Stjórnarfundur viðskiptaferla (BPM) – Upphaf starfsársins (lokaður viðburður)

Stjórn mun hittast að þessu sinni á Mathúsi Garðabæjar til að hefja undirbúning starfsársins sem framundan er. Á dagskrá fundarins verður markviss og skapandi umræða um þær áskoranir og tækifæri sem bíða, með sérstaka áherslu á viðskiptaferla og stefnumiðaða sýn í starfi stjórnar.

Helstu umræðuefni fundarins verða:

  • Yfirlit og rýni á starfsárið sem framundan er

  • Umræða um helstu áskoranir og tækifæri í ljósi viðskiptaferla

  • Hugmyndavinna og skipulagning viðburða á vegum stjórnar

  • Endurmat og staðfesting á tilgangi hópsins

Fundurinn verður vettvangur fyrir samráð, samstillingu og sköpun, þar sem stjórnarmenn sameinast um skýra sýn og markmið fyrir komandi ár.

Húsið opnar 08:30 heitt kaffi og bakkelsi: Störtum með sprengikrafti í Lava Show - Kick off fundur Stjórnvísi - Excelskjal til útfyllingar:

Kæru stjórnendur í faghópum Stjórnvísi.
Smellið hér til að fylla út í skjal á vefnum drög að dagskrá. (sýnishorn fylgir með)

Við ætlum að starta árinu af krafti í Lava Show föstudaginn 29.ágúst, húsið opnar kl.08:30 og dagskrá hefst kl.09:00. Að loknum fundi er öllum þeim sem áhuga hafa boðið á sýninguna kl.10:00 eitthvað sem enginn ætti að missa af.  Þema starfsársins er "Framsýn forysta". 

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu. Einnig hlýðum við á einstaklega áhugavert erindi hjá Röggu stofnanda Lava Show. 

Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast í ágúst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins.  Einnig er í ágúst oft best að bóka fyrirlesara.  Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri a.m.k. tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði hvar sem er í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól, Vox og á Kringlukránni.  Mikilvægt er að kvitta undir reikninginn og skrifa nafn faghópsins. Ef aðrir staðir verða fyrir valinu er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.

Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga mánudaginn 1.september.

 

Lava Show er líklegasta heimsins skemmtilegasti jarðfræðitími.  

Lava Show er eina sýningin í heimi þar sem bráðið hraun flæðir innandyra á öruggan hátt. Á sýningum Lava Show eru eldgos endursköpuð með því að hita hraun upp í 1.100°C. Glóandi hraunið er látið flæða í sýningarsali þar sem áhorfendur upplifa fegurð og hita hraunsins. Þetta er ótrúleg upplifun sem hrífur öll skynfæri! 

  • Sameinar fræðslu í jarðfræði og gullfallegt sjónarspil 
  • Fjölskyldufyrirtæki sem nýtir græna orku til að bræða hraun.
  • Við höfðum til fólks á öllum aldri sem er fróðleiksfúst og vill upplifa eitthvað nýtt og spennandi
  • Sýningarsalir í Vík og í Reykjavík  

Margverðlaun sýning 

  • Nýsköpunuarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021
  • 2025 Experience Awards 
  • Tripadvisor Best of the Best 2024 

 

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi

Framsýn forysta: Brjótum blað í færni til framtíðar

Join the meeting now

Stjórnvísi og FranklinCovey boða til vinnustofu þar þar sem framtíð vinnustaða og vinnumenningar verður í brennidepli – með áherslu á mannleg gildi á tímum örra tæknibreytinga, gervigreindar og umróts á alþjóðasviðinu.

Hvernig geta vinnustaðar brugðist við breyttum kröfum framtíðarinnar og tryggt að starfsfólkið rækti þá færniþætti sem skipta sköpum?

Vinnustofan verður á Teams fimmtudaginn 4. september frá kl.08:30 -10:00.

Fundarstjóri er Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri Gott og gilt og stjórnarmaður í faghópi um mannauðsstjórnun.

 

Praktísk atriði fyrir stjórnir faghópa Stjórnvísi. (ætlaður öllu stjórnarfólki í stjórnum faghópa)

Join the meeting now

Á þessum skemmtilega, stutta og áhugaverða Teamsfundi ætlum við að fara yfir praktísk atriði fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi.  Megin markmiðið er að samræma vinnubrögð allra stjórna faghópa Stjórnvísi og efla  fyrir næsta starfsár.   

Sýnt verður hvernig stofna á viðburði, setja inn fundi á Facebook, Teams, hvernig senda á út fréttir, mælaborð o.fl. 

Allir nýir í stjórnum faghópa eru hvattir til að mæta á fundinn. 

Dagskrá: 
1. Ingibjörg Loftsdóttir varaformaður stjórnar Stjórnvísi setur fundinn og fer yfir praktísk atriði sem gott er að hafa í huga fyrir stjórnir faghópa.  Einnig hvernig virkja megi alla í stjórn til þátttöku.

2. Lilja Gunnarsdóttir í stjórn Stjórnvísi sýnir hvernig stofna á viðburð, setja inn Teams link og upptöku inn á Facebook ásamt því að senda á Stjórnvísi.  

3. Gunnhildur Arnaradóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi fer yfir mælaborð o.fl. áhugavert. 

 

Test

https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YjUzMWJhZGYtN2ZhMC00NzJkLWE5NTgtYWJjOTk0YTUzZDhi%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Fyrirtæki sem eru að gera góða hluti í heilsueflingu starfsfólks

Slóð á fjarfund finnst með því að smella hér.

Á þessum fyrsta viðburði vetrarins á vegum faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi fáum við heimsókn frá fyrirtækinu Skólamat. 

Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á ferskum og hollum mat fyrir börn í leik- og grunnskólum og var stofnað í janúar 2007. Hjá Skólamat starfa um 220 starfsmenn á um 100 starfsstöðvum á suðvesturhorni landsins. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í fimm ár eða lengur hjá fyrirtækinu. Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Áhersla er lögð á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.

Fanný Axelsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og markaðssviðs og Margrét Sæmundsdóttr mannauðsstjóri ætla að segja okkur nánar frá heilseflingu starfsfólks hjá Skólamat.

Auk þess að heyra frá Fanný þá ætlar Valgeir Ólason sem er í stjórn faghópsins um heilsueflandi vinnuumhverfi að fara yfir drög að dagskrá vetrarins en faghópurinn er þessa dagana að fínpússa marga spennandi viðburði og hlakkar til starfsins í vetur. 

Fundarstjóri verður Valgeir Ólason.

 

 

Hvaða áhrif hefur NIS2 á íslensk fyrirtæki og stofnanir?

NIS2 er Evróputilskipun um net- og upplýsingaöryggi (Network and Information Systems Directive) sem tók gildi í Evrópu í október 2024 og kemur til með að vera innleidd í íslensk lög.  Tilskipunin mun ná yfir fleiri fyrirtæki á Íslandi en fyrri tilskipun og ábyrgð stjórnenda á netöryggi verður gerð skýrari.

Nanitor mun bjóða til morgunverðarfundar þar sem fjallað verður um tilskipunina og áhrif hennar á stjórnir og stjórnendur fyrirtækja.

Dagskrá viðburðarins:

  • Hildur Sif Haraldsdóttir, yfirlögfræðingur Advania flytur erindi um áhrif NIS2 á íslensk fyrirtæki
  • Heimir Fannar Gunnlaugsson forstjóri Nanitor: Frá óvissu til yfirsýnar á 24 klst með Nanito

Viðburðurinn er haldinn í móttökurými á 2. hæð í Grósku hugmyndahúsi, Bjargargötu 1. Húsið opnar klukkan 8.30.

Hvað er upplýsingaöryggi og hvers vegna þurfum við að vernda upplýsingar?

 

Af hverju er mikilvægt að vernda upplýsingar? Hvað felst í upplýsingaöryggi og hvaða áhrif hefur það á daglegt starf? Hvernig hjálpa staðlar eins og ISO 27001 og reglugerðir á borð við NIS2 og DORA til að draga úr áhættu og tryggja öryggi í stafrænum heimi?

Fyrsta kynning faghóps Stjórnvísi um stjórnun upplýsingaöryggis skoðar grunnspurninguna "Hvað er upplýsingaöryggi og hvers vegna þurfum við að vernda upplýsingar?" Til að svara þessu fáum við Benedikt Rúnarsson, Öryggisstjóra Wise. Benedikt býr yfir mikilli reynslu af stjórnun upplýsingaöryggis sem verður áhugavert fyrir öll að heyra nánar um. 

"Framsýn forysta" Haustráðstefna Stjórnvísi 25.september 2025

Nú er um að gera að bóka sig á Haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina "Framsýn forysta" sem er þema félagsins starfsárið 2025-2026.

Boðið verður upp á meiriháttar flott morgunverðarhlaðborð að hætti Grand Hótel.  Aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 
Smelltu hér til að horfa á ráðstefnuna í beinu streymi. Ráðstefnunni er einnig streymt á visir.is og vb.is 

08:30    Húsið opnar: Létt morgunhressing

09:00    Setning ráðstefnu: Anna Kristín Kristinsdóttir Engineering Manager Lead, JBT Marel og formaður stjórnar Stjórnvísi

09:05    Ráðstefnustjóri: Egill Heiðar Anton Pálsson Borgarleikhússtjóri 

09:10    Arinspjall:  Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir verður gestur í arinspjalli hjá Þórönnu Jónsdóttur framkvæmdastjóra og stjórnendaráðgjafa.               

09:35    Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ

09:55    Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall

10:10    Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals

10:30    Ragna Árnadóttir, forstjóri Landsnets. 

10:50    Samantekt flytur Ingibjörg Loftsdóttir framkvæmdastjóri ráðgjafastofunnar Svalar og varaformaður Stjórnvísi.

11:00    Ráðstefnuslit

Stjórnarfundur Stjórnvísi - (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta fimmtudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „FRAMSÝN FORYSTA“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í júní 2025 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:

  1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn er komin með drög að áhersluverkefnum starfsársins 2025-2026 sem eru fjögur. Þau verða útfærð nánar og sett á þau mælikvarða til að fylgjast með framvindu:

  1. Faghópar
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  2. Heimasíða
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  3. Myndbönd
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar
  4. Sóknarfæri
    • Undirverkefni
    • Ábyrgðaraðilar

 

Unnið verður í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

Á aðalfundi haldinn 7. maí 2025 voru kosin í stjórn félagsins:

Stjórn Stjórnvísi 2025-2026.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Engineering Manager Lead, JBT Marel, formaður (2025-2026)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar kosin í stjórn (2022-2026)
Héðinn Jónsson, Chief Product Officer hjá Helix health. (2025-2027)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, formaður faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi (2023-2026)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi kosin í stjórn (2022-2026)
Matthías Ásgeirsson, Bláa Lónið, stofnandi faghóps um aðstöðustjórnun kosinn í stjórn (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, formaður faghóps um innkaupstýringu (2023-2026)
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni ON (2025-2027)
Viktor Freyr Hjörleifsson, mannauðssérfræðingur hjá Vegagerðinni. (2025-2027)

Kosin voru í fagráð félagsins.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar (2025-2027)
Haraldur Agnar Bjarnason, forstjóri Auðkennis (2025-2027)
Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026)

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára á síðasta aðalfundi:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2025-2026

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2025-2026

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1. Faghópar
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  1. Myndbönd
    1. Talning á fjölda félaga sem horfa á myndbönd á innri vef Stjórnvísi (verði sett inn í mælaborð)
    2. Fjöldi myndbanda sem er settur inn á (verði sett inn í mælaborð)
    3. Áhorf á Facebook

 

  1. Sóknarfæri
  1. Fjölgun fyrirtækja oo
        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  1. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  2. Fjölgun virkra félaga oo
  3. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  4. Fjölgun viðburða oo
  5. Fjölgun félaga á fundum oo
  6. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  7. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  8. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  9. Fjölgun nýrra háskólanema oo
  10. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
  11. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Hvernig vinna LEAN og HSE saman?

Í framleiðslu JBT Marel er töluvert unnið með LEAN fræði í framleiðslunni. Lilja Birgisdóttir (HSE/ÖHU Manager) hjá JBT Marel mun fræða okkur um hvernig HSE (ÖHU) og LEAN vinna saman, kosti þess og galla.

Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir kynninguna kl. 08:30.  Eftir kynningu verður gestum boðið upp á fræðslu og útsýningshring á svölunum þar sem hægt verður að horfa yfir framleiðsluna.

Kynningin verður tekin upp en við vonumst til að sjá sem flesta á staðnum.

Hér er linkur á kynninguna. Join the meeting now

 

Alþjóðleg stjórnun gervigreindar - Val möguleikar

Streymi á vegum London Futurest.

Að hvaða leyti ættum við að stýra þróun nýrra kynslóða gervigreinda?

Sjá nánar: https://www.meetup.com/london-futurists/events/310438190/

Í þessu streymi verða meðal annars eftirfarandi atriði rædd:

  • Singapore-sáttmálinn
  • Aðgerðaáætlun Bandaríkjanna um gervigreind
  • Umræður á Alþjóðlegu gervigreindarráðstefnunni í Shanghai
  • Nýjar útgáfur af gervigreindarlíkönum
  • Gervigreindarlíkön sem ná nýjum viðmiðum í getu

Framtíðarsetur Íslands í samvinnu við London Futurest.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?