Fréttir og pistlar

Hvernig skilgreinir Sjóvá lykilárangursþætti starfsmanna og stjórnenda?

Stjórnvísi heimsótti Sjóvá í morgun og var mikill fjöldi gesta samankominn enda málefnið áhugavert. Sjóvá skilgreinir lykilárangurþætti sem þá þætti sem hver og einn starfsmaður býr yfir. Lykilárangurþættir eru fundnir þannig að 1. stuðst er við rannsóknir og greinar tengdum lykilárangursþáttum frammistöðu. 2. Hvað einkennir starfsmenn sem standa sig best? 3. Að hvaða hæfni er leitað í ákveðin störf? Lykilárangurþættir hjá Sjóvá eru 21 talsins. Meðal þeirra eru jákvæðni og skipulagning. Stenst starfsmaðurinn tímamörk í verkefnum, er hann fær um að skipuleggja sjálfur verkefni? Forstöðumenn meta allt sitt fólk og kynna mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra. Það hefur auðveldað stjórnendum að hrósa sínum hóp. Einnig er framkvæmt í Sjóvá stjórenndamat þar sem 15 lykilþættir eru valdir af framkvæmdastjórn. Í þessu mati metur stjórnandinn sig sjálfur og þeir sem tilheyra hans sviði gefa honum einnig mat. Einnig eru starfsmenn spurðir hvað þeim finnst mikilvægast í fari hvers og eins stjórnanda, ekki einungis gefið mat á viðkomandi þáttum.

Ráðstefna um vinnuvernd og öryggismál

Stjórn Umhverfis-og öryggishóps vekur athygli á að VÍS og Vinnueftirlitiðvhalda sameignlega Forvarnaráðstefnu um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja fimmta ári í röð.

Ráðstefnan er nú orðin fjölsóttasta ráðstefnan á Íslandi um þennan málaflokk og koma um 200 fulltrúar frá fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, verkalýðs- og sveitarfélögum.

Það væri frábært ef þið gætum sett tilkynningu um ráðstefnuna á heimasíðu ykkar og ef hægt er, senda tilkynningu um hana á félagalista ykkar.

Okkur hjá VÍS og Vinnueftirlitinu er mikið í mun að ná til sem flestra aðila í atvinnuvinnulífinu, þá sérstaklega stjórnenda, um mikilvægi forvarna og öryggismála hjá fyrirtækjum/atvinnugreingum sem er öllum aðilum til hagsbóta.

Hér fyrir neðan er texti um ráðstefnuna til að setja á heimasíðuna og/eða senda á félagsmenn ykkar. Í fylgiskjalinu er einnig banner um ráðstefnuna ef þið viljið nota hann.

Á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins 6. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica nk. verður fjallað um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja frá mörgum hliðum ( sjá dagskrá) undir yfirskriftinni Skipulag og stjórn öryggismála.

Að stjórna eða fórna er beinskeytt ádrepa til stjórnenda um þeirra hlutverk í öryggismálum. Vilborg Arna Gissurardóttir valkyrja og fjallgöngukona verður nýkominn af toppi Aconcagua í Suður-Ameríku og messar yfir ráðstefnugestum; Með lífið að veði - árangur, áhætta og ákvarðanataka. Þá verður spurt hvort vinnuslys séu starfsfólki að kenna, fjallað um hve mikill skaðvaldur streita og þreyta geta verið, notkun svefnlyfja, helstu orsakir vinnuslysa og margt fleira.

Ekki láta þessa eftirtektarverðu ráðstefnu fram hjá þér fara. Aðgangur er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi svo það er um að gera að hafa snör handtök að skrá sig.

Hver var hvati Ræstingaþjónustunnar til að fara út í umhverfisstjórnun - ISO14001 vottun?

Karl Óskar Þráinsson framkvæmdastjóri Ræstingaþjónustannar tók vel á móti Stjórnvísifélögum í Dugguvogi 10 í morgun. Hann rakti sögu fyrirtækisins á áhugaverðan hátt. Ræstingaþjónustan var stofnuð 1995 og var þá aðallega í gólfviðhaldi og hreingerningum á gólfi. Árið 2002 hóf fyrirtækið sókn á ræstingamarkaðinn og hóf jafnframt innflutning og sölu á hreinsiefnum sem í dag er í eigu Olís. Núna starfa 70 manns hjá fyrirtækinu og eru þrír í yfirstjórn.
En hver var hvatinn til að fara út í umhverfisstjórnun? Helstu ástæður voru 1.efnanotkun 2.ráðstöfun auðlinda 3.gott PR 4.hvatning frá viðskiptavinum 5. Höfðu lengi verið í samstarfi við ISO vottaða birgja. Til að byrja með var samt spurning hvort ætti að velja Svaninn eða ISO, neytendur vs fyrirtækjamarkaðinn. Vinnan við vottunina hófst 2008 og lauk 2011, vottunaraðili var BSI. Helsti lærdómurinn var að ferlið hefði tekið mun skemmri tíma ef þeir hefðu leitað sér aðstoðar fyrr en þeir fengu Eflu með sér 2010. Á hverju ári ræstir fyrirtækið 8milljónir fm. og er stöðugt að fækka hreinsiefnum og nota minna af þeim. Næstu skref Ræstingaþjónustannar eru aðsækja um 9001 og OHSAS18001 vottun þar sem stór hluti kerfisins telst til ISO 9001.
Stjórn faghópsins þakkar Ræstingaþjónustunni fyrir góðar móttökur og hvetur Stjórnvísifélaga til að fylgjast með áhugaverðri vordagskrá sem verður kynnt í Nauthól á morgun.
Hér má sjá myndir frá viðburðinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.623227697745184.1073741894.110576835676942&type=3&uploaded=10

Linked-In fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi.

Linked-In fyrir stjórnendur faghópa: Námskeið fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugavert námskeið í byrjun febrúar. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf.

Námskeiðið skerpir á því hvernig nota megi aðferðir í markaðssamskiptum til að markaðsetja þig sjálfa(n) og fyrirtækið þitt með LinkedIn.com.

Á þessu stutta námskeiði verður kynnt hvernig byggja megi upp markviss verkferli í notkun Linked-in og verða ýmis greiningartæki og tól kynnt til sögunnar. Gerð verður úttekt á nokkrum Linked-in prófílum og skoðað hvað er vel gert og hvað mætti betur fara. Farið verður yfir markmiðatengda stefnumótun í notkun samfélagsmiðla og hvernig tengja má slíkt við heildarímynd og stefnu fyrirtækja.

Þorvarður Goði Valdimarsson, markaðsráðgjafi er með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Þorvarður er stofnandi fyrirtækisins Nýr Vinkill sem sérhæfir sig í markaðstengdri stefnumótun fyrirtækja í gegnum samskiptamiðla. Þorvarður er fyrrum markaðsstjóri VITA og starfaði lengi við viðskiptaþróun í gegnum samskiptamiðla hjá Iceland Travel.

Nauðsynlegt er að bóka sig á: http://stjornvisi.is/vidburdir/549

Staður: Háskólinn í Reykjavík, 2hæð stofa M215
Stund: 4 febrúar kl 17-19

Kompaní-fólk. Grein í Viðskiptablaði Morgunablaðsins. Höfundur: Jón G. Hauksson er ritstjóri Frjálsrar verslunar og fyrrverandi formaður Stjórnvísi.

Kompaní-fólk

Stjórnendum tekst hvað best upp þegar starfsmenn eru stoltir af fyrirtækjum sínum og vinnuveitendum - og líta nánast á fyrirtækið sem hluta af fjölskyldunni. Þegar starfsmenn eru það sem kallað er kompaní-fólk. Starfsandinn í slíkum fyrirtækjum er þá góður og allir tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Ég held hins vegar að tryggð við fyrirtæki sé að minnka og minna sé um kompaní-fólk líkt og var fyrir nokkrum áratugum þegar starfsmenn stórra fyrirtækja héldu að fyrirtækin væru eilífðarvélar sem gætu ekki stöðvast. Gott dæmi um slíka vél var t.d. Kodak í Bandaríkjunum. Hvernig gat nokkrumdottið í hug að fyrirtækið lenti í vandræðum einmitt þegar aldrei er tekið eins mikið af myndum - aldrei er eins oft smellt af - og myndir sendar út og suður á augabragði?

Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, kom hingað til lands í haust í tilefni af 100 ára afmæli Ölgerðarinnar. Hún flutti skemmtilegt erindi í Þjóðleikhúsinu og lagði mikla áherslu á tryggð starfsmanna við fyrirtækið og að þeir væru stoltir af að vinna fyrir það. Hún lagði áherslu á mikilvægi þess að ná upp góðum starfsanda og hvatti stjórnendur til að horfa til langs tíma við stjórnun og forðast skammtímahugsun. Pepsi í Bandaríkjunum er orðið 150 ára gamalt fyrirtæki. Indra lagði ofuráherslu á að stjórnað væri með því sem hún kallaði höfði, hjarta og höndum. Hjartalag stjórnenda yrði að vera hlýtt til að ná upp góðri stemningu og starfsanda; öflugri liðsheild, og þannig væri miklu auðveldara og jafnframt skemmtilegra að koma hlutum í verk. Indra sagði að útgeislun hefði mikil áhrif við stjórnun og bjartsýni stjórnenda ýtti undir bjartsýni starfsmanna - og byggi til kompaní-
fólk.

Jón G. Hauksson er ritstjóri Frjálsrar verslunar og fyrrverandi formaður Stjórnvísi.

Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001

Fundur var haldinn í morgun þann 15.janúar. Fundurinn var haldinn í höfuðstöðvum Mannvits á Grensásvegi. Fundurinn bar heitið ,,Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001“. Fyrirlesarar voru Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson.

Laufey fjallaði um rekstur á samþættu stjórnunarkerfi Mannvits, en fyrirtækið er með vottun skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Einnig var fjallað um mikilvægi mælinga og þá sérstaklega tekið fyrir fjöldi skráninga og úrvinnsla á endurgjöfum frá starfsmönnum.

Ari fjallaði um ritgerð sem hann gerði í MPM námi sínu árið 2012. Í ritgerðinni var rannsakað hvort fyrirtæki með ISO 9001 vottun gengi betur fjárhagslega en fyrirtækjum án vottunar. Var horft til þriggja mælikvarða hagnaðarhlutfalls, framlegðarhlutfalls og eiginfjárhlutfalls. Til samanburðar voru borin saman fyrirtæki sem störfuðu í sama geira með svipaða veltu. Ritgerð Ara má finna hér: http://skemman.is/item/view/1946/12966;jsessionid=4B32728EB65B10C7AACC03DB04CCBF0C

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Laufeyju og Ara fyrir áhugverð erindi. Einnig vil ég þakka meðlimum Stjórnvísi fyrir góða mætingu en rúmlega 40 manns mættu á fundinn.
Hér má sjá myndir frá fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.620061301395157.1073741893.110576835676942&type=3&uploaded=12

Næsti fundur er 22.janúar næstkomandi sem ber heitið ,, Ræstingaþjónustan: ISO 14001 á mörgum vinnustöðum“ . Fyrirlesari er Karl Óskar Þráinsson. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/514

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014.

Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014.

Til að tilnefna smellið á hlekkinn: https://www.research.net/s/886ZW9M?A=[A]

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2014 verða veitt í fimmta sinn í mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Turninum í Kópavogi. Þrír verða útnefndir.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr.
Frestur til að tilnefna rennur út 3. febrúar 2014.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin.
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi - sjá aðildarlista hér.
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru í Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Dómnefnd 2014 skipa eftirtaldir:
Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins.
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent.
Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
Hjörleifur Pálsson, stjórnarmaður og ráðgjafi
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Er skýr niðurstaða af sérhverjum fundi í þínu fyrirtæki?

Faghópur um þjónustu-og markaðsstjórnun stóð fyrir einstaklega áhugaverðum fundi í morgun í Landsbankanum. Þar fjallaði Þóra Valný Yngvadóttir verkefnastjóri og markþjálfi um fyrirmyndarfundarstjórnun. Í lok árs 2011 kom hugmynd af hugmyndavegg Landsbankans um bætta fundarmenningu. Í framhaldi var sett upp verkefnisteymi og leitað til Gunnars Jónatanssonar hjá IBT á Íslandi. Gunnar hóf greinarvinnu með tveimur vinnustofum þar sem 30 manns voru í hvorum hóp. Greiningin gaf góða mynd af stöðunni og þar lýstu starfsmenn í þremur orðum fundarmenningunni eins og hún var. Greiningin hefði mátt ganga lengra og vera tölfræðilegri til þess að sjá tölulegar staðreyndir á framkvæmdum þ.e. hvernig aðgerðir skiluðu sér. Vorið 2012 voru þjálfaðir 60 starfsmenn sem fengu með sér glærupakka og báru út fagnaðarerindið til sinna deilda þ.e. hvernig ætti að bæta fundarmenninguna. Hana átti að bæta m.a. með því að spyrja sig: Er tilgangur fundarins skýr, er dagskráin skýr, eru viðeigandi þátttakendur, lengd fundarins, er ábyrg fundarstjórnun, er byrjað og endað á réttum tíma, kom fundarboð með góðum fyrirvara, undirbúningur, einbeiting á fundinum og var niðurstaða af fundinum?
Þóra Valný hvatti alla til að hugsa vel um það þegar fundur er boðaður hversu langur hanna á að vera og festa sig ekki í 1 klst. fundum, nægja 30mínútur? Einnig að dagskrá sé virt og ekki rætt um neitt annað nema þá undir "önnur mál" og hve mikilvægt er að draga saman fyrir lok fundar niðurstöður.
Í dag er rýnihópur að störfum í verkefninu sem fer reglulega yfir hvað hefur áunnist. Stjórnendur alls bankans hafa farið á námskeið og skjáhvílur notaðar til innri markaðssetningar á fundarmenningu.
Á innrivef Landsbankans eru upplýsingar fyrir starfsmenn um fundarmenningu og kostnað við fundi. Þóra Valný endaði fundinn með því að sýna snilldarmyndband sem Landsbankinn lét gera til þess að vekja athygli á fyrirmyndarfundarmenningu en myndbandið segir meira en 1000 orð.
Stjórnvísi þakkar Þóru Valný og Landsbankanum hjartanlega fyrir góðan fyrirlestur og móttökur.
Hér má sjá myndir af fundinum:https:https://www.facebook.com/media/set/?set=a.616805211720766.1073741892.110576835676942&type=1

Gleðilegt nýtt ár! Vordagskrá Stjórnvísi kynnt í Nauthól 23.janúar kl.15:30-17:00

Gleðilegt nýtt ár!
Stjórnvísi þakkar stjórnum faghópa fyrir frábæra dagskrá það sem af er vetri og Stjórnvísifélögum fyrir þátttökuna sem hefur aldrei verið meiri. Í haust buðu faghóparnir upp á hvorki meira né minna en 50 viðburði.
Þann 23.janúar kl.15:30-17:00 fer fram kynning á vordagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vor. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá.
Dagskrá:
kl.15:30 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15.35 Þjónustu og markaðsstjórnun
kl.15:40 Viðskiptagreind
kl.15:45 Verkefnastjórnun
kl.15:50 Upplýsingaöryggi
kl.15:55 Umhverfi-og öryggi
kl.16:00 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:05 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:10 Opinber stjórnsýsla
kl.16:15 Nýsköpun
kaffihlé
kl.16:20 Markþjálfun
kl.16:25 Mannauðsstjórnun
kl.16:30 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:35 ISO-hópur
kl.16:40 Innkaup og innkaupastýring
kl.16:45 Heilbrigðissvið
kl.16:50 Gæðastjórnun
kl.16:55 Fjármál fyrirtækja
kl.17:00CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
kl.17:05 Breytingastjórn

Jólakveðja frá Stjórnvísi

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.
Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við
ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn Stjórnvísi.

Jólafundur stjórnar, fagráðs og skoðunarmanna Stjórnvísi í Distica

Stjórn Stjórnvísi, fagráð og skoðunarmenn komu saman til fundar á jólafundi í Distica í desember. Jóhanna Þ. Jónsdóttir, Distica, varamaður í stjórn félagsins bauð gestum upp á sannkallaða jólaveislu þ.e. jólasöng, kaffi, sörukökur, smákökur, malt og appelsín. Á fundinum veittu fagráð og skoðunarmenn góð ráð til Stjórnvísi. Hérn má sjá myndir af fundinum:

https://www.facebook.com/media/set/?set=a.605849929482961.1073741890.110576835676942&type=3

Glæsilegt jólaboð Capacent fyrir stjórnir faghópa Stjórnvísi

Stjórnvísi þakkar Capacent fyrir veglegt og skemmtilegt jólaboð. Tilefnið var að þakka þeim frábæru félögum sem leggja Stjórnvísi lið þ.e. stjórnir faghópanna, fagráð, skoðunarmenn og stjórn félagsins. Glæsilegar veitingar voru í boði sem matreiddar voru af meistarakokki hússins. Boðið var haldið í nýjum húsakynnum Capacent í Ármúla. Dagskráin var einstaklega skemmtileg og glatt á hjalla. Fyrir boðið sendi Capacent út "jólakönnun" á Stjórnvísigesti og þar kom m.a. fram að : Stjórnvísifélagar eru forfallin jólabörn, þeir eru spenntari fyrir jólunum en almenningur í landinum, vilja skreyta fyrr og uppáhaldsjólasveinninn er sá síðasti "Kertasníkir". Ef yfirmaður þinn væri jólasveinn hver væri það? Því svöruðu Stjórnvísifélagar til að væri "Giljagaur" en það var sá jólasveinn sem var í sístu uppáhaldi.
Meðfylgjandi eru myndir úr gleðskapnum.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.605850886149532.1073741891.110576835676942&type=1

Gæðamál hjá Landmælingum Íslands. Grein í Mbl. höf: Anna Guðrún Ahlbrecht Gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands

Gæðamál hjá Landmælingum Íslands

Árið 2005 var mótuð gæðastefna hjá Landmælingum Íslands (LMÍ). Síðan þá hefur markvisst verið unnið að því að bæta gæði í verkefnum stofnunarinnar. Gæðastefnan hefur tekið breytingum í gegnum tíðina og stöðugt er unnið að því að finna út hvaða aðferðir henti vel til þess að auka skilvirkni og gagnsæi í daglegri vinnu.

Hluti af ferlinu var uppbygging og innleiðing nýs gagnaskipulags því hjá Landmælingum Íslands er haldið utan um flókna gagnagrunna sem innihalda mikilvægar og nákvæmar upplýsingar um Ísland.

Margir opinberir aðilar vinna að öflun og vinnslu landupplýsinga og því er vel skilgreint skipulag landupplýsinga mikilvægt. Það kemur í veg fyrir að margir séu að afla sömu gagna og ýtir undir samnýtingu þeirra. Aðgengi að gögnunum verður betra og hlutverkaskipting skýrari.
Árið 2011 voru samþykkt lög um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar en þau tengjast INSPIRE-tilskipun Evrópusambandsins. LMÍ fara með framkvæmd laganna fyrir hönd umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og er markmiðið þeirra að byggja upp aðgengi að stafrænum landupplýsingum á vegum stjórnvalda. Samkvæmt lögunum er grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar: „Tækni, stefnur, staðlar og mannauður sem þarf til að afla stafrænna landupplýsinga, vinna úr þeim, varðveita, miðla og auðvelda notkun þeirra.“
Með því að koma grunngerðinni á fót gefast mörg tækifæri til umbóta. Hluti af því er að innleiða skipulögð vinnubrögð samkvæmt kröfum alþjóðlegra staðla t.d. ISO 9001 gæðastaðalsins og um leið auka gæði landupplýsinga á Íslandi.
Ákveðið hefur verið að sækja um gæðavottun fyrir starfsemi LMÍ samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum í byrjun næsta árs.

25.11.13
Anna Guðrún Ahlbrecht
Gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands

Hagnýt upplýsingatækni við innkaup

Síðasta fræðsla ársins var í morgun, fimmtudaginn 5 . desember. Kristín Þórðardóttir og Enok Kjartansson hjá Advania sáu um fræðsluna sem var mjög áhugaverð. Kristín ræddi m.a um hagnýtingu upplýsingatækni í innkaupum, notkun vörulista, útboð, aðfangakeðjuna og fleira. Glærur frá fyrirlestrinum eru komnar inn á síðuna okkar. Advania bauð upp á kaffi og flott meðlæti, takk kærlega fyrir okkur.

Um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum fyrir frábært fræðsluár 2013, okkar fyrsta, þá langar okkur að minna á fyrstu fræðslu ársins 2014, en Guðrún Gunnarsdóttir hjá Vodafone mun vera með erindi um "hagkvæmni útboða" nánar auglýst síðar.

Jólakveðja til ykkar allra.
Stjórnin

Umhverfismál Toyota á Íslandi

Fundur var haldinn í morgun þann 3.desember hjá Toyota á Íslandi. Fyrirlesari var Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi.
Vilhjálmur fjallaði um innleiðingu ISO 14001 hjá Toyota á Íslandi. Fyrirtækið fékk ISO14001 umhverfisvottun í júní 2007.

Vilhjálmur sagði einnig frá því hvernig stjórnendur fengu starfsfólk í lið með sér.
Farið var yfir skrif gæðahandbókar, störf umhverfis-og öryggistengiliða, hvernig innri úttektir eru framkvæmdar o.s.frv.
Gagnlegar umræður mynduðust í lok fundarins.

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Vilhjámi fyrir áhugvert erindi. Glærur og myndir frá fundinum er nú aðgengilegt hér á vefnum.

Næsti fundur er 15.janúar næstkomandi sem ber heitið ,, Mikilvægi endurgjafa frá starfsmönnum og ávinningur af notkun ISO 9001“. Fyrirlesari er Laufey Kristjánsdóttir gæðastjóri Mannvits og Ari Hróbjartsson. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/502

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Vinnusýnishorn sem valaðferð. Grein í Mbl. höf: Gunnar Haugen, framkvæmdastjóri ráðningarsviðs Capacent

Vinnusýnishorn sem valaðferð

Öll fyrirtæki vilja velja hæfasta starfsfólkið en rannsóknir síðustu áratuga hafa sýnt með óyggjandi

hætti að brjóstvitið er vondur bandamaður í ráðningum og að til eru betri aðferðir.

Þeir sem hafa lært eitthvað um mannauðsmál vita að; stöðluð sérsniðin viðtöl, persónuleikamat,

getu- og hæfnipróf og verkefni spá fyrir um árangur í starfi.

Aukinn fjöldi mishæfra umsækjenda hefur aukið mikilvægi þess að vanda valið á framtíðar-
starfsmanninum á sama tíma og nauðsynlegt er að halda kostnaði við valið í lágmarki.

Lausnin hefur í auknu mæli verið að nota vinnusýnishorn. Vinnusýnishorn (work sample) er í raun lítið

próf sem byggir á vinnu líkri daglegri vinnu umsækjandans. Ýmist eru verkefni lögð fyrir í húsnæði

fyrirtækisins eða umsækjendur leysa verkefnið annarsstaðar. Aðferðin spáir vel fyrir um hæfnina til

að sinna tilteknu starfi og er ekki mjög tímafrek (fyrir fyrirtækið).

En aðferðin er ekki hættulaus og auðvelt að misstíga sig. Umsækjendur geta nýtt sér aðstoð annarra,

verið mislengi að klára verkefnið og fengið ólíkar leiðbeiningar. Allt atriði sem hægt er að hafa áhrif

á með einum eða öðrum hætti. Verst er þegar verkefnið sem lagt er fyrir er ekki réttmætt. Það

er, niðurstaða úr því spáir ekki fyrir um frammistöðu í þessu tiltekna starfi en hefur svipmót eða

yfirbragð slíks verkefnis. Önnur hætta er að þegar ekki liggur fyrir í upphafi með hvaða hætti verður

lagt mat á gæði verkefnisins - þá virkjast allar hættur huglægs mats.

Að framansögðu er ljóst að verkefni eru góð valaðferð en eins og með öll verkfæri er mikilvægt að

kunna að beita þeim rétt til að lenda ekki í því að skaða sjálfa sig eða aðra.

Gunnar Haugen

Framkvæmdastjóri ráðningasviðs Capacent

Vel sótt mannamót í gær á vegum Lean-faghóps Stjórnvísi

Veitingarhúsið Loftið var fullt út úr dyrum af áhugasömum gestum sem komu til að kynna sér Lean á síðasta Mannamóti ársins sem var á vegum Lean faghóps Stjórnvísi. Félagið þakkar þeim fjölmörgu gestum fyrir komuna og fyrirlesurunum Þórunni Maríu Óðinsdóttur Intru og Kristjáni Geir Gunnarssyni Nóa-Síríus hjartanlega fyrir frábær erindi.
Hér má sjá myndir og myndskeið frá viðburðinum

http://imark.is/imark/myndbond/

http://www.imark.is/imark/myndir/2013-2014/?catid=98c9f94a-57ae-11e3-b781-005056867cb9

Staðla- og stjórnunarkerfi frá ISO

Fundur var haldinn í morgun þann 27.nóvember hjá Staðlaráði Íslands. Fyrirlesari var Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Guðrún fjallaði um staðla og stjórnunarkerfi sem ISO hefur gefið út eða er að vinna að og lýsti því hvernig þeir tengjast og hvernig reynt er að samhæfa þá þannig að þeir styðji hver annan, þótt þeir fjalli um mismunandi stjórnunarkerfi. Guðrún benti einnig á ýmsa staðla sem geta komið að gagni við innleiðingu og rekstur ýmissa stjórnunarkerfa.

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Guðrúnu fyrir áhugvert erindi.

Næsti fundur er 3.desember næstkomandi sem ber heitið ,,Umhverfismál Toyota á Íslandi“. Fyrirlesari er Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson umhverfis- og gæðastjóri Toyota á Íslandi. Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/513

Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/Stjornvisi/photos_albums

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður ISO hópsins

Hvers vegna umhverfismerki? Grein í Mbl. Greinarhöfundur: Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta

Hvers vegna umhverfismerki?

Veröldin er að breytast. Fyrirtæki þurfa að leita leiða til að spara, afla sér nýrra viðskiptavina sem hafa nýjar hugmyndir og kröfur, auk þess að halda í þá sem fyrir eru og þróast í takt við tímann. Ólíkt því sem margir halda fylgir sparnaður því að uppfylla kröfur umhverfismerkja. Það er vegna þess að kröfurnar snúast oftast um að nýta betur, kaupa minna og fara vel með. Fyrirtæki sem uppfylla kröfur umhverfismerkja sýna fram á rekstrarsparnað, bætta frammistöðu í umhverfismálum, aukna samkeppnishæfni vegna vistvænni innkaupa stofnana og fyrirtækja, bætta ímynd, betri þjónustu og bættara verklag svo nokkuð sé nefnt. Það er því til nokkurs að vinna.

Umhverfismerki er vottun sem tryggir að varan eða þjónustan hafi minni neikvæð áhrif á umhverfið en aðrar sambærilegar vörur eða þjónusta. Umhverfismerki er því góð leið fyrir fyrirtæki til að segja viðskiptavininum á einu augnabliki að varan uppfylli hans kröfur og sé betri en vara keppinautanna. Vinna við umhverfismerki er einföld og áhugaverð leið til að bæta reksturinn.

Á bak við umhverfismerki eru kröfur um umhverfisáhrif á öllum lífsferli vörunnar, allt frá hönnun til förgunar og kröfurnar eru ólíkar milli vöru- og þjónustuflokka. Til að fá umhverfismerki á vörur og þjónustu þarf að fá vottun óháðs aðila um að kröfurnar séu uppfylltar. Dæmi um vottuð umhverfismerki eru norræna umhverfismerkið Svanurinn og Blómið, umhverfismerki Evrópusambandsins. Slík umhverfismerki hjálpa bæði fyrirtækjum og neytendum að velja og selja sannanlega umhverfisvænt.

Greinarhöfundur: Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?