Íslenska ánægjuvogin - niðurstöður 2009

Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2009, verður haldinn morgunverðarfundur á vegum gæða- og þjónustustjórnunarhóps Stjórnvísi.
Auk kynningar á niðurstöðum Ánægjuvogarinnar munu tveir valinkunnir fræðimenn flytja framsögur, sem svo sannarlega eiga erindi við stjórnendur í dag.
Framsögumenn

  1. Þórhallur Guðlaugsson, dósent við Hí, fjallar um: "Hvernig má bregðast við breyttum þörfum viðskiptavina"?
  2. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ, fjallar um: "Traust - rof og uppbygging“.
    Að framsögum loknum mun Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknarstjóri Capacent Gallup, kynna niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2009 – þetta árið eru niðurstöðurnar afar athyglisverðar og margt sem kemur verulega á óvart.
    Að kynningu lokinni verða veittar viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsóknum Ánægjuvogarinnar 2009.
    Fundarstaður
    Turninn, Smáratorgi 3, Kópavogi
    Nánar um Íslensku ánægjuvogina
     

Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing)

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum - en á virkilega erindi til allra stjórnenda og áhugafólks um stjórnun

Fundarefni
Áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.

Framsögumaður
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ mun halda fyrirlestur um áhugahvetjandi samtalstækni (Motivational Interviewing) sem beinist að því að virkja áhugahvöt einstaklinga til að breyta heilsuspillandi lifnaðarháttum.
Samskiptafærni heilbrigðisstarfsfólks er mjög mikilvæg, sér í lagi við forvarnir eða lífsháttarbreytingar hjá skjólstæðingum.
Umfangsmiklar auglýsingaherferðir hafa sýnt sig vera góðar sem vitundarvakning en árangur þeirra er hjóm eitt til samanburðar við persónuleg tengsl stuðning og eftirfylgni. Áhugahvetjandi samtalstækni er ein þeirra aðferða sem skilar góðum árangri þegar skjólstæðingar þurfa að breyta lifnaðarháttum sínum.
Fundarstaður
Stofu 321-B í Eirbergi, húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH oggeðdeildarinnar. Stofa 321- B er á 3ju hæð innst í ganginum.
 

Lean-umbótavinna í þjónustufyrirtæki

Fundur á vegum Faghóps um Lean-Straumlínustjórnun

Framsögumaður
Einar Már Hjartarson, framkvæmdastjóri Viðskiptaumsjónar segir frá umbótastarfi í anda Lean hjá Viðskiptaumsjón Arion banka og kynnir hvernig beita má aðferðafræði Lean í þjónustu.

Fundarefni
Lean-umbótavinna í þjónustufyrirtæki
Fundarstaður
Arion banki, Borgartúni 19, Rvk.

Morgunverður í boði Arion banka frá kl. 8,15 og fundurinn hefst kl. 8,30
 

Agile hugmyndafræðin hjá Betware

Fundur á vegum faghóps um hugbúnaðarprófanir

Agile hugmyndafræðin hjá Betware
Nánar um fundarefnið

Agile hugmyndafræði hjá Betware

  • Innleiðing og áhrif á starf prófara

Prófunarferli hjá Betware

  • Líftími verkefnis með Agile aðferðum
  • Release planning, iteration planning, daily standup, demo, iteration retrospective, ofl.

Tól og tæki

  • Hugbúnaður sem styður við Agile prófanir; Wiki, Jira, Greenhopper

Sjálfvirkar prófanir

  • Betware Test Automation Framework
    Framsögumenn
    Björk Guðbjörnsdóttir, prófari
    Gunnhildur Ólafsdóttir, prófari
    Kristín Bestla Þórsdóttir, prófari
    Ólafur Guðmundsson, prófari
    Fundarstaður
    Betware, Holtasmára 1, 201 Kópavogur
     
     

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2010

Val og hlutverk vottunaraðila. Alþ. reglur

Fundur á vegum faghóps um ISO staðla

Val og hlutverk vottunaraðila. Alþjóðlegar reglur.

Framsögumaður
Sigurður M. Harðarson, sérfræðingur í vottunarferlum

Fundarstaður:
Landsnet, Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík

 

BI: An effective approach to Master Data Management

Fundur á vegum faghóps um viðskiptagreind

Fundurinn verður á ensku og er efni hans:
An effective approach to Master Data Management
• What is MDM?
• How is it different from Business Intelligence?
• The aspects of an effective MDM program
• How do we get started?
Fyrirlesari
Thomas Ravn, MDM practice manager hjá Platon. Thomas er margreyndur á sviði MDM og hefur unnið að ótal verkefnum um heim allan, talað á ráðstefnum og skrifað greinar í fagtímarit.
Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum Arion Banka.
 

Öryggisvitund - Upplýsingaöryggi

Fundur á vegum faghóps um upplýsingaöryggi
Fundarefni
Öryggisvitund

Framsögumenn
Ebenezer Þ. Böðvarsson hjá Skýrr, mun leitast við að svara spurningum varðandi öryggisvitund og þá sérstaklega: „Hvernig byggjum við upp öryggisvitund? Hvernig viðhöldum við henni? Hvernig mælum við hana?“  og  að fara um það nokkrum orðum.
Sigurpáll Ingibergsson hjá Stika, ætlar að fjalla um efnið frá sjónarhorni ráðgjafa og öryggisstjóra með ISO/IEC 27001 að leiðarljósi.

Fundarstaður
Skýrr að Ármúla 2, 108 Rvk.

Heimsókn í Fjarðarkaup - fjármál

 
Faghópur um fjármál fyrirtækja heimsækir hið margverðlaunaða fyrirtæki Fjarðarkaup
Nánari upplýsingar væntanlegar.

Gildi og þjónustustefna hjá MP banka

Fundur á vegum faghóps um þjónustustjórnun

Þjónustustefna MP banka: „Einfalt er betra“

Framsögumaður
Kolbrún Silja Ásgeirsdóttir, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs MP banka

Fundarefni: „Einfalt er betra“
Stefna MP banka í þjónustumálum og hvernig staðið er að framkvæmd stefnu með stuðningi innra skipulags.
Stöðumat, tölfræði, niðurstaða þjónustukönnunar og næstu skref.
Morgunkaffi í boði 8:15-8:30
Kynning 8:30–9:00

Fundarstaður í nýjum höfuðsstöðvum MP banka Ármúla 13a, 108 Rvk.
Athugið að gengið er inn úr portinu á bakvið húsið, starfsmannainngangur.

 

Innleiðing á umhverfisstjórnkerfi hjá Toyota

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun

Fundarefni
Innleiðing á umhverfisstjórnkerfi hjá Toyota.
Fjallað verður um uppsetningu kerfisins og hvernig staðið var að innleiðingunni, hvernig tekið var á efnamálum, hvað ber helst að varast og hvernig vitund starfsmanna er viðhaldið.
Fyrirlesari
Jóhannes Egilsson
Staður: Toyota, Bílasala nýrra bíla, Nýbýlavegur 4
 

Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

Fundur á vegum faghóps um stjórnun í heilbrigðisgeiranum
Fundarefni
Þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega

 
Brynja Laxdal hjúkrunarfræðingur og MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum heldur fyrirlestur um masters rannsóknina sína sem fjallar um þjónustugæði innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins út frá sjónarhorni þjónustuþega. Hún skoðar sérstaklega tengsl milli samskipta lækna og hjúkrunarfræðinga og lífsstílsbreytinga meðal skjólstæðinga. Fjallað verður um markaðsumhverfi heilsugæslunnar sem þjónustufyrirtæki og niðurstöður rannsóknarinnar kynntar.
 
Fundarstaður
Eirbergi Stofu C-201 ( Í húsi hjúkrunarfræðideildar milli aðalbyggingar LSH og geðdeildarinnar)

 

EFQM 2010 - hvað er nýtt?

Fundur á vegum faghóps um EFQM árangurslíkanið

Fundarefni
EFQM 2010 – Breytt líkan
Farið yfir helstu breytingar sem orðið hafa á 2010 EFQM líkaninu.
Framsögumaður
Haraldur Hjaltason, Artemis

Fundarstaður
Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík, Síðumúla 39, 108 Reykjavík
 

HRV ENGINEERING: Stefnumiðað árangursmat

Fundur á vegum faghóps um Stefnumiðað árangursmat

Fundarefni
Stefnumiðað árangursmat – gagnlegt stjórntæki stjórnandans?

Fyrirtæki
HRV ENGINEERING

Framsögumaður
Símon Þorleifsson, Director of Engineering Alliance.

Fundarstaður
Bíldshöfða 9a, (Rarik húsið) fyrstu hæð.
 

Lýðheilsustöðin; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundur á vegum faghóps um stjórnun á heilbrigðissviði

Fundarefni
Lýðheilsustöð; hlutverk og nýjustu rannsóknir

Fundarstaður
Lýðheilsustöð, Laugavegi 116, 105 Reykjavík
 
 

Er svartholið stórt í þínu fyrirtæki?

Fundur á vegum ISO hópsins

Er svarthol í þínu fyrirtæki?

Fundarefni
Fjallað verður um skjalastjórnun og kröfur ISO 15489 skoðaðar.

Framsögumenn
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, samskiptastjóri Tækniskólans  fjallar  um: "Innleiðing og rekstur skjalastjórnunar Tækniskólans".

Gunnhildur Mannfreðsdóttir hjá Gagnavörslunni fjallar um staðalinn sjálfan: ISO 15489.

Fundarstaður
Tækniskóli Íslands á Skólavörðuholti.
 

Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Fundur á vegum faghóps um mannauðsstjórnun
Fundarefni 
Innri markaðssetning - áhrif á mannauð og fyrirtækjamenningu

Framsögumaður
Gunnar B. Sigurgeirsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðinnar og formaður ÍMARK

Fundarstaður
Ölgerðin, Grjóthálsi 7, 110 Reykjavík
 
 

Upplýsingaflæði og veföryggi

Fundur á vegum faghóps um upplýsingaöryggi
Upplýsingaflæði og veföryggi
Arnar Birgisson fjallar um veföryggi almennt en veltir jafnframt fyrir sér upplýsingaflæði (e. information flow) og hvernig það nýtist í sambandi við veföryggi.
 
Framsögumaður
Arnar Birgisson er doktorsnemi í tölvunarfræði í Chalmers, í Svíþjóð.  Sérsvið hans er "language based security".
 
Fundarstaður
Landsbankinn, Thorvaldsensstræti 4 (gamla Landsímahúsið), 5. hæð.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?