20. mars síðastliðinn bauð Tollstjóri félögum í faghópi um gæðastjórnun á fund um stefnumörkun embættisins til ársins 2020 og nýjar áherslur í stjórnunarháttum. Tollstjóri hyggst meðal annars nýta sér aðferðafræði gæðastjórnunar, verkefnastjórnunar og stefnumiðaðs árangursmats við að koma markaðri stefnu til ársins 2020 og verkefnum í framkvæmd.
Í erindi sínu fjallaði Linda Rut Benediktsdóttir, forstöðumaður og verkefnisstjóri „Tollstjóri 2020“ um stefnumótunarferlið og starfsemi þróunarsviðs. Þróunarsvið hefur umsjón með gæða- og öryggismálum, verkefnastofu og upplýsinga- og skjalamálum hjá Tollstjóra og leiðir þverfaglegt samstarf á þessum sviðum.
Hún sagði stefnumótunarferlið hafa verið umfangsmikið og krefjandi en jafnframt skemmtilegt verkefni sem allir starfsmenn Tollstjóra hafi tekið þátt í af miklum og einlægum áhuga. Góð samvinna hafi skilað afurðum sem starfsmenn geti verið stoltir af. Út frá hlutverki, meginstefnu og framtíðarsýn hafi markmið og mælikvarðar á árangur verið skilgreindir. Þá sé lokið endurskoðun á stefnuskjölum fyrir kjarnastarfsemi Tollstjóra, innheimtu og tollframkvæmd, og þau svið er styðja starfsemina. Þessa dagana er unnið í gerð sóknaráætlunar og verkefnaskrár en áætlað er að ljúka stefnumótunarferlinu formlega í vor með útgáfu stefnumótunarskýrslu.
Guðmundur S. Pétursson, gæða-og öryggisstjóri, fjallaði um „gæðaumhverfið“ og þær kröfur sem á að innleiða í starfsemi embættisins. Mikil vinna hefur verið lögð í undirstöðuþætti gæðastjórnunar sem byggja helst á stefnumótun og framtíðarsýn Tollstjóra til ársins 2020.
Hann fór yfir kröfur ISO 9001 staðalsins og dró fram þætti í starfsemi Tollstjóra sem höfðu beina tilvísun til krafnanna. Hann sýndi fram á að margir þættir sem vörðuðu kröfurnar í staðlinum væru nú þegar virkir í starfsemi Tollstjóra og talaði út frá einfaldleikanum um þá framkvæmd að innleiða gæðastjórnun hjá embættinu. Guðmundi var tíðrætt um viðskiptavini Tollstjóra og greindi frá mikilvægi innheimtasviðs og árangurs í innheimtu og hvað hver prósenta í árangri hefur mikil fjárhagsleg áhrif. Hann dró einnig fram hverjir væru viðskiptavinir tollasviðs og greindi frá flókinni starfsemi þess sviðs.
Síðan greindi hann frá stöðunni á innleiðingu gæðastjórnunar og næstu skrefum sem felast meðal annars í innleiðingu jafnlaunastaðals IST 85:2012 en kröfur þess staðals verða jafnframt uppfylltar samhliða ISO 9001 staðlinum. Guðmundar hvetur þá sem eru að huga að vottun ISO 9001 til þess að fara jafnframt í að innleiða staðal fyrir jafnlaun. Núna er hvert svið hjá Tollstjóra að vinna sína ferla undir umsjón þróunarsviðs. Hann sagði að kröfur ISO 9001 staðalsins stýrðu þó innleiðingunni og mörkuðu fókusinn.
Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) hélt sinn fyrsta fund í dag þann 11.apríl kl.08:30-09:50 í Ölgerðinni. Á stofnfundinum var haldið erindi um grunnatriði í stjórnun viðskiptaferla (BPM), farið yfir dagskrána á næstunni auk þess sem óskað verður eftir 2 - 3 aðilum til viðbótar í stjórn faghópsins. Magnús Ívar Guðfinnsson formaður faghópsins stjórnaði fundinum og byrjaði á að heyra í félögum sem kynntu sig með nafni og frá hvaða fyrirtækjum þeir komu. Magnús fór yfir markmið faghópsins sem er að auka vitund og skilning meðlima á mikilvægi markvissrar stjórnunar viðskiptaferla fyrir fyrirtækið. Nú þegar eru 59 skráðir í hópinn sem er framúrskarandi móttökur. Áhugasamir aðilar eru hvattir til að skrá sig í faghópinn á slóðinni: http://stjornvisi.is/hopur/stjornun-vidskiptaferla
Í fyrirlestri sínum kom Magnús inn á að fæst fyrirtæki eyða miklu fé í að straumlínulaga ferla t.d. gerð kvartanaferla o.fl. Dominos er fyrirtæki sem er gott dæmi um flotta ferla þ.e. frá því þú pantar og þar til varan er afgreidd. Mikilvægt er að skrá niður ferla, með því eykst sýn og hægt að ræða betur um verkefnið. Einnig er mikilvægt er að njóta stuðnings framkvæmdastjórnar. Erfiðast við að fara í gegnum ferlavinnu er þegar viðhorf starfmanna er „að svona hafa hlutirnir alltaf verið gerðir“ til hvers að breyta?. Þegar búið er að skrá verkferla hefst nýsköpunin. En hvað eru ferlar? Endurteknar athafnir sem gerum með ákveðið markmið að leiðarljósi. Í hverju fyrirtæki eru ákveðnir grunnferlar. Magnús tók dæmi um virðiskeðju. Það skiptir svo miklu máli að spyrja fólk hvað því finnst og að hver og einn sé með í fyrirtækinu. Ferlarnir eru brúin á milli IT side, Business side og Processes. Mikilvægt að skoða ferlin eins og þau eru í dag, þá fyrst er hægt að besta ferlið og sjá hvar er hægt að gera betur. Að lokum var varpað fram hugmyndum að efni sem áhugavert er að taka fyrir á fundum næsta vetur hjá faghópnum. Hér má sjá myndir frá fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.662800823787871.1073741922.110576835676942&type=3&uploaded=11
Jóhann Jón Ísleifsson er Corporate Procurement Director í Marel og ber ábyrgð á stefnumótun og samþættingu innkaupa milli allra eininga hjá Marel. Jóhann Jón kynnti fyrir Stjórnvísifélögum hvernig Marel skipuleggur sig í innkaupum og hver er þeirra stærsta áskorun. Til þess að minnka flækjustigið var rætt við alla stakeholdera og ákveðið var að búa til high-over stefnu fyrir innkaupin. Marel var skipt upp í fjóra iðnaði og 12 framleiðsluþætti. „Við erum til sem innkaup því við aðstoðum alla við að ná fram aukinni framlegð með hinum ýmsu leiðum“ segir Jóhann Jón. Innputtið kemur alltaf frá sölunni sem er þeirra stærsti stakeholder. Innkaupadeildin stjórnar öllum kostnaði nema launum. PR (product related). Áskorun innkaupasviðs og meginmarkmið er að auka virði með m.a. með því að taka birgja og fá þá með inn í þróun á vöru. Marel þarf ekkert endilega að hanna allt, þeirra birgjar flytja inn þekkingu til Marel. Samþætting er ekki einungis fólgin í að setja saman magn. Innkaupin vilja vera þekkt fyrir að það sé gaman í vinnunni og að þau séu árangursrík. Innkaupastjórar allra í fyrirtækinu eiga sína stjórnarskrá yfir hvernig á að vinna saman og eru ábyrgir fyrir að vera árangursríkir. Þeir búa til stefnuna sjálfir. Hann fór einnig yfir hin fimm gullnu R´s. 1.Right product 2. Right quantity 3. Right Price 4.Right quality 5.Right time. Marel hefur gríðarlega góðar upplýsingar yfir framlegð, alveg niður á hverja vél og sterk KPI (gulur/rauður/grænn). Í dag er Marel að keyra 120 mismunandi verkefni sem sameiginlega munu auka framlegð gríðarlega.
Fæðumst við ástríðufull eða er hún áunnin? Ef þú ætlar að kveikja ástríðu hjá öðrum þarftu að vera ástríðufullur. Sigríður Snævarr segir fólk ekki fæðast ástríðufullt. „Við erum forrituð til að þrá ekki til að njóta“, við erum alltaf að bíða eftir einhverju og erum því ekki í núinu“. Hvað kemur upp í hugann þegar við segjum „ástríðan fyrir vinnu“, hvernig tengjum við ástríðu og vinnu? Stjórnvísifélagar svöruðu þeirri spurningunni í morgun hvernig við tengjum saman ástríðu og vinnu og hver er ástríða hvers og eins fyrir sinni vinnu? Ástríða er undirliggjandi í huga okkar, Sigríður Snævarr fór að hugsa um þetta þegar hún fór að aðstoða þá sem eru atvinnuleitendur. Í bók sem hún gaf út er kafli um: „Hver er ástriða þín fyrir vinnu“. Með því að svara þessari spurningu greinum við sjálf styrkleika okkar. Hvar og hvenær njótum við okkar best? Er það í ákveðnu verkefni eða er það þegar við ljúkum verkefni? Ástríða felst í löngun til að gera eitthvað, hafa áhuga á fólki og samskiptum, metnaði, áskorun, drifkrafti, gleði, hvatningu að verða betri, hrífa aðra með, njóta augnabliksins, sterkri sýn (horfum upp fyrir okkur), tækifæri til að blómstra(aukaafurð með vinnu), hugarfari, að hugsa í lausnum, sjá ekki hindranir, sökkva sér í verkefni, jákvæðni og lífsgleði.
Ástríða getur smitast t.d. af hrífandi stjórnanda. Og hvernig deyr ástríða? Kannski þegar engin eftirspurn er fyrir henni. Fólk er sífellt í viðtali í útvarpinu að ræða ástríðu sína fyrir starfinu sínu. Það er svo mikilvægt að sýna öðru fólki virðingu og áhuga. Hér má sjá myndir af fundinum:https://www.facebook.com/media/set/?set=a.661823837218903.1073741920.110576835676942&type=3&uploaded=14
Fundur var haldinn í morgun þann 8.apríl hjá Advania. Fyrirlesarar voru Einar Þórarinsson forstöðumaður gæða- og öryggissviðs, Harpa Arnardóttir gæðastjóri og Kristján H. Hákonarson öryggisstjóri.
Farið var yfir eftirfarandi:
Fyrirkomulag gæða- og öryggismála hjá Advania.
Hvernig ISO staðlarnir eru að gagnast í starfsemi Advania
Samlegðaráhrif af notkun bæði ISO 9001 og 27001.
Sýnt var hvernig haldið er utan um þjálfun starfsfólks Advania í gæða- og öryggiskerfinu í kerfi sem nýbúið er að innleiða. Tilgangurinn er að hver og einn starfsmaður viti hvaða ferlum og skjölum hann á að vinna eftir og fái tilkynningar þegar uppfærslur eiga sér stað um að hann þurfi að kynna sér hverju hefur verið breytt. Hægt er að kalla fram yfirlit sem sýnir hvort starfsmenn hafi lokið að kynna sér ný og breytt skjöl.
Það sem skilar mestum ávinningi í ISO 27001.
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka starfsmönnum Advania fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir góða mætingu.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.660967780637842.1073741919.110576835676942&type=3&uploaded=17
Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir
Pétur Arason hjá Marel byrjaði fundinn á að kynna námskeið sem er haldið í Opna háskólanum um Straumlínustjórnun og er 8 daga. Markmiðið er að hreyfa við fólki og fá það til að hugsa öðruvísi og auka þróun í viðskiptaferlum. Pétur var á námskeiði hjá Lean Enterprise Institute. www.lean.org en þeir halda árlega ráðstefnu. Ráðstefnan er ekkert mjög stór og engar heimsóknir í fyrirtæki en þar hittir maður fólk og lærir eitthvað eitt nýtt sem er þess virði að hafa farið sagði Pétur. Hann benti jafnframt á ráðstefnur sem eru haldnar í Englandi sem jafnvel henta Íslendingum betur www.leanuk.org Einnig eru árlegar ráðstefnur í Danmörku. Sú ráðstefna sem hann mælir mest með er AME www.cvent.com Á Íslandi er Leanráðstefna haldin í þriðja skipti í maí www.leanisland.is
Þegar horft er með Lean gleraugunum (sóunar gleraugunum) fer maður að sjá alls kyns hluti eins og of miklar birgðir, viðskiptavinurinn ekki að fá það sem hann biður um o.fl. Áður en farið er af stað þarf að passa sig á að fara ekki að kópera frá einu fyrirtæki til annars því þá kemur menningar kúltúrinn inn. Lausn vandamála er lykillinn að vandamálum. Allir í fyrirtækinu eiga að vera stöðugt að hugsa um það. Pétur sýndi fjölmörg áhugaverð myndbönd og tók fyrir áhugaverð dæmi þar sem fyrirtæki og félagasamtök hafa stórbætt ferli. Hér má sjá myndir af fundinum https://www.facebook.com/media/set/?set=a.658905787510708.1073741918.110576835676942&type=3&uploaded=9
Í morgun var haldinn fundur á vegum gæðahóps Stjórnvísi þar sem fjallað var gæðakerfi í byggingariðnaðinum sem er gerð krafa um í nýlegri byggingarreglugerð. Í lögum um mannvirki frá 2010 og í byggingarreglugerð frá 2012 kemur fram að iðnmeistarar, byggingastjórar og hönnuðir skuli hafa gæðastjórnunarkerfi samþykkt af Mannvirkjastofnun. Byggingafulltrúar og Mannvirkjastofnun þurfa einnig að koma sér upp gæðakerfi sem fyrsta skref í átt að faggildingu.
Loka dagsetning fyrir innleiðingu og skráningu gæðastjórnunarkerfa hjá Mannvirkjastofnun er 31. desember 2014. Kröfurnar koma til með að hafa áhrif á alla sem koma að mannvirkjagerð og töluverð vinna liggur fyrir hjá þeim aðilum sem ekki eru búnir að laga sig að nýju umhverfi.
Á heimasíðu Mannvirkjastofnunar er að finna leiðbeiningar um gæðastjórnunarkerfi byggingarstjóra, hönnuða og iðnmeistara. Einnig hafa Samtök Iðnaðarins lengi unnið að því að aðstoða við innleiðingu á aðferðum gæðastjórnunar. Á heimasíðum samtakanna er að finna leiðbeiningar og upplýsingar sem nýtast verktökum og jafnframt geta þessir aðilar hýst gæðaskjöl sín inn í mótuðu umhverfi á heimasíðunni.
Nánari upplýsingar er að finna í glærum frá fundinum undir ítarefni: http://stjornvisi.is/vidburdir/564
Stofnaður hefur verið nýr faghópur um kostnaðarstjórnun og -greiningu. Markmiðið með faghópunum er m.a. að efla þekkingu og skilning á viðfangsefninu sem og mikilvægi þess fyrir fyrirtæki sem stofnanir. Stefnt verður að því að hafa bæði fræðandi (educational) sem og hagnýta/lýsandi (practical) fundi.
Stefnt er að því að fyrsti fundur faghópsins verði fyrstu vikuna í maí. Nánari upplýsingar um tíma og staðsetningu veður komið síðar á framfæri.
Öllum þeim sem hafa áhuga á viðfagnsefni faghópsins eru eindregið hvattir til þess að skrá sig í faghópinn.