Október 2013

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
30
  •  
01
  •  
02 03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08 09
  •  
10 11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15 16 17 18
  •  
19
  •  
20
  •  
21
  •  
22 23
  •  
24 25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29 30 31
  •  
01 02
  •  
03
  •  

MARKÞJÁLFUN FRÁ HINUM ÝMSU ÁTTUM

Helga Margrét Clarke lýðheilsufræðingur kemur í heimsókn og segir okkur frá því hvernig hún nýtti sér markþjálfun til þess að klára meistararitgerðina sína, bæði við skipulag verkefnisins í heild, undirbúning fyrir meistaravörn og streitustjórnun.

Ólöf Björg Björnsdóttir listakona og nemi í heimspeki í HÍ talar um hvernig hún notaði markþjálfun til þess að fá skýrari sín á nútímann og framtíðina í sínu lífi og starfi.

Annetta Ragnarsdóttir markþjálfi og leikstjórnarnemi við KVÍ ræðir um hvernig hún nýtir sér markþjálfunarnámið þegar það kemur að því að leikstýra og halda utan um teymi allt frá byrjun til loka verkefna.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M 216

Margt býr í sjónum

Sjávarklasinn og faghópur um nýsköpun og sköpunargleði bjóða til spennandi morgunverðarfundar í húsi Sjávarklasans. Þar er margt um sprotafyrirtæki sem hafa þróað vörur úr afurðum sem margir telja úrgang - ónýtanlegt með öllu.

Við kynnumst spennandi verkefnum og fólki sem stendur í fremstu víglínu nýsköpunar á þessum fyrsta fundi haustsins. Og svo förum við æfingar eða leiki sem miða að því að koma okkur með bros á vör út í góðan vinnudag.

Mannamót í september: "Markaðssetning á netinu".

Á fyrsta mannamóti vetrarins, miðvikudaginn 25. september, munum við fræðast um markaðssetningu á netinu!

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sjónlags, hefur mikla reynslu af markaðsmálum en hann starfaði í 10 ár við markaðsrannsóknir hjá Capacent. Kristinn hefur lagt sérstaka áherslu á stafræna miðla í markaðssetningu Sjónlags eins og með nýrri vefsíðu, notkun samfélagsmiðla og leitarvélamarkaðssetningar. Kristinn mun deila reynslu sinni af því hvernig hann kynntist markaðssetningu á netinu, hvernig hann hefur nýtt sér hana og hverju það skilaði.

Andri Már Kristinsson, framkvæmdastjóri Kansas, sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Áður starfaði hann í tvö ár hjá Google í Dublin en þar eru höfuðstöðvar fyrirtækisins fyrir Evrópu, Afríku og Mið-Austurlönd. Snjallsímavæðingin er sú mest vaxandi í sögu miðla en er markaðsfólk á Íslandi að nýta sér þennan miðil í markaðssetningu? Andri mun spjalla um stöðu og tækifæri markaðssetningar gagnvart snjallsíma- og spjaldtölvunotendum á Íslandi.

Kristinn og Andri eru fyrstu feðgarnir sem tala á Mannamóti.

Hugmyndin með Mannamóti er að skapa vettvang þar sem fólk hittist til að spjallar saman í þægilegu og óformlegu umhverfi.

Mannamót munu vera aftur í vetur enda voru þau virkilega skemmtileg og vel heppnuð síðasta vetur. En það var haustið 2011 sem ÍMARK setti í gang Mannamót til að koma á laggirnar hlutlausum vettvangi þar sem félagar í hinum ýmsu samtökum geta hist og spjallað, myndað vinskap og styrkt tengslanetið.

Samstarfssamtök; ÍMARK, Almannatengslafélagið, SÍA, SVEF, Hönnunarmiðstöð, Ský, FVH, RUMBA Alumni, MBA félag HÍ, Stjórnvísi, Klak, Innovit, KVENN, SFH, FKA.

Stefnt er að því að hefja hvert Mannamót á stuttri kynningu, þar sem sagt er frá reynslusögu fyrirtækis, rannsókn, hugmyndafræði eða öðru áhugaverðu. Þetta er breytilegt hvert sinn en byrjar kl.17.15 svo fólk skal mæta tímalega. Athugið að þessi viðburður er ókeypis og ekki þarf að skrá sig - bara mæta!

Mannamótin verða alltaf síðasta miðvikudag í mánuði í vetur, á sama stað og á sama tíma.

Hvar: Loftið, Austurstræti 9, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30

Hittumst! Gott tengslanet er gulls ígildi!

Bestu kveðjur,

Klara Íris Vigfúsdóttir
Framkvæmdastjóri

ÍMARK, samtök markaðsfólks á Íslandi
Klapparstígur 25
101 Reykjavík

Hraði og árangur - stefnumótunaraðferðir Samtaka iðnaðarins

Davið Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins, fjallar um stefnumótun og innleiðingu stefnu - forsendur - eftirfylgni og árangur. Mikill fjöldi fyrirtækja innan SI hafa nýtt aðferðir Davíðs sem eru í senn hraðvirkar og árangursríkar.
.

Davíð hefur leitt stefnumótunarstarf Samtakanna um langt árabil og komið að stefnumótun í miklum fjölda ólíkra starfsgreina, allt frá hágreiðslu, tæknifyrirtæki og öðrum þjónustugreinum yfir í framleiðslugreinar s.s. í matvælaiðnað, mannvikjagreinum og áliðnaði. Þá hefur hann komið að stefnumótum á ýmsum fag- og samstarfssviðum sem tengjast starfsemi SI s.s. á sviðum nýsköpunar, klasa, skapandi greinum, ferðaþjónustu og hjá opinberum stofnunum og félagastarfsemi sem vinna í tengslum við iðnaðinn. Mikill fjöldi fyrirtækja innan SI, þar á meðal hraðvaxandi fyrirtæki á tæknisviðum, hafa einnig nýtt aðferðir Davíðs sem eru í senn hraðvirkar og árangursríkar.
.

Davíð er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hann er B.Sc í véla- og iðnaðarverfræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. gráðu í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet. Davíð starfaði sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og upplýsingatækni hjá KPMG í Kaupmannahöfn um fimm ára skeið, hefur síðan starfað í íslenskum iðnaði fyrst hjá FÍI og síðan hjá Samtökum iðnaðarins frá stofnun þeirra 1993. Davíð hefur skipulagt og haldið fjölda fyrirlestra meðal annars um þróunarmál og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja, gæðastjórnun, straumlínustjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Auk þess hefur Davíð komið að námskeiðahaldi um gæðastjórnun á vegum Endurmenntun Háskóla Íslands þriðja áratug sem njóta stöðugra vinsælda.

Erfið starfsmannamál

Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mun fjalla um erfið starfsmannamál og úrlausnir út frá reynslu sinni. Hún hefur starfað sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá árinu 2002 en áður starfaði hún sem sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Baugi. Guðrún er með Ms. próf í mannauðsstjórnun frá University of Westminister og Bs. Í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Páll Rúnar er stofnandi Málflutningsstofu Reykjavíkur og er lögmaður Félags atvinnurekenda og fjölda íslenskra fyrirtækja. Páll hefur áralanga reynslu af vinnuréttarmálum, samningagerð milli launþega og vinnuveitanda og af rekstri mála er tengjast uppgjöri þeirra á milli. Á fundinum mun Páll fara yfir þau lögfræðilegu úrræði sem til eru, annars vegar til þess að koma í veg fyrir ágreining á milli launþega og atvinnurekanda og hins vegar til að leysa slíkan ágreining komi hann upp."


Staður og stund:
Stakkahlíð (Menntavísindasvið HÍ) - Hamar - Stofan Bratti, 2. október kl. 8:30 - 9:55.

Fullbókað: Geta virk gæðakerfi lognast útaf? Þáttur stjórnenda í uppbyggingu gæðakerfa

Geta virk gæðakerfi lognast útaf?
Þáttur stjórnenda í uppbyggingu gæðakerfa.

Fyrirlesari: Guðmundur S. Pétursson ráðgjafi AZAZO/Gagnavarslan.

Fjallað verður um virkni gæðakerfa og það dregið fram hve mikið stjórnendur koma að uppbyggingu og virkni gæðakerfis. Er gæðastjórinn mikilvægastur í uppbyggingu og innleiðingu gæðakerfis? Hvernig virkar forstjórinn og hvert er hans hlutverk í gæðakerfinu/gæðastjórnun fyrirtækisins?

Athugið að takmarkaður fjöldi er á skráningu á viðburðinn.

Staðsetning:
AZAZO/Gagnavarslan
http://www.azazo.com/
Bæjarhrauni 22, 2. hæð
Hafnarfirði

Nýsköpunarhádegi: Gjaldeyrishöft og áhrif þeirra á umhverfi nýsköpunarfyrirtækja.

Fyrsta nýsköpunarhádegi haustsins fer fram næstkomandi þriðjudag klukkan 12:00. Umfjöllunarefnið er gjaldeyrishöft og áhrif þeirra á umhverfi nýsköpunarfyrirtækja. Frummælendur eru Svana Helen Björnsdóttir og Bjarki A. Brynjarsson og Ari Kristinn Jónsson mun leiða umræður eftir erindin. Við hvetjum alla til þess að mæta til okkar í Innovation House út á Eiðistorg næsta þriðjudag!

Góð samskipti - markaðsherferð Vodafone

Anna Kristín Kristjánsdóttir, forstöðumaður markaðsmála hjá Vodafone, tekur á móti hópnum og upplýsir um hugmyndafræðina sem liggur að baki markaðsherferðum ársins. Yfirskriftin er "Góð samskipti" og tekur til innri og ytri markaðsnálgunar, tengingar við gildi fyrirtækisins og fyrirtækjamenningar.

Hvað virkar í stefnumótun, árangursmælingum og umbótum?

Nú gefst öllum áhugsömum um stefnumótun, innleiðingu og árangursmat gott tækifæri til að fá að vita hvað virkar í stefnumótun, árangursmælingum og umbótastarfi. Á síðasta vetri stóð faghópur um stefnumótun og árangursmat fyrir þremur vinnustofum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Dr. Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við Háskóla Íslands kynnti efnið og leiddi hópvinnu.
.
Vinnustofurnar þrjár fjölluðu um:
· Hvað virkar í stefnumótun?
· Hvaða árangursmælingar skipta máli?
· Hverjar eru bestu aðferðirnar í umbótastarfi?
.
Runólfur Smári hefur nú tekið saman niðurstöður umræðna á liðnum vetri og hann mun kynna þær og setja í samhengi fimmtudaginn 10. október 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, stofa Efling.

Mælikvarðar- og markmiðasetning í innkaupadeildum

Anna María Guðmundsdóttir mun fjalla um markmið og mælikvarða innkaupa út frá reynslu sinni sem innkaupastjóri. Hún hefur reynslu á innkaupum hjá framleiðslufyrirtæki, ásamt umfangsmikilli stýringu á innkaupum á stóru framkvæmdaverkefni hér á landi en starfar nú sem innkaupastjóri hjá sölu og dreifingarfyrirtækinu Brammer. Anna María er með MPM gráðu frá Háskóla Íslands, Bsc í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík auk alþjóðlegrar vottunar í verkefnastjórnun og Græna Beltið í Lean Six Sigma.

Í þessu erindi mun hún fjalla um markmið innkaupa og mælikvarða sem hægt er að nota í flestum tegundum fyrirtækja. Hvernig hægt er að mæla árangur birgja og aðra þjónustuaðila fyrirtækja ásamt því að greina hvaða upplýsingar þurfa að vera tilstaðar til að reikna út ávinninginn af mælingu. Einnig fer hún yfir nokkur þau verkfæri sem Innkaupadeildum stendur til boða ásamt því að fara yfir mælikvarða Innkaupadeilda fyrir verklegar framkvæmdir í samanburði við þá mælikvarða sem notaðir eru við hefðbundin innkaup þ.e þjónustu og vörukaup.

Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík.
Stofa M.215.
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin

Markaðsstarf sprota á erlendum mörkuðum

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit - þriðjudaginn 15. október kl. 12:00-13:00

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Þá koma háskólarnir og fjöldi félagasamtaka að samstarfinu.

Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um markaðsstarf sprota á erlendum mörkuðum

Frummælendur: Hilmir Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri RemakeElectric og Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu

Umbætur á ferlum í flugskýli Icelandair

Á fundinum verður sagt frá þeirri viðamiklu umbótavinnu sem hófst hjá ITS í Flugskýlinu í Keflavík fyrir um ári síðan. Helstu aðferðir sem er verið að nota eru hugmyndafræði Value Stream Mapping til að vinna að umbótum á ferlunum, 5S til að auka sýnilega stjórnun á vinnusvæðunum og Point of Use til að sjá til þess að allir hafi nákvæmlega þau tól/tæki/hluti við hendina á nákvæmlega þeim tíma sem þeir þurfa. Hugmyndafræði Lean Management svífur að sjálfsögðu yfir umbótunum.

Á kynningunni munu Þorvaldur Auðunsson verkefnastjóri hjá Icelandair, Hjörleifur Árnason í innkaupunum í ITS og Heimir Örn Hólmarsson verkfræðideild ITS segja frá hvað var gert, hvað gekk vel/ hvað hefði mátt ganga betur og hvaða árangri stefnt er á að ná með umbótunum. Allir sem hafa áhuga á bættu starfsumhverfi og betri framleiðni eru hvattir til að mæta, sama hvort vinnustaðurinn er í viðhaldsdeild, framleiðslu eða á skrifstofu.

Staðsetning: Hótel Natura (áður Hótel Loftleiðir)

Eru umbótaverkefni ISO 9001 vottaðra fyrirtækja hefðbundin verkefni eða ekki?

Fyrirlesari: Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri hjá Póstinum.

Sigríður gerði rannsókn meðal allra ISO 9001 vottaðra fyrirtækja á Íslandi um hvernig umbótaverkefni fyrirtækjanna eru meðhöndluð. Hvort hefðbundnar aðferðir verkefnastjórnunar væru notaðar. Kannað var hvort slík verkefni hefðu mælanleg markmið og hvaða verkfæri væru notuð við vinnslu umbótaverkefna. Sigríður mun einnig fara yfir hvað hefur verið rannsakað fram að þessu varðandi ISO 9001 vottuð fyrirtæki sem tengist framangreindri rannsókn. Að lokum eru dregnar ályktanir af niðurstöðum.

Staðsetning:
Höfuðstöðvar Póstsins
Stórhöfði 29
110 Reykjavík

ISO vottun SORPU - vegferð til framtíðar

Fyrirlesari: Ragna Ingibjörg Halldórsdóttir Deildarstjóri Umhverfis-og fræðsludeildar Sorpu.
SORPA fékk ISO 9001 vottun 2010 og í fyrirlestrinum verður komið inná hvernig stjórntækið ISO 9001 hefur dregið fram verklag og ferla hjá öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Unnið er vel í mörgum hornum en oft verið erfitt að kalla það fram og gera sýnilegt á einfaldan hátt. Í dag eru ferlar og verklag öllum sýnileg, auðfundin og eiga allir starfsmenn eiga sinn þátt í því. Þetta er okkar daglega vinna en ekkert kerfi sem kemur ofan á alla aðra vinnu. Má segja að það hafi verið hvað erfiðast að innræta hjá starfsmönnum, að gæðakerfið ekki væri viðbót við „allt hitt“, heldur og daglega störf hjá fyrirtækinu. Virkni starfsmanna og þátttaka þeirra í að koma verkefninu á koppinn ásamt einlægum áhuga og fordæmi stjórnenda eru mikilvæg í verkefni sem þessu. SORPA hefur frá upphafi verið í fararbroddi á sýnu sviði, verkefni verið vel unnin en miðlæga sameiginleg hefur skráningu verið erfitt að nálgast með aðgangsstýringum. Innleiðing kerfissins hefur verið vegferð til framtíðar og er ISO 14001 innleiðing handan við hornið sem og öryggisstjórnun. Einnig hefur fyrirtækið horft til nýrra leiða við skráningu verkefna, utanumhald frávika og sýnileika þess sem unnið er með innan kerfisins. Komið verður inná þessa þætti í fyrirlestrinum og það hvernig umhverfisfyrirtækið SORPA stefnir ótrauð áfram inná lendur gæða- umhverfis og öryggisstjórnunar.

Breytingar í kjölfarið á erfiðum og fyrirvaralausum aðstæðum - Áfallastjórnun

Staðsetning: Icelandair Hótel Natura - Víkingasalur

Fyrirtæki geta lent í þeim erfiðu aðstæðum að standa frammi fyrir áfalli af einhverju tagi vegna ytra eða innra umhverfis þess. Slíkar aðstæður kalla oft á óvænta þörf fyrir breytingar. Faghópur um breytingastjórnun verður með spennandi viðburð um þetta efni þar sem einnig verður farið yfir hvernig fyrirtæki geta undirbúið sig fyrir óvænt áföll með gerð áfallaáætlunar.

Svali Björgvinsson, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Icelandair, fjallar um óvæntar aðstæður sem fyrirtækið Icelandair stóð frammi fyrir við eldgosið í Eyjafjallajökli og hvernig brugðist var við.

Katrín Pálsdóttir doktorsnemi í upplýsingamiðlun og áfallastjórnun við Háskóla Íslands og fyrrverandi deildarstjóri, dagskrárstjóri og fréttamaður hjá RÚV mun fjalla um gerð áfallaáætlunar sem er hluti af áfallastjórnun.

Nýsköpun í sjávarútvegi og tækifærin sem leynast innan greinarinnar.

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit - þriðjudaginn 22. október kl. 12:00-13:00

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Þá koma háskólarnir og fjöldi félagasamtaka að samstarfinu.

Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um nýsköpun í sjávarútvegi og tækifærin sem leynast innan greinarinnar.

Frummælendur: Haukur Már Gestsson, verkefnastjóri Íslenska sjávarklasans og Garðar Stefánsson, stofnandi Norður&Co sem framleiðir Norður Salt.

Þjónustugæði þjónustufulltrúa í bönkum - hver eru þau og hvað styður mögulega við?

Á fundinum fjallar Ásdís Björg Jóhannesdóttir um MS ritgerð sína í markaðs- og alþjóðaviðskiptum. Ásdís gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á þjónustugæðum þjónustufulltrúa í bönkum.
Hrefna Sigríður Briem forstöðumaður B.Sc. náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir frá námi til vottunar fjármálaráðgjafa sem starfsmönnum fjármálafyrirtækja stendur til boða og hefur þann tilgang að styðja m.a við aukna fagmennsku og gæði í þjónustu. Að síðustu mun Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri í Íslandsbanka og jafnframt vottaður fjármálaráðgjafi, segja frá því hvernig námið hefur nýst henni í starfi með áherslu á gæði og fagmennsku þjónustu.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M-208

Að ná árangri - Straumar og stefnur

Yfirsýn yfir aðferðir sem beitt er til að ná árangri - allt frá stefnumótun til innleiðingar.
.
Símon Þorleifsson, framkvæmdastjóri hjá AZAZO, hefur fjölbreytta reynslu af ráðgjöf og stjórnun stórra sem smárra verkefna.
.
Nokkrar aðferðir sem hann fjallar um eru:

  • Pro-active Planning
  • CAP líkanið
  • Árangursstjórnun - Balanced Scorecard
  • Lean og Six Sigma
  • Stjórnun og bestun ferla
    .
    Símon fer yfir samspil aðferða og samþættingu þeirra. Hann mun gefa okkur góða innsýn og kemur með raunveruleg dæmi.

.
Einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja fá góða yfirsýn og tengingar kenninga við veruleikann.

.

Kröfur og eftirfylgni verkkaupa aukast

Fyrirlesari: Ferdinand Hansen verkefnastjóri Samtak iðnaðarins í gæðastjórnun.

Saga gæðastjórnunar við mannvirkjagerð er orðin lengri en margan grunar.
Ráðstefnur, sértæk átök á landsvísu og námskeið hafa verið haldin í gegnum tíðina, opinberir verkkaupar verklegra framkvæmda gert kröfur á verktaka og ný mannvirkjalög setja kröfur á hönnuði, byggingarsjóra og iðnmeistara um gæðastjórnun.
Samtök iðnaðarins hafa komið að borðinu frá upphafi til þessa dags í samstarfi við ýmsa aðila með það að markmiði að gera gæðastjórnun einfaldari og skilvirkari. Þar á meðal má nefna námskeið, vottanir í fjórum þrepum og miðlægt gæðakerfi sem félagsmenn SI geta fengið aðgang að til uppbyggingar á eigin gæðahandbók.
Ferdinand Hansen verkefnastjóri Samtak iðnaðarins í gæðastjórnun mun fara yfir sviðið frá sjónhorni SI og lýsa því sem hefur áunnist, hvað er í boði og hvaða árangurs má vænta á næstu misserum.

Staðsetning:
Samtök Iðnaðarins
Borgartún 35 - 6.hæð. 105 Reykjavík.

Athugið að takmarkaður fjöldi er á skráningu á viðburðinn.

FULLBÓKAÐ: "Að ströggla við að djöggla" - samspil vinnu og einkalífs

Á þessu ári verður þema haustráðstefnu Stjórnvísi Samspil vinnu og einkalífs. Við höfum fengið til liðs við okkur áhugaverða einstaklinga sem munu fjalla um rannsóknarþáttinn, staðreyndir, úrlausnir, raunsögur, togstreituna milli þessara tveggja hlutverka og hvað getur auðveldað okkur að ná jafnvægi á millu vinnu og einkalífs. Einnig verður slegið á létta strengi og mætir hinn landsfrægi leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur Laddi og bregður á leik.

Fyrirlesrara eru þau Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, Ragnheiður Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingsviðskipta og samskipta hjá TM, Teitur Guðmundsson læknir, Heilsuvernd, Ásta Bjarnadóttir, stjórnunarráðgjafi hjá Capacent o.fl.

Ráðstefnustjóri verður Herdís Pála markþjálfi og fyrirlesari, ráðstefnan verður verður haldin á Grand Hótel frá kl.13:00-15:30 miðvikudaginn 30.október frá kl.13:00-15:30

Boðið verður upp á kaffihlaðborð og eru allir Stjórnvísifélagar hjartanlega velkomnir.

Hér má sjá ráðstefnuna:

Erindi Ástu - http://stjornvisi.is/radstefna/Asta/Default.html

Erindi Eggerts - http://stjornvisi.is/radstefna/Eggert/Default.html

Erindi Teits - http://stjornvisi.is/radstefna/Teitur/Default.html

Erindi Ladda - http://stjornvisi.is/radstefna/Laddi/Default.html

Strætó - Uppbygging öryggisstjórnkerfis og áhrif þess á gæði þjónustu og fjárhagslegan ávinning

Fundurinn hefst með aðalfundi Umhverfis- og öryggishóps sem stendur frá 8:15-8:30. Áhugasamir um stjórnarsetu vinsamlegast sendið póst á asdisj@n1.is.

Í framhaldi eða frá 8:30 til 10:00 munu Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri og Bergdís Ingibjörg Eggertsdóttir, verkefnisstjóri umhverfis- og öryggismála hjá Strætó segja frá uppbyggingu öryggisstjórnunarkerfis hjá fyrirtækinu og bjóða upp á skoðunarferð um fyrirtækið.

Strætó hefur lagt mikla áherslu á öryggismál á undanförnum árum og er núna við þröskuld þess að fá formlega vottun á öryggisstjórnkerfi sitt skv. OHSAS-18001 staðli. Afleiðingar þátta sem rekja má beint til öryggismála voru að fjarvistir starfsmanna vegna starfstengdra sjúkdóma, s.s. stoðkerfissjúkdóma og vegna slysa á vinnustað, voru orðnar allmiklar. Við það bættust þættir á borð við tjón á eignum og kostnaði vegna þess. Ennfremur bætast við tjón vegna slysa á farþegum og hinum almenna borgara í umferðinni.

Það er kappsmál Strætós að draga úr tíðni og umfangi í öllum þessum þáttum með markvissum aðgerðum og hefur fyrirtækið þegar unnið að því markmiði með góðum árangri. Ávinningur þessara aðgerða fyrir fyrirtækið birtist m.a. í færri fjarvistum starfsmanna og betri nýtingu í tækjakosti sem hefur sparað fyrirtækinu allmiklar fjárhæðir á hverju ári. Auk fjárhagslegs ávinnings hafa áherslur um bætt öryggi bætt þjónustustig þar sem bæði mannskapur og tæki eru úti að þjónusta viðskiptavininn og bætt þjónusta hefur þannig bætt ímynd fyrirtækisins út á við.

Heildarfjöldi þátttakenda: 25 manns

Nýsköpunarhádegi: Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit - þriðjudaginn 5. nóvember milli kl. 12:00-13:00

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Þá koma háskólarnir og fjöldi félagasamtaka að samstarfinu.

Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum. Þar fáum við m.a. innsýn inni í hugarheim fjárfestingasjóða og frumkvöðla.

Frummælendur: Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Agnar Sigmarsson einn stofnenda Transmit ehf.

Fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja - í samvinnu við Klak (Nýsköpunarhádegi Klaks)

Fjárfestingar í sprotafyrirtækjum

Frummælendur: Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Agnar
Sigmarsson annar stofenda sprotafyrirtækisins Transmit.

(sjá nánari lýsingu í viðhengi)
Nýsköpunarhádegi Klak Innovit - þriðjudaginn 5. nóvember milli kl. 12:00-13:00

Nýsköpunarhádegi Klak Innovit eru haldin í hádeginu á þriðjudögum í frumkvöðlasetrinu Innovation House á Eiðistorgi 13-15. Hvert hádegi hefur þema sem tengist nýsköpun, atvinnusköpun og verðmætasköpun á Íslandi.

Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit og Landsbankans. Þá koma háskólarnir og fjöldi félagasamtaka að samstarfinu.

Næstkomandi þriðjudag verður fjallað um fjárfestingar í sprotafyrirtækjum. Þar fáum við m.a. innsýn inni í hugarheim fjárfestingasjóða og frumkvöðla.

Frummælendur: Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Agnar Sigmarsson einn stofnenda Transmit ehf.

Áætlana- og skýrslugerð

Nú á dögum eru sífellt gerðar meiri kröfur um að stjórnendur séu með heildaryfirsýn yfir rekstur fyrirtækja. Þörfin fyrir áætlana- og skýrslugerð hefur því aukist og samhliða fer meiri tími í öflun og vinnslu gagna sem nauðsynleg er til þess að hægt sé að taka vel upplýstar ákvarðanir er varða fyrirtækið. Allir vilja vera með nýjustu tölur til að geta framkvæmt viðeigandi greiningar sem fanga þá þróun sem fyrirtækið er í hverju sinni.

Martin Thy Asmussen, ráðgjafi hjá danska fyrirtækinu Toolpack, mun fjalla um áætlana- og skýrslugerð. Martin hefur yfirgripsmikla þekkingu á efninu, er menntaður á sviði fjármála og endurskoðunnar ásamt gráðu í tölvufræðum. Martin hefur yfir 15 ára starfsreynslu sem endurskoðandi og síðar ráðgjafi í sérverkefnum hjá PWC, sem verkefnastjóri við Microsoft Dynamics AX verkefni og við hugbúnaðarsmíð.

Einstakt tækifæri fyrir alla áhugamenn um áætlanagerð og hvernig hægt er að nýta betur upplýsingatæknina við áætlangerð og samanburð áætlana við rauntölur ásamt greiningum.

Heilsuefling á vinnustað

  • Heilsustefna, framkvæmd og árangur Drífa Sigurðardóttir - Starfsmannastjóri Mannvits.
  • Þegar heilsa og heilbrigði eru ríkur þáttur í starfseminni Sigríður Elín Guðlaugsdóttir - Mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík.
  • Heilsutengd verkefni og árangur þeirra
    Emma Á. Árnadóttir - Mannauðsstjóri Vínbúðanna.

Fimmtudaginn 7. nóvember kl. 8:30-10:00
Skrifstofur ÁTVR, Stuðlahálsi 2

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?