Fréttir og pistlar

Flugumferðin alltaf að aukast og ný reglugerð tekur gildi 8.apríl nk.

Sveinn V. Ólafsson, fagstjóri öryggisáætlana og umhverfismála hjá Samgöngustofu hélt í morgun fyrirlestur um mikilvægi og kröfur til stjórnkerfa í flugtengdum rekstri. Sveinn kom inn á gæðakerfi, áhættustjórnun, skipulag, ábyrgðarmenn og fl.
Flugumferðin er alltaf að aukast. Möguleiki er að reka flugleiðsögu skv. 9001 forskriftinni. Nú er að koma ný reglugerð um flugrekstur (Air Operations). ORO.GEN.200 Management system. Í reglugerðinni er rætt um stjórnkerfi (management system) ekki gæðakerfi. Þar er lagt fram eitt stjórnkerfi þar sem á að skilgreina ábyrgð, hver er í fyrirsvari fyrir viðkomandi málefni. Í ISO er alltaf talað um æðstu stjórnendur en í fluginu er alltaf talað um hver er í fyrirsvari (accountability). Samgöngustofa er yfirleitt i sambandi við gæðastjóra, tæknistjóra og flugrekstrarstjóra en ekki þann sem er í forsvari. Í reglugerðinni sem tekur gildi 8.apríl er mikil vinna í gangi núna. Öryggisstjórnunarkerfi gengur að finna hættur, tilgreina þær og afgreiða þær á þann hátt að hægt sé að lágmarka hættuna af viðkomandi hættu. Krafa er um að greina ferlin.
ISO er alltaf að hugsa um viðskiptavininn. Flugið hugsar um öryggið ekki gæðin við viðskiptavininn, það er í höndum annarra. ISO 9001 er með þetta allt en ekki risk management. Í reglugerðinni er alveg skýrt að accountable manager er eigandinn ekki gæðastjórinn. Gæðastjórinn er að monitora.
Hér má sjá myndir af viðburðinum:

Stjórn faghóps um ISO þakkar Sveini V. Ólafssyni fyrir áhugaverðan fyrirlestur og Staðlaráði Íslands fyrir frábærar móttökur og gott kaffi.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.643874502347170.1073741910.110576835676942&type=3&uploaded=14

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 voru kynntar í morgun á Grand hótel. Vínbúðin var með hæstu einkunn.

Myndatexti: Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS orku, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Í dag, 28. febrúar 2013, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 kynntar og er þetta fimmtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 21 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1300 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi í ár að einungis var afhent viðurkenning til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með
hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en þess með næst hæstu einkunnina. Í ár var því afhent viðurkenning í tveimur flokkum; raforkumarkaði þar sem HS orka fékk viðurkenningu með 62,9 stig af 100 mögulegum og farsímamarkaði þar sem Nova var með marktækt hæstu einkunnina, 72,6 stig. Ekki voru afhentar viðurkenningar á bankamarkaði, tryggingamarkaði, í flokki olíufélaga eða fyrir sigurvegara ársins, en ÁTVR mældist með hæstu einkunnina í ár, 74,1, sem reyndist ekki tölfræðilega
marktækt hærri en einkunn Nova, sem var næsthæst. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá hér: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin
Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem einnig voru kynntar nú í morgun:

  1. Merki Íslensku ánægjuvogarinnar er í eigu félagsins Íslenska ánægjuvogin. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Capacent ehf., Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísis.
  2. Þau fyrirtæki sem nafngreind eru í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar mega nota merkið í auglýsingum og kynningarefni að því gefnu að upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd séu réttar.
  3. Aðeins getur fyrirtæki sagst vera sigurvegari eða með ánægðustu viðskiptavinina á markaði ef ánægjuvogareinkunn þess er marktækt hæsta einkunnin í viðkomandi atvinnugrein. Að jafnaði er tölfræðilega marktækur munur á einkunnum aðeins til staðar ef munurinn nær um 3 stigum á 100 punkta kvarða og er þá miðað við 95% vissu.

Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Vilborg Helga Harðardóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401074/8601074, netfang vilborg.hardardottir@capacent.is. Upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina má
finna á: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin.
Hér má sjá myndir af viðburðinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.641596435908310.1073741909.110576835676942&type=3&uploaded=32

Einelti: Gerendur eru í 72% hlutfalla yfirmenn - einelti er óbeinn kostnaður!

Hildur Jakobína Gísladóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heilbrigðir stjórnarhættir flutti Stjórnvísifélögum áhugaverðan fyrirlestur í HÍ í morgun. Einelti er ofbeldi segir Hildur Jakobína en hugtakið "Einelti" byrjar með þýskum lækni Hanz Leyman. Í kjölfarið byrjaði fréttamaður hjá BBC Andrea Adams að rannsaka einelti í bönkum. Einelti er mannleg hegðun en það var ekki fyrr en 2004 sem kom reglugerð um aðgerðir á Íslandi gegn einelti. Hjónin Ruth og Gary N. komu á fót stofnun um einelti og hafa gefið út bók sem Hildur Jakobína hvetur alla til að lesa "Bully". Hjónin Ruth og Gary kenna í háskólum kúrs um hvernig tekist er á við einelti.
Einelti er kerfisbundin hegðun með það að markmiði að einhverjum líði illa. Mikilvægast er á vinnustöðum að æðslu stjórnendur viðurkenni að tekið sé á einelti og það kynnt starfsmönnum.
Einelti er ein tegund ofbeldis sem hefur gífurleg áhrif á svefn og það er erfitt og ætti ekki að bjóða neinum að mæta á vinnustað þar sem honum líður illa.
Rannsóknir staðfesta að einelti er meira á kvennavinnustöðum. Þeir sem eru fórnarlömb eineltis sjá yfirleitt sig sjálfa sem heiðarlegar manneskjur, fókusa á hið góða í öðrum og svara ekki með ofbeldi. Gerendur eru oft þeir sem hafa stundað einelti í grunnskóla eru sjálfhverfir og koma jafnvel frá ofbeldisheimilum. Gerendur á vinnustað eru í 72% hlutfalla yfirmenn og er óbeinn kostnaður sem hefur áhrif á ársreikninginn. Heilindi stjórnenda skiptir öllu máli og það er mikilvægt að hlusta á starfsmenn, viðurkenna líðan hans og leita eftir aðstoð. Bandarískar rannsóknir sýna að 35% millistjórnenda leggja starfsmenn í einelti og því er gríðarlega mikilvægt að æðstu stjórnendur fylgist vel með. Mikilvægt er að skapa kúltúr á vinnustað þar sem starsmenn geta rætt saman reglulega og sagt hvað þeim býr í brjósti og tjáð sig með skilaboðum t.d. á heimasíðu eða innrivef.
Þær stofnanir sem verða verst úti er varðar einelti eru heilbrigðis-og menntastofnanir og er talið að þar spili inn í álagið. Því er nauðsynlegt að meta reglulega millistjórnendur og aðra stjórnendur. Hildur sagði að sáttarmeðferð gengi yfirleitt ekki upp í eineltismálum og að þolanda eigi aldrei að refsa. Gott er að bjóða öllum þeim sem telja sig hafa orðið fyrir einelti upp á sálfræðitíma og sjá í framhaldi hvað gerist.

Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.641002769301010.1073741908.110576835676942&type=3&uploaded=12

Áhættugreining verður sífellt veigameira atriði í vottun.

Að þessu sinni stóð ISO hópurinn fyrir fyrirlestri um áhættugreiningu upplýsingaeigna. Fyrirlesari var Guðjón Viðar Valdimarsson, ráðgjafi hjá Stika.

Guðjón fór yfir áhættugreiningu upplýsingaeigna sem er nauðsynleg forsenda fyrir úttekum á sviði upplýsingaöryggis og tölvuendurskoðunar. Þeir staðlar sem notaðir eru á þessu sviði hafa breyst töluvert og eru enn að breytast. Fjallað var um viðeigandi staðla, þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og tekin dæmi um áhættugreiningu upplýsingaeigna og farið yfir með hvaða hætti slík áhættugreining sé gerð.

Áhættugreining verður sífellt veigameira atriði í allri vottun og það kom berlega í ljós í þessum fyrirlestri. Hægt er að nálgast fyrirlesturinn með því að smella á skjalið sem fylgir fréttinni.

ISO hópurinn þakkar Guðjóni fyrir að gefa okkur tíma til að kynna þetta merkilega mál og sömuleiðis Gunnhildi sem fann þetta fína húsnæði þar sem fyrirlesturinn var haldinn.

Hér má sjá myndir af fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.640458779355409.1073741907.110576835676942&type=3&uploaded=14

Strategia - nýtt í Stjórnvísi

Strategia er ráðgjafafyrirtæki með býður upp á fjölbreytta þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir starfsmenn:
Guðrún Ragnarsdóttir hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur einnig talsverða reynslu úr opinbera geiranum þar sem hún starfaði m.a. sem forstöðumaður í tæp 5 ár og þekkir því bæði til þarfa fyrirtækja og stofnanna. Guðrún hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri í stærri og minni einingum. Guðrún situr í ýmsum stjórnum ýmissa einka- og opinberra fyrirtækja. Loks má nefna að Guðrún var formaður Stjórnvísi á fyrstu árum þess félags en forveri þess var Gæðastjórnunarfélag Íslands. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang: gudrun@strategia.is símanúmer: 770-4121

Hlín Hákonaróttir hefur frá árinu 1996 starfað á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hin síðari ár sem lögmaður stjórna (Company Secretary) ásamt almennum lögmannsstörfum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna - ásamt innleiðingu á ýmsum skilmálum, lögum og reglum í starfsemi fyrirtækja og stjórna. Helga Hlín er hérðasdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang: helga@strategia.is símanúmer: 662-0100

Svava Bjarnadóttir þekkir vel til allra innviða fyrirtækja eftir að hafa starfað í áratugi sem fjármála- og starfsmannastjóri. Svava hefur mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og sameiningu fyrirtækja. Svava hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri og þekkir því vel til þeirra hlutverka. Svava er markþjálfi og sérhæfir sig í stjórnendaþjálfun fyrir æðstu stjórnendur. Svava situr í ýmsum stjórnum og hefur lagt sitt að mörkum í að efla góða stjórnarhætti fyrirtækja. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang; svava@strategia.is símanúmer: 698-9989

Stokkur - nýtt í Stjórnvísi

Um Stokk Software

Stokkur Software er leiðandi fyrirtæki á íslandi í forritun á öppum. Fyrirtækið hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Domino’s appið, Nova appið, Alfreð og Leggja ásamt tugum annarra appa.

Stokkur hefur einnig haslað sér völl sem öflugt veffyrirtæki hér á landi og smíðað fjölmargar vefsíður fyrir viðskiptavini sína. Hjá fyrirtækinu starfa 13 starfsmenn.

Viðskiptavinir

Við leggjum mikið upp úr góðum og persónlegum samskiptum við viðskiptavini okkar. Meðal viðskiptavina okkar eru:

Volcano Huts - nýtt í Stjórnvísi

The Volcano Huts are located in Húsadalur Valley in the Þórsmörk Nature Reserve in Iceland, right next to the Eyjafjallajökull Volcano & Glacier. The unique nature of the Þórsmörk area make this an ideal place for any nature and hiking enthusiast.

We offer accommodation, local food, tours and activities for groups and individuals. You can even host your event, meeting or conference here. You can stay in one of our private bedrooms, small cottages, shared mountain hut dormitories and camping grounds.

Þórsmörk Nature Reserve (pronounced Thorsmork in English) has one of Iceland’s most dynamic and beautiful landscapes, where active volcanoes and towering glaciers rise above the lush valleys below. The Þórsmörk area has endless hiking trails and is connected to the Landmannalaugar Nature Reserve via the Laugavegur hiking trail.

Netgíró - nýtt í Stjórnvísi

Netgíró býður íslenskum neytendum upp á einföld og örugg netviðskipti með nýrri tækni. Viðskiptavinur sem verslar vöru með greiðslumáta Netgíró fær vöru afhenta strax en þarf ekki að greiða vöruna fyrr en eftir 14 daga. Viðskiptavinurinn getur því handleikið vöruna áður en greitt er. Viðskiptavinurinn þarf ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar öryggisupplýsingar til netverslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt.

Netgíró sér svo um að greiða vöru til söluaðila hvort sem kaupandi greiðir á réttum tíma eða ekki.

Undirbúningur og þróun Netgíró hófst í ársbyrjun 2012 þegar stofnandi Netgíró, Andri Valur Hrólfsson, mótaði stefnu þess og hugmynd. Andri Valur hefur mikla reynslu í heimi greiðslumiðlunar og á að baki rúm 18 ár sem einn af framkvæmdastjórum hjá Valitor, áður VISA Ísland.

Kosmos & Kaos - nýtt í Stjórnvísi

Í upphafi var Kaos, formlausa tómarúmið hvaðan öll sköpun kom. Og Kaos gat Kosmos, alheiminn í formi.
ÞAÐ SEM VIÐ ERUM OG GERUM
Leiðin að markmiðum okkar er alsett góðum samskiptum, dugnaði, lýðræðislegum vinnubrögðum, vönduðum verkferlum og skapandi hugsun. Frumlegar vinnustofur okkar skapa í senn vingjarnlegt andrúmsloft fyrir starfsfólk og viðskiptavini og hvetja til góðra verka.

Og markmiðið er einfalt: Að veflausnir okkar séu ekki útgjaldaliðir í bókhaldi viðskiptavinanna, heldur skapi aukin verðmæti í rekstri.

Gerum stjórnunarráðgjöf - nýtt í Stjórnvísi

Sigurjón Þórðarson er stofnanadi fyrirtækisins Gerum.
Fyirtækið býður upp á fjölbreytta þjónustu:

Liðsheild, vinnudagar-vinnustofur, þjálfun-kennsla, ráðgjöf

Stefnumótun/strategía, ráðgjöf, umbótafundir, stórfundir, vinnudagar-vinnustofur

Stjórnun, leiðtogahæfni, stjórnunarstílar, persónuleg þróun, ráðgjöf

Fyrirlestrar, t.d.
Hvernig vinnufélagi er ég?
Orkufrekir viðskiptavinir
Breyta og breytast, hvað get ég gert?
Leiðtoginn og liðið
Af hverju skiptir liðsheildin máli?

Garuda, persónuleikakannanir

Arctic Adventures - nýtt í Stjórnvísi

About Arctic Adventures. Arctic Adventures is an Icelandic adventure and activity company with an emphasis on eco tourism and environmentally friendly trips in the amazing Icelandic nature.

Our story starts in way back in 1983 when a young couple, Villa & Bassi went white water rafting in Nepal and returned home with a head full of ideas. They started to explore rivers around Iceland with the aim of launching Iceland´s first adventure company, the Boatpeople They chose the Hvítá river on the Golden Circle and the Drumboddsstaðir (which today is the Drumbó Basecamp) farm as their base of operations. Ever since we have been rafting this beautiful river, closing in on 30 years of operation and still going strong!

Hlutverk fjármálastjóra er að verða mikilvægara og mikilvægara

Ölgerðin tók vel á móti Stjórnvísifélögum í hádeginu í dag á fundi um Stjórnunarreikningsskil. Þar fluttu þeir Páll Ríkharðsson, stjórnandi meistararnáms í vikðskiptadeild HR og Kristján Elvar Guðmundsson fjármálastjóri Ölgerðarinnar áhugaverða fyrirlestra.

Í erindi Páls kom fram að hlutverk fjármálastjóra hefur breyst mjög mikið á undanförnum árum. Markmið fjármálastjóra í dag er að veita öðrum stjórnendum bestu mögulegu upplýsingar til þess að þeirra deild/fyrirtæki nái samskeppnisforskoti. Hlutverk fjármálastjóra er því ekki lengur að vakta fjármál heldur að taka þátt í stefnumótun. Hlutverk fjármálastjóra er því stöðugt að verða mikilvægara. Hann sagði það líka alls ekki rétt að góður endurskoðandi geti endilega orðið góður fjármálastjóri eða öfugt. Stjórnunarreikningsskil eru nýyrði á Íslandi. er í fararbroddi á Íslandi hvað varðar nýtingu kostnaðarverðsreikningsskila.
Í erindi sínu fór Kristján yfir reynslu Ölgerðarinnar af þessu stjórnunarreikningsskilum ( management accounting).). Kristján hvetur alla stjórnendur Ölgerðarinnar til þess að vera eins þyrsta í upplýsingar og kostur er og lítur á hlutverk sitt að þjóna þeim sem best.
Stjórnvísi þakkar Ölgerðinni fyirr góðar móttökur.

Níutíu prósent 90% fyrirtækja eru ekki að ná þeim árangri sem þau ætla sér!

Guðrún Ragnarsdóttir framkvæmstjóri Strategíu hóf fyrirlestur sinn á að upplýsa að 90% fyrirtækja eru ekki að ná þeim árangri sem þau ætla sér. Meginástæðan er talin vera skortur á undirbúningi í stefnumótunarvinnunni. Guðrún líkti því við völundarhús að koma á stefnu, ákveðin leið inn og önnur út. Guðrún notar "Stefnuvitann" sem gerir kleift að skilja fyllilega hvað felst í að innleiða stefnuna. Vinnan hefst með því að send er út rafræn könnun á alla í fyrirtækinu sem gefur mynd af stöðumati. Þar færðu svör við því hvort þú ert með rétta starfsfólkið hvað varðar hæfni og getu, hvort miðlun upplýsinga sé rétt og hvort starfsfólk viti af hverju breytingar eru mikilvægar. Guðrún fór yfir þá átta þætti sem eru mældir. Mælingarnar eru ljósið sem vísar fyrirtækinu í gegnum völundarhúisð. Þær segja þér hvert þú ert að fara. Grunngildi stýra viðhorfi og menning er ekkert annað en hegðun.
Algengasta ástæðan fyrir að breytingar takast ekki er að ferlum er ekki breytt. Það er sagt að mjúku málin séu hörðu málin því í breytingastjórnun kallar 1/3 á rökstuðning og 2/3 á tilfinningar. Hver og einn verður að upplifa meiri ánægju en erfiði við breytingar. Mikilvægt er einnig að gleyma ekki umbuna og rýna ferlið sjálft. Í upphafi er gerð rafræn könnun til að sjá stöðuna og í lokin til að sjá hvað hefur breyst.

Hér má sjá myndir frá viðburðinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.637665336301420.1073741905.110576835676942&type=3&uploaded=16

Takmarkanir geta skapað virði. Grein í Mbl. höfundur: Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík

Takmarkanir geta skapað virði

Peter Drucker, oft nefndur maðurinn sem fann upp stjórnunarfræðin, talar um að það sé tvennt sem skapi fyrirtækjum virði, markaðssetning og nýsköpun. Forsenda nýsköpunar er sköpunargleði og er hún skilgreind sem eitthvað nýtt og nytsamlegt.
Samkvæmt könnun sem IBM gerði, með því að spyrja yfir 1500 framkvæmdastjóra víða um heiminn, þá er sköpunargleði það sem þarf til að ná árangri. Rannsóknir gefa til kynna að sköpunargleði og nýsköpun séu nauðsynlegir þættir fyrir samkeppnishæfni og áframhaldandi tilveru fyrirtækja. Höfundurinn Daniel Pink er sammála þessu og talar um í bók sinni A Whole New Mind að framtíðin muni tilheyra fólki sem er skapandi.
Efla má sköpunargleði á ýmsan máta, t.d. getur verið árangursríkt að nota takmarkanir til að ýta undir sköpun. Gott dæmi um það er þegar ritstjóri barnabókahöfundarins Dr. Seuss skoraði á hann að skrifa bók með einungis 50 mismunandi orðum. Dr. Seuss tók áskoruninni og úr varð Green Egg and Ham, ein mest selda enska barnabók allra tíma. Annað dæmi er þegar netfyrirtækið AppSumo setti takmarkanir á auglýsingakostnað fyrirtækisins, þ.e. að hann yrði lækkaður úr um 175 milljónum kr. í um 42 milljónir kr. á ári. Útkoman varð aukin sköpun og meiri árangur.
Hvaða takmarkanir getur þú nýtt þér í þessari viku til að efla sköpunargleði þína?

Birna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún rannsakar sköpunargleði og þjónandi forystu. Birna er einnig stjórnendamarkþjálfi, NLP practitioner og skrifar um sköpunargleði á www.valorokreo.com.

Capacent - Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri

Fundur var haldinn í morgun þann 19.febrúar hjá Capacent. Fyrirlesarar voru Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capcent.

Sagt var frá helstu breytingum á ISO 27001 staðlinum um stjórnkerfi upplýsingaöryggis, en sá staðall er nýkominn út.
Skilvirkt stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjálpar fyrirtækum að tengja saman helstu þætti er varða upplýsinga- og rekstaröryggi á hagkvæman máta. Í rekstri fyrirtækja getur þetta verið flókið viðfangsefni en sífellt meiri áhersla er lögð á markvissa og skilvirka nálgun við stjórnun. Margt er að varast, stefnan þarf að vera skýr og stjórnkerfi fellt að rekstri fyrirtækisins.

Glærur frá fundinum má nálgast hér undir ítarefni: http://stjornvisi.is/vidburdir/542

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Ólafi og Jóni fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Umsagnir sem gera gagn: Grein í Mbl. höfundur: Jóna Björk Sigurjónsdóttir, ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum

Umsagnir sem gera gagn
Í atvinnuleit gefa umsækjendur gjarnan upp nöfn umsagnaraðila. Þetta geta verið yfirmenn, samstarfsmenn, viðskiptavinir og kennarar. Umsagnaraðilar þurfa að þekkja umsækjandann vel og svara spurningum um hann. Gjarnan er spurt um tengsl við umsækjandann, starfstitil hans, ábyrgðarsvið, styrkleika, samskipti, starfslok og hvort yfirmaður myndi ráða hann aftur í starf. Flestir taka vel í að veita umsögn og vilja leggja sitt af mörkum til að góðir starfmenn geti náð áframhaldandi frama.
Ef þú ert í atvinnuleit getur verið gott að staldra við og íhuga hvernig þú tryggir að umsagnaraðilar þínir veiti gagnlega umsögn. Láttu umsagnaraðila fá eintak af ferilskránni þinni og segðu hvernig starfi þú ert að leita að.
Umsagnaraðilar segja gjarnan óhikað frá styrkleikum umsækjanda en vilja síður nefna það sem betur má fara. Mögulega vilja þeir ekki standa í vegi fyrir að umsækjandi fái starfið. Hins vegar hamlar það gagnsemi umsagna ef umsagnaraðilar gefa ekki upp „neikvæðar“ upplýsingar um umsækjendur. Gagnleg umsögn er ekki löng lofræðu um þig heldur upplýsingar um hvaða árangri þú hefur náð í starfi og hvað betur mátti fara hjá þér.
Þetta þarf ekki að koma sér illa fyrir umsækjanda. Hægt er að færa rök fyrir því að heiðarleg umsögn komi sér vel þegar upp er staðið. Engum er greiði gerður með því að vera ráðinn í starf sem hann ræður ekki við og líklega er meira mark tekið á raunhæfum umsögnum. Þegar öllu er á botninn hvolft er það frammistaða þín í starfi sem ræður úrslitum og það er þinn hagur að frá henni sé greint á heiðarlegan hátt.
Jóna Björk Sigurjónsdóttir er ráðgjafi hjá Capacent Ráðningum

Fræðandi fyrirlestur frá reynslubolta í miðlægri innkaupastýringu hjá Vodafone

Guðrún Gunnarsdóttir tók vel á móti faghóp um innkaup og innkaupastýringu í morgun. Guðrún hefur mikla reynslu í innkaupum og vann m.a. hjá Rikiskaupum í 5 ár. Velta Vodafone var 13 milljarðar 2013 og voru keyptar inn vörur fyir 4,1milljarð á árinu Það er því til mikils að vinna með hverju prósenti sem sparast í innkaupum. Hlutverk aðfangastjóra hjá Vodafone er að aðstoða sjtórnendur við úrvinnslu tilboða og að endursemja. Byrjað er á að skilja hver þörfin sé og síðan er farið í að greina birgjann. Sparnaður felst ekki alltaf í lægsta verði því verið er kanna hvort birginn er með þær vottanir sem til þarf, er hann góður í samskiptum o.fl. Vodafone er yfirleitt ekki með útboð heldur verðkönnun og eru alltaf að læra. Yfir 40 manns var boðið upp á samningatækninámskeið sem Aðalsteinn Leifsson stýrði og náði að heilla hvern einasta starfsmann. Þetta námskeið skilaði gríðarlegu miklu til starfsmanna Vodafone.
Hér má sjá myndir af viðburðinum: https://www.facebook.com/Stjornvisi/photos/a.633870196680934.1073741903.110576835676942/633870200014267/?type=3&theater

Samþætt Stjórnkerfi ISAL - ISO 9001, ISO 14001, OSHAS 18001 og LEAN

Fundur var haldinn í morgun þann 12.febrúar hjá ISAL. Fyrirlesari var Auður Ýr Sveinsdóttir, leiðtogi gæðamála og straumlínustjórnunar hjá ISAL. Hún sagði frá samþættu stjórnkerfi fyrirtækisins sem byggir á árangursstjórnun skv. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis- og öryggisstöðlum (ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001) og LEAN aðferðafræðinni.

Sagt var frá innleiðingu LEAN aðferðafræðarinnar og samþættingu hennar við fyrra stjórnkerfi ISAL; hvernig stöðugar umbætur eru notaðar til að bæta árangur og leysa vandamál; hvaða atriði eru mikilvægust í innleiðingu LEAN; hvaða jákvæðu áhrif hefur innleiðing LEAN haft á rekstur fyrirtækisins og hvað þarf til þess að LEAN geti lifað áfram í fyrirtækjum að mati stjórnenda ISAL.

Að lokinni kynningu og umræðum fengu gestir að fara í vettvangsferð til þess að skoða LEAN upplýsingatöflur.

Hér má sjá myndir af fundinum og vettvangsferðinni: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.633430276724926.1073741902.110576835676942&type=3&uploaded=42
Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Auði og samstarfsmönnum hennar fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir mætingu.

Næsti fundur er 19.febrúar næstkomandi sem ber heitið ,, Upplýsingaöryggi sem hluti af rekstri“. Fyrirlesarar eru Ólafur R. Rafnsson og Jón Kristinn Ragnarsson, ráðgjafar hjá Capacent.

Nánari upplýsingar og skráning hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/542

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Val á bókhalds-og upplýsingakerfi. Grein í Mbl. höfundur: Halldór Kr. Jónsson, sérfræðingur í upplýsingatæknimálum

Val á bókhalds- og upplýsingakerfi
Að velja nýtt bókhalds- og upplýsingakerfi er vandasamt verk og í raun er það eitt af grundvallaratriðum fyrir velgengni fyrirtækisins. Því miður eru enn of margir stjórnendur sem líta á bókhalds- og upplýsingakerfið sitt sem kostnaðarlið sem ber að halda í lágmarki. Þeir einblína fyrst og fremst á verð umfram getu og sitja þ.a.l. uppi með kerfi sem einungis er nýtt sem bókhaldskerfi, en ekki sem upplýsingakerfi. Slík hugsun og fjárfesting verður því aldrei annað en kostnaður. Dæmi eru líka um stjórnendur sem hafa offjárfest í slíkum kerfislausnum og keypt kerfi sem fyrirtækið hefur ekki þörf fyrir. Slík fjárfesting getur líka endað uppi sem kostnaður.
Kúnstin er að velja rétta kerfið fyrir reksturinn, þ.e.a.s. kerfi sem tekur ekki bara við upplýsingum heldur getur einnig unnið úr og birt verðmætar upplýsingar til baka. Rétt bókhalds- og upplýsingakerfi er það kerfi sem hentar stærð og starfssemi fyrirtækisins, getur vaxið með fyrirtækinu og getur fallið að stefnu þess. Rétt bókhalds- og upplýsingakerfi borgar sig upp með því að geta gefið til baka verðmætar upplýsingar um reksturinn svo að hægt sé að taka réttar ákvarðanir á réttum tíma.
Það er til hafsjór af lausnum á þessu sviði og alls ekki sjálfsagt mál að stjórnendur fyrirtækja séu færir um að velja rétta kostinn einir og óstuddir. Til þess eru til óháðir ráðgjafar sem hafa sérþekkingu á þessum hlutum, eru með menntun og jafnvel áratuga reynslu sem þeir geta miðlað til stjórnenda. Sú fjárfesting að fara í markvissa þarfagreiningu og fá rétta ráðgjöf getur ráðið úrslitum um það hvort val á bókhalds- og upplýsingakerfi verði bara kostnaður eða hagsældarskref.

Halldór Kr Jónsson
Viðskipta- og kerfisfræðingur
Sérfræðingur í upplýsingatæknimálum

Starfsmenn RB skilgreina hver og einn sitt mikilvægasta markmið í vinnunni.

Friðrik Þór Snorrason forstjóri RB tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun og fór yfir sjö lykilatriði í breytingum. RB hefur þróað og rekið öll megin greiðslukerfi landsins og mörg af meginkerfum sem bankar nota í sínum daglega rekstri. Styrkleiki RB er að þeir búa yfir mikilli þekkingu og reynslu. Friðrik Þór leggur mikla áherslu á heilbrið samskipti og samvinnu. Hann gerir miklar kröfur til stjórnenda, vill skapa rýni og traust og að stjórnendur taki eignarhald á sínum vandamálum. Þegar Friðrik Þór hóf störf hjá RB tók hann viðtöl við alla starfsmenn á þremur vikum, fór yfir styrkleika og veikleika. Friðrik leggur mikla áherslu á að hver og einn starfsmaður setji verkefni sitt í stærra samhengi. Í dag er RB með ISO 27001 vottun og PCI vottun. Öryggi er annaðhvort núll eða 1 og því stefna þeir að 100% öryggi. Sigurður Örn Gunnarsson þjónustustjóri RB fjallaði á hressilean hátt um innleiðingu stefnu og þá aðferðafræði sem RB hefur tileinkað sér, 4DX eða 4 Disciplines of Execution (frá Franklin Covey). Þar greinir hver og einn starfsmaður frá því hvert er hans mikilvægasta markmið í vinnunni. Spyr sjálfan sig: "Hvernig hef ég áhrif?" Hver og ein deild skilgreinir sín markmið, hvert svið og öll eiga þau sammerkt að styrkja heildarmarkmið RB.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?