Fréttir og pistlar
Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um kostnaðartjórnun og kostnaðargreiningu var haldinn hjá Strætó í dag þar sem einstaklega vel var tekið á móti Stjórnvísifélögum. Einar Guðbjartsson formaður faghópsins setti fundinn og kynnti áhugaverða dagskrá vetrarins. Einar vakti athygli á næsta faghópafundi þar sem umræðuefnið verður m.a. að þó kostnaður lækki er ekki alltaf víst að reksturinn batni. Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags-og þróunarsviðs sagði frá því að 83% tekna Strætó fara beint í akstur og hjá fyrirtækinu er gríðarlegur fókus á kostnað. Stætó hefur farið í farþegatalningu frá árinu 2005 , markmið þeirrar talningar er að telja hvern einasta farþega sem kemur inn og hvar hann fer út. Slíkar talningar eru kostnaðarsamar og er stefnt að því að gera talninguna rafræna. Út frá talningunum getur Strætó hagrætt ferðum, veitt sem besta þjónustu til viðskiptavina og lækkað kostnað. Einnig er framkvæmd greiðslugreining. Tölvuverð aukning var á farþegum 2013 en þá voru fluttir 9,8milljónir farþega. Strætó veit með 100% vissu hvaða leiðir bera sig og hverjar ekki og er mesta álagið milli kl.07:00 og 08:00 á morgnana. Hver dagur í rekstri kostar 14,9milljónir. Mikilvægt er fyrir Strætó að geta borið sig saman bæði innanlands og utanlands.
Fyrsti fundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) var haldinn 18.september að Hótel Natura og var á þessum fundi tekin fyrir umfjöllun um ferla: skilgreining, útlit og innhald. Sýnd voru dæmi um flæðirit og deildarferla, uppbygging og viðhald ferlahandbókar og gestir fengu einnig innsýn í ferlahandbók Mílu. Fyrirlesarar voru þeir Guðmundur Oddsson, Phd. Lektor í Iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands og Benedikt Rúnarsson, gæða-og öryggistjóri Mílu.
Fundurinn hófst með því að Magnús Ívar Guðfinnsson, formaður faghópsins kynnti spennandi fullmótaða dagskrá vetrarins og hvatti hann aðila til að vera með í þessari áhugaverðu vegferð í vetur. Markmið faghópsins er að fyrirtæki kynni hvað þau eru að gera og fái endurgjöf. Magnús hvatti aðila til að koma áhugaverðu efni á framfæri því alltaf er pláss til að bæta inn áhugaverðum fyrirlestri.
Guðmundur Oddson talaði um að varðandi viðskiptaferil er ekki bara verið að hugsa um röð heldur samansafn af aðgerðum sem eru gangsettar af atburðum. Og það er viðskiptavinur inn í þessu. Ferill er því miklu meira en röð að einhverju. VF snýst um að veita viðskiptavinum sérstaka vöru eða þjónustu. VF er stjórnað af reglum. Fyrirtæki eru yfirleitt deildir, síló. Ábyrgð í fyrirtæki er alltaf upp og niður en ferlarnir eru alltaf þvert, þess vegna skiptir svo miklu máli að það sé eigandi af ferlinum. Tvö hugtök þarf að skilja. Nýtni (efficiency) er að gera hlutina rétt, ogg markvissni (effectiveness) „gera réttu hlutina“. Þetta skiptir öllu máli.
Hvort er verið að bæta nýtnina eða auka virðið. Þessu þarf að skerpa á. Ýmist erum við að auka virði eða nýtni. Ráðning akademískra starfsmanna tekur 180 daga. Hvernig er ferlið teiknað upp?. Hverjir taka þátt? Hvaða ákvarðandi eru teknar? Það er oft hrikalega erfitt að teikna um ferli og átta sig á hvað fer virkilega fram. Hvað er verið að gera og hvernig er það gert? Hægt er að teikna allt fyrirtækið sem einn feril og undir honum er fullt af ferlum. Hvenær eru hlutirnir kerfi? Síminn okkar er eitt kerfi, þjóðfélagið er eitt kerfi. Allt snýst um að ná yfirsýninni. Guðmundur sagði frá þýskum háskóla sem er búinn að teikna upp allan skólann sem einn allsherjar feril. Allt er einfaldað til að fá yfirsýn. Hægt er að sjá hver gerir hvað, hver er ábyrgðaraðili/eigandi. Það skiptir svo miklu að fá yfirsýn um hvað fer fram. Þetta snýst um að koma lýsingu á hvað er verið að gera. Einnig var verið að gera umsóknarferli um dvalarleyfi.
Benedikt Rúnarsson, Míla er í eigu Skipta og var stofnað í apríl 2007. Landsmenn tengjast allir Mílu. Benedikt hefur lokið 2 prófum í gegnum Boston University og Duke University. www.corpedgroup.com Míla hefur einfaldað alla sína ferla mjög mikið því þeim þykir mikilvægt að þetta sé skemmtilegt fyrir starfsfólkið. Þetta eru eins og verklagsreglur fyrir starfsmenn, ef þetta gerist þá geri ég þetta. Benedikt sýndi dæmi um ferli sem tekur á pöntun frá viðskiptavini, hún er rýnd. Markmiðið er líka að sitja ekki uppi með einn starfsmann sem teppir þekkinguna. Ef viðkomandi er í fríi á að vera auðvelt að gera hlutina. Aðalatriði er að ferlarnir virka. Hægt er að senda inn ábendingu í gegnum kerfið. Ferlahandbókin lítur þannig út að hún er flokkuð niður a deildir. Núna eru allir ferlar birtir en markmiðið er að birta einungis samþykkta ferla. Allir ferlarnir eru sýnilegir öllum starfsmönnum.
UT kerfin eiga að styðja við ferlið en ferlið ekki við UT kerfin. Almennar reglur um rýni ferla hjá Mílu: eftir innleiðingu þá er fylgst með ferlinu fyrsta mánuðinn. Sameiginlegt verkefni eiganda ferils og ferlastjóra. Séu ekki sjáanlegir hnökrar skal ferillinn rýndur eftir 1 mánuð og svo 3 mánuði. Eins einfalt og hægt er, það er það sem öllu máli skiptir í ferlum.Frítt tæki á netinu: bisaci eða viso.
Það var fjölmenni á fyrsta fundi Lean faghópsins þegar Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi hélt kynningu á grunnatriðum Lean í HR í morgun. Hátt í 90 manns mættu og var afar ánægjulegt að sjá hversu mikinn áhuga málefnið vakti, sérstaklega í ljósi þess að þetta er fjórða árið í röð sem Þórunn heldur kynningu um þetta efni í upphafi vetrar á vegum Lean faghópsins. Farið var yfir hugmyndafræðina í stuttu máli, s.s. að allir í fyrirtækinu leitist markvisst að því að eyða sóun og skapa það virði sem viðskiptavinurinn vill, ferlin eru notuð til stöðlunar og markvisst sé leitað að umbótatækifærum í þeim, mikilvægi stöðugra umbóta með virkri þátttöku allra starfsmanna en ekki bara stjórnenda og allt skipulag og öll ferli séu byggð upp á ,,pull í staðin fyrir ,,push þannig að vörurnar eða þjónustan er toguð út úr ferlunum í staðin fyrir að verið sé að þrýsta þeim áfram með tilheyrandi sóun. Þá var farið yfir nokkrar helstu aðferðirnar sem fyrirtæki hér á landi eru að nota og dæmi tekin um árangur sem náðst hefur með þessari hugmynda - og aðferðafræði. Gefinn var góður rómur af kynningunni sem samanstóð af glærum, spjalli og svo skemmtilegum leik í lokin. Þetta var hressileg byrjun á starfsemi Lean faghópsins í vetur og eru allir hvattir til að mæta á næsta viðburð hópsins í Orkuveitunni þann 15. Okt kl. 08:30.
Nýr faghópur stofnaður um heilsueflandi vinnuumhverfi
Stofnaður hefur verið nýr faghópur um „Heilsueflandi vinnuumhverfi“.
Formaður faghópsins er Hildur Friðriksdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Proactive
Aðrir stjórnendur: Alda Ásgeirsdóttir, Sameinaði Lífeyrissjóðurinn og Svava Jónsdóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Proactive.
Áhugasamir aðilar í stjórn faghópsins eru beðnir að hafa samband við formann hópsins hildur@proactive.is og/eða framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is
Til að skrá í stjórn faghópsins og fylgjast með áhugaverðum fundum http://stjornvisi.is/hopur/heilsueflandi-vinnuumhverfi
Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun vinnuverndar og heilsueflandi vinnustaða.
Markmið
Að vera vettvangur fræðslu, umræðna og tengslanets um heilbrigt vinnuumhverfi, heilsueflandi stjórnun og lýðheilsu, með áherslu á alla þætti á vinnustað sem hafa áhrif á andlega og líkamlega líðan starfsfólks.
Hvað er Faghópur á heilsueflandi vinnuumhverfi
Heilsuefling á vinnustað er nútímaleg stjórnunaraðferð sem miðar að því að efla heilbrigði og vellíðan starfsfólks og koma í veg fyrir vinnutengt heilsutjón og vanlíðan. Heilsuefling á vinnustað er sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og þjóðfélagsins til að bæta heilsu og líðan. Með heilsueflandi vinnuumhverfi er átt við allt það sem hefur áhrif á líðan starfsfólks í vinnu, eins og til dæmis samspil starfsmanna og stjórnenda, streitustjórnun, starfsþróun, umbun og félagslegan stuðning, mataræði, hreyfingu og heilbrigðan lífsstíl.
Hvernig starfar hópurinn
Fundir eru oftast með því sniði að fyrirlesari er fenginn til að fjalla um afmarkað efni og í kjölfarið eru fyrirspurnir og umræður. Hópurinn vinnur einnig með öðrum faghópum.
Fyrir hvern
Allir sem hafa áhuga á stjórnun og vilja stefna að því að auka vellíðan fólks á vinnustað eiga erindi í þennan hóp til þess að fræðast, deila reynslusögum og útvíkka tengslanet sitt. Nefna má til dæmis mannauðsstjóra, framkvæmdastjóra, millistjórnendur, vinnusálfræðinga, lýðheilsufræðinga, næringarfræðinga, þjónustufulltrúa í vinnuvernd, heilbrigðisstarfsfólk, íþróttafræðinga og er þá ekki allt upp talið.
Erla Jóna Einarsdóttir gæða- og öryggisstjóri Ölgerðarinnar tók vel á móti Stjórnvísifélögum í Ölgerðinni á fundi á vegum faghóps um ISO og var bekkurinn vel setinn.
Erla útskýrði á greinargóðan hátt sögu Ölgerðinnar varðandi vottun samkvæmt ISO 9001:2008staðli. Ákveðið var frá byrjun að vottunin skildi ná yfir vöruþjónustu, framleiðslu, innflutning, sölu, dreifingu og þjónustu við viðskiptavini. Í meðfylgjandi glærum af fundinum má sjá þessa áhugaverðu vottunarsögu, áskoranir og tækifæri sem komu upp á leiðinni.
Hér má sjá myndir af fyrirlesara fundarins
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.746233322111287.1073741932.110576835676942&type=1
Lausnir og búnaður til sjálfvirknivæðingar
Heildarlausn, frá hönnun til gangsetningar
Samey hefur í yfir 25 ár aðstoðað fjölda fyrirtækja til lands og sjávar á farsælan og árangursríkan hátt við að auka framleiðni og rekstrarhagkvæmni með skilvirkum sjálfvirknilausnum.
Við bjóðum heildarlausnir, sniðnar að þínum þörfum, allt frá hönnun til gangsetningar. Við byggjum skilvirkar, notendavænar lausnir og veitum úrvals þjónustu.
Einnig bjóðum við íhluti í sjálfvirknikerfi og til iðnrekstrar frá heimsþekktum framleiðendum, hraðabreyta, mælinema, iðntölvur, skjái og þjarka svo eitthvað sé nefnt.
Gæðakerfi Sameyjar er samkvæmt ISO 9001:2008 staðli og vottað af BSI.
Hópbílar hf. var stofnað árið 1995 og hefur það að markmiði að bjóða upp á nýjar og nýlegar hópbifreiðar með öllum helstu þægindum og öryggi. Með því stuðla Hópbílar að minni mengun. Nýir bílar gefa frá sér aðeins brot af þeim óæskilega útblæstri sem kemur frá gömlum hópbifreiðum. Helstu verkefni Hópbíla hf. eru tengd ferðaþjónustu og öllum þeim sem vilja ferðast, fyrirtækjum sem og einstaklingum. Einnig sjá Hópbílar hf. um skólaakstur fyrir Hafnarfjarðarbæ og akstur fatlaðra undir nafninu Aksturþjónusta Hópbíla. Þar að auki sjá Hópbílar um allan akstur fyrir starfsmenn Alcan.
Einkunnarorð okkar eru ÖRYGGI, UMHVERFIÐ, HAGUR og ÞÆGINDI.
ÖRYGGI er fólgið í nokkrum veigamiklum þáttum. Það eru öryggisbelti í hverju sæti í öllum okkar bílum. Öryggismyndband er sýnt fyrir brottför. Allir bílarnir eru settir á negld vetrardekk á hverju hausti, auk þess sem keðjur og annar vetrarbúnaður er yfirfarinn. Og síðast en ekki síst má nefna að allir bílarnir fara í reglubundið eftirlit á verkstæðinu okkar.
UMHVERFISMÁL eru mikilvægur þáttur stefnumörkun Hópbíla. Því höfum við innleitt vottað umhverfisstjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðastaðalinn ISO-14001. Hópbílar aka einnig á Bíódísil sem mengar minna og smyr mun betur en venjuleg dísilolía.
ÞÆGINDI eru okkur mikið metnaðarmál. Innleiðing á öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001 er í fullum gangi. Allir bílarnir eru vel útbúnir og leggjum við áherslu á góða og þægilega framkomu bílstjóranna okkar. Þeir eru allir einkennisklæddir og veita alla mögulega aðstoð. DVD tæki eru í öllum bílunum og hægt er að fá bíla með karaoke og fistölvutengingu. Einnig er hægt að samtengja hljóðnemakerfi fimm bíla, þannig að einn leiðsögumaður getur talað í fimm bílum samtímis.
HAGUR þinn felst í því að Hópbílar leitast við að veita þér bestu þjónustu á hagstæðasta verði sem mögulegt er.
ProActive - Ráðgjöf og fræðsla ehf. var stofnað árið 2013 af Hildi Friðriksdóttur og Svövu Jónsdóttur, sem sérhæfa sig í viðverustjórnun, en hún hefur það að markmiði að efla vellíðan á vinnustað, auka viðveru og draga úr kostnaði vegna veikindafjarvista.
Við bjóðum stjórnendum í sveitarfélögum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og fræðslu og kennum aðferðir til að koma á betra skipulagi og ná fram sparnaði með því að bregðast rétt við fjarvistum.
Við notum þrautreyndar aðferðir, sem studdar eru niðurstöðum fræðilegra rannsókna, enda hefur verið sýnt fram á að með réttum viðbrögðum megi bæta viðveru, efla vellíðan og draga úr kostnaði.
Áhersla er lögð á þjónustu um forvarnir og markviss vinnubrögð á vinnustöðum, til þess að draga úr skammtímafjarvistum, sem hafa neikvæð áhrif á daglega starfsemi. Þjónustan felst ekki í því að halda utan um fjarvistaskráningar heldur að finna markvissar leiðir á hverjum vinnustað til að styrkja stjórnendur í hlutverki sínu. Oft er um viðhorfsbreytingu á vinnustaðnum að ræða og því leggjum við áherslu á fyrirlestra og verkefnavinnu fyrir starfsmannahópinn þannig að allir á vinnustaðnum séu samtaka um að gera vinnustaðinn „frískan til framtíðar".
Ekki er hægt að koma í veg fyrir öll veikindi eða fjarveru frá vinnu. Þess vegna veitum við faglega ráðgjöf og fræðslu vegna langvarandi veikinda starfsfólks, sem beinist að markvissum og samræmdum leiðum til að styðja starfsmann sem fyrst í vinnu aftur. Áhersla er að auki lögð á að veita stuðning vegna andlegra erfiðleika meðal annars með þjálfun starfsvina sem stuðningsnets innan fyrirtækjanna. Sjá nánar um hugmyndafræði viðverustjórnunar.
ProActive - Ráðgjöf og fræðsla er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd hjá Vinnueftirlinu.
Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum - með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir námskeiðum fyrir ungt fólk í leikjaforritun og mun stuðla að því að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins auk þess að rannsaka þau áhrif sem kennsla í forritun hefur á hina ýmsu þætti þroska og námsgetu barna.
Suðurverk var stofnað árið 1967 sem sameignarfélag. Fyrstu árin starfaði félagið sem vélaleiga en fór að taka þátt í hinum almenna útboðsmarkaði árið 1982 og árin 1983 til 1984 byggði fyrirtækið 3. áfanga Kvíslaveitna fyrir Landsvirkjun.
Í ágúst 1985 tók Dofri Eysteinsson og fjölskylda við rekstrinum og Suðurverk hf varð til. Suðurverk hefur síðan aðallega starfað við vega- og gatnagerð, í stíflumannvirkjum og veituskurðum og við hafnarmannvirki og brimvarnargarða. Meðal helstu viðskiptavina eru Vegagerð ríkisins, Landsvirkjun, Siglingastofnun Íslands og Faxaflóahafnir ásamt sveitafélögum víða um land og fjölmörgum öðrum smærri aðilum.
Í dag er Suðurverk meðal öflugustu verktakafyrirtækja Íslands og fyrirtækið býr yfir miklum og öflugum tækjakosti, reynslumiklu starfsfólki og mikilli fagþekkingu
Elín Ragnhildur Jónsdóttir kynnti niðurstöður lokaverkefnis síns í meistaranámi í verkefnistjórnun (MPM) hjá Háskólanum í Reykjavík sem fjallar um gæðastjórann sjálfan og þá hæfni sem hann þarf til að bera. Verkefnið „Hæfnishús gæðastjórans“ var unnið með dr.Helga Þór Ingasyni sem leiðbeinanda. Elín fjallaði um að áherslurnar í starfi gæðastjórnunar hafa breyst mjög mikið. Hægt er að taka próf hjá verkefnastjórnunarfélaginu sem staðfestir hæfni verkefnastjórans og útkoman er hæfi hans. Verkefnastjórinn þarf að hafa bakgrunnsvídd, atferlisvídd og tæknivídd. En í hvaða áttir á gæðastjórinn að líta? Elín byrjaði á að skilgreina hvað hæfni er. Það var McClelland sem kom með skýringu á því. Verksvið gæðastjórans eru mismunandi og ISO 9001 staðsetur gæðastjórann í fyrirtæki á sama stað og sviðsstjóra. Rannsóknin var unnin þannig að byrjað var að rýna fræðigreinar, haldinn var hugarflugsfundur með gæðastjórum og spurningakönnun lögð fyrir gæðastjórnunarhóp Stjórnvísi.
Til er fyrirtæki sem votta hæfni gæðastjórans „Body of knowledge“.
Helstu niðurstöður voru að gæðastjórar þyrftu að hafa þekkingu á verkefnastjórnun, vera nákvæmir og með kerfishugsun. Einnig væri mikilvægt að gæðastjórar hefðu þekkingu á úttektum og PCDA hringnum (Plan Do Chech Act).
Helstu niðurstöður úr könnuninni sem send var til gæðastjórnunarhóps Stjórnvísi: Mest mikilvægast í þekkingu gæðastjórans eru samskiptafærni, áætlanagerð, teymisvinna og að hvetja til gæðastjórnunar. Það sem var minnst mikilvægt í hæfi gæðastjórans út úr könnuninni var kostnaðarvitund, tölfræði, reynsla og stefnumótun.
Þá varpaði Elín fram eftirfarandi hugleiðingum: „En er ekki erfitt að hvetja yfirstjórn til gæðastjórnunar ef kostnaðurinn er ekki tekinn með í reikninn“? Gæti ekki verið gagnlegt að nota tölfræði meira? Fær gæðastjórinn e.t.v ekki nauðsynlegan stuðning yfirstjórnar vegna þess að hann er ekki að nota réttu aðferðirnar.
Þekking er eitthvað sem fæst með því að viða að sér staðreyndum. Leikni fæst með því að þjálfa notkun á aðferðum. Hæfni felur í sér yfirsýn.
Elín setti fram hæfnishús fyrir gæðastjóra, hver á þekking að vera og leiknin. Hæfnishúsið er mikilvægt fyrir þá sem eru til dæmis að ráða gæðastjóra.
Hér má sjá myndir af fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.742050062529613.1073741931.110576835676942&type=3&uploaded=8
Hér eru drög að starfsdagskrá faghópsins fyrir starfsárið 2014/2015. Þeir viðburðir sem skráðir eru hér eru allir staðfestir, nema annað sé tekið fram.
Viðburðir, haust 2014 og vor 2015.
i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarstjórnun hjá Strætó bs.
ii. 22. okt., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands -
iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, Íslandspóstur hf.
iv. 25. febr. 2015, Háskólinn í Reykjavík
v. 25. mars 2015, Ölgerðin hf.
vi. 29. apríl 2015, Óstaðfest
vii. 27. maí 2015, Óstaðfest
Efnisinnihald fyrirlestranna verður tilkynnt þegar hver og einn fyrirlestur er auglýstur sérstaklega.
Stjórnir faghópa Stjórnvísi kynntu haustdagskrá sína í Nauthól og geta félagar glaðst yfir úrvali flottra funda í vetur. Drög að þessari dagskrá má sjá í meðfylgjandi skjali og hér má sjá myndir af fundinum.
http://stjornvisi.is/vidburdir/593
Faghópur um Fjármál fyrirtækja vill vekja athygli á eftirfarandi:
Nú er sá tími að fyrirtæki eru að skoða fjárhagsáætlanir næsta árs og flest fyrirtæki kannast við að þetta ferli getur tekið á, margir fundir, sífelldar breytingar á plönum og tilfærslur á fjármunum milli verkefna og deilda o.s.frv. Eftir áramót batnar ástandið ekki þegar framúrkeyrslur, vanáætlanir, úreldar spár og enn fleiri breytingar einkenna vinnu með fjárhagsáætlanir.
Beyond Budgeting aðferðafræðin er framsækin leið til að minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna. Bjarte stýrir innleiðingu Beyond Budgeting í Statoil og hefur náð frábærum árangri þar og saga Statoil er mjög áhugaverð.
Hvernig minnka má sóun og breyta ferlum í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna er innihald fyrirlesturs Bjarte.
Um er að ræða tvo fyrirlestra einn fyrir stjórnendur sem er frá 8:30-10:30 og kostar 40.000kr. og annar fyrir sérfræðinga og aðra áhugasama klukkan 13.30-16:30 og kostar 30.000kr.
Frekari upplýsingar um fyrirlestrana og skráningu má sjá í viðhengi bæði á íslensku og ensku og hér:
http://www.ru.is/opnihaskolinn/stutt-namskeid/implementing-beyond-budgeting
- september 2014 | 15:30 - 17:15
Kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Nauthólsvegi 106, 101 Reykjaví
Þann 3. september kl.15:30-17:15 2014 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á niðurstöðu stefnumótunarvinnunnar sem unnin var á aðalfundi í vor og uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl. 15:30-15:35 Teitur Guðmundsson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl. 15:35-15:45 Niðurstöður stefnumótunarvinnu sem unnin var á aðlfundi í maí 2014
kl.15:45-16:00 Kynning á uppfærðri heimasíðu Stjórnvísi
kl.16:00-17:15 kynna eftirtaldir faghópar Stjórnvísi dagskrá sína:
Stefnumótun og árangursmat
Stjórnun viðskiptaferla (BPM)
Samfélagsábyrgð fyrirtækja
Opinber stjórnsýsla
Nýsköpun og sköpunargleði
Markþjálfun
Mannauðsstjórnun
Lean-Straumlínustjórnun
Þjónustu og markaðsstjórnun
Viðskiptagreind
Verkefnastjórnun
Upplýsingaöryggi
Umhverfi-og öryggi
ISO-hópur
Innkaup og innkaupastýring
Heilbrigðissvið
Gæðastjórnun
Fjármál fyrirtækja
CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
Breytingastjórnun
Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining
Síðasti viðburður vetrarins hjá Stjórnvísi heppnaðist með eindæmum vel þegar um 60 manns mættu á kynningu sem Marel bauð Lean faghópnum í heimsókn í morgun. Tekið var á móti hópnum með glæsilegum veitingum og að þeim loknum hélt Patrick Karl Winrow, Production manager, kynningu á Pilot verkefni sem verið er að vinna með Flokkaraliði 4 í framleiðslunni. Kynningin hófst á sýningu á mjög áhugaverðu myndbandi sem Marel bjó til um Lean og notað er innanhúss til þjálfunar starfsmanna. Að því loknu var sagt frá verkefninu sem felur í sér sá hópur sem býr til vélar fyrir kjöt, kjúkling og fisk fékk fullt umboð og stuðning til umbóta og var afar skemmtilegt að sjá hversu langt hópurinn hefur náð á ekki lengri tíma. Hópurinn setti upp sellufyrirkomulag með áherslu á hraða og one piece flow, notar skemmtilega útfærslu af VMS töflu til að stýra daglegri vinnu og umbótaverkefnum, lætur eftirspurn stýra framleiðslu, hefur unnið nokkur stærri umbótaverkefni og er m.a. að gera tilraunir til að nota flögg til að gefa til kynna ef flæðið er ekki skv. áætlun. Talsverð þjálfun hefur átt sér stað og er skemmtilegt að segja frá því að hópurinn hefur m.a. nýtt sér kynningar Lean faghópsins á markvissan hátt til að læra auk þess að hafa fengið að fara í heimsókn í nokkur fyrirtæki. Í lok kynningarinnar var gefinn góður tími til spurninga þar sem Patrek, fyrirliði teymisins og teymið sjálft sat fyrir svörum. Lean faghópurinn óskar öllum gleðilegs sumars og hlakkar til að sjá sem flesta á viðburðum komandi vetrar.
The Volcano Huts are located in Húsadalur Valley in the Þórsmörk Nature Reserve in Iceland, right next to the Eyjafjallajökull Volcano & Glacier. The unique nature of the Þórsmörk area make this an ideal place for any nature and hiking enthusiast.
We offer accommodation, local food, tours and activities for groups and individuals. You can even host your event, meeting or conference here. You can stay in one of our private bedrooms, small cottages, shared mountain hut dormitories and camping grounds.
Þórsmörk Nature Reserve (pronounced Thorsmork in English) has one of Icelands most dynamic and beautiful landscapes, where active volcanoes and towering glaciers rise above the lush valleys below. The Þórsmörk area has endless hiking trails and is connected to the Landmannalaugar Nature Reserve via the Laugavegur hiking trail.
Helo is operating a new helicopter, Bell 407 model 2012. The helicopter is specially modified with oversized floor to ceiling windows providing exceptional view. It offers increased cabin space and great comfort. Bell 407 is known for its outstanding performance and safety.
Þjóðskjalasafn er stærsta safn frumheimilda um sögu íslensku þjóðarinnar og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn er skjalasafn allrar þjóðarinnar og hefur almenningur aðgang að safninu, bæði í afgreiðslu þess og á lestrarsal.
Hér á vefnum er hægt að fræðast meira um Þjóðskjalasafn Íslands, lagaumhverfi þess, sögu, markmið, starfsemi og stjórn.