Fréttir og pistlar
Sæl öll,
Fyrsta fræðsla faghóps innkaupa og innkaupastýringar á haustönn 2013 var haldin, þriðjudaginn 17. september. Gaman var að sjá alla þá fjölmörgu sem mættu en 55 meðlimir og gestir mættu á kynningu hjá Eimskip í Sundahöfn. Boðið var upp á glæsilegt morgunkaffi og bakkelsi og þakkar stjórnin kærlega fyrir góðar móttökur.
Jón Óskar Sverrisson forstöðumaður vöruhúsastarfsemi ásamt Pálmari Viggóssyni voru með kynningu á Vöruhóteli Eimskips ásamt því að sitja fyrir svörum gesta úr sal. Í lokin var gestum svo boðið að skoða Vöruhótelið.
Glærur frá kynningunni munu verða settar inná heimasíðuna fljótlega.
Við minnum svo meðlimi, og aðra þá sem hafa áhuga á, þá fræðslu sem framundan er á haustönn en skráning er hafin. Þann 15.október mun Anna María Guðmundsdóttir innkaupastjóri hjá Brammer fara yfir mælikvarða og markmiðasetningu í innkaupadeildum. Í nóvember mun Björgvin Víkingsson hjá Marel vera með erindi um Lean Supply management og í desember mun Kristín Þórðardóttir sérfræðingur hjá Advania fjalla um aðfangastýringu og notkun tölvukerfa.
Enn og aftur þá leitum við til ykkar og myndum gjarnan vilja fá frá ykkur hugmyndir að fræðslu, áhugaverðum fyrirlestrum, greinum og jafnvel áhugaverðum innkaupatenglum.
Með kveðju,
Stjórnin
Stjórnvísifélagar heimsóttu höfuðstöðvar Strætó og voru móttökurnar glæsilegar. Þjónustuver Strætó fylgist stöðugt með hverjum einasta vagni og lætur vagnstjóra vita samstundis ef hann er kominn á undan áætlun því markmiðið er að vera á réttum tíma. Á einni sekúndu er hægt að sjá hvar allir vagnar eru staddir, á hvaða hraða þeir eru og þar með fylgjast með áætlun. Þjónustuver safnar saman öllum ábendingum sem leiða til stöðugra umbóta. Þjónustuverið notar OneNote í þjónustuveri en í því kerfi er að finna svör við öllum spurningum sem viðskiptavinir spyrja um. Allir nýir starfsmenn fara á þjónustunámskeið og nýliðanámskeið.
Þórunn María Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi fór yfir helstu atriði Straumlínustjórnunar á einfaldan og líflegan hátt á fyrsta fundi faghópsins sem haldinn var í bíósal Hótels Natura. Þórunn kynnti meðal annars Visual Management, 5S, A3 og Kaizen. Efnið vakti góðan áhuga þátttakenda bæði þeirra sem nýkomnir eru til leiks og þeirra sem eru lengra komnir. Í lok fundarins var sagt frá að tveir fundir eru ákveðnir í október og nóvember og búið að setja upp skráningu á heimasíðu félagsins.
Nafn Tegund iso vottunar Vottunaraðili
Actavis ehf. OHSAS 18001:2007 Vottun hf.
Actavis ehf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Actavis Group PTC ehf. OHSAS 18001:2007 Vottun hf.
Actavis Group PTC ehf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Advania hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Advania hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
ALCOA ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
ALCOA ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
ALCOA OHSAS 18001 bsi á Íslandi ehf.
Almenna verkfræðistofan hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Almenna verkfræðistofan hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Ask arkitektar ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Batteríið-arkitektar ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Betware ehf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
BM Vallá hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Borgarplast hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Borgarplast hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Brimborg ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Bros-Gjafaver ehf. ISO 9001:2000 Vottun hf.
Capacent ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Distica hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Efla hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Efla hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Efla hf OHSAS 18001 bsi á Íslandi ehf.
Framkvæmdasýsla ríkisins ISO 9001:2008 Vottun hf.
Frumherji hf. - Orkusvið ISO 9001:2008 Vottun hf.
Gagnaveita Reykjavíkur ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Gámaþjónustan ehf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Geislavarnir ríkisins ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Gláma/Kim Arkitektar Laugavegi 164 ehf. ISO 9001:2000 Vottun hf.
GT Tækni ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Hagvagnar hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Hamar ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Héðinn hf. ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Hnit hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Hópbílar hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
HRV ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Höldur ehf. Bílaleiga Akureyrar ISO 9001:2008 Vottun hf.
Höldur ehf. Bílaleiga Akureyrar ISO 14001:2004 Vottun hf.
Icelandair Hotel Reykjavík Natura ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
IGS ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Inter ehf. ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
ISAL ISO 9001 DNV (Det Norske Veritas)
ISAL ISO 14001 DNV (Det Norske Veritas)
ISAL OHSAS 18001 DNV (Det Norske Veritas)
ISAVIA ohf. Flugleiðsögusvið ISO 9001:2008 Vottun hf.
ÍAV hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Íbúðalánasjóður ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Íslandspóstur hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Íslensk Erfðagreining ISO 13485: 2003 bsi á Íslandi ehf.
Íslenska Gámafélagið ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Íslenska Gámafélagið ehf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Jarðboranir hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Jarðboranir hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Jarðboranir hf OHSAS 18001 bsi á Íslandi ehf.
Kópavogsbær, Stjórnsýslusvið ISO 9001:2008 Vottun hf.
Kynnisferðir hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Landsbankinn hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Landsnet hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Landspítalinn ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Landspítalinn v/Blóðbankinn ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Landsvirkjun ISO 9001:2008 Vottun hf.
Landsvirkjun OHSAS 18001:2007 Vottun hf.
Landsvirkjun ISO 14001:2004 Vottun hf.
Landsvirkjun ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Landsvirkjun Power ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Lýra ehf ISO 13485: 2003 bsi á Íslandi ehf.
Lýsi hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Malbikunarstöð Hlaðbær-Colas ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Malbikunarstöðin Höfði ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Mannvit hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Mannvit hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Mannvit hf OHSAS 18001 bsi á Íslandi ehf.
Menntaskólinn í Kópavogi ISO 9001:2008 Vottun hf.
Mjólkursamsalan ehf. Akureyri ISO 9001:2008 Vottun hf.
N1 hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Norðurál Grundartangi ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Norðurorka hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Nox Medcal ehf ISO 13485: 2003 bsi á Íslandi ehf.
Nýherji hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Olíudreifing hf. ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Orkubú Vestfjarða ohf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Orkufjarskipti ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Orkuveita Reykjavíkur ISO 9001:2000 Vottun hf.
Orkuveita Reykjavíkur OHSAS 18001:1999 Vottun hf.
Orkuveita Reykjavíkur ISO 14001:1996 Vottun hf.
Orkuveita Reykjavíkur ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Parlogis ehf. ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Plastprent ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Póstmiðstöðin ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Raftákn ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Reykjavik Geothermal ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Reykjavik Geothermal ehf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Reykjavik Geothermal ehf OHSAS 18001 bsi á Íslandi ehf.
Reykjavíkurborg ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Ræstingaþjónustan ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Samey hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Sementsverksmiðjan ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Set ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Siglingastofnun Íslands ISO 9001:2008 Vottun hf.
Slysavarnaskóli sjómanna, Skólaskipið Sæbjörg ISO 9001:2008 Vottun hf.
Sorpa bs. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Stiki ehf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Stiki ehf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Strendingur ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Teiknistofan Tröð ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Toyota í Íslandi hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Tryggingamiðstöðin hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Tækniskólinn ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Tölvuþjónustan SecureStore ehf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar ISO 14001:2004 Vottun hf.
Umslag ehf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Valitor hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Veðurstofa Íslands ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Verkfræðistofa Jóhanns Indriðas.ehf. VJI Consulting ISO 9001:2008 Vottun hf.
Verkís hf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Verkís hf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
Verkmenntaskólinn á Akureyri ISO 9001:2008 Vottun hf.
Verne Real Estate II ehf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Viðlagatrygging Íslands ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Vífilfell ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Vífilfell ISO 22000:2005 bsi á Íslandi ehf.
Vífilfell ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
VSB verkfræðistofa ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
VSÓ ráðgjöf ehf. ISO 14001:2004 Vottun hf.
VSÓ ráðgjöf ehf. ISO 9001:2008 Vottun hf.
Yrki arkitektar ehf. ISO 9001:2000 Vottun hf.
Þekking hf - Tristan hf ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Þjóðskrá Íslands ISO 27001:2005 bsi á Íslandi ehf.
Össur hf ISO 9001:2008 bsi á Íslandi ehf.
Össur hf ISO 14001:2004 bsi á Íslandi ehf.
Össur hf ISO 13485: 2003 bsi á Íslandi ehf.
ISO hópurinn hefur sett inn drög að vetrardagskrá (sjá nánar í viðburðum hér á síðunni). Nánari upplýsingar um hvern viðburð kemur inn síðar.
Með von um gott samstarf.
Stjórn ISO hópsins.
Á kynningarfundi faghópa Stjórnvísi í Nauthól kynntu faghóparnir haustdagskrá vetrarins og stjórnir faghópanna. Það er gaman að segja frá því að dagskráin hefur aldrei verið fjölbreyttari og félagar geta séð kynninguna á http://stjornvisi.is/vidburdir/476 - "ítarefni". Fundir á næstunni munu fjalla um: Innri markaðsmál og þjónustumenningu hjá Strætó, Sjálfsþjónusta, Þjónustumælingar, Vistakstur og öryggismál, Eldvarnir og öryggi, Pokalaus laugardagur, Hraði og árangur, Stenumótun, Að ná árangri, Ábyrgir stjórnarhættir, Stefna stjórnvalda í samfélagsábyrgð o.fl.fl. ... sjá nánar http://stjornvisi.is/vidburdir/476 - "ítarefni".
STJÓRNUN AÐFANGAKEÐJUNNAR
Supply chain management programme
Hefst 24. september (70 klst.)
Stjórnun aðfangakeðjunnar er nýtt nám í Opna háskólanum í HR en námið hefur verið þróað og byggt upp með það að leiðarljósi að koma til móts við þarfir atvinnulífsins, þar sem aðfangakeðjan verður sífellt flóknari og nýjar aðferðir að líta dagsins ljós við það að gera heildaraðfangakeðjuna hagkvæmari. Námið hefur m.a. verið þróað og byggt upp að fyrirmynd námslínunnar Supply Chain Management Program í tækniháskólanum Chalmers í Svíþjóð og meistaranámsins Logistics Management í ETH í Zurich, Sviss. Áhersla er lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda á heildarmynd aðfangakeðjunnar og er námið byggt á fræðilegum grunni en áhersla lögð á að námið sé hagnýtt og efnistök því aðlöguð að íslensku atvinnulífi.
Á námskeiðinu verður meðal annars farið í:
Hvað er stefnumótandi aðfangakeðja?
Aðfangakeðjustýring og „strategic fit“.
Flutningafræði.
Framleiðslufræði (LEAN og demand planning).
Innkaup og birgðastýring.
Supply Chain Risks.
SCM network módel.
Verð: 430.000 kr.
Skráning og nánari upplýsingar
http://www.ru.is/opnihaskolinn/stjornun-adfangakedjunnar/
-
Þessi tölvupóstur er sendur á netfangið kamillar@ru.is á póstlista Opna háskólans í HR. Vinsamlegast sendu tölvupóst á opnihaskolinn@opnihaskolinn.is ef þú vilt ekki fá upplýsingar um námskeið Opna háskólans í HR.
VIÐLAGATRYGGING ÍSLANDS
Viðlagatrygging er lögbundin náttúruhamfaratrygging sem bætir beint tjón á tryggðum eignum af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Viðlagatrygging bætir ekki tjón af völdum annarra náttúruhamfara, t.d. af völdum ofsaveðurs.
Viðlagatrygging Íslands starfar skv. sérlögum nr. 55/1992 með áorðnum breytingum og reglugerð nr. 83/1993.
Um hvað snýst MOTUS:
Svo allir fái sitt...
Við leggjum okkar af mörkum til að bæta fjárstreymi í samfélaginu og efla þannig langtíma viðskiptasambönd sem skapa virði fyrir alla.
Aukin viðskipti eru lykillinn að aukinni velmegun og okkar markmið er að gera viðskipti einföld, örugg og sanngjörn.
Heilbrigt efnahagslíf
Við stuðlum að heilbrigðu efnahagslíf með því að gera viðskipti einföld, örugg og sanngjörn.
Því meiri viðskipti sem eiga sér stað, því betra fyrir þjóðfélagið, fyrirtæki og neytendur.
Við hjálpum báðum aðilum viðskiptasambands að eiga sanngjörn viðskipti og byggja þannig upp langtíma viðskiptasambönd sem skapa verðmæti fyrir alla aðila.
Allra hagur...
Það er einfaldlega allra hagur að fjársteymi sé gott og að viðskiptalífið virki sem best.
WOW air var stofnað í nóvember 2011 og fór í jómfrúarflug sitt til Parísar 31. maí 2012. WOW air reynir alltaf að standa undir nafni, við viljum vera WOW í öllu sem við gerum. Stefna félagsins er að veita alltaf skemmtilega og eftirminnilega þjónustu ásamt því að bjóða upp á lægsta flugverðið í flugsamgöngum til og frá Íslandi með bros á vör. Við leggjum mikið upp úr stundvísi og erum stolt að segja frá því að við höfum verið stundvísasta flugfélagið á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði.
WOW air var stofnað af Skúla Mogensen og er í eigu fjárfestingafélagsins Títan. Skúli hefur mikla reynslu úr hátækni, farsíma- og viðskiptageiranum bæði sem frumkvöðull, forstjóri og fjárfestir. Hann situr í stjórn fjölda tæknifyrirtækja bæði í Norður-Ameríku og Evrópu og var valinn viðskiptamaður ársins 2011. Stjórnarformaður félagsins er Liv Bergþórsdóttir en hún hefur verið framkvæmdastjóri Nova frá árinu 2006. Liv var valin markaðsmaður ársins 2012.
Í lok október 2012 tók WOW air yfir áætlunarflug Iceland Express og í kjölfarið var boðið upp á aukna tíðni til London og Kaupmannahafnar ásamt því að bjóða upp á flug til Berlínar, Salzburg yfir skíðatímabilið og Varsjár og Kaunas yfir jólin. Sumarið 2013 verður boðið upp á spennandi sumaráætlun til 14 áfangastaða; London, Kaupmannahafnar, Parísar, Amsterdam, Barcelona, Mílanó, Zurich, Stuttgart, Dusseldorf , Berlínar, Lyon, Alicante, Vilníus og Varsjár.
Í októbermánuði tók WOW air á móti nýrri Airbus A320 vél árgerð 2010. Er þetta fyrsta vélin af fjórum nýlegum Airbus A320 vélum sem WOW air mun taka í gagnið fyrir næsta vor. Vélarnar verða nýjustu þoturnar sem notaðar eru í áætlunarflugi til og frá Íslandi af íslensku flugfélagi og er allur aðbúnaður um borð eins og best verður á kosið. Nýju Airbus A320 vélarnar eru mun sparneytnari og jafnframt menga þær umtalsvert minna. Hvort tveggja styður við stefnu WOW air um að geta ávallt boðið hagstæðasta verðið til og frá Íslandi og að láta gott af sér leiða.
WOW air starfrækir ferðaskrifstofuna WOW travel sem hafur það að leiðarljósi að veita heildarlausnir þegar kemur að ferðum til og frá Íslandi. Ferðaskrifstofan leggur allt kapp á að bjóða alltaf ódýrstu fargjöldin til og frá Íslandi ásamt góðu úrvali af ólíkum pakkaferðum, hótelum, og afþreyingu.
TVG-Zimsen annast vöruflutninga til og frá Íslandi með sjó og flugi, víðsvegar að úr heiminum. Starfsfólk sölu-og þjónustudeildar TVG-Zimsen veitir ráðgefandi þjónustu um val á flutningsmáta með tilliti til flutningsmagns, flutningshraða og flutningskostnaðar.
Í samstarfi við reynslumikla erlenda og innlenda aðila bjóðum við traustar og öruggar flutningslausnir og flutningsleiðir, allt frá dyrum sendanda erlendis að dyrum móttakanda hérlendis.
Okkar metnaður er að veita ávallt framúrskarandi og persónulega þjónustu og geta jafnframt veitt viðskiptavinum okkar upplýsingar um stöðu sendinga þeirra meðan á flutningaferlinu stendur.
Elkem Ísland ehf er hluti af Elkem AS. Fyrirtækið selur kísiljárn til stálvera, stáliðnaðar og í járnsteypur. Elkem á Íslandi hefur á undanförnum árum aukið vöruframboð sitt á járnblendi og býður nú sérhæfðari vöru til viðskiptavina.
Okkur hjá Elkem er annt um umhverfið og að takmarka neikvæð áhrif allrar framleiðslu. Því leitumst við eftir því að innleiða vinnuferla sem lágmarka áhrif á umhverfið.
Við leggjum mikla áherslu á að Elkem sé þekkt fyrir gott starfsfólk sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á starfsemi fyrirtækisins og þykir eftirsóknarvert að starfa hjá því.
Jónar Transport bjóða upp á öflugar heildarlausnir fyrir fyrirtæki í flutningum til og frá landinu.
Jónar Transport bjóða upp á flutninga bæði í sjó og í lofti, til og frá Íslandi og aðstoð við alla skjalagerð er tengist flutningum.
Í þessu felst að Jónar Transport getur látið sækja eða flytja vöruna heim að dyrum birgja nánast hvar sem er í heiminum, komið henni í skip eða flugvél eftir þörfum og séð um alla tilheyrandi skjalameðhöndlun erlendis og hérlendis, ásamt þeirri vöruhúsa- og akstursþjónustu sem til þarf.
Það færist í vöxt að viðskiptavinir sjá sér hag í því að kaupa heildarþjónustu í flutningum með því að sendingar séu afhentar frá dyrum til dyra, (svokölluð door to door þjónusta). Í raun er þetta bein afleiðing almennrar þróunar í vörustjórnun sem felst í því að efla tengslin og stuðla að auknu upplýsingaflæði í aðfangakeðju fyrirtækja.
Jónar Transport skapa virðisaukandi þjónustu með því að koma inn í aðfangakeðju fyrirtækja með heildarlausnir í flutningum og vöruhúsamálum þannig að fyrirtækin sjálf geta beitt sér betur að sínum sterkustu hliðum.
Allt kapp er lagt á það að varan komist:
í réttu magni !
í réttu ástandi !
á réttan stað !
á réttum tíma !
Með bættum samgöngum fer heimurinn sífellt smækkandi og með bættri flutningatækni ásamt meiri hraða í flutningum hafa nýir markaðir opnast um allan heim. Þetta hefur stuðlað að aukinni þróun dreifingarþátta í starfsemi fyrirtækja. Mikilvægi aðfangakeðjunnar eykst því sífellt, þar sem fyrirtæki sjá aukin tækifæri við að ná niður kostnaði með samstarfi við önnur fyrirtæki og nýta sér þannig ýmsar heildarlausnir sem í boði eru.
Jónar Transport bjóða heildarlausnir í flutningum á milli landa, hvort sem um er að ræða sjó-, flug- eða hraðsendingar.
Jónar Transport bjóða einnig upp á heildarlausnir í birgðahaldi og dreifingu, tollvörugeymslu fyrir ótollafgreiddar vörur og vörumiðstöð fyrir tollafgreiddar vörur.
Jónar Transport er með eigin skrifstofur í Danmörku, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum.
Brammer er leiðandi dreifingaraðili í Evrópu á vörum fyrir iðnaðarviðhald, viðgerðir, enduruppgerðir og þjónustu. Meðal annars erum við með legur, vélrænar skiptingar, loftþrýstikerfi, vökvaþrýstikerfi og verkfæri ásamt heilsu- og öryggisbúnaðar.
Við erum með helstu vörumerki heimsins sem fara í gegnum einn aðila og erum með 4 milljónir mismunandi vörulína og margar milljónir hluta á lager í einu.
Stærð okkar og kaupgeta þýðir að við getum boðið samkeppnisfært verð og óvenjulega gott aðgengi, ásamt staðbundinni yfirburðaþjónustu. Á sama hátt táknar reynsla okkar að við erum fær um að bjóða virðisaukandi þjónustu sem hjálpar tæknistjórum, innkaupastjórum og rekstrarstjórum að ná betri ávöxtun á fjárfestingu.
Þessi þjónusta felur í sér sérsniðna framleiðslu, viðgerðir og enduruppgerð sem og ýmsar virðisaukandi Rekstrarlausnir sem gerðar eru til að bæta framleiðslunýtingu, draga úr veltufé og draga úr heildarkostnaði við að afla íhluta. Enginn annar býður slíkt þjónustusvið né svo djúpstæða sérkunnáttu.
Hvert sem iðnaðarsvið þitt er, hvað sem þú þarft, er Brammer fyrsta val sem samstarfsaðili.
Gámaþjónustan hf. var stofnuð árið 1983 af Benóný Ólafssyni og hóf fyrirtækið starfsemi árið 1984.
Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina. Fyrirtæki í þessari starfsgrein þurfa stöðugt að laga sig að aðstæðum og breyttum kröfum til að svara kalli tímans. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni.
Gámaþjónustan hf rekur fullkominn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana til endurnýtingar á lífrænum efnum. Þá má nefna sérhannað upplýsingakerfi með möguleikum á að veita viðskiptavinum beint upplýsingar um viðskipti sín sem tengjast umhverfismálum. Einnig er í notkun fullkomið GPS kerfi fyrir stjórnun aksturs um allt land. Árið 2006 hófst nýr kafli í söfnun endurnýtalegra efna með markaðssetningu Gámaþjónustunnar á Endurvinnslutunnunni sem hefur verið í mikilli sókn síðan. Einkunnarorð Gámaþjónustunnar varðandi Endurvinnslutunnuna eru: „Ábyrg örugg endurvinnsla.? Í marsmánuði árið 2013 hlaut Gámaþjónustan ISO 14001 vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu. Vottunin er ánægjuleg staðfesting þess að fyrirtækinu hefur tekist að fylgja eftir umhverfismarkmiðum sínum sem koma vel fram í slagorði þess um bætt umhverfi og betri framtíð. Jafnframt er þetta hvatning til frekari dáða.
Gámaþjónustan hefur verið í fararbroddi í flokkun og endurvinnslu úrgangs frá því hún hóf starfsemi árið 1984. Til að annast krefjandi verkefni á ábyrgan hátt rekur Gámaþjónustan við Berghellu í Hafnarfirði móttöku- og flokkunarstöð ásamt endurvinnslustöð fyrir almenning. Lóðin þar er níu hektarar og húsakostur ca. 4000 m2. Vinnsluferlið í Berghellu miðar að því að hámarka hlut þeirra efna sem fara til endurvinnslu og halda urðun í lágmarki. Dótturfélög innanlands eru nokkur, sum í alhliða umhverfisþjónustu á landsbyggðinni, eitt í gáma-og smáhýsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum og eitt í móttöku og meðhöndlun spilliefna, raf- og rafeindatækja.
Air Atlanta Icelandic is one of the largest ACMI service provider in the world. We offer tailor-made solutions to other carriers, both in the passenger and cargo industry.
Large Market share, strong brand name, impressive customer base and superior know-how are some of our core assets. The solid reputation for supplying quality services is built on a strong base of experience acquired throughout many years in the airline industry.
Air Atlanta Icelandic's position has been established and reinforced to a continuous record of fast, flexible reaction to request.
Yggdrasill var stofnað árið 1986 og var tilgangurinn með stofnun félagsins að selja eingöngu lífrænt ræktaðar matvörur og aðrar vörur af bestu fáanlegu gæðum. Félagið hefur öll árin haldið þessu markmiði sínu. Þeir sem stóðu að stofnun félagsins voru hjónin Rúnar Sigurkarlsson og Hildur Guðmundsdóttir ásamt nokkrum bændum sem voru þá að stunda lífræna ræktun. Þessir aðilar höfðu það sameiginlegt að hafa kynnst lífrænni ræktun og lífrænum afurðum í Järna í Svíþjóð, og fannst vanta mikið upp á úrval og gæði á slíkum vörum á Íslandi. Einnig var til staðar lítill hópur fólks sem fannst mjög mikilvægt að svona fyrirtæki gæti orðið til og lagði sitt af mörkum til að hjálpa til.
Smásala og heildsala
Starfsemin (sem var þá tvískipt: smásala og heildsala) fór rólega af stað enda ekki svo stór neytendahópur til að byrja með. Lítil geymsla í fjölbýlishúsi dugði fyrstu mánuðina. Í desember 1988 var svo verslunin flutt í miðbæ Reykjavíkur í húsnæði að Kárastíg 1. Þar hefur verslunin starfað í öll þessi ár þar til í maí 2005, en þá fluttum við í nýtt og stórglæsilegt húsnæði á Skólavörðustíg 16. Þann 20.mars stækkaði búðin svo við sig og flutti í mun stærra og glæsilegt húsnæði að Rauðarárstíg 10, við Hlemm og tvöfaldaði búðin stærð sína frá fyrra húsnæði. Í maí 2006 flutti heildsalan í 1050 fm. húsnæði sem svo var svo stækkað árið 2012 og er Yggdrasill nú í 1500 fm. húsnæði.
Í júní 2010 keypti Auður 1 Yggdrasil og sameinaði þá heildsöluna Biovörur undir nafni Yggdrasils. Á sama tíma sameinaðist smásalan (verslunin Yggdrasill) Lifandi markaði og var formlega lögð niður í október 2012. Lifandi markaður starfrækir nú 3 verslanir og matsölustaði undir sömu gildum og Yggdrasill, en þau eru HEILBRIGÐI - HEILINDI - HAGSÝNI og leggur Lifandi markaður mikla áherslu á að hafa sem fjölbreyttast úrval lífrænna vara.
Nútíðin og framtíðin
Í dag er starfar Yggdrasill sem heildsala og sérhæfir sig í að flytja inn, dreifa og kynna lífrænar vörur af ástríðu. Yggdrasill dreifir vörum m.a í Lifandi Markað, Fjarðarkaup, Hagkaup, Krónuna, Nettó, Víði, Blómavali, Garðheimum og í öllum helstu apótekum ásamt fjöldan allan af verslunum um land allt.
Verkefnið okkar er að stuðla að góðri heilsu og vellíðan, auka sjálfbærni og skapa verðmæti. Hvetja til siðrænnar neyslu og sjálfbærrar þróunar og geta skilað jörðinni til komandi kynslóða í betra ástandi en hún er í dag. Yggdrasill dreifir lífrænum vörum frá traustum framleiðendum, ásamt vörum úr góðum hráefnum, án óæskilegra fyllingar- og aukefna.
Við elskum lífrænt og trúum því að lífrænt er framtíðin!
Hvað þýðir Hjólafærni fyrir umferð?
Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum.
Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið.
Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara.
Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.
Frá upphafi hefur verkefnið í kringum Hjólafærni hlotið nokkra styrki.
2007
Pokasjóður, styrkur fyrir komu John Franklin. Breskur sérfræðingur um Bikeability/Hjólafærni.
2008
Íslenski fjallahjólaklúbburinn, almennur styrkur til þess að koma á fót Hjólafærni á Íslandi
Menntasvið Reykjavíkur, almennur styrkur til umferðarfræðslu
Endurmenntunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, hæsti styrkur ársins til þess að fá breskan hjólakennara til landsins að kenna íslenskum hjólreiðamönnum að kenna Bikeability/Hjólafærni
Þróunarsjóður grunnskóla, Menntamálaráðuneytið, styrkur til þess að koma í framkvæmd þróunarverkefninu Hjólafærni - hjólum og verum klár í umferðinni í Álftamýrarskóla 2008 - 2009
2010
Umhverfisráðuneytið, styrkur til Hjólafærni í grunnskólum
Forvarnarsjóður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, styrkur til þátttöku nemenda í grunnskólum í Bláfjallaferðum vor 2010
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun. Á stofnfundi 21.sept. 1998 var skólanum sett skipulagsskrá sem var undirrituð af fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og menntamálaráðherra. Dómsmálaráðherra staðfesti skipulagsskrána 29. sept. sama ár. Samkvæmt skipulagsskrá er hlutverk Listaháskólans að sinna æðri menntun á sviði listgreina. Skólinn skal jafnframt vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um listir og menningu til almennings.
Þann 24. mars 1999 undirrituðu skólinn og menntamálaráðherra yfirlýsingu sem fól í sér hvernig staðið yrði að uppbyggingu menntunarinnar.
Listaháskólinn fékk starfsleyfi 6. maí 1999 og hóf þá um haustið starfsemi sína með rekstri myndlistardeildar.
Uppbygging Listaháskólans hefur verið hröð síðan rekstur hans hófst 1999. Í samræmi við yfirlýsinguna frá 24. mars 1999 hóf skólinn kennslu í leiklist haustið 2000 og í tónlist 2001. Skólinn hóf síðan rekstur sjálfstæðrar hönnunardeildar 2001 og ári síðar var tekið upp nám í arkitektúr, vöruhönnun og fatahönnun.
Námi í kennslufræðum fyrir listafólk var skipaður sjálfstæður sess innan skólans frá og með haustinu 2001 og kennsla á meistarastigi hófst 2009.
Nýjar brautir innan leiklistardeildar tóku til starfa haustið 2005, þ.e. eins árs dansnám í samvinnu við Íslenska dansflokkinn og þriggja ára nám í samtíma leiklistarstarfsemi sem kallast „fræði og framkvæmd.“ Námsbraut í samtímadansi var stofnuð innan leiklistardeildarinnar 2007.
Innan tónlistardeildarinnar var hafin kennsla á tveimur nýjum námsbrautum 2008, Námsbraut í kirkjutónlist til bakkalárprófs og námsbraut í tónsmíðum á meistarastigi. Ári síðar tók til starfa ný braut á meistarastigi innan deildarinnar, Sköpun miðlun og frumkvöðlastarf sem er samevrópskt nám fimm tónlistarháskóla í Evrópu (NAIP). Haustið 2012 tóku til starfa tvær nýjar námsbrautir á meistarastigi, MA í hönnu og MA í myndlist. Nám á söng- og hljóðfærakennarabraut hófst haustið 2013.
Samfara uppbyggingu deilda hafa stoðsviðin þróast hvert með sínum hætti, þ.m.t. bókasafn og upplýsingaþjónusta fyrir allar listgreinar og tölvu- og netþjónusta. Rannsóknaþjónusta var stofnuð við skólann árið 2007.
Fyrsti fundur gæðahóps Stjórnvísi var haldinn í húsakynnum Johan Rönning að Klettagörðum þann 4. september síðastliðinn. Hugmyndin að fundinum varð til í vor þegar fyrstu fyrirtækin ákváðu að innleiða jafnlaunakerfi sem byggir á nýjum íslenskum staðli þess efnis. Vinnustaðirnir Johan Rönning og Landmælingar Íslands eiga það sameiginlegt að hafa verið efstir í sínum flokkum í könnun VR og SFR á starfsumhverfi og starfsánægju síðastliðið vor og hlutu viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2013 og Stofnun ársins 2013. Báðir vinnustaðirnir fengu jafnlaunavottun VR í vor og voru Landmælingar Íslands fyrst opinberra stofnana til að fá vottunina.
Á fundinum var sagt frá tengslum milli jafnlaunakerfisins og gæðakerfis sem byggir á gæðastaðlinum ISO 9001. Einnig var sagt frá innleiðingarferlinu hjá báðum vinnustöðunum. Margar spurningar brunnu á fundargestum og sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið.
Staðallinn sem jafnlaunkerfið er byggt á heitir ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi - kröfur og leiðbeiningar og er fáanlegur hjá Staðlaráði Íslands. Staðallinn var búinn til í þeim tilgangi að styðja við innleiðingu nýrra jafnréttislaga nr. 10/2008.
Gæðahópurinn þakkar Johan Rönning fyrir sérstaklega góðar móttökur. Á Facebook síðu Stjórnvísi má sjá myndir af fundinum en líka hér á heimasíðunni.