Fréttir og pistlar
Stjórnvísi býður starfsmenn Lögreglustjóraembættisins hjartanlega velkomna í Stjórnvísi.
EQM gæðavottun Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins
Eitt af hlutverkum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) er að efla gæði fræðslustarfs og ráðgjafar hjá fræðsluaðilum sem starfa í anda laga nr. 27/2010 um framhaldsfræðslu. Árið 2006 gaf FA út handbók um gæðaviðmið í fullorðinsfræðslu og í árslok 2008 lauk verkefninu RECALL -Recognitions of Quality in Lifelong Learning sem var samstarfsverkefni átta Evrópuþjóða með styrk frá Leonardo da Vinci, menntaáætlun ESB. Verkefninu var stýrt af FA og gekk út að byggja upp gæðavottunarferlið European Quality Mark (EQM), sem byggt er á viðurkenndum samevrópskum gæðaviðmiðum fyrir fræðsluaðila í fullorðinsfræðslu. Verkefnið var valið eitt af 39 fyrirmyndaverkefnum á þessu sviði af menntaáætluninni. EQM vottunarferlið byggir á tveimur grundvallaraðferðum gæðastjórnunar, sjálfsmati og eftirliti og með vottuninni er staðfest að starfsemin uppfyllir viðmið EQM.
Árið 2011 gerði FA samning við vottunarstofu um gæðavottunarúttekt og bauð fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum, sem eru í samstarfi við FA, að sækja um fyrstu úttektirnar. Núna er staðan sú að þrettán miðstöðvar hafa staðist gæðaúttekt og hlotið vottun skv. EQM gæðamerkinu. Þær eru: IÐAN fræðslusetur, Þekkingarnet Þingeyinga, Starfsmennt fræðslusetur, Framvegis, Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, Mímir-símenntun, SÍMEY-Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, Viska - fræðslu- og símenntunarmiðstöð Vestmannaeyja, Austurbrú, Fræðslunet Suðurlands, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Símenntunarmiðstöðin Vesturlandi.
Fleiri upplýsingar má finna á www.frae.is og www.europeanqualitymark.org.
Höf. Guðfinna Harðardóttir, sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
Hvað með stjórnendateymið?
Í umfjöllun um rekstur fyrirtækja er gjarnan rík áhersla á stjórnandann og leiðtogann. Umfjöllunin er gjarnan í eintölu þar sem stjórnandanum er ýmist hampað sérstaklega fyrir góðan árangur eða gagnrýndur fyrir mistök. Í fræðibókum, námskeiðum og stjórnendaþjálfun er að sama skapi rík áhersla lögð á þennan einstakling, enda hefur stjórnandinn umtalsverð áhrif á árangur í rekstri.
Raunverulegur árangur í rekstri næst aftur á móti gjarnan með öflugu teymi stjórnenda, sem vinnur samstillt í átt að sameiginlegu markmiði. Stjórnendateymið gegnir því óumdeildu lykilhlutverki sem, þrátt fyrir allt, virðist of sjaldan fá þá athygli sem því ber.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að stjórnendahópur og stjórnendateymi er ekki það sama. Hópur verður sjálfkrafa til þegar einstaklingar koma saman en teymi er meira en það. Teymi verður til þegar meðvitað eru útilokaðar neikvæðar afleiðingar hópamyndunar og um leið unnið markvisst og ötullega að því að draga fram kosti þess að starfa saman í teymi.
Þannig nýtir gott stjórnendateymi sér styrkleika mismunandi einstaklinga, veit hvert það er að fara og hvaða leið verður valin. Það hefur skilgreind hlutverk fyrir alla, styðst við skipulögð og opin samskipti, endurnýjar þekkingu sína og færni, hefur sameiginlega stefnu og markmið, metur árangur jafnóðum og tileinkar sér stjórnunartakt sem tryggir samfellu í öllum störfum.
Mikilvægt er fyrir stjórnendur að doka við, vera vakandi fyrir stöðu stjórnendateymisins og vinna ötullega að því að hámarka árangur þess. Stóra spurningin fyrir alla stjórnendur er því þessi: Ert þú í hóp eða teymi?
Ágúst Kristján Steinarrsson
Stjórnunarráðgjafi hjá Intellecta
Stjórnarmaður faghóps um breytingastjórnun hjá Stjórnvísi
Gámaþjónustan bauð Stjórnvísi félögum í heimsókn þriðjudaginn 26. mars 2013. Fyrirlesarar voru þau Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar og Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar. Áslaug kynnti niðurstöður meistaraverkefnis í iðnaðarverkfræði sem hún vann við Háskóla Íslands árið 2012. Verkefnið fjallar um ástæður, hindranir og ávinning af umhverfisstjórnunarkerfum. Gunnar fór svo yfir starfsemi Gámaþjónustunnar ásamt ferli innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem uppfyllir staðalinn ISO 14001.
Það er óhætt að segja að Gámaþjónustan hafi tekið vel á móti félögum Stjórnvísi sem fjölmenntu á fundinn, en allir voru leystir út með lítilli grænni ruslatunnu að gjöf í lok fundar sem tákn um þá umhverfisvitund sem fyrirtækið setndur fyrir.
Námsgagnastofnun bauð Stjórnvísi félögum í heimsókn þriðjudaginn 19. mars 2013 þar sem við fengum að fræðast um hvernig þau hafa nýtt sér Kanban til að halda utanum útgáfuferli allra þeirra námsbóka sem stofnunin gefur út á hverju ári. Áhugavert var að heyra hversu almenn ánægja er innan Námsgagnastofnunar með þann aukna sýnileika sem verkefnin hafa fengið og þann árangur sem hefur náðst við að fyrirbyggja flöskuhálsa í verkefnaflæðinu, en hugmyndin að upptöku Kanban kom úr röðum starfsmannanna sjálfra. Fullbókað var á kynninguna og kunnum við Námsgagnastofnun bestu þakkir fyrir gott heimboð.
Tækifæri á breyttum tímum - Neytendur vilja vita
Neytendum er ekki sama hvernig vara verður til. Uppruni og hver framleiddi hana skiptir máli svo og heilnæmi. Sumir spyrja úr hverju varan er, hvort hún er lífræn, hvort gengið hafi verið á gæði náttúrunnar við framleiðslu hennar og hverjar séu aðstæður starfsfólks. Rekjanleiki og sjálfbærni eru nefnd í sömu andránni.
Að hluta til snýst þetta um upplifun og að hluta öryggi. Fyrir það eru sumir neytendur tilbúnir að greiða hærra verð.
Með nýjustu tækni aflar neytandinn sér þekkingar um vörur beint í smartsímann. Þar með skapast ný tækifæri við að tengja saman tiltekna vöru og sérstakar þarfir viðskiptavina, “the long tail á markaðnum. Virðiskeðjan verður styttri í raun, tækifæri gefast fyrir fyrirtæki til að vera nær markaðnum og fækka þar með milliliðum.
“Verkfærin sem fyrirtæki í fararbroddi nýta til að byggja upp innra verklag nýsköpunar, tryggja eiginleika vöru og miðla til neytenda eru m.a. vottuð umhverfismerki s.s. Norræni svanurinn, Evrópublómið, MSC og KRAV, Fairtrade, auk staðla um umhverfis- og gæðastjórnun, samfélagsábyrgð og yfirlit um kolefnisspor eða vistspor. Þau sem skara framúr hafa tileinkað sér þessi tæki, skilja orðfærið og eru hluti af lausninni.
Lykillinn er nýskapandi hugsun þar sem sérstaðan er skilgreind og sett í samhengi með þeim verkfærum sem neytandinn þekkir. Hér á landi höfum við það sem til þarf; úrvals hráefni, hreint vatn, staðaranda og fyrirtæki sem fylgja lögum um vinnuvernd.Reynslan hefur sýnt að með því að nýta verkfærin og miðla þessum eiginleikum um hágæða vöru, má skila meiri hagnaði.
Greinarhöfundur: Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta
Að vera hluti af lausninni
Samfélagsleg ábyrgð felst í því að fyrirtæki leggja sitt af mörkum til framfara í samfélaginu við að efla komandi kynslóðir. Samfélagsleg ábyrgð tengist öllum rekstrarþáttum fyrirtækja, hvort heldur þeir eru efnahagslegir, lagalegir eða siðferðislegir. Flest fyrirtæki vinna nú markvissar að samfélagslegri ábyrgð og flétta hana inn í áætlanir sínar til langs tíma. Auk kröfu um aukinn hagnað þurfa stjórnendur að glíma við væntingar hagsmunaaðila og taka ábyrgð á ákvörðunum og aðgerðum sem snerta umhverfi, efnahag og samfélag. Nýlegar rannsóknir sýna að fyrirtæki sem vinna skipulega með samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni vegnar betur, þegar horft er til lengri tíma.
Lykillinn að vinnu við samfélagslega ábyrgð er nýskapandi hugsun:; að hugsa hlutina út frá nýju sjónarhorni með það fyrir augum að vera hluti af lausninni en ekki vandamálinu. Nýsköpunin hjá fyrirtækjum getur orðið á fimm mismunandi stigum:; í þróun vöru og þjónustu; með bættum ferlum í fyrirtækinu:; með endurskoðun og breytingum á hagnaðarmódeli fyrirtækisins:; með breytingum á viðskiptahugmynd eða breytingum innan atvinnugreinar. Hér á landi hafa fá fyrirtæki unnið skipulega með þessi mál en gera má ráð fyrir að fyrirtæki í útflutningi og/eða erlendu samstarfi séu þau sem fyrst finna fyrir þörfinni. Þá gildir að vera undirbúin.
Ávinningur er margþættur, t.d. betri yfirsýn og fyrirhyggja varðandi komandi kröfur, sem minnkar áhættu. Hagsmunaaðilar eru ánægðari, umhverfisáhrif minni, starfsmannamál betri, tækifæri opnast í vöruþróun, stjórnarhættir og neytendastarf batnar. Bætt samband við samfélag og hagsmunaaðila leiðir til hugmynda að gagnlegum verkefnum og orðsporið batnar.
Greinarhöfundur: Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta
Þrír kunnir stjórnendur fengu stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2013 við hátíðlega athöfn félagsins í Turninum í gær. Þetta voru þau Egill Jónsson, framleiðslustjóri Össurar, Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson afhenti verðlaunin að viðstöddu miklu fjölmenni. Þetta er í fjórða árið í ráð sem verðlaunin eru veitt og hefur forseti Íslands afhent þau frá upphafi.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með yfir 2 þúsund félagsmenn og yfir þrjú hundruð fyrirtæki innan sinna raða. Innan félagsins starfa um nítján faghópar á mismunandi sviðum stjórnunar. Þannig fékk Ásbjörn Gíslason verðlaun fyrir þjónustu og markaðsstjórnun, Egill fyrir framleiðslu- og straumlínustjórnun og Guðbjörg Edda fyrir stefnumótun. Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar.
Á verðlaunahátíðinni fluttu þrír kunnir stjórnendur fyrirlestra sem vöktu mikla athygli. Það voru þau Janne Sigurðsson, forstjóri Alca Fjarðaáls, Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins.
Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum og fyrirtækjum sem hafa áhuga á stjórnun og vilja fylgjast með nýjustu stefnum og straumum á þeim vettvangi. Félagið verður 27 ára á þessu ári og hét upphaflega Gæðastjórnunarfélag Íslands.
Markmið stjórnunarverðlaunanna er að vekja athygli á faglegu og framúrskarandi starfi
stjórnenda. Allar nánari upplýsingar um stjórnunarverðlaunin er að finna á heimasíðu Stjórnvísi; stjornvisi.is
Myndatexti:
Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Ísland, voru erlendis. Frá vinstri: Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi Samskipa og Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa, sem tóku við verðlaunum fyrir hönd Ásbjörns Gíslasonar, Eyjólfur Þ. Haraldsson læknir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd eiginkonu sinnar Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, Egill Jónsson, framleiðslustjóri Össurar, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, sem afhenti verðlaunin.
Kæru félagsmenn!
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi verða veitt í glæsilegu hófi í Turninum í Kópavogi á morgun, þriðjudaginn 12. mars. Þetta er einn af helstu viðburðum félagsins á hverju ári og hvet ég félagsmenn til að fjölmenna á þessa glæsilegu hátíð. Aðgangur er ókeypis og veitingar í boði félagsins. Forseti Íslands veitir verðlaunin og flytur ávarp. Þrír kunnir stjórnendur flytja fyrirlestra á hátíðinni. Þeir eru Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og nýkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins, Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, og Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Ekki verða pallborðsumræður en gestir geta beint spurningum til fyrirlesara.
Þetta er fjórða árið í röð sem Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru veitt og hefur forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhent þau frá upphafi auk þess að flytja ávarp um sína sýn á íslenskt atvinnulíf.
Mikill kraftur hefur annars verið í starfi faghópa í vetur og er augljóslega mikill byr með félaginu. Margir hafa lagt hönd á plóginn og vil ég þakka öllum fyrir hið kraftmikla starf í félaginu. Þungamiðjan í starfinu eru faghóparnir og án þeirra væri Stjórnvísi lítils virði.
Ég hvet ykkur enn og aftur til að mæta í Turninn á morgun kl. 16:00. Fjölmörg fyrirtæki styrkja hátíðina og þakkar Stjórnvísi fyrir þann stuðning.
Kveðja,
Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi.
Ábyrgð sjálfstæðra atvinnurekenda
Fátt er jafn mikilvægt fyrir sjálfstæða atvinnurekendur og að gera sér grein fyrir því í hverju skyldur þeirra liggja og axla þá ábyrgð strax frá byrjun. Sem stjórnandi eigin reksturs verður þú að fjárfesta í grunnþekkingu er varðar ábyrgð, lög og skyldur þíns sem stjórnanda. Refsiábyrgð stjórnenda er mikil er kemur að bókhaldinu og skilum á réttum upplýsingum og efndum til skattsins. Ef þessir hlutir klikka, ert þú einn gerður ábyrgur.
Þó maður leitist ávallt við að lágmarka allan óþarfa kostnað í eigin atvinnurekstri, þarf að forgangsraða. Ert þú sterkur í fjármálum fyrirtækja? Hefur þú þekkingu og tíma til að standa í því öllu sjálfur? Borgar það sig jafnvel að úthýsa þessum hluta strax? Oft er hægt að afla sér þessar upplýsingar með því að skoða þá á netinu, hringja í RSK eða kaupa sér ráðgjöf hjá sérfræðingum. Þó ráðgjöfin geti virst dýr í fyrstu, þá svarar hún yfirleitt kostnaði þegar til lengri tíma er litið!
Í upphafi getur verið of kostnaðarsamt að ráða starfsmann sem er sérhæfður í bókhaldi og fjármálum en þá er um að gera að skoða aðra möguleika. Fáðu tilboð frá bókhaldsfyrirtækjum eða sjálfstæðum bókurum sem gott orð fer af. Mikilvægt er að finna þann aðila sem skilur þínar þarfir og þú getur treyst, jafnvel þó þú verðir að veita þeim eftirfylgni. En umfram allt - kynntu þér ábyrgðir og skyldur þínar strax sem stjórnanda. Þó þú þurfir að geta treyst þeim sem fara með fjármálin í þínum rekstri (hvort sem um er að ræða meðeigendur, starfsmenn, bókara og/eða endurskoðanda) verður þú ávallt að hafa grunnþekkingu á þeim - til þess að geta axlað þá ábyrgð sem felst í rekstri.
Brynhildur S. Björnsdóttir
-Framkvæmdastjóri Hagsýn og M.Sc. í Viðskiptafræði, Stefnumiðaðri stjórnun.
Viðburðarefni: Að bæta árangur - Frá gögnum til gagns
Sveinn Víkingur Árnason framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs ÁTVR hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur í húsakynnum ÁTVR að Stuðlahálsi 2, fyrir um það bil 40 meðlimi Stjórnvísis að morgni hins 14. febrúar.
Hugmyndin var sú að hjálpa fólki við að koma einhverri reglu á allt gagnamagnið sem á það til að safnast upp í tölvum starfsmanna og kynna þeim árangursríkar leiðir til að breyta gagnahaugum í verkfæri til ákvarðanatöku.
Fundurinn hófst á því að undirritaður kynnti það sem hópurinn „Stefnumótun og Balanced Scorcard“ hjá Stjórnvísi stendur fyrir og síðan fyrirlesarann SVÁ.
Sveinn tók síðan við og byrjaði með smá kynningu á sögu ÁTVR, sagði frá þróun upplýsingamála hjá fyrirtækinu, helstu gagnastraumum og gagnavæðingu. Hvers konar umhverfi gögnunum er búið, birtingarform þeirra og upplýsingaveitur.
Hvað þarf starfsmaður að vita til að geta nýtt sér gögn í gagnlegar skýrslur og kort? Hann endaði síðan fyrirlesturinn með áhugaverðum dæmum úr rekstri ÁTVR ásamt hvatningarorðum til fundargesta um nauðsyn þess að þekkja samhengi hlutanna að öðrum kosti væri erfitt að nýtt sér tækin og tólin.
„Verum upplýstir kaupendur, það er lykilatriðið: A Fool with a tool is still a fool“.
Gert þann 3. mars 2013
Kristján F. Guðjónsson
Hver þekkir ekki gagnahauginn, samansafn mikilvægra gagna úr gagnasöfnunum fyrirtækisins sem ekki hefur unnist tími til að koma skipulagi á. Við hjá ÁTVR ætlum að taka fyrir raundæmi sem hafa nýst okkur við að bæta árangur og sýna þér okkar aðferð við að breyta þessum gögnum í verkfæri til ákvarðanatöku.
Erum við ekki öll að drukkna í gögnum sem bíða í ofvæni eftir því að fá að gera gagn?
Ísland á stafræna kortið
Eydís Líndal Finnbogadóttir, Landmælingum Íslands
Aðgengi að kortum hefur aukist með tilkomu vefsins en aðgengi að opinberum korta- og landupplýsingum þarf að tryggja betur til að hægt sé að byggja ákvarðanatöku á öðru en Google.
Aukið aðgengi
Gott skipulag og aðgengi á sviði landupplýsinga hvetur til aukinnar nýsköpunar, rannsókna og nýrra tækifæra til að efla þjónustu við almenning. Því var mikilvægt skref stigið árið 2011 með lögum um grunngerð fyrir stafrænar landupplýsingar. Markmið laganna er að auka aðgengi og koma á skipulagi og samtengingu landupplýsinga stjórnvalda. Landmælingar Íslands sjá um innleiðingu laganna.
Gjaldfrjáls gögn og aukinn vöxtur fyrirtækja
Í nýlegri erlendri rannsókn kemur fram að í þeim löndum þar sem opinberar korta- og landupplýsingar eru án gjaldtöku er vöxtur fyrirtækja sem reiða sig á slík gögn 15% meiri en þar sem gögnin eru seld. Þá hafa dönsk stjórnvöld bent á að ávinningurinn af því að gera opinber kortagögn gjaldfrjáls sé margfaldur fyrir samfélagið. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra steig mikilvægt skref fyrir Íslands hönd nú í upphafi árs þegar hún gerði öll stafræn gögn Landmælinga Íslands gjaldfrjáls. Markmið þeirrar ákvörðunar er m.a. að stuðla að nýsköpun hvort heldur er í einkageiranum eða opinberri þjónustu. Landmælingar hafa þegar gert gjaldfrjálsu gögnin aðgengileg til niðurhals (www.lmi.is). Viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og síðustu vikur hafa hundruðir notenda halað niður þúsundum skráa. Það er von Landmælinga að með gjaldfrjálsu og auknu aðgengi muni gögnin skapa ný og fjölbreytt verkefni, samfélaginu til hagsbóta.
Faghópur um breytingastjórnun hélt sinn fyrsta viðburð í morgun í Endurmenntun HÍ þar sem mikill fjöldi mætti til að hlýða á þrjá reynslumikla fyrirlesara fjalla um innleiðingu umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir. Gíja Finnsdóttir formaður faghópsins stjórnaði fundinum af miklum glæsibrag og boðið var upp á kaffi, ávexti og nýbakaðar kleinur í tilefni dagsins.
Björn Zoega, forstjóri LSH: Erlendis finnst spítölum erfitt að skera niður um 2%, á Íslandi er verið að skera niður um 7-10%. Þegar Björn hóf störf á LSH voru 340 stjórnendur en eru nú 178. Á sama tíma hefur starfsmönnum fækkað úr 5218 í 4621 og dagvinnustöðugildum úr 3843 í 3516. Rannsóknum fækkað um 19%, rúmum um 90, yfirvinnu um 27%, hitunarkostnaður um 15%, rafmagn 10%, pappír 33%, blekhylki 30% og heildarlaunakostnaður um 973millj. á milli ára. LSH stefnir á að hafa „Öryggi á heilanum“ . Spítalasýkingar eru komanar niður í 5,7% en eru 10% á hinum norðurlöndunum. Nýverið hóf LSH innleiðingu á Lean. Þjálfarar eru núna 15. Vilja breyta menningu minnka kostnað eða sóun, hafa gæðaeftirlit byggt á „real time“ ekki gömum tölum og að stjórnendur séu á staðnum. Í sept. 2011 voru haldnir 46 starfsmannafundir og fengu þau fjölda tillagna frá starfsmönnum. Líðan starfsfólks er mæld reglulega og hefur upplifað álag ekki aukist undanfarin ár.
Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla-og frístundasviði Reykjavíkurborgar sagði að það sem hefði gagnast vel í öllum þeim breytingum sem hafa verið í sameiningu leikskóla og grunnskóla væri að kanna hjá starfsmönnum: Hvaða menningn og siðir eru til staðar? Hvaða menningu viltu halda í?
En hvernig var sameiningin undirbúin? Notast var við aðferðir verkefnastjórnunar, stuðst var við góðan bækling um sameiningu ríkisstofna. Fjölmiðlaumfjöllunin var neiðkvæð og mikið um kærumál. Haldnir voru 62 fundir með 1800 starfsmönnum og bárust 3800 tillögur. Í þessum breytingum urðu 24 leikskólar að 11, engum húsum var lokað en í stað þess að hver og einn leikskóli hefði einn leikskólasjórar urðu hver og einn leikskólastjóri með 2 til 3. Uppsagnir urðu því hjá skólastjórum og aðstoðarskólastjórum. Í jan2012 tóku við nýir skólastjórar og sameinaðir skólar tóku til starfa. Skólastjórar lögðu fram nýtt skipurit. Þegar skipuritið var samþykkt tóku stýrihópar við störfum. Allan tímann var starsfólk upplýst um hvað væri í gangi. Tengdu saman stefnumótun og breytingar. Settu upp forgangsröðun og eftirfylgni. Þá var farin sú leið að búa til neyðarástandsáætlun í byrjun. Starfsfólki var boðið að koma á fundi þar sem deildir voru saman, starfsfólk kom með tillögur. Þessi aðgerð að segja upp stjórnanda og síðan sæki hann aftur um það hefur áhrif á tryggð. Í breytingum kemst hreyfing á margt og markmiðð að nýta það besta frá báðum. Sameiningarvinnu er ekki lokið því eftirfylgni þarf að eiga sér stað. Vita ekki enn hversu mikill sparnaður hefur hlotist af þessu öllu.
Gylfi Dalmenn Aðalsteinsson: Það er gríðarleg áskorun fyrir stjórnendur að taka þátt í breytingum og þá aðallega tímapressan. Íslendingar eru ekki hrifnir af tímapressu. LHS er með hagræðingar en hvað er Reykjavíkurborg að gera eru það sókn eða hagræðing. Allir stjórnendur Íslandsbanka lásu „Managing Transitions : Making the Most of Change e.“William Bridges“ frábært bók fyrir stjórenndur að lesa. Það sem var áður verður ekki lengur, Hvað breytist? Missir/söknuðuru, Hlutlausa tímabilið, nýtt ástand. William Bridges, segir að við erum að enda eitthvað gamalt og byrja eitthað nýtt. . Stundum gleymist að vinna með starfsfólkiinu. Oft gerist það að framleiðni minnkar, los kemst á og þá spretta upp erkitýpur starfsmanna en headhunterarnir fara líka á skjá. Passa þarf upp á að að fylgjast mjög vel með og nýta sér þá sem eru fylgjendur en ekki síst þá sem eru ekki fylgjandi þeim. Kotter er frábær með sitt átta þrepa líkan. Stjórnendur ættu að nýta sér Kotter. Til er orðiðn slatti af rannsóknum. . Nota þjóðfundarform á vinnustofum. Búa til gildi í leiðinnni um leiðog svót greiningi er gerð. Vala Magnúsdóttir, gerði frábær ritgerð sem er á Skemmunni.
Niðurstöðurnar hennar eru: 1.skipa verkefnastjóra og /eða breytingastjóra sem heldur utan um verkefnið 2. Mynda bandalag, fá fólk í lið með sér - að selja breytingarnar og skapa liðsheild - samvinnu.
Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóð sagði okkur frá því að Nýsköpunarsjóður mætti aldrei eiga meira en 10% í hverju fyrirtæki. Sjóðurinn er áhættufjárfestingasjóður sem vill ná ávöxtun. Þeir eru ekki bundnir ákveðnum geirum, En hvernig vinnur Nýsköpunarsjóður? Viðhöfð eru fagmannleg vinnubrögð og ferlar, þegar búið er að ákveða að fjárfesta er farið í að staðfesta og eru þá fengnir utanaðkomandi fjárfestar, starfsmenn eru með víðtæka reynslu . Starfsmenn eru starfandi sem hafa skoðað yfir 1000 viðskiptahugmyndir. Starfsmenn mega ekki sjálfir eiga persónulega í fyrirtækjum sem Nýsköpunarsjóður fjárfestir í. Þegar Nýsköpunarsjóður er að meta hvort þeir eigi að fjárfesta horfa þeir á: Teymið, samsetning hópsins skiptir miklu máli, tækni, hafa rekstrarkunnáttu, sölu-og markaðsþekkingu, leiðtogahæfileikar, vera úrræðagóður, drifkraftur og hugrekki, hlutsta á aðra. Áreiðanleika í samskiptum. Þegar líður á skiptir þetta miklu máli. Gildi - sjá fljótt hvort það er heiðarleiki í samskiptunum, upplýsa strax ef eitthvað er og Persónutöfra.
Nýskpöunarsjóður horfir einnig til 1. Hver er ávinningur kaupandans af vörunni/þjónustunni? (valure propositions) 2. Hvaða sérstöðu hefur þessi tækni 3. Er einkaleyfi o.fl.
Markaðs-og sölumál - Viðskiptamódel, hvernig er tekjumyndunin? Markaðsreynsla teymisins, góð samkeppnisgreining, samkeppnisforskot, lýsa söluaðferðum og dreifingarleiðum, lýsa þörfum viðskiptavina og kaupgetu, stærð markaðar.
Áætllanir: er tekjuáætlun raunhæf? Er framlegð vörunnar nægilega spennandi til að geta staðið undir framtíðarvöruþróun og skilað félaginu góðum hagnaði? Eru laun og annar kostnaður hófstilltur? Er samræmi í áætlun, t.d milli fjárþarfar og því sem verið er að biðja um? Arðsemi verkefnisins - getur NSA hagnast á þessu?
Margrét Ormslev hjá Landsbankanum ræddi um aðgengi að fjámunum. Margrét segir að frá því styrkjunum sleppir þar til sjóðirnarir komi inn myndast mikið gap. Landsbankinn er með greinar inn á síðunni um ýmislegt sem tengist frumkvöðulum, þar má sjá upplýsingar um nýsköpunarstyrki og lán.
Margrét hvetur frumkvöðla til að kynna sér hina ýmsu sjóði og hvað þeir eru að styrkja. Landsbankinn hefur styrkt fjölmörg fyrtæki. Árið 3013 verður úthlutað 35 milljónum. Ef við erum að leita að þér þá er það góðs viti, Margrét hvetur fyrirtæki að láta vita af því góða sem þau eru að gera. Þátturinn Landinn með honum Gísla hefur lyft grettistaki með því að vekja athygli á mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Passa sig á að hafa gott pits, hvaða vandamál er ég að leysa, fjárfestir vill finna drifkart, áhuga o.fl.Það er mikill munur á að lána og fjárfesta. Sá sem lánar vill fyrst og fremst að þú borgir til baka. Sá sem fjárfestir í þér vill fyrst og fremst að þér gangi vel.
Er vinna nám?
Stór hluti fyrirtækja á Íslandi eru með skipulagt nám á vinnustað eins og fram kemur í könnun Samtaka iðnaðarins sem kynnt var á Menntadegi samtakanna nýlega.
Innan framhaldsfræðslunnar er talið líklegt að vinnustaðanám muni aukast og verði skipulagt út frá hagsmunum og þörfum fyrirtækjanna.
Fyrirtæki sem eiga aðgang að fræðslusjóðum atvinnulífsins geta fengið aðstoð við að greina menntunarþörf með verkefninu Fræðslustjóri að láni. Mímir tekur að sér slíka þjónustu í samstarfi við sjóðina sem greiða verkefnið. Þetta er einstakt tækifæri til að fá faglega aðstoð við að meta fræðsluþörf innan fyrirtækisins og auk þess notaðar aðferðir sem virkja alla starfsmenn til þátttöku.
Í þjónustugreinum er það mannauðurinn sem skiptir mestu í harðri samkeppni fyrirtækjanna. Hvort sem við förum í verslun, á veitingastað, hótel eða bensínstöð þá viljum við fá vingjarnlegt viðmót og faglega þjónustu. Fáum við það ekki leitum við annað næst.
Mímir-símenntun hefur, með góðum árangri, sérhæft sig í að virkja og hvetja fólk á vinnumarkaði með stutta formlega skólagöngu til náms og starfsþróunar. Þessi miklu tengsl við vinnumarkaðinn nýtast ákaflega vel við að stýra greiningu menntunarþarfar innan fyrirtækja. Það er ljóst í mínum huga að í vinnu felst nám, sem er mikils virði fyrir einstaklinginn og fyrirtækið. Mikilvægt er að nám á vinnustað sé skipulagt og skráð með markvissum hætti og býður Mímir fram krafta sína til þess.
Við hjá Mími gerðumst nýlega félagar í Stjórnvísi og þar höfum við fundið spennandi vettvang með þátttöku í gæðahópi og mannauðsstjórnun. Aðild að Stjórnvísi var góð fjárfesting fyrir Mími.
Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Mími-símenntun.
Halldóra Katla Gunnarsdóttir markaðsstjóri Fjárvaks sagði frá því á fundi á vegum fjármálahóps hvað fær fyrirtæki til útvistunar. Halldóra studdist við könnun hjá alþjóðlegu fyrirtæki og niðurstöður hennar. Með útvistun verkferla er átt við að fyrirtæki flytji framkvæmd þeirra yfir til utanaðkomandi aðila sem hefur sérþekkingu í viðkomandi verkferlum. Algengast er að íslensk fyrirtæki útvisti tölvumálum, ræstingum og öryggisgæslu. Fyrirtæki sjá góða leið til að lækka rekstrarkostnað með útvistun fjármálaferla. Það sem algengast er að útvista er rafrænt samþykktarferli reikninga, greiðslur reikninga, reikningagerð, innheimta, færsla og afstemming bókhald o.fl. Í dag er meiri krafa um að stjórnendur hafi gögn til að taka góðar ákvarðanir. Helsti drifkrafturinn á útvistun er þrýstingur á lækkun kostnaðar, aukin þjónustugæði frá útvistunaraðilum, aukið álag vegna reglugerða og stjórnunarhátta. Aðrir drifkraftar eru 1. Efnahagshrunið 2. Fyrirtæki í samdrætti eða örum vexti 2. Mannaflaþörf breytileg eftir sveiflum í rekstri 4. Fyrirtækið að huga að endurnýjum á fjárhagsbókhaldskerfi 5. Of mikill tími fjármálastjóra fer í að búa til stjórnendaupplýsingar í stað þess að vinna úr þeim
- febrúar 2013 | 08:30 - 09:30
Innleiðing umfangsmikilla breytinga og algengar hindranir
Breytingastjórnun
Dunhaga 7, 107 Reykjavík
Faghópur um breytingastjórnun auglýsir sinn fyrsta viðburð þar sem viðfangsefnið er hvernig staðið var að viðamiklum en ólíkum breytingum, algengar hindranir og þann lærdóm sem draga má af breytingarferli þegar litið er til baka.
Þrír reynslumiklir fyrirlesarar munu nálgast efnið út frá ólíkum hliðum og gefa áheyrendum innsýn í krefjandi breytingaferli sem hafa átt sér stað undanfarin misseri. Björn Zoëga, forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss, mun fjalla um áskoranir við innleiðingu breytinga á umbrota- og niðurskurðartímum. Ingibjörg Gísladóttir, mannauðsráðgjafi hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, mun segja frá sameiningarferli grunnskóla og leikskóla í Reykjavík. Loks mun Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent hjá Háskóla Íslands, fjalla um helstu hindranir í breytingaferlum út frá fræðilegri nálgun.
Óhætt er að lofa spennandi fyrirlestri fyrir þá sem vilja fræðast um þetta áhugaverða viðfangsefni og hvetjum alla til að skrá sig til þátttöku.
Fundurinn er haldinn í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, - febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
Umhverfisstjórnun hjá Icelandair Group og Icelandair Hótel Reykjavík Natura
Umhverfi og öryggi
Nauthólsvegur 52, 101 Reykjavík
Vaxandi áhugi er meðal ferðaþjónustufyrirtækja á því að bæta frammistöðu sína umhverfismálum og styrkja þannig ímynd sína og landsins sem ferðamannalands. Eitt slíkra fyrirtækja er Icelandair Group sem hafið hefur undirbúning að innleiðingu umhverfisstjórnunar innan samstæðunnar. Svala Rún Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, mun kynna stöðu verkefnisins og næstu skref.
Icelandair Hótel Reykjavík Natura hefur markað sér umhverfisstefnu og starfar eftir alþjóðlegum staðli um umhverfisstjórnun, ISO 14001. Katelijne A. M. Beerten, gestamóttökustjóri hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, mun kynna umhverfisstjórnun hjá hótelinu og hvernig til hefur tekist.
Kynningin fer fram hjá Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík þann 26. febrúar kl. 8.30-10:00.
- febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
Hvernig á að tala við fjárfesta? Pottþétt ráð til undirbúnings!
Nýsköpun
Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar kl. 12:00-13:00
Hvernig á að tala við fjárfesta?
Pottþétt ráð til undirbúnings! Hvernig ber að fjármagna fyrstu skrefin og hvað tekur við?
Þessum spurningum og mörgum öðrum verður svarað á Nýsköpunarhádegi Klaks, þriðjudaginn 26. febrúar.
Fjallað verður um hvað atriði það eru sem fjárfestar vilja fá upplýsingar um og hvernig best er að undirbúa kynningu á viðskiptahugmynd fyrir fjárfesti. Þá verður fjallað um fjármögnun fyrirtækja á ólíkum stigum og sagt frá styrkjum og stuðningsverkefnum sem eru í boði fyrir fyrirtæki... á frumstigi.
Frummælendur:
Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá NSA
Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, sérfræðingur nýsköpunarþjónustu Landsbankans
Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í O2 húsinu. Nýsköpunarhádegi Klaks er samstarfsverkefni Klak - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins, Landsbankans, Stjórnvísi, Samtaka iðnaðarins, og Viðskiptablaðsins.
Staður: Ofanleiti 2, stofa 201
Allir velkomnir! - febrúar 2013 | 08:15 - 10:00
Vinnustofa Stjórnvísi: Hvað virkar í stefnumótun?
Stefnumótun og Balanced Scorecard
Dunhaga 7, 107 Reykjavík
Vinnustofa byggð á reynslu þátttakenda um þær aðferðir við mótun stefnu og framkvæmd hennar sem hafa reynst best. Byrjað verður á stuttum inngangi Dr. Runólfs Smára Steinþórssonar prófessors við Háskóla Íslands en síðan taka við umræður þátttakenda byggðar á hagnýtri reynslu þeirra úr atvinnulífinu.
Vinnustofan verður haldin miðvikudaginn 27. febrúar 2013 kl. 8:15 - 10:00 í Endurmenntun HÍ.
Síðar verður boðið upp á tvær vinnustofur til viðbótar. 13. mars verður fjallað um hvaða árangursmælingar skipta mestu máli fyrir fyrirtæki og stofnanir og 3. apríl verður rætt um árangursríkustu leiðirnar til að innleiða umbótaverkefni. Vinnustofurnar þrjár tengjast en ekki er skilyrði að sækja þær allar.
Faghópur Stjórnvísi um stefnumótun stendur fyrir vinnustofunum í samvinnu við Rannsóknarmiðstöð stefnu og samkeppnishæfni í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
- febrúar 2013 | 17:00 - 18:30
Á Mannamóti í febrúar verður fjallað um Bjórskóla Ölgerðinnar og Tjarnargötuna.
Mýrargötu 2, 101 Reykjavík
Á Mannamóti í febrúar munum við heyra frá Óla Rúnari Jónssyni vörumerkjastjóra Ölgerðarinnar og Einari Ben einn stofnanda Tjarnargötunnar. Óli mun fjalla um hugmyndina á bakvið Bjórskóla Ölgerðarinnar og hvernig hann hefur þróast, en Bjórskólinn hefur notið gífurlega vinsælda og nær námsefnið allt frá sögu bjórsins, bruggferlinu og ólíkum bjórtegundum til eiginleika bjórsins og bjórmenningar á Íslandi. Einar Ben stofnaði Tjarnargötuna árið 2011 ásamt félaga sínum Arnari, en þeir þekkja nýmiðla eins og lófana á sér og eru sérstaklega lunknir í samfélagsmiðlum og notendadreifingu markaðsefnis. Vinnuspeki þeirra endurspeglast í að laða notandann að skilaboðunum, en ekki að ýta skilaboðunum til notandans. Einar mun ræða um mikilvægi efnisinntaka og notendadreifingu markaðsefnis.
Hvar: Marina, Mýrargata 2, 101 Reykjavík
Hvenær: Síðasta miðvikudag í mánuði
Tími: kl.17-18.30
Niðurstöður 2012
Í dag, 21. febrúar 2013, voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2012 kynntar og er þetta fjórtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 28 fyrirtæki í 9 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-600 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlýtur Nova, 71,6 stig af 100 mögulegum. Nova er því heildarsigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2012 líkt og 2011 og jafnframt sigurvegari í flokki farsímafyrirtækja. Fast á hæla Nova kemur ÁTVR sem er efst flokki smásöluverslana með einkunnina 71,1. Í fyrsta sæti í flokki banka er Landsbankinn með einkunnina 62,9 og í flokki tryggingafélaga er Tryggingamiðstöðin með hæstu einkunnina, 69,0. HS orka er í fyrsta sæti raforkusala með einkunnina 62,1 og Atlantsolía er efst meðal olíufélaga með einkunnina 68,8. Bauhaus er með hæstu einkunnina meðal byggingavöruverslana, 66,0. Krónan er í fyrsta sæti í flokki matvöruverslana með einkunnina 63,6 og Lyfja sigrar í flokki lyfjaverslana með einkunnina 66,2.
Myndatexti:
Neðri röð frá vinstri: Þórhildur Eva Jónsdóttir, verkefnastjóri á þjónustusviði HS Orku, Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmastjóri Atlantsolíu, Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri NOVA, Ragnheiður D. Agnarsdóttir, framkvæmastjóri einstaklingssviðs og samskiptasviðs TM.
Efri röð frá vinstri: Einar S. Einarsson, framkvæmastjóri sölu-og þjónustu ÁTVR, Þórbergur Egilsson, forstöðumaður þróunar-og rekstarmála Lyfju, Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, Halldór O. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bauhaus, Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans,
?
Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Jóna Karen Sverrisdóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401018/8601018, netfang jona.sverrisdottir@capacent.is. Upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina má finna á: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin
Vikan framundan - fjórir áhugaverðir viðburðir
- febrúar 2013 | 08:30 - 09:45
Fjárvakur - útvistun fjármálaferla
Fjármál fyrirtækja
Nauthólsvegi 52
Á þessum áhugaverða fundi mun Fjárvakur kynna útvistun fjármálaferla. Fjárvakur hefur sérhæft sig í umsjón fjármálaferla. Starfsmenn Fjárvakurs búa yfir áralangri reynslu í rekstri kerfa og framleiðslu fjárhagsupplýsinga sem uppfylla ströngustu kröfur stjórennda. Það er Halldóra Katla Guðmundsdóttir markaðs-og starfsmannastjóri Fjárvakurs sem verður með framsögu.
Kynningin verðurhaldin á Hótel Natura og eru allir hjartanlega velkomnir.
- febrúar 2013 | 12:00 - 13:00
Vertu skæruliði! - Notaðu orku og hugmyndflug í markaðsstarfi í stað peninga.
Nýsköpun
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík
Skæruliðamarkaðssetning hentar frumkvöðlum sérstaklega vel, þar sem hún gerir ekki ráð fyrir að miklir peningar fari í markaðsstarfið - en krefst þess í stað tíma, orku og hugmyndaflugs.
Frummælandi: Þóranna K. Jónsdóttir
Í fyrirlestrinum fer Þóranna yfir helstu atriði skæruliðamarkaðssetningar skv. kenningum hugmyndasmiðs skæruliðamarkaðssetningarinnar, Jay Conrad Levinson, auk þess sem hún lumar á nokkrum skemmtilegum dæmum.
Þóranna K. Jónsdóttir starfar sem markaðsráðgjafi og leggur sérstaka áherslu á stefnumótun markaðsmála, með brandið sem kjarna markaðsstarfsins. Hún er manneskjan á bak við Markaðsmál á mannamáli, en markmið MáM er að auka markaðslega færni minni fyrirtækja til að stuðla að því að framúrskarandi vörur og þjónusta fái að blómstra. Þjálfun fer fram á netinu og hugmyndafræði skæruliðamarkaðssetningar er lögð til grundvallar. - febrúar 2013 | 08:30 - 10:00
Velferð er samfélagsverkefni - Vilborg Ingólfsdóttir Velferðarráðuneytinu
Heilbrigðissvið
Tryggvagötu 17, Hafnarhúsinu
Velferð er samfélagsverkefni
Samráð og samvinna einstaklinga, félagasamtaka, stofnana, sveitarstjórna og ráðuneyta.
Lýðræði, mannréttindi, réttlæti, jöfnuður og samábyrgð eru nokkur þeirra grunngilda sem íslensk velferð byggir á.
Á Íslandi hefur verið víðtæk sátt um að samfélagið skuli vera fyrir alla og að íbúar eigi að hafa tækifæri til að nýta hæfileika sína, taka virkan þátt í samfélaginu, búa við félagslegt öryggi og heilbrigði. Því þarf á hverjum tíma að líta á áskoranir og verkefni samfélagsins í víðu samhengi og byggja upp skilning á mikilvægi framlags hvers og eins.
Í erindinu verður fjallað um hvernig einstaklingar, félagasamtök, stofnanir, sveitarfélög og ráðuneyti eru að vinna saman að velferðinni og rætt um mögulegar leiðir til að gera enn betur.
Vilborg Ingólfsdóttir skrifstofustjóri hjá Skrifstofu gæða og forvarna hjá Velferðarráðuneytinu flytur erindið og verður það í Verinu sal Velferðarráðuneytisins. - febrúar 2013 | 08:30 - 09:50
Íslenska ánægjuvogin 2012 - Uppskeruhátíð
Veisluturninn, Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Capacent, Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísi.
Í tilefni af birtingu niðurstaðna Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2012 verður efnt til morgunverðarfundar á vegum Faghóps um Gæðastjórnun hjá Stjórnvísi. Faghópurinn hefur haldið marga vel sótta fundi og öflugar ráðstefnur undanfarna vetur.
Fyrirlesarar:
Icelandair: Að fljúga betur
Guðmundur Óskarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Icelandair, fjallar um leiðir fyrirtækisins til að veita góða og örugga þjónustu á heimsmælikvarða. Icelandair var sigurvegari í flokki flugfélaga í Ánægjuvoginni árið 2011.
Framkvæmdasýsla ríkisins: Gæðastjórnunarkerfi og vottun
Halldóra Vífilsdóttir, aðstoðarforstjóri FSR, og Bergljót S. Einarsdóttir, gæðastjóri FSR, fjalla um gæðastjórnunarkerfi stofnunarinnar og ferlið í tengslum við ISO 9001 vottunina. Einnig um samþættingu gæðastjórnunarkerfisins við aðferðafræði samhæfðs árangursmats.
Jóna Karen Sverrisdóttir, verkefnastjóri Ánægjuvogarinnar hjá Capacent kynnir niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2012
Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi veitir viðurkenningar þeim fyrirtækjum sem skoruðu hæst í rannsókn Ánægjuvogarinnar 2012
Davíð Lúðvíksson forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins stjórnar fundinum.
Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina http://www.stjornvisi.is
Verð kr.3.050.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni
Stjórnvísi hvetur starfsmanna-og fræðslustjóra fyrirtækja til að muna eftir Stjórnvisi í nýliðakynningum.
Mikilvægt er að muna eftir að kynna fyrir nýjum starfsmönnum að vinnustaðurinn er aðili að Stjórnvísi - stærsta stjórnunarfélagi á Íslandi stofnað 1986.
Hvettu stjórnendur og áhugasama samstarfsmenn um stjórnun til að skrá sig í faghópa. Stjórnvísi býður upp á hagstæðustu símenntun fyrir stjórnendur í dag.
Okkur langar að vekja athygli á að þar sem fyrirtækið þitt er aðili að Stjórnvísi, geta allir stjórnendur í fyrirtækinu og áhugasamir starfsmenn um stjórnun, sótt fundi í faghópum félagsins sér að kostnaðarlausu. Virk þátttaka starfsmanna í Stjórnvísi gefur þeim færi á hagstæðri símenntun og praktískum umræðum um stjórnun. Skráning í faghópana fer fram á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is http://stjornvisi.is/kennsla hægra megin í horninu „nýskráning starfsmanna“. Þar seturðu inn nafn, lykilorð, starfsheiti og tengir þig síðan við fyrirtækið þitt sem er nú þegar til á skrá. Að því loknu velur þú þér þá faghópa sem þú vilt vera skráður í. Þeir sem skrá sig í Mannauðsstjórnunarhópinn fá póstsendingar um alla viðburði. Á heimasíðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is eru upplýsingar um viðburði faghópa, ráðstefnur og áhugaverðar greinar.
Ávinningurinn af því að vera í Stjórnvísi!
- Hagstæð símenntun um stjórnun sem byggir fyrst og fremst á raunhæfum dæmum
úr atvinnulífinu. - Sterkt tengslanet.
- Virkt félagsstarf.
- Ókeypis aðgangur að faghópum, ráðstefnum, fundum og viðburðum um stjórnun á
vegum félagsins.
Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi með 2000 virka félagsmenn og um
300 fyrirtæki innan sinna raða. Félagið er sterkt og öflugt tengslanet fyrir félagsmenn.
Stjórnvísi er opið öllum einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa áhuga á stjórnun; eins og stjórnendum, sérfræðingum, nemendum og öðrum áhugamönnum um stjórnun.
Stjórnvísi býður hagstæðustu símenntunina um stjórnun á markaðnum.
Stjórnvísi er með kjarnastarf sitt í kraftmiklum faghópum félagsmanna en jafnframt stendur félagið fyrir almennum ráðstefnum, viðburðum og verðlaunum um stjórnun.
Stjórnvísi er áhugamannafélag í eigu félagsmanna og starfar ekki með fjárhagslegan ágóða í huga.
Bestu kveðjur,
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Stjórnvísi ehf | stjornvisi@stjornvisi.is | Ofanleiti 2 103 Reykjavík | Kt. 650686-1609 | Sími: 533-5666 Gsm: 840-4990