Fréttir og pistlar
Þórunn María Óðinsdóttir fór yfir grunnatriði Lean á fyrsta fundi faghópsins sem haldinn var í Endurmenntun HÍ og var fjölmennt á fundinum. Í Lean-fyrirtækjum þekkja allir ferlið frá a-ö. Ferlið er ataðlað frá upphafi til enda og allir þekkja sitt hlutverk. Hver og einn starfsmaður í hverju ferli er hvattur til að vinna stöðugt að umbótum. Umbótavinnan felst í að vinna á eins skömmum tíma og hægt er og að allir vinni eins. Þrátt fyrir að starfsmönnum finnist að hlutirnir séu í góðu lagi er alltaf hægt að gera betur. Mesta áherslan er lögð á starfsmenn í Lean-fyrirtækjum. Lean hjálpar fólki á áfangastað. VMS sem er eitt af tækjum Lean er mikið notað hér á landi. Töflurnar hjálpa fyrirtækjum að forgangsraða. Þær gera árangur starfsmanna sýnilegan. Hér má sjá myndir af fundinum:http://stjornvisi.is/vidburdir/369
Hver vinnustaður þarf að finna sína leið
Engin töfralausn er til sem hægt er að styðjast við til að draga úr veikindafjarveru starfsfólks, því verða stjórnendur að feta sig áfram hvað hentar hverjum vinnustað best. Rannsóknir benda til að starfsfólki líði betur og minna sé um fjarveru frá vinnu ef vinnustaðir eru með markvissar leiðir og yfirlýsta stefnu um fjarverustjórnun og endurkomu til vinnu. Brýnt er að stefnan sé innleidd á öllum stjórnunarstigum og að millistjórnendur hafi ítarlega þekkingu á verklagi og hvernig bregðast eigi við.
Þegar reynt er að draga úr skammtímafjarveru (mörg skipti í 1-2 daga í einu eða skemur en 4 vikur samfellt) getur verið góð leið að taka fjarverusamtal eftir fyrirfram skilgreindu formi. Þá er ýmislegt skoðað í vinnuumhverfi, vinnuskipulagi, samskiptum o.fl. sem getur haft áhrif á fjarveru.
Þegar reynt er að draga úr langtímafjarveru (lengur en 4 vikur samfellt) er góð leið að hafa samband við starfsmanninn, bjóða honum í heimsókn á vinnustaðinn ef hann hefur heilsu til, fá að vita hvort hann vill fylgjast með starfseminni og þá hvernig. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í langtímaveikindum nær fyrr bata ef það hefur tengingu við samstarfsfólk sitt og vinnustað heldur en þeir sem látnir eru afskiptalausir. Eftir 2-4 vikna fjarveru er gott að fara að að ræða endurkomu miðað við krafta, starfsgetu og hvenær búast megi við starfsmanninum þó svo að það sé ekki alveg á næstunni. Þegar ljóst er að styttist í að starfsmaður komi aftur til vinnu fer vel á því að taka samtal um endurkomu til vinnu þar sem farið er yfir hvort aðlaga þurfi vinnutíma, verkefni eða huga að öðrum breytingum.
Þegar stjórnendur vilja fara í saumana á því hvað veldur óvenju mikilli fjarveru starfsfólks frá vinnu er algengast að horfa til þeirra sem eru fjarverandi. Hin leiðin er að skoða hvað einkennir þá sem eru sjaldan eða aldrei frá vinnu vegna veikinda.
Á www.virk.is má finna líkan af ferli á vinnustað um forvarnir og endurkomu til vinnu, fjarverustefnum o.fl.
Hildur Friðriksdóttir
sérfræðingur á fyrirtækjasviði VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Vörumerkjastefna WOW er einföld: " Það er WOW í öllu sem WOW air gerir" sagði Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá WOW air á fjölmennum fundi Þjónustu-og markaðsstjórnunarhóps Stjórnvísi í morgun. Og hvernig verður WOW að WOW?
Það er WOW í markaðssetningunni, farmiðunum, innrituninni, flugstöðinni, í vélinni o.fl. WOW ætlar að bjóða ódýrustu flugsætin til London, gera venjulega hluti óvenjulega, hugsa meira og vera hugmyndarík í öllu því sem WOW gerir. Þjónustustefnan er ofurþjónusta og sveigjanleiki.
WOW air notar sömu aðferðafræði og Starbucks; auglýsa aldrei erlendis en eru sýnilegir þar sem er mikið af fólki. Rikka sér um matinn í vélinni, Steingrímur um að velja vínin, Bragi baggalútur skrifar öll ávörpin og Brandinburg hannar auglýsingarnar. Allir farþegar eru VIP, töskumiðarnir eru svakalega stórir, þeir allra stærstu í heimi. Allir starfsmenn vilja taka þátt í gleðinni og margar góðar hugmyndir koma frá þeim. Hérna má sjá myndir af fundinum:http://www.facebook.com/media/set/?set=a.400130006721622.94901.110576835676942&type=3
Reiknistofa bankanna, Háskóli Íslands-MBA-, og Stjórnvísi standa saman að ráðstefnu sem sem verður haldin þriðjudaginn 18. september í Hörpu frá kl 13:00 til 16:30.
Þar verður fjallað um framþróun fjármálamarkaðar með sérstaka áherslu á hagræðingartækifæri, tækniþróun og samkeppnisumhverfið.
Jafnframt verður farið yfir hvað er að gerast í samnýtingu upplýsingaþjónustu í Danmörku
Fyrirlesarar verða:
David Furlonger, Vice president and Gartner Fellow
Gylfi Magnússon, Dósent við HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra
Páll Gunnar Pálsson, Forstjóri Samkeppniseftirlitsins
Morgens Steffensen, Framkvæmdarstjóri viðskiptatengsla, samskipta og mannauðsmála hjá JN Data
Ráðstefnustjóri er Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsar verslunar og stjórnarformaður Stjórnvísi
Þú getur skráð þig á ráðstefnuna á www.stjornvisi.is
Ertu að nýta dýrmætustu auðlindina þína? Grein birt í Viðskiptabl.Mbl. höf: Ragnheiður Aradóttir, þj
Ertu að nýta dýrmætustu auðlindina þína?
Margir stjórnendur eru óöruggir og óttast að ef þeir leyfa undirmönnum að komast of langt muni þeir sjálfir verða óþarfir. En það er aðeins með árangursríkri valddreifingu sem þú getur leyft þér að þróast frá því að vera til að stjórna í það að leiða - þú getir breytt áherslum þínum frá verki, til ferlis til fólks. Það er valddreifing. Hún heimilar öðrum að vera fullrúi manns og bera ábyrgð á lokaárangrinum. Með því að dreifa valdi og ábyrgð ertu sem stjórnandi farin að stjórna í stað þess að gera.
Oft gætir misskilnings varðandi valddreifingu og henni ruglað við verkefnadreifingu. Nauðsynlegt er að framselja valdið því valddreifng án valds leiðir aðeins til vonbrigða og mistaka. Hættan er að stjórnendur falli í þá gryfju að dreifa verkefnum sem eru þeim vel kunn til annarra sem líkast til hafa minni hæfni, þekkingu og reynslu og freistandi verður að ofurstjórna til að hlutirnir verði gerðir nákvæmlega eins og þú vilt. Það er ekki valddreifing því hún felur í sér að stjórnandinn sleppi stjórnartaumunum og leyfi örðum að reyna. Taki „áhættu“ á að hlutirnir verði gerðir öðruvísi. Góður framsýnn stjórnandi tekur þessa áhættu og er umhugað um niðurstöðuna (HVAÐ) en ekki leiðina (HVERNIG) og þá kemur hugsanlega einhver með betri eða nýja aðferð. Valddreifing er að vissu leyti eins og foreldrahlutverkið, að klippa á naflastrenginn og veita mannauðnum frelsi til að finna leiðir en á sama tíma vera til staðar. Til að gera þetta á sem allra bestan hátt er mikilvægt að hafa öflugt ferli til að fylgja. Valddreifingarferli Dale Carnegie tekur á öllum þeim þáttum sem eru mikilvægir með það að markmiði að allir hagnist og að þér stjórnandi góður takist að nýta dýrmætustu auðlindina þína - mannauðinn.
Það ríkti mikill hugur í stjórn og forsvarsmönnum faghópa Stjórnvísi þegar þeir kynntu spennandi og fjölbreytta haustdagskrá sína á sameiginlegum fundi í Nauthól. Góð mæting var á fundinn og boðið var upp á heitar súkkulaðikökur og ilmandi kaffi.
Hver og einn formaður faghóps kynnti hvað er framundan og munu fundirnir birtast á heimasíðu félagsins www.stjornvisi.is Einnig sagði Hilmar Hallbjörnsson frá isProject frá breytingu á heimasíðunni. Núna geta faghópar sett inn fundargerðir og myndir sem birtast jafnframt á heimasíðu. Fundir birtast í ical eða outlook og hægt er að velja "leit" í greinum. Myndir af fundinum má sjá hér: http://www.facebook.com/media/set/edit/a.397080263693263.94045.110576835676942/
Um 50 manns mættu á fyrsta viðburð faghóps um nýsköpun var haldinn miðvikudaginn 29. ágúst í Landsbankanum. Fyrsti „nýsbrjótur“ vetrarins gekk líka vel og komu í ljós áhugaverð áhugamál eða upplifanir s.s. svifflug, hausaveiðarar frá Borneo og leiðsöguferð með Pierce Brosnan.
Fjallað var um nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi. Til máls tóku Halldór Valgeirsson, sérfræðingur frá Capacent, Anton Karl Jakobsson, kortasérfræðingur Landsbankans. Þórður Heiðar Þórarinsson, fjármálastjóri og eigandi Handpoint, og Hermann Þ. Snorrason, viðskiptalausnir Landsbankanum. Í ljós kom að rauði þráðurinn í vöruþróun er upplýsingar og aftur upplýsingar: hvernig er hægt að nálgast þær, nýta þær og hvernig er öryggi þeirra tryggt. Miklir möguleikar varðandi þetta voru reifaðir og framtíðarhlutverk banka í þessari þróun velt upp.
Stjórn faghóps um nýsköpun þakkar fyrirlesurum fyrir fróðleg erindi og fyrir frábæra mætingu á fundinn. Á vef Stjórnvísi má nálgast erindin.
Hérna má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.395358057198817.93427.110576835676942&type=3
Faghópur um ISO vill vekja athygli á áhugaverðri ráðstefnu Gagnavörslunnar sem haldin verður í Kaldalóni í Hörpu þann 31.ágúst 2012 kl.13:00-16:00. "Á störnubraut 2012"
Á stjörnubraut 2012
Á ráðstefnunni verður horft til framtíðar. Hvaða áskorunum standa fyrirtæki frammi fyrir í dag? Hvernig er hægt að auka enn frekar hagkvæmni í rekstri og koma í veg fyrir sóun. Hvernig á að varðveita upplýsingar sem verða til á samfélagsmiðlum og í farsímalausnum? Hvernig er öryggi þessara upplýsinga? Nýjungar í CoreData hugbúnaðarlausnum verða kynntar og CoreData-BoardMeetings sýnd með spjaldtölvum og snjallsímum. Von er á góðum gestum sem segja frá reynslu sinni.
Nánari dagskrá verður auglýst síðar á heimasíðu Gagnavörslunnar www.gagnavarslan.is
Vinsamlega skráið þátttöku með því að senda tölvupóst á vidburdir@gagnavarslan.is
Þann 3. september kl.15:30-17:15 2012 fer fram kynning á haustdagskrá Stjórnvísi í Nauthól.
Stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa Stjórnvísi munu kynna hvað er framundan hjá þeim í vetur. Einnig mun fara fram stutt kynning á uppfærðri heimasíðu félagsins. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma og kynna sér spennandi dagskrá vetrarins.
Dagskrá:
kl.15:30 Jón G. Hauksson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15:35 isProject kynnir uppfærða heimasíðu félagsins
kl.15:40 CAF/EFQM Sjálfsmatslíkan
kl.15:45 Fjármál fyrirtækja
kl.15:50 Gæðastjórnun
kl.15:55 Heilbrigðissvið
kl.16:00 ISO-hópur
kl.16:05 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:10 Mannauðsstjórnun
kaffihlé
kl.16:20 Markþjálfun
kl.16:25 Nýsköpun
kl.16:30 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:35 Sköpunargleði
kl.16:40 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:45 Umhverfi-og öryggi
kl.16:50 Upplýsingaöryggi
kl.16:55Verkefnastjórnun
kl.17:00Viðskiptagreind
kl.17:05 Þjónustu og markaðsstjórnun
Þann 31. maí 2012 hittist stjórn faghóps um nýsköpun. Stjórnin er loks fullskipuð og sitja í henni Eyþór Ívar Jónsson hjá Klaki, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Landsbankanum, Magnús Guðmundsson hjá Landmælingum Íslands, Nótt Thorberg hjá Marel og Sigríður Indriðadóttir hjá Mosfellsbæ. Við fögnum því að fá Stjórnvísis-reynslubolta eins og Sigríði lánaða frá Mannauðshópnum.
Farið var yfir starf liðins vetrar og eftir mikla sól og súpu var komin dagskrá fyrir næsta vetur:
- Auk vikulegra nýsköpunarhádegisfunda Klaks verða haldnir tveir fastir viðburðir á hvorri önn:
a. Ágúst: Fyrsti viðburður næsta vetrar verður haldinn miðvikudaginn 29. ágúst kl. 8:30 í Landsbankanum þar sem fjallað verður um nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi s.s. netbókhald, greiðslumiðlun, netbankar og fleira. En mikil og hröð framþróun er á þessum markaði með aukinn tækni. Takið daginn frá!
b. Október: Annar viðburðurinn verður með áherslu á nýsköpun í iðnaði
c. Febrúar Sá þriðji verður með áherslu á opinbera geirann.
d. Apríl: Óvænt.
Stefnt er að því að einn viðburður á hvorri önn verði aukreitis og þá í samstarfi við aðra faghópa. Á hverjum viðburði verður einnig óvæntur „nýsbrjótur“ til að bæta tengslanetið.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig. - Auglýst verður eftir aðilum í stjórn faghópsins í aðdraganda aðalfundar Stjórnvísis 2013.
Lofað var ferðasögum eftir sumarið þegar stjórnin kæmi aftur saman í haust. Gleðilegt sumar og hlökkum til að sjá sem flest á viðburðum næsta vetur.
Stjórn faghóps um nýsköpun.
ps. meðfylgjandi er mynd af Magnúsi og samstarfsfólki hans en við óskum þeim öllum til hamingju með fyrsta sæti í vali um „Stofnun ársins 2012“ í flokki meðalstórra stofnana.
Lean; stjórnunaraðferð til árangurs. Grein í Viðskiptabl.Mbl. höf: Þórunn M. Óðinsdóttir, er stjórnu
Lean; stjórnunaraðferð til árangurs
Lean Management er hugmynda- og aðferðafræði sem kemur upprunalega frá Toyota í Japan. Í upphafi var hún þróuð til að lifa af kreppuárin eftir síðari heimstyrjöldina en síðan þá hefur fyrirtækið náð það miklum árangri að fjöldamörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum hafa tileiknað sér þessa stjórnunaraðferð.
Rannsóknir erlendis frá sýna ótrúlegan árangur eftir innleiðingu Lean s.s. tvöföldun á afkastagetu, helmingi færri galla og allt að 90% styttri tíma sem tekur að veita viðskiptavininum þá vöru eða þjónustu, sem boðið er upp á, án þess að bæta við starfsfólki. Að auki næst enn frekari árangur með áframhaldandi stöðugum umbótum.
Hugmyndafræði og aðferðir Lean ganga í stuttu máli út á að gera stöðugt betur með stöðugt minni auðlindum með aðaláherslu á viðskiptavininn. Þetta er gert með markvissri umbótavinnu á öllu skipulagi og ferlum. Líka á þeim þáttum sem ganga vel. Allir starfsmenn fyrirtækisins eru virkjaðir til umbóta og þeim veittur vettvangur til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fylgja þeim eftir. Því verður umbótavinna eðlilegur hluti vinnunnar sem leiðir stöðugt til aukins árangurs og skapar þannig hvetjandi og skemmtilegt vinnuumhverfi.
Þónokkur fyrirtæki hér á landi nýta sér Lean til að ná markmiðum sínum, eins og bættri skilvirkni, lægri kostnaði, auknum tekjum og aukinni ánægju starfsmanna og viðskiptavina.
Þar sem um viðamiklar breytingar er að ræða ef Lean er innleitt í alla starfsemi fyrirtækisins fara mörg fyrirtæki varlega í sakirnar og láta duga að nýta sér eina eða fáar aðferðir, meðan önnur ganga lengra og leggja allt fyrirtækið undir. Kosturinn er að hvert fyrirtæki getur valið sína leið, sínar aðferðir og sinn hraða og því er um að gera að kynna sér þessar aðferðir því til mikils er að vinna.
Höfundur geinar, Þórunn M. Óðinsdóttir, er stjórnunarráðgjafi sem aðstoðar fyrirtæki við innleiðingu á Lean.
Rodney Turner - New Trends in Project Management
Í tengslum við árlega útskrifarráðstefnu MPM-námsins á Íslandi, Vor í íslenskri verkefnastjórnun 2012, gefst áhugasömum að koma á fund með einum þekktasta fræðimanni samtímans á sviði verkefnastjórnunar, prófessor Rodney Turner.
Vinnustofan er í formi fyrirlestra og tilfellagreininga (case-studies).
Prófessor Rodney Turner er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófesssor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Rodney, eftir að hafa lokið námi við Oxford University, varði nokkrum árum hjá Imperial Chemical Industries (ICI) þar sem hann sinnti verkfræðilegri hönnun, byggingu og viðhaldi í olíu- og efnaiðnaða. Hann starfaði sem ráðgjafi í verkefnastjórnun hjá Coopers & Lybrand áður hann hélt til starfa hjá Henley Management College árið 1989. Rodney tarfar enn sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjónarunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.
Staður: Háskólinn í Reykjavík, Venus 101.
Stund: 25. maí 2012 kl. 10.00-12.00.
Aðgangur er öllum opinn og kostar ekkert að taka þátt.
Stjórn faghóps um Sköpunargleði vill vekja athygli á þessari einstöku ráðstefnu Startup Icleland 2012.
Startup Iceland 2012 býður þér og þínu fyrirtæki til þátttöku á fyrstu ráðstefnu sinnar tegundar sem haldin er á Íslandi.
Ráðstefnan verður haldinn þann 30. maí 2012, í Andrews Theater á Ásbrú (Keflavík). Þessi alþjóðlegi atburður teflir saman frumkvöðlum, fjárfestum og fyrirmönnum frá nokkrum af heitustu nýsköpunarsamfélögum veraldar. Í þeirra hópi eru t.a.m. fyrstu fjárfestarnir í Twitter og Zynga, framleiðanda Farmville. Ísland hefur mikla nýsköpunar og frumkvöðlamenningu og er í vel stakk búið til að verða áhrifamikill þáttakandi í nýsköpun á heimsvísu. Startup Iceland ráðstefnan leitast við að efla alþjóðleg áhrif Íslands og tengja frumkvöðla og aðra aðila í nýsköpun til að styðja sjálfbæra efnahagslega vistkerfaþróun á heimsvísu.
Helstu ræðumenn:
Ólafur Ragnar Grímsson, Forseti Íslands
Brad Burnham, stofnandi Union Square Ventures og fyrsti fjárfestinn í Twitter
Brad Feld, MP Foundry Group, fjárfestir í Zynga framleiðandi Farmville
Gunnar Hólmsteinn, CEO, CLARA
Eirikur Hrafnsson, CEO, GreenQloud
Rebeca Hwang, CEO, younoodle.com
Hilmar B. Janusson, EVP of R&D, Ossur
Hilmir Ingi Jonsson, CEO, Remake Electric
Rebecca Kantar, stofnandi & CEO, BrightCo.
Isaac Kato, CFO, Verne Global
Alison MacNeil, CEO, GogoYoko
Hilmar Veigar Pétursson, CEO, CCP
Sarah Prevette, stofnandi & CEO, Sprouter.com and BetaKit
Rakel Sölvadóttir, Stofnandi Skema
Helga Valfells, MD, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
Matt Wilson, meðstofnandi, Under30CEO
Ted Zoller, Kauffman Foundation Senior Fellow
Miðaverð er kr. 19.500 en við bjóðum upp á sérverð til fyrirtækja og hópa sem kaupa 5 miða á 50.000 kr.
Ráðstefnan er einstakur vettvangur til að kynnast því allra heitasta í frumkvöðlafræðum, tækni og viðskiptum í dag. Einnig er þessi viðburður gott tækifæri til að stækka tengslanetið og hitta aðra ,,mindalike vini.
Markmið okkar er að gera Startup Iceland ráðstefnuna að árlegum viðburði á Íslandi (eins og Icelandic Airwaves). Á hverju ári ætlum við að fá áhrifamestu fjárfesta og hugsjónarmenn í frumkvöðla og tæknigeiranum til að koma til Íslands og kynna það nýjasta sem Í boði er í heiminum í dag.
Til þess að panta miða, getur þú sent okkur póst tilbaka og við staðfestum komu ykkar með reikningi og miða í pósti.
Við vonum að þú sjáir þér fært að koma og taka þátt í því að koma Íslandi efst á kortið í frumkvöðlasamfélagi heimsins !
Frekari upplýsingar má nálgast á: http://2012.startupiceland.com/
Með vinsemd og virðingu,
Team Startup Iceland.
Í upphafi skyldi endinn skoða. Stefnumótun hefur afgerandi áhrif á fyrirtækjamenningu. En hvers konar fyrirtækjamenning þarf að vera til staðar til að fyrirtæki nái markmiðum sínum?
Talsvert hefur verið rannsakað og skrifað um fyrirtæki sem hafa náð afburðaárangri í rekstri. Þannig hafa helstu einkenni slíkra fyrirtækja verið tínd til - sem og leiðir til að ná fram einkennum afburðaárangurs hjá fyrirtækjum.
En er markmið um afburðaárangur í rekstri alltaf það sem hafa skal að leiðarljósi? Hvaða árangri eiga deildir í fyrirtækjum, eða málaflokkar og verkefni, að keppast við að ná?
Er ásættanlegt að sumar deildir í fyrirtækjum sýni viðunandi eða góða frammistöðu á kostnað annarra?
Getur verið að það þjóni hagsmunum fyrirtækisins best að forgangsraða varðandi frammistöðu einstakra deilda? Er t.d. hægt að afrita aðferðir, sem leiða til afburðaárangurs á einum stað, og nota þær annars staðar í þeirri von að árangurinn verði samsvarandi?
Stórt er spurt en litlu svarað.
Málið er að sé forgangsröðun og vægi einstakra deilda eða málaflokka fyrirtækis ekki í takt við stefnuna skapast vandræði. Mikilvægt er að móta fyrirtækjamenningu á skipulegan hátt og ætti lykilspurningin að vera þessi: „Hverju er verið að reyna að ná fram með fyrirtækjamenningunni?“
Ennfremur er til lítils að móta fyrirtækjamenningu nema spyrja hvers konar hegðun skuli stefnt að? Það þarf að vera klárt því stefnumótuð fyrirtækjamenning verður ekki til af sjálfu sér. Eftir höfðinu dansa limirnir.
Þess utan þarf auðvitað markvissa aðferðafræði við að innleiða ákveðna stefnu innan fyrirtækja sem og hvernig best sé að tengja hana við þá fyrirtækjamenningu sem stjórnendur óska að hafa. Þar koma aðferðir í verkefna- og gæðastjórnun að góðu gagni við að setja stefnuna og fylgja henni eftir við að ná settum markmiðum.
Í upphafi skyldi endinn skoða. Fyrirtækjamenning mótast ekki af sjálfu sér. Affarasælast er að ákveða í upphafi hvernig útkoman skal vera.
Höfundur, Sigríður Hrund Pétursdóttir, M.Sc. í stjórnun og stefnumótun er eigandi Viðskiptavits ehf.
Ný stjórn Stjórnvísi
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir átján hundruð félagsmenn sem koma frá á þriðja hundrað fyrirtækja.
Ný stjórn Stjórnvísi var kjörin á aðalfundi félagsins á dögunum. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, var kjörinn formaður félagsins annað árið í röð.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir átján hundruð félagsmenn sem koma frá á þriðja hundrað fyrirtækja. Það er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Félagið er opið öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á stjórnun - og vilja fylgjast með nýjustu stefnum og straumum í stjórnun hverju sinni. Félagið var stofnað fyrir 26 árum síðan og hét áður Gæðastjórnunarfélag Íslands. Kjarnastarfið fer fram í nítján faghópum um stjórnun.
Mikill kraftur var í félaginu á síðasta ári. Það hélt sjö ráðstefnur, yfir 70 fundi og fluttu 160 fyrirlesarar erindi á ráðstefnum og fundum faghópa og voru gestir yfir 2.500 talsins.
Eftirfarandi eru í nýrri stjórn Stjórnvísi: Jón G. Hauksson formaður, Hrefna Briem, Einar S. Einarsson, Agnes Gunnarsdóttir, Teitur Guðmundsson, Fjóla María Ágústsdóttir og Þorvaldur Ingi Jónsson.
Varamenn í stjórn eru Nótt Thorberg og Sigurjón Þór Árnason
Í fagráð voru eftirtaldir kjörnir:
Auður Þórhallsdóttir, Samskip
Davíð Lúðvíkssson, SI
Kristín Kalmansdóttir, Ríkisendurskoðun
Kristinn T. Gunnarsson, Expectus og kennari
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Vendum
Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir:
Bára Sigurðardóttir, mannauðsstjóri og doktorsnemi
Arney Einarsdóttir, lektor HR
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi er Gunnhildur Arnardóttir.
Á fimmta tug fyrirtækja buðu félögum í Stjórnvísi að halda fundi hjá sér og tóku á móti um 2.100 gestum sem sóttu þessi fyrirtæki heim vegna fyrirlestra.
Hér má sjá myndir af fundinum:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.347280298673260.81490.110576835676942&type=1
Verðmætasti hæfileikinn meðal stjórnenda
„Meira, betur , hraðar og ódýrar“ virðast vera þulur sem eru sífellt endurteknar í nútímaviðskiptum. Hvernig getum við fylgst með öllum breytingum og tileinkað okkur áhrifaríkar aðferðir til að taka á þeim?
Menn hafa um langt skeið rannsakað á margvíslegan hátt hæfileikann til nýsköpunar og leitast við að uppgötva og skilja hvað það er sem gerir einstakling skapandi. Hvers konar umhverfi örvar sköpunargáfu fólks og leyfir henni að blómstra? Fólk hefur um aldaraðir heillast af sköpunarferlinu - þessari röð ákveðinna skrefa þar sem einstaklingur eða hópur notar lögmál skapandi hugsunar til að skilgreina vandamál eða tækifæri á kerfisbundinn, hlutlausan og óhefðbundinn hátt. Þessi aukna meðvitund og skilningur hefur náð taki á ímyndunarafli þeirra stjórnenda sem hugsa um gæði og skilja hversu gífurlegan hag það hefur í för með sér að þróa hæfileika starfsfólks til sköpunar og úrlausna vandamála. Kannanir hafa sýnt að hæfileikinn til að hugsa skapandi - til að skilgreina vandamál og tækifæri á nýjan og fumlegan hátt er - talinn verðmætasti hæfileikinn meðal stjórnenda fyrirtækja sem leggja mesta áherslu á stöðuga framþróun. Hvers vegna? Vegna þess að frumlegar hugmyndir geta af sér nýjar uppgötvanir, betri leiðir, minni kostnað og bætta frammistöðu - allt atriði sem eru lífsnauðsynleg fólki í nútímaviðskiptum. Því má segja að nýsköpun sé auðlind sem við stjórnum.
Leiðtogar notfæra sér því aflið sem felst í mannlegum hæfileikum því þeir vita að þeir hafa ekki svör við öllu. Öflugt nýsköpunarferli hjálpar stjórnendum að stíga skrefin sem nauðsynleg eru til að breyta visku í veruleika.
Hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi 2012-2013
Núna hafa fjögur framboð komið fram í aðalstjórn Stjórnvísi og stefnir því í kosningu.
Aðalfundur Stjórnvísi verður haldinn á veitingahúsinu Nauthóli fimmtudaginn 10. maí og hefst hann kl. 15:30.
Fundurinn hefur þegar verið auglýstur með löglegum fyrirvara en í sömu auglýsingu var minnt á að allir félagsmenn geta boðið sig fram til stjórnar og formennsku. Í stjórninni sitja 7 aðalmenn og 2 varamenn.
Formaður félagsins er kjörinn til eins árs í senn og getur hann mest setið í tvö ár.
Meðstjórnendur eru kosnir til tveggja ára og þá ævinlega þrír í senn.
Tveir varamenn eru kjörnir til eins árs í senn og sitja þeir alla stjórnarfundi.
Eftirtaldir hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi fyrir næsta starfsár 2012 til 2013:
Til formanns:
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar.
Til stjórnarsetu til næstu tveggja ára:
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins.
Fjóla María Ágústsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu yfirstjórnar velferðaráðuneytisins.
Ingibjörg Eðvaldsdóttir, gæða- og öryggisfulltrúi Sorpu
Þorvaldur Ingi Jónsson, viðskipta-og stjórnunarráðgjafi.
Til varamanna í stjórn:
Sigurjón Þór Árnason, gæða-og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel
Inga Lísa Sólonsdóttir, Inga Lísa ráðgjöf ehf.
Eftirtalin voru kosin á aðalfundi 2011 til tveggja ára og sitja áfram í stjórn næsta starfsárs:
Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri þjónustu-og sölusviðs ÁTVR.
Hrefna Briem, forstöðumaður BS náms í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar.
Til skoðunarmanna reikninga:
Bára Sigurðardóttir viðskiptafræðingur, mannauðsstjóri Termu.
Arney Einarsdóttir, lektor í HR og framkvæmdastjóri hjá HRM - Rannsóknum og ráðgjöf.
Til fagráðs:
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi hjá Samskipum.
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá
Samtökum iðnaðarins.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun
Kristinn Tryggvi Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus og kennari við HR.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, ráðgjafi hjá Vendum.
Munið eftir að bóka ykkur á aðalfundinn á www.stjornvisi.is
Framúrskarandi þjónusta
Fyrir einum og hálfum mánuði ákvað ég að nýta mér frímiða sem ég átti í Borgarleikhúsið, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema í ferlinu átti ég eftir að fá einu bestu þjónustu sem ég hef fengið.
Þetta byrjaði allt með einum vefpósti sem ég sendi á midasala@borgarleikhus.is. Í póstinum spurðist ég fyrir um sýninguna Róme og Júlíu, en ég hafði heyrt að hún væri að koma aftur í sýningu. Klukkutíma eftir að ég sendi póstinn var ég kominn með svar frá miðasölunni með þeim upplýsingum að salan á miðum myndi hefjast í mars.
Það var svo nokkrum dögum seinna sem ég fékk annan póst frá miðasölunni þar sem starfsmaður upplýsti mig um að miðasalan væri hafin, án þess að ég hefði óskað eftir því. Ég þakkaði aftur fyrir mig en ég spurðist fyrir um kaup á miða, þar sem ég var með gjafabréf.
Daginn eftir fékk ég hringingu frá miðasölunni þar sem starfsmaður fór yfir þetta með mér, benti mér á bestu sætin og hvenær ég ætti að ná í miðana. Ég var mjög
þakklátur enda hef ég ekki mikið vit á hvar bestu sætin eru, enda hafði ég ekki farið í leikhús síðan Latibær var uppá sitt besta.
Svo núna um daginn fór ég á sýninguna og reyndust sætin svo sannarlega vera ein þau bestu í húsinu. Ég fékk sæti í annarri röð á sviðinu, þannig maður fékk leikhúsupplifunin beint í æð og skemmti ég mér konunglega.
Borgarleikhúsið getur svo sannarlega verið stolt af starfsmönnum sínum, enda ekki á
hverjum degi sem maður upplifir svona framúrskarandi þjónustu. Þetta er akkúrat eitthvað sem fyrirtæki ættu að taka til sín, en með því að bjóða upp á svona þjónustu auka þau líkur á sterkari tengslum viðskiptavinarins við fyrirtækið og í kjölfarið verða til litlar sögur sem gleðja bæði starfsmenn og viðskiptavini Borgarleikhússins.
Takk fyrir frábæra sýningu og ennþá betri þjónustu.
Heilbrigðishópur Stjórnvísi var með morgunverðarfund 27. apríl. Þetta var fyrsti fundur eftir langt hlé og heppnaðist vel. Héðinn Jónsson sjúkraþjálfari kynnti verkefni sitt hreyfiseðla sem hann er að vinna í samstarfi með 5 heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði einnig frá framtíðarsýn verkefnisins og næstu áföngum. Þetta er virkilega áhugvert verkefni sem þarf að ná fótfestu á Íslandi og eru Svíar góð fyrirmynd hvað þetta varðar og hafa lagt mikið í hreyfingu sem meðferðarúrræði. Myndir af fundinum eru hér http://www.facebook.com/media/set/?set=a.334251833309440.79209.110576835676942&type=1
Við þökkum Héðni sérstaklega vel fyrir innlegg sitt og vonum að verkefnið haldi áfram að vaxa og dafna. Efni frá fundinum kemur fljótlega.
Vonir standa til að einn viðburður náist fyrir sumarið og verður hann kynntur fljótlega. Síðan er stefnt að því að koma að fullum krafti í haust með öfluga og áhugaverða dagskrá.
Tego hugverkaráðgjöf
TEGO er latneskt orð sem þýðir að vernda, að verja, að skýla. Nafnið felur því í sér megin markmið okkar og stefnu sem er að aðstoða þig við að vernda hugverkaréttindi þín og hámarka verðmæti þeirra.
Finnst þér erfitt að átta þig á því hvernig vörumerki, einkaleyfi eða hönnun virka? Hvernig þú átt að bera þig að við skráningu og vernd slíkra réttinda?
Ráðgjafar okkar geta aðstoðað þig við skráningu og vernd allra hugverkaréttinda og leiðbeint þér í gegnum frumskóg einkaleyfa, vörumerkja, hönnunar eða léna. Við hjálpum þér við að skilgreina hugverkaréttindi þín og skipuleggja hvernig þau eru skráð og vernduð, bæði á Íslandi og alþjóðlega. Við aðstoðum þig og ráðleggjum í samskiptum við Einkaleyfastofu hér á Íslandi en einnig búum við yfir viðamiklu tengslaneti ráðgjafa um allan heim sem þýðir að við getum aðstoðað þig við að vernda hugverkaréttindi þín hvar sem er í heiminum, hvort sem um ræðir vörumerki, einkaleyfi, hönnun eða annað.
Utanumhald um hugverkaréttindi (IPR management) er annar mikilvægur þáttur í þjónustu okkar. Það er ekki nóg að þekkja réttindi sín og skrá þau. Til þess að geta varið og fylgt eftir þeim eignarétti sem í hugverkaréttindunum felst þarf virka eftirfylgni og utanumhald. Tego hugverkaráðgjöf býður viðskiptavinum sínum þá þjónustu að halda utanum réttindi þeirra miðlægt í sérhæfðu tölvukerfi sem tryggir að yfirsýn næst yfir allar eignir á einum aðgengilegum stað.
Lykilþáttur í því að skapa og viðhalda aðgreiningu og samkeppnisforskoti í alþjóðlegu rekstrarumhverfi er framsækin stefna um hugverkaréttindi þar sem horft er til langs tíma í verndun og verðmætaaukningu. Þá skiptir ekki máli hvort þú sért í forsvari fyrir stórt alþjóðlegt fyrirtæki eða frumkvöðull að taka þín fyrstu skref, þú verður að stjórna, vernda og viðhalda hugverkaréttindum þínum á ábyrgan og öruggan máta.
Framtíðarárangur þinn og arðsemi er í húfi!