Mars 2013

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
25
  •  
26 27 28
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05 06 07
  •  
08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12 13 14 15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19 20
  •  
21 22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27 28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  

Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir

Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.

Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.

Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.

Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7,

Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura

Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.

Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.

Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.

Hvernig á að tala við fjárfesta? Pottþétt ráð til undirbúnings!

Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 12:00-13:00

Hvernig á að tala við fjárfesta?
Pottþétt ráð til undirbúnings! Hvernig ber að fjármagna fyrstu skrefin og hvað tekur við?

Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar.

Fjallað verður um hvað atriði það eru sem fjárfestar vilja fá upplýsingar um og hvernig best er að undirbúa kynningu á viðskiptahugmynd fyrir fjárfesti. Þá verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja á ólíkum stigum og sagt frá styrkjum og stuðningsverkefnum sem eru í boði fyrir fyrirtæki... á frumstigi.

Frummælendur:
Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans

Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.

Staður: Ofanleiti 2, stofa 201
Allir velkomnir!

Vinnustofa Stjórnvísi: Hvað virkar í stefnumótun?

Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um þær aðferðir við mótun stefnu og framkvæmd hennar sem hafa reynst best. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Síðar verður boðið upp á tvær vinnustofur til viðbótar. 13. mars verður fjallað um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir og 3. apríl verður rætt um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni. Vinnustofurnar þrjár tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.

Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Á Mannamóti í febrúar verður fjallað um Bjórskóla Ölgerðinnar og Tjarnargötuna.

Á Mannamóti í febrúar munum við heyra frá Óla Rúnari Jónssyni vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar og Einari Ben einn stofnanda Tjarnargötunnar. Óli mun fjalla um hugmyndina á bakvið Bjórskóla Ölgerðarinnar og hvernig hann hefur þróast, en Bjórskólinn hefur notið gífurlega vinsælda og nær námsefnið allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi. Einar Ben stofnaði Tjarnargötuna árið 2011 ásamt félaga sínum Arnari, en þeir þekkja nýmiðla eins og lófana á sér og eru sérstaklega lunknir í samfélagsmiðlum og notendadreifingu markaðsefnis. Vinnuspeki þeirra endurspeglast í að laða notandann að skilaboðunum, en ekki að ýta skilaboðunum til notandans. Einar mun ræða um mikilvægi efnisinntaka og notendadreifingu markaðsefnis.
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Mannamótin eru virkilega vel heppnuð og skemmtileg, og auðvitað fróðleg.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Skipurit - tæki til að framfylgja stefnu

Þriðjudaginn 5. mars standa Vendum, Opni háskólinn og Stjórnvísi fyrir áhugaverðum morgunfundi um skipurit fyrirtækja og notagildi þeirra í rekstri fyrirtækja. Fundurinn er annar í röð funda í samvinnu Vendum, Opna háskólans og Stjórnvísi og er haldinn í Opna háskólanum, kl 8.30-9.30.

Á fundinum mun Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans tala um skipurit sem tæki til að innleiða stefnu en skipurit Landsbankans hefur markvisst verið notað til að breyta áherslum í rekstrinum í samræmi við stefnu bankans. Árangurinn af þessu hefur m.a. skilað sér í því að viðskiptavinir Landsbankans eru nú þeir ánægðustu á fjármálamarkaði eins og mælingar á vegum Íslensku ánægjuvogarinnar staðfesta. Dr. Þóranna Jónsdóttir framkvæmdastjóri stjórnunar og rekstrar hjá HR mun opna fundinn og fjalla stuttlega um reynslu sína af samspili stefnu, breytingastjórnunar og skipulags.
Fundarstjóri er Guðmunda Smáradóttir forstöðumaður Stjórnmenntar Opna háskólans.

Fundurinn er haldinn í Opna háskólanum í HR í stofu M215 (Mars álma) Menntavegi 1.

Nýsköpun í íslenskum kvikmyndaiðnaði

Getum við skapað 5000 ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði á næstu fimm árum ? Getum við gert kvikmyndagerð að jafnoka sjávarútvegs, stóriðju eða ferðamennsku í íslensku efnahagslífi?

Frummælandi:
Böðvar Bjarki Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður Kvikmyndaskóla Íslands.

Böðvar Bjarki mun fjalla um þá möguleika sem felast í kvikmyndagerð á Íslandi, greina þær forsendur sem liggja að baki hámarksárangri og útskýra hvers vegna Íslendingar ættu að sækja fram á þessu sviði. Þá mun hann kynna staði eins og Nollywood í Nígeríu, Bollywood á Indlandi og Hollywood í Bandaríkjunum, þar sem kvikmyndaiðnaðurinn hefur náð miklu flugi og benda á hvað við getum lært og tileinkað okkur. Að lokum verður svo reynt að svara spurningu fyrirlestursins um hvernig íslenskur kvikmyndaiðnaður getur skapað 5000 ný störf.

Fyrirlesturinn hentar öllum frumkvöðlum; listamönnum, stjórnmálamönnum og ekki síst fjárfestum sem hafa áhuga á að byggja upp öflugan sköpunariðnað á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.

Staður: Ofanleiti 2, stofa 201

Markvissari markmiðasetning - aukinn árangur

Markvissari markmiðasetning - íslenskt kerfi í notkun hjá BMW
Jón Halldórsson stofnandi og eigandi Circle coach kynnir hugmyndafræðina á bak við circlecoach.com sem er hjálpartæki fyrir þá sem vilja setja sér markmið með markvissari hætti og nýtist einnig markþjálfum til að halda utan um markmið viðskiptavina sinna. Thor
Ólafsson stjórnendaþjálfari í Þýskalandi mun segja frá því hvernig kerfið hefur nýst í vinnu með risafyrirtæki á borð við BMW en hann notar Circle coach til að skoða hvernig stjórnendur eru að vinna með gildi fyrirtækisins og markmið þeim tengdum. Afar áhugaverður fundur um það nýjasta í markmiðasetningu og hvernig erlend stórfyrirtæki eru að nýta sér íslenskt hugvit í þróun starfsmanna sinna. Ekki missa af þessum fundi.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Opna háskólanum 2.hæð í stofu M216.

Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur Stjórnvísi
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugaverða vinnustofu í mars. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf og er markmiðið efling einstaklingsins, hvati og fagleg uppbygging. Óskað var eftir tilboðum og tillögum frá fyrirtækjum innan Stjórnvísi og var niðurstaðn sú að bjóða stjórnendum faghópa upp á námskeiðið „Árangursrík vald-og verkefnadreifing.“.
Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur Stjórnvísis
• hefurðu ekki tíma til að sinna öllum þeim verkefnum sem þú þarft að sinna?
• vinnurðu oft frameftir?
• siturðu enn uppi með verkefni sem þú sinntir í síðasta hlutverki þínu innan fyrirtækisins til viðbótar við verkefni þín í núverandi hlutverki?
• endarðu oft á því að sinna þeim verkefnum sem þú felur öðrum af því að þau eru ekki unnin með fullnægjandi hætti?
• ertu að vasast í alltof mörgum verkefnum?
Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig þá er námskeiðið Árangursrík vald- og verkefnadreifing eitthvað fyrir þig.
Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig stjórnendur geta með markvissum og árangursríkum hætti losað um tíma sinn með því að fela öðrum það vald og þá ábyrgð sem til þarf til að ljúka verkefnum með fullnægjandi hætti.
Efnistök námskeiðsins eru meðal annars:
• Hvernig á að deila verkefnum út?
• Hvernig gerirðu fólk ábyrgt fyrir árangrinum?
• Hvernig hefurðu eftirlit með framvindunni?
Að námskeiðinu loknu hefurðu í höndunum leiðbeiningar um hvernig þú verkefnadreifir, hvaða verkefnum þú hefur tækifæri til að fela öðrum, hverjum þú getur falið þessi verkefni og hvenær. Einnig færðu leiðbeiningar um hvernig á að bregðast við þegar að verkefnadreifingin gengur ekki upp af einhverjum ástæðum.
Á námskeiðinu er unnið eftir aðferðafræði markþjálfunar og vinnur hver og einn út frá sínum raunverulegum aðstæðum og gerir aðgerðaáætlun um beitingu efnisþátta að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið er 2,5 klst.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Alda Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir eigendur Vendum.
Vinnustofan fer fram í húsnæði Vendum, Síðumúla 33, 3. hæð.
Hópur 1: 6. mars kl 16-18.30, Þjálfari: Unnur Valborg
Hópur 2: 12 mars kl 8.30-11, Þjálfari: Alda Sigurðardóttir

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2013

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2013 hinn 12. mars nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku í Turninum í Kópavogi kl. 16.00 til 18.00

Hér má sjá lista yfir þá sem voru tilnefndir: http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin/tilnefningar2013

Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir en yfir fjörutíu stjórnendur hlutu tilnefningu til verðlaunanna og má sjá nöfn þeirra á vefnum http://www.stjornvisi.is.

Dagskrá:
Setning hátíðar:
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar og formaður Stjórnvísi.
Hátíðarstjóri: Teitur Guðmundsson læknir, framkvæmdastjóri Heilsuverndar

Fyrirlesarar:
• Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group
• Janne Sigurdsson, forstjóri Alcoa Fjarðaráls
• Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu

Bára Sigurðardóttir, mannauðsstjóri Termu og formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2013.
Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega boðnir velkomnir ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.Ókeypis aðgangur.
Dómnefnd 2013 skipa eftirtaldir:
• Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins.
• Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent.
• Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu.
• Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
• Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar.
• Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://www.stjornvisi.is.
Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir

Vinnustofa Stjórnvísi: Hvaða árangursmælingar skipta máli?

Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um árangursmælingar sem skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Tími: miðvikudaginn 13. mars 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Vinnustofan er sjálfstætt framhald af vinnustofu 27. febrúar um þær aðferðir við stefnumótun og framkvæmd sem hafa reynst best. Þann 3. apríl verður þriðja og síðasta vinnustofan í þessari hrinu og fjallar hún um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni í fyrirtækjum og stofnunum. Vinnustofurnar tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.

Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Stjórnvísi býður þeim félögum sem starfa í stjórnum faghópa upp á áhugaverða vinnustofu í mars. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf og er markmiðið efling einstaklingsins, hvati og fagleg uppbygging. Óskað var eftir tilboðum og tillögum frá fyrirtækjum innan Stjórnvísi og var niðurstaðn sú að bjóða stjórnendum faghópa upp á námskeiðið „Árangursrík vald-og verkefnadreifing.“.

Árangursrík vald- og verkefnadreifing: Námskeið fyrir stjórnendur Stjórnvísis
• hefurðu ekki tíma til að sinna öllum þeim verkefnum sem þú þarft að sinna?
• vinnurðu oft frameftir?
• siturðu enn uppi með verkefni sem þú sinntir í síðasta hlutverki þínu innan fyrirtækisins til viðbótar við verkefni þín í núverandi hlutverki?
• endarðu oft á því að sinna þeim verkefnum sem þú felur öðrum af því að þau eru ekki unnin með fullnægjandi hætti?
• ertu að vasast í alltof mörgum verkefnum?

Ef eitthvað af ofangreindu á við um þig þá er námskeiðið Árangursrík vald- og verkefnadreifing eitthvað fyrir þig.
Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig stjórnendur geta með markvissum og árangursríkum hætti losað um tíma sinn með því að fela öðrum það vald og þá ábyrgð sem til þarf til að ljúka verkefnum með fullnægjandi hætti.
Efnistök námskeiðsins eru meðal annars:
• Hvernig á að deila verkefnum út?
• Hvernig gerirðu fólk ábyrgt fyrir árangrinum?
• Hvernig hefurðu eftirlit með framvindunni?

Að námskeiðinu loknu hefurðu í höndunum leiðbeiningar um hvernig þú verkefnadreifir, hvaða verkefnum þú hefur tækifæri til að fela öðrum, hverjum þú getur falið þessi verkefni og hvenær. Einnig færðu leiðbeiningar um hvernig á að bregðast við þegar að verkefnadreifingin gengur ekki upp af einhverjum ástæðum.
Á námskeiðinu er unnið eftir aðferðafræði markþjálfunar og vinnur hver og einn út frá sínum raunverulegum aðstæðum og gerir aðgerðaáætlun um beitingu efnisþátta að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið er 2,5 klst.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Alda Sigurðardóttir og Unnur Valborg Hilmarsdóttir eigendur Vendum.
Vinnustofan fer fram í húsnæði Vendum, Síðumúla 33, 3. hæð.

Hópur 1: 6. mars kl 16-18.30, Þjálfari: Unnur Valborg
Hópur 2: 12 mars kl 8.30-11, Þjálfari: Alda Sigurðardóttir

Kauphöllin og markaðurinn

Kauphöllin og markaðurinn

  • Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland mun fara yfir starf Kauphallarinnar, áhrifavalda í uppbyggingu og hlutverk hennar í stuðningi við efnahagslífið, fyrirtæki og fjárfesta.
    Páll hefur starfað í Kauphöllinni frá 2002, fyrst sem staðgengill forstjóra og forstjóri frá 2011. Áður vann Páll hjá Þjóðhagsstofnun við gerð þjóðhagslíkana 1999-2002. Hann var formaður starfshóps um mat á áhrifum Noral verkefnisins á íslenskt efnahagslíf. Stjórnarformaður Landsnets frá 2004-2009 og formaður orkuhóps Verslunarráðs Íslands 2003-2005.

Hámarksfjöldi er 30 manns
Staðseting Kauphöllin Laugavegi 182

Fullbókað á fundinn: Kanban í Námsgagnastofnun

Námsgagnastofnun býður Stjórnvísi félögum í morgunkaffi og kynningu á starfsemi stofnunarinnar. Ritstjórarnir Harpa og Gurrý munu kynna hvernig Námsgagnastofnun hefur náð að auka yfirsýn yfir flæði verkefna og stöðu þeirra með hjálp Kanban töflu. Þær munu fara yfir hvernig hugmynd varð að veruleika og hvernig tilkoma töflunnar hefur stuðlað að bættri forðastjórnun og skilvirkara útgáfuferli þess fjölbreytta námsefnis sem gefið er út árlega.

Hámarksfjöldi á þessa kynningu er 30 manns.
Víkurhvarfi 3, 2. hæð

Hlutverk stjórnenda og starfsmanna í breytingum

Faghópur um breytingastjórnun auglýsir spennandi viðburð þar sem viðfangsefnið er hvaða hlutverki einstaka starfsmenn gegna í breytingum og mun málið vera krufið frá sjónarhóli stjórnandans annars vegar og almennra starfsmanna hins vegar. Tveir úrvals fyrirlesarar hafa verið fengnir til að fjalla um efnið:

Eyþór Eðvarðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og reynslubolti þegar kemur að breytingarstjórnun, mun fjalla um samskipti og viðbrögð starfsfólks í breytingaferlum og hvaða áhrif þau geta haft á breytingarferlið í heild.

Þá mun Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova fjalla um breytingar út frá sjónarhóli stjórnandans og taka nærtæk dæmi þess efnis. Í því samhengi er vert að geta þess að Nova bar á dögunum sigur úr býtum í íslensku ánægjuvoginni og fékk hæstu einkunn allra íslenskra fyrirtækja, þriðja árið í röð.

Fundurinn mun fara fram í höfuðstöðvum Nova og eru fundargestir hvattir til að mæta tímanlega til að gæða sér á morgunverði í boði Nova áður en formleg dagskrá hefst.

Ekki láta þennan viðburð fram hjá þér fara - skráðu þig til leiks.

Umhverfisstjórnunarkerfi: Frá fræðum til framkvæmda

Gámaþjónustan hf. býður félögum Stjórnvísi að hlýða á kynningu á meistaraverkefni og umhverfisstjórnunarkerfi Gámaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina.
Fyrirlesarar eru eftirfarandi;

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar, kynnir niðurstöður meistaraverkefnis í iðnaðarverkfræði sem hún vann við Háskóla Íslands árið 2012. Meginviðfangsefni verkefnisins var þríþætt sem felst í að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
a) Hvað verður til þess að fyrirtæki ákveða að hefja innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi?
b) Hvaða hindrunum mæta fyrirtæki í innleiðingarferlinu?
c) Hvaða ávinningi hefur umhverfisstjórnunarkerfi skilað fyrirtækjunum?

Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar, mun kynna starfsemi Gámaþjónustunnar ásamt ferli innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem uppfyllir staðalinn ISO 14001.

Mannauðsstjórinn og stéttarfélagið

Er stéttarfélag óþarft að mati mannauðsstjórans og hvernig líta forsvarsmenn stéttarfélaga á hlutverk mannauðsstjóra? Þessum spurningum ætla þau Svali Björgvinsson framkvæmdastjóri mannauðssviðs Icelandair og Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB að svara á næsta fundi mannauðshóps.

Mannamót í mars: Samfélagsvefir í sölu-og markaðsstarfi

Á Mannamóti í mars munum við heyra frá Súsönnu Rós Westlund framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Iceland is Hot og Systu Björnsdóttur hönnuði og liststjórnanda. Súsanna notar nær eingöngu samfélagsvefi í sölu og markaðsstarfi sínu en þar hefur hún náð góðum árangri. Viðskiptavinir hafa komið í gegnum Facebook og Twitter, en auk þeirra notar Súsanna samfélagsvefinn LinkedIn grimmt og þaðan hefur hún náð mjög góðum sölusamningum. Súsanna mun segja okkur frá hvernig hún hefur aukið viðskipti sín með nýtingu samfélagsmiðla. Systa flutti nýlega aftur heim til Íslands, en hún starfaði í yfir 20 ár í auglýsingaiðnaðinum á Ítalíu og tekið að sér margs konar verkefni, allt frá auglýsingagerð í stuttmyndir, tískuljósmyndun í innanhússhönnun. Systa mun deila með okkur reynslu sinni á Ítalíu og segja okkur frá spennandi verkefnum sem hún hefur tekið að sér um heim allan.

Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.
Haustið 2011 setti ÍMARK í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið. Mannamótin eru virkilega vel heppnuð og skemmtileg, og auðvitað fróðleg.
Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Innovit, KVENN, SFH, FKA.
Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Vinnustofa Stjórnvísi: Hverjar eru bestu aðferðirnar í umbótastarfi?

Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um árangursríkustu leiðirnar í innleiðingu umbótaverkefna innan fyrirtækja og stofnana. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Tími: miðvikudaginn 3. apríl 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.

Vinnustofan er sjálfstætt framhald tveggja vinnustofa. 27. febrúar var á dagskrá vinnustofa um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli yfir fyrirtæki og stofnanir. Dagskrá 13. mars snerist um árangursmælingar sem skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir. Vinnustofurnar tengjast en ekki er nauðsynlegt að sækja þær allar.

Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ábyrgir stjórnhættir og raundæmi um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um ábyrga stjórnhætti fyrirtækja og innleiðingu samfélagslega ábyrgra starfshátta.

Fyrirlesarar eru tveir. Berglind Ó. Guðmundsdóttur, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG mun fjalla um hvernig fyrirtæki geta upplýst um stjórnhætti sína í samræmi við leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífins hafa gefið út.

Einnig munu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, kynna hvernig ÁTVR hyggst innleiða samfélagsábyrga starfshætti hjá sér.

Fundarstjóri er Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð.

Fundurinn fer fram í húsnæði KPMG að Borgartúni 27, 105 Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl. 8:30 - 10:00

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?