Aðalfundur faghóps um framtíðarfræði

Ath: Breyttur fundarstaður vegna góðrar þátttöku

Stjórn faghóps um framtíðarfræði heldur aðalfund til að skipuleggja áframhaldandi starf. Fundurinn verður haldinn næstkomandi mánudag, 25 maí kl. 12:00 í Fjósinu - félagsheimili Vals við hlið Friðrikskapellu að Hlíðarenda.  Veitingar:  Mexikósk kjúklingasúpa og kaffi í boði Stjórnvísi. Rúm gott fundarrými og næg bílastæði.

Dagskrá fundar:

  1. Stutt innlegg frá Sævar Kristinssyni, KPMG, sem hann nefnir: Tækifæri í nýju starfsumhverfi.
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  3. Hugsanlegir viðburði á næsta starfsári.
  4. Skipun stjórnar.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

Þjálfun stjórnarmanna í faghópum Stjórnvísi

Ósk um þennan fund kom frá stjórnendum í faghópum Stjórnvísi, var haldinn í fyrsta skipti í maí í fyrra og tókst það vel til að ákveðið var að endurtaka hann .  Tilgangur fundarins er að kynna fyrir öllum í stjórnum faghópa félagsins starfsárið 2020-2021 ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna og formanna faghópa.  Farið verður yfir hvernig stofna á viðburði, hvernig senda á út fréttir, siðareglur, mælaborð o.fl.  Meginmarkmiðið er að samræma vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi fyrir næsta starfsár.  Þetta verður skemmtilegur stuttur og áhugaverður fundur.  
Allir í stjórnum faghópa eru hvattir til að mæta á fundinn.
Smellið hér til að sjá mælaborð 

Join Microsoft Teams Meeting

Learn more about Teams | Meeting options

NIS tilskipunin - raunhæf ráð um innleiðingu - fjarfundur

Join Microsoft Teams Meeting Í haust taka gildi lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða en með þeim er innleidd svonefnd NIS-tilskipun. Með lögunum eru lagðar víðtækar upplýsingaöryggiskröfur á tiltekinn hóp lögaðila, bæði opinbera og einkaaðila. Mikilvægt er að þeir aðilar nýti tímann fram að gildistöku laganna til að tryggja hlítingu við þau. Á fundinum verður farið yfir hvernig æskilegt sé að slík innleiðing fari fram í raun og hver reynslan hefur verið af sambærilegum innleiðingum lagalegra upplýsingaöryggiskrafna hér á landi á undanförnum árum.

Hörður Helgi Helgason er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslög. Hörður Helgi hefur á undanförnum 15 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar, á síðustu árum einkum um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna. Hann var settur forstjóri Persónuverndar frá 2013 til 2014.

Þeir sem þegar eru skráðir á fundinn hafa fengið sent fundarboð. Hlekkur á fundinn má nálgast hér: 

 ________________________________________________________________________________

Join Microsoft Teams Meeting

Learn more about Teams | Meeting options

________________________________________________________________________________

Aðalfundur faghóps um stafræna fræðslu (fjarfundur)

Dagskrá funarins:

  • Kosning og hlutverk stjórnar
  • Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt á fjarfundinum, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið steinunn@intellecta.is til að fá hlekk á fundinn.

Framhald: Vinnufundur stjórnar 2020-2021

Join Microsoft Teams Meeting Annar fundur nýkjörinnar stjórnar Stjórnvísi fyrir starfsárið 2020-2021.

Markmið vinnufundarins er að kynnast og stilla saman strengi fyrir næsta starfsár. 

Dagskrá fundar: 

  1. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum.  

  1. Förum yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams og allir að skrá sig í hópinn Stjórn Stjórnvísi með því færðu aðgang að mælaborðinu okkar

  1. Þema ársins ákveðið og útfærsla rædd.  

  1. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar.  

  • Tímasetningar ákveðnar á helstu viðburðum starfsársins.  

  • Setja niður hugmyndir að Haustráðstefnunni og Stjórnunarverðlaunum. 

  • Fundartími stjórnar og staðsetningar á fundum ákveðnar.  

  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsárs. 

  1. Niðurstaða úr stefnumótun og niðurbrot á verkefnum. 

  1. Áætlun og lykilmælikvarðar.  

  1. Áhersluverkefni stjórnar.  

Aðalfundur faghóps Þjónustu- og markaðsstjórnunar (fjarfundur)

Dagskrá fundarins:

  • Kosning og hlutverk stjórnar
  • Yfirferð á dagskrá síðasta starfsárs
  • Hugmyndir að næstu viðburðum

 

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

 

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt á fjarfundinum vinsamlegast sendið tölvupóst á rannveig@icepharma.is til að fá fundarboð með hlekk á fundinn.

Jafnlaunastjórnun - Aðalfundur 2020

Stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun heldur aðalfund til að endurnýja stjórn og skipuleggja áframhaldandi starf. Fundurinn verður haldinn í gegnum Teams. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum. 

Viðfangsefni

  1. Kosning stjórnar
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

Hlekkur á viðburð:

Join Microsoft Teams Meeting

Learn more about Teams | Meeting options

Future – Spaces live 2020

Hér er áhugaverður viðburður á netinu 3 júní nk., frá Finnlandi, sjá vefslóð. Ef þið hafið áhuga þá þurfið þið að skrá ykkur á viðburðinn sem fyrst. Karl Friðriksson

Athugið að greiða þarf þátttökugjald.

https://futurespaces.fi/

 

Viðbrögð, áskoranir og tækifæri í öryggismálum v. Covid 19

Lilja Björg Arngrímsdóttir Sviðsstjóri mannauðs- og lögfræðisviðs Vinnslustöðvarinnar og O. Lilja Birgisdóttir Öryggisstjóri Marel, verða með sitthvort erindið um reynslu sinna fyrirtækja af Covid 19 þar sem m.a. verður fjallað um: 

  • Hver voru viðbrögðin við Covid-faraldrinum
  • Áskoranir
  • Hvað gekk vel
  • Hvað gekk ekki vel
  • Hvað tökum við með okkur inn í framtíðina.

Fyrirspurnir og umræður í lokin.

Fundurinn verður haldinn á TEAMS

Athugið að fundarboð verður sent á tölvupóstfangið sem fylgir skráningu viðkomandi.

Frestað: Viðtal við upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar - vefvarp Manino

Því miður er viðburði frestað vegna veikinda, hann verður auglýstur aftur síðar. Upplýsingafulltrúar hjá Upplýsingadeild Reykjavíkurborgar hafa verið á skemmtiegri vegferð frá því í lok árs 2019 en þá hófust þau handa við að gera tilraunir með svokallað samskiptakerfi. Ef þig vantar leið til að bæta flæði upplýsinga og verkefna ásamt því að efla teymið þá ættir þú að taka tíma frá í dagbókinni og hlusta á þessa reynslusögu.

Hulda Gunnarsdóttir og Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúar í Upplýsingadeild Reykjavíkurborgar munu koma í vefvarp Manino og segja okkur frá vegferðinni, hvers vegna þau fóru af stað, hvað hefur gengið vel og hverjar áskoranir þeirra hafa verið... vegferð sem þessi er langt frá því að vera hindrunarlaus en skilar margfalt tilbaka!

Vefvarpið er á Zoom og er ókeypis - allir velkomnir.
Skráning er þó nauðsynleg:
https://us02web.zoom.us/webinar/register/WN_DuOUTjUhSlik-pnsFWZY1w

Hlökkum til að sjá ykkur! Megið endilega deila!

Samskiptakerfi er byggt á daglegum fundum fyrir framan töflu þar sem teymi hittast og fara yfir málin. Hinsvegar býr margt annað á bakvið tjöldin en að hittast fyrir fram töflu og þar ber að nefna daglegur taktur og flæði, tengsl starfsmanna, tilfinningalegt öryggi, þróun einstaklinga,traust, árangur og sameiginleg sýn.

Nánar:
Upplýsingadeild Reykjavíkurborgar ber ábyrgð á upplýsingagjöf um starfsemi borgarinnar og ritstýrir efni á vef Reykjavíkurborgar í samstarfi við fagsvið og skrifstofur og rafræna þjónustumiðstöð. Markmið upplýsingadeildar er að tryggja fagmennsku og vönduð vinnubrögð við upplýsingagjöf Reykjavíkurborgar til íbúa.

Að auki heldur deildin úti faglegri og fjölbreyttri miðlun á samfélagsmiðlum í þágu Reykjavíkurborgar. Þannig vinnur deildin að því að styrkja ímynd borgarinnar. Starfsfólk deildarinnar svarar einnig fjölmiðlafyrirspurnum og fyrirspurnum sem berast á vef og samfélagsmiðlum. Upplýsingadeild heldur utan um blaðamannafundi og ýmsa viðburði sem Reykjavíkurborg stendur fyrir, samræmir upplýsingagjöf borgarinnar og fylgir upplýsingastefnu borgarinnar eftir.

 

Aðalfundur Íslensku ánægjuvogarinnar (lokaður fundur)

Aðalfundur Íslensku ánægjuvogarinnar verður haldinn föstudaginn 5. júní kl.11:30-13:00.  

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna. Markmið verkefnisins er að láta fyrirtækjum í té samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina en einnig nokkrum öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina.
Mæling sem þessi er talin mjög mikilvæg þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um. 

Stjórn Íslensku ánægjuvogarinnar skipa: Gunnhildur Arnardóttir stjórnarformaður, Sigurjón Þórðarson stjórnunarráðgjafi og Gunnar Thorberg framkvæmdastjóri Kapals. 

Samfélagsskýrsla ársins verður afhent 9. júní nk. á Nauthól.

Viður­kenn­ing fyrir Samfélagsskýrslu ársins verður afhent við hátíð­lega athöfn 9.júní á Nauthól. Í ár hluti 19 skýrslur tilnefningu en í heildina bárust 30 tilnefningar. Festa, Viðskiptaráð Íslands og Stjórnvísi standa saman að viðurkenningarhátíðinni.  

Magnús Harð­arson forstjóri kaup­hallar Nasdaq á Íslandi mun taka þátt í athöfn­inni og flytja þar erindi.

Viður­kenn­ingu fyrir samfé­lags­skýrslu ársins hlýtur fyrir­tæki eða stofnun sem birtir upplýs­ingar um samfé­lags­ábyrgð sína með mark­vissum, vönd­uðum og nútíma­legum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjár­festar, viðskipta­vinir, samstarfs­að­ilar, yfir­völd og/eða almenn­ingur.

Dómnefndina í ár skipa:
Jóhanna Harpa Árna­dóttir verk­efna­stjóri samfé­lags­ábyrgðar hjá Lands­virkjun – formaður dómnefndar
Tómas Möller yfir­lög­fræð­ingur Lífeyr­is­sjóðs Versl­un­ar­manna
Hulda Stein­gríms­dóttir umhverf­is­stjóri Lands­spítala

Viðkenn­ingar hátíðin er öllum opin.

Þetta er í þriðja sinn sem verð­launin eru veitt en áður hafa Landa­bankinn og ISAVIA hlotið þau.

Invitation to an online seminar on COVID-19, AI, and the future of wor

“COVID-19, Artificial Intelligence, and the Future of Work. A Swedish and Icelandic dialogue”

 You are invited to an online seminar aiming to initiate a Nordic discussion regarding the future of work, organized by the Swedish Institute for Futures Studies, the Icelandic Centre for Innovation, the Icelandic Centre for Future Studies, and the Swedish Embassy in Iceland.

 Date and time: Friday, 12th of June at 13.00-14.30 (Swedish time) / 11.00-12.30 (Icelandic time)

Place: IFFS Virtual Meeting Room. Join by going to https://my.meetings.vc/meet/90516535

 Description:

 Even before the COVID-19 pandemic struck the world, several trends indicated that we are on the threshold to a new world of work. Rapid technological change such as the increasing powers of artificial intelligence and automation, are likely to transform and replace both blue- and white-collar jobs. The new technology also enables a fast-growing gig-economy and a radically different relationship between employer and employees. These trends have been catalyzed by the pandemic. Working from home is the new norm for many and it is uncertain what the physical workplace will look like after the pandemic.

 What are the potentials and risks when technology transforms work? What kinds of work do we want to promote in the post-pandemic world? How will the workplace and the relation between employers and employees change? Please join us and representatives from civil society, government, business, and research, in discussing some of these issues.

 The seminar will begin with introductions from Swedish and Icelandic experts on these issues. After the introductions, all participants are welcome to join the discussion, which will be moderated by the CEO of the Swedish Institute for Futures Studies, Gustaf Arrhenius. Our  hope is that the seminar will mark the start of a new Nordic dialogue, and enable mutual exchange of ideas and knowledge.

 Introductory speakers:

Moa Bursell is a sociologist at the Swedish Institute for Futures Studies and Stockholm University. Her current research studies implicit prejudice, ethnic inclusion, exclusion and boundary making in the labor market and in welfare services. She will talk about the effects of businesses implementing artificial intelligence in their recruitment process.

 Tryggvi Brian Thayer works as a researcher in the School of Education at the University of Iceland. He will talk about his area of expertise, concerning the challenges for education raised by technological and social change, in connection to different megatrends.

 Karim Jebari is a philosopher at the Swedish Institute for Futures Studies. He specializes in how we should relate to the risks and opportunities of technological innovation. He will talk about the current hype around artificial intelligence, and the way it hides that many problems the technology is supposed to solve are not problems at all.

 Sævar Kristinsson is a managing consultant at KPMG, and works with the Icelandic Centre for Futures Studies. He will talk about how COVID-19 and future trends impact the strategies of companies and organizations.

 

 

 

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?