Fréttir og pistlar

Gerum stjórnunarráðgjöf - nýtt í Stjórnvísi

Sigurjón Þórðarson er stofnanadi fyrirtækisins Gerum.
Fyirtækið býður upp á fjölbreytta þjónustu:

Liðsheild, vinnudagar-vinnustofur, þjálfun-kennsla, ráðgjöf

Stefnumótun/strategía, ráðgjöf, umbótafundir, stórfundir, vinnudagar-vinnustofur

Stjórnun, leiðtogahæfni, stjórnunarstílar, persónuleg þróun, ráðgjöf

Fyrirlestrar, t.d.
Hvernig vinnufélagi er ég?
Orkufrekir viðskiptavinir
Breyta og breytast, hvað get ég gert?
Leiðtoginn og liðið
Af hverju skiptir liðsheildin máli?

Garuda, persónuleikakannanir

Arctic Adventures - nýtt í Stjórnvísi

About Arctic Adventures. Arctic Adventures is an Icelandic adventure and activity company with an emphasis on eco tourism and environmentally friendly trips in the amazing Icelandic nature.

Our story starts in way back in 1983 when a young couple, Villa & Bassi went white water rafting in Nepal and returned home with a head full of ideas. They started to explore rivers around Iceland with the aim of launching Iceland´s first adventure company, the Boatpeople They chose the Hvítá river on the Golden Circle and the Drumboddsstaðir (which today is the Drumbó Basecamp) farm as their base of operations. Ever since we have been rafting this beautiful river, closing in on 30 years of operation and still going strong!

Hlutverk fjármálastjóra er að verða mikilvægara og mikilvægara

Ölgerðin tók vel á móti Stjórnvísifélögum í hádeginu í dag á fundi um Stjórnunarreikningsskil. Þar fluttu þeir Páll Ríkharðsson, stjórnandi meistararnáms í vikðskiptadeild HR og Kristján Elvar Guðmundsson fjármálastjóri Ölgerðarinnar áhugaverða fyrirlestra.

Í erindi Páls kom fram að hlutverk fjármálastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Markmið fjármálastjóra í dag er að veita öðrum stjórnendum bestu mögulegu upplýsingar til þess að þeirra deild/fyrirtæki nái samskeppnisforskoti. Hlutverk fjármálastjóra er því ekki lengur að vakta fjármál heldur að taka þátt í stefnumótun. Hlutverk fjármálastjóra er því stöðugt að verða mikilvægara. Hann sagði það líka alls ekki rétt að góður endurskoðandi geti endilega orðið góður fjármálastjóri eða öfugt. Stjórnunarreikningsskil eru nýyrði á Íslandi. er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar nýtingu kostnaðarverðsreikningsskila.
Í erindi sínu fór Kristján yfir reynslu Ölgerðarinnar af þessu stjórnunarreikningsskilum ( management accounting).). Kristján hvetur alla stjórnendur Ölgerðarinnar til þess að vera eins þyrsta í upplýsingar og kostur er og lítur á hlutverk sitt að þjóna þeim sem best.
Stjórnvísi þakkar Ölgerðinni fyirr góðar móttökur.

Níutíu prósent 90% fyrirtækja eru ekki að ná þeim árangri sem þau ætla sér!

Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmstjóri Strategíu hóf fyrirlestur sinn á að upplýsa að 90% fyrirtækja eru ekki að ná þeim árangri sem þau ætla sér. Meginástæðan er talin vera skortur á undirbúningi í stefnumótunarvinnunni. Guðrún líkti því við völundarhús að koma á stefnu, ákveðin leið inn og önnur út. Guðrún notar "Stefnuvitann" sem gerir kleift að skilja fyllilega hvað felst í að innleiða stefnuna. Vinnan hefst með því að send er út rafræn könnun á alla í fyrirtækinu sem gefur mynd af stöðumati. Þar færðu svör við því hvort þú ert með rétta starfsfólkið hvað varðar hæfni og getu, hvort miðlun upplýsinga sé rétt og hvort starfsfólk viti af hverju breytingar eru mikilvægar. Guðrún fór yfir þá átta þætti sem eru mældir. Mælingarnar eru ljósið sem vísar fyrirtækinu í gegnum völundarhúisð. Þær segja þér hvert þú ert að fara. Grunngildi stýra viðhorfi og menning er ekkert annað en hegðun.
Algengasta ástæðan fyrir að breytingar takast ekki er að ferlum er ekki breytt. Það er sagt að mjúku málin séu hörðu málin því í breytingastjórnun kallar 1/3 á rökstuðning og 2/3 á tilfinningar. Hver og einn verður að upplifa meiri ánægju en erfiði við breytingar. Mikilvægt er einnig að gleyma ekki umbuna og rýna ferlið sjálft. Í upphafi er gerð rafræn könnun til að sjá stöðuna og í lokin til að sjá hvað hefur breyst.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.637665336301420.1073741905.110576835676942&type=3&uploaded=16

Takmarkanir geta skapað virði. Grein í Mbl. höfundur: Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík

Takmarkanir geta skapað virði

Peter Drucker, oft nefndur maðurinn sem fann upp stjórnunarfræðin, talar um að það sé tvennt sem skapi fyrirtækjum virði, markaðssetning og nýsköpun. Forsenda nýsköpunar er sköpunargleði og er hún skilgreind sem eitthvað nýtt og nytsamlegt.
Samkvæmt könnun sem IBM gerði, með því að spyrja yfir 1500 framkvæmdastjóra víða um heiminn, þá er sköpunargleði það sem þarf til að ná árangri. Rannsóknir gefa til kynna að sköpunargleði og nýsköpun séu nauðsynlegir þættir fyrir samkeppnishæfni og áframhaldandi tilveru fyrirtækja. Höfundurinn Daniel Pink er sammála þessu og talar um í bók sinni A Whole New Mind að framtíðin muni tilheyra fólki sem er skapandi.
Efla má sköpunargleði á ýmsan máta, t.d. getur verið árangursríkt að nota takmarkanir til að ýta undir sköpun. Gott dæmi um það er þegar ritstjóri barnabókahöfundarins Dr. Seuss skoraði á hann að skrifa bók með einungis 50 mismunandi orðum. Dr. Seuss tók áskoruninni og úr varð Green Egg and Ham, ein mest selda enska barnabók allra tíma. Annað dæmi er þegar netfyrirtækið AppSumo setti takmarkanir á auglýsingakostnað fyrirtækisins, þ.e. að hann yrði lækkaður úr um 175 milljónum kr. í um 42 milljónir kr. á ári. Útkoman varð aukin sköpun og meiri árangur.
Hvaða takmarkanir getur þú nýtt þér í þessari viku til að efla sköpunargleði þína?

Birna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún rannsakar sköpunargleði og þjónandi forystu. Birna er einnig stjórnendamarkþjálfi, NLP practitioner og skrifar um sköpunargleði á www.valorokreo.com.

Capacent - Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri

Fundur var haldinn í morgun þann 19.febrúar hjá Capacent. Fyrirlesarar voru Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capcent.

Sagt var frá helstu breytingum á ISO 27001 staðlinum um stjórnkerfi upplýsingaöryggis, en sá staðall er nýkominn út.
Skilvirkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjálpar fyrirtækum að tengja saman helstu þætti er varða upplýsinga- og rekstaröryggi á hagkvæman máta. Í rekstri fyrirtækja getur þetta verið flókið viðfangsefni en sífellt meiri áhersla er lögð á markvissa og skilvirka nálgun við stjórnun. Margt er að varast, stefnan þarf að vera skýr og stjórnkerfi fellt að rekstri fyrirtækisins.

Glærur frá fundinum má nálgast hér undir ítarefni: http://stjornvisi.is/vidburdir/542

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Ólafi og Jóni fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Umsagnir sem gera gagn: Grein í Mbl. höfundur: Jóna Björk Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum

Umsagnir sem gera gagn
Í atvinnuleit gefa umsækjendur gjarnan upp nöfn umsagnaraðila. Þetta geta verið yfirmenn, samstarfsmenn, viðskiptavinir og kennarar. Umsagnaraðilar þurfa að þekkja umsækjandann vel og svara spurningum um hann. Gjarnan er spurt um tengsl við umsækjandann, starfstitil hans, ábyrgðarsvið, styrkleika, samskipti, starfslok og hvort yfirmaður myndi ráða hann aftur í starf. Flestir taka vel í að veita umsögn og vilja leggja sitt af mörkum til að góðir starfmenn geti náð áframhaldandi frama.
Ef þú ert í atvinnuleit getur verið gott að staldra við og íhuga hvernig þú tryggir að umsagnaraðilar þínir veiti gagnlega umsögn. Láttu umsagnaraðila fá eintak af ferilskránni þinni og segðu hvernig starfi þú ert að leita að.
Umsagnaraðilar segja gjarnan óhikað frá styrkleikum umsækjanda en vilja síður nefna það sem betur má fara. Mögulega vilja þeir ekki standa í vegi fyrir að umsækjandi fái starfið. Hins vegar hamlar það gagnsemi umsagna ef umsagnaraðilar gefa ekki upp „neikvæðar“ upplýsingar um umsækjendur. Gagnleg umsögn er ekki löng lofræðu um þig heldur upplýsingar um hvaða árangri þú hefur náð í starfi og hvað betur mátti fara hjá þér.
Þetta þarf ekki að koma sér illa fyrir umsækjanda. Hægt er að færa rök fyrir því að heiðarleg umsögn komi sér vel þegar upp er staðið. Engum er greiði gerður með því að vera ráðinn í starf sem hann ræður ekki við og líklega er meira mark tekið á raunhæfum umsögnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það frammistaða þín í starfi sem ræður úrslitum og það er þinn hagur að frá henni sé greint á heiðarlegan hátt.
Jóna Björk Sigurjónsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum

Fræðandi fyrirlestur frá reynslubolta í miðlægri innkaupastýringu hjá Vodafone

Guðrún Gunnarsdóttir tók vel á móti faghóp um innkaup og innkaupastýringu í morgun. Guðrún hefur mikla reynslu í innkaupum og vann m.a. hjá Rikiskaupum í 5 ár. Velta Vodafone var 13 milljarðar 2013 og voru keyptar inn vörur fyir 4,1milljarð á árinu Það er því til mikils að vinna með hverju prósenti sem sparast í innkaupum. Hlutverk aðfangastjóra hjá Vodafone er að aðstoða sjtórnendur við úrvinnslu tilboða og að endursemja. Byrjað er á að skilja hver þörfin sé og síðan er farið í að greina birgjann. Sparnaður felst ekki alltaf í lægsta verði því verið er kanna hvort birginn er með þær vottanir sem til þarf, er hann góður í samskiptum o.fl. Vodafone er yfirleitt ekki með útboð heldur verðkönnun og eru alltaf að læra. Yfir 40 manns var boðið upp á samningatækninámskeið sem Aðalsteinn Leifsson stýrði og náði að heilla hvern einasta starfsmann. Þetta námskeið skilaði gríðarlegu miklu til starfsmanna Vodafone.
Hér má sjá myndir af viðburðinum: https://www.facebook.com/Stjornvisi/photos/a.633870196680934.1073741903.110576835676942/633870200014267/?type=3&theater

Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN

Fundur var haldinn í morgun þann 12.febrúar hjá ISAL. Fyrirlesari var Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL. Hún sagði frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001) og LEAN aðferðafræðinni.

Sagt var frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.

Að lokinni kynningu og umræðum fengu gestir að fara í vettvangsferð til þess að skoða LEAN upplýsingatöflur.

Hér má sjá myndir af fundinum og vettvangsferðinni: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.633430276724926.1073741902.110576835676942&type=3&uploaded=42
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Auði og samstarfsmönnum hennar fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.

Næsti fundur er 19.febrúar næstkomandi sem ber heitið ,, Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri“. Fyrirlesarar eru Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capacent.

Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/542

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Val á bókhalds-og upplýsingakerfi. Grein í Mbl. höfundur: Halldór Kr. Jónsson, sérfræðingur í upplýsingatæknimálum

Val á bókhalds- og upplýsingakerfi
Að velja nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi er vandasamt verk og í raun er það eitt af grundvallaratriðum fyrir velgengni fyrirtækisins. Því miður eru enn of margir stjórnendur sem líta á bókhalds- og upplýsingakerfið sitt sem kostnaðarlið sem ber að halda í lágmarki. Þeir einblína fyrst og fremst á verð umfram getu og sitja þ.a.l. uppi með kerfi sem einungis er nýtt sem bókhaldskerfi, en ekki sem upplýsingakerfi. Slík hugsun og fjárfesting verður því aldrei annað en kostnaður. Dæmi eru líka um stjórnendur sem hafa offjárfest í slíkum kerfislausnum og keypt kerfi sem fyrirtækið hefur ekki þörf fyrir. Slík fjárfesting getur líka endað uppi sem kostnaður.
Kúnstin er að velja rétta kerfið fyrir reksturinn, þ.e.a.s. kerfi sem tekur ekki bara við upplýsingum heldur getur einnig unnið úr og birt verðmætar upplýsingar til baka. Rétt bókhalds- og upplýsingakerfi er það kerfi sem hentar stærð og starfssemi fyrirtækisins, getur vaxið með fyrirtækinu og getur fallið að stefnu þess. Rétt bókhalds- og upplýsingakerfi borgar sig upp með því að geta gefið til baka verðmætar upplýsingar um reksturinn svo að hægt sé að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma.
Það er til hafsjór af lausnum á þessu sviði og alls ekki sjálfsagt mál að stjórnendur fyrirtækja séu færir um að velja rétta kostinn einir og óstuddir. Til þess eru til óháðir ráðgjafar sem hafa sérþekkingu á þessum hlutum, eru með menntun og jafnvel áratuga reynslu sem þeir geta miðlað til stjórnenda. Sú fjárfesting að fara í markvissa þarfagreiningu og fá rétta ráðgjöf getur ráðið úrslitum um það hvort val á bókhalds- og upplýsingakerfi verði bara kostnaður eða hagsældarskref.

Halldór Kr Jónsson
Viðskipta- og kerfisfræðingur
Sérfræðingur í upplýsingatæknimálum

Starfsmenn RB skilgreina hver og einn sitt mikilvægasta markmið í vinnunni.

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun og fór yfir sjö lykilatriði í breytingum. RB hefur þróað og rekið öll megin greiðslukerfi landsins og mörg af meginkerfum sem bankar nota í sínum daglega rekstri. Styrkleiki RB er að þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Friðrik Þór leggur mikla áherslu á heilbrið samskipti og samvinnu. Hann gerir miklar kröfur til stjórnenda, vill skapa rýni og traust og að stjórnendur taki eignarhald á sínum vandamálum. Þegar Friðrik Þór hóf störf hjá RB tók hann viðtöl við alla starfsmenn á þremur vikum, fór yfir styrkleika og veikleika. Friðrik leggur mikla áherslu á að hver og einn starfsmaður setji verkefni sitt í stærra samhengi. Í dag er RB með ISO 27001 vottun og PCI vottun. Öryggi er annaðhvort núll eða 1 og því stefna þeir að 100% öryggi. Sigurður Örn Gunnarsson þjónustustjóri RB fjallaði á hressilean hátt um innleiðingu stefnu og þá aðferðafræði sem RB hefur tileinkað sér, 4DX eða 4 Disciplines of Execution (frá Franklin Covey). Þar greinir hver og einn starfsmaður frá því hvert er hans mikilvægasta markmið í vinnunni. Spyr sjálfan sig: "Hvernig hef ég áhrif?" Hver og ein deild skilgreinir sín markmið, hvert svið og öll eiga þau sammerkt að styrkja heildarmarkmið RB.

ISO 14001 vottun hjá Hópbílum

Fundur var haldinn í morgun þann 5.febrúar hjá Hópbílum. Fyrirlesarar voru
Guðfinnur Þór Pálsson, flotastjóri og Pálmar Sigurðsson skrifstofu-og starfsmannastjóri. Fundurinn var mjög áhugaverður og margt gagnlegt sem kom fram. Fyrirtækið hlaut ISO 14001 vottun árið 2002 og hefur því mikla reynslu af notkun kerfisins.

Farið var yfir eftirfarandi:
• Reynslan af ISO 14001
• Aksturskerfi fyrirtækjanna lagði að baka 7,5 milljón km á síðastliðnu ári og notaði til þess 2,5 milljón lítra af diesel olíu auk fleiri umhverfisþátta.
• Ávinningur, sýnt fram á hvað hefur áunnist í framleiðslu fyrirtækisins með innleiðingu á ISO 14001 staðlinum. Sérstaklega verður litið til breytinga á umhverfisþáttum, rekstrarlegsábata í framleiðslu fyrirtækisins og vaxtar á arðbæran hátt.
• Fjallað um leiðina til árangurs: stöðuga vöktun umhverfis- og framleiðsluþátta, þjálfun starfsmanna og árleg markmið.

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Guðfinni og Pálmari fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.

Næsti fundur er 12.febrúar næstkomandi sem ber heitið ,, Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN“ . Fyrirlesari er Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL.
Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/511

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Bera stelpurnar í eldhúsinu ábyrgð á samfélagsábyrgð fyrirtækisins?

Lykilþáttur í samfélagsábyrgð er að gerðar séu rannsóknir og þær kynntar. Hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Umræða er nauðsynleg og sterkar upplýsingar byggðar á rannsóknum. Dagný Kaldal Leifsdóttir kynnti rannsókn sína „Fylgja efndir orðum?“ Varðandi skýrslur um samfélagslega ábyrgð,þá eru komnar auknar kröfur um skýrslur eða upplýsingar. Í Danmörku og Noregi eru komnar reglur um slíkt. Drifkraftar eru: orðspor, vörumerki, siðferði, hvatning starfsmanna, nýsköpun og þekking. Rannsókn Dagnýjar byggðist á erlendri fyrirmynd, rannsókn gerð árið 2010 á 50 stærstu fyrirtækjum og KPMG sem gerir á 3ja ár fresti frá 1995 rannsókn á 250 stærstu fyrirtækjum í heimi. GRI eru leiðbeiningastaðlar um um skýrslugerð með 84 mælikvörðum. Dagný skoðaði 50 stærstu fyrirtæki á Íslandi skv.lista Frjálsrar verslunar. Dagný skoðaði vefsíður fyrirtækjanna og skoðaði þar hvort hún fyndi upplýsingar um efndir þ.e. sérstakar skýrslur skv. Alþjóðlegum stöðlum, umhverfismál, stjórnarhætti, siðferði, siðareglur, viðskiptavini, öryggi afurða, tarfsmenn (öryggi, fjölbreytni, menntun, þjálfun, birgjar, breið tengsl við samfélagið og tengsl við stjórnvöld þ.e. hvort fyrirtækin væru að reyna að hafa áhrif. 66% fyrirtækjanna voru með samfélagslega ábyrgð í stefnu sinna. En hvar liggja áherslurnar um samfélagslega ábyrgð hjá íslenskum fyrirtækjum? Íslensku fyrirtækin leggja stærstu áhersluna á tengsl við viðskiptavini. Engar upplýsingar staðhæfa að eignarhald skipti nokkru máli varðandi samfélagslega ábyrgð. Íslensk fyrirtæki eru mörg hver að gera góða hluti þó margt megi bæta hjá sumum þeirra.
Rannsóknarspurning Gunnars Páls Ólafssonar: Hvernig geta alþjóðleg fyrirtæki sýnt birgjum sínum fram á mögulegan ávinning af því að innleiða siðareglur í starfsemi sinni? Rannsóknin var gerð í IKEA í Víetnam, þar sem er lág landsframleiðsla á mann, veik vinnulöggjöf og lítið um stéttarfélög í einkageira. IKEA setur miklar kröfur á birgja og er tilbúið að hjálpa þeim. Úttektir IKEA eru eins um allan heim. Niðurstöður rannasóknarinnar voru m.a. hve mikilvægt er að gera langtímasambönd við birgja. Mikilvægt er að vera með samningsbundna viðveru. Innleiðing siðareglna er samfellt ferli. Birgja skortir oft kunnáttu og getu til að innleiða siðareglur því þurfa þeir leiðsögn og stuðning og því þarf að gefa svigrúm fyrir mistök. Engin ein rétt leið er til því hver birgi er einstakur.
Julia Vol ræddi um hve mikilvægt það er að samfélagsstefna sé vera partur of stefnunni. Af hverju ættum við að fjárfesta í samfélagábyrgð? Vegna þess að það gerir okkur kleift að keppa á alþjóðamarkaði, opnar nýja markaði. Einnig hve mikilvægt það er að segja góðar sögur sem tengjast samfélagsábyrgð fyrirtækisins og passa upp á að viðskiptavinurinn sé hluti af henni. Það er einnig mikilvægt að kynna einungis það sem við erum búin að gera ekki að kynna eitthvað sem tengist samfélagsábyrgð sem við ætlum að gera en erum ekki búin að koma í verk.
Í lok fundarins voru einstaklega áhugaverðar umræður og þar kom áhugaverð athugasemd frá fundargesti um að í einu stóru fyrirtæki á Íslandi hefði framkvæmdastjóri sagt að það væru stelpurnar í eldhúsinu sem bæru ábyrgð á að fyrirtækið væri samfélagslega ábyrgt.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.629833700417917.1073741899.110576835676942&type=3&uploaded=18

Hvað er LinkedIn og af hverju ættum við að nota það?

Þorvarður Goði Valdimarsson, markaðsráðgjafi og stofnandi fyrirtækisins Nýr Vinkill hélt námskeið í gær í Háskólanum í Reykjavík fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi sem var vel sótt og mikil ánægja með. LinkedIn er samfélagsmiðill fyrir fagfólk - ferilskrár/tenglamyndun. Stofnað 2002 og opnað almenningi 5.maí 2003. Í júni 2013 eru 259 milljón notendur í yfir 200 löndum. Heimasíðan birtist á 20 tungumálum. Þorvarður vakti til umhugsunar:
• Hvaðan fær fólk upplýsingar um þig?
o Hvað vita þínir viðskiptavinir um þig?
o Hvað viltu að þeir viti um þig?
• Hvað getur þú gert til að stýra þínum upplýsingum?
Á LinkedIn er hægt að setja inn stöðuuppfærslur þ.e. deila upplýsingum sem eru verðmætaskapandi, t.d. vefslóðir o.fl. Pulse fréttir: Þar eru settar inn upplýsingar sem henta þínu tengslaneti, fyrirtæki og menntun. Innan þíns tengslanets, þá kemur fram hvað er að gerast í þínu tengslaneti og hvort það hafi áhrif fyrir þig. Hægt er að stýra því hvort upplýsingar séu public eða einungis fyrir þitt tengslanet. LinkedIn kemur með tillögur um fólk sem þú gætir þekkt og tengst. Þar sérðu hverjir eru að skoða þig og í hve mörgum leitarniðurstöðum nafnið þitt kom upp. Námskeiðið var í tvær klukkustundir og var erfitt að slíta námskeiðinu því það var svo áhugavert.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.629822227085731.1073741898.110576835676942&type=3&uploaded=10

LinkedIn sem ráðningartól. Grein í Mbl. höfundur: Haraldur U. Diego hugmyndabóndi

LinkedIn sem ráðningartól
Ráðningarferli fyrirtækja er oft á tíðum strembið ferli sem kostar mikið í tíma og fjármunum. Hvoru tveggja hefur sjaldan verið ofgnótt af og því er ágætt að benda á ágætis tæki sem fólk sem að ráðningum stendur, getur nýtt sér á nýju ári.
LinkedIn er samfélagsmiðill sem hefur rutt sér vel til rúms á Íslandi undanfarin ár. Það sést vel af því að 29% Íslendinga eru þar með prófíl - gamla góða höfðatölutölfræðin bregst ekki. Misbresturinn felst í hvernig það er nýtt, eða öllu heldur, vannýtt.
Allar líkur eru á að næsti starfsmaður sem þú ræður til starfa er með prófíl á LinkedIn. Leitin að honum hefur verið gerð auðveldari með leitarvélum. Á okkar litla landi er kunningjasamfélagið sterkt og líklega er viðkomandi tengdur einhverjum sem tengdur er þér. Því er auðvelt að spyrjast fyrir um viðkomandi í gegnum sameiginlegar tengingar.
Hérlendis hefur þessi miðill lítið verið notaður af fólki sem stendur að ráðningum, en erlendis hefur hann orðið að verðmætu tóli í verkfærakassa þeirra. Hér hafa fyrirtæki notað LinkedIn sem tæki á síðari stigum ráðningaferilsins, mest til að staðfesta vissa þætti í umsókn viðkomandi. Það er ekki notað á fyrstu stigum leitar, jafnvel þótt allar forsendur séu til staðar. Því miður hafa sumar ráðningastofur séð LinkedIn sem samkeppnisaðila og því ekki notað það sem skyldi í leit sinni, en það stendur vonandi til bóta.
Notkun á LinkedIn getur þannig hjálpað mannauðsstjórum við að koma auga á - og viðhalda tengingum við hæft starfsfólk, auka gæði ráðninga og auðvelda leitina að þeim. Tengslanetið virkar sem endranær - en bara betur með LinkedIn.

Haraldur U. Diego er hugmyndabóndi

Vel heppnuð ráðstefna í HR - gott gæðakerfi tryggir betri rekstur!

Faghópar Stjórnvísi um gæðastjórnun og um ISO staðla í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu héldu einstaklega áhugaverða ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík í gær. Reynir Kristjánsson, formaður félags gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu setti ráðstefnuna og síðan kom hver frábæri fyrirlesarinn á fætur öðrum; Páll Jensson, prófessor við HR, Ína Björg Hjámarsdóttir, gæðastjóri Blóðbankans, Jónas Sverrisson, framkvæmdastjóri upplýsinga-og tæknisviðs Íbúðalánasjóðs, Garðar Vilhjálmsson, gæðastjóri Menntaskólans í Kópavogi og Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands.

Ráðstefnan var svo áhugaverð og skemmtileg að henni lauk ekki fyrr en klukkan var að nálgast tólf. Meðal þess sem kom fram hjá fyrirlesurum var að gott gæðakerfi tryggir betri rekstur, það er mikill ávinningur af þvi að vinna skipulega og samkvæmt gögnum. Þegar farið er út í vottun er nauðsynlegt að fá tilboð frá nokkrum vottunaraðilum, hagur af innleiðingu ISO er regluleg þjálfun, árvekni starfsmanna og fleiri ábendingar um veikleika. Fyrirtæki og stofnanir fara út í vottun af þremur ástæðum a)innri ákvörðun 2)markaðsákvörðun 3)til að uppfylla lög og reglugerðir.
Efni frá ráðstefnunni má nálgast á innrivef Stjórnvís ásamt myndum.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.626959364038684.1073741897.110576835676942&type=3&uploaded=46

Samfélagsábyrgð - samfélagsskýrslur Höfundar: Steingrímur Sigurgeirsson og Þórdís Jóna Sigurðardóttir ráðgjafar hjá Capacent

Samfélagsábyrgð fyrirtækja er tiltölulega ungt hugtak, að minnsta kosti í íslenskri umræðu og í hugum flestra hefur það óljósa eða að minnsta kosti ólíka merkingu. Þróun alþjóðlega er sú að fyrirtæki samþætti samfélagsábyrgð við alla starfemi sína. Það er sú þróun sem er að hefjast hér á landi og fyrirtæki sjá tækifæri til aðgreiningar með slíkri stefnumótun.
Kjarni samfélagsábyrgðar fyrirtækja er sá skilningur að fyrirtæki eru hluti af samfélaginu og starfemi þeirra hefur áhrif, á fólk, á umhverfið, efnahagslífið og samfélagið. Þeim ber því að starfa með ábyrgum hætti.
Það hvernig fyrirtæki nálgast samfélagsábyrgð ræðst af mörgu, t.d. eðli starfsemi, fyrirtækjamenningu og hefðum. Hvert fyrirtæki verður að finna sinn takt. Það þýðir að markmiðasetning og stefnumótun í samfélagsábyrgð samræmist hagsmunum og heildarstefnumótun sem nýtist fyrirtækjum í aðgreiningu og eflir trúverðugleika. Jafnframt eru fjölmörg dæmi um að slík vinna hafi dregið úr áhættu og ýtt undir nýsköpun í rekstri.
Til að stefna í samfélagsábyrgð sé trúverðug verður hún að vera sýnileg og gagnsæ. Það er ástæða þess að samfélagsskýrslur hafa verið að ryðja sér til rúms þar sem greint er frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum áhrifum starfseminnar. Til að slíkar skýrslur séu samanburðarhæfar er - rétt eins og við framsetningu ársreikninga - nauðsynlegt að viðhafa ákveðna stöðlun. Því hafa verið mótaðir samræmdar aðferðir við framsetningu á upplýsingum og styðjast flest fyrirtæki við aðferðafræði sem kennd er við GRI eða Global Reporting Initiative.
Flest alþjóðleg fyrirtæki hafa gefið út slíkar skýrslur um árabil og þeim íslenskum fyrirtækjum fer fjölgandi sem sjá tækifæri í að efla traust í sinn garð með nýrri nálgun og ítarlegri upplýsingagjöf.

Höfundar: Steingrímur Sigurgeirsson og Þórdís Jóna Sigurðardóttir ráðgjafar hjá Capacent

Markþjálfunardagurinn 2014

Nýtt ár, nýtt upphaf!

Markþjálfunardagurinn er haldinn hátíðlega í annað sinn 30. janúar með skemmtilegum, upplífgandi og áhugaverðum erindum frá mörgum af færustu markþjálfum Íslands. Hægt er að velja um og á milli 14 erinda og er Markþjálfurnardagurinn kjörið tækifæri til þess að fræðast um spennandi efni fyrir bæði líf og starf, eflast í því að gera árið 2014 eitt besta ár lífs þíns og fá hugmyndir, styrk og innblástur og byrja árið með alvöru meðbyr!

Sjá meðfylgjandi dagskrá hér
http://midi.is/atburdir/1/8066/

Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar 2013

Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi.
Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2013 verður efnt til morgunverðarfundar á vegum Faghóps um ISO hjá Stjórnvísi þann 21.febrúar 2014. Faghópurinn hefur haldið marga vel sótta fundi í vetur.
Fundurinn verður í Veisluturninum Kópavogi, Smáratorgi 3.
Fyrirlesarar verða auglýstir þegar nær dregur.
Jóna Karen Sverrisdóttir, verkefnastjóri Ánægjuvogarinnar hjá Capacent kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2013
Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsókn Ánægjuvogarinnar 2013
Davíð Lúðvíksson forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins stjórnar fundinum.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina http://www.stjornvisi.is
Verð kr.3.050.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Áhugaverð vordagskrá faghópa Stjórnvísi kynnt í Nauthól

Stjórnir faghópa Stjórnvísi kynntu í dag áhugaverða vordagskrá í Nauthól. Dagskrána má nálgast á vefnum http://stjornvisi.is/vidburdir/544 og hér má sjá myndir frá viðburðinum.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.623909527677001.1073741896.110576835676942&type=3&uploaded=32

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?