Fréttir og pistlar
Hvert stefnir þú?
Á áhugaverðum fundi Stjórnvísi um stjórnendaþjálfun nýverið kom skýrt fram hjá frummælendum að stjórnendur leggi meira upp úr því að tryggja að fólkið þeirra fái viðeigandi þjálfun og stuðning en sækja sér ekki endilega sjálfir endurmenntun eða þjálfun á þeim sviðum sem þeir þurfa á að halda. Öfugsnúið, en satt. Mikilvægi þess að stjórnendur og leiðtogar gefi sér tíma til að efla hæfni sína og getu líkt og starfsfólk þeirra er gríðarlegt. Með því að líta upp og sækja einhverskonar námskeið, fara í markþjálfun, vera í samskiptum við mentor eða lesa áhugavert efni víkkum við sjóndeildarhringinn, komum auga á ný tækifæri, eflumst sem stjórnendur, komum í veg fyrir stöðnun, hugsum fram á við og svo mætti lengi telja. Í versta falli fáum við staðfestingu á því að við erum að gera góða hluti sem styrkir okkur í því að halda áfram á sömu braut.
Spurning mín til þín kæri stjórnandi er „hvert stefnir þú?“. Hvar ætlar þú að vera eftir þrjú ár? Hvaða hæfni þarftu að tileinka þér eða styrkja enn frekar til að komast þangað sem þú ætlar þér? Til hvaða aðgerða ætlar þú að grípa til að komast þangað? Hvað gæti staðið í vegi fyrir því að þú stigir þessi skref? Hvaða afleiðingar hefur það ef þú stígur ekki þessi skref?
Gefðu þér tíma til að hugsa um þig. Hvað þú vilt og þarft að gera til að ná þeim allra besta árangri sem þú getur mögulega náð? Það þarf ekki að vera flókið en það eitt að gefa sér tíma til að hugsa um þetta og jafnvel ræða það við einhvern sem þú treystir setur kastljósið á þessi atriði og þá eru meiri líkur á því að við gerum raunverulega eitthvað í málum. „Ekki gera ekki neitt“ því í því hraða viðskiptaumhverfi sem við búum við í dag er það ávísun á stöðnun.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir, eigandi Vendum stjórnendaþjálfunar
Með þessum orðum hóf Matilda Gregersdotter, eigandi Evolvia ehf. vottaður Pcc markþjálfi með yfir 2500klst. reynslu Stjórnvísifund í hádeginu í dag. Mathilda byrjaði á að óska eftir spurningum. Hvernig velur fólk sér besta markþjálfann? Hvernig markþjálfi hentar mér? Er markþjálfun eitthvað fyrir mig? Hvernig nýtist námið þeim sem ætlar ekki einungis að vinna við markþjálfunina.
Hlutverk markþjálfans er að fá stjórnandann til að vaxa og þar með vex eða eykst rekstrarárangur fyrirtækisins. Tilfinningagreind er mikilvæg fyrir stjórnandann til þess að vera fær í samskiptum. Rannsóknir sýna að markþjálfun leiðir til aðgerða. Aðgerðir er hægt að mæla. Markþjálfun bætir samskipti á vinnustað, bætir hópavinnu, samskipti. Einnig mælist aukin ánægja, ágreiningur verður minni og aukin tryggð gagnvart fyrirtæki. Markþjálfar sjá árangur daglega.
Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við? Þegar þú vilt: sjá leiðina, hreyfa við einhverju eða taka næsta skref strax, tekst á við nýtt stjórnendastarf, skilja undirmenn betur, skapa framtíðarsýn, efla samskiptafærni, efla þig sem stjórnanda, þróa færni í að leiða undirmenn, jafnvægi milli einkalífs og starfs, uppfæra þig sem stjórnanda, finna ástríðu þína, rækta hjónabandið, skapa þér nýjan starfsvettvang, setja markmið, forgangsraða í vinnunni, skilgreina markmið þín, skilja þig betur, o.m.fl.
Opni háskólinn í HR, Vendum og Stjórnvísi undirrituðu á dögunum samstarfssamning. Tilgangur samstarfsins er að þjóna stjórnendum og íslensku atvinnulífi með enn faglegri og hagnýtari hætti hætti en hingað til. Opni háskólinn í HR kynnir markþjálfun og sérfræðinga Vendum sem hluta af sinni framboðslínu og að sama skapi kynnir Vendum framboð námsleiða Opna háskólans fyrir sínum viðskiptavinum.
Meginhlutverk Opna háskólans í HR er að veita stjórnendum og sérfræðingum fræðslu og þjálfun til að viðhalda og efla samkeppnishæfni þeirra sem og fyrirtækja, atvinnulífs og samfélagsins í heild. Í Opna háskólanum má finna fjölbreytt úrval vandaðra námskeiða og þjálfunar undir leiðsögn fremstu sérfræðinga Háskólans í Reykjavík og samstarfsaðila úr íslensku atvinnulífi auk erlendra sérfræðinga. Námskeiðin eru hagnýt og taka til helstu áskorana sem stjórnendur í íslensku viðskiptalífi standa frammi fyrir hverju sinni.
Vendum þjálfar stjórnendur og leiðtoga til að ná hámarksárangri í gegnum markþjálfun. Gildi Vendum eru fagmennska, ástríða og árangur. Vendum leggur áherslu á fagleg vinnubrögð. Heiðarleiki, traust og vandvirkni eru fyrirtækinu mikils virði og fyrir það vill það standa. Það er ástríða Vendum að ná auknum árangri og að hjálpa öðrum að auka árangur sinn. Krefjandi verkefni á þessu sviði veitir Vendum innblástur og orku. Árangur er meginmarkmiðið og er áhersla lögð á að bjóða áhrifaríkustu aðferðir sem völ er á og að þjónustan skili viðskiptavinum ávinningi sem skipar þeim í fremstu röð.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með tæplega 2.000 virka félagsmenn og mjög öflugt tengslanet. Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
Þann 30 jan næstkomandi verður efnt til morgunfundar í Opna háskólanum undir yfirskriftinni „Árangursrík verkefna- og valddreifing“ þar sem samstarfinu verður formlega ýtt úr vör. Þar mun forstjóri Sjóvár Hermann Björnsson stíga á stokk og fjalla um reynslu sína af árangursríkri vald- og verkefnadreifingu. Þá mun Alda Sigurðardóttir eigandi og stjórnendaþjálfari hjá Vendum draga fram algengustu hindranirnar við að verkefna- og valddreifa og hvernig sé best að yfirstíga þær.
Fundarstjóri verður Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2013.
Til að tilnefna smellið á hlekkinn: https://www.research.net/s/a2up13
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2013 verða veitt í fjórða sinn í mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Turninum í Kópavogi. Þrír verða útnefndir.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur í fyrirtækjum innan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr.
Frestur til að tilnefna rennur út 12. Febrúar 2013.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin.
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Stjórnandinn verður að starfa hjá aðildarfyrirtæki Stjórnvísi - sjá aðildarlista: http://stjornvisi.is/fyrirtaeki
Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda sem eru í Stjórnvísi og hvetja félagsmenn til áframhaldandi faglegra starfa og árangurs.
Dómnefnd 2013 skipa eftirtaldir:
Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins.
Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent.
Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu.
Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar.
Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Vikan framundan - Þrír spennandi viðburðir
- janúar 2013 | 08:30 - 09:30 Menningarmæling Capacent: Veistu hvaða vinnustaðamenning er ríkjandi á þínum vinnustað?
Mannauðsstjórnun Haldinn í Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kynntar verða niðurstöður úr könnun Capacent meðal starfandi fólks á höfuðborgarsvæðinu, þar koma fram áhugaverðar niðurstöður um tengsl vinnustaðamenningar við hollustu og önnur lykilviðhorf starfsmanna. Niðurstöðurnar byggja á nýju mælitæki Capacent sem metur fjórar tegundir vinnustaðamenningar og á fundinum verður kynnt hvernig nýta megi þetta mælitæki til umbreytinga og þróunar. Kynningar eru í höndum Ástu Bjarnadóttur, Hildar Jónu Bergþórsdóttur og Vilmars Péturssonar ráðgjafa hjá Capacent. Capacent býður gestum Stjórnvísi upp á morgunverð frá kl. 8:00.
Um fyrirlesara:
Ásta Bjarnadóttir er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðsstjórnunar hjá Capacent. Ásta hefur stýrt mannauðsmálum hjá Háskólanum í Reykjavík, Íslenskri erfðagreiningu og Hagkaupum og hún er einn af stofnendum CRANET rannsóknaverkefnisins um íslenska mannauðsstjórnun. Ásta er með doktorspróf í vinnu- og skipulagssálfræði frá University of Minnesota 1997.
Hildur Jóna Bergþórsdóttir er sérfræðingur á sviði fyrirtækja- og starfsmannarannsókna, einkum vinnustaðagreininga og ráðgjafar og umbótastarfs í kjölfar greiningar. Hún er löggiltur sálfræðingur með Cand.Psych próf frá Háskólanum í Árósum. Hildur Jóna hefur einning fjölbreytta ráðgjafarreynslu í kjölfar vinnustaðagreiningar, m.a. í formi endurgjafar til stjórnenda og stýra vinnuhópum við greiningar- og lausnavinnu.
Vilmar Pétursson er ráðgjafi á sviði stjórnunar og mannauðs hjá Capacent. Auk ráðgjafastarfa hefur Vilmar m.a. unnið sem verkefnastjóri og stjórnandi hjá Samtökum iðnaðarins og Félagsþjónustu Reykjavíkur. Vilmar er menntaður sem félagsráðgjafi og með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. - janúar 2013 | 12:00 - 13:30 Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við? Hvernig vel ég rétta markþjálfann?
Markþjálfun Haldinn að Kllapparstíg 25 - 5 hæð, 101 Reykjavík„ Markþjálfunardagurinn 2013“ Markþjálfun - Best geymda leyndarmálið?
Evolvia býður á Markþjálfunardeginum sjálfum til hádegisfundar. Evolvia hóf fyrst kennslu í markþjálfun á Íslandi og hefur verið starfandi frá árinu 2004 (var áður Leiðtogi).
Frumkvöðullinn Matilda Gregersdotter, PCC markþjálfi og eigandi Evolvia, mun fjalla bæði um ávinning stjórnendaþjálfunar og einnig sérstöðu, menntun og reynslu markþjálfa. Hver eru algeng viðfangsefni í stjórnendaþjálfun og þá ávinningur stjórnenda og fyrirtækja af þjálfuninni? Einnig mun Matilda útskýra mismunandi markþjálfunarnám og alþjóðlegar vottanir. Hvað þýða þessar vottanir og hvað er á bak við þær? Hvar hægt er til dæmis að leita að markþjálfa og hvað hafa ber í huga við valið? - janúar 2013 | 15:30 - 17:00 Kynning á kraftmikilli vordagskrá Stjórnvísi 2013 á Nauthól, Nauthólsvegi 106.
Fimmtudaginn 24.janúar mun stjórn Stjórnvísi og stjórnir allra faghópa kynna áhugaverða vordagskrá á Nauthól bistró. Fundurinn er öllum opinn og félagar hvattir til að koma með hugmyndir og kynna sér spennandi dagskrá vorsins.Dagskrá:
kl.15:30 Jón G. Hauksson, formaður stjórnar Stjórnvísi
kl.15:35 CAF/EFQM
kl.15:38 Breytingastjórnun - kynning á nýjum faghópi
kl.15:42 Fjármál fyrirtækja
kl.15:45 Gæðastjórnun
kl.15:50 Heilbrigðissvið
kl.15:55 ISO-hópur
kl.16:00 Lean-Straumlínustjórnun
kl.16:05 Innkaup - kynning á nýjum faghópi
kaffihlé
kl.16:15 Mannauðsstjórnun
kl.16:20 Markþjálfun
kl.16:25 Nýsköpun
kl.16:30 Samfélagsábyrgð fyrirtækja
kl.16:35 Sköpunargleði
kl.16:40 Stefnumótun og Balanced Scorecard
kl.16:45 Umhverfi-og öryggi
kl.16:50 Upplýsingaöryggi
kl.16:55 Verkefnastjórnun
kl.17:00Viðskiptagreind
kl.17:05 Þjónustu-og markaðsstjórnun
Vandaðri vinnubrögð með CAF
Síðan 2011 hefur verið unnið að því innan stjórnkerfisins að meta fýsileika þess að innleiða sjálfsmatslíkan fyrir stjórnsýsluna. Erlendis hefur reynslan af slíkum líkönum verið góð, bæði fyrir einkageirann og opinbera geirann. Unnið er að því að meta CAF sjálfsmatslíkanið (Common Assessment Framework) sem hannað var sérstaklega fyrir opinberar stofnanir og sveitarfélög um aldamótin. CAF notendur eru komnir fyrir 3000 og má finna þá í flestum ríkjum Evrópu, í Asíu, Mið-Ameríku og á fleiri stöðum.
CAF sjálfsmatslíkanið hefur almennt ekki verið tekið upp á Íslandi þó dæmi sé um að stofnanir hafi notað CAF. Um mitt ár 2011 hóf fjármálaráðuneytið samstarf við velferðarráðuneytið um að vinna að innleiðingu CAF á Íslandi. Ákveðið var að hefja tilraunaferli með því að prufakeyra CAF hjá fimm stofnunum. Tilgangurinn var að afla upplýsinga um tækið svo að hægt væri að meta fýsileika þess og taka ákvörðun um hvort CAF væri tæki sem stofnanir á Íslandi eigi almennt að nota. Með tilraunaferlinu var ætlunin að meta áhrif CAF líkansins á starfsemi stofnana, safna upplýsingum er snúa að framkvæmd og úrvinnslu en jafnframt meta hvort þróa þurfi aðferðina frekar.
Tilraunaferlinu er nú lokið og má segja að tilraunastofnanir séu almennt ánægðar með CAF sjálfsmatslíkanið. Stofnanir sjá fyrir sér betri nýtingu fjármuna m.a. með endurforgangsröðun verkefna í samræmi við þarfir viðskiptavina. Einnig sjá stofnanir fyrir sér breytingar á verklagi og skipulagi til að ná betur markmiðum stofnunar. Frekari upplýsingar um CAF sjálfsmatslíkanið og tilraunaverkefnið má nálgast vef á fjármála- efnahagsráðuneytisins.
Pétur Berg Matthíasson, sérfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu
Félag markþjálfunar á Íslandi stendur fyrir Markþjálfunardeginum, 24. janúar.
Margir af færustu markþjálfum landsins verða með upplýsandi og upplífgandi erindi frá kl. 8.30 að morgni til kl 19 að kvöldi.
Markþjálfunardagurinn er kjörið tækifæri til þess að fræðast um spennandi fag, eflast í lífi og starfi, fá hugmyndir og innblástur og byrja árið með krafti! Fundurinn er haldinn á tveimur stöðum yfir daginn, viðburður um morguninn kl 8:30 og einnig dagskráin í hádeginu kl 12, verða í Ofanleiti 2 og dagskrá seinnipartinn verður samfelld í Opna háskólanum.
Láttu árið 2013 - verða árið þitt !
Dagskrá:
Morguninn
Linda Baldvins & Helga Jóhanna - Markþjálfunarkúltúr í fyrirtækjum.
Kl. 8.30 - 9.10 Ofanleiti 2, 2. hæð / Klak
María Lovísa Árnadóttir - Hverjir eru markþjálfanlegir?
Kl. 9.10 - 9.50 Ofanleiti 2, 2. hæð / Klak
Hádegið - Stjórnvísi:
Matilda Gregersdotter - Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við?
Kl. 12 - 13.30 Klapparstígur 25. 5. hæð
Eftirmiðdagurinn
Rúna Magnúsdóttir - Leyndarmálið að velferðinni þinni.
Kl. 16.00-16.30 Opni Háskólinn / Stofa M216
Hrefna Birgitta - NLP og Enneagram coaching.
Kl. 16.30-17 Opni Háskólinn / Stofa M216
Herdís Pála Pálsdóttir - Að hætta að umbera hlutina og gera 2013 að besta ári lífs míns, bæði í einkalífi og starfi.
Kl. 17.15-17.45 Opni Háskólinn / Stofa M216
Ragnheiður Aradóttir - Áhrif þess að hafa markþjálfun með og /eða í kjölfar námskeiðs.
Kl. 17.15-17.45 Opni Háskólinn / Stofa M217
Sigríður Jónsdóttir - ADHD markþjálfun.
kl. 17.50-18.20 Opni Háskólinn / Stofa M216
Matti Ósvald Stefánsson - Kjarninn í þér.
Kl. 17.50-18.20 Opni Háskólinn / Stofa M217
Vildís Guðmundsdóttir - Þú ert óskrifað blað. Hvað viltu fyrir þig?
Kl. 18.25-18.55 Opni Háskólinn / Stofa M216
Steinunn Hall - Hver er árangur stjórnendaþjálfunar? - kynning á niðurstöðum mastersritgerðar á meðal íslenskra stjórnenda.
Kl. 18.25-18.55 Opni Háskólinn / Stofa M217
"Stærsta áskorunin er að láta brjóstvitið ráða" sagði Hanna María Jónsdóttir framkvæmdastjóri rekstrar-og fjármálasviðs Reiknistofu bankanna á fjölmennum fundi Mannauðsstjórnunarhóps Stjórnvísi í morgun. Þar vísaði hún til þeirrar áskorunar sem stjórnendur standa frammi fyrir þegar fyrirtæki sameinast. Fyrir hálfu ári síðan sameinuðust Teris og RB og upplýsti Hanna María og fleiri starfsmenn RB Stjórnvísifélaga um breytingarferlið, samrunann, og uppbyggingu framtíðarsýnar. Eftir að Samkeppnisstofnun samþykkti samrunann var hafist handa við að skipa ritstjórn innrivefs og vefurinn efldur. Í framhaldi var haldinn starfsdagur í Þjóðfundarfyrirkomulagi og þá voru gildi RB valin. Viðskiptavinir RB komu einnig að þeirri vinnu. Sá lærdómur sem þau hafa helst dregið af þessari vinnu er að þrátt fyrir mikla vinnu er upplýsingastreymi aldrei nógu gott og það tekur ákveðinn tíma að leyfa menningu nýs RB að koma í ljós.
Mentor var stofnað árið 1990 undir nafninu Menn og mýs. Frá upphafi hefur fyrirtækið unnið með grunnskólum og er því komið með 20 ára reynslu af þróun og rekstri upplýsingakerfa. Mentor sameinaðist fyrirtækinu P.O.D.B árið 2007 en erlendis er fyrirtækið rekið undir nafninu InfoMentor (sjá www.infomentor.se).
Vefkerfið Mentor.is er aðal lausn fyrirtækisins.Fyrstu árin voru það eingöngu grunnskólar sem nýttu kerfið en árið 2001 kom fyrsta útgáfa fyrir leikskóla og sveitarfélög. Í dag er Mentor heildstætt upplýsinga- og námskerfi fyrir alla sem starfa með börnum í skólum og tómstundastarfi.
Mentor er notað í fjórum löndum en auk höfuðstöðvanna á Íslandi er fyrirtækið með skrifstofu í Svíþjóð þar sem 18 starfsmenn vinna við ráðgjöf, sölu og þjónustu við sænska viðskiptavini. Á Íslandi starfa 23 starfsmenn þar af eru 15 tölvunarfræðingar sem vinna við þróun kerfisins.
LOGOS, stærsta lögfræðistofa Íslands, liðsinnir viðskiptavinum sínum frá öflugum skrifstofum á Íslandi og í Bretlandi. LOGOS sérhæfir sig í þjónustu við íslenskt og alþjóðlegt viðskiptalíf og er jafnframt sú íslenska lögfræðistofa sem á sér lengsta sögu, allt aftur til ársins 1907. Þótt margt hafi breyst á þeirri rúmu öld sem liðin er, eru þau grunngildi sem stofnandinn, Sveinn Björnsson, síðar fyrsti forseti Íslands, hafði að leiðarljósi þó enn óbreytt. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður eru sá grunnur sem velgengni LOGOS rís af, bæði hér heima og erlendis.
Vikan framundan - áhugaverður fundur um breytingaferli í RB
- janúar 2013 | 08:30-09:45 Breytingaferli - samruni og uppbygging framtíðarsýnar
Fundurinn er haldinn í Reiknistofu bankanna, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogi
Reiknistofa bankanna (RB) er eitt elsta tæknifyrirtæki landsins og fagnar 40 ára afmæli núna í mars. Á síðasta ári var fyrirtækið gert að sjálfstæðu hlutafélagi og sameinaðist um mitt ár Teris þegar RB keypti stærstan hluta eigna Teris. Í dag starfa 180 starfsmenn hjá RB. Miklar breytingar hafa því átt sér stað undanfarin misseri og enn frekari breytinga er að vænta með flutningum í nýjar höfuðstöðvar á vormánuðum.
RB býður í morgunkaffi og mun deila með gestum reynslu og vangaveltum um breytingaferli, samruna og uppbyggingu framtíðarsýnar. Spjall og spekúlasjónir verða í boði í framhaldi af því.
Forvarnir eru besta tryggingin sögðu þau Auður Daníelsdóttir og Guðmundur Ingi Þorsteinsson á Tjónasviði Sjóvá þegar Stjórnvísifélagar heimsóttu fyrirtækið. Í samdrætti eru miklu færri tjón og Sjóvá hefur aldrei séð jafn fá tjón og í dsember 2012. Ástæðuna má rekja til góðrar tíðar. Sjóvá leggur mikla áherslu á samskipti við birgja þar sem birgjarnir eru framlenging á fyrirtækinu. Hrós frá viðskiptavinum er vel nýtt og komið á framfæri til starfsmanna. Hjá Sjóvá er viðskiptavinurinn í öndvegi. Sjóvá fær starfsmenn til að hugsa af hverju þau gera hlutina eins og þeir gera, get ég gert þetta einhvern veginn öðruvísi? Verkefnatöflur VMS voru innleiddar á síðasta ári og hafa þær veitt vettvang til að sjá hvað er í gangi. Frábær mæting var á fundinn og efni/glærur eru komnar á innrivef Stjórnvísi.
Heilbrigðishópur fékk Inga Steinar Ingason verkefnisstjóra rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti Landlæknis (EL) til að koma og fjalla um stöðuna í rafrænni sjúkraskrá, þá vinnu sem er búið að leggja í rafræna sjúkraskrá og það sem framundan er í auknum aðgangi að gögnum milli stofnana innan heilbrigðiskerfisins.
Margir áhugaverðir punktar komu m.a. á að auka aðgengi lækna að lyfjagagnagrunni EL, einnig að vænst er nýrrar útgáfa af Sögu (rafræn sjúkraskrá) nú í febrúar og að unnið er að því að koma á uppflettimöguleikum milli stofnana. Nú er íslenska ríkið orðið eigandi ,,Heklu" og mun stuðla að fullri innleiðingu rafrænna lyfseðla.
Mörg önnur verkefni eru í vinnslu og hefur Velferðaráðuneytið jafnvel skoðað möguleikana á kaupum á heildstæðu sjúkraskrákerfi, en það er áætlað að kosti allt á bilinu 6-12 milljarða króna. Ekki hefur verið tekin formleg ákvörðun um neitt slíkt og því verður áfram unnið með Sögu-kerfið og samþættingu þess milli svæða amk. næstu 3 árin. Uppfærslum á Sögu verður fylgt eftir af starfsmönnum EL sem munu leggja áherslu á samræmi í skráningu.
Fundurinn var haldinn á Landsspítala og var mætingin góð eða um 70 manns.
Skipulag og framkvæmd þjónustu reynist mörgum fyrirtækjum og stofnunum erfiður ljár í þúfu, er Það er ekki síst vegna eiginleika og eðli þjónustu. Þjónusta er óáþreifanleg og framreiðsla hennar á sér stað í rauntíma, með þátttöku bæði starfsfólks og viðskiptavina. Þannig er nær ógerlegt að prófa þjónustuna fyrirfram. Einmitt af þessum sökum er mikilvægt að skipuleggja og kortleggja þjónustuþætti eins og hver á að gera hvað, hvar, hvenær, hvernig og ekki síst hvað á að gera þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Það þykir vænlegra til árangurs að skipuleggja þjónustu til að mæta þörfum viðskiptavina, frekar en að mæta einungis þörfum rekstrareininga. Þegar upp er staðið eru það viðskiptavinir sem borga launin og eru þeir líklegri til að gera það aftur, ef þjónustan uppfyllir þarfir eða fer fram úr væntingum þeirra. Við skipulag þjónustu ætti því að hafa eftirfarandi í huga.
-Vita þarfir viðskiptavina og skilja hvað skiptir þá máli.
-Hanna, teikna upp og skipuleggja þjónustuþætti út frá þörfum viðskiptavina.
-Ýta undir rétta færni og viðhorf hjá starfsfólki til að framkvæma þjónustuþættina.
-Lofa viðskiptavinum aðeins því sem hægt er að standa við.
Að uppfylla þarfir viðskiptavina með því að bæta gæði þjónustu getur skapað fyrirtækjum auknar tekjur og jafnvel samkeppnisforskot. Það þarf þó alls ekki að vera kostnaðarsamara en hönnun þjónustu án tillits til þarfa viðskiptavina. Þvert á móti getur vel útfærð þjónusta sem tekur mið af þörfum viðskiptavina, hjálpað til við að lækka kostnað með aukinni skilvirkni og fókus á það sem skiptir máli. Þetta á við um allar rekstrareiningar, hvort sem er á samkeppnismarkaði eða ekki.
Magnús Haukur Ásgeirsson Viðskiptaráðgjafi Dögun Capital
Kæru félagsmenn.
Ég vil byrja á að óska ykkur gleðilegs og kraftmikils árs. Árið fer vel af stað í félaginu og þegar í þessari viku eru tveir áhugaverðir og vel sóttir fundir.
Eftir hálfan mánuð, 24. janúar, er fundur á veitingastaðnum Nauthól sem mig langar að vekja athygli ykkar á. Það er fundur stjórnar með stjórnum faghópa þar sem farið verður yfir verkefni og hugmyndir allra faghópa á vormánuðum.
Þessir fundir hafa tekist afskaplega vel og sl. haust mættu um 90 manns og tóku virkan þátt í umræðum. Allir félagsmenn eru velkomnir - og hvet ég sem flesta til að mæta og taka púlsinn á starfinu.
Innan raða Stjórnvísi eru núna yfir 2 þúsund félagsmenn og um 300 fyrirtæki. Svo margir hafa aldrei áður verið í félaginu og er Stjórnvísi stærsta og fjölmennasta stjórnunarfélag landsins.
Faghóparnir eru félagið. Þess vegna er það helsta verkefni stjórnar að halda vel utan um faghópana, hvetja þá til dáða en gæta þess að þeir haldi sjálfstæði sínu og frumkvæði. Stjórnvísi verður 27 ára á þessu ári og dafnar vel. Það er í harðri samkeppni við nokkur önnur félög, t.d. Dokkuna, og er sú samkeppni af hinu góða. Í þeirri samkeppni bið ég þó félagsmenn og forráðamenn fyrirtækja að hafa í huga að Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Markmið félagsins er að efla faglegar umræður um stjórnun - og fylgjast náið með nýjum straumum og stefnum í samvinnu við atvinnulífið og háskólaumhverfið; sem og að skerpa á gömlum og góðum gildum í stjórnun.
Það verður margt um að vera næstu vikur og mánuði og fyllsta ástæða til að fylgjast vel með og missa ekki af frjóum fundum og fljúgandi hugmyndum. Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í fjórða sinn í mars næstkomandi. Hátíðin er einn af hápunktum starfsins og verðlaunin hafa fest sig í sessi í viðskiptalífinu. Forseti Íslands hefur frá upphafi afhent þau og flutt áhugaverða tölu í tilefni þeirra.
Við í stjórn Stjórnvísi höfum haldið því að forráðamönnum fyrirtækja að þátttaka starfsmanna þeirra í félaginu sé hagstæðasta símenntunin á markaðnum og gefi færi á hagnýtri umræðu um stjórnun og raunhæfum viðfangsefnum.
Eflum félagsvitundina og verum öll stolt af því að vera félagar í Stjórnvísi. Ég er í Stjórnvísi, er setningin. Hvetjum alla til að hoppa á vagninn og ferðast með okkur um heim praktískra stjórnunarfræða.
Höfum eldmóð og bjartsýni ávallt að leiðarljósi í starfi sem einkalífi og heilsum árinu 2013 í góðum félagsskap.
Með kveðju,
Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi.
Núna eftir áramót er í fyrsta sinn boðið upp á heildstætt nám í aðferðum Lean (straumlínustjórnunar) á vegum háskólanna. Þetta er mikill áfangi fyrir okkur Lean áhugafólk en hingað til hefur umfjöllun um Lean í háskólunum verið felld inn í námskeið sem hluti af öðrum námslínum. Haldinn verður kynningarfundur um námið þann 10. janúar kl. 09:00. Hér fyrir neðan er kynning frá HR á náminu.
ÞRÓUN VIÐSKIPTAFERLA - STÖÐUGAR FRAMFARIR
Opni háskólinn í HR býður nú í vor í fyrsta sinn upp á heildstætt nám í aðferðafræðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla.
Kynningarfundur fyrir námið verður haldinn 10. janúar nk. í Opna háskólanum í HR kl. 9.00. Skráning og nánari upplýsingar um kynningarfundinn er að finna á heimasíðu HR. Boðið verður upp á léttan morgunverð.
NÁMSKEIÐSLÝSING
Markmið námsins er að þátttakendur fái innsýn í hvernig vinna megi að stöðugum umbótum og þróun viðskiptaferla. Með viðskiptaferlum er átt við þau ferli innan fyrirtækisins sem notuð eru til koma virði (vöru eða þjónustu) til viðskiptavina fyrirtækisins.
Skoðaðar verða helstu aðferðir og tól sem notuð eru við þróun viðskiptaferla þar sem sérstök áhersla verður lögð á straumlínustjórnun (e. Lean management) og stöðugar umbætur almennt (e. Continuous improvement). Farið verður yfir sögu og megin inntak þessara aðferða og sérstaklega skoðað hvernig þessar aðferðir eru innleiddar og hvað þurfi til að ná árangri.
Markmið námskeiðsins er jafnframt að sýna fram á hvernig nýsköpun í viðskiptaferlum og stjórnunarkerfi fyrirtækisins er grundvöllur þess að fyrirtækið á árangursríkan hátt geti stundað nýsköpun fyrir viðskiptavini sína.
Nokkrar af þeim aðferðum sem farið verður yfir eru;
Continuous improvement.
Visual management.
Value stream mapping.
Pull.
PDCA.
A3.
Policy deployment.
System thinking.
Change management o.fl.
LEIÐBEINENDUR
Pétur Arason, M.Sc. í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg 2002. Pétur hefur sl. átta ár starfað hjá Marel sem rekstrarverkræðingur og global manufacturing strategy manager. Sérsvið hans eru straumlínustjórnun (e. Lean management) og aðferðir tengdar ferlastjórnun, umbótum á ferlum og stefnumótun og innleiðing stefnu.
Pétur Orri Sæmundsen, B.Sc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands. Pétur starfar sem framkvæmdarstjóri Spretts sem sérhæfa sig í ráðgjöf í stjórnun og hugbúnaðarþróun.
Þórunn María Óðinsdóttir, MSc. í stjórnun frá Bifröst. Sjálfstætt starfandi stjórnunarráðgjafi frá 2007 og hefur einna helst verið að innleiða hugmynda- og aðferðafræði lean management.
Viktoría Jensdóttir, M.Sc. í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Viktoría starfar sem deildarstjóri umbóta og öryggis hjá Össur.
Björgvin Víkingsson, M.Sc. í supply chain management frá tækniháskólanum í Zurich. Björgvin starfar sem strategic purchasing manager hjá Marel.
KENNSLUFYRIRKOMULAG
Námið er samtals 64 klst. og samanstendur af fjórum tveggja daga lotum. Námið hefst 31. janúar 2013 og lýkur 19. apríl 2013. Hver lota er kennd á fimmtudegi og föstudegi með u.þ.b. mánaðarlegu millibili og fer kennsla fram á milli kl. 9.00-17.00 alla dagana.
Námskeiðið er byggt upp á fyrirlestrum, hópverkefnum, opnum umræðum, tilraunum/ heimaverkefnum, myndefni og heimsókn í fyrirtæki sem unnið hefur að innleiðingu þessara aðferða í fjölda ára.
Verð: 490.000 kr.
Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni : http://www.opnihaskolinn.is/fagmennt/eventnr/565
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.
Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við
ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn Stjórnvísi.
Yfir 90% af fyrirtækjum landsins eru ör- eða lítil fyrirtæki. Allt of algengt er að stjórnendur þeirra vanmeti þann tíma og kostnað sem felst í fjármálum fyrirtækisins. Þar sem bókhaldið snýr ekki að framleiðslunni sjálfri, telst það oft sem óþarfa kostnaður - sem gæti ekki verið lengra frá sannleikanum. Enda eru fjármálin jú lífæð og kompás rekstursins.
Ekki falla í þá gryfju að láta fjármálin sitja á hakanum! Þó er það ekkert nema mannlegt að fresta því sem manni finnst óþægilegt og jafnvel leiðinlegt. Eitt skothelt ráð við þessu er að eyrnamerkja sérstakan tíma í viku/mánuðinum fjármálunum. Búa sér til fastan tíma þar sem maður raðar saman nótum, fer yfir stöðu lánadrottna og viðskiptamanna. Láta dagatalið minna sig á það og taka frá tímann. Best er að gera þetta á viku eða mánaðarfresti þannig að útgjöldin séu ennþá fersk í minninu. Það er miklu tímafrekara og erfiðara að láta þessa hluti safnast upp, því hver man í desember hvað gerðist í janúar?!
Með réttu skipulagi geta stjórnendur lítilla fyrirtækja einnig sparað sér hundruðir þúsunda á ári í bókhaldskostnað - svo ekki sé talað um óþarfa áhyggjur. Algengast er að bókarar rukki eftir tímakerfi og því er mikilvægt að skila gögnunum rétt af sér. Athugaðu að bókarar lesa ekki hugsanir og koma því til með að rukka ykkur fyrir þann tíma sem fer í að finna skýringar, sem maður hefði svo auðveldlega getað leyst með því að skilja eftir viðeigandi skýringar í gögnunum.
Með því að taka bókhaldinu fastari tökum get ég lofað þér að fyrirtækið þitt á eftir að spara sér ómældan kostnað í bókhaldið og hver veit nema þú sparir þér nokkur grá hár á nýju rekstarári og öðlist loks hugarró gagnvart fjármálunum.
Brynhildur S. Björnsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri Hagsýn bókhalds- og rekstrarþjónustu og M.Sc. í Viðskiptafræði (stjórnun og stefnumótun).
Nýlega funduðu stjórn, fagráð og skoðunarmenn Stjórnvísi. Markmiðið með fundinum í sambland við að eiga saman góða stund og njóta aðventunnar var að fá sýn og fagleg ráð frá fagráði og skoðunarmönnum hvernig styrkja mætti enn frekar sterka stöðu félagsins. Hlutverk fagráðs er fyrst og fremst að vera ráðgefandi fyrir stjórn félagsins varðandi stefnumótandi áherslur og að taka þátt í að efla ímynd og orðspor Stjórnvísi. Jafnframt að vera félaginu innan handar varðandi faglega stjórnunarþekkingu og aðstoð við einstök verkefni. Fagráð og skoðunarmenn félagsins er skipað miklum reynsluboltum sem hafa unnið mikið og gott starf fyrir Stjórnvísi.
Á myndinni eru frá vinstri; Davíð Lúðvíksson, Arney Einarsdóttir, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Unnur Valborg Hilmarsdóttir, Bára Sigurðardóttir, Auður Þórhallsdóttir og Kristín Kalmansdóttir
Ánægja starfsmanna: Það er gott að gefa af sér.
Því er jafnan haldið fram, að þátttaka fyrirtækja í samfélagslegum verkefnum sé jákvæð fyrir ímynd fyrirtækisins. Minna hefur verið rætt og ritað um þá ánægju sem starfsmenn fyrirtækja fá af því að leggja sitt af mörkum, en víða eru vísbendingar um að hún sé umtalsverð og bæti vinnuandann á hverjum stað.
Vodafone í Bretlandi hefur um nokkurra ára skeið stutt sitt starfsfólk til að vinna að góðgerðarmáli að eigin vali. Reynslan af því er afar góð, því ánægja starfsfólks hefur mælst hærri í kjölfarið og hollusta við fyrirtækið hefur aukist.
Hér á landi hefur Vodafone um árabil tekið þátt í Degi rauða nefsins, fjáröflunarverkefni UNICEF á Íslandi. Auk þess að annast tæknilega framkvæmd verja starfsmenn Vodafone hundruðum klukkustunda í undirbúning og vinnu við símsvörun á deginum sjálfum. Þegar samstarf Vodafone og UNICEF hófst þurfti fyrirtækið að meta hvort kostnaðurinn og álagið sem fylgir verkefninu væri fyrirhafnarinnar virði. Eftir nokkurra ára samstarf er niðurstaðan afdráttarlaus - það er gott að gefa af sér og starfsfólk hefur mikinn áhuga á að taka þátt. Þannig eru þeir jafnan fljótir að skrá sig til þátttöku sem hafa áður tekið þátt og gildir þá einu hvort vinnuálag á viðkomandi hafi verið mikið eður ei. Við erum stolt af því að taka þátt, bæði sem einstaklingar og heild.
Í mannauðsfræðunum er rík áhersla lögð á mikilvægi þess að ráðningar, fræðsla, starfsþróun, starfslok og annað styðji við viðskiptastefnu hvers fyrirtækis. Minni áhersla hefur hins vegar verið á ýmsa innri þætti í rekstrinum, t.d. viðburðarstýringu, markaðssetningu innan fyrirtækjanna sjálfra á innri þjónustu, vörum og ólíkum hlutverkum í stórri heild. Reynsla okkar af því að reyna að samþætta innri og ytri markaðssetningu er ekki aðeins jákvæð, heldur gegnir slík samþætting lykilhlutverki í því að auka ánægju starfsmanna.
Sonja M. Scott
Starfsmannastjóri Vodafone