Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009, verður haldinn morgunverðarfundur á vegum gæða- og þjónustustjórnunarhóps Stjórnvísi.
Auk kynningar á niðurstöðum Ánægjuvogarinnar munu tveir valinkunnir fræðimenn flytja framsögur, sem svo sannarlega eiga erindi við stjórnendur í dag.
Framsögumenn
- Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Hí, fjallar um: "Hvernig má bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina"?
- Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, fjallar um: "Traust - rof og uppbygging“.
Að framsögum loknum mun Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup, kynna niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2009 – þetta árið eru niðurstöðurnar afar athyglisverðar og margt sem kemur verulega á óvart.
Að kynningu lokinni verða veittar viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsóknum Ánægjuvogarinnar 2009.
Fundarstaður
Turninn, Smáratorgi 3, Kópavogi
Nánar um Íslensku ánægjuvogina