Fréttir og pistlar

Greinarskrif í Viðskiptablað Morgunblaðsins

Kæru Stjórnvísifélagar.
Stjórnvísi hefur mikinn áhuga á að fá frá ykkur stutta grein (1.640 slög) til birtingar í Viðskiptablaði Morgunblaðsins og á vef Stjórnvísi. Undanfarna tvo vetur hafa birst vikulega áhugaverðar greinar í Viðskiptablaði Mbl. skrifaðar af Stjórnvísifélögum. Þessar greinar eru mikið lesnar.

Markmiðið er að þetta séu greinar um hagnýtt efni fyrir stjórnendur til að lesa ásamt því að vera kynning á Stjórnvísi, ykkur sem einstaklingum og þeim fyrirtækjum sem þið starfið hjá.

Greinarnar hafa verið birtar á bls. 8 í Viðskiptablaðinu og lengdin er 1.640 slög með línubilum (characters with spaces) ásamt ljósmynd af viðkomandi.
Hlakka til að heyra frá ykkur og hvet ykkur til að senda inn grein sem allra fyrst.

Atvinnuhæfni. Grein í Viðskiptablaði Mbl. Höfundur: Helga Rún Runólfsdóttir INTELLECTA - Sérfræðingur í ráðningum

Hugtakið atvinnuhæfni (employability) hefur fengið aukna umfjöllun í mannauðsfræðum undanfarin 15-20 ár. Fræðimenn benda á að horfa megi á atvinnuhæfni frá þremur sjónarhornum. Frá sjónarhorni samfélagsins, sem vísar til almenns heilbrigðis vinnumarkaðarins og atvinnustigi. Frá sjónarhorni fyrirtækisins, því máli skiptir að atvinnuhæfir einstaklingar séu á vinnumarkaði og að lokum frá sjónarhorni einstaklingsins, það er þeirra tækifæra sem bjóðast til að fá og halda góðu starfi á vinnumarkaði. Þessir aðilar hafa mismunandi sýn á atvinnuhæfni en í grunninn snýst málið um einstaklinginn sjálfan.

Víð skilgreining á atvinnuhæfni felur í sér færni, getu og vilja einstaklingsins til að nýta hæfileika sína á vinnumarkaði á þann hátt sem líklegur er til að skila árangri miðað við aðstæður og forsendur viðkomandi. Um er að ræða afstætt hugtak sem er háð lögmálum framboðs og eftirspurnar á vinnumarkaði. Því er nauðsynlegt að skilgreina það vítt og taka með innri og ytri þætti. Þröng skilgreining á atvinnuhæfni er hæfileiki einstaklingsins til að halda í vinnuna sem hann hefur eða til að fá vinnuna sem hann hefur áhuga á. Miklu máli skiptir að gera sér grein fyrir því efnahagslega umhverfi og félagslega samhengi sem um ræðir hverju sinni.

Samfélagsþróun undanfarinna ára og breytingar sem má gera ráð fyrir að verði á næstu árum hafa í för með sér tilfærslu í uppbyggingu starfsferla og breytingu á sambandi starfsmanna og atvinnurekanda. Þekking og skilningur á atvinnuhæfni með aðstoð fagaðila getur skipt máli hvort sem einstaklingurinn er í starfi eða í atvinnuleit og leitt af sér ný tækifæri fyrir aðila samfélagsins.

Helga Rún Runólfsdóttir
INTELLECTA - Sérfræðingur í ráðningum

Nýr aðili í stjórn Markþjálfunarhópsins, Annetta Ragnarsdóttir, ACC markþjálfi.

Faghópur um markþjálfun fagnar nýjum aðila í stjórn faghópsins en það er Annetta Ragnarsdóttir, ACC markþjálfi.

Kynning á Annettu: Vorið 2008 náði markþjálfun athygli minni, ég heillaðist strax og ákvað að mennta mig í faginu. Fyrir mér er markþjálfunin ekki bara mögnuð aðferð til að bæta og þroska mannleg samskipti heldur líka máttugt verkfæri fyrir okkur til þess að komast að því hvað við raunverulega viljum og hjálpa okkur að koma okkur á þá braut.
Markþjálfun er samband sem miðar að því að viðskiptavinurinn taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika.
Markþjálfi notar ferli spurninga sem hvetja til persónulegra uppgötvana og efla vitund og ábyrgð viðskiptavinarins. Hann kennir ákveðnar aðferðir og veitir viðskiptavini sínum stuðning og endurgjöf.
Markþjálfunarferlið ýtir undir að viðskiptavinurinn nái að skilgreina og ná markmiðum sínum á skjótan og áreynslulausan hátt.
Ég hef markþjálfað yfir 450 tíma, bæði innan fyrirtækja og einstaklinga. Endilega kíkið á heimasíðuna mína anra.is.

Tölvupóstar - Ást og hatur

Fyrirtækið Gerum betur býður þér á spennandi ráðstefnu um tölvupósta sem haldin verður á Grand hóteli, 18. október, frá kl. 8.30 -11:00.

Tilefnið er útgáfa bókarinnar „8 lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum“ eftir Margréti Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Gerum betur. 8 fyrirlesarar munu miðla af reynslu sinni og er fyrirsögnin hér að ofan sótt í einn fyrirlesturinn: Tölvupóstar - Ást og hatur.

Gerum betur hefur síðastliðin 8 ár unnið ötullega að því að efla þjónustu hérlendis með námskeiðahaldi, útgáfu á bókum og kennslumyndböndum.

Stefna og forstkot í HT-101

Stjórn faghóps um Stefnumótun og Balanced Scorecard vill vekja athygli faghópsins á því að þriðjudaginn 16. október kl. 12-13 heldur Runólfur Smári Steinþórsson erindi á málstofu Viðskiptafræðideildar undir yfirskriftinni Stefna og forskot í HT-101
http://www.hi.is/vidburdir/stefna_og_forskot
Áhugaverður viburður sem vert er að benda á.
Stjórnin

Góður stjórnandi býr yfir fjölbreyttum eiginleikum. Grein í Viðskiptabl.Mbl. Höf: Arna Pálsdóttir,

Góður stjórnandi býr yfir fjölbreyttum eiginleikum, allt frá skipulagningu og útdeilingu verkefna til miðlunar upplýsinga og hvatningar. Ásamt fyrrgreindum hæfileikum er yfirgripsmikil og sérhæfð þekking á stjórnun og sjúkrahússtarfsemi talin nauðsynleg öllum stjórnendum á Landspítala.

Á Landspítala er lagt mat á starfsumhverfið með reglubundnum hætti en tilgangurinn er að kanna stöðu innra starfs spítalans og upplifun starfsmanna á vinnustað, meðal annars stjórnun, boðleiðum og öðrum mikilvægum þáttum sem snúa að innri ferlum. Mælingar taka mið af starfsánægju, starfsanda, trausti til stjórnenda og yfirmanna svo eitthvað sé nefnt. Slík greining getur lagt grunn að umbótastarfi, sé þess þörf, veitir stjórnendum aðhald, segir þeim hvað vel er gert og hvað má betur fara á vinnustaðnum til að starfsfólki líði vel.

Niðurstöður síðustu könnunar (2012) bentu til þess að starfsumhverfið væri að mörgu leyti í góðu lagi en þar væru líka ákveðin tækifæri til þess að gera betur. Stjórnendur njóta til að mynda mikils trausts starfsmanna sinna (4,26)*, leggja áherslu á hagkvæmni í rekstri (4,43), setja almennt fagmennsku í forgang (4,25) og hafa skýra framtíðarsýn og vinna í anda stefnu LSH (4,28). Flestir eru í auknum mæli meðvitaðir um jákvæð áhrif þess að hrósa en hins vegar sýna kannanir fram á að starfsmenn telja endurgjöf um frammistöðu í starfi ábótavant (3,67).

Við leggjum upp úr því að vinna með niðurstöður slíkra kannana og grundvöllur stjórnendaþjálfunar tekur mið af þeim nú þegar ný námskeið hefjast á Landspítala. Góð endurgjöf skiptir miklu fyrir starfsanda og þar eru stjórnendur í lykilhlutverki. Hrós er hvetjandi þegar vel gengur og leiðbeinandi endurgjöf getur verið lykilatriði þegar bæta þarf frammistöðu og ná árangri. Okkar markmið er að hafa góða stjórnendur sem gera endurgjöf að einu af þeim öflugu verkfærum sem skapa gott starfsumhverfi á Landspítala.

*Meðaltal á Likert skala (1-5) þar sem 5 er hæsta gildi. 

Greinarhöfundur er Arna Pálsdóttir, M.Sc í vinnusálfræði og verkefnastjóri á mannauðssviði Landspítala.

Einelti á vinnustað - fundur á vegum NIVA 22.10.2012

Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi vill vekja athygli félaga í hópnum á þessum áhugaverði fundi sem haldinn verður mánudaginn 22. október n.k. hér á landi á vegum NIVA um einelti á vinnustöðum.
NIVA er menntastofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og er fundurinn liður í hringferð um Norðurlöndin þar sem farið er með sambærilega dagskrá til allra Norðurlandanna.

Hingað til lands koma góðir fræðimenn á sviðinu og gefst því tækifæri til að hlusta á það sem er efst á baugi varðandi þetta efni.

Hér eru almennar upplýsingar og einnig hægt að skrá sig á netinu:
http://www.niva.org/home/article-22841-15700-nordic-tour-2012-bullying-and-harassment-at-work-6210

Hér er síðan prógrammið:
http://www.niva.org/Site/Widget/Editor/611/files/courses/2012/nt_bullying_6210/Programme%20Reykjavik.pdf

Afar athyglisverður fundur í HR hjá Upplýsingaöryggishópnum í morgun

Á fundi upplýsingaöryggis sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í morgun ræddi Ýmir Vigfússyni um núverandi stöðu tölvuöryggis á Íslandi og hvað við getum gert til að bæta okkur. Niðurstaða Ýmis er sú að hætturnar eru til staðar sem aldrei fyrr og við hér á Íslandi getum gert mun betur. Peningar, njósnir og völd eru þeir þættir sem gera tölvuinnbrot aðlaðandi fyrir skúrkana og í dag eru þetta oft glæpasamtök sem standa að baki innbrota. Það er úr nægu fyrir þá að moða því að öryggisholur er víða að finna og t.d. kóði stýrikerfa margfalt umfangsmeiri í dag heldur en fyrir 10 árum. Framtíðin er líka ekki allt of björt því að Ýmir spáir því að virði og umfang tölvuárása muni aukast ásamt fjölda öryggisveikleika kerfa. Aftur á móti er hættan fyrir einstaklinga óljós, það eru ekki allir skúrkar sem að finnst borga sig að ráðast á einstaklingstölvur og sérhæfa sig frekar í að ráðast á stærri skotmörk.
Hvað getum við gert hérna á Íslandi? Að mati Ýmis þá er það annaðhvort að kaupa lausnir á borð við öryggisúttektir eða "Offensive Security" eða þjálfa upp starfsfólk. Þjálfun eða menntun er mjög mikilvæg og mikið meira sem mætti gera bæði fyrir þá sem eru að læra hugbúnaðarþróun og eins á sviði símenntunar fyrir þá sem eru út í atvinnulífinu. Háskólinn í Reykjavík hefur árlega boðið upp á 6 eininga tölvuöryggisnámskeið sem er opið fyrir alla (3 vikna) og einnig árlegar keppnir í tölvuhakki. Næsta tölvuhakkskeppni HR verður einmitt næstkomandi fösudag í sal 1 í Háskólabíói (kl 21:30) og eftir spennandi innbrotskeppni sem háð verður á staðnum, kemur í ljós hver er hakkari ársins 2012!

Faghópur um upplýsingatækni vekur athygli á ráðstefnu í Nauthól 28.september; Réttur til að vita ...

Ráðstefna 28. september
Nauthóli - Nauthólsvík
kl. 9 - 12

„Réttur til að vita ...“
„Hvar liggja mörk trúnaðar og upplýsingagjafar?“
Skráningarform
Taktu þátt í umræðunni á Twitter: @SkyIceland #Rettur
Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.
Lögð verður áhersla á þátt upplýsingatækninnar. Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað felst í þessum degi?
  • Hvað gera önnur lönd?
  • Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?
  • Hver er réttur almennings til upplýsinga?
  • Hvernig er lagaumhverfið?
  • Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?
  • Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?
    Dagskrá:
    08:50-09:00 Afhending ráðstefnugagna
    09:00-09:40 Leyna stjórnvöld mikilvægum upplýsingum sem eiga erindi við almenning?
    Niðurstöður könnunar kynntar.
    Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
    09:40-10:00 Rétturinn til að þekkja eigin upplýsingar
    Vigdís Eva Líndal, lögfræðingur, Persónuvernd
    10:00-10:20 Eru upplýsingalögin að virka?
    Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri hjá forsætisráðuneyti
    10:20-10:40 Kaffihlé

10:40-11:00 Sjónarhorn “eiganda” gagna. Hvenær má veita upplýsingar og hvenær ekki?
Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans
11:00-11:20 Hvað skráir lögreglan hjá sér og í hvað notar hún það?
Árni E. Albertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóranum
11:20-11:40 Þjónusta ríkisskattstjóra
Gunnar Karlsson, sviðsstjóri einstaklingssviðs hjá ríkisskattstjóra

11:40-12:00 Bætt aðgengi að upplýsingum og samskiptum
Gunnar Grímsson og Róbert Bjarnason, Íbúar ses

12:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd: Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands, Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands, Ásta Möller hjá Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský

Verð fyrir félagsmenn Ský: 4.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.

Skráningarform
Hvetjum alla til að fylgjast með Ský og vera virk á Twitter, Facebook og LinkedIn

Bestu kveðjur,
Skýrslutæknifélag Íslands
www.sky.is sky@sky.is

Gott orðspor og samfélagsábyrgð - grein í Viðskiptablaði Mbl. höf: Hulda Steingrímsdóttir Alta ehf.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja er í raun tæki til að vinna með viðskiptavinum og samfélagi á einfaldan og árangursríkan hátt.

Atriði sem stuðla að góðu orðspori:

Sýnin um að vera hluti af lausninni - Verkefni á sviði umhverfismála og samfélags þarf að leysa, hvert er hlutverk fyrirtækisins og hvaða tækifæri hefur það til að leggja sitt af mörkum til úrbóta? Miðlið sýn fyrirtækisins og lausnum.

Láta verkin tala - Orðsporið byggir á aðgerðum og árangri. Að auglýsa ímynd án innistæðu getur skaðað meira en að gera ekkert. Útlistið í hverju áskoranir ykkar liggja og hverju þið ætlið að áorka.

Starfsmenn virkjaðir - Starfsmenn þarf að virkja; það veitir ánægju að tilheyra hópi sem hefur eitthvað meira fram að færa en hagnað. Því skýrari skilaboð sem starfsmenn fá, því auðveldara er að taka réttar ákvarðanir, efla fyrirtækið og vera eftirsóttur vinnustaður.

Fræða viðskiptavini - Að fræða viðskiptavinina er árangursrík leið. Með því að deila lausnum fyrirtækisins út á við sýnið þið frumkvæði, hafið keðjuverkandi jákvæð áhrif í virðiskeðjunni og eflið orðsporið.

Beita áhrifum - Með þrýstingi má hafa jákvæð áhrif á markaðinn, t.d. á stefnumótun, innkaup og lagasetningu. Stuðningur frá atvinnulífi er mikilvægur til að bæta umhverfi og samfélag.

Vinna með hagsmunasamtökum - Hlustið á væntingar annarra með lausnir í huga, þannig gefst tækifæri til að læra og deila upplýsingum.

Segja sögu fyrirtækisins - Vandið ykkur við að miðla sögu, lærdómi og áherslum fyrirtækisins.

Miðlun þarf vera smekkleg og með tilfinningu fyrir hagsmunaaðilum.

Góðar reynslusögur - Góð dæmi um árangur berast víða og smita út frá sér.

Gríðarlega áhugaverður fundur um sköpunargleði var haldinn hjá TM Software

Gríðarlega áhugaverður fundur um sköpunargleði var haldinn hjá TM Software (#ofurhetjur) nýlega. Þar fjölluðu þær Eva Sigurbjörg Þorkelsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir um niðurstöður rannsóknar á nýsköpunarumhverfi í íslenskum sprotafyrirtækjum. Soffía Kristín Þórðardóttir hjá TM Software sagði svo frá því umhverfi sem þar hefur verið skapað til að framleiða ofurhetjur með frábær markmið.
Hér má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/photo.php?fbid=402489076485715&set=a.402489056485717.95695.110576835676942&type=1&theater

Starfið að byrja í heilbrigðishóp

Heilbrigðishópur er kominn af stað með öfluga stjórn sem er að vinna af kappi að spennandi dagskrá. Það er mikill metnaður í hópnum. Dagskráin mun birtast á næstu dögum og hefjast í byrjun október.

Fylgist með og takið þátt í starfinu með okkur í vetur

Starf ehf. - nýtt í Stjórnvísi

Þann 10. febrúar 2012 var undirritað samkomulag milli velferðarráðuneytisins, Vinnumálastofnunar (VMST), Samtaka atvinnulífsins (SA) og Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um að efna til þriggja ára tilraunaverkefnis sem hefur það markmið að efla vinnumiðlun og stuðla að virkari vinnumarkaðsaðgerðum, sem jafnframt auki líkur atvinnuleitenda á því að fá störf á vinnumarkaði að nýju. Byggir samkomulagið á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga vorið áður.

Til að annast framkvæmd verkefnisins stofnuðu ASÍ og SA sameiginlegt félag, Starf - vinnumiðlun og ráðgjöf ehf. (STARF) og mun það annast þjónustu við atvinnuleitendur í tengslum við vinnumiðlun og vinnumarkaðsaðgerðir og fær til þess greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði.

Vinnumálastofnun - atvinnuleysisbæturnar

Vinnumálastofnun mun eftir sem áður sjá um skráningarþátt atvinnuleitenda í gegnum vefsíðu sína, atvinnuleysisbæturnar og ákvarðanir um réttindi viðkomandi atvinnuleitenda innan atvinnuleysistryggingakerfisins samkvæmt lögum. Þar með talin er umsjón með greiðslu atvinnuleysisbóta og ábyrgð á öllum stjórnvaldsákvörðunum um réttindi og skyldur atvinnuleitendanna í samræmi við lög um atvinnuleysistryggingar.

Arcus ehf. - Þ. G. Verktakar nýtt í Stjórnvísi

Þ.G. Verktakar hafa áralanga reynslu að framkvæmdum fyrir opinbera aðila, stórfyrirtæki og einstaklinga ásamt því að byggja atvinnu og íbúðarhúsnæði á eigin vegum.

Fyrirtækið er nú á meðal stærstu verktakafyrirtækja landsins og hefur áunnið sér traust opinberra aðila og stórfyrirtækja meðal annars með byggingu stærstu prentsmiðju landsins fyrir Morgunblaðið, byggingu Hellisheiðarvirkjunar, höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, byggingu stærstu byggingarvöruverslunar landsins fyrir Húsasmiðjuna og stækkun Nesjavallavirkjunar svo eitthvað sé nefnt.

Þ.G. Verktakar hafa, með framúrskarandi starfsfólki og góðum tækjakosti, vaxið hratt á síðustu árum. Velta félagsins árið 2008 er um 4 milljarðar.

Að jafnaði starfa vel á annað hundrað manns á vegum fyrirtækisins í útboðsverkum og í eigin framkvæmdum.

Hjá Þ.G.Verktökum er starfandi gæðastjóri og gæðaráð. Gerðar eru reglulegar innri úttektir á öllum verkþáttum og höfuðáhersla er lögð á vandaðar íbúðir, góða þjónustu og skil íbúða á réttum tíma.

Forsætisráðuneytið - nýtt í Stjórnvísi

Þegar heimastjórn var komið á fót hér á landi árið 1904 var stofnað embætti ráðherra Íslands, og var hann æðsti yfirmaður Stjórnarráðs Íslands. Stjórnarráðinu var skipt í þrjár skrifstofur sem gengu undir nöfnunum fyrsta, önnur og þriðja skrifstofa. Fyrstu skrifstofu var ætlað að sjá um dóms-, skóla- og kirkjumál, önnur skyldi sjá um atvinnumál, samgöngumál og póstmál en hin þriðja fjármál. Skrifstofustjóri var yfir hverri skrifstofu en landritari var yfirmaður þeirra. Allir lutu þeir svo ráðherra Íslands.

Þessi skipan hélst til 1917 að ráðherrar urðu þrír. Með þeirri breytingu varð embætti forsætisráðherra fyrst til, án þess þó að stofnsett væri sérstakt forsætisráðuneyti. Þess má geta að árið 1921 var farið að kalla skrifstofurnar þrjár sem áður getur (nefndar deildir frá 1917) dóms- og kirkjumálaráðuneyti, atvinnu- og samgöngumálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.

Samkvæmt konungsúrskurði frá 1924 var ákveðið að ráðherrar skyldu vera fjórir, forsætisráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra, atvinnu- og samgöngumálaráðherra og fjármálaráðherra. Undir forsætisráðherra skyldu m.a. heyra stjórnarskráin, Alþingi, skipun ráðherra og lausn og forsæti Stjórnarráðsins, og að auki utanríkismál og forsæti í bankaráði Íslandsbanka.

Árið 1921 var ráðinn starfsmaður til þess að sinna ákveðnum málaflokkum sem féllu undir forsætisráðherra. Sú ráðning var þó aðeins til skamms tíma en frá 1927 hefur sérstakt starfsfólk haft málefni þau sem heyra undir forsætisráðherra á sínu verksviði. Þar með var skrifstofu forsætisráðherra komið á fót og í raun forsætisráðuneyti, án þess þó að það væri nefnt því nafni. Frá sama ári eru einnig til bréfadagbækur með nafni forsætisráðuneytisins. Starfsfólk á skrifstofu forsætisráðherra hafði í fyrstu eitt lítið herbergi til afnota inn af aðsetri forsætis-ráðherra og þurfti að ganga í gegnum skrifstofu hans, en árið 1933 fékkst meira rými á annarri hæð Stjórnarráðshússins.

BM Vallá - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

BM Vallá hefur um langt árabil verið í fararbroddi íslenskra iðnfyrirtækja og gegnt forystuhlutverki í framleiðslu fyrir íslenskan byggingavörumarkað. Þar er saman komin áratuga þekking og reynsla á framleiðslu og lausnum fyrir íslenska byggingaraðila.

BM Vallá er í 100% eigu BMV Holding ehf.

Primex - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Primex ehf is an Icelandic marine biotech company who is a global leader in the manufacture and supply of pure chitin and chitosan derivatives.
Primex is born global and dedicated to innovate and market scientifically sound and novel natural ingredients for use in numerous markets like, nutritional, cosmetic, food and biomedical.
Primex is located in Iceland in the middle of the North Atlantic Ocean. Pristine waters of the North Atlantic surround the island, where warm water, brought up by the Golf stream, mixes with the cold Artic waters from north to create fruitful conditions for rich plant and animal life. The source is the shell of North Atlantic Coldwater Shrimps (Pandalus Borealis) due to its aptitude as a raw material for high quality chitosan production.
Since 1999, Primex has been running a state of the art plant for chitin and chitosan manufacture in Siglufjordur Iceland. Equipped with modern sophisticated computerized technology, the plant is able to deliver consistent product quality all year around.
Analyzing of key parameters show Primex chitosan products compares in all aspects to the best quality standard on the market.

Vinnueftirlit ríkisins - nýtt Stjórnvísifyrirtæki

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Aðalskrifstofa Vinnueftirlitsins er a' Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík.- sími: 550 4600, fax: 550 4610. Netfang: vinnueftirlit@ver.is

Vinnuvéladeild - véla- og tækjaeftirlit á höfuðborgarsvæði
sími: 550 4600, fax: 550 4690
Netfang: velar@ver.is

Eftirlitsstarfsemi VER

  • fyrirtækjaeftirlit á landsvísu
  • véla- og tækjaeftirlit utan höfuðborgarsvæðis

Faghópur um upplýsingatækni vekur athygli á námskeiði 2.okt. "Starting Test Automation"

Upplýsingatækni

  • námskeið á næstunni
    Starting Test Automation

This course introduces test automation. We start by looking at the benefits and pitfalls of the different types of tools that support testing and where in the software development lifecycle they are applicable. We explore common objectives for tool support in testing and when tools are an appropriate solution and how the benefits of tools can be measured. Then we consider strategies for choosing and introducing a test tool and go on to look at the reasons why having a test execution automation tool is not in itself sufficient to automate testing. Finally, highlights from a number of case studies from a variety of backgrounds including the lessons learnt and benefits achieved.

Skráningarfrestur er til 14. september

Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences.
Tími: Mán. 1. okt. kl. 9:00 - 16:00
Verð: 52.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér
Automating Test Execution Successfully

This course provides a detailed look at some of the most important issues of test execution automation. We explore the pros and cons of different scripting techniques and types of automated comparison, and offer practical advice on how some comparisons can be implemented. The test automation requirements for testware architecture are explained and an approach to the implementation of testware architecture is described. The importance of automating set-up and clearup tasks together with a few approaches to implementation is discussed. Finally, the issue of testware maintenance and how to minimise it is discussed.

Skráningarfrestur er til 14. september

Kennari: Mark Fewster, software testing consultant and trainer, author and presenter at national and international software conferences.
Tími: Mán. 2. okt. kl. 9:00 - 16:00
Verð: 52.000 kr.
Staður: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7

Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér

Hvernig á að mæla samfélagsáhrif? Hvað á að mæla? Af hverju? Hvernig?

Faghópur um samfélagsábyrgð hélt sinn fyrsta fund í Íslandsbanka 13.september. Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu setti fundinn og lýsti yfir ánægju með hve margir væru mættir. Ketill Berg Magnússon viðskiptasiðfræðingur fékk þátttakendur til að fara í stutta æfingu til að mynda tengsl og ræða samfélagsábyrgð. Már Másson sagði frá því að 600 starfsmenn Íslandsbanka hefðu tekið þátt í stefnumótun bankans 2009 og samfélagsábyrgð var hluti þeirrar vinnu. Fyrsta Global Compact skýrslan kom út 2005. Aðildin að Global Compact hefur hjálpað Íslandsbanka mikið við að ramma inn áherslur sínar. Guðný Helga Herbertsdóttir fjallaði um skýrslu Íslandsbanka um Global Compact en það eru 8700 fyrirtækið aðilar , þar af 10 fyrirtæki á Íslandi. Þátttakendur skila inn skýrslu sem inniheldur mælanlegar niðurstöður, markmið, lýsingu á aðgerðum og innleiðingarferli ásamt yfirlýsingu forstjóra eða stjórnarformanns. Samfélagsstefna Ísladnsbanka byggir á fjórum þáttum; mannauð, viðskiptum, samfélaginu og umhverfi. Eitt af því sem Íslandsbanki gerir er að bjóða hjálparhönd - hver og einn starfsmaður fær einn frídag á ári þar sem hann velur sér sjálfur góðgerðarfélag til að vinna fyrir. Finnur Sveinsson sérfræðingur í samfélagsábyrgð kynnti GRI skýrslu Landsbankans. Fólk skilur tilganginn með fjárhagsupplýsingum ekki með annars konar upplýsingum. Við verðum að vita hvað við erum að gera og það sem ekki er mælt höfum við ekki stjórn á. Hvernig á að mæla samfélgsáhrif? Hvað á að mæla? Af hverju? Hvernig? GRI inniheldur mælikvarða sem sýna skýrt hvernig á að mæla og hvernig upplýsingar eru bornar saman. Finnur sagði auðvelt að samræma Global Compact og GRI. Global Compact lýsir því sem þú ert að gera, í GRI er sagt hvað þú átt að vera að mæla og hvernig. Markmið samfélagsskýrslu er að sýna að þú veist hver eru samfélagsáhrif starfseminnar og að það sé verið að vakta þau.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?