Fréttir og pistlar

Innleiðing 27001 öryggisstaðalsins hjá fyrirtækinu Umslagi ehf

Fundur var haldinn í morgun þann 2.apríl hjá Umslagi. Fyrirlesari var Ingvar Hjálmarsson gæðastjóri hjá Umslagi.

Fyrirtækið Umslag fékk ISO 27001 öryggisvottun í maí árið 2013. Farið var yfir hver var ástæða þess að fyrirtækið ákvað að taka upp staðalinn og hvernig innleiðingin og starfið gekk fyrir sig og hvaða breytingar hafa orðið á rekstri fyrirtækisins. Farið var yfir skrif öryggishandbókar, starf öryggishóps, hvernig verk- og stoðferlar voru útbúnir og þeim fylgt eftir í framhaldi, hvernig innri úttektir hafa gengið og hvernig undirbúningi þarf að vera háttað þegar úttektaraðilar frá þriðja aðila mæta á svæðið og meta hvernig til hefur tekist. Í lok fundarins fengu fundargestir tækifæri á að skoða verksmiðjuna.

Fyrir hönd stjórnarinnar vil ég þakka Ingvari fyrir áhugavert erindi og einnig vil ég þakka Stjórnvísi félögum fyrir góða mætingu.

Myndir frá fundinum má sjá hér: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.657744130960207.1073741917.110576835676942&type=3&uploaded=10

Glærur frá fundinum má finna hér undir ítarefni:
http://stjornvisi.is/vidburdir/512

Með kveðju,
Áslaug D. Benónýsdóttir
formaður faghóps um ISO staðla og vottanir

Stjórnandinn sem sat uppi með alla apana.

Herdís Pála tók framkvæmdastjóri mannauðssviðs RB tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun og hóf fundinn á að segja skemmtilega sögu af stjórnanda sem alltaf var viljugur til að taka að sér alls kyns verkefni sem samstarfsmenn komu með til hans en hvert verkefni var „einn api“. Þegar helgarfríið kom og hann var á leið heim í bílnum keyrði hann fram hjá golfvelli þar sem hann sá hóp fólks vera að spila golf. Hann leit öfundaraugum á fólkið og hugsaði með sér, það verður lítið um helgarfrí hjá mér með alla þessa vinnu framundan. Þegar hann leit nánar á hópinn sá hann að þetta voru allt samstarfsmenn. Hann fór því heim með alla apana með sér á meðan að hinir voru búnir að losa sig við þá. Herdís Pála sagðist sjálf hafa upplifað þessa tilfinningu áður en hún hóf nám í markþjálfun.
Einfaldasta formið við markþjálfun er að spyrja til baka. Hætta að vera að gefa öll svörin sjálfur heldur spyrja til baka og þá koma hugmyndir sem eru miklu betri. Einfaldleikinn skiptir mjög miklu. Herdísi Pálu fannst hún ná að setja saman kennaranámið sitt og MBA námið, nálgun við fólk og tól og tæki í markþjálfuninni. Með markþjálfuninni er spurt beinna spurninga, þú kemst fyrr að kjarnanum. Markþjálfunin nýtist við að ná sameiginlegri sátt eða sýn eða láta hópa stilla sig saman, Allt verður miklu strategiskara. Eitt form sem er mikið notað er að greina þ.e. hvert er verkefnið, vandamálið, áskorunin, það er hellings sigur unnin við það. Þá er miklu betra að finn leiðina, hvaða möguleikar eru í stöðunni. Allir glíma við að ná fókus. Er eitthvað sem hindrar okkur í að ná árangri. Oftar en ekki kemst fólk að því að það sem hindrar er maður sjálfur. Markþjálfun getur leyst svo margt vel. Í náminu lærði Herdís á mörg tól og tæki. Eitt er myndlíking þ.e. að að sjá myndlíkingar og sögur. Ef frammistaða er ekki nægilega góð er góð aðferð að segja dæmisögu t.d. um froskana. Fimm froskar sátu á trjádrumbi, þrír ákváðu að stökkva og hvað voru margir eftir? Fimm, því þessir þrír höfðu einungis ákveðið að stökkva en gerður það hins vegar ekki. Nota sögur. Ef starfsmaðurinn ákveður leiðina sjálfur er hann miklu meira til, ekki gefa lausnina heldur láta starfsmennina finna hana sjálfur. Hver og einn einstaklingur hefur svörin sjálfur. Þú veist þetta, enginn þarf að segja þér þetta, markþjálfinn hjálpar fólki að finna. Þú breytir eigin hegðun frekar ef þú ákveður það sjálfur.
Markþjálfun er gott að fara í með heilum deildum. Markþjálfun er ekki bara einn og einn. Hópurinn á að koma með tillögu hvernig á að gera og hverju á að breyta. ICF alþjóðleg markþjálfasamtök hafa gert rannsóknir á arðsemi þjálfunarinnar. 96% sem nýta sér markþjálfun ætla að gera það aftur. Ávinningurinn er svo mikill, rannsóknir sýna arðsemi.

Í ákveðnum aðstæðum þarftu að kalla til ytri markþjálfa vegna þess að það eru hagsmunaárekstrar. Stundum er kostur að hafa innri markþjálfa, Herdís Pála er oftar hrifin af ytri markþjálfun. Gott að hafa innri markþjálfun fyrir nýja stjórnendur. En í öðrum tilfellum ytri markþjálfun. Markþjálfun er ekkert endilega til að nota þar sem eitthvað er að heldur líka til að fókusera sig.
Einar Birkir framkvæmdastjóri hjá RB deildi reynslusögum af því hvernig er að nýta markþjálfun og sagði að það væri frábært að hafa mannauðsstjóra sem hefur farið í gegnum markþjálfun.

Forvarnarráðstefna í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Faghópur um umhverfi og öryggi vekur athygli á Forvarnarráðstefnu í menningarhúsinu Hofi á Akureyri

Þann 2. apríl næstkomandi verður haldin opin ráðstefna um öryggismál og forvarnir fyrirtækja í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þetta er í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er haldin norðan heiða. Tilgangurinn með ráðstefnunni er að efla umræðu og miðla þekkingu og reynslu um öryggismál og forvarnir fyrirtækja, sveitarfélaga sem og stofnana.

Þetta er sameiginleg ráðstefna VÍS og Vinnueftirlits ríkisins sem hafa undanfarin 5 ár haldið sambærilega ráðstefnu árlega í Reykjavík við góðar undirtektir en 300 manns tóku þátt í síðust ráðstefnu.

Á ráðstefnunni á Akureyri verða flutt erindi er lúta að öryggismálum starsfmanna, vinnuslysum, eldvörnum fyrirtækja, öryggismálum lítilla fyrirtækja og umfjöllun um reynslu fyrirtækja og sveitarfélaga í að koma skipulagi á öryggismál sín.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að sem fyrirlesarar séu af Norðurlandi og munu þeir deila reynslu og þekkingu sinni í forvörnum fyrirtækja. Einnig mun ungur maður sem lenti í alvarlegu vinnuslysi ávarpa ráðstefnugesti.

Hér fyrir neðan er hægt að smella á vef-borðann til að sjá ráðstefnudagskrána og skrá sig til þátttöku.

Hvetjum alla að gera það tímanlega því það er takmarkaður sætafjöldi.

Smelltu á linkinn til að bóka þig:

http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-a-akureyri-2014/

Frammúrskarandi þjónusta fyrirtækja og stofnana. Grein í Viðskiptablaði Mbl. höfundar: Kristján F. Guðjónsson, verkefnastjóri árangursstjórnunar ÁTVR og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR

Frammúrskarandi þjónusta fyrirtækja og stofnana
Þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir
„Markmiðið með umbótum í ríkisrekstri er að gera þjónustu hins opinbera við almenning og atvinnulíf eins góða og kostur er með þeim fjármunum sem til ráðstöfunar eru hverju sinni“.
Þjónustustefna ÁTVR byggir á því að setja viðskiptavininn í öndvegi og tökum mið af væntingum hans. Hún einkennist af lipurð, gagnsæi og hlutleysi þar sem lögð er áhersla á fræðslu. Hvað vöruúrval okkar snertir þá á það að vera áhugavert og fjölbreytt og byggja á gæðum og ábyrgð.
Til að uppfylla þessar skuldbindingar leggur allt starfsfólk ÁTVR metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum frammúrskarandi þjónusta með lipurð og jákvæðni. Jafnframt hefur það skuldbundið sig til að bæta þekkingu sína, viðhorf og hæfni og miðla því til annarra.
Á síðasta ári fengu Vínbúðirnar 6.000 ábendingar frá viðskiptavinum úr þessum könnunum. Allar þessar athugasemdir hafa verið teknar til skoðunar og síðan settar í framkvæmd þær úrbætur sem líklegar eru til að bæta reksturinn fyrirtækisins.
Árið 2010 var tekið upp Skorkort Vínbúðanna til viðbótar við þau skorkort sem fyrir voru. Skorkortið sem er einstakt mælitæki, hjálpar okkur að fylgja málum betur eftir. Þau sýna jafnframt mánaðarlega frammistöðu Vínbúðanna. Í lok hvers árs eru verðlaun veitt þeim Vínbúðum sem skara fram úr af þeim 48 Vínbúðum sem ÁTVR rekur um allt land.
Reglulegar mælingar og kannanir sýna að mikill árangur getur náðst með hjálp skorkorta þar sem meðal annars ábendingar viðskiptavina og birgja endurspeglast í árangrinum.
Það var því engin tilviljun að Vínbúðirnar eftir góðan árangur undanfarinna ára náðu því markmiði að fá hæstu einkunn allra fyrirtækja í niðurstöðu Íslensku ánægjuvogarinnar eða einkunnina 74,1.

Gildin eru límið sem heldur starfsmönnum Veritas saman!

Hrund Rúdólfsdóttir forstjóri Veritas sagði í upphafi fundar í Veritas í morgun að gildin væru límið sem héldi starfsmönnum Veritas saman. Vilborg Gunnarsdóttir starfsmannastjóri Veritas sagði okkur frá því að starfsmannafjöldi í dag er 177 starfsmenn. Mannauðsstjóri hefur umsjón með stefnumótun málaflokksins, ráðningar, framkvæmd og undirbúning frammistöðumats, starfsþróun. Þau eru alltaf að mæla, taka þátt í VR könnun með öllum starfsmönnum og gera reglulega mælingar. Þau mæla starfsánægju vegna þess að Veritas vill að starfsfólkinu líði vel í vinnunni, geti tjáð sig nafnlaust, sjá hvar er hæg tað gera betur og tækifæri til úrbóta, hvað eru starfsmenn ánægðastir með,
En hvers vegna er Veritas með gildi? Þau eru leiðarljós í þeirra starfi og segja til um hvernig við gerum hlutina. Þau sameina viðhorf okkar og hegðun, þau lýsa menningu fyrirtækisins og stuðla að einingu á meðal starfsmanna. Veritas heldur starfsmannafundi vikulega þar sem allt er rætt, gildin hjálpa til við ákvarðanatöku og svara því hvað er verið að gera rétt og hvað ekki. Fyrirtæki með sterka gildahefð sýna betri rekstrarárangur. Gildi Veritas eru Áreiðanleiki: standa við gefin loforð og vinna af heilindum með fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi, Hreinskiptni: gefa skýr skilaboð og segja það sem í brjósti býr á nærgætinn og uppbyggilegan máta, Framsækni: löngun og viðleitni til að vaxa, þroskast og gera betur.
Í Veritas eru samskipti opin og óformleg.Vilja virkja skoðanir sem flestra og að þeim sé komið á framfæri. Vilja örva gagnrýna hugsun. Varðandi framsækni þá er alltaf verið að leita leiða til að gera betur, endanleg lausn er ekki til.
Markmið með gildavinnunni er að allir starfsmen þekki gildin. Gildin urðu til í vinnu starfsmanna haustið 2005, þá hét fyrirtækið Vistor. Í ársbyrjun 2007 var gildavinnustofa, upprifjun. Veturinn 2010 var síðan farið í að vinna með hvert fyrirtæki fyrir sig.. Þá komust að því að gildin ættu að vera þau sömu fyrir alla. Árið 2ö11 var undirbúningshópur myndaður og teknir vikulegir fundir. Fengu Vert almannatengsl til liðs við sig. Þeir fóru í að koma með sýnileika og frábærar hugmyndir komu fram. Vildu virkja alla starfsmenn og hafavinnuna skemmtilega.Undirbúningsnefndin fór í allar deildir og kynnti vinnuna. Vert kom með hugmynd um að teikna táknin. Augað=framsæknin, hefur auga fyrir öllu, athugasemdatákn=hreinskiptni, möguleikinn að tjá sig um hvaðeina, og þumallinn upp=
Haldin var ljósmyndasamkeppni um að túlka gildin, húsnæðið skreytt, flott partý haldið, skjáhvílur voru með gildin, matseðlarnir. Gildin voru síðan á dagskrá allra föstudagsfunda. Allir starfsmenn tóku þátt í að kynna gildin með alls kyns kynningum, video, leikhóp, söng o.fl. ótrúlega skemmtilegt að einn hópurinn túlkaði gildin . Framkvæmdastjórar voru mjög virkir í vinnunni.
Haldin er nýliðafræðsla um gildin. Þau halda síðan fund og kalla til sín eldri starfsmenn og fá hjálp hjá þeim. Þessi vinna er kynnt á starfsmannafundi. .
En til hvers er Veritas svo að þessu. Þetta er langtímaverkefni sem aldrei lýkur. Stjórnendur samstæðunnar gegna lykil hlutverki og verða að vera góðar fyrirmyndir, vísa reglulega til gildanna i ræðu og rit. Frammistaða er metin út frá gildum. Notað sem annar ásinn þ.e. er viðkomandi árangursdrifinn, er hann hreinskiptin, og framsækinn.

Er fyrirtækið þitt eitt af hverju 10 sem nær árangri við innleiðingu breytinga? Grein í Mbl. höfundur: Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu

Er fyrirtækið þitt eitt af hverju 10 sem nær árangri við innleiðingu breytinga?
Rannsóknir sýna að 90% fyrirtækja ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér við innleiðingu breytinga. Það er ekki þar með sagt að fyrirtæki nái engum árangri en því miður er hann langt frá því að vera sá sem menn ætla sér þegar lagt er af stað.
En hvað er til ráða? Í rauninni er þetta ekkert flóknara en að undirbúa sig fyrir maraþon. Árangursrík innleiðing á breytingum kallar á markvissan undirbúning þar sem helstu lykilþættir breytingarferilsins eru greindir og nauðsynlegar aðgerðir skilgreindar.
Stefnuvitinn (e. The Implementation Compass™) er verkfæri sem hjálpar fyrirtækjum í að undirbúa innleiðingu breytinga þannig að hægt sé að hámarka árangur breytinganna. Stefnuvitinn samanstendur af 8 þáttum: mannauður sem þarf að vera til staðar, framtíðarsýnin varðandi breytingarnar, upplýsingamiðlun, mælingar á árangri, nauðsynleg menning, skilgreining ferla, eftirfylgni og rýni á ferlinu.
Mikilvægt er að átta sig á stöðu mála áður en hafist er handa við innleiðingu breytinganna. Hver þáttur er metinn sérstaklega með því að leggja ákveðnar spurningar fyrir þá starfsmenn sem munu taka þátt í breytingarferlinu.

Segja má að Stefnuvitinn sé ígildi áttavita sem nauðsynlegur er til að rata í gegnum völundarhús breytinga. Við vitum öll að það er ákveðin leið inn í völundarhúsið og ákveðin leið út, en á vegferðinni leynast ýmsar hindranir eða áskoranir. Hins vegar eru þær yfirstíganlega ef vel er vandað til verks.

Á Strategíudeginum 21. maí n.k. mun Robin Speculand hugmyndasmiður Stefnuvitans halda erindi en sá dagur verður kynnt nánar þegar nær dregur.

Guðrún Ragnarsdóttir
Ráðgjafi hjá Strategíu

Hálfur annar kvenaskur í karlaski

Atli Atlason - deildarstjóri kjaradeildar fjármálaskrifstofu og Helga Björg Ragnarsdóttir - skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara fjölluðu í morgun um aðgerðir gegn kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg.
Umfjöllunin hefur verið flókin, heildarlaunamunur á bilinu 8,1% - 16,1% árin 1995-2012. 2010 var skipaður starfshópur um kynbundinn launamun. Tillögur komu um: aukna áherslu á starfsmat, yfirferð á starfsheitum, aukið eftirlit, fræðsluátak, reglulega úttekt á kynbundnum launamun, aukið jafnvægi fjölskyldu-og atvinnulífs.
Aðgerðarhópur greindi fyrirliggjandi gögn. Niðurstöður aðgerðarhópsins voru í samræmi við fyrri niðurstöður. Hlutfallslega fleiri karlar fá greiðslur vegna yfirvinnu og aksturs en konur, þeir voru endilega ekki með hærri aksturssamninga. Háskólamenntað starfsfólk er líklegra til að vera með aksturssamninga. 75% starfsmanna borgarinnar eru konur og 25% karlar. Niðurstaða aðgerðahópsins var kynnt í borgarráði í september 2013 og vísað til borgarstjórnar. Verkefnið er langhlaup frekar en spretthlaup. Í fyrsta lagi var farið í fræðsluátak með stjórnendum. Vildu ná til allra sem eru stjórnendur með mannaforráð sem úthluta yfirtímum og akstri. Stjórnendur voru skyldaðir til að mæta. Þorlákur Karlsson fór yfir kannanir hjá borginni og aðrar kannanir. Markmiðið var að ná til stjórnenda og að allir hefðu sömu túlkun. Farið var yfir jafnlaunastaðal, mannauðsstefnu o.fl. Viðhorf stjórnenda skipta gríðarlegu máli er varðar jafnlaun. Eru að innleiða: „quick view“
Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands sagði frá því að fram undir 1940 voru laun verkakvenna um 1/3 lægri en verkakarla fram til 1940. Fyrstu heildstæðu lögin um launajöfnuð 1961. Síðan fyrstu lögin voru sett er liðin hálf öld og því er spurningin á hverju strandar? Um skyldufæði handa vinnufólki segir í Búalögum og Jónsbók(1281) konur 5 merkur af hvítum mat á dag í aski, karlar 7,5 merkur af hvítum mat á dag í aski eða hálfur annar kvenaskur í karlaski. Í dag mælist aukinn launamunur eftir aldri. Það er uppsafnaður aðstöðumunur yfir ævina. Hann fer vaxandi eftir aldri. Uppsafnaður launamunur hjá konum fæddar 1940 er hærri. Menntunarbilinu hefur verið lokað. 31% kvenna eru með grunnmenntun á 28% karla, 28% kvenna með starfs-og framhaldsmenntun á móti 43% hjá körlum, háskólamenntun 41% konur á móti 29% hjá körlum. Tveir af hverjum þremur sem útskrifast úr háskola í dag eru konur. Gríðarleg kynjaskipting er á vinnumarkaðnum. Karlar eru oftar stjórnendur og embættismenn, konur oftar sérfræðingar og sérmenntað starfsfólk. Talnasafn hagstofunnar hefur að geyma mjög mikið af gögnum. Hverjar eru málefnalegar skýringar? Gera greinarmun á launamyndun og ómálaefnalegum kynbundnum launamun. Hjúskaparstaða og börn hafa jákvæð áhrif á karla en neikvæð á konur. Nota þarf eigindlega rannsókn til að kanna það. Konur sækjast ekki eftir launahækkunum. Ekki nógu duglegar að berja í borðið, of hógværar, of hlédrægar og gera minni kröfur. Atvinnurekendur bera ábyrgð á að mismuna fólki ekki í launum. Skv. Könnum BSRB 2012 eru konur ósáttari við laun sín en karlar.

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2014

Myndatexti: Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU , Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fimmta skipti í gær og afhenti forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson verðlaunin við hátíðlega athöfn í Veisluturninum í Kópavogi. Rúmlega 50 stjórnendur voru tilnefndirhttp://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2014 . Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2014 eru Elínrós Líndal, stofnandi og listrænn stjórnandi fatahönnunarfyrirtækisins ELLU , Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri bráðasviðs Landspítala og Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Stjórnunarverðlaunin eru veitt árlega stjórnendum sem þykja hafa skarað framúr á sínu sviði. Félagar í Stjórnvísi tilnefna og rökstyðja millistjórnendur, yfirstjórnendur og frumkvöðla í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi. Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru aðilar að Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs. http://www.stjornvisi.is
Hér má sjá myndir frá viðburðinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.647556965312257.1073741912.110576835676942&type=3&uploaded=35
http://www.vb.is/frettir/102949/
http://www.landspitali.is/Um-LSH/Frettir-og-vidburdir/Frettasafn/Frett/?NewsId=146933b4-aaa7-11e3-864a-005056be0005
http://www.or.is/um-or/frettir-og-tilkynningar/forstjori-orkuveitunnar-stjornandi-arsins
http://www.visir.is/stjornunarverdlaun-stjornvisi-afhent-i-fimmta-sinn/article/2014140319446
http://www.vb.is/frettir/102942/

Metnaðarfullt starf í ráðuneytunum

Steinunn Halldórsdóttir, Héðinn Unnsteinsson og Sif Guðjónsdóttir, sérfræðingar hjá forsætisráðuneytinu kynntu einstaklega áhugaverðar breytingar í ráðuneytunum átta sem varða breytt og bætt verklag og var hvatinn vilji til að samhæfa.
Í dag eru 8 sjálfstæð ráðuneyti með 529 stöðugildi. Í forsætisráðuneytinu starfa 34 og er Steinunn Halldórsdóttir verkefnisstjóri hjá forsætisráðuneytinu frá 2010 og formaður verkefnastjórnunarfélags Íslands frá 2013.
Settur hefur verið á stofn 1. Stjórnsýsluskóli Stjórnarráðsins 2. Siðareglur fyrir starfsmenn og raðherra 3. Hæfnisnefndir sem meta umsækjendur um embætti 4. Verkefnastjórnun í öllum ráðuneytum. Mikil vakning hefur orðið um verkefnastjórnun á vegum Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðsins og sóttu 190 manns námskeið 2012-13.
Í handbókinni er skilgreint hvað er verkefni. Lykilatriði til að gangi vel er 1. Handbókin 2. Eyðublað fyrir verkefnisáætlun í skjalasafni allra ráðuneyta 3. Námskeið á vegum Stjórnsýsluskóla Stjórnarráðuneytisins. Fólk utan ráðuneyta getur fundið handbókina því hún er á vef forsætisráðuneytisins og opin öllum. Í starfshópnum sem gaf út handbókina voru fulltrúar frá öllum ráðuneytum. Undanfarið er unnið að uppfærslu og endurskoðun á frumvarpahandbók.

Greina þarf betur hagræðingarmöguleika sameiningar og ákveða tölulega mælikvarða.

Á fundi faghóps um breytingastjórnun í morgun hjá Endurmenntun HÍ kom fram að rannsóknir staðfesta að 90% þeirra fyrirtækja/stofnana sem fara í sameiningar ná ekki þeim árangri sem þau ætla sér. Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi hjá Strategíu sagði að ástæða þess að breytingar takast ekki eru 1. Sameining er ekki nógu vel undirbúin 2.framtíðarsýn ekki nægilega skýr 3. Mælanleg markmið skorti 4. Áætlunargerð ófullkomin 5. Ekki gert ráð fyrir kostnaði við sameiningu.

Mikilvægt er að stofna samráðshópa sem leggja mat á ávinning sameiningar. Skýr markmið með sameiningu - oft að auka hagræðingu. Oft vantar að setja fram fjárhagsleg markmið með sameiningunni. Breytingar eru eins og að rata í gegnum völdunarhús. Þá kemur „Stefnuvitinn“ að góðu gagni. Stefnuvitinn gerir kleift að meta styrkleika og veikleika. Matið gengur út á að spyrja ákveðinna spurninganna. (stigagjöf 1minnst 10 mest) 1. Mannauður - ertu með rétta starfsfólkið hvað varðar hæfni og getu? Hefur það hvatninguna sem þar til að innleiða breytingarnar? Veit starfsfólkið af hverju breytingarnar eru mikilvægar?
Í breytingum eru 20% kyndilberar 20% skemmdarvargar og 60% grúppíur eða gagnnjósnarar. Markmiðið er að ná öllum í að vera kyndilberar. Passa þarf upp á að kyndilberarnir séu að fara í rétta átt. Það er alls ekki einstaklingsbundið hverjir eru kyndilberar. Stjórnendur þurfa að gæta sín á að setja orkuna í kyndilberana ekki orkusugurnar eða skemmdarvargana.
Fjögur atriði þurfa að vera til staðar 1. Skilgreindu af hverju er þörf á breytingum 2. Hvaða tækifæri eru í þessu fyrir starfsfólkið 3.Hvað er ætlast til af starfsfólkinu 4. Útvegaðu tækin og tólin sem þarf til að ná árangri. Því meira sem fólk fær að taka þátt í umræðu og hafa áhrif því ánægðara er það.
Mælingarnar eru ljósið sem vísar fyrirtækinu í gegnumvölundarhúsið. Þær segja hvert þú ert að fara og hvenær þú þarftað leiðrétta stefnuna. Skilgreina þarf stefnumótandi og rekstrarlega mælikvarða.
Það er oft sagt að mjúku málin séu hörðu málin. Breytingastjórnun kallar á 1/3 rökhugsun og 2/3 tilfinningar. E þú vilt að starfsfólk tileinki sér breytingarnar verður það að upplifa meiri ánægju en erfiði. Muna eftir fimm spurninga prófinu er eitthvað sem við ætlum að gera 1.meira af 2.minna af 3.halda áfram að gera 4. Hætta að gera.

Árangursmælingar. Grein í Viðskiptablaði Mbl. höfundar: Kristján F. Guðjónsson, verkefnastjóri árangursstjórnunar ÁTVR og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR

Árangursmælingar
Þú getur ekki stjórnað því sem þú ekki mælir.
Í 7. gr. reglugerðar frá 2004 um framkvæmd fjárlaga er fjallað um áætlanagerð stofnana, með tilvísan til áherslna og markmiðssetningar um árangursstjórnun. Til að uppfylla þessa kröfu hefur frá árinu 2004 verið unnið með stefnumiðað skorkort hjá Áfengis og tóbaksverslun Ríkisins (ÁTVR).
Skorkortið er notað sem stjórntæki við rekstur fyrirtækisins. Það er verkfæri sem veitir stjórnendum heildarsýn yfir starfsemina og samhæfir aðgerðir starfsmanna. Ef vel tekst til myndast árangursdrifin fyrirtækjamenning, þar sem framkvæmd stefnu er í höndum allra starfsmanna. Með því að breyta
stefnunni í markmið og mælingar opnast nýjar leiðir til árangurs.
Reglulegar mælingar og kannanir sannreyna að miklum árangri hefur verið náð í að innleiða stefnu fyrirtækisins með hjálp skorkorta.
Fyrir fjórum árum var hannað verkfæri sem kallað hefur verið „Skorkort Vínbúðanna“. Það er í grunneðli sínu einkunnakerfi á skalanum 1-10, samansett úr mikilvægustu þáttunum í rekstri Vínbúðanna.
Skorkortið uppfærist að hluta til sjálfvirkt og tekur gögn úr ýmsum kerfum og gagnateningum sem notuð eru hjá ÁTVR.
Reglulegar mælingar og kannanir sýna svo ekki verður um villst að miklum árangri hefur verið náð í að innleiða stefnu og stefnumið fyrirtækisins með hjálp skorkorta.
Síðustu ár hefur ÁTVR hlotið hæstu einkunn fyrirtækja á smásölumarkaði í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar sem Capacent, Stjórnvísi og Samtök iðnaðarins standa árlega að.
Mælingarnar hafa leitt til þess að:
. Færri unnir tímar eru á hverja selda einingu
. Viðskiptavinir gefa þjónustunni hærri einkunn
. Meiri hagnaður er af rekstrinum
. Ánægja starfsfólks eykst
. Minni vörurýrnun og meiri veltuhraði
. Oftar spurt um aldur viðskiptavina og þar með eykst samfélagsleg ábyrgð fyrirtækisins.

Flugumferðin alltaf að aukast og ný reglugerð tekur gildi 8.apríl nk.

Sveinn V. Ólafsson, fagstjóri öryggisáætlana og umhverfismála hjá Samgöngustofu hélt í morgun fyrirlestur um mikilvægi og kröfur til stjórnkerfa í flugtengdum rekstri. Sveinn kom inn á gæðakerfi, áhættustjórnun, skipulag, ábyrgðarmenn og fl.
Flugumferðin er alltaf að aukast. Möguleiki er að reka flugleiðsögu skv. 9001 forskriftinni. Nú er að koma ný reglugerð um flugrekstur (Air Operations). ORO.GEN.200 Management system. Í reglugerðinni er rætt um stjórnkerfi (management system) ekki gæðakerfi. Þar er lagt fram eitt stjórnkerfi þar sem á að skilgreina ábyrgð, hver er í fyrirsvari fyrir viðkomandi málefni. Í ISO er alltaf talað um æðstu stjórnendur en í fluginu er alltaf talað um hver er í fyrirsvari (accountability). Samgöngustofa er yfirleitt i sambandi við gæðastjóra, tæknistjóra og flugrekstrarstjóra en ekki þann sem er í forsvari. Í reglugerðinni sem tekur gildi 8.apríl er mikil vinna í gangi núna. Öryggisstjórnunarkerfi gengur að finna hættur, tilgreina þær og afgreiða þær á þann hátt að hægt sé að lágmarka hættuna af viðkomandi hættu. Krafa er um að greina ferlin.
ISO er alltaf að hugsa um viðskiptavininn. Flugið hugsar um öryggið ekki gæðin við viðskiptavininn, það er í höndum annarra. ISO 9001 er með þetta allt en ekki risk management. Í reglugerðinni er alveg skýrt að accountable manager er eigandinn ekki gæðastjórinn. Gæðastjórinn er að monitora.
Hér má sjá myndir af viðburðinum:

Stjórn faghóps um ISO þakkar Sveini V. Ólafssyni fyrir áhugaverðan fyrirlestur og Staðlaráði Íslands fyrir frábærar móttökur og gott kaffi.
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.643874502347170.1073741910.110576835676942&type=3&uploaded=14

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 voru kynntar í morgun á Grand hótel. Vínbúðin var með hæstu einkunn.

Myndatexti: Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar HS orku, Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova og Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Í dag, 28. febrúar 2013, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 kynntar og er þetta fimmtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 21 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1300 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis. Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi í ár að einungis var afhent viðurkenning til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með
hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en þess með næst hæstu einkunnina. Í ár var því afhent viðurkenning í tveimur flokkum; raforkumarkaði þar sem HS orka fékk viðurkenningu með 62,9 stig af 100 mögulegum og farsímamarkaði þar sem Nova var með marktækt hæstu einkunnina, 72,6 stig. Ekki voru afhentar viðurkenningar á bankamarkaði, tryggingamarkaði, í flokki olíufélaga eða fyrir sigurvegara ársins, en ÁTVR mældist með hæstu einkunnina í ár, 74,1, sem reyndist ekki tölfræðilega
marktækt hærri en einkunn Nova, sem var næsthæst. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá hér: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin
Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem einnig voru kynntar nú í morgun:

  1. Merki Íslensku ánægjuvogarinnar er í eigu félagsins Íslenska ánægjuvogin. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Capacent ehf., Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísis.
  2. Þau fyrirtæki sem nafngreind eru í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar mega nota merkið í auglýsingum og kynningarefni að því gefnu að upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd séu réttar.
  3. Aðeins getur fyrirtæki sagst vera sigurvegari eða með ánægðustu viðskiptavinina á markaði ef ánægjuvogareinkunn þess er marktækt hæsta einkunnin í viðkomandi atvinnugrein. Að jafnaði er tölfræðilega marktækur munur á einkunnum aðeins til staðar ef munurinn nær um 3 stigum á 100 punkta kvarða og er þá miðað við 95% vissu.

Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Vilborg Helga Harðardóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401074/8601074, netfang vilborg.hardardottir@capacent.is. Upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina má
finna á: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin.
Hér má sjá myndir af viðburðinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.641596435908310.1073741909.110576835676942&type=3&uploaded=32

Einelti: Gerendur eru í 72% hlutfalla yfirmenn - einelti er óbeinn kostnaður!

Hildur Jakobína Gísladóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Heilbrigðir stjórnarhættir flutti Stjórnvísifélögum áhugaverðan fyrirlestur í HÍ í morgun. Einelti er ofbeldi segir Hildur Jakobína en hugtakið "Einelti" byrjar með þýskum lækni Hanz Leyman. Í kjölfarið byrjaði fréttamaður hjá BBC Andrea Adams að rannsaka einelti í bönkum. Einelti er mannleg hegðun en það var ekki fyrr en 2004 sem kom reglugerð um aðgerðir á Íslandi gegn einelti. Hjónin Ruth og Gary N. komu á fót stofnun um einelti og hafa gefið út bók sem Hildur Jakobína hvetur alla til að lesa "Bully". Hjónin Ruth og Gary kenna í háskólum kúrs um hvernig tekist er á við einelti.
Einelti er kerfisbundin hegðun með það að markmiði að einhverjum líði illa. Mikilvægast er á vinnustöðum að æðslu stjórnendur viðurkenni að tekið sé á einelti og það kynnt starfsmönnum.
Einelti er ein tegund ofbeldis sem hefur gífurleg áhrif á svefn og það er erfitt og ætti ekki að bjóða neinum að mæta á vinnustað þar sem honum líður illa.
Rannsóknir staðfesta að einelti er meira á kvennavinnustöðum. Þeir sem eru fórnarlömb eineltis sjá yfirleitt sig sjálfa sem heiðarlegar manneskjur, fókusa á hið góða í öðrum og svara ekki með ofbeldi. Gerendur eru oft þeir sem hafa stundað einelti í grunnskóla eru sjálfhverfir og koma jafnvel frá ofbeldisheimilum. Gerendur á vinnustað eru í 72% hlutfalla yfirmenn og er óbeinn kostnaður sem hefur áhrif á ársreikninginn. Heilindi stjórnenda skiptir öllu máli og það er mikilvægt að hlusta á starfsmenn, viðurkenna líðan hans og leita eftir aðstoð. Bandarískar rannsóknir sýna að 35% millistjórnenda leggja starfsmenn í einelti og því er gríðarlega mikilvægt að æðstu stjórnendur fylgist vel með. Mikilvægt er að skapa kúltúr á vinnustað þar sem starsmenn geta rætt saman reglulega og sagt hvað þeim býr í brjósti og tjáð sig með skilaboðum t.d. á heimasíðu eða innrivef.
Þær stofnanir sem verða verst úti er varðar einelti eru heilbrigðis-og menntastofnanir og er talið að þar spili inn í álagið. Því er nauðsynlegt að meta reglulega millistjórnendur og aðra stjórnendur. Hildur sagði að sáttarmeðferð gengi yfirleitt ekki upp í eineltismálum og að þolanda eigi aldrei að refsa. Gott er að bjóða öllum þeim sem telja sig hafa orðið fyrir einelti upp á sálfræðitíma og sjá í framhaldi hvað gerist.

Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.641002769301010.1073741908.110576835676942&type=3&uploaded=12

Áhættugreining verður sífellt veigameira atriði í vottun.

Að þessu sinni stóð ISO hópurinn fyrir fyrirlestri um áhættugreiningu upplýsingaeigna. Fyrirlesari var Guðjón Viðar Valdimarsson, ráðgjafi hjá Stika.

Guðjón fór yfir áhættugreiningu upplýsingaeigna sem er nauðsynleg forsenda fyrir úttekum á sviði upplýsingaöryggis og tölvuendurskoðunar. Þeir staðlar sem notaðir eru á þessu sviði hafa breyst töluvert og eru enn að breytast. Fjallað var um viðeigandi staðla, þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar og tekin dæmi um áhættugreiningu upplýsingaeigna og farið yfir með hvaða hætti slík áhættugreining sé gerð.

Áhættugreining verður sífellt veigameira atriði í allri vottun og það kom berlega í ljós í þessum fyrirlestri. Hægt er að nálgast fyrirlesturinn með því að smella á skjalið sem fylgir fréttinni.

ISO hópurinn þakkar Guðjóni fyrir að gefa okkur tíma til að kynna þetta merkilega mál og sömuleiðis Gunnhildi sem fann þetta fína húsnæði þar sem fyrirlesturinn var haldinn.

Hér má sjá myndir af fundinum:
https://www.facebook.com/media/set/?set=a.640458779355409.1073741907.110576835676942&type=3&uploaded=14

Strategia - nýtt í Stjórnvísi

Strategia er ráðgjafafyrirtæki með býður upp á fjölbreytta þjónustu. Hjá fyrirtækinu starfa reynslumiklir starfsmenn:
Guðrún Ragnarsdóttir hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur einnig talsverða reynslu úr opinbera geiranum þar sem hún starfaði m.a. sem forstöðumaður í tæp 5 ár og þekkir því bæði til þarfa fyrirtækja og stofnanna. Guðrún hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri í stærri og minni einingum. Guðrún situr í ýmsum stjórnum ýmissa einka- og opinberra fyrirtækja. Loks má nefna að Guðrún var formaður Stjórnvísi á fyrstu árum þess félags en forveri þess var Gæðastjórnunarfélag Íslands. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang: gudrun@strategia.is símanúmer: 770-4121

Hlín Hákonaróttir hefur frá árinu 1996 starfað á alþjóðlegum fjármálamarkaði og hin síðari ár sem lögmaður stjórna (Company Secretary) ásamt almennum lögmannsstörfum fyrir fyrirtæki og fjárfesta. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna - ásamt innleiðingu á ýmsum skilmálum, lögum og reglum í starfsemi fyrirtækja og stjórna. Helga Hlín er hérðasdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang: helga@strategia.is símanúmer: 662-0100

Svava Bjarnadóttir þekkir vel til allra innviða fyrirtækja eftir að hafa starfað í áratugi sem fjármála- og starfsmannastjóri. Svava hefur mikla reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og sameiningu fyrirtækja. Svava hefur starfað bæði sem stjórnandi og verkefnisstjóri og þekkir því vel til þeirra hlutverka. Svava er markþjálfi og sérhæfir sig í stjórnendaþjálfun fyrir æðstu stjórnendur. Svava situr í ýmsum stjórnum og hefur lagt sitt að mörkum í að efla góða stjórnarhætti fyrirtækja. Sjá nánar á LinkedIn.

netfang; svava@strategia.is símanúmer: 698-9989

Stokkur - nýtt í Stjórnvísi

Um Stokk Software

Stokkur Software er leiðandi fyrirtæki á íslandi í forritun á öppum. Fyrirtækið hefur smíðað mörg af vinsælustu öppum landsins eins og Domino’s appið, Nova appið, Alfreð og Leggja ásamt tugum annarra appa.

Stokkur hefur einnig haslað sér völl sem öflugt veffyrirtæki hér á landi og smíðað fjölmargar vefsíður fyrir viðskiptavini sína. Hjá fyrirtækinu starfa 13 starfsmenn.

Viðskiptavinir

Við leggjum mikið upp úr góðum og persónlegum samskiptum við viðskiptavini okkar. Meðal viðskiptavina okkar eru:

Volcano Huts - nýtt í Stjórnvísi

The Volcano Huts are located in Húsadalur Valley in the Þórsmörk Nature Reserve in Iceland, right next to the Eyjafjallajökull Volcano & Glacier. The unique nature of the Þórsmörk area make this an ideal place for any nature and hiking enthusiast.

We offer accommodation, local food, tours and activities for groups and individuals. You can even host your event, meeting or conference here. You can stay in one of our private bedrooms, small cottages, shared mountain hut dormitories and camping grounds.

Þórsmörk Nature Reserve (pronounced Thorsmork in English) has one of Iceland’s most dynamic and beautiful landscapes, where active volcanoes and towering glaciers rise above the lush valleys below. The Þórsmörk area has endless hiking trails and is connected to the Landmannalaugar Nature Reserve via the Laugavegur hiking trail.

Netgíró - nýtt í Stjórnvísi

Netgíró býður íslenskum neytendum upp á einföld og örugg netviðskipti með nýrri tækni. Viðskiptavinur sem verslar vöru með greiðslumáta Netgíró fær vöru afhenta strax en þarf ekki að greiða vöruna fyrr en eftir 14 daga. Viðskiptavinurinn getur því handleikið vöruna áður en greitt er. Viðskiptavinurinn þarf ekki að fylla út flókin skráningarform eða gefa upp viðkvæmar öryggisupplýsingar til netverslana. Kaupferlið er því einfalt, öruggt og þægilegt.

Netgíró sér svo um að greiða vöru til söluaðila hvort sem kaupandi greiðir á réttum tíma eða ekki.

Undirbúningur og þróun Netgíró hófst í ársbyrjun 2012 þegar stofnandi Netgíró, Andri Valur Hrólfsson, mótaði stefnu þess og hugmynd. Andri Valur hefur mikla reynslu í heimi greiðslumiðlunar og á að baki rúm 18 ár sem einn af framkvæmdastjórum hjá Valitor, áður VISA Ísland.

Kosmos & Kaos - nýtt í Stjórnvísi

Í upphafi var Kaos, formlausa tómarúmið hvaðan öll sköpun kom. Og Kaos gat Kosmos, alheiminn í formi.
ÞAÐ SEM VIÐ ERUM OG GERUM
Leiðin að markmiðum okkar er alsett góðum samskiptum, dugnaði, lýðræðislegum vinnubrögðum, vönduðum verkferlum og skapandi hugsun. Frumlegar vinnustofur okkar skapa í senn vingjarnlegt andrúmsloft fyrir starfsfólk og viðskiptavini og hvetja til góðra verka.

Og markmiðið er einfalt: Að veflausnir okkar séu ekki útgjaldaliðir í bókhaldi viðskiptavinanna, heldur skapi aukin verðmæti í rekstri.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?