Fréttir og pistlar
Kæru félagar í Stjórnvísi,
Þá er árið að renna sitt skeið, en það hefur verið viðburðarríkt fyrir félagið og mikill kraftur hefur einkennt starfið til þessa. Faghóparnir, sem eru þungamiðjan í starfi félagsins, hafa verið duglegir að halda viðburði og þá höfum við bætt við í flóru faghópa á þessu síðastliðna hausti. Þess utan hafa bæst við fleiri fyrirtæki í hóp annarra ánægðra meðlima félagsins, svo það er ekki hægt að segja annað en að félagið sé vaxandi, reksturinn hefur gengið vel og fjárhagsstaðan er góð.
Árangur af fundum hefur verið góður, mæting bæði félagsmanna sem annarra utanaðkomandi, sem eru ávallt velkomnir, hefur einnig sýnt að það sem félagsmenn hafa fram að færa er áhugavert og hvetjandi fyrir stjórnendur sem aðra. Ljóst má vera sem fyrr að félagið með þá stefnu sína að veita framúrskarandi fræðslu og breiða út þekkingu er vel tekið og margt sem er spennandi á döfinni á nýju ári.
Félagið hélt sína árlegu haustrástefnu þann 28. Október á Grand Hóteli þar sem yfirskriftin var „Minni vinna, meiri framlegð, betri líðan“ og má með sanni segja að félagið hafi hitt naglann á höfuðið með því vali. Aldrei í sögu félagsins hafa fleiri mætt á ráðstefnu þess, sem er afar ánægjulegt og verður markmiðið að gera enn betur á næsta hausti. Eftir áramótin eru fleiri stórir viðburðir á vegum félagsins tilhlökkunarefni eins og Stjórnendaverðlaun Stjórnvísi og Íslenska Ánægjuvogin í samvinnu við Capacent og Samtök Iðnaðarins.
Stjórnin hefur fundað reglubundið og hitt stjórnendur faghópa og þá einnig fundað með fagráði og skoðunarmönnum þar sem fram hefur komið ánægja með framgang félagsins. Þar hefur því verið lýst að kostir þess að vera í félaginu séu augljósir og að víðtækt tengslanet, ódýr símenntun og sú staða félagsins að vera ekki rekið í hagnaðarskyni geri það trúverðugt og ákjósanlegan kost í þeirri flóru sem býðst á markaði í dag.
Framundan er kynningarfundur á öflugri dagskrá félagsins næsta vor sem haldinn verður í Nauthól þann 8. Janúar og er það með tilhlökkun sem ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og megi félagið áfram vaxa og dafna.
Áfram Stjórnvísi !
Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn Stjórnvísi.
Síðasta fundur ársins var haldinn í dag í ÁTVR. Sá fundur var á vegum faghópa um breytingastjórnun og samfélagslega ábyrgð og var vel sóttur. Vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum með glæsilegum og meinhollum morgunmat og allir leystir út með gjöf sem er margnota poki ÁTVR, nýtt átak í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.
Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi flutti fyrsta erindið á fundinum. Þar sem jólin eru sögutími hóf Sigurjón erindi sitt á sögunni af Hrein og Hring sem eru höfðingjar í sinni sveit og fólkið í sveitinni lítur upp til þeirra. Það sem er framundan hjá þeim er stórafmæli og þegar höfðingjar halda afmæli þá ræddi Hreinn fyrst við konuna sína og fjölskyldu og setti saman hóp. Niðurstaða hópsins var að halda afmælið snemma sumars þar sem það hentar bændasamfélaginu og bjóða með góðum fyrirvara. Ábendingar komu um að færa afmælið til helgarinnar á eftir og gerði Hreinn það og hélt magnað afmæli sem hafði góð áhrif á marga og samfélagið stækkaði, samfélagið bættist og styrktist. En Hringur gaf það út að hann ætlaði að halda afmæli og sagði fólki að það ætti að koma. Hringur gerði ekkert meira og fólk beið eftir afmælinu. Ýmist frestaðist hjá fólki því þessu fylgdi óvissa. Samfélagið gliðnaði og fór að leysast upp. Áhrifin voru mjög misjöfn. Að halda afmæli er breytingastjórnun því það breytir svo sannarlega lífi fólks. Fólk tekur daginn frá. Við verðum að tala skýrt og hvetja fólk á leiðinni. Skilaboðin eru: Sá sem er mjög sterkur verður að vera mjög góður“. Lína langsokkur.
Næsti fyrirlesari var Kjartan Sigurðsson sem fjallaði um hvað samfélagsábyrgð er og hvernig hún tengist breytingastjórnun. Margir setja sama-sem merki á milli CSR og breytingastjórnunar í fyrirtækjum. CSR- hvað er nú það? Áhugaverð þróun frá því um miðbik síðustu aldar og fjallar um hvernig fyrirtæki geti haft áhrif á samfélagið og hvort þau beri einhverja ábyrgð. Eiga þau að vera óháð lagaumhverfi og því að vera bundin þéttri áætlunargerð. Upp úr 1970 fór að bera á mýkri áherslum og farið var að skoða hlutina meira út frá réttindum. En er skynsamlegt að regluvæða CSR? Upp úr 1980 var umræðan kröftugri og fyrirtæki fara að sjá þetta sem strategiu. Að sjálfsögðu eiga fyrirtæki að fara eftir lögum og reglum. En hvað halda stjórnendur um CSR? Um 50% telja að það sé eðlilegt og það skapi fyrirtækjum sérstöðu á markaði, 20% telja CSR hafa enga sérstaka merkingu og 20% telja þetta algjörlega peningasóun. Það er í rauninni ekki búið að koma upp með neina eina skilgreiningu á hugtakinu en það eru margar skilgreiningar til í fræðaheiminum. Kjartan telur að hugtakið eigi að vera vítt skilgreint. Samfélagsleg ábyrgð á að vera „flexible“ því þá verður einsleitni á markaðnum og fyrirtæki munu þá aldrei ganga lengra en lög og reglur gera ráð fyrir. En staðlar eru frábærir CSR er ekki staðall. Fyrirtæki sem innleiða samfélagslega ábyrgð eru svo sannarlega að gera eitthvað og skapa jákvæða ímynd innan við og út á við. Þegar fyrirtæki taka ákvörðun um samfélagslega ábyrgð eru þau að gera meira en lög og reglur gera ráð fyrir og eru að efla samkeppnishæfi sitt. Það er dýrara t.d. fyrir álfyrirtæki að innleiða samfélagsábyrgð en tæknifyrirtæki. En hvernig eiga breytingar sér stað? Í gegnum samskiptaleiðir fyrirtækisins, til að ná fram breytingum þarf að efla samskiptin innan fyrirtækisins. Fólk þarf að tala saman í lausnum og skapa traust. Þegar samskipti og traust ríkir skapast virðing. Það er mikilvægt að stjórnendur geti sýnt starfsmönnum sínum virðingu. Kjartan nefndi dæmi um lítið fyrirtæki sem hann er að vinna með í Danmörku. Þegar fyrirtæki hefur byggt upp öflugt kerfi og skilgreint hlutverk fólksins, strúktur, innri ferla, hvernig unnið er með viðskiptavinum. Þeir komust að því að nauðsynlegt væri að skoða hvað væri verið að gera, hvað væri í pípunum, hvað væri framundan. Skoða þarf hvar fyrirtækið vill leggja sig út, hvar vill ft. nálgast viðskiptavininn. Ákváðu að byggja upp út frá viðskiptavinunum. Starfsfólkið kom með hugmynd að ferli. Þú finnur viðskiptavin, hittir hann, kynnir hvað þú hefur fram að færa. Þú vilt búa til upplifun sem hefur skírskotun til samfélagslegrar ábyrgðar. Í gang fer vöruhönnun og að öll verkefni séu sjálfbær, þ.e. að hún gagnist öðrum. Rauði þráðurinn er brain-storming og eitthvað verður til. Vera í ríkum samskiptum við viðskiptavininn. CSR - Samfélagsábyrgð er því grundvallarhugtak þegar stjórnendur takast á við breytingar. Hagaðilar eru allir þeir sem koma að fyrirtækinu með einum eða öðrum hætti innan sem utan. Innleiðing snýst alltaf um fólið í fyrritækinu þegar allt kemur til alls. Öll fyrirtæki geta innleitt breytingar því fyrirtæki eru eins og fólk. Öll fyrirtæki geta breytt og hafa sömu tækifæri en nálgunin er mismunandi. Þú eykur samkeppnishæfi þitt með samfélagslegri ábyrgð. . Stefnan þarf að vera gagnsæ. Global Reporting Initative er gríðarlega gott tól.
Stefna ÁTVR er skýr varðandi samfélagslega ábyrgð. ÁTVR starfar með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi og vinnur gegn skaðlegri notkun áfengis og tóbaks. ÁTVR vill tryggja að aldursmörk til áfengiskaupa séu virt. ÁTVR vill vernda ungt fólk gegn neyslu áfengis og tóbaks. Fyrirtækið er aðili að UN Global Compact og er u ársskýrslur 2012 og 2013 skv. GRI og COP. GRI . Þau fókusa á samfélagslega ábyrgð í aðfangakeðjunni. Vörur sem þeim eru boðnar verða að uppfylla ákveðnar kröfur. Dæmi um það sem ÁTVR er að gera er þjónustustefna, samþættu gildin og þjónustuna, lipurð, ábyrgð og þekking. Þjónustuhringurinn þeirra á við um allt þ.e. hann á bæði við um samstarfsfólk og viðskiptavini. Mikilvægt er að allir viti um hvað þetta snýst. Hvað er samfélagsábyrgð? Eiga allir að geta svarað með einni setningu eða er þetta tilfinning hvers og eins. Hjá ÁTVR felst hún í því að axla ábyrgð á því sem þau hafa á samfélagið. ÁTVR vildi kanna hvort þeirra starfsfólk þekkti hugtakið og svo er. Aldurseftirlitið krefst margs í samskiptum. Þeir hafa náð 80% árangri í hulduheimsóknum. Mælingarnar gáfu þeim niðurstöðu en ekki bara tilfinningu. ÁTVR setti sér mælanleg markmið, allir vissu hvar væri áhugi á að ná árangri. Gerðar voru auglýsingar um að þú yrðir spurður um skilríki. Viðskiptavinurinn fékk þau skilaboð að hann yrði að sýna fram á að hann væri orðinn 20 ára. Alllir sjá hvernig hinir standa sig í vínbúðunum, og það er fagnað, árangurinn er sýnilegur og auðvitað verður pínukeppni til. ÁTVR endurskipulagði allt umhverfi sitt, bréfpokar eru boðnir í búðum,. Allt snýst um að mæla, segja frá og skapa traust. 4,2millj. afgreiðslur eru á ári og yfir 2millj. plastpoka voru seldar. Sem er 4% af kökunni þ.e. landinu.
Stjórnvísi þakkar stjórnum faghópa fyrir frábæra dagskrá það sem af er vetri og Stjórnvísifélögum fyrir þátttökuna sem hefur aldrei verið meiri. Í haust buðu faghóparnir upp á hvorki meira né minna en yfir 50 viðburði.
Þann 8.janúar kl.15:30-17:00 fer fram kynning á vordagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vor. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi vordagskrá.
Dagskrá:
Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Virðismat og virðismatstækni
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Umhverfi-og öryggi
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Stefnumótun og árangursmat
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Nýsköpun og sköpunargleði
kaffihlé
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilsueflandi vinnuumhverfi
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórn
Stjórn Stjórnvísi, fagráð og skoðunarmenn komu saman til fundar á jólafundi í ISS í gær. Halldór Kr. Jónsson, ISS , stjórnarmaður í stjórn félagsins bauð gestum upp á sannkallaða jólaveislu; súkkulaði með rjóma, kaffi, kökur, smákökur, malt og appelsín. Á fundinum veittu fagráð og skoðunarmenn góð ráð til Stjórnvísi.
Efnahagshrunið hefur ýtt undir þá kröfu að fyrirtæki ástundi góða stjórnarhætti (e. corporate governance). Gefnar hafa verið út leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja á vegum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og NASDAQ OMX Iceland, en 4. útgáfa kom út árið 2012. Leiðbeiningarnar eiga að gagnast öllum fyrirtækjum, þó svo að skráð félög, fjármálafyrirtæki, vátryggingafélög og lífeyrissjóðir eigi að vera leiðandi í innleiðingu þeirra. Góðir stjórnarhættir byggjast m.a. á því að hlutverk og ábyrgð stjórnenda sé skýr, því það auðveldar þeim að rækja störfin af alúð á sama tíma og hagur helstu hagsmunaaðila er tryggður.
Býðst að gangast undir mat
Til að auðvelda stjórnendum að rækja störf sín gefur KPMG út Handbók stjórnarmanna, auk þess að gera kannanir á meðal þeirra og gera úttektir á stjórnarháttum fyrirtækja. Eftirfylgni varðandi góða stjórnarhætti er í höndum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins, NASDAQ OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við Háskóla Íslands. Fyrirtækjum býðst að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Matið fer fram á vegum Rannsóknarmiðstöðvarinnar. Fyrirtæki sem standast matið geta kallað sig Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Í stað þess að fjalla um góða stjórnarhætti út af fyrir sig þá er víða erlendis fjallað um umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhætti (e. environmental, social and governance - ESG í styttingu) undir sama hattinum, en þessi samtvinnun er nátengd áherslum á sjálfbærni sem felur í sér jafnvægi á milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta en sjálfbær þróun er forsenda hagsældar til lengri tíma litið. Í desember 2013 samþykkti Evrópuþingið, sem fer með löggjafarvald í Evrópusambandinu ásamt ráðherraráðinu, ESG-löggjöf sem lýtur að stórum skráðum fyrirtækjum, sem og óskráðum fyrirtækum, til að mynda bönkum og vátryggingafélögum. Um er að ræða viðbætur við bókhaldstilskipunina (Directive 2013/34/EU). Þess verður krafist að umræddir aðilar birti upplýsingar í ársskýrslum um málefni er lúta að starfsfólki, umhverfis- og samfélagsmálum en ekki bara upplýsingar um fjárhagslega afkomu.
Víkka þarf út leiðbeiningar
Þegar kemur að endurskoðun á næstu leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem og úttektum sem eiga sér stað í kjölfarið, er ekki eðlilegt að taka mið af þróun sem á sér stað í löndunum í kringum okkur? Það þýðir að víkka þarf út leiðbeiningar um stjórnarhætti þannig að þær taki einnig á umhverfis- og samfélagslegum þáttum þar sem fyrirtæki hafa með rekstri sínum áhrif á umhverfi og samfélag, en ætla mætti að það væri ekki óeðlileg krafa að þau stuðli að sjálfbærri þróun með rekstri sínum.
Grein Láru birtist í :
http://www.visir.is/stjornarhaettir-fyrirtaekja/article/2014140829992
Jólafundur faghópa Stjórnvísi var haldinn í dag í Ölgerðinni. Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri félagsins fór yfir praktísk atriði eins og : Hvernig stofna ég viðburð? 2. Hvernig er hægt að fylgjast með hverjir eru búnir að bóka sig? 3. Hvað þarf að hafa í huga í upphafi funda? 4. Hvenær á að halda aðalfund í faghópi og skipta um stjórn 5. Hvernig og hvaða námskeið má kynna? 6. Hvernig eru settar inn fréttir? 7. Hvaða siðareglum þarf að fylgja o.fl. Einnig var farið yfir mikilvægi þess að allir faghópar byrjuðu fundi á sama hátt með kynningarglærum sem eru á vefsíðu Stjórnvísi. Einnig var bent á siðareglur félagsins sem fagráð kom með drög að nýlega.
Elísabet Einarsdóttir mannauðsstjóri Ölgerðarinnar kynnti fyrirtækið og sýndi glæsilegt myndband frá Ölgerðinni sem var valið þekkingarfyrirtæki ársins 2014 af FVH og tilnefnt sem markaðsfyrirtæki ársins 2014 af Ímark. Síðan var opnað yfir í betri stofuna - Bjórstofuna - þar sem boðið var upp á bjór, léttvín og snittur. Hér má sjá myndir frá fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.789211821146770.1073741951.110576835676942&type=3&uploaded=14
"Stefnumótun og árangur, hvað þarf til og hvað virkar" var yfirskrift fundar hjá Capacent í morgun, fundurinn var á vegum faghóps um stefnumótun og árangursmat.
Stefna og árangur hvað þarf til og hvað virkar.
Símon Þorleifsson, ráðgjafi hjá Capacent er í hóp innan fyrirtækisins sem vinnur í viðskiptagreind. Gartner gefur út skýrslur þar sem fram koma nýjungar sem bætt er í. Þeir vinna með öflugustu nýjungar á hverjum tíma. Fullt er til af verkfærum t.d. Megatrends. Megatrends eru straumar og stefnur í þjóðfélögum, hvert við erum að fara. Hvernig tengjum við upplýsingatæknina betur við þróunina. Hvernig væri að stofna videoleigu í dag? Gengur ekki. Megatrend sem eru þekkt erlendis frá koma hingað hvort sem við viljum eða ekki. Við setjum okkur markmið og skoðum hvort við erum að ná árangri. Í framhaldi eru settar aðgerðir. Fyrst er draumsýnin og svo kemur raunveruleikinn. Í opinberri stjórnsýslu er sett markmið og í framhaldi settar aðgerðir t.d. byggja leikskóla; markmiðið gæti verið að allir hafi aðgengi að vinnumarkaði. Síðan er leikskólinn byggður. Hugmyndafræðin í Balance Scorecard er að þar er allt undir en veikleikinn eru markmiðin. Snýst um fjármálin, viðskiptavinirnir, ferlið, lærdómurinn. Símon hvetur alla til að fókusa beint á viðskiptavinina og í framhaldi á hin atriðin.
En stundum fer stefnan beint upp í hillu, einstakar aðgerðir framkvæmdar, stefnudrifnir mælikvarðar, BSC innleiðing, BSC og Beyond Budgeting, Proactive Blue Sky Thinking. Fyrirtæki Kaplan og Norton eru enn að og í góðum gír.
Mikilvægt er að hafa góðan verkefnisstjóra og fylgja 10-80-10 reglunni. Fókusa á aðalatriðið. Við þurfum líka að geta breytt áætluninni reglulega. Kaplan og Norton vísa til Bjarte Bogsnens Beyond Budgeting. Staðreynd er sú að: „93% of finance managers are swimming in excel-sheets“.
En hvaða hugbúnað er gott að vinna með? QlikView er dæmi um fyrirtæki sem eru að ná góðum árangri í því hvernig við skoðum upplýsingar. Leiðin þeirra er nýtt trend. Þeir eru með 33þúsund fyrirtæki um allan heim. Þeir hanna fyrir nýja kynslóð. Mikill hraði er á öllu, gagnamagnið að aukast, frábært starfsfólk gerir kröfur. Qlik Sense er fyrir nýja kynslóð. Til þess að byrja að nota forritið þarf einfaldlega að fara á Qlick.com/download, velja „Create a new app“ þá spyr forritið um gögn og þá drögum við skjölin inn í minnið og hvað gerist svo. Henda t.d. inn „bar chart“, velja „courntry og eitthvað fl. Allt er interactíft og þá fást alls kyns upplýsingar.
Öll stjórnun verður mun aðgerðardrifnari vegna þess að hægt er að tengja saman einstaklinga og aðgerðir. Það skiptir svo miklu máli að vera forvitinn og fá fólk til að læra af þeim bestu. k
Proactive planning - er gríðarlega árangursrík aðferð. Því hefur verið beitt t.d. hjá Alcoa. Það fyrsta sem er gert að finna eiganda verkefnisins. Jákvæður húmor, geta unnið mikið 60 stundir á viku og hafa gott hæfi eru eiginleikar sem HRV notaði til að velja mannskap í Alcoa verkefnið sem var algjört succses. The 4 C´s. Kynna sér það. Byrja á að skoða bækurnar eftir Kaplan og Northon. Það sem truflar okkur oft í að ná árangri eru innri átök í fyrirtækinu sem sést vel í stjórnendamati.
Að lokum urðu hressilegar umræður.
Góðan daginn,
Nú er verið að stofna faghóp sem hefur virðismat og virðismatstækni á sínu fagsviði. Stefnt er að því að halda fyrsta fundinn í janúar 2015, nánar tiltekið fimmtudaginn 15. janúar, kl. 17:00-18:30. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).
Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag dreifist einnig sem best.
Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn, eða hafa samband við undirritaðann. (procontrol@procontrol.is)
Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni
Dagskrá:
Hefst kl. 17:15.
1 Kynning og markmið með faghópnum.
2 Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.
3 Kaffi og kökur (hvet fundargesti að koma með smá nesti, t.d. kleinur eða vínabrauðslengjur)
4 Skipan í stjórn og starfið framundan.
a. Kjósa stjórn, formann o.fl.
b. Viðburðir, t.d. skipuleggja þrjá viðburði á vorönn.
5 Ákveða næsta fund.
6 Önnur mál.
Kveðja
Einar
Faghópar um samfélagsábyrgð og þjónustu- og markaðsstjórnun héldu fund í morgun þar sem flutt voru þrjú spennandi erindi um markaðsmál og samfélagslega ábyrgð. Fundurinn bar yfirskriftina „Er kannski öllum sama? - Ábyrg markaðssetning. Gunnar Thorberg eigandi Kapals markaðsráðgjafar var fyrsti fyrirlesari dagsins. Gunnar Thorberg er reynslumikill markaðsráðgjafi og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi á sviði viðskipta, stefnumótunar, uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningar. Auk þess sinnir hann kennslu í helstu háskólum landsins með áherslu á viðskipti og markaðssetningu á stafrænum miðlum. Gunnar sagði að heimurinn sem við byggjum í væri skrítinn heimur, hann er „kaos“. Þegar farið er í nýtt verkefni er alltaf erfiðast að byrja og taka ákvörðun um hvað eigi að gera næst. Gunnar fjallaði um innganginn að stefnumótun:
Stefnumótun er langtímaáætlun með það að leiðarljósi að finna út hvert fyrirtækið er að stefna og hvernig best sé að ná því markmiði. Stefnumótunarvinnan skiptir gríðarlega miklu máli. Hvernig aðgreina fyrirtæki sig? Þegar unnið er með vörumerkjaísjakann þá er leitast eftir því að móta stefnu fyrir vörumerkið. Staðan er greind og stefna mótuð út frá greiningu sem mun nýtast öllum þeim sem hafa eitthvað með vörumerkið, kynningarmál og mótun markaðsefnis og markaðssetningar að gera. .
Hver erum við og hvað ætlum við að segja(uppruni). Fyrir hvað stöndum við og hvernig segjum við það (persónuleiki). Hvert ætlum við(sýn) Hverjir eru kostir vörumerkis og hverjir eiga erindi við okkur (eiginleikar) Hvernig komumst við þangað(ásýnd).
Greiningarferlið skiptist í tvennt, felur í sér greiningu á ytri og innri þáttum, styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Gunnar er hrifinn af SOSTAC módelinu en það greinir aðstæður, markmiðasetningu, strategiu, staðfestu, aðgerðaráætlun, hvernig geta allir miðlarnir okkar talað með sama hætti. Inni í fyrsta ferlinu er markhópar og samkeppnisgreining. Markmiðasetningin okkar er: sala, þjónusta, samskipti, sparnaður og mörkun(branding). Þegar allar kindur eru hvítar, hvernig getum við þá aðgreint þær. Þættir sem hafa áhrif á viðhorf og fyrir hvað vörumerkið stendur. Uppruni, hverjir standa að fyrirtækinu, hvað gerum við, hverjir eiga erindi við okkur. Eiginleikar: af hverju að velja okkur vs eitthvað annað, hvað aðskilur okkur frá öðrum, af hverju að eiga viðskipta við okkur. Persónuleika vörumerkisins - hvernig komum við honum á framfæri? Hvernig er vörumerkið og hvernig er það ekki. Vörumerkið sem manneskja. Kyn, aldur, hegðun viðhorf, innræti, lýsingarorð o.s.frv. Hver eru gildi fyrirtækisins? En hver vill ekki vera heiðarlegur, traustur o.s.frv. það er gott að hafa eitthvað að leiðarljósi en hver sem er getur sagt þetta á við mig. Persónuleiki er skemmtilegri en gildi því hann segir meira um eiginleika fyrirtækisins. Finnum rödd fyrirtækisins, reynum að finna persónuna sem er okkar.
Af hverju persónur? Hjálpar til við að átta sig á hver við erum og hinsvegar hver viðskiptavinurinn er með það að markmiði finna út sameiginlega þætti sem skapa ávinning eða auka virði okkar á milli (shared values). Hvetja til samtengingar. En hvað er virði? Gunnar fjallaði um verkefni sem unnið var fyrir iStore á Íslandi. Meðfylgjandi er brot úr samtali við iStore: (Kapall) Hver er varan? (iStore) Seljum allar tegundir af Apple vörum ásamt miklu úrvali af aukahlutum. Markmið er að veita bestu þjónustu og góð verð. (Kapall) Hvert er verðið miðað við aðra samkeppnisaðila? (iStore) Sama verð, hátt þjónustustig og eigið verkstæði. (Kapall) Hvernig er starfsfólkið. (iStore) Við komum til dyranna eins og við erum við erum nördar í jákvæðum skilningi og sprellum. Við viljum hafa vinnudaginn skemmtilegan, á öskudaginn er alltaf skemmtilegt, þá njótum við þess að vera í leynibúningum í vinnuiStore eru í leynibúningnum í vinnunni en eru í sjálfu sér ofurhetjur.
Kristján Gunnarsson, eigandi og ráðgjafi hjá Kosmos & Kosmos sagði frá því að hann vildi reyna að svara spurningunni: Hefur sterkur fókus á samfélagslega ábyrgð í öllum aðgerðum áhrif á markaðsstarf og viðurkenningu á markaði? Kosmos & Kaos hefur verið framarlega á sviði vefhönnunar, vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og er virkur meðlimur í FESTU, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Langflest fyrirtæki eru að plástra utan frá samfélagsábyrgð á meðan að ný fyrirtæki geta haft þessa hugsun með frá upphafi. Kosmos og Kaos eru með sterkan fókus á samfélagsábyrgð. Í samningum, fréttatilkynningum og alls staðar minna þeir á samfélagsgildin sín. Þeir gefa ekki út 100 reglur en finnst þetta snúast um að hafa þetta í DNA-inu í fyrirtækinu. Ýmsar aðgerðir hafa komið þeim á óvart, t.d. að fækka fundum þar sem þarf að ferðast. Þess vegna halda þeir fundi í dag í gegnum web-cam. Báðu alla að nefna 5 atriði sem þeir sem starfa hjá fyrirtækinu eru afskaplega ánægðir með eitthvað sem fyrirtækið hefur gert. Í framhaldi voru gefin eplatré á leikskólana. Þeir eru með ruslatunnu fyrir utan vinnuna og hringja þegar hún er full. Starfsfólk fer heim með ruslið sem það kemur með. Kosmos og Kaos hefur tekist vel upp í að laða til sín gott starfsfólk. Hluti af því að vinna hjá fyrirtækinu er sú ímynd sem þeir hafa skapað sér. Kosmos og Kaos eru með hamingjustefnu og fjölskyldustefnu og fá mikið hrós fyrir. Þeir breiða líka út boðskapinn og mæta til að kynna hann.
Rakel Garðarsdóttir, annar tveggja höfunda bókarinnar Vakandi veröld fjallaði um hvort neytendur létu sig samfélagsábyrgð fyrirtækja varða og þá hvernig og einnig um tengsl markaðssetningar og ábyrgra neyslu- og viðskiptahátta. Rakel fjallaði á áhugaverðan hátt um matarsóun og hve alið væri á ótta þ.e. skorti á vörum. Hún talaði líka um hve mikilvægt það væri að hafa góðar fyrirmyndir. Virkilega áhugaverðar umræður sköpuðust í lok fundarins.
Í morgun var haldinn fundur í Innovation House á vegum faghóps Stjórnvísi um stefnumótun og árangursmat. Þema fundarins var " Hvaða kröfur á að gera til „árangursmælinga" hjá opinberum stofnunum ? Þorvaldur Ingi Jónsson, stjórnandi hjá Sjúkratryggingum Íslands fór yfir grunnhugmyndir sínar að samræmdum upplýsingum sem skýra hlutverk og árangur opinberra stofnana og verkefna.
Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu fjallaði um þá árangursmælikvarða sem hún hefur nýtt. Guðrún og Þorvaldur hafa bæði langa reynslu sem stjórnendur og ráðgjafar hjá hinu opinbera og því var umfjöllun þeirra einkar áhugaverð. Í lok fundar var opin umræða um hugmyndirnar og leitað svara við spurningunni: "Hver er eðlileg og nauðsynleg krafa til opinberra aðila um samræmdar upplýsingar um hlutverk og árangur til að hægt sé að meta hversu vel eða illa verið er að nýta opinbert fé út frá lögboðnu hlutverki?"
Meðfylgjandi undir "ítarefni" er efni frá fundinum og skýrsla Þorvaldar um "Samræmt yfirlit um hlutverk og árangur í ríkisrekstri". Á fundinum voru sérstaklega ræddar hugmyndirnar um yfirlitið, sbr. bls. 6-12."
Fundur var haldinn í faghópi um gæðastjórnun fimmtudaginn 20. nóvember. Á fundinum fjallaði Reynir Kristjánsson, gæðastjóri hjá Hagstofu Íslands, um innleiðingu gæðastjórnunar hjá stofnuninni.
Í upphafi erindis síns fjallaði Reynir um hvað felst í gæðastjórnun, þ.e. að bæta gæði vinnu og afurða fyrirtækja. Reynir lagði áherslu á að gæðastjórnun væri ekki pappírsvinna og rökstuddi þá skoðun sína með sannfærandi hætti.
Síðan rakti Reynir með nokkrum orðum hvernig gæðastjórnun japanskra fyrirtækja hrakti vestræn ríki til gagngerðar endurskoðunar á eigin stjórnunarháttum. Þá sagði hann frá þeirri vinnu sem fram hefur farið hjá Hagstofu Íslands.
Farið var í skoðun á því hver hin eiginlegu verkefni eru, ferli greind sem og undirferli. Við kortlagningu ferla telur Reynir mikilvægt að skrásetja ferlin eins og þau raunverulega eru, en með notkun almennra líkana eins og GSBPM (almennt verkferlalíkan í hagskýrslugerð) er hægt að gera það með stöðluðum hætti. Slíkt eykur verulega notagildi ferlarita þegar kemur að samanburði og lærdómi. Þá hafa verið skrifaðar verklagsreglur með upplýsingum um hver ber ábyrgð á hverjum verkþætti. Reynir lauk erindinu með umfjöllun um stöðu innleiðingar gæðastjórnunar hjá stofnuninni.
Viðverustjórnun - Að taka á fjarvistamálum með góðum árangri.
Vilhjálmur Kári Haraldsson, mannauðsstjóri Garðabæjar setti fundinn í nýju glæsilegu hjúkrunarheimili í Garðabæ og kynnti Svövu Jónsdóttir, hjúkrunarfræðing hjá ProActive sem sagði að fyrirtækið hefði verið að þróa viðverustjórnun. En má stjórna fjarvistum eða viðverunni? Hvað má gera, hvað má segja, hver er rétturinn, hvað má, hvernig og til hvers? Margt þarf að skoða í kringum viðveruna. Eru miklar fjarvistir í þínu fyrirtæki? Viðmiðunartölurnar eru ekki alveg á hreinu? Heilsuvernd hefur safnað tölum, Hagstofan, ParX og Capacent. Um 4-6,5% eru nýjustu tölur, en opinberi markaðurinn er með hærri tölu 4-7%. Uþb 3-% félagsmanna stéttarfélaga er á sjúkrasjóði og um 9% fólks á vinnufærum aldri er á örorku-og endurhæfingarlífeyri. Þetta kostar vinnustaði og allt samfélagið mikið.
En fjarvistir eru ekki alltaf veikindatengdar, talið er að þær séu einungis 33%. Nýleg norræn rannsókn segir að 30% segi langvarandi andlegt álag, 20% að það séu samstarfsörðugleikar, breytingar, 15% segja að þeir skrái sig veika vegna þess að stjórnunin er svo léleg.
Það sem snýr að viðverustjórnuninni er að huga að þeim sem mæta. Af hverju mæta þeir sem mæta, hvað get ég gert fyrir hópinn minn. Viðverustefna byggir á að hafa fjarvistatölur sem lykiltölur í rekstri, viðmið fyrir tilkynningu fjarvista, samskipti og viðbrögð við skammtíma fjarvistum, samkomulag vegna langvarandi veikinda, mikilvæga samtalið, árangursmælikvarðar og eftirfylgni. Í stefnunni er talað um að eðlilegt sé að haft sé samband við veikan starfsmann heima. Hversu mikið þolum við, eðlilegt er 2-3svar 1-2 daga í senn sem er 3,5-4% veikindi á ársgrundvelli. Könnun var birt í fyrradal hjá BHM, 48% starfsmanna mæta veikir í vinnuna og leyfilegt er að ræða það. Einnig þarf að ræða hvað við gerum varðandi langtímaveikindastefnu.
Þeir þættir sem hafa áhrif á vellíðan á vinnustað er: Vinnuumhverfið og aðbúnaður, framkvæmd vinnu og verkefna, samskipti og upplýsingaflæði, menning og starfsánægja, heilsueflandi átaksverkefni og stefnur, fræðsla, símenntun, starfsþróun o..fl.
Hver króna sem eytt er í vinnuvernd kemur tvöföld og upp í fjórföld til baka. Stjórnendur eru ánægðir með að innleiða viðverustjórnun, umræðan opnast og rætt er um líðan, vinnuumhverfi og skipulag. Danir innleiddu viðverustjórnun með reglugerð. Viðverustjórnun er góð mannauðsstjórnun.
Kári Haraldsson mannauðsstjóri Garðabæjar fjallaði um tilraunaverkefni sem er eitt af stóru viðfangsefnum mannauðsstjórnunar. Mikil áhersla er sett á þennan þátt hjá Garðabæ. En af hverju viðverustjórnun? Staðreyndin er sú að flestir mæta mjög vel til vinnu. Flestir lenda í því einhvern tíma á starfsævinni að lenda í langvarandi veikindi. Vorið 2011 var mikið rætt um fjarvistir í leikskólum Garðabæjar. Fjarvistir voru miklar og kostnaður og öll ábyrgðin var hjá leikskólastjórunum. Á þessum sama tíma var verkefnið „Virkur vinnustaður“ að fara af stað. Þarna var lögð áhersla á jákvæða nálgun og verkefnið var tilraunaverkefni hjá Virk. Verkefnið var þannig að byrjað var á að gera stöðumat, þarfagreining og umræðan opnuð um fjarvistir. Allir starfsmenn voru með og stýrihópur kláraði verkefnið að lokum. Leikskólastjórar fengu leiðbeiningar í að taka viðverusamtal.
Viðverustefna Garðabæjar hefur þann tilgang að samræma vinnuferli; hvernig tilkynnir maður fjarvistir, hvernig eru þær skráðar? Meginkaflar í stefnunni: Fjarvistir tilkynntar: starfsmenn tilkynna sjálfir fjarvistir til síns næsta yfirmanns. Umhyggja fyrir starfsmanni: yfirmaður hefur samband og athugar með líðan starfsmanns á meðan á veikindum stendur. Starfsmenn eru hvattir til að halda reglulega sambandi við vinnustaðinn í langvarandi veikindum t.d. koma á fundi, í heimsókn eftir getu og áhuga. Viðmið vegna fjarvista: Ef fjöldi veikindadaga fer yfir 5 á hverju 3 mánaða tímabili er starfsmaður boðaður í viðverusamtal. Einnig ef stakir fjarvistadagar eru 3 eða fleiri á hverju 3 mánaða tímabili. Fókusinn er að mæla hlutfall þeirra sem mæta vel, það er KPI-ið. Viðverusamtalið er trúnaðarmál starfsmanns og yfirmanns. Notast er við viðtalsformið „fjarverusamtal“ frá Virk. http://virk.is/page/fjarverustefnur/
Langvarandi veikindi teljast veikindi umfram 28 daga en þá boðar forstöðumaður starfsmann í viðtal til sín. Læknir þarf að gefa út vottorð um óvinnufærni til að hægt sé að nýta sér þjónustu VIRK í dag. Viðverusamtal byggist upp á því að ræða hvort skortur á viðveru tengist vinnustaðnum, stjórnun, samstarfi við aðra starfsmenn o.þ.h. Stefna Garðabæjar felur ekki í sér meiri hörku en læknisvottorðum en nýttur er trúnaðarlæknir til að hnika starfshæfnisvottorð. Mikilvægt er að starfsmenn séu í góðu jafnvægi í starfi og fari sér ekki að voða. Til að veita goða þjónustu er einnig mikilvægt að allir sjái hverjir eru á staðnum og því er viðveruskrá sýnileg. Heilsueflandi aðgerðir sem Garðabær hefur farið í eru: Heilsufarsmælingar, hjólað í vinnuna, sjúkraþjálfari stillir stóla og leiðbeinir um líkamsstöður, lífshlaupið, fyrirlestrar um heilsu og matarræði, gönguklúbbar í hádegi o.fl. Vinnustund er gott kerfi til að halda utan um viðveru starfsmanna og eykur yfirsýn yfir viðveru starfsmanna og styður viðverustjórnunina. Gerð var könnun hjá leikskólastjórum og þar kom augljóslega fram að búið var að opna á umræðuna um viðverustjórnun. Minna var rætt um veikindi. Meiri yfirsýn og greinarmunur á skammtímaveikindum og langtímaveikindum. Hugsað er út frá grænu, gulu og rauðu ljósi. Betur er fylgst með þegar veikindadögum fjölgar hjá starfsmanni sem hefur sögu um að vera hraustur, fyrr farið að skoða hvað sé í gangi og bregðast við. Það er svo auðvelt fyrir stjórnanda að gefa frí og veita sveigjanleika þegar mæting er góð. Tala um heilbrigt líferni og hreysti ekki veikindi. Mikilvægt er að búa til vinnustaðamenningu þar sem það er eftirsóknarvert að vera hraustur, borða hollt og hreyf sig. Fólk þarf að fá stöðuga endurgjöf, fræðslu.
Mikilvægust er umhyggjan og að beita aðferðafræði þjónandi forystu.
https://www.youtube.com/watch?v=VVMOxMQOLEQ
vilhjalmurha@gardabaer.is
Endurnýjun í stjórn faghóps um viðskiptagreind
Faghópur um viðskiptagreind var stofnaður vorið 2009 og hefur frá þeim tíma staðið fyrir viðburðum sem hafa verið hverjum öðrum betri. Endurnýjun hefur nú átt sér stað í stjórn hópsins.
Nýja stjórn skipa:
Kristinn Þór Sigurjónsson - Seðlabanki Íslands (formaður)
Hinrik Jósafat Atlason - Advania
Sigurður Jónsson - Staki
Hafinn er undirbúningur að dagskrá næsta árs og allar tillögur vel þegnar. Til þess að vinnuálag verði ekki óþarflega mikið á stjórnina væri æskilegt að fá fleiri áhugasama meðlimi til viðbótar í hana. Því er óskað eftir áhugasömum einstaklingum að bjóða sig fram.
Tillögur að fundarefnum og óskir um að koma til liðs við stjórnina sendist á formann hópsins með tölvupóst á kristinn@kristinn.eu eða með því að hafa samband við einhvern af stjórnarmmönnum.
Helga Sigríður Böðvarsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandspósts sagði frá reynslu fyrirtækisins af stjórnunarreikningsskilum og kostnaðarbókhaldi á faghópsfundi Stjórnvísi í morgun. Ýmsir mælikvarðar póstsins miðast við Ártúnsbrekkuna. Helga kynnti dreifikerfi póstsins, pósthús, póstafgreiðsla, póstafgreiðsla í samstarfi við aðra, flutningsleiðir, tengileiðir og landpóstleiðir. Starfsmenn eru 1000, póstmiðstöðvar eru tvær, í Reykjavík og á Akureyri, 120 bílar, 67 afgreiðslustöðvar, 7 millj. km. eru eknir árlega og 63 milljónir sendingar á ári innanlands og utan. 99,8% heimila eru heimsótt hvern dag.
Kostnaðarbókhaldið er með þarfirnar. Þarfir lúta að gæðamælingum, tekjur, gjöld og afkoma, magn og tíðni, yfirvinnutímum, veikindi og starfsmannaveltu, kennitölum, og ABC/LRAIC. Samspil kostnaðar og tekna er því flókið. Allt þarf að vinna saman til að fólk fái póstinn sinn. ABC (activity based costing) er notað. Aðgerðir eru skilgreindar, kostnaður heimfærður á aðgerðir, skilgreint hvaða vörur nota hvaða aðgerð og kostnaður við aðgerðir á heimfærðar vörur. Þjónustumódel byggist á að finna jafnvægið milli framboðs og eftirspurnar, alþjónustubyrði er miklu hærri. Kostnaðurinn við einkaréttabréf er orðinn allt of hár, rafræn viðskipti hafa aukist. Í ABC módelinu er kostnaði deilt út á þær vörur sem nýta kerfið hverju sinni eftir umfangi og erfiðleikastigi hverrar vöru.
Alþjónusta er móttaka og dreifing sendinga upp að 20kg. Alþjónustubyrði er sá hluti alþjónustu sem ekki er hægt að sinna nema með taprekstri. En hvernig er alþjónustubyrðin metin? Á grundvelli þess hvað viðskiptavinurinn er tilbúinn að greiða fyrir. Evrópusambandið skilgreinir alþjónustuna. Pósturinn sá þörf á nýrri nálgun. Nota hefðbundnu FAC líkan sem byggir á verkgrunduðum kostnaðarreikningsskilum. Öllum kostnaði er útdeilt hlutfallslega á vörur sem nýta dreifikerfið eftir magni og erfiðleikastuðlum. Markmiðið með nýju líkani er raunhæfari kostnaðarúthlutun. Af hverju LRIC -long running cost. Gerir kleift að ná meginmarkmiðum, viðurkennt í samkeppnisrétti innan Evrópu, erlendar fyrirmyndir og dómar í málum danska og þýska póstsins.
Í gamla líkaninu (ABC) komu upplýsingar um tekjur/gjöld/afkomu. Í nýja líkaninu bætist við alþjónustubyrði og afkoma án byrðar.
Nýverið var sett í gagnið nýtt póstbox, nýr straumur, tilraunaverkefni sem verður sett í gang á 7 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirtækjasvið KPMG bjó til kostnaðarlíkanið fyrir Póstinn, Helgi Helgason og Valur Fannar. Helga sagði frá því hve gaman hefði verið að vinna KPMG þetta skjal eða líkan og hve samstarfið hefði verið gott.
Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að Þjóðskrá Íslands hefur hlotið vottun samkvæmt ISO/IEC 27001:2013, sennilega fyrst á Íslandi.
Stjórnvísi óskar Þjóðskrá Íslands hjartanlega til hamingju með árangurinn.
http://www.skra.is/
Stjórn faghóps um Lean vekur athygli á þessu námskeiði: LEAD WITH LEAN
Michael Ballé í Háskólanum í Reykjavík dagana 26.- 27. nóvember
Fyrirlestraröð 26. nóvember
Í þessari fyrirlestraröð mun Michael Ballé fara yfir fjórar grunnspurningar sem þarf að svara þegar fyrirtæki vinna með straumlínustjórnun (e. lean management).
- Hvað gerir „lean fyrirtæki“ samkeppnishæfari en önnur fyrirtæki?
Markmið: Að skilja viðskiptatækifærið á bak við lean.
- Hvað er sérstakt við straumlínuhugsun?
Markmið: Að skilja hvernig á að elta þau viðskiptatækifæri sem felast í lean.
- Hvernig færðu fólkið í lið með þér?
Markmið: Að sjá hvernig hægt er að innleiða lean í öllu fyrirtækinu.
Markmið: Að skilja hver upphafsreiturinn er.
Fyrirlestrarnir eru allir sjálfstæðir en mynda saman eina heild sem gefur góða heildaryfirsýn yfir hvernig
stjórnendur og sérfræðingar geta unnið með lean í fyrirtækjum sínum. Fyrsti fyrirlesturinn er sérstaklega
miðaður að stjórnendum sem taka ákvarðanir um hvort innleiða eigi lean eða ekki.
Hægt er að skrá sig á fyrirlestur eitt eða alla fyrirlestraröðina
í heild sinni. Fyrirlestur eitt kostar 40.000 kr.
Fyrirlestrar 1-4 kosta 75.000 kr.
Tími:
Fyrirlestur 1: kl. 8:30-10:00.
Fyrirlestrar 1-4: kl. 8:30-17:15.
Gold Mine vinnustofa 27. nóvember
Upplifið umbreytingarferli með lean aðferðum í dagslangri vinnustofu. Á þessari vinnustofu verður farið í leik
sem Michael Ballé hefur þróað. Leikurinn gerir þátttakendum kleift að upplifa hvernig það er að vinna með
sensei (japanskt hugtak yfir fólk sem hefur yfirburða þekkingu og reynslu í lean) í gemba (staðnum þar sem
Tími: Miðvikudagur 26. nóvember á milli kl. 8:00-15:30.
Verð fyrir báða dagana (fyrirlestraröð og vinnustofu): 125.000 kr.
Gemba ganga með Michael Ballé
Lean gerist þar sem virði verður til og sá staður er kallaður gemba á japönsku - en spurningin er hvað gerist
á þessum stað þar sem virðið verður til? Taktu gemba göngu með Michael Ballé þar sem hann mun sýna og
útskýra hvernig lean gerist og birtist í gemba:
Áhugasöm fyrirtæki sem eru komin af stað með lean geta fengið Michael í heimsókn í virðisgöngu
Verð: 200.000 kr. á klukkustund en fer eftir umfangri heimsóknar.
Skráning: Skráning á fyrirlestraröð, vinnustofu og gemba göngu fer fram í gegnum netfangið value@muda.is
Scrum - leynivopnið til að ná aukinni framleiðni.
Baldur Kristjánsson, ráðgjafi hjá Advania mikill áhugamaður um Agile, Lean o.fl. bauð félaga velkomna. Hann fjallaði um Agile og hvað Scrum þýðir fyrir Lean heiminn. Einnig um lögmálin á bak við Scrum og fjallaði einnig um reynslu sína og hvernig það er notað utan tæknigeirans þ.e. hugbúnaðarþróun.
Ástæðan fyrir að það er kallað leynivopn er sú að það hefur ekki verið fjallað um Scrum í viðskiptafræðibókum. Steave J. sem skrifar í Forbs segir að ánægja viðskiptavina skipti öllu máli og gildin. Fyrirtækin sem vaxa hvað hraðast í dag er þau sem nota Scrum en Scrum var byrjað að nota af nördum. Tækið nýtir hraða, stöðuga nýsköpun.
Agile er regnhlífarheiti yfir verkfæri (venjur og prinsipp) sem eru útbreidd í vöruþróunarstarfsemi, sérstaklega í tæknigeiranum. Meginstoðir Agile er að unnið er náið með viðskiptavininum, hafa plan en vera tilbúin að breyta, viðskiptavinurinn geti skipt fljótt um skoðun og mikil áhersla er lögð á fullunna vöru. Agile kemur úr tæknigeiranum en Lean alls staðar. Lean er alltaf að finna nýjar leiðir til að beita í hugbúnaðarþróun. Flaggskip allra banka, síminn, advania, menia o.fl. eru í þessu. Agile skilar skv. könnun 2012 þrisvar sinnum betri árangri í verkefnum en Waterfall. En hvað eiga Agile/Scrum og Lean sameiginlegt? Áhersla er á stöðugar umbætur PDCA (Plan - Do-Check-Act). Sérfærðingum er treyst til að taka til sín verkefni og vinna vinnuna, þ.e. verkefnaröð er forgangsraðað.
Scrum: product owner er sá , scrum masterinn kemur á ferli og óbreyttir sérfræðingar hafa engin föst hlutverk, geta gengið í verk hvers annars t.d. prófarar o.fl. Pull=teymið velur það sem er framkvæmanlegt að gera og skipuleggur tímaramma=sprett. Í lok sprettsins eru haldnir 2 fundir, tékka vöruna og vinnulagið (kaizen). Product owner er talsmaður viðskiptavinarins og á alltaf að vera með hagsmuni viðskiptavinarins í huga, hann skilgreinir verkefnið og byggir um sameiginlegan skilning, svarar hvað er í gangi og er sérfræðingurinn í að skilja hvað notandinn vill. Hann þekki starfsemina og honum er treyst, þarf ekki að spyrja neinn.
Scrum masterinn er servant leader. Hjálpar teyminu að ná hámarksafköstum með því að leiðbeina teyminu í að beita verkfærum Scrumaðferðarinnar. Heldur ferlinu og taktinum gangandi, lóðsar fundi og viðburði og forðar teyminu frá truflunum.
Teymið eru óbreyttir sérfræðingar, það eru öll þrjú hlutverkin. Verkefnin flæða á milli. Dæmi eru um að hægt sé að taka heilt hús í gegn á helmingi minni tíma ef notuð er Scrum aðferð. Húseigandinn er þá product owner og iðnaðarmennirnir nota Scrum og verða öflugt teymi, skipuleggja sig þá allir sjálfir.
Product Backlog er listi yfir allt sem þarf að gera, getur verið á gulum miða, í excel að hverju sem er. Einn raðaður listi yfir allt sem teymið á að taka sér fyrir hendur í náinni framtíð, engir persónulegir verkefnalistar og engar faldar verkefnaraðir t.d. í tölvupósthólfum. Product owner hefur yfirumsjón með þessum lista. Sprettir eru tímasett vinnulota oftast 1-4 vikur. Hefst með sprint planning (skipulagning), velja inn verkefni, brjóta niður í verkþætti o.fl. Í Scrum er daglegur fundur, sami tími og staður á hverjum degi. Hvað er ég búin að ná að gera síðan síðast, hvað mun ég gera þangað tilnæst, hvað er að hindra mig eða hægja á mér.
Sprint Review er opinn framvindufundur. Hlutirnir sagðir eins og þeir eru. Hvað var ákveðið að gera í sprettinum, hvað af því tókst, hvað af því tókst ekki, hvað kom óvænt upp á, sýning á tilbúnum afurðum og opin umræða.
Sprint retrospective byggir á Kaizen, eru stöðugar umbætur og framfarir sem leiða til stórfellldra framfara til lengri tíma litið. Scrum Master er ábyrgur fyrir að haldið sé rétt á fundarferlinu.
The Art of doing twice the work in half the time er frábær bók. Þar er stillt upp að Scrum byggi á nokkrum lögmálum. 1. Timabox og takur 2. Teymisvinna, 3.ruðningur hindrana, 4. forgangröðun, 5.raunsæ áætlunargerð og 6. ánægðir starfsmenn.
- Tímabox og takur. Verið er að beisla tímann sem er takmörkuð auðlind. Umfangið má fljóta en tíminn er fastur. Ef við erum að halda áætlun á fundi, þá eru settar ákveðið margar mínútur á hvern lið. Þannig virkar fundarstjórnun.
- Teymisvinna. Bestu teymin hafa sameiginlegan tilgang sem er stærri en einstaklingarnir sem mynda það. Menn vinna saman og vinnan flæðir eðliglega á milli liðsmanna. Teymisvinna er æðra form samvinnu, t.d. eins og gerist hjá listamönnum , uppspretta þess að menn læra hvor af öðrum og fá beint í æð. En miklu flottara kemur út úr þessu. Þetta gerist líka í teymisvinnu, men þora að koma með hugmyndir og vera skotnir niður.
- Scrum og sóun. Kemur beint frá Lean. Mesta sóunin felst í að hoppa milli verkefna. „Multitasking makes you stupid“. Hálfkláruð vinna er sambærileg við of stóra lagera, háleit markmið eru hvetjandi en fráleit ekki, mikil sóun er í eyðublöðum, föstum fundum, reglum og stöðlum nema það sé nauðsynlegt. Spyrja sig alltaf hver er ávinningurinn af vottuninni. Fólk sem er með yfirgang og ásakanir þarf að stoppa af því tilfinningalegt umrót sem setur fólk í uppnám heilu dagana valda sóun. Sumir framkvæmdastjórar eru jafnvel þannig og það er mikilvægt að ræða við slíkt fólk og jafnvel láta það fara.
- Forgangsröðun. Setja á blað allt sem er fyrirséð að þurfi að gera. Velja þau verk sem eiga að era í forgangi, búa til raðaðan lista úr því. Forðast biðraðir, henda því sem kemst ekki að. Í gamla ferlinu voru breytingar óæskilegar, en í scrum er lögð áhersla á fríar breytingar. Mörg fyrirtæki nota tól sem heitir Tira og er það lang vinsælast, RB, Valitor,Icelandair, Advania o.fl. nota Tira. (Tira-agile).
- Ánægja. DRIVE. Ánægðir og hamingjusamir starfsmenn njóta almennt meiri velgengi á vinnustað (ekki öfugt) - betri ákvarðanir og hugmyndir. Aukinn sýnileiki stuðlar að aukinni ánægju - leynimakk stuðlar að óánægju. Samspil ánægju áhuga og afkasta. „Open company - no bullshit“. Endilega skoða myndband á youtube frá Daniel H.Pink. Frjálsræði, menn hafi frelsi til að vinna með þeim vilja og á þann hátt sem þeir vilja, meistaraverkeferð, tilgangur : þessir þrír þættir eru mikilvægastir fyrir einstaklinginn.
Scrum gengur út á að þróa tilbúna vöru. Getur verið viðburður, frugerð að hlut, ferli, teikning. Eitt stærsta fyrirtæki í heimi skaffar sæti í bíla, það notar scrum til að teikna sætin. NPR - ríkisútvarp USA notar þessa aðferð til að búa til útvarpsþætti, gott að nýta í námskeið eða kennslu. Kennarinn verður product owner, nemendur nota spretti, námsmarkmið eru sett, verkefnið er lesið, spjallað saman og þessu líkur ekki fyrr en allir í teyminu hafa lágmarkskunnáttu. Þetta rífur upp nemendur, hentar vel öllu. Scrum kemur úr Rugby - liðið kemur saman, vinnur sem teymi.
Netfang Baldurs Kristjánssonar er : Baldur.kristjansson@advania.is
Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um heilsueflingu á vinnustöðum var haldinn í dag og bauð Hildur Friðriksdóttir mannauðsráðgjafi hjá ProActive - ráðgjöf félaga velkomna. Fræðsluerindi hennar fjallaði um hvað veldur streitu í vinnuumhverfinu og vinnuskipulaginu og hvernig hægt er að draga úr henni. 50-60% tapaðra vinnudaga í ESB má tengja streitu og um 25% Evrópubúa eru með alvarlega streitu, þunglyndi og kvíðaröskun. Streita hefur áhrif á þróun sjúkdóma, þá sérstaklega geðsjúkdóma hjarta-og æðasjúkdóma. Hæfilegt álag er í sjálfu sér í lagi. Streituviðbrögð geta verið jákvæð en langvarandi streita er ekki góð. Þegar ójafnvægi er á milli þeirra krafna sem gerðar eru til okkar og þeirra úrræða sem við höfum til að standast kröfurnar.
Hvað hefur áhrif á streitustig starfsmannsins? Einstaklingurinn sjálfur, vinnuskipulagið, léleg stjórnun, ýmislegt utan vinnu. En hvað dregur úr streitu í vinnuskipulaginu? Að hafa áhrif á hvernig maður vinnur starfið sitt, verkefni hvorki of flókin né of einföld, starfshlutverk er skýrt, jafnrétti og sanngirni, félagslegur stuðningur - einkum frá yfirmanni, umbun fyrir vel unnin störf, forðast stöðuga tímapressu. Umbun getur verið í formi hróss.
Starfsmaðurinn þarf að finna út hvað veldur honum streitu og hvernig hann á að losa sig við hana, takast á við líðanina, leggja til breytingar. Inn á Dale Carnegy er kort sem hægt er að fara yfir og sjá hvernig dagurinn skiptist hjá okkur.
Hildur hvatti stjórnendur til að sýna gott fordæmi og taka þátt í hjólað í vinnuna og öllum heilsuátökum. Spá í hvað er verið að bjóða upp á í kaffistofunni. Jákvæðni í janúar, heilsuefling í febrúar o.fl.
Hulda Jóhannsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Króks í Grindavík sagði frá hvaða stjórnunaraðferðum hún hefur beitt til þess draga úr streitu og auka samheldni og ánægju starfsmanna sinna. Stjórnendur þurfa að spyrja sig: Hvernig viljum við hafa þetta. Í leikskólum er há veikindaprósenta hjá starfsfólki. Hvernig tókst leikskólanum í Grindavík að lækka veikindaprósentu um 50% milli ára? Með jákvæðni, gleði og viðhorfi. Hvernig vinnustað/skóla viljum við hafa. Stofnanamenningin skiptir mestu máli. Enginn gerir það nema starfsmennirnir sjálfir. Hvernig samskipti vil ég hafa við börnin, foreldra og samstarfsfólk. Heimskaffiaðferðin: 1 hópstjóri á hverju borði, 4 á hverju borði, rætt saman og síðan fara 3 á hin borðin - allir blandast og ræða saman um sömu spurningarnar og til baka. Þetta hefur reynst best, því allir segja hvað þeir heyrðu út í heimi þ.e. á hinum borðunum og fara svo aftur heim. Í lokin er allt tekið saman og kynnt fyrir starfsmönnum. Stjórnunarteymi hittist reglulega og talar alltaf saman um það og taka ákvarðanir í sameiningu. Stjórnandi er fyrst og fremst fyrirmynd. Stjórnandi þarf að sækja sér námskeið og hugsa vel um sig. Hvað er ég að gera rétt og hvernig get ég bætt mig? Huldu hefur tekist að skapa traust umhverfi þar sem allir þora að tjá sig. Þau stunda saman jóga og þetta traust hefur orðið til þess að fólk treystir sér að tala um líðan sína kvíða o.fl. Þegar þú mætir í vinnuna, hugsaðu um hvernig manneskja þú ætlar að vera í dag. Það er ofsalega gott ef þú ert með erfiða starfmenn að setja upp vog, hugsa um hvað er jákvætt og hvað er neikvætt um viðkomandi.
Í morgun var haldinn í Capacent sameiginlegur fundur þriggja faghópa hjá Stjórnvísi; faghóps um ISO, gæðastjórnun og mannauðsstjórnun. Elín Ragnhildur Jónsdóttir í stjórn gæðastjórnunarfaghópsins bauð gesti velkomna. Guðrún Ragna og Kristjana Milla kynntu rannsókn sína sem fjallaði um áhrif gæðastjórnunar á starfsánægju og helgun starfsmanna. Þær útskrifuðust úr MPM náminu í vor og fengu að nýta gögn frá Capacent. Tómas Bjarnason veitti þeim ómetanlega aðstoð.
Hugtakið gæði má skilgreina „að uppfylla væntingar viðskiptavina“. Gæðastjórnun er stjórnunarstíll sem miðar stöðugt að umbótum. Gæðastjórnunarkerfi miðar að því að allir starfsmenn tileinki sér kerfið og miðar að því að hámarka hagnað. Ein leið er að taka upp ISO 9001. Meginreglurnar í ISO eru 8 talsins. Til að fyrirtæki nái framúrskarandi árangri þarf starfsánægja að ríkja. Starfsánægja hefur verið skilgreind sem tilfinning þ.e. hvernig starfsmanni líkar starfið.
Ýmsir forspárþættir: teymisvinna, upplifa sig sem þátttakenda, framþróun, hvatning frá stjórnendum og almenn lífshamingja. Starfsánægjan leiðir síðan til hollustu starfsmannsins. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar um tengsl milli gæðastjórnunar og starfsánægju og eru niðurstöðurnar mismunandi. Innleiðing gæðastjórnunar kallar á meiri nákvæmni en ekki endilega meiri ánægju. En þegar starf verður skýrara þá verður starfið skipulagðara og meiri tími vinnst í nýsköpun o.fl.
Ákveðnir þættir geta eflt starfsánægju s.s. forysta stjórnenda og teymisvinna.
Kristjana Milla talaði um helgun starfsmanna og hve starf hefur breyst. Merking vinnu hefur breyst því aðrar kröfur eru gerðar og væntingar til starfa. „Hvað fæ ég út úr þessu starfi?“. Vinnusamstarf hefur breyst mjög mikið. Helgun felur í sér starfsánægju, fyrirtækjahollustu. Helgun er skilgreind sem jákvætt viðhorf einstaklings sem skilur hver áhrif hans eru á heildarmyndina. Helgun er hvernig starfsmenn bregðast við stjórnun.
Gallup fjallar um 3 stig. Engaged- þeir sem helga sig starfinu Not Engaged - þeir sem helga sig ekki starfinu - þeir sem eru orðnir andsnúnir starfinu. Viðmót skiptir miklu máli. Fyrirtækið nýtur góðs af helgun starfsmanna v.bætir þjónustu við viðskiptavini. Því hærri helgun, því ánægðari viðskiptavinir. Helgun dregur úr starfsmannaveltu. Nýleg rannsókn Gallup sýnir að 13% starfsmanna helgar sig starfinu, rannsóknin fór fram í 140 löndum.
Þrír meginþættir ýta undir helgun: 1. Forysta sjtórnenda 2. Jákvæðir starfsmenn, samviskusemi og frumkvæði. Gegnsær leiðtogastíll er líklegastur til að ýta undir helgun. Gallup hefur þróað Q12. Öll þessi atriði er framkvæmdamiðuð og þar með sjá stjórnendur hvar þeir eiga að vinna.
Q12 má líkja við Þarfapýramíta Maslowz.
Rannsóknin fór þannig fram að skoðuð var helgun starfsmanna fyrir og eftir 9001 vottun. Hins vegar voru mældar niðurstöður hjá svipuðum fyrirtækjum sem eru með 9001 vottun og ekki með vottun. Minni helgun mældist hjá fyrirtækjum með ISO 9001 vottun.
Rannsóknin var unnin með fyrirliggjandi gögnum. Því var ekki hægt að skoða hvort fyrirtæki sem hafa tekið upp vottun að hafa haft starfsmenn með sér í breytingunum. Allar stórar breytingar eins og vottun á ISO valda óánægju.
Gæðastjórnun leggur áherslu á afurðir en ekki starfsánægju. Helgun er flókið fyrirbrigði þar sem margir þættir koma saman. Ef forysta stjórnenda er góð getur hún leitt til aukinnar helgunar.