Fréttir og pistlar

Algengast er að íslensk fyrirtæki útvisti tölvumálum, ræstingum og öryggisgæslu

Halldóra Katla Gunnarsdóttir markaðsstjóri Fjárvaks sagði frá því á fundi á vegum fjármálahóps hvað fær fyrirtæki til útvistunar. Halldóra studdist við könnun hjá alþjóðlegu fyrirtæki og niðurstöður hennar. Með útvistun verkferla er átt við að fyrirtæki flytji framkvæmd þeirra yfir til utanaðkomandi aðila sem hefur sérþekkingu í viðkomandi verkferlum. Algengast er að íslensk fyrirtæki útvisti tölvumálum, ræstingum og öryggisgæslu. Fyrirtæki sjá góða leið til að lækka rekstrarkostnað með útvistun fjármálaferla. Það sem algengast er að útvista er rafrænt samþykktarferli reikninga, greiðslur reikninga, reikningagerð, innheimta, færsla og afstemming bókhald o.fl. Í dag er meiri krafa um að stjórnendur hafi gögn til að taka góðar ákvarðanir. Helsti drifkrafturinn á útvistun er þrýstingur á lækkun kostnaðar, aukin þjónustugæði frá útvistunaraðilum, aukið álag vegna reglugerða og stjórnunarhátta. Aðrir drifkraftar eru 1. Efnahagshrunið 2. Fyrirtæki í samdrætti eða örum vexti 2. Mannaflaþörf breytileg eftir sveiflum í rekstri 4. Fyrirtækið að huga að endurnýjum á fjárhagsbókhaldskerfi 5. Of mikill tími fjármálastjóra fer í að búa til stjórnendaupplýsingar í stað þess að vinna úr þeim

Vikan framundan - fimm áhugaverðir viðburðir

  1. febrúar 2013 | 08:30 - 09:30
    Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir
    • Breytingastjórnun
    Dunhaga 7, 107 Reykjavík
    Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.
    Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.
    Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.
    Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7,
  2. febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
    Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura
    • Umhverfi og öryggi
    Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík

Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.

Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.
Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.

  1. febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
    Hvernig á að tala við fjárfesta? Pottþétt ráð til undirbúnings!
    • Nýsköpun
    Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 12:00-13:00
    Hvernig á að tala við fjárfesta?
    Pottþétt ráð til undirbúnings! Hvernig ber að fjármagna fyrstu skrefin og hvað tekur við?
    Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar.
    Fjallað verður um hvað atriði það eru sem fjárfestar vilja fá upplýsingar um og hvernig best er að undirbúa kynningu á viðskiptahugmynd fyrir fjárfesti. Þá verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja á ólíkum stigum og sagt frá styrkjum og stuðningsverkefnum sem eru í boði fyrir fyrirtæki... á frumstigi.
    Frummælendur:
    Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA
    Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans
    Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.
    Staður: Ofanleiti 2, stofa 201
    Allir velkomnir!
  2. febrúar 2013 | 08:15 - 10:00
    Vinnustofa Stjórnvísi: Hvað virkar í stefnumótun?
    • Stefnumótun og Balanced Scorecard
    Dunhaga 7, 107 Reykjavík
    Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um þær aðferðir við mótun stefnu og framkvæmd hennar sem hafa reynst best. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
    Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Síðar verður boðið upp á tvær vinnustofur til viðbótar. 13. mars verður fjallað um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir og 3. apríl verður rætt um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni. Vinnustofurnar þrjár tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.
Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

  1. febrúar 2013 | 17:00 - 18:30
    Á Mannamóti í febrúar verður fjallað um Bjórskóla Ölgerðinnar og Tjarnargötuna.
    Mýrargötu 2, 101 Reykjavík
    Á Mannamóti í febrúar munum við heyra frá Óla Rúnari Jónssyni vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar og Einari Ben einn stofnanda Tjarnargötunnar. Óli mun fjalla um hugmyndina á bakvið Bjórskóla Ölgerðarinnar og hvernig hann hefur þróast, en Bjórskólinn hefur notið gífurlega vinsælda og nær námsefnið allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi. Einar Ben stofnaði Tjarnargötuna árið 2011 ásamt félaga sínum Arnari, en þeir þekkja nýmiðla eins og lófana á sér og eru sérstaklega lunknir í samfélagsmiðlum og notendadreifingu markaðsefnis. Vinnuspeki þeirra endurspeglast í að laða notandann að skilaboðunum, en ekki að ýta skilaboðunum til notandans. Einar mun ræða um mikilvægi efnisinntaka og notendadreifingu markaðsefnis.
    Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
    Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
    Tími: kl.17-18.30

Ánægjuleg frétt: Íslenska ánægjuvogin 2012

Niðurstöður 2012
Í dag, 21. febrúar 2013, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2012 kynntar og er þetta fjórtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 28 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-600 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlýtur Nova, 71,6 stig af 100 mögulegum. Nova er því heildarsigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2012 líkt og 2011 og jafnframt sigurvegari í flokki farsímafyrirtækja. Fast á hæla Nova kemur ÁTVR sem er efst flokki smásöluverslana með einkunnina 71,1. Í fyrsta sæti í flokki banka er Landsbankinn með einkunnina 62,9 og í flokki tryggingafélaga er Tryggingamiðstöðin með hæstu einkunnina, 69,0. HS orka er í fyrsta sæti raforkusala með einkunnina 62,1 og Atlantsolía er efst meðal olíufélaga með einkunnina 68,8. Bauhaus er með hæstu einkunnina meðal byggingavöruverslana, 66,0. Krónan er í fyrsta sæti í flokki matvöruverslana með einkunnina 63,6 og Lyfja sigrar í flokki lyfjaverslana með einkunnina 66,2.

Myndatexti:
Neðri röð frá vinstri: Þórhildur Eva Jónsdóttir, verkefnastjóri á þjónustusviði HS Orku, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmastjóri Atlantsolíu, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA, Ragnheiður D. Agnarsdóttir, framkvæmastjóri einstaklingssviðs og samskiptasviðs TM.
Efri röð frá vinstri: Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri sölu-og þjónustu ÁTVR, Þórbergur Egilsson, forstöðumaður þróunar-og rekstarmála Lyfju, Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, Halldór O. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans,

?
Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401018/8601018, netfang jona.sverrisdottir@capacent.is. Upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina má finna á: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin

Vikan framundan - fjórir áhugaverðir viðburðir

Vikan framundan - fjórir áhugaverðir viðburðir

  1. febrúar 2013 | 08:30 - 09:45
    Fjárvakur - útvistun fjármálaferla
    • Fjármál fyrirtækja
    Nauthólsvegi 52
    Á þessum áhugaverða fundi mun Fjárvakur kynna útvistun fjármálaferla. Fjárvakur hefur sérhæft sig í umsjón fjármálaferla. Starfsmenn Fjárvakurs búa yfir áralangri reynslu í rekstri kerfa og framleiðslu fjárhagsupplýsinga sem uppfylla ströngustu kröfur stjórennda. Það er Halldóra Katla Guðmundsdóttir markaðs-og starfsmannastjóri Fjárvakurs sem verður með framsögu.
    Kynningin verðurhaldin á Hótel Natura og eru allir hjartanlega velkomnir.
  1. febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
    Vertu skæruliði! - Notaðu orku og hugmyndflug í markaðsstarfi í stað peninga.
    • Nýsköpun
    Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
    Skæruliðamarkaðssetning hentar frumkvöðlum sérstaklega vel, þar sem hún gerir ekki ráð fyrir að miklir peningar fari í markaðsstarfið - en krefst þess í stað tíma, orku og hugmyndaflugs.
    Frummælandi: Þóranna K. Jónsdóttir
    Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir helstu atriði skæruliðamarkaðssetningar skv. kenningum hugmyndasmiðs skæruliðamarkaðssetningarinnar, Jay Conrad Levinson, auk þess sem hún lumar á nokkrum skemmtilegum dæmum.
    Þóranna K. Jónsdóttir starfar sem markaðsráðgjafi og leggur sérstaka áherslu á stefnumótun markaðsmála, með brandið sem kjarna markaðsstarfsins. Hún er manneskjan á bak við Markaðsmál á mannamáli, en markmið MáM er að auka markaðslega færni minni fyrirtækja til að stuðla að því að framúrskarandi vörur og þjónusta fái að blómstra. Þjálfun fer fram á netinu og hugmyndafræði skæruliðamarkaðssetningar er lögð til grundvallar.
  2. febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
    Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu
    • Heilbrigðissvið
    Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu
    Velferð er samfélagsverkefni
    Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.
    Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.
    Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.
    Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.
    Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins.
  3. febrúar 2013 | 08:30 - 09:50
    Íslenska ánægjuvogin 2012 - Uppskeruhátíð
    Veisluturninn, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi

Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi.
Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2012 verður efnt til morgunverðarfundar á vegum Faghóps um Gæðastjórnun hjá Stjórnvísi. Faghópurinn hefur haldið marga vel sótta fundi og öflugar ráðstefnur undanfarna vetur.
Fyrirlesarar:
Icelandair: Að fljúga betur
Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, fjallar um leiðir fyrirtækisins til að veita góða og örugga þjónustu á heimsmælikvarða. Icelandair var sigurvegari í flokki flugfélaga í Ánægjuvoginni árið 2011.
Framkvæmdasýsla ríkisins: Gæðastjórnunarkerfi og vottun
Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri FSR, og Bergljót S. Einarsdóttir, gæðastjóri FSR, fjalla um gæðastjórnunarkerfi stofnunarinnar og ferlið í tengslum við ISO 9001 vottunina. Einnig um samþættingu gæðastjórnunarkerfisins við aðferðafræði samhæfðs árangursmats.

Jóna Karen Sverrisdóttir, verkefnastjóri Ánægjuvogarinnar hjá Capacent kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2012
Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsókn Ánægjuvogarinnar 2012
Davíð Lúðvíksson forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins stjórnar fundinum.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina http://www.stjornvisi.is
Verð kr.3.050.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Starfsmanna-og fræðslustjórar - kynnið Stjórnvísi fyrir nýjum starfsmönnum!

Stjórnvísi hvetur starfsmanna-og fræðslustjóra fyrirtækja til að muna eftir Stjórnvisi í nýliðakynningum.

Mikilvægt er að muna eftir að kynna fyrir nýjum starfsmönnum að vinnustaðurinn er aðili að Stjórnvísi - stærsta stjórnunarfélagi á Íslandi stofnað 1986.
Hvettu stjórnendur og áhugasama samstarfsmenn um stjórnun til að skrá sig í faghópa. Stjórnvísi býður upp á hagstæðustu símenntun fyrir stjórnendur í dag.
Okkur langar að vekja athygli á að þar sem fyrirtækið þitt er aðili að Stjórnvísi, geta allir stjórnendur í fyrirtækinu og áhugasamir starfsmenn um stjórnun, sótt fundi í faghópum félagsins sér að kostnaðarlausu. Virk þátttaka starfsmanna í Stjórnvísi gefur þeim færi á hagstæðri símenntun og praktískum umræðum um stjórnun. Skráning í faghópana fer fram á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is http://stjornvisi.is/kennsla hægra megin í horninu „nýskráning starfsmanna“. Þar seturðu inn nafn, lykilorð, starfsheiti og tengir þig síðan við fyrirtækið þitt sem er nú þegar til á skrá. Að því loknu velur þú þér þá faghópa sem þú vilt vera skráður í. Þeir sem skrá sig í Mannauðsstjórnunarhópinn fá póstsendingar um alla viðburði. Á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is eru upplýsingar um viðburði faghópa, ráðstefnur og áhugaverðar greinar.
Ávinningurinn af því að vera í Stjórnvísi!

  1. Hagstæð símenntun um stjórnun sem byggir fyrst og fremst á raunhæfum dæmum
    úr atvinnulífinu.
  2. Sterkt tengslanet.
  3. Virkt félagsstarf.
  4. Ókeypis aðgangur að faghópum, ráðstefnum, fundum og viðburðum um stjórnun á
    vegum félagsins.

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 2000 virka félagsmenn og um
300 fyrirtæki innan sinna raða. Félagið er sterkt og öflugt tengslanet fyrir félagsmenn.
Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina um stjórnun á markaðnum.
Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun.
Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.

Bestu kveðjur,
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Stjórnvísi ehf | stjornvisi@stjornvisi.is | Ofanleiti 2 • 103 Reykjavík | Kt. 650686-1609 | Sími: 533-5666 • Gsm: 840-4990

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum - velkominn í Stjórnvísi

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur eftirfarandi gildi að leiðarljósi:
Fagmennska - Heiðarleiki - Traust
MARKMIÐ LÖGREGLUSTJÓRANS Á SUÐURNESJUM (LSS)
Embættið hefur þá sérstöðu að starfsemin skiptist annars vegar í hefðbundna löggæslu þar sem markmiðið er að tryggja öryggi almennings í umdæminu og hins vegar í löggæslu á alþjóðaflugvelli, þar sem markmiðið er að tryggja löggæslu gagnvart flugfarþegum og sinna landamæraeftirliti.

LÖGREGLUSTJÓRINN Á SUÐURNESJUM LEGGUR ÁHERSLU Á

  • Að tryggja öryggi íbúa og þeirra sem leið eiga um umdæmið og halda uppi lögum og reglu.
  • Að veita íbúum og þeim sem leið eiga um umdæmið greiðan aðgang að þjónustu lögreglu.
  • Að halda úti skilvirku landamæraeftirliti.
  • Að rannsóknir sakamála við embættið séu faglegar og hraðar.
  • Að íbúar hafi greiðan aðgang að lögreglu með hverfastöðvum og grenndarlöggæslu.
  • Að halda úti markvissu forvarnarstarfi í umdæminu
  • Að almannavarnir séu öflugar í embættinu og áætlanir raunhæfar og nýlegar.
  • Að miðla upplýsingum og eiga gott samstarf við íbúa og atvinnulíf á svæðinu, sem og erlenda samstarfsaðila.

Dögun Capital (DC) - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Dögun Capital (DC) er öflugt ráðgjafarfyrirtæki á stofnana- og fyrirtækjamarkaði. Hjá fyrirtækinu er samankomin margra áratuga reynsla í fyrirtækjarekstri, ráðgjöf og þátttöku í atvinnulífinu. Þá er innan fyrirtækisins víðtæk reynsla tengd stjórnsýslu og starfsemi opinberra stofnana.

HEIÐARLEIKI - FAGMENNSKA - TRAUST

Heiðarleiki í samskiptum og upplýsingagjöf er helsta forsenda árangurs í starfi. Þess vegna er þessi þáttur nefndur fyrstur þeirra þriggja sem DC byggir starf sitt einkum á.

Fagmennska er önnur helsta forsenda árangurs. DC leggur áherslu á fagleg vinnubrögð í stóru sem smáu. Teygi verkefni sig útfyrir svið starfsmanna fyrirtækisins er nauðsynleg þekking sótt inn í fyrirtækið.

Traust er einnig forsenda árangurs, enda fela verkefnin oft í sér meðferð viðkvæmra og verðmætra upplýsinga. Traust og trúnaður eru nauðsynlegir þættir til að geta unnið saman af heilindum og skapað þannig grundvöll að góðum árangri í samstarfinu.

Framtíðarsýn DC er að verða leiðandi þekkingarfyrirtæki í alhliða ráðgjöf stofnana og fyrirtækja. Félagið nýti á hverjum tíma bestu þekkingu sem völ er á og miðli skýrum lausnum sem standast faglega rýni og eru viðskiptavinum til hagsbóta.

Markmið DC er að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri í starfsemi sinni.

Móðir náttúra - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Móðir náttúra sérhæfir sig í gerð næringarríkra, ljúffengra og hollra grænmetisrétta. Fyrirtækið notar ávallt, fyrsta flokks, ferskt grænmeti og engin óæskilega aukaefni eru notuð við matargerðina.
Móðir náttúra leggur metnað í að gæði handverksins og heimalagaða bragðið haldi sér í gegnum alla framleiðsluna og skili sér beint á matarborðið heima fyrir.

Lífland - Nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Lífland er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur áherslu á að uppfylla þarfir og óskir viðskiptavina. Starfsemi fyrirtækisins lýtur annars vegar að þjónustu tengdri landbúnaði
og tengist hins vegar hestaíþróttum, dýrahaldi og útivist.
LÍFLAND ætlar sér skýra forystu á sínu sviði á alþjóðlegan mælikvarða.
Við viljum skara framúr í hæfni til að sjá fyrir breytingar á þörfum viðskiptavina
og snerpu til að bjóða áhugaverðustu lausnirnar á hverjum tíma.
Ný fóðurverksmiðja Líflands á Grundartanga í Hvalfirði var tekin formlega í notkun 7. október 2010.
Nýja verksmiðjan markar tímamót varðandi gæði og öryggi fóðurs, sóttvarnir og rekjanleika afurða.
Alger aðskilnaður er milli hráefna og hitameðhöndlaðrar vöru sem er forsenda öflugra sóttvarna gegn örverum.

Glerverksmiðjan Samverk ehf. - Nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Glerverksmiðjan Samverk ehf. var stofnuð 18. janúar 1969 af 8 heimamönnum í Rangárþingi, til að framleiða einangrunargler, og er elsta starfandi glerverksmiðja landsins. Aðsetur verksmiðjunnar er að Eyjasandi 2 á Hellu.
Sýningarsalur er í Víkurhvarfi 6 Kópavogi, í nýja verslunarhverfinu fyrir ofan Elliðavatn, við Breiðholtsbrautina.

Samverk er nútímalegt og tæknivætt glervinnslu iðnaðarfyrirtæki. Aðal hráefnið er flotgler og er það flutt inn frá evrópu til margvíslegar úrvinnslu og fullvinnslu í glerverksmiðjunni. Glerlausnir og framleiðsluvörur eru sérsmíðaðar og sérframleiddar eftir óskum viðskiptavina fyrir hvert verkefni. Samverk hefur á að skipa reyndu starfsfólki sem hefur starfað hjá fyrirtækinu árum saman.

Framleiðsla okkar í einangrunargleri er gerðaprófuð og vottuð af Nýsköpunarmiðstöð Íslands og merkt IGH gæða- og framleiðslueftirlitskerfi Samtaka íslenskra húshlutaframleiðanda.

Mentor- Nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Mentor var stofnað árið 1990 undir nafninu Menn og mýs. Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Mentor sameinaðist fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor (sjá www.infomentor.se).

Vefkerfið Mentor.is er aðal lausn fyrirtækisins.Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfa fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.

Mentor er notað í fjórum löndum en auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru 15 tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins.

Eitt mest notaða vefkerfi landsins

Mentor er eitt mest notaða vefkerfi landsins. Að meðaltali skrá sig rúmlega tuttugu þúsund notendur inn í kerfið á degi hverjum.
Mentor er í dag í notkun í 170 grunnskólum og um 60 leikskólum á Íslandi auk þess sem fyrstu íþróttafélögin og tónlistarskólarnir hafa tekið kerfið í notkun.
Í Svíþjóð er InfoMentor notað í yfir 700 skólum í um 100 sveitarfélögum. Árið 2010 komu um 9000 kennarar, skólastjórnendur og starfsmenn skólaskrifstofa á námskeið og ráðstefnur fyrirtækisins í Svíþjóð.
Eigendur Mentors eru frumkvöðlar félagsins Vilborg Einarsdóttir, Jón Georg Aðalsteinsson og Mats Rosenkvist auk starfsmanna Mentors. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Frumtak eru einnig eigendur að félaginu.

Birgirinn þinn og þú. Grein í Viðskiptablaði Mbl. höf: Sigurjón Sveinsson sérfræðingur hjá áhættustýringu Arion banka

Birgirinn þinn og þú
Ekkert fyrirtæki er eyja. Fyrirtæki kaupa þjónustu, aðföng og hráefni frá öðrum fyrirtækjum, stórum sem smáum. Hvert fyrirtæki sérhæfir sig í einhverri framleiðslu eða þjónustu, einni eða fleiri, og sú afurð er lifibrauð þess. Afkoma þess veltur mikið á því að afurðin standist væntingar viðskiptavina um vöruna. Einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á gæði afurðarinnar eru aðföng frá birgjum. Fyrirtæki þurfa því að gera jafn miklar kröfur til gæða aðfanga og þau gera sjálf til eigin framleiðslu.
Samlokuframleiðandi þarf til dæmis að fullvissa sig um að rækjurnar í rækjusalatið séu unnar á sem bestan veg, því ef skemmdar rækjur valda matareitrun hjá neytendum er það samlokuframleiðandinn sem situr eftir með orðsporshnekkinn. Því þarf samlokuframleiðandi að gera jafn miklar kröfur um gæði í framleiðslu hjá birgja sínum sem og hann gerir til sín sjálfs. Slíku fylgir hann eftir með birgjamati.
Sömu aðföng geta þó verið mis mikilvæg eftir fyrirtækjum þó um sömu vöru sé að ræða eftir því hvaða hlutverki aðföngin gegna. Til dæmis eru gæði pappírs mikilvægari fyrir prentsmiðju en fyrir almenna skrifstofu. Afurð prentsmiðjunnar eru bækur og blöð þar sem pappírinn leikur lykilhlutverk. Pappír til útprentunar á skrifstofu er ekki í jafn mikilvægu hlutverki. Þar af leiðandi myndi birgjamat prentsmiðju og skrifstofu vera með mismunandi áherslum og vægi.
Í birgjamati er áreiðanleiki birgjans athugaður og afurðar hans, s.s. innri starfsemi, verklag og skipulag. Er birgirinn með gæðakerfi sem starfað er eftir? Hvernig er orðspor hans? Er hann fjárhagslega traustur? Einnig er mikilvægt að sjá staðfestingu á því sem sagt er í birgjamatinu. Ef vara er sannprófuð fyrir afhendingu þá er ráðlegt að sjá skriflegar lýsingar prófanna og skráningu á niðurstöðum þeirra.
Höfundur er sérfræðingur hjá áhættustýringu Arion banka.

Af hverju er Facebook spennandi?

Af hverju er Facebook spennandi? FB er gríðarlega góður vettvangur til að ná sambandi við Íslendinga segir Ómar Örn Jónsson. framkvæmdastjóri markaðssvið Öryggismiðstöðvarinnar. Hlutfall kvenna og karla er nokkurn veginn það sama á FB. Þegar skoðaðar eru best sóttu síður Íslands er Facebook í 1.sæti og Google í öðru sæti, Markaðsfólk verður að skoða þetta. En hver vill vera vinur Öryggismiðstöðvarinnar? Fyrirtækið ákvað að byrja rólega, fara reglulega inn og pósta inn, skipuleggja starfið og ákveða hvernig hægt er að leyfa sér ýmislegt á Facebook sem þú leyfir þér ekki annars staðar. Öryggismiðstöðin póstar t.d. mikað um öryggismál, t.d. neyðarnúmerið 112 og vísa í aðrar fréttir . Frábært fyrir viðskiptavini, þú ert nær þeim. Byrjuðu 10.mars 2011 og reynsla þeirra er bara jákvæð. Þarna koma hrós til starfsmanna. Gera líka sértilboð sem fúnkera mjög vel og eru með leiki. Hægt er að auglýsa gegnum Facebook og hægt að ná miklum sýnilega með litlum tilkostnaði. Samfélagsmiðlar geta byrjað að virka sem samfélagstæki. Öryggismiðstöðin lætur líka gott af sér leiða og dreifa því á Facebook, fólk deilir fréttinni áfram. Í stað þess að senda út fréttatilkynningu er sniðugra að setja einfaldleega á Facebook. Faceobook virkar svo sannarlega ef unnið er skipulega. Þetta bætir og styrkir ímynd fyrirtækja. 2.370 manns hefur sett like á síðu Öryggismiðstöðvarinnar. FB er ekki spretthlaup heldur langhlaup.
Innra markaðsstarf. Þar sem Facebook virkar vel utanhúss er þá ekki hægt að nýta það innanhúss? Innri vefurinn virkaði ekki nægilega vel. En allir eru á Facebook og því var settur upp lokaður Facebookhópur fyrir starfsmenn. Í fyrsta sinn sást að starfsmenn komu með hugmyndir, sendu like - þrælvirkar hreinlega. Önnur fyrirtæki hafa tekið þetta upp með mjög góðum árangri. Utanumhaldið er þó nokkuð þ.e. fylgjast þarf vel með þeim sem hætta. Tólið virkar og var bylting í upplýsingamiðlun til starfsmanna. Allar færslur fara um leið á Twitter. Ánægja er mæld reglulega meðal viðskiptavina og hún er á uppleið. Ánægja starfsmanna er líka miklu meiri. Facebook er með ákveðnar leiðir til að auka sýnileika fyrirtækja. Ekki hafa áhyggjur af því heldur vinna markvisst, óþarfa hræðsla ivð samfélagsmiðla. Ef fyrirtæki fara á facebook þurfa þau að svara fyrirspurnum strax. FB hjálpar til að gera fyrirtæki gegnsærri. Þú þarft að vera óhræddur við FB.
Lögreglan vill sýnilega löggæslu segir Þórir Ingvason hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.. Lögreglan er alltaf að eiga við stæri og stærri hóp sem eyðir tímanum sínum heima í tölvunni en minni tíma úti. Sýnileiki lögreglunnar er því merii á Facebook en heima. Fólk er almennt jaávkætt. En hvað hefur lögreglan að sækja í samfélagsmiðla. Bara á Fésbókinni eru yfir milljarður notenda. Bara á Íslandi eru 222.980 notendur eða 72% þjóðarinnar, netið er því raunverulegur staður. Lögreglan er með miklu meira en Facebook, Twitter, Lifestream, Instragram. Rödd lögreglunnar er föðurleg rödd en samt þannig að undirliggjandi sé húmor og léttleiki. Byrjuðu að segja frá því hvar hraðamyndavélin er, hún er ekki notuð til að nýtast sem skattainnheimta. Tilgangurinn er ekki að moka inn sektir heldur til að lækka hraða. Eða ná niður hraða. Lögreglan fer sérstaklega á staði þar sem fólk biður um að sé mælt. Þess vegna upplýsir lögreglan í lok dags hvernig til tókst. Dónaskapur er fjarlægður, og einstök mál ekki rædd. En hvernig fer lögreglan að því aðhalda uppi síðunni. 12 manns halda úti síðunni og 6 eru virkir. Instagram þar eru 7 manns með stjórnendaréttindi.
Málið er að njóta trausts. Sá sem er að rita efni þarf að vera bakkaður upp af sínum yfirmanni því fólk mun alltaf hafa hafa skoðun á því sem lögreglan gerir.
Mörg ft. þurfa að velta fyrir sér hvort þau þurfi samfélagsmiðla? Betra að sleppa því en gera það illa, því þarf ákveðna auðmýkt. Við erum að opna dyrnar á ákveðna gagnrýni á Faceobbok. Gott er að undirbúa sig og fara vel yfir hvar vandamál koma fram. Lögreglan er líka með Flikkersíðu þar sem settar eru inn gamlar myndir á tveggja vikna fresti. Þeir eru líka með Youtube síðu. Þar eru settar inn myndir á tveggja vikna fresti. . Fengu myndir frá fólki utan úr bæ. Þeir eru líka á Livestream til að gera hverfafundi sýnilegri. Á bilinu 80 manns niður í 20 manns voru að mæta á fundina sem voru á miserfiðum tímum fyrir fólk. Fólk er mjög jákvætt í garð lögreglurnnar. Við Laugardalshöll er oft erfitt að eiga við bíla. Byrjuðu að pósta upplýsingum og segja hvar bílastæðin eru og hvar er hægt að leggja. Ekki var óalgengt að sektir væru 200 núna er þær komnar niður fyrir 20 þannig að FB virkar.
Lögreglan er með ákveðnar reglur og hafa í huga 1. Einlægni 2. Svara öllu 3. Ekki stofnanaleg svör og dass af húmor.

Um leið og við breytum samskiptum við okkur sjálf breytast samskipti okkar við aðra.

Annetta Ragnarsdóttir ACC markþjálfi hefur stúderað samskipti mjög lengi. Samskipti hafa mikið gengið út á hvernig við höfum samskipti við aðra ekki hvernig við eigum samskipti við okkur sjálf.
Um leið og við breytum samskiptum við okkur sjálf breytast samskipti okkar við aðra. Hversu mikil áhrif hafa þessi áhrif á aðra þegar við bætum samskiptin við okkur sjálf? En hvað er samskipti við okkur sjálf. Samskiptin við okkur sjálf eru í hugsunum, stundum erum við í samskiptum við aðra án þess að þeir hafi hugmynd um það þ.e. við erum að hugsa um þá. Við erum líka í samskiptum við fortíðina okkar og framtíðina okkar. Samskiptin við okkur sjálf endurspeglast alls staðar.
Hversu mikil áhrif hafa aðrir á samskipti þín við sjálfan þig. Hvað gerist inn á vinnustaðnum þegar þú hefur breytt samskiptunum við sjálfan þig? Við getum ekki kennt öðrum um hvernig okkur líður en. Tilfinningar koma hvort sem manni líkar betur eða verr en hugsanir sem koma getum við hins vegar stjórnað.
Við sem manneskjur erum afskaplega misjafnlega upplögð. Hver er ástæðan fyrir því hvernig mér líður? Allt of algengt er að leita að utanaðkomandi sökudólgi; börnin voru erfið í morgun, ríkisstjórnin er að klúðra öllu. Gefur það mér leyfi til þess að vera fúl/l í allan dag. Hvað gerist þegar einhver kemur fúll í vinnuna og það hefur engin áhrif á neinn í vinnunni. Við viljum ekki að allir aðrir fari líka í slæmt skap. Sópum við ekki bara vandamálum undir teppi til þess að allir séu í þykjustunni í góðu skapi. Er íslensk þjóð svo meðvirk að allir fari í eins skap. Eina lausnin er að geta stjórnað sjálfum sér. Hvernig stoppum við að taka tilfinningar annarra inn á okkur? Hvernig get ég stoppað það að taka inn á mig leiðinlegheit eða skapillsku vinnufélaga? Kannski var hann/hún alls ekki örugg með það að þetta hefði nein áhrif á okkur sjálf.
Við erum ábyrg fyrir eigin tilfinningum og líðan. Hluti af því að vera mannlegur eða mennsk er sú að allir hafa áhrif á alla. Það er nánast ómennskt að taka ekki inn á sig líðan annarra. Hvað gerir það fyrir vinnustaðinn að alllir séu í góðum samskiptum við sjálfan sig: jafnvægi skapast, skilningur, umburðalyndi, gleði, meiri afköst, minni sóun, betri samvinna, meiri tenging, menningin/kúltúrinn góður, nýsköpun, hreinskilni og gott orðspor fyrirtækisins.
Slæm samskipti: óöryggi, hindranir, vanlíðan, dæmi um tölvupóst sem einhver svarar sem við förum í óstuð yfir. Við sjáum hlutina svo misjafnt. Tölvupóstur getur fengið annað yfirbragð eftir því hvernig okkur líður.

Helstu mistök frumkvöðla eru: 1. Að halda að maður verði ríkur srax 2. Setja ......

Haukur Guðjónsson einn af stofnendum Búngaló og ritstjóri vefsíðunnar frumkvodlar.is segir helstu mistök frumkvöðla vera: 1. Að halda að maður verði ríkur strax 2. Setja of mikinn pening í fyrirtækið 3. Ætla að leysa of mörg vandamál (einbeita sér að einni lausn og gera það vel) 4. Halda að varan selji sig sjálf (algeng mistök meðal frumkvöðla) 5. Reyna að búa til hina fullkomnu vöru (nota frekar einfalda vöru og ekki gleyma sér í smáatriðum) 6. Velja ranga samstarfsaðila (hafa í huga að tala opinskátt um alla hluti) 7. Bíða eftir fjármögnun (mjög sjaldgæft að fá strax fjármagn, finna frekar hugmynd) 8. Ísland er ekki stórasta land í heimi (Ísland er mjög lítill markaður). 9. Gleyma hvaðan tekjurnar koma (margir frumkvöðlar gleyma að hugsa um tekjurnar þ.e. að hugsa um að fá nægar tekjur. 10. Frestunarárátta (þetta eru ein algengustu mistökin, ef fyrirtækið á að verða alvöru þá verður að framkvæma strax.
Rúna Mangúsdóttir, einn af stofnendum BRANDit og alþjóðlegur stjórnendamarkþjálfi og fyrirlesari ræddi um orðspor og ímynd frumkvöðla. Það eru fyrstu 7 sekúndurnar sem skipta öllu máli, þá tökum við ellefu ákvarðanir. Við sem frumkvöðlar verðum að muna að fólk man eftir þeim í gegnum söguna sína. Leyfðu sögunni þinni að njóta sín. Hugsa með sér: Ef ég væri bíll hvernig bíll væri ég þ.e. tegund. Þegar við byggjum upp brandið þá erum við við sjálf. Rúna vinnur við að hjálpa einstaklingum að ná árangri. S-in 3 í Persónu Branding 1.Skýr (hvað lofum við að gera og hvað ekki d.bíllinn er hann fjölskyldubíll eða ekki). Fyrir hvað stendur þú? Ætlarðu að vera meðalmanneskja í atvinnulífinu eða standa upp úr. 2. Samræmi (við ætlum að koma hugmynd á framfæri. Það sem við lofum að gera, að við gerum það dag eftir dag). Hvernig er myndin sem við búum til er hún sú sama aftur og aftur. 3.Stöðugleiki. Lesa bókina um Steve Jobs hún sýnir hvernig brandið var byggt upp. Í dag eru 200millj.manns á Linkedin Það er búið að googla okkur alls staðar. Passa að hann sé réttur, þar ráðum við hvað stendur inni. Netverkið okkar er þarna inni. Við getum gert svo miklu meira á Linkedin. Það er gott að fá endurgjöf en við verðum að passa upp á að aðrir stjórni ekki hvernig við erum. Við verðum að koma inn þeirri tilfinningu að við höfum eitthvað nýtt fram að færa. Ertu aðilinn sem reynir sitt besta eða segist vera sá besti. Allir eiga sér sögu, í henni eru áskoranir, tækifæri og hindranir sem við höfum yfirstigið. Aðrir vilja heyra hvernig við fórum að því að verða þær manneskjur sem við erum í dag. Þar sjáum við meðalmanneskjuna eða þann sem stendur út úr. Með því að fókúsa á þinn styrkleika nærðu árangri. Facebook reynist mjög vel. Gott að gefa virði í þekkingu. Ef öðrum finnst áhugavert það sem þú ert að gera munu þeir fylgja þér. Allir mæla með auglýsingu á facebook. Tala líka við fyrirtæki sem vilja hjálpa frumkvölum.

Yfir 170 manns mættu á Gæðastjórnun og VMS ráðstefnuna á Natura

Rúmlega 170 manns mættu á vel heppnaða ráðstefnu faghópa um Gæðastjórnun og Lean á Natura þann 6.febrúar. Þórunn María Óðinsdóttir formaður Lean faghópsins stýrði ráðstefnunni með miklum skörungsskap og einkenndist ráðstefnan af fagmennsku og hressleika. Þrír fyrirlesarar fluttu góð erindi og eru glærur á innrivef Stjórnvísi ásamt myndum af ráðstefnunni.
VMS töflur eru mismunandi í fyrirtækjum og eru töflufundir frá 7 mínútum upp í 2 klukkustundir. Aðferðafræðin kemur upphaflega frá Japönum. Sigrún Sæmundsdóttir frá Landsbankanum sagði frá margvíslegum skemmtilegum reglum sem tengdust töflunum. Taflan nýtist Landsbankanum sem hjálpartæki við stefnuna og starfsfólkið. Á töfluna koma alls kyns hugmyndir, þar er eitt árangursblað og eitt mælikvarðablað. Töflurnar eru langhlaup ekki spretthlaup og eru stjórnendur lykilatriði í innleiðingu því eftir höfðinu dansa limirnir. Einnig var nefnt að með sjónstórnun verður allt sýnilegt, komið er í veg fyrir að verkefni stöðvist, hindranir hverfa og flæði eykst.

Umhverfishyggja og rekstur fyrirtækja. Grein í Viðskiptablaði Mbl. höf: Lára Jóhannsdóttir, nýdoktor við HÍ

Umhverfishyggja og rekstur fyrirtækja
Rekstur fyrirtækja byggir á náttúrinni, því þau sækja þangað auðlindir, beint eða óbeint. Náttúran tekur einnig við úrgangi sem fyrirtæki skapa.
Vaxandi mannfjöldi, aukin neyslu og umsvif atvinnulífs skapa aukinn þrýsting á náttúruna. Umhverfismál eru því meðal meginafla (e. megatrends) sem í vaxandi mæli hafa áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja, sem ógn eða tækifæri. Umhverfishyggja (e. environmentalism), skilgreind sem áhyggjur af umhverfinu og verndun þess, hefur vaxið á undanförnum áratugum. Umhverfishyggja veldur því að fyrirtæki starfa undir auknum þrýstingi um að þau dragi úr neikvæðum umhverfisáhrifum vegna starfsemi sinnar. Vegna vaxandi umhverfislegra vandamála mun þessi þrýstingur halda áfram að vaxa á komandi árum og áratugum. Þessi þrýstingur endurspeglast m.a. í umhverfislöggjöf og alþjóðasáttmálum á sviði umhverfismála.
Þrýstingur á fyrirtæki um að axla ábyrgð kemur frá ytra umhverfi, í gegnum löggjöf og þrýsting frá mismunandi hagsmunahópum, t.d. fjárfestum, viðskiptavinum, birgjum eða almenningi. Fjárhagslegir hvatar mynda einnig þrýsting. Í þeim tilvikum átta framsýnir stjórnendur sig á því að þeir geta sparað fjármuni með því að sinna umhverfismálum, eða aukið tekjur með því að bjóða umhverfisvænar vörur eða lausnir sem draga úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum.
Þá spilar siðfræði hér líka inn í ákvarðanatöku fyrirtækja. Í hvaða ásigkomulagi viljum við skila jörðinni til barna okkar, barnabarna og komandi kynslóða. Siðfræðin endurspeglast í gildismati þeirra sem stjórna fyrirtækjunum. Það eru þeir sem ákvarða framtíðarsýn fyrirtækjanna.
Höfurndur greinar er Lára Jóhannsdóttir,Nýdoktor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í LSBÍ (Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands).

Skráðu þig í nýjan faghóp Stjórnvísi - Faghópur innkaupafólks

Faghópurinn var stofnaður í janúar byrjun 2013 og hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 5. febrúar. Í stjórninni sitja 9 manns, sjá undir Faghópar - Innkaup.

Markmið með stofnun faghópsins
Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera. Jafnframt er markmiðið að auka ábyrgð, gegnsæi, einföldun og skilvirkni í innkaupum, menntun og sérhæfingu starfsfólks á þessu sviði ásamt því að miðla þekkingu og reynslu af, innkaupum innan fyrirtækja, útboðsmálum, verðfyrirspurnum og öðru því sem snýr að innkaupum á vörum og þjónustu í fyrirtækjum.

Hvað er faghópur um innkaup
Faghópurinn mun stuðla að því að kynna mikilvægi innkaupa í fyrirtækjum ásamt því að miðla þeim aðferðafræðum og kenningum sem tengjast innkaupamálum. Að rétt og hagkvæm framkvæmd í innkaupum verði höfð að leiðarljósi en það er m.a með því að leita eftir bestu mögulegu niðurstöðu að teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings ásamt skýrri stjórnun og skilgreindu verklagi við innkaup á vöru og þjónustu. Mikilvægi þess að kaupa vörur á réttum tíma, á réttu verði, í réttu magni og á réttum gæðum.

Hvernig starfar hópurinn
Stefnt er að því að faghópurinn fundi a.m.k 6 sinnum á ári, dagskrá verður kynnt í byrjun hvers árs. Einnig mun hópurinn stuðla að því að vera með fyrirlestra og fræðslu er snúa að þeim þáttum sem snerta innkaup.

Fyrir hvern
Við hvetjum alla þá sem koma að innkaupum innan fyrirtækja; Stjórnendur, sérfræðinga, fulltrúa og þá sem hafa áhuga á innkaupum og telja sig hafa erindi inní hópinn að ganga til liðs við hann.

Af hverju að mæla vinnustaðamenningu? Grein í Viðskiptablaði Mbl. höf: Hildur Jóna Bergþórsdóttir, sérfræðingur hjá Capacent

Af hverju að mæla vinnustaðamenningu?

Vinnustaðamenning birtist í hegðun og samskiptum á vinnustað. Vinnustaðamenning hefur áhrif á alla starfsemi og árangur og ætti að vera kappsmál fyrir stjórnendur að byggja upp menningu sem hentar starfseminni best og hámarkar árangur vinnustaðarins.

Menningarmælitæki Capacent byggir á líkani sem fyrst kom fram á áttunda áratugnum og hefur síðan verið þróað áfram af ýmsum fræðimönnum. Líkanið gerir ráð fyrir fjórum megintegundum vinnustaðamenningar og að menning hvers vinnustaðar sé blanda þeirra. Megintegundirnar eru valdamenning, hlutverkamenning, verkefnamenning og þroskamenning.

Menningarmælitæki Capcent byggist á 15 spurningum þar sem svarendur velja annars vegar valkost sem lýsir raunstöðu á þeirra vinnustað og hins vegar æskilegri stöðu. Með þessu móti fæst samhliða mat á raunmenningu og óskamenningu starfsmanna.

Ýmsar leiðir eru færar til að vinna með niðurstöður mælinga en æskilegt er að það sé gert á vinnustofum sem margir starfsmenn koma að. Þannig má auka skilning og samstöðu meðal starfsmanna, eða vinna kerfisbundið að tillögugerð sem miðast að því að færa vinnustaðinn nær óskamenningu.

Til að prófa mælitækið lagði Capacent könnun fyrir úrtak starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði. Niðurstöðurnar, sem voru kynntar á fundi Stjórnvísi í síðustu viku, benda til að vinnustaðamenning hafi mikil áhrif á viðhorf starfsfólks til ýmissa þátta í vinnuumhverfinu. Má þar nefna mat á stjórnun, trú á samkeppnishæfni fyrirtækis eða stofnunar, umbótahegðun starfsmanna, tryggð starfsmanna og mat á starfsanda. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að starfsfólk kýs oftast verkefnamenningu en nær enginn telur valdamenningu æskilega. Starfsfólk sem starfar þar sem valdamenning er ríkjandi hefur mun neikvæðara viðhorf til vinnustaðarins, sýnir minni hollustu og hefur minni trú á framtíðarmöguleikum hans.
Höfundur greinar er: Hildur Jóna Bergþórsdóttir, sérfræðingur á sviði fyrirtækja-og starfsmannarannsókna hjá Capacent

Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá segir góðan stjórnanda hafa þann eiginleika að njóta þess að sjá aðra vaxa

Opni háskólinn í HR, Vendum og Stjórnvísi undirrituðu á dögunum samstarfssamning í þeim tilgangi að þjóna stjórnendum og íslensku atvinnulífi með enn faglegri og hagnýtari hætti en hingað til.

Samstarfið felur í sér sameiginlega fundarröð þar sem að þungavigtarfólk úr atvinnulífinu deilir reynslu sinni og skoðunum um stjórnunarleg málefni. Í morgun var fyrsti fundurinn haldinn fyrir troðfullum sal í Háskólanum í Reykjavík þar sem að Hermann Björnsson forstjóri Sjóvá fór yfir reynslu sína sem stjórnandi. Hann notar verkefna- og valddreifingu á markvissann hátt til að ná betri yfirsýn og stíga enn sterkar inn í hlutverk sitt sem forstjóri með árangur fyrirtækisins að leiðarljósi. Hann kom með dæmi um praktísk atriði eins og að velja rétta fólkið í kringum sig og eiga markviss samskipti byggð á trausti. ,,Góður stjórnandi þarf að hafa þann eiginleika að njóta þess að sjá aðra vaxa, öðruvísi virkar verkefna- og valddreifing ekki.“ Hermann deildi persónulegum dæmum og fór yfir hvernig skipulagsbreytingar í Sjóvá hafi verið studdar í framhaldinu til dæmis með vel heppnuðum breytingum á húsnæðinu.
Alda Sigurðardóttir, stjórnendamarkþjálfi og eigandi Vendum fór yfir það sem að helst hindrar stjórnendur í vald- og verkefnadreifingu eins og meðhöndlun trúnaðargagna, skortur á tíma, skortur á starfsfólki en einnig skortur á hæfni starfsfólks, áhrif fyrirtækjamenningar og síðast en ekki síst eigin viðhorf, einnig fór hún yfir hagnýtar leiðir til að yfirstíga þessar hindarnir. Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísis sá um fundarstjórn með glæsibrag og tók meðal annars dæmi frá Jack Welch um mikilvægi þess að efla starfsfólkið í verkefna- og valddreifingu út frá þeim styrkleikum sem hver og einn býr yfir. Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður stjórnmenntar Opna háskólans fór í upphafi fundar yfir mikilvægi samstarfs Opna háskólans, Vendum og Stjórnvísi til að virkja sem flesta stjórnendur til að setja fókus á eigin stjórnun og þar með auka árangur síns fyrirtækis. Fundaröð sem þessi er tilvalin vettvangur til að læra af öðrum stjórnendum og í framhaldinu meta hvar maður getur eflt sig eða sitt fyrirtæki í framhaldinu.

Hér neðar eru nánari upplýsingar um samstarfsaðilana og á meðfylgjandi mynd sem tekin var við upphaf samstarfsins eru: Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður stjórnmenntar Opna háskólans, Alda Sigurðardóttir, eigandi Vendum, Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, eigandi Vendum.
Nánari upplýsingar veitir Alda Sigurðardóttir í gsm 662 0330

Meginhlutverk Opna háskólans í HR er að veita stjórnendum og sérfræðingum fræðslu og þjálfun til að viðhalda og efla samkeppnishæfni þeirra sem og fyrirtækja, atvinnulífs og samfélagsins í heild. Í Opna háskólanum má finna fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og þjálfunar undir leiðsögn fremstu sérfræðinga Háskólans í Reykjavík og samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi auk erlendra sérfræðinga. Námskeiðin eru hagnýt og taka til helstu áskorana sem stjórnendur í íslensku viðskiptalífi standa frammi fyrir hverju sinni.
Vendum þjálfar stjórnendur og leiðtoga til að ná hámarksárangri í gegnum markþjálfun (e. Executive coaching). Vendum hefur núþegar starfað með yfir 60 fyrirtækjum og er að hefja sitt þriðja starfsár. Þjónusta Vendum er ýmist í einstaklingsþjálfun og hópþjálfun og með samstarfi við Opna háskólann verða í boði fjölbreytt námskeið tengd stjórnun. Árangur er meginmarkmiðið og er áhersla lögð á að bjóða áhrifaríkustu aðferðir sem völ er á og að þjónustan skili viðskiptavinum ávinningi sem skipar þeim í fremstu röð.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með tæplega 2.000 virka félagsmenn og mjög öflugt tengslanet. Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?