Fréttir og pistlar
Prýðilega var mætt á fund málefnahóps Stjórnvísis um samfélagsábyrgð sl. fimmtudag. Spenntir fundargestir hlýddu þar á kynningar á þremur nýlegum meistaraverkefnum sem skrifuð voru af Íslendingum í námi við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Kynningarnar þrjár snertu á hinum ýmsu málaflokkum tengdum rannsóknum á samfélagsábyrgð og var áhugavert að sjá bæði hversu mismunandi þær voru ásamt því hversu vel höfundarnir höfðu vandað til verks.
Fyrstur steig á svið Magnús Berg Magnússon og fór yfir helstu niðurstöður rannsóknar sinnar á samfélagslega ábyrgum fjárfestingum og þar til gerðum sjóðum. Hafði Magnús til að mynda orð á því að líkur bentu til þess að fjárfestar sem hugleiði siðferði og samfélagsábyrgð fyrirtækja sem þeir fjárfesta í kæmust oft að mikilvægum atriðum varðandi rekstur og framtíðarhorfur með því að rýna ekki aðeins í tölur á blaði. Þar af leiðandi hefðu þeir oft betri upplýsingar í höndunum en aðrir fjárfestar. Rannsókn hans á 119 sjóðum leiddi í ljós að Bandarískir sjóðir sem fjárfesta ábyrgt náðu ekki meðalhagnaði á meðan að evrópskir og skandinavískir sjóðir umfram ávöxtuðu miðað við markaðsvísitölu.
Sigrún Ýr Árnadóttir tók næst til máls og fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar á samfélagsábyrgð í tískuiðnaðinum á Íslandi. Bentu niðurstöður Sigrúnar til að mynda til þess að íslenski fataiðnaðurinn væri töluvert á eftir öðrum löndum þegar það kæmi að samfélagsábyrgð. Áhugavert væri þó að segja frá því að smærri fyrirtæki tískuiðnaðarins sýndu meira frumkvæði en þau stærri þegar að þessum málaflokki kæmi.
Að lokum steig Þorsteinn Kári Jónsson á stokk og kynnti fyrir fundargestum niðurstöður sínar varðandi rannsókn sem hann hafði gert á rannsóknum um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Með því að styðjast við kenningar um skoðanakerfi í stofnunum benti Þorsteinn á að ungir rannsakendur rannsaka hugtakið meira og minna út frá siðferðislegum sjónarhóli en þegar fram líða stundir taki rannsóknir þó sífellt meira mark á markaðslögmálum. Ritgerðir um samfélagsábyrgð má finna á vef Festu
Fundarstjórinn, Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar hafði orð á því að það væri vor í lofti varðandi rannsóknir á samfélagsábyrgð og það skilaði sér vonandi í meiri meðvitund og áhuga íslenskra fyrirtækja á viðfangsefninu.
Faghópur um samfélagsábyrgð fyrirtækja vekur athygli á áhugaverðum fundi þann 13.nóvember á Icelandair Hótel Natura, þingsal 3. Það eru Samstök atvinnulífsins í samvinnu við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgði fyrirtækja sem bjóða til fundarins.
Mannauðsstjórnunar vill vekja athygli á áhugaverðum morgunverðarfundi .
Velferðarráðuneytið í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu
boðar til morgunverðarfundar um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs
á Grand hóteli þriðjudaginn 20. nóvember klukkan 08:00 - 10:30.
Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Í vinnuhópnum sitja fulltrúar frá ASÍ, SA, BSRB, BHM, KÍ, KRFÍ og FÍ.
Á fundinum verða erindi og umræður þar sem m.a.
verður leitað svara við eftirfarandi spurningum:
? Hvers vegna ættu fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög að hafa fjölskyldustefnu?
? Hvernig geta sveitarfélög auðveldað íbúum sínum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf?
? Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir innleitt fjölskyldustefnu í vaktavinnu?
? Hvernig hefur upplýsingatæknin áhrif á starfsumhverfið?
? Hvernig geta fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög nýtt sér Jafnréttissáttmála UN Women?
Til fundarins er boðið aðilum vinnumarkaðarins, starfsmannastjórum
og yfirmönnum fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga
svo og öðrum er koma að starfsmannamálum.
Skráning á heimasíðu Velferðarráðuneytis www.vel.is/skraning
Nánari upplýsingar á Jafnréttisstofu arnfridur@jafnretti.is sími 460-6205
Sanitas heildverslun ehf. kt. 411210-0650 var stofnuð 2010 en reksturinn hófst í apríl 2011.
Eigendur félagsins eru tveir, Andrea Rafnar kt. 100960-3629 og Friðfinnur Magnússon kt. 081073-4309 og eiga þau jafnan hlut í félaginu og skipa stjórn þess. Andrea er stjórnarformaður félagsins og fjármálastjóri og Friðfinnur framkvæmdastjóri. Endurskoðandi er Björn Björgvinsson, löggiltur endurskoðandi.
Helstu birgjar
Nutramino í Danmörku - Heilsu- og drykkjarvörur
Navson - Avaxtasafar, orkudrykkir o.fl.
GVM/Italian coffe - Kaffibaunir
Papyrex - WC pappir - servíettur
Hill buscuits - Kex
Gerber juice - Djúsar og ýmsar aðrar vörur
Ulker - Matvara frá A-Ö
Viðskiptavinir
Viðskiptavinir Sanitas eru nú um 100 talsins, allt frá stóru matvælaverslununum yfir í
einstaklinga sem starfa í heilsugeiranum (einkaþjálfarar).
Velta, rekstur og framlegð
Velta ársins 2011 var kr. 25 milljónir og skv. óendurskoðuðu 6 mán. uppgjöri hefur hún aukist
í kr. 47,8 m.kr. fyrir fyrri helming ársins 2012. Áætlun gerir ráð fyrir að velta ársins 2012 verði
um 150 m.kr. Stefnt er að því að meðalframlegð sé um 30-35%. Sex starfsmenn starfa hjá
fyrirtækinu,
Framtíðarhorfur
Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt frá stofnun þess. Í upphafi byggðist vöruúrvalið aðallega
á heilsuvörum og -drykkjum frá Nutramino í Danmörku en á þessu ári hefur fyrirtækið verið
að færa sig inn á matvörumarkað almennt og þá aðallega með innflutning á vörum frá Spáni,
Englandi og Tyrklandi. Áhersla verður lögð á að bjóða verslunum heildarlausnir og að
vörurnar verði að mestu leyti seldar þeim beint í heilum gámum eða brettum, án viðkomu á
lager Sanitas. Stjórnendur munu leggja áherslu á að afla nýrra öruggra birgja og viðskiptavina,
kynna nýjar vörur til markaðarins og tryggja kostnaðaraðhald í rekstrinum.
Straumur er sjálfstæður og óháður fjárfestingabanki. Eignarhald bankans er traust, alþjóðlegt og án aðkomu ríkisins. Starfsmenn bankans hafa mikla reynslu af almennri fjárfestingabankastarfsemi og leggja metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum vandaða þjónustu.
Straumur veitir bæði innlendum og erlendum viðskiptavinum almenna fjárfestingabankaþjónustu, þar með talið markaðsviðskipti og fyrirtækjaráðgjöf. Hjá bankanum starfa um 35 manns. Höfuðstöðvar Straums eru í Borgartúni 25, 105 Reykjavík. Afgreiðslan er opin virka daga frá 9:00-17:00.
Saga
Saga Straums hófst árið 1986 með stofnun Hlutabréfasjóðsins. Félagið þróaðist hratt á næstu árum og fékk fjárfestingabankaleyfi árið 2004. Með sameiningu við Burðarás varð bankinn stærstur fjárfestingabanka á Íslandi. Bankinn stóð af sér hið mikla hrun haustsins 2008 en var að lokum tekinn yfir af FME í mars 2009. Starfsfólk, skilanefnd og kröfuhafar unnu í kjölfarið ötullega að endurskipulagningu bankans og varð hann fyrstur íslenskra banka til að klára endurskipulagningu og nauðasamninga í júlí 2010.
Gildi
Starfsfólk Straums leggur allan sinn metnað í að ávinna sér traust og tiltrú viðskiptavina og vinna af heilindum í þeirra þágu.
ABOUT US
AwareGO is comprised of the brightest minds in security and video creation. Our team of skilled security professionals and video specialists provide clients with top-rated, creative videos that compel employees to take notice and remember the importance of proper information security.
WHO IS AWAREGO?
AwareGo was founded by CEO Ragnar Sigurdsson, CISSP, CEH, a penetration tester who learned early on that security awareness was an imminent need essential to the safety and longevity of every organization.
Ragnar experienced firsthand the challenges organizations faced when training employees on proper security measures. He saw employees doze off and lose complete interest during security awareness training. His experiences led him to launch what would be one of the most successful products to hit the security awareness market.
OUR PRODUCTS
At AwareGO, comedy is our weapon and we use it as an incentive to urge employees to become more aware and compliant within todays volatile organizations. AwareGO has its hand on the pulse of what is happening in security today and provides organizations of all sizes with the tools they need to train their employees to keep sensitive data safe and secure.
OUR CLIENTS
AwareGOs clients range from small businesses to enterprise-level organizations. AwareGO is also in partnership with the Institute of Criminal Justice Studies at the University of Portsmouth in the UK where we are actively involved in the IT security research to provide our clients a high quality product.
No job is too big or too small for AwareGO. Contact us today for a free consultation.
Nýtt afl í öryggi
115 Security ehf er ungt og framsækið fyrirtæki sem þjónustar bæði fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Starfsmenn félagsins búa yfir áralangri reynslu í mannaðri gæslu,uppsetningu og sölu á myndavéla- og öryggiskerfum ásamt brunakerfum og aðgangsstýringum.
Framtíðarsýn 115 Security er að vera leiðandi á innanlandsmarkaði í þjónustu á öryggismarkaðnum.
Fyrirtækið býður í dag upp á tólf þjónustuliði (S1-S15) sem eru staðbundin gæsla, framkvæmdargæsla, verslunarþjónusta, farandgæsla, viðburðagæsla, myndavélagæsla/sala, öryggisræstingu, brunakerfi, aðgangsstýringar, heima- og fyritækjavörn/Neyðarhnappur, vöruverndarhlið, verðmætaflutningar, neyðarljós, lífvarsla og VIP þjónusta.
115 Security ehf hefur fullt starfsleyfi frá Ríkislögreglustjóranum til þess að annast öryggisþjónustu í atvinnuskyni ásamt vottun Mannvirkjastofnunnar til að sinna brunaúttektum.
Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf. var stofnað árið 2007. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt áherslu á að vera í fararbroddi varðandi ráðgjöf og þjónustu á sviði mannauðsmála með því að hafa fagþekkingu og fagmennsku í fyrirrúmi.
Frá stofnun hafa ráðgjafar Attentus unnið með á annað hundrað íslenskum fyrirtækjum.
Sérstaða Attentus er yfirgripsmikil þekking og áralöng reynsla af stjórnun og mannauðsmálum.
HLUTVERK
- Árangur er í fólkinu falinn
Hlutverk Attentus er að veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf og þjónustu á sviði stjórnunar og mannauðsmála sem stuðlar að hámarks árangri, arðsemi og ánægju starfsmanna og annarra hagsmunaaðila.
STEFNA
- Attentus byggir ráðgjöf sína á fagþekkingu, reynslu og metnaði.
Það er stefna Attentus að veita fyrirtækjum og stofnunum framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu á sviði stjórnunar- og mannauðsráðgjafar.
Við leitum stöðugt leiða til að efla og nýta okkar fagþekkingu.
Við fylgjumst vel með nýjungum og þróun á sviði mannauðsstjórnunar og stjórnunar.
Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum gerir okkur kleift að nýta okkar fagþekkingu í þágu viðskiptavina á hagkvæman og árangursríkan hátt.
Við leggjum metnað í að þjónustan uppfylli kröfur viðskiptavina um gæði, skapi virði og auki arðsemi í þeirra rekstri.
NAFNIÐ
Nafn Attentus vísar í orðið athugull og eftirtektarsamur. Það undirstrikar að við leggjum áherslu á að sinna okkar hlutverki af vandvirkni við að greina og nýta tækifæri til að auka árangur.
Ráðstefna á vegum Attentus 8. nóvember
Yfir hverju eru stjórnendur andvaka?
- réttu skrefin í átt að auknum árangri
Á ráðstefnunni verður fjallað um það hvernig stjórnendur geta aukið rekstrarárangur með stefnumiðaðri mannauðsstjórnun. Frummælandi á ráðstefnunni er Paul Kearns höfundur bókarinnar: HR Strategy - Creating business strategy with human capital.
Auk Kearns munu Katrín Pétursdóttir, forstjóri Lýsis, og Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, flytja áhugaverð erindi um árangur í stjórnun og mannauðsmálum.
Ráðstefnustjóri er Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA. Ráðstefnan fer fram í Turninum, Smáratorgi 3, Kópavogi, 19.hæð og hefst með morgunverði kl. 8:00 (sjá dagskrá).
Allir eru velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku á attentus@attentus.is. Ráðstefnugjald er kr. 5.500,-.
Frummælandinn Paul Kearns
Kearns hefur yfir þriggja áratuga reynslu af stjórnun mannauðsmála og leggur mikla áherslu á tengsl mannauðsstjórnunar við stefnu fyrirtækis og rekstrarárangur. Hann hefur frá árinu 1991 rekið eigið ráðgjafafyrirtæki PWL og hefur getið sér gott orð víða um heim og ritað fjölda bóka og greina um þetta viðfangsefni.
Á vegum Stjórnvísis hefur verið stofnaður málefnahópur um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Félagar í málefnahópnum eru 52 talsins frá fjölmörgum fyrirtækjum. En hvað þýðir hugtakið?
Er ekki nægilegt að reka fyrirtæki samviskusamlega, borga laun og skatta og fara eftir lögum? Þarf eitthvað meira til?
Kjarninn í hugtakinu samfélagsábyrgð hefur einmitt verið að fyrirtæki þurfi að leggja eitthvað aukalega á sig, umfram gildandi lög, til að teljast samfélagslega ábyrg. Það er ekki hægt að setja lög og reglur um allt sem hugsanlega kemur upp í starfi fyrirtækja en það er fjölmargt sem er löglegt en tengist siðferðilegum álitaefnum.
Að stunda smálánastarfsemi er lögleg iðja en er hún siðferðilega verjandi? Það er ekkert í íslenskum lögum sem kveður á um skyldur sveitarfélaga eða ríkisstofnana til að taka tillit til annars en hagstæðasta verðsins í innkaupum. En er það siðferðilega rétt að nota skattfé til að kaupa vörur sem eru framleiddar við afleitar aðstæður? Hvað með að merkja vörur íslenskar sem eru framleiddar erlendis? Bónusar til æðstu stjórnenda í fyrirtækjum hafa verið af mörgum gagnrýndir sem einn af orsakavöldum efnahagskreppunnar í vestrænum samfélögum. Það er ekki bannað að setja upp slíkt kaupaaukakerfi í fyrirtækjum á Íslandi þó því séu sett ákveðin takmörk samkvæmt reglum FME. En er það siðferðilega rétt og/eða tímabært, í ljósi sögunnar?
Þau eru því fjölmörg álitaefnin sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að kljást við frá degi til dags og mikilvægt að gefa þessum málum gaum, rétt eins og öðrum þáttum í rekstri fyrirtækja.
Höfundur er stjórnandi málefnahóps Stjórnvísis um samfélagsábyrgð og framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Við þökkum Ástu Snorradóttur hjá Vinnueftirlitinu og Teit Guðmundssyni framkvæmdastjóra Heilsuverndar fyrir góð erindi.
Greinilega mátti heyra á báðum erindum að það hefur jákvæð áhrif á líðan og viðhorf starfsmanna til vinnu sinnar ef þeir fá stuðning og heilsueflingu í vinnunni. Ekki skipti minna máli að finna að næsti yfirmaður léti sér velferð starfsmanna sinna varða og hugi að heilsu þeirra og góðu vinnuumhverfi. Teitur sýndi einnig að mikið er verið að gera hjá fyrirtækjum sem hann þjónustar til að stuðla að velferð starfsmanna, öruggara starfsumhverfi og draga úr veikindafjarvistum.
Þetta er málefni sem verður áhugavert að fylgjast með áfram og sjá hver þróunin verður hjá fyrirtækjum á Íslandi. Hlökkum síðan til að sjá sem flesta í Velferðarráðuneytinu 14.nóv.
Á annað hundrað manns mættu á haustráðstefnu Stjórnvísi í Hörpunni á föstudag. Ráðstefnugestir voru ánægðir með nýtt og áhugavert samtalsform fyrirlesara. Þeir Jón von Tetzchner og David Martin voru ekki með eiginlega fyrirlestra heldur var samtalsformið notað. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og formaður Stjórnvísi, ræddi við Jón Stephenson von Tetzchner og Sigurjón Þór Árnason, gæða- og öryggisstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, ræddi við David Martin. Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors fór á kostum í fyrirlestri sínum þar sem hún sagði okkur frá því hvernig faðir hennar hitti naglann á höfuðið þegar hann líkti saman góðum stjórnanda og "Fjallkóngi"
Meðfylgjandi eru myndir af ráðstefnunni.
http://stjornvisi.is/vidburdir/386
Með nýsköpun í genunum
Að varpa fram nýjum spurningum, skoða nýjar leiðir og líta á óleyst vandamál frá nýju sjónarhorni krefst skapandi hugmyndaafls og markar raunverulegar framfarir í vísindinum (Albert Einstein).
Nýsköpun er afurð þeirra framfara og þrífst best í umhverfi þar sem er rými til rýnis, fjölbreytileiki og frjálst flæði hugmynda. Við slíkar aðstæður verða bestu hugmyndirnar oft til og stundum gerist eitthvað stórkostlegt, sótt er fram. Nýsköpunarferlið í sinni einföldustu mynd felst í að skapa réttu skilyrðin og virkja snjalla hugmynd svo úr verði nýjung eða lausn sem leiðir til framfara.
Marel er með nýsköpun í genunum og hefur frá upphafi lagt áherslu á framfarir og endurbætur í vöruþróun hátæknibúnaðar sem og í daglegu starfi. Innan veggja Marel skorum við sífellt hvort á annað að gera það sem vel er gert í dag enn betur á morgun. Við hvetjum til gagnrýnnar hugsunar og fögnum fjölbreytileika. Velgengni Marel byggist þannig m.a. á þeirri grunnhugsun að verðmæti felist í orkulind hugmyndaaflsins og virkjun þess.
Það besta við þessa orkulind er að hún er auðlind Íslendinga og ein sú verðmætasta. Einhver besta fjárfesting okkar til framtíðar er því að virkja sköpunargleði ungu kynslóðarinnar. Þess vegna styrkir Marel nýsköpunarstarf á öllum skólastigum í landinu allt frá leiksskólastigi til háskólastigs. En tækifærið er okkar allra. Styðjum og hvetjum ungmenni um land allt til að sækja fram, virkja hugmyndaaflið og stuðla að nýsköpun. Þannig getur nýsköpunin ein orðið að einni verðmætustu auðlind komandi kynslóða. Þá verða allir Íslendingar með nýsköpun í genunum.
Höfundur: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi og varamaður í stjórn Stjórnvísis
Það styttist í glæsilega haustráðstefnu Stjórnvísi sem fram fer í Hörpunni á föstudag kl.13:00-16:00.
Hún ber yfirskriftina: Að móta framtíðina - besta leiðin til að spá í framtíðina er að móta hana sjálfur!
Afar vel hefur tekist til með fyrirlesara að þessu sinni en þeir verða Jón von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi Opera Software, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og David Martin, ráðgjafi í öryggismálum ríkja og stórfyrirtækja.
Ráðstefnan verður í Kaldalóni í Hörpu og verður með óvenjulegu fyrirkomulagi. Þeir Jón von Tetzchner og David Martin verða ekki með fyrirlestra heldur verður samtalsformið notað. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar og formaður stjórnar Stjórnvísi ræðir við Jón von Tetzchner og Sigurjón Þ. Árnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, ræðir við David.
Fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt Stjórnvísi vegna ráðstefnunnar og gert okkur kleift að halda hana. Félagið þakkar þennan stuðning.
Aðgangur á ráðstefnuna í Hörpu er ókeypis og öllum félögum í Stjórnvísi opinn.
Kæru félagsmenn í Stjórnvísi.
Starfið innan Stjórnvísi hefur sjaldan byrjað eins vel og þetta starfsárið og mikil gróska einkennir félagið. Svo til allir faghópar eru komnir vel af stað og þegar hafa verið haldnar nokkrar fjölmennar ráðstefnur á vegum félagsins. Þessu ber að fagna og þakka.
Það er ekkert sjálfgefið að félagsmenn séu svo kraftmiklir og áhugasamir en fyrir vikið er félagið bæði áhugaverðara og skemmtilegra.
Mig langar að vekja athygli ykkar á stórglæsilegri haustráðstefnu Stjórnvísi í Hörpu nk. föstudag, 26. október. Hún ber yfirskriftina: Að móta framtíðina - besta leiðin til að spá í framtíðina er að móta hana sjálfur!
Afar vel hefur tekist til með fyrirlesara að þessu sinni en þeir verða Jón von Tetzchner, frumkvöðull og stofnandi Opera Software, Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, og David Martin, ráðgjafi í öryggismálum ríkja og stórfyrirtækja.
Ráðstefnan verður í Kaldalóni í Hörpu og verður með óvenjulegu fyrirkomulagi. Þeir Jón von Tetzchner og David Martin verða ekki með fyrirlestra heldur verður samtalsformið notað. Ég ræði við Jón von Tetzchner og Sigurjón Þ. Árnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins, ræðir við David.
Ég hvet ykkur öll til að mæta á þessa glæsilegu haustráðstefnu í Hörpu en fjölmörg fyrirtæki hafa styrkt Stjórnvísi vegna hennar og gert okkur kleift að halda hana. Félagið þakkar þennan stuðning.
Aðgangur á ráðstefnuna í Hörpu er ókeypis og öllum félögum í Stjórnvísi opinn.
Innan raða Stjórnvísi eru núna um tvö þúsund félagsmenn og næstum 270 fyrirtæki. Svo margir hafa ekki verið í félaginu áður.
Höfum það ávallt í huga að Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Þungamiðjan í starfinu eru faghóparnir og án þeirra væri Stjórnvísi lítils virði.
Sem formaður hef ég lagt mikla áherslu á samheldni okkar félagsmanna og aukna félagsvitund þannig að við getum öll sagt með stolti að við séum félagar í Stjórnvísi - stærsta og virkasta stjórnunarfélagi landsins.
Að lokum vil ég þakka framkvæmdastjóra félagsins, Gunnhildi Arnardóttur, fyrir gott starf og að hafa komið faghópunum svo vel af stað á þessu hausti.
Með von um að sjá ykkur í Hörpu næsta föstudag. Sú ráðstefna er liður í því að móta framtíðina - móta framtíð Stjórnvísi.
Kveðja,
Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi.
Það ríkti mikil gleði á ráðstefnunni Ást og hatur í tölvupóstum sem Margrét Reynisdóttir eigandi Gerum betur bauð til í dag. Tilefni ráðstefnunnar var útgáfa bókarinnar 8 lyklar að árangursríkum samskiptum eftir Margréti Reynisdóttur.
Fyrirlesarar voru átta og upplýstu ráðstefnugesti um mikilvægi þess að vanda til verka í tölvupóstsamskiptum.
Helgi Jóhannesson lögfræðingur hvatti aðila til að nota tölvupóst sem allra mest. Sleppa öllum bréfum því tölvupóstur væri mun öruggari en bréfpóstur.
Kristín Ingimarsdóttir verkfræðingur hjá VSÓ var ekki á sama máli því hún taldi að hægt væri að nálgast tölvupóst á svo ótrúlega marga vegu. Hún nefndi dæmi um það þegar tölvan er send í viðgerð og þegar við erum að skrá okkur inn í tölvur erlendis t.d. á hótelum. Öryggi kostar vinnu og vð verðum að huga að því hvað má alls ekki gerast.
Friðrik Pálsson hótelstjóri á Hótel Rangá fór yfir þróun samskipta og hvernig maður slær tóninn í samskiptum.
Halldóra Traustadóttir kynnti þjónustustefnu Íslandsbanka og hvernig hún sjálf fer að þvi að skipuleggja tölvupóstinn sinn.
Ómar Örn markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar sagði frá umbótaferli í þjónustu fyrirtækisins og þeim gildum sem þeir standa fyrir.
Sigrún Viktorsdóttir OR fjallaði um átak sem OR fór í varðandi stöðluð svör í tölvupósti.
Þórunn Lárusdóttir leikkona endaði ráðstefnuna með því að kynna hina 8 lykla sem eru lykillinn að árangursríkum tölvupóstsamskiptum og endaði á að syngja lag um það hvernig svara skal tölvupósti.
Fundur á vegum faghóps um Fjármál fyrirtækja var vel sóttur. Fundurinn fjallaði um kynningu á Toolpack sem er viðbót við excel og nýtir vöruhús gagna. Raungögn eru lesin úr fjárhagskerfi yfir í vöruhús gagna. Þegar búnar eru til greiningarskýrslur í Toolpack getur kerfið sent þær áfram með tölvupósti. Fyrirtækið 1912 valdi Toolpack vegna þess að starfsmenn þekkja excelinn vel. Þeir eru búnir að byggja upp áætlunarkerfið fyrir fjögur fyrirtæki af sex.
Oft er talað um flöskuhálsa í fyrirtækjum þegar afmarkaður staður í skipulagsheildinni veldur því að líkur á hámarksárangri minnka. Flöskuhálsinn getur verið ákveðið skref í framleiðslu-, þjónustu- eða söluferlinu. Það liggur því í hlutarins eðli að flöskuhálsar geta hæglega verið einstaklingar sem með hegðun sinni gera það að verkum að ekki er hægt að uppfylla þarfir viðskiptavina (innri eða ytri) með eins skjótum hætti og best væri.
Flöskuhálsar í framleiðslu eru oft vel sýnilegir. Afkastageta véla hefur t.d. veruleg áhrif á afhendingatíma vöru. Erfiðara getur hins vegar verið koma auga á flöskuhálsa í liðsheildum og þá sérstaklega þegar svo háttar til að flöskuhálsinn er stjórnandinn sjálfur sem með hegðun sinni og vinnulagi kemur í veg fyrir að starfsfólk hans geti með góðu móti gert það sem það er ráðið til að gera.
Stjórnandinn verður til dæmis flöskuháls þegar hann ætlar sér að gera of mikið sjálfur. Því miður eru enn til stjórnendur sem ekki hafa tileinkað sér nægilega hæfni í að dreifa verkefnum og/eða því valdi sem nauðsynlegt er til að starfsmaður geti eignað sér verkefnin. Með slíkri hegðun er stjórnandinn að ræna starfsmanninn möguleikann á því að vaxa í starfi og verða betri starfsmaður sér sjálfum og fyrirtækinu til heilla. Stjórnandi sem dreifir ekki valdi og verkefnum er því í raun réttri að halda starfsfólkinu sínu niðri, takmarka möguleika þeirra á að vaxa í starfi og um leið auka álag á sig sjálfan umtalsvert.
Ert þú flöskuháls í þínu fyrirtæki, og ef svo er, hvað ætlar þú að gera til að breyta því?
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, www.vendum.is
Á fundi Stjórnvísi, sem haldinn var nú í morgun 17. október, hélt Björgvin Filippusson stofnandi KOMPÁS áhugaverðan fyrirlestur undir yfirskriftinni “Sóknarfæri í miðlun þekkingar þar sem hann fjallaði um KOMPÁS hugmyndafræðina og stiklaði á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins.
Í samantekt við lok fundar var það samdóma álit fundarmanna að KOMPÁS varðaði mjög marga stjórnendur og ætti mikið lof skilið fyrir hugmyndafræðina, framsetningu efnis og ávinning sem slíkur vettvangur skapar fyrir faglega stjórnun.
Hér má sjá myndir af fundinum http://www.facebook.com/media/set/?set=a.371119176304635.86919.191003920982829&type=1
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa, Rannís, Samtök Iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða á ráðstefnu tekur mið af ráðstefnu sem haldin er samhliða í Brussel í tilefni af Evrópsku fyrirtækjavikunni 15. - 21. október 2012.
Lögð er áhersla á þekkingu og reynslu framúrskarandi frumkvöðlakvenna. Ráðstefnan verður haldin í Salnum, Kópavogi þann 18. október kl. 9:30-12. Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI: http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/
Dagskrá ráðstefnu
Setning og fundarstjórn - Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Konur og stjórnun - Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður Félags atvinnurekenda
Reynsla og ferill frumkvöðuls - Svana Gunnarsdóttir, fjárfestingastjóri Frumtaks og frumkvöðull
Talsmaður evrópsku fyrirtækjavikunnar 2012 - Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors
Kaffihlé og tengslatorg
Tæknigreinar og menntun - Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Stefanía Katrín Karlsdóttir hjá Matorku
Fjármögnun og fjárfestingar - Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári og Brynja Guðmundsdóttir hjá Gagnavörslunni
Alþjóðafædd - Svanhildur Pálsdóttir hjá Hótel Varmahlíð og Margrét Sigurðardóttir hjá MusikMusik
Netsamfélög kvenna - Þórunn Jónsdóttir hjá FAFU og Þóranna K. Jónsdóttur hjá Markaðsmálum á mannamáli
Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI:
http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/